Jarðarfarir?

Sarabía | 20. ágú. '15, kl: 23:22:18 | 793 | Svara | Er.is | 0

Hver er ykkar skilgreining á hvenær maður er velkominn í kirkjugarðinn eftir líkbílnum og í erfidrykkju? Sem sagt hversu náinn ykkur? Og hvaða aldur af börnum eru nógu gömul til að fara í kistulagningu?

 

Litill strákur fæddur 08.09´16
-------------------------------------
Facebook spjall síða fyrir foreldra gleraugnabarna
https://www.facebook.com/groups/222457807904141/

Undirskriftalisti um hækkun styrks til foreldra barna með gleraugu.
http://www.ipetitions.com/petition/haekkum-gleraugnastyrk-til-barna-og-unglinga/?utm_medium=social&utm_source=facebook&utm_campaign=butt

Helvítis | 20. ágú. '15, kl: 23:27:00 | Svara | Er.is | 0

Þegar barninu finnst það tilbúið og ef efins, búið að tala við prest - ef um slíka útför er að ræða.

Hef ekki svör við hinu.

_______________________________________________
Snjóflóð..

https://scontent-lhr3-1.xx.fbcdn.net/hphotos-xtf1/v/t1.0-9/11846777_10153647360716435_3445424888195937400_n.jpg?oh=0c986fd0aeb2bbc7e985842e4230f20e&oe=567F6BFB

alboa | 21. ágú. '15, kl: 00:00:02 | Svara | Er.is | 5

Ef ég er að velta þessu fyrir mér þá er ég líklegast ekki nógu náin fyrir kirkjugarðinn. Erfidrykkjur eru misjafnar. Stundum er öllum boðuð, stundum bara nánasta fjölskylda og svo allt þar á milli. Ekki hægt að svara almennt.

Ég fór með mína 8 að verða 9 ára. Ári áður vildi hún ekki fara með inn. Ég mæli ekki með að fara með of ung börn sem átta sig ekki alveg hvað er að gerast og fara jafnvel að fíflast.

kv. alboa

Glosbe | 21. ágú. '15, kl: 00:18:47 | Svara | Er.is | 0

Eru einhverjar reglur um jarðarfarir? Er hægt að skilgreina hvað er rétt og rangt í sambandi við jarðarfarir?

Eina sem mér finnst um jarðarfarir er að ég mæti ekki í jarðarförina hjá fólki sem ég þekki ekki eða er ekki í sambandi við, alveg sama hvað mikið fólkið var skylt mér, frænkur, frændar kannski ömmur, afar, pabbar... ef ég haf ekki verið í sambandi eða fólkið hefur ekki viljað þekkja mig þá fer ég ekki í jarðarförina.  Mér finnst það asnalegt að þekkja einhvern bara í jarðaför hans sjálfs  en öðru fólki finnst ég vera asnaleg að mæta ekki.


VanillaA | 21. ágú. '15, kl: 00:30:17 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 11

En er ekki alltaf talað um að þú sért að veita eftirlifandi (fjölskyldu þess sem dó) stuðning og virðingu með því að mæta? Ég allavega lít þannig á. 
Þegar maðurinn minn var jarðaður kom fullt af mínum ættingjum, sem höfðu jafnvel ekki hitt hann. Þau komu til að styðja mig og mér þótti óendanlega vænt um það.

Glosbe | 21. ágú. '15, kl: 00:34:23 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þeir ættingjar sem ég hef þekkt hafa haft stuðning í jarðarförinni sjálfri. Ég hef reynt að styðja á annan hátt en  jarðarfarardaginn.

Ég færi líklega ef ég vissi að einhver væri einn og þarfnaðist mín til að styðja sig.

VanillaA | 21. ágú. '15, kl: 00:43:35 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 10

Það er samt ótrúlega gott að sjá fullt af andlitum sem maður þekkir. Það er eiginlega það eina sem ég man frá deginum.

Glosbe | 21. ágú. '15, kl: 00:49:43 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Knús til þín.

En í mínu tilviki þá hefði það  stundumgetað stuðað jarðarförina.
Ég held að það séu engar reglur og ekki gott að dæma hvað er rétt eða rangt í þessu.

Mér fannst best í minni erfiðustu jarðarför hvað voru fáir. Ég hefði ekki höndlað fullt af ókunnugu fólki. Hún var jörðuð í kyrrþey

Catalyst | 21. ágú. '15, kl: 09:35:47 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 11

Ekki upplifað svona sjálf en var viðstödd jarðarför í fyrra þar sem ungir foreldrar voru að jarða nokkurra mánaða barnið sitt sem dó vöggudauða. Sjálfri fannst mér eitthvað gott við að sjá allt þetta fólk koma og kveðja litla barnið og sýna foreldrunum stuðning og virðingu og samkennd á þessari erfiðu stundu og eftir jarðarförina spjallaði ég við mömmuna og hún nefndi þetta sjálf. Að fjöldinn hefði komið sér svo á óvart, held hún hafi verið bara hissa yfir hversu margir í raun stóðu við bakið á þeim og hversu marga þau eiga að. Fann að henni þótti mjög vænt um þetta.

fálkaorðan | 21. ágú. '15, kl: 10:22:01 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

Akkúrat þetta. Vinir mínir sem mættu í jarðaför (og erfidrykkju) pabba voru mér ómetanlegur stuðningur á algjörri neyðarstund.

http://i.imgur.com/mVrNx4L.jpg

Felis | 21. ágú. '15, kl: 13:14:34 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

ég hef amk farið í jarðafarir eingöngu sem stuðningur. 

___________________
“Why do people say 'grow some balls'? Balls are weak and sensitive. If you wanna be tough, grow a vagina. Those things can take a pounding.”
― Betty White

daggz | 21. ágú. '15, kl: 18:45:05 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þetta er nákvæmlega eins og ég lít á það.

--------------------------------

Panda Bacon | 21. ágú. '15, kl: 00:40:19 | Svara | Er.is | 3

Frændi minn sem ég var mjög náin dó þegar ég var um 9 ára og mér var ekki leyft að fara við kistulagninguna því ég þótti of ung, ég er ennþá pínu sár yfir því, ég hefði viljað getað kvatt hann "face to face" ef svo má að orði komast, miklu minni athöfn og persónulegri en jarðaförinn þar sem allir koma.

GunnaTunnaSunna | 21. ágú. '15, kl: 00:50:23 | Svara | Er.is | 0

Ef að þú þekktir viðkomandi og fjölskylduna og þig langar að kveðja viðkomandi eða styðja fjölskylduna og votta samúð þína þá myndi ég halda að þú værir velkomin, nema ef jarða ætti í kyrrþey.

Skreamer | 21. ágú. '15, kl: 10:15:37 | Svara | Er.is | 0

Það er engin regla með það hverjir eru velkomnir í garðinn, sjálf dreg ég mörkin við það ef þetta er ekki ættingi eða náinn vinur, erfisdrykkjan er venjulega fyrir alla sem koma í kirkjuna og venjulega fara þeir beint þangað sem ekki fara í garðinn.  Hvað börn og kistulagningar varðar þarf maður dáldið að spyrja sig að því hversu náinn ættingja er um að ræða.  Hef alveg heyrt frá börnum sem hafa misst foreldri að þau séu sár yfir því að hafa ekki fengið að fara í kistulagninguna.  Held að ef barnið er komið á skólaaldur sé best að ræða við það og heyra hvað það vill gera.  Vega svo og meta hvað best sé að gera í kjölfarið.  Hefur það þroska til að vera í kistulagningunni gæti verið góð spurning.

-------------------------------


True love doesn't happen by accident
just like it does'nt not happen by accident.

fálkaorðan | 21. ágú. '15, kl: 10:20:24 | Svara | Er.is | 0

Fer eftir barninu, ég hef farið í einungis eina kistulagningu, ég var 20 ára ég missti minnið í 3 vikur á eftir. Ekkert djók sko. Mun aldrei fara og slepp vonandi við mína eigin.


Svo fer það eftir tengingu við hinn látna hvort ég fer í garðinn en tengingu við eftirlifendur hvort ég fer í erfidrykju.

http://i.imgur.com/mVrNx4L.jpg

Catalyst | 21. ágú. '15, kl: 19:45:34 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Var það mjög nákominn?
Égmhef tvisvar farið í kistulagningu. Fyrra skiptið fannst mér ekki erfið, var 24 ára og var að kveðja langömmu. Auðvitað sorglegt en einhvernveginn gott að geta kvatt hans en ekki bara kistu.
Hitt skiptið var ungbarn og það er eitt erfiðasta sem ég hef gert. Maður fékk svo illt í hjartað að þegar foreldrarnir kvöddu barnið sitt og allir svo niðurbrotnir.

fálkaorðan | 21. ágú. '15, kl: 19:49:38 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já, það var pabbi.


Ég sá ömmu líka dána (29 ára) og sé mikið eftir því að hafa ekki beðið frami. Hún var samt bara búin að vera dáin í nokkrar mínútur.

http://i.imgur.com/mVrNx4L.jpg

nefnilega | 21. ágú. '15, kl: 10:29:43 | Svara | Er.is | 0

Held að almennt séu allir velkomnir í erfidrykkju og kirkjugarð sem vilja. 


Mér er illa við kistulagningar með opinni kistu. Ég vil ekki að síðasta minningin um einstaklinginn sé af honum bláum í hvítu laki. Allavega límdist myndin af blárri langömmu minni í höfuðið á mér sem krakki. 

Felis | 21. ágú. '15, kl: 13:26:04 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

er fólk blátt  í kistulagninunni?
ég hef reyndar bara farið í 2 kistulagningar (well reyndar þrjár en í einni var ekki opin kista) og þá var fólkið ekki blátt. Það var samt rosalega vaxkennt einhvernvegin - ekki raunverulegt og ég tengdi það lítið við manneskjurnar sem höfðu dáið. EN btw. ég var 17 í fyrra skiptið og aðeins eldri í seinna skiptið. 

___________________
“Why do people say 'grow some balls'? Balls are weak and sensitive. If you wanna be tough, grow a vagina. Those things can take a pounding.”
― Betty White

nefnilega | 21. ágú. '15, kl: 14:56:08 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Í minningunni var langamma blá. Ég var 10 ára og fannst þetta óþægilegt. Svo ég þyrfti að hugsa mig vandlega um áður en ég færi með börnin mín ung í kistulagningu. En ég hef farið í kistulagningar síðan og annast deyjandi og látið fólk (í vinnunni) og það er ekkert blátt eða óhugnanlegt.

fálkaorðan | 21. ágú. '15, kl: 17:10:54 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Oj mér finnst fólk fá græna blæ bara á nokkrum mínútum.


Ég er líka rosalega viðkvæm fyrir þessu og meikaði td ekki dáin blóm og svona sem krakki.

http://i.imgur.com/mVrNx4L.jpg

nefnilega | 21. ágú. '15, kl: 21:11:51 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Fólk er einmitt mis viðkvæmt fyrir þessu. Það er alveg hægt að kveðja án þess að sjá líkið.


En já fólk skiptir fljótt um litarhátt, það er alltaf jafn undarlegt að vera við andlát.

Anímóna | 21. ágú. '15, kl: 23:28:36 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Afi var allavega gulur.

fallegazta | 21. ágú. '15, kl: 10:48:25 | Svara | Er.is | 0

Mamma dó í maí eftir erfið veikindi og 5 ára dóttir mín fór í kistulagninguna. Það virtist skipta hana miklu máli að fá að vera með í öllum undirbúningi og fékk hun t.d að vera með í að velja blómin og fötin sem amma hennar var jörðuð í.


Ég myndi reyna að virða vilja barnsins. Ég man enn hvað ég var fúl yfir að fá ekki að kveðja langömmu mína sem dó þegar eg var 5 ára.


Öllum sem fara í kirkjuna er oftast boðið í erfidrykkjuna sé slík en með garðinn finnst mér það vera mjög mismunandi. Hjá mömmu vorum bara hennar nánasta fjölskylda og nokkur systkini en hjá bróður pabba og manni frænku minnar t.d fóru allir í garðinn.

Nainsi | 21. ágú. '15, kl: 15:05:51 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Virða vilja fimm ára barns? Mér þykir þetta fulllangt gengið, en sitt sýnist hverjum. 

fallegazta | 21. ágú. '15, kl: 17:08:41 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 4

Mér þykkir þitt comment fulllangt gengið, en eins og þú segir...sitt sýnist hverjum.

ÓRÍ73 | 21. ágú. '15, kl: 18:06:39 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

mín 5 ára vildi fara hjá afa sínum, ég virti það enda ekki hægt síðar. Við fengum bara sérathöfn fyrir stelpurnar á undan með prestinum, gekk mjög vel. 

musamamma | 21. ágú. '15, kl: 11:02:58 | Svara | Er.is | 0

Ég fór í kistulagningu pabba, ég var 6 ára. Vildi ekki kyssa hann bless og þetta var ekki auðvelt en er fegin að hafa farið.


musamamma

MUX | 21. ágú. '15, kl: 11:19:35 | Svara | Er.is | 2

Í sambandi við kistulagningar þá var yngsta barnabarnið hans pabba 6 mánaða og upp undir tvítugt og á öllum aldri þarna á milli, nokkur á leikskólaaldri sem mættu í kistulagninguna hans.  Það var yndisleg stund, presturinn útskýrði allt fyrir þeim og þau settu öll eitthvað í kistuna hjá honum og fengu að klappa honum og skoða.  Held að núna 20 árum seinna sé þetta þeim öllum dýrmæt stund, að hafa fengið að kveðja.

because I'm worth it

ÓRÍ73 | 21. ágú. '15, kl: 14:11:35 | Svara | Er.is | 0

mín fór 5 ára í kistulagninu í fyrra, hjá afa sínum og mér fannstþað mjög flott og hjálpa, á meðan fór systir mín ekki með sín sem voru eldri. Fer eftir fólk og börnum. 



ÓRÍ73 | 21. ágú. '15, kl: 14:12:08 | Svara | Er.is | 0

Mér finnst að maður megi alltaf mæta í jarðarför en finnst garðuinn vera fyirr nánustu ættingja. 

Glosbe | 21. ágú. '15, kl: 14:41:49 | Svara | Er.is | 0

Það er auðvitað ekki fallegt að segja þetta en stundum skil ég ekki allt fólkið í jarðarförum. Fyrir nokkrum árum vann ég í heimilishjálp og hjálpaði mikið einum manni sem var veikur í um 4 ár áður en hann dó. Það hafði aldrei neinn tíma til að hjálpa honum eða sinna honum en svo var fólk með  tíma og tók sér frí í vinnu til að koma í jarðarförina. Sorrí með mig en ég bara skil þetta ekki.

mars | 21. ágú. '15, kl: 15:14:11 | Svara | Er.is | 0

Þetta er bara svo mismunandi. Ég hef langoftast farið í kirkjugarðinn og erfidrykkjuna, fólkið hefur verið misnáið mér. Með börn þá þarf maður að meta þetta eftir hverju barni fyrir sig.

tóin | 21. ágú. '15, kl: 17:56:44 | Svara | Er.is | 0

Mín skilgreining:

Kistulagning - eingöngu fyrir nánustu aðstandendur: foreldra, systkin, maka og börn, börnin komin yfir fermingaraldur

Kirkjugarðurinn - eingöngu fyrir nánustu aðstandendur, vini og þá sem stóðu viðkomandi næst í lífinu (ekki gamlir bekkjarfélagar, fólk sem einu sinni vann með viðkomandi etc.)

Erfidrykkjan - allir sem eru boðnir, oft eru allir sem koma í jarðaförina boðnir (kemur þá fram í "dagsrkánni" og/eða presturinn eða sá sem fer fyrir athöfninni nefnir það í lok hennar)


ÓRÍ73 | 21. ágú. '15, kl: 18:07:10 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

en ef þetta eru t.d. foreldar barnarnna, myndirðu samt bara taka börn yfir fermingaraldri í kistulagninguna? 

tóin | 21. ágú. '15, kl: 18:21:38 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Væntanlega ekki - ég veit það hreinlega ekki, enda fer það svo sem eftir börnunum sjálfum og aðdraganda andlátsins.  Svo er oft klútur yfir andliti hins látna, svo það er svo sem allur gangur á þessu.  Ég hef sem betur fer ekki staðið frammi fyrir því í minni nánustu fjölskyldu að foreldri ungs barns fellur frá - svo ég veit hreinlega ekki hvernig ég tæki á því.

fallegazta | 21. ágú. '15, kl: 21:42:34 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þá er eins gott að segja þér alls ekki frá því að tvö börn undir fermingu fengu að vera viðstödd andlát ömmu sinnar þegar mamma dó í vor.


p.s.. þau fengu líka að fara í kistulagninguna.

HvuttiLitli | 21. ágú. '15, kl: 22:09:09 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég var rétt að verða 8 ára þegar ég fór í fyrsta sinn í kistulagningu og jarðarför, minnir að það hafi verið saman frekar en í sitthvoru lagi. Ætti ég nokkuð að vera hafa hátt um það...

~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~

tóin | 21. ágú. '15, kl: 22:51:38 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

ég er ekkert að dæma það hvernig aðrir hafa hlutina, bara svara spurningunni í upphafsinnlegginu :)

Ziha | 22. ágú. '15, kl: 07:18:12 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

En í sameiginlegri athöfn? Tengdamamma var t.d. Kistulögd og jardsett í sameiginlegri athöfn...og thad komu n.b. nokkur börn sex àra og undir (barna og barnabarnabörn)...Mer fannst allavega ekkert að thvi og öll börnin hegdudu ser vel...

-----------------------------------------------------------------------------------------------------------------------

Ziha | 22. ágú. '15, kl: 08:29:14 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Og til að bæta við þetta þá fóru m.a. allavega þrjú af börnunum til að sjá hana þegar hún var nýdáin... 6, 5 og 3.... Minn var þessi 6 ára.  Ég hafði ætlaði í heimsókn með hann daginn eftir og hin börnin voru á leiðinni með foreldrum sínum (áttu heima langt frá).  Svo það var ekkert annað í boði en að leyfa börnunum að sjá hana.  Þessi börn voru s.s. öll barnabörn hennar.  


Öllum börnunum fannst þetta mjög eðlilegt ...... hefði ekki viljað sleppa þessu.    

-----------------------------------------------------------------------------------------------------------------------

tóin | 22. ágú. '15, kl: 09:58:25 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Við höfum verið með sameiginlegar athafnir - þ.e. kistulögn á undan svo jarðaför í framhaldinu, það var ekki sama fólkið í kistulögninni (bara þeir nánustu) og í jarðaförinni - stærri hópur.

Enda var ég ekkert að gefa út opinberar reglur um þetta :)

Halliwell | 21. ágú. '15, kl: 18:48:21 | Svara | Er.is | 1

Ég held það sé enginn aldur réttari en annar, þetta fer eftir börnum. Þegar amma mín dó í fyrra var sú yngsta í kistulagningunni 5 eða 6 ára og mamma hennar hafði verið mjög dugleg að ræða ömmu, hennar veikindi og dauðann við hana. Hún grét mikið stelpan enda hitti hún ömmu oft en ég held hún hafi verið rosalega glöð að fá að koma. Á sama tíma neitaði ein 18 ára að koma nálægt kistunni og vildi ekki sjá ömmu í henni, svo hún sat bara á aftasta bekk og beið þar. Mér (þá 24 ára) þótti rosalega vænt um að fá að sjá ömmu einu sinni enn enda sá ég hana ekki oft því við bjuggum á sitthvorum staðnum. Mér finnst mikilvægt að ræða svona við börn og leyfa þeim að ráða. Ég var til dæmis 8 ára þegar afi minn dó og fór ekki í kistulagningu og ekki í jarðaförina (reyndar mjög lítil kirkja og mjög stór fjölskylda, við krakkarnir fengum smá athöfn á undan ef ég man rétt) og núna vildi ég óska að ég hefði fengið að koma í kistulagningu og kirkjuna af því að við afi vorum náin.




Með hitt, þá finnst mér persónulega að fólk eigi sjálft að fá að ráða því hvort það kemur í garðinn eða ekki, þ.e.a.s. mér finnst það ekki endielga eiga bara að vera nánasta enda eru sambönd á milli fólks mjög flókið fyrirbæri. 




Hvað varðar erfidrykkjuna þá finnst mér að hún eigi að vera eins opin og hægt er. Ef það er ekki hægt að taka á móti mörgum eða e-ð svoleiðis þá finnst mér í lagi að það sé látið vita á einhvern hátt. Hvernig, veit ég ekki. Ég hef farið í jarðaför og erfidrykkju hjá konu sem þekkti alveg rosalega marga og það var röð að komast inn. Margir, sem þekktu hana kannski minna, fundu það bara á sér að þeirra væri bara að koma inn, skrifa í gestabók og heilsa og knúsa þá sem það átti við og fara svo á meðan nánari stoppuðu kannski lengur.

Fyrirsögn Nafn Dagur Uppfært
Að vera bráðkvödd/kvaddur perla82 21.7.2014 21.10.2023 | 02:09
Krullurnar og úfið hár eru að gera mig.......... Teralee 21.10.2023
Fermingakjólar sveitastelpa 15.2.2016 19.10.2023 | 07:13
Að mótmæla sektarboði?? ís í boxi 25.4.2005 18.10.2023 | 20:45
Ríkisstjórnin fundar á Þingvöllum jaðraka 13.10.2023 16.10.2023 | 13:19
Hjálp vanjtar pípara núna prompto! Butcer 14.10.2023
Hvað heita vinsæl vikublöð um land allt... EstHer 7.2.2008 13.10.2023 | 21:23
Svart gegnsætt plast Inngangur 13.10.2023
barnateppi hvað stórt? fragola 14.11.2011 13.10.2023 | 07:15
Föstudaginn 13 boðar hamas alþjóðlegan jihad dag Eagleson 12.10.2023
Turnitin jak 3 12.9.2023 11.10.2023 | 22:14
Loan. Lukaski 13.9.2023 11.10.2023 | 15:32
Ungbarnasængurver 80x100 ellefan11 10.10.2023 10.10.2023 | 10:24
Nursing Papers LidiyaMartin 23.3.2023 10.10.2023 | 08:16
Hvernig gerir maður danskt Ö á íslenskt lyklaborð heimasalan 7.4.2009 9.10.2023 | 18:12
Lím eftir flísar disskvis 8.10.2023 9.10.2023 | 12:55
Ávaxtaflugur icyspicy 20.8.2010 9.10.2023 | 08:17
Moka út rafbílum - "aprilgabb" - engin gjaldskrárbreyting um áramót :) jaðraka 6.10.2023 6.10.2023 | 06:47
Opna comment í umræðum? GuardianAngel 4.4.2011 5.10.2023 | 02:09
Fjárhagsaðstoð Félagsþjónustan bergma70 4.10.2023
Húðlæknir? Dísar 22.9.2023 4.10.2023 | 18:24
Ódýrt Dekkjaverkstæði mæli með (Autostart) Kriause73 4.10.2023
versla í gegnum shop usa galdranornin 23.10.2005 2.10.2023 | 13:40
Langar að koma kærustunni á óvart Nonnabiti1 27.9.2023 1.10.2023 | 13:52
Maí bumbuhópur fyrir 2024 kaninustelpa 21.9.2023 29.9.2023 | 14:52
automatic reply? *vonin* 23.4.2014 29.9.2023 | 10:53
Rifbeinsbrot gróið og myndartaka? Hjartahrein 27.1.2012 29.9.2023 | 08:00
Rifbeinsbrot? pink martini 22.1.2010 29.9.2023 | 07:59
Aukatímar fyrir framhaldsskólanema túss 27.9.2023 28.9.2023 | 21:52
MEÐLAG AFTUR:) dov 3.5.2005 28.9.2023 | 21:32
Leit að þátttakendum í rannsókn um Hjallastefnuna dagbjortosp 26.9.2023
Tófúpressa Unnsa6 21.8.2023 26.9.2023 | 04:06
Kamína til sölu? Gefins? Erla Jóhannsdóttir 21.9.2023 26.9.2023 | 04:05
Kava Te spear 27.8.2023 26.9.2023 | 03:30
Að læra nudd koddinn 23.9.2023
Skipta gjaldeyri batomi 22.9.2023 22.9.2023 | 17:30
Vantar hjálp, Facebook+þýðing. Dsfaló 23.11.2012 22.9.2023 | 07:16
Einhverjir sem eru að panta reborn dúkku börn og mála? Vantar ráð 🙂 mánaskin 21.9.2023
Hundabit Virkar 9.4.2008 21.9.2023 | 09:44
Turnitin minnipokinn 1.6.2016 21.9.2023 | 09:41
Ættarmót. Hvar? Kazza 25.7.2020 20.9.2023 | 21:45
Sky áskrift hdfatboy 8.4.2023 20.9.2023 | 07:18
Thierry Mugler demantar 19.9.2023
Stílar Ormar 28.9.2004 19.9.2023 | 09:40
Rifbeinsbrot FMH91 3.2.2011 19.9.2023 | 06:43
Rifbeinsbrot LíNa LaNgSoKk 17.1.2006 19.9.2023 | 04:03
Gamalt ósungið dægurlag spilað á píanó Pedro Ebeling de Carvalho 29.10.2022 18.9.2023 | 23:31
Blóðflokkur mikkan 22.8.2015 18.9.2023 | 04:39
Borgarlínan vanhugsuð og óraunhæf. _Svartbakur 17.9.2023 17.9.2023 | 18:10
að flytja til Spánar seppalina 26.6.2023 17.9.2023 | 12:08
Síða 7 af 47948 síðum
 

Umræðustjórar: Bland.is, tinnzy123, Kristler, paulobrien, Guddie, Hr Tölva, annarut123, Paul O'Brien