Icelandair ráðningar 2018- einhver búinn að fá boð á námskeið?

þoliekkigeitunga | 21. okt. '17, kl: 22:00:07 | 2333 | Svara | Er.is | 1

Er einhver búinn að fá boð á námskeið?

 

óskin10 | 21. okt. '17, kl: 22:38:13 | Svara | Er.is | 1

Fyrsta namskeið byrjar nk föstudag og það er búið að boða það

---------------------------------------------------------------------------------------------------------------

þoliekkigeitunga | 21. okt. '17, kl: 23:01:46 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ert þú að fara á það?

Fluffa18 | 23. okt. '17, kl: 18:04:30 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Veistu hvað námskeiðin eru löng?

adaptor | 22. okt. '17, kl: 02:42:55 | Svara | Er.is | 3

Cræst það mætti halda að þetta væri besta starf á íslandi það eru hérna daglega endalausar umræður um þetta blessaða þjónustustarf

---------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------

óskin10 | 22. okt. '17, kl: 11:49:16 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Vinsælasta starfið og 6-10% líkur a ráðningu

---------------------------------------------------------------------------------------------------------------

adaptor | 22. okt. '17, kl: 13:46:55 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 6

ótrúleg ásókn í að fá að vinna við að afgreiða fólk með grenjandi krakka og fulla kalla í 30 ára gömlum flugvélum

---------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------

óskin10 | 22. okt. '17, kl: 14:03:45 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Sóttir þu um

---------------------------------------------------------------------------------------------------------------

adaptor | 22. okt. '17, kl: 19:41:49 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

nei ég kæri mig ekki einu sinni um að fljúga með icelandair ef valið er að fljúga með nýlegri flugvél fyrir lítinn pening eða eldgamalli flugvél fyrir meiri pening þá er valið skýrt hjá mér það segjir sig sjálft

---------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------

sunmontuewed | 25. okt. '17, kl: 01:26:25 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Í 1. lagi þá skiptir aldur flugvéla engu máli þegar kemur að flugöryggi - Eiginlega er það landið sem skiptir máli og flugfélagið ........ 2. lagi þá finnuru engan mun á að vera farþegi í nýrri flugvél, nýlegri flugvél eða gamalli - Fer eftir innréttingunni sem getur verið nýrri á eldri vél og eldri í nýrri vél ;) ....

adaptor | 25. okt. '17, kl: 10:03:44 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

hahhaha 

---------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------

presto | 28. okt. '17, kl: 12:58:30 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hvernig störf þykja þér eftirsóknarverð?

kirivara | 1. nóv. '17, kl: 21:25:41 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég var í flugi fyrir stuttu og jesuspétur hvað þær voru þreyttar greyin og ég fann til með þeim. Ekki finnst mér þetta áhugavert starf en gott að einhverjum finnst það, því við þurfum jú fólk í öll störf hvort sem það er á Alþingi eða þrífa klósett í Kringlunni og allt þess á milli.

wildthing | 7. nóv. '17, kl: 16:19:50 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það er alltaf verið að ráða. Svo margir gefast þá líklegast upp.

Toskusjuk | 22. okt. '17, kl: 14:08:49 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

Ótrúleg tilviljun, en það voru 4 úr minni vinnu sem sóttu um í fyrra í fyrsta skiptið, öll komust áfram og fengu að fljúga.

Lindir13 | 23. okt. '17, kl: 09:31:03 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Fengu þau bara sumarstarf eða fastráðningu / áframhald ?

Toskusjuk | 23. okt. '17, kl: 11:24:15 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Bara sumarstarf en með möguleika á fastráðningu í framtíðinni.

Lindir13 | 23. okt. '17, kl: 11:33:31 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ok - veistu hvernig það fór? Það er eru þau enn að vinna sem sumarstarfsmenn út október eða?

Toskusjuk | 23. okt. '17, kl: 12:14:29 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ein vinnur úr október veit ég, hinir voru út september.

island2 | 23. okt. '17, kl: 09:44:39 | Svara | Er.is | 0

Hefur einhver heyrt eitthvað í dag? Eða frà wow

óskin10 | 23. okt. '17, kl: 10:07:21 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Mer finnst nú að wow gæti sent kurteisis póst um að ráðningarferlið sé i vinnslu. Næstum mánuður síðan umsóknarfresturinn rann ut og það heyrist ekki neitt fra þeim

---------------------------------------------------------------------------------------------------------------

Lindir13 | 23. okt. '17, kl: 10:09:33 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já sammála því - og þeir eru að missa fólk til Icrelandair væntanlega.

óskin10 | 23. okt. '17, kl: 10:12:50 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Dónaskapur við umsækjendur. I fyrra voru þeir að klara ráðningar i apríl.

---------------------------------------------------------------------------------------------------------------

Lindir13 | 23. okt. '17, kl: 10:17:49 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ertu ekki að grínast? Apríl, jahérna það er með ólíkindum.

óskin10 | 23. okt. '17, kl: 10:21:57 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Til að toppa þetta. Þa auglýstu þeir aftur eftir freyjum manuði seinna. Ss þessir 2000 sem sóttu um og fengu nei voru ekki nógu góðir

---------------------------------------------------------------------------------------------------------------

Lindir13 | 23. okt. '17, kl: 10:27:07 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Maður missir eiginlega áhugann á að starfa hjá þeim við þetta. Tók líka eftir því að nokkrar freyjur sem ég kannast við og eru hjá WOW voru í Icelandair prófinu - spurning hvort að það sé ekki góður starfsandi hjá WOW eða eitthvað þannig,,,,

óskin10 | 23. okt. '17, kl: 10:31:44 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Held að 60 wow freyjur hafi flutt sig yfir i vor. Heyrði af stelpum sem stukku af miðju wow namskeiði til að fara til. Icelandair

---------------------------------------------------------------------------------------------------------------

island2 | 23. okt. '17, kl: 11:54:15 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

maður missir alveg móðinn að heyra svona... :/ þeir hljóta að missa allt besta fólkið til IA

óskin10 | 23. okt. '17, kl: 12:00:51 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Flugfélag Íslands er eftir. Þeir eru duglegir að senda pósta til að gefa manni update

---------------------------------------------------------------------------------------------------------------

island2 | 23. okt. '17, kl: 12:16:32 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Fékkst þú boð á námskeið? já bæði flugfélag íslands og wow ef þeir svara einhvern tímann ;)

teikniblokk | 23. okt. '17, kl: 17:33:43 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

hefurðu fengið einhvern post frá flugfélagi Íslands?

óskin10 | 23. okt. '17, kl: 17:46:27 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Nei

---------------------------------------------------------------------------------------------------------------

island2 | 23. okt. '17, kl: 18:30:31 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

ég heyrði frá einum starfsmanni AI að það væri bara búið að taka eitt holl inn og ferlið gæti dregist fram í desember...þannig að við þurfum að halda áfram að vera þolinmóðar. Einhver okkar hlýtur að enda með að fá ráðningu ;)

island2 | 23. okt. '17, kl: 18:30:55 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

IA meinti ég

þoliekkigeitunga | 23. okt. '17, kl: 13:57:46 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

örugglega frábær starfsandi en það er vonlaust að fá fastráðnginu þar, og það er ástæðan fyrir því að fólk vill færa sig yfir tel ég.

Dróg | 25. okt. '17, kl: 10:39:20 | Svara | Er.is | 0

Hæ hæ er ekki frekar ólíklegt að maður fái viðtal á þessum tímapunkti, ef maður hefur ekkert heyrt frá þeim? Sé hér í umræðum að það sé búið að vera boða á námskeið.

óskin10 | 25. okt. '17, kl: 10:42:12 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Nei nei. Það var að boða fólk i þessari viku i viðtöl 6 nóvember. Þannig að það er ekki utseð

---------------------------------------------------------------------------------------------------------------

Dróg | 25. okt. '17, kl: 10:48:49 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Er gengi í inntökuprófinu alltaf útgangspunktur? þ.e.a.s ef manni gékk ekkert svakalega vel í prófinu, eru þá litlar líkur á viðtali, eða er annað skoðað líka ? :) Ég veit að stórt er spurt, en margar/ir virðast vita eitt og annað um ráðningar hjá þeim, svo ég læt vaða :)

óskin10 | 25. okt. '17, kl: 11:02:05 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Eg for 2 ar i röð i prof og gekk illa og fékk ekki viðtal

---------------------------------------------------------------------------------------------------------------

Lindir13 | 25. okt. '17, kl: 11:04:12 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Mér fannst mér langa vel fyrst, en er alltaf núna að fatta e-ja vitleysur :-(

Dróg | 25. okt. '17, kl: 12:20:29 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Segi það sama fannst mér ganga þokkalega fyrst þegar ég kom úr prófinu, en síðan hef ég einmitt fundið villur, og geri mér grein fyrir að líklegast gékk mér ekkert allt of vel :( Þetta próf kom mér svolítið á óvart, og var mikið erfiðara en ég reiknaði með...ég hafði að vísu ekki farið áður, og æfði mig ekkert sérstaklega þar sem ég vissi í raun ekki hvað maður ætti sérstaklega að leggja áherslu á. Mín upplifun er svolítið sú að þetta er að mörgu leiti heppni, hvernig spurningar maður fær :)

Dróg | 25. okt. '17, kl: 12:12:40 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ok, skil það reyndar að vissu leiti, einhvern veginn verða þeir að vingsa út fólk. Fannst samt í einhverri umræðu hér einhver tala um að það væri ekki einungis horft í prófið, heldur ef þú værir með gott cv fengir þú kannski viðtal, ætli sé eitthvað til í því ?

Lindir13 | 25. okt. '17, kl: 12:39:22 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já örugglega- þeir fá ekki besta fólkið út frá þessu prófi eingöngu.

óskin10 | 25. okt. '17, kl: 12:50:48 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

þeir missa af ótrúlega flottu fóllki vegna þess hvað það sækja margir um fá störf

---------------------------------------------------------------------------------------------------------------

þoliekkigeitunga | 25. okt. '17, kl: 13:27:44 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

æ er ekkert að frétta, ég er orðin ansi vonlítil hér........námskeið byrjuð skilst mér á umræðunni hér og ekkert viðtal í höfn!! Komið nú með smá pepp stelpur...og strákar

Lindir13 | 25. okt. '17, kl: 13:44:17 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég fór í prófið á föstudaginn síðasta, 20 okt og ætla að "reyna" að vera þolinmóð fram að helgi. Það voru kannski 80-100 manns í prófi þá og kannski vika sem fer í að fara yfir það eða ekki. Þekki svo lítið til þessa ferlis. Er að sækja um í fyrsta sinn en ætla að sýna smá þolinmæði og vona að þau kalli mig í viðtal. Er mun betri í viðtali en á prófi :-) Veit um eina sem fór í prófið 15. sept og fer í viðtal næsta mánudag. Soldið langt að fara í próf og svo mánuði seinna í viðtal - en svona er þetta víst.

Toskusjuk | 25. okt. '17, kl: 14:12:41 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég hef líka pælt í því hvernig þau fara yfir prófið. Það er örugglega notað eitthvert tæki í þessu, er það ekki? Það er ómögulegt að fara yfir ca 1200 próf öðruvisi finnst mér.

Sunnies | 25. okt. '17, kl: 21:47:49 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Um hvað er spurt í þessum prófum?

Fluffa18 | 25. okt. '17, kl: 23:34:37 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Það var spurt út í Ólympíuleikana, ráðherra, landafræði, nýja áfangastaði Icelandair, beðið um að reikna tímamismun/flugtíma og mig minnir að það hafi líka verið gjaldeyrisspurning. Svo voru eyðufyllingar á ensku. Man ekki meir í augnablikinu :)

honneybee | 25. okt. '17, kl: 15:31:38 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Það eru haldin nokkur námskeið og aðeins búið að boða á 1 eða 2 ... síðustu námskeiðin fara af stað í febrúar ef ég man rétt. Þau eru búin að segja að það geti tekið út nóvember að hafa samvand við alla svo ekki hafa áhyggjur :)

teikniblokk | 25. okt. '17, kl: 16:09:52 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Hefur verið sagt hvað á að ráða marga? Ég er að fara í viðtal næsta mánudag og er bara dáldið stressuð

solsol42 | 30. okt. '17, kl: 21:59:50 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hvernig gekk í viðtalinu?

Toskusjuk | 25. okt. '17, kl: 18:20:26 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Takk fyrir að gefa ykkur smá von. :)

presto | 28. okt. '17, kl: 12:53:58 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ha? Ertu að meina að mikill fjöldi verði til þess að fleiri sem ekki eru "flottir" verði fyrir valinu?

óskin10 | 28. okt. '17, kl: 13:32:11 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Ne

---------------------------------------------------------------------------------------------------------------

solsol42 | 25. okt. '17, kl: 17:07:59 | Svara | Er.is | 0

Hæ hæ. Ég fór í viðtal, hef ekki heyrt neitt meira frá þeim og er einmitt að velta þessu fyrir mér hvort maður fái boð á námskeið, hve margir nýji eru teknir inn fyrir sumarið o.frv. Vitið þið hve margir eru á hverju námskeiði eða holli? Sýnist á þessum þræði að það séu allt upp í fjögur námskeið yfir veturinn.... getur það verið?

teikniblokk | 25. okt. '17, kl: 17:49:14 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

ég er dáldið undrandi á því hvað námskeiðin hefjast snemma því það er verið að ráða fyrir sumarið...fyrstu sumarstarfsmenn byrja í fyrsta lagi í mars/apríl..aldrei fyrr

solsol42 | 25. okt. '17, kl: 18:08:49 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já, einmitt. Ég bjóst ekki við að námskeiðin væru þetta snemma. Þess vegna velti ég fyrir mér hvort það sé verið að ráða inn verulega stóran hóp. En svo þarf það ekki að vera ef það eru fáir á hverju námskeiði. Er þetta ekki ca. 4 vikna námskeið, 5 kvöld í viku?

presto | 28. okt. '17, kl: 12:56:36 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þetta var svona í fyrra- þekki stelpu sem var boðið í viðtal (okt eða nóv) en þá þegar var búið að boða vin hennar á fyrsta námskeiðið og hann jafnvel byrjaður á námskeiðinu þegar hennar viðtal átti að vera.

Toskusjuk | 25. okt. '17, kl: 18:18:29 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Sumarstarfið hjá þeim er frá 1.maí til 30.sept veit ég. Útskrift hjá einni sem ég þekki var í lok apríl og fyrsta flugið 1.maí.

teikniblokk | 25. okt. '17, kl: 19:01:54 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það byrja reyndar ekki allir endilega á sama tíma né enda á sama tíma

Toskusjuk | 25. okt. '17, kl: 19:37:35 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Nákvæmlega, held að kunningji minn var á seinasta námskeiðinu fyrir súmarið 2017.

Toskusjuk | 25. okt. '17, kl: 19:37:53 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

*sumarið

óskin10 | 25. okt. '17, kl: 18:46:48 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

I fyrra byrjuðu fyrstu viðtöl 5 sept og namskeið 15 sept

---------------------------------------------------------------------------------------------------------------

Fluffa18 | 25. okt. '17, kl: 19:58:50 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég heyrði að í ár hefðu nokkrir verið á "biðlista" síðan í fyrra og byrjað á fyrsta námskeiðinu í sep/okt. Veit um 2 amk. Ætli það séu alltaf nokkrir á biðlista?

tolike | 31. okt. '17, kl: 08:50:39 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Í fyrra voru 9 eða 10 námskeið og Sirka 15 á hverju námskeiði.

solsol42 | 30. okt. '17, kl: 22:00:57 | Svara | Er.is | 1

Einhverjar fréttir af námskeiðum? Eða bara búið að boða á þetta eina námskeið...? Vitið þið það?

teikniblokk | 1. nóv. '17, kl: 17:45:55 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

ég bíð bara spennt..fór í viðtal síðasta mánudag

Fluffa18 | 1. nóv. '17, kl: 17:52:19 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Sama hér!

Fluffa18 | 1. nóv. '17, kl: 17:56:52 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það var hringt í meðmælanda einnar sem vinnur með mér daginn eftir viðtalið en ekki minn enn sem komið er. Hvernig gekk ykkur?

óskin10 | 1. nóv. '17, kl: 20:15:33 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Er virkilega hringt i með mælendur

---------------------------------------------------------------------------------------------------------------

teikniblokk | 1. nóv. '17, kl: 22:52:36 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

ég get ekki ímyndað mér að hringt sé í alla meðmælendur. Myndi frekar halda að hringt væri í meðmælendur ef einhver efi væri í hugum þeirra sem ráða heldur en hitt

óskin10 | 1. nóv. '17, kl: 22:54:31 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

nkl það sem ég hugsaði. Miðað við ferlið í kringum þetta allt og prófin sem umsækjendur eru látnir taka, ætti ekki að þurfa að tala við meðmælendur

---------------------------------------------------------------------------------------------------------------

Fluffa18 | 1. nóv. '17, kl: 22:58:11 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Gott að vita það ?? hélt það væri öfugt

teikniblokk | 2. nóv. '17, kl: 06:50:44 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

það væri bilað ef þeir væru að hringja út í nokkur hundruð meðmælendur fyrir utan allt hitt í ferlinu

Lindir13 | 3. nóv. '17, kl: 14:35:05 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ekkert nýtt að frétta að námskeiðsboðun og viðtölum? Er einhver hér sem fór prófið 20. okt og hefur heyrt meira?

þoliekkigeitunga | 3. nóv. '17, kl: 22:39:15 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hef ekkert heyrt en er orðin ansi spennt að heyra eitthvað!!

útivist | 5. nóv. '17, kl: 16:52:31 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þ

útivist | 5. nóv. '17, kl: 16:55:37 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Það var lika hringt i minn með planað degi áður en hringt var i mig og boðið að Koma a namskeið

útivist | 5. nóv. '17, kl: 16:59:10 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Meðmælanda átti að standa

Fluffa18 | 5. nóv. '17, kl: 20:10:16 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Er einhver sem var í viðtali 30.okt búin/n að fá símtal? :D

útivist | 5. nóv. '17, kl: 20:20:30 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Ja eg

FoxyBrown | 7. nóv. '17, kl: 13:19:09 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Er langt síðan ef ég má spyrja? :)

FoxyBrown | 7. nóv. '17, kl: 13:20:44 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þú fékkst símtal þeas útivist. Var líka þá í viðtali.

Fyrirsögn Nafn Dagur Uppfært
Skírn međ heilögum anda og eldi Baldvin2 23.4.2024 23.4.2024 | 13:54
0,00002 krónur frá íslandi ! Zjonni71 21.4.2024 22.4.2024 | 20:02
Nýr forseti Íslands ? Hver verður hann eða hún ? jaðraka 14.3.2024 22.4.2024 | 09:36
Dúkkunöfn..hvað hétu dúkkurnar ykkar? Estro 2.6.2004 22.4.2024 | 09:17
Óska eftir aðstöðu til leigu á snyrtistofu/hárgreiðslustofu.Selfoss/Hveragerði/Reykjavík Bjalla17 21.4.2024
Challenge Your Reflexes and Skills slopegame1168 21.4.2024
Af hverju eru flugvélar ekki hraðari í dag? R2 D2 19.4.2024 21.4.2024 | 00:19
HarbuDarbu lagið - Geggjað flott! FuckHamas 18.4.2024 19.4.2024 | 16:11
Stofnun minningarsjóðs mánaskin 19.4.2024
what kind of extra activities for 3 half years boy? 007008 10.10.2014 19.4.2024 | 09:23
New York Ròs 18.4.2024 19.4.2024 | 03:26
Orðhlutafræði austurland1 18.4.2024
Þjóðskrá barst tilkynning listaverk1 17.4.2024 17.4.2024 | 21:20
packers and movers rehousingindia 17.4.2024
perluprjón pisa 9.8.2009 16.4.2024 | 06:09
Game stöðin cheap 23.11.2009 15.4.2024 | 02:15
Aðalfundur húsfélags tapularasa 13.4.2024 13.4.2024 | 23:39
User feedback and improvements regarding chat GPT GerdaGerda 12.4.2024 13.4.2024 | 07:34
Endurhæfingarlyferir Rokkvvi 12.4.2024 12.4.2024 | 23:05
Endurhæfingarlyferir Rokkvvi 12.4.2024 12.4.2024 | 16:05
Endurhæfingarlyferir Rokkvvi 12.4.2024
Grín neyðarkassi á brúðkaupsnótt Finnsk trukkapía 11.4.2024
Vantar svo nudd helst í kvöld Gulla trukkur 20.9.2013 11.4.2024 | 15:15
Aumingja umræðan varðandi húsaleigu. _Svartbakur 30.3.2023 11.4.2024 | 10:00
Sjónskerðing hjá ungabarni Elisabetheida 10.4.2024 11.4.2024 | 09:19
Selfoss eða Þorlákshöfn Mayla 2.7.2004 10.4.2024 | 11:40
Skyldmenni böbblí 20.1.2005 8.4.2024 | 20:14
Loksins fær Reykjavíkurflugvöllur nýja flugstöð ! _Svartbakur 15.6.2023 8.4.2024 | 14:24
Bæklunarlæknar barbafín 27.4.2011 8.4.2024 | 11:04
Desemberbumbur 2024 h1999 6.4.2024 8.4.2024 | 07:56
Aðstoðarmaður fasteignasala icelandicjesus 3.7.2022 8.4.2024 | 07:55
Gifurleg fjölgun erlendra afrotamanna í glæpum hérlendis ! _Svartbakur 18.6.2023 7.4.2024 | 12:02
Harmlrkur á Suðurnesjum selur hús ofan af öryrkja fyri brot af verðmæti. _Svartbakur 28.6.2023 7.4.2024 | 11:21
Rafskútur flytja álíka marga farþega og Strætó en menga sennilega 1 þúsundasta á við Strætót jaðraka 16.6.2023 7.4.2024 | 09:01
fermingarkort dæsí 15.4.2011 7.4.2024 | 02:53
"Kappakstur" mattabg 30.9.2013 6.4.2024 | 14:08
N.Y jarðskjálftinn Zjonni71 6.4.2024
Páska Flensan eythorjonas 29.3.2024 5.4.2024 | 21:33
vitiði hvar hægt er að leigja bingó ?? skrauma85 30.3.2009 5.4.2024 | 21:20
hbomax.com/tvsignin Guide by GetFactified.com getfactifiedme 5.4.2024 5.4.2024 | 19:37
hbomax.com/tvsignin Guide by GetFactified.com getfactifiedme 5.4.2024 5.4.2024 | 19:37
hbomax.com/tvsignin Guide by GetFactified.com getfactifiedme 5.4.2024 5.4.2024 | 19:37
Ferming - endurnýta skraut Svetlana Álfheiður Malyutina 3.4.2024 5.4.2024 | 14:33
Óska eftir veitingastað Aura Pain 5.4.2024
Veit einhver - twentyfiveyears 1.3.2024 4.4.2024 | 22:01
50 cent og Game Bíædz 16.1.2008 4.4.2024 | 15:49
Game boy 26sigbjo 24.3.2007 4.4.2024 | 15:48
Dúkku spítali Ròs 3.4.2024 4.4.2024 | 14:48
Game Boy leikir jigsaw 18.4.2005 4.4.2024 | 09:58
Game boy suama 7.4.2009 4.4.2024 | 09:34
Síða 1 af 47856 síðum
 

Umræðustjórar: Hr Tölva, tinnzy123, Kristler, Bland.is, annarut123, Paul O'Brien, Guddie, paulobrien