Kærasta vandamál

Millie04 | 23. jún. '16, kl: 22:18:13 | 1312 | Svara | Er.is | 1

Dóttir mín 18 ára býr heima hjá okkur sem er auðvitað sjálfsagt mál, en síðustu tvo mánuði hefur kærastinn hennar ósjálfrátt búið hjá okkur líka, hann virðist frekar vilja vera hjá okkur en heima hjá sér. Hann er ekki í námi, er að vinna svo spurningin mín er hvort ykkur finnst hann ætti að borga heim, fyirr gistingu, mat, rafmagn, heita vatnið og þvott á fötunum sínum? Eða er það eitthvað sem ég ætti ekki að fara fram á? Foreldrar hans eiga nægan pening og það er ekki eins og hann sé á "götunni".

 

travel89 | 23. jún. '16, kl: 22:39:48 | Svara | Er.is | 5

já finnst það sjálfsagt, sérstaklega ef hann er yfir 18 og í vinnu.

Þönderkats | 23. jún. '16, kl: 23:24:46 | Svara | Er.is | 0

Ef hann flytur inn þá já, sjálfsagt. Væri hægt að ræða við þau, bjóða honum að koma og búa hjá ykkur gegn smá leigu.

ek68 | 23. jún. '16, kl: 23:30:53 | Svara | Er.is | 6

Alltaf pínu spes þessi íslenska menning, að kærastar/kærustur bara "ósjálfrátt" flytji inn á heimili kærustunnar/kærastans, án þess að húsráðendur séu spurðir! Sest hann bara við matarborðið á kvöldin? Setur fötin í óhreina tauið? Mér finnst að dóttir ykkar EIGI hiklaust að SPYRJA YKKUR hvað ykkur finnst um þetta.

svarta kisa | 23. jún. '16, kl: 23:47:47 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Sammála. Ég sé mig í anda á sínum tíma bara flytja einhvern inn á heimili foreldra minna (bæði formlega og óformlega) án þess að ræða það við foreldra mína. Ef ég hefði ekki rætt það hefðu þau gert það.

Millie04 | 24. jún. '16, kl: 10:53:00 | Svara | Er.is | 0

Takk fyrir svörin, gott að heyra að fleiri eru sammála mér :) Þá er það næsta spurning, hvað er sanngjarnt í dag að hann myndi borga heim? Búum í 108 Reykjavík.

BlerWitch | 24. jún. '16, kl: 11:18:45 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 4

Af hverju skiptir það máli hvar þið búið?

Millie04 | 24. jún. '16, kl: 12:29:33 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Kannski engu, var ekki viss hvort að upphæðin færi eftir hverfum eins og leigumarkaðurinn.

krilamamma | 29. jún. '16, kl: 06:45:18 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

upphæðin fer frekar eftir launum, ss hvað er geranlegt, þegar ég var 17-18 ræddi ég við mömmu og fékk leyfi fyrir því að kærastinn flytti inn
Var þá reyndar ólétt og móðir hans með geðræn vandamál og átti það til að henda honum og öðrum bara út án ástæðu (sem betur fer búið að vinna mikið í að þau vandamál lagist svo yngsta barnið hefur ekki þurft að upplifa það) en mig minnir að við ræddum um einhvern 10-20.000 krónur í að borga heim og ca 3 mán eftir að barnið fæddist fundum við okkur svo íbúð :)

safapressa | 24. jún. '16, kl: 11:11:24 | Svara | Er.is | 5

Ég er reyndar ekki sammála að hann eigi að borga heim alveg strax. Þetta er búið að vera í tvo mánuði.. myndi gefa þessu aðeins meiri tíma... er hann algjörlega fluttur inn til ykkar með allt dótið sitt? Eru fötin hans alltaf þvegin heima hjá ykkur? Borðar hann alltaf heima hjá ykkur? 


Ég myndi gefa þessu aðeins meiri tíma, bjóða honum svo að flytja formlega inn gegn því að borga smá leigu, jafnvel rukka þau saman um að borga heim. 




Millie04 | 24. jún. '16, kl: 12:29:54 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já góð hugmynd að bíða og sjá til hvernig fer.

Bakasana | 24. jún. '16, kl: 12:23:48 | Svara | Er.is | 5

Borgar dóttir þín heim? Hafið þið rætt þetta við hana? Hvað þýðir að hann "búi ósjálfrátt hjá ykkur". Fer hann í ísskápinn, þvottavélina, heimasímann? 
Ertu viss um að dóttir þín sé tilbúin í að þú bjóðir honum að flytja inn gegn leigu? 

tóin | 24. jún. '16, kl: 13:38:54 | Svara | Er.is | 0

Annað hvort býr hann hjá ykkur eða ekki - og það er þá með heimild ykkar sem dóttir ykkar hefur aflað.

Og þá borgða þau bæði heim - þau eru par - nema þið séuð að hugsa um að fá ykkur leigjanda í formi þessa pilts, sem vill svo bara þannig til að hann sefur hjá dóttur ykkar.

Hversu miklum tíma kærasti dóttur ykkar ver á ykkar heimili er eitthvað sem þið hafið heilmikið að segja um - en það gerir hann ekki að íbúa á heimilinu eða einhvern sem "borgar heim".

BlerWitch | 24. jún. '16, kl: 13:42:47 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég er ekki sammála þessu. Kannski vilja þau ekki rukka dóttur sína og kannski er hún í skóla. Mér finndist eðlilegt að láta hann borga einhverja upphæð en ekkert endilega alveg fulla leigu eins og væri hann á leigumarkaði.

tóin | 24. jún. '16, kl: 13:51:08 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Mér finnst eðlilegt að dóttirinn spurji hvort hann megi flytja inn og ef hann flytur inn þá borga þau heim - hvort sem þau kljúfa það þannig að hann borgi brúsann eða ekki, það er á milli þeirra.  Upphafsinnlegg virðist hins vegar ekkert vera að spá í þessu útfrá því hvort stelpan sé komin í sambúð (á heimili foreldra sinna) eða ekki :) heldur meta þetta útfrá viðverutíma kærastans (og ég veit ég er að einfalda þetta :) )

Það að einhver hangi lon og don heima hjá einhverjum öðrum þýðir ekki að hann sé fluttur þangað eða að honum/henni fylgi einhver viðbótakostnaður fyrir heimilið, nema þá helst fæðiskostnaður.

En ungt fólk í sambúð er par og ekkert verra að hugsa sem par - þó maður sé enn inn á hótel mömmu og pabba.

Nema eins og ég segi að þau séu að hugsa hann sem einhvers konar leigjanda sem hangir inn í herbergi dótturinnar.


Saffy | 24. jún. '16, kl: 14:42:42 | Svara | Er.is | 1

Ég myndi kannski ekki láta hann fara að borga strax fyrir rafmagn og svona í sumar eftir 2 mánaða samband.
Ef hann gistir alltaf og er eiginlega fluttur til ykkar fyndist mér eðlilegt að dóttir ykkar spyrði ykkur um leyfi og svo mynduð þið ræða um þátttöku í kostnaði.

ardis | 25. jún. '16, kl: 08:26:07 | Svara | Er.is | 1

Sonur minn et þessari stöðu, borgar 40000 heim og honum finnst það sanngjarnt.

Herra Lampi | 25. jún. '16, kl: 21:28:39 | Svara | Er.is | 0

það er eitt að fá kærastann oft í heimsókn en að hann er að þvo fötin sín þarna eða þið að þvo fötin hans... og er hann bara að borða matinn í eldhúsinu? 
suma hluti skil ég ekki.
Um að gera að koma upp "heyrðu ef þú vilt flytja inn þá er það alveg sjálfsagt svp lengi sem þú borgar leigu"

____________________________________________
I am the king of lamps and curtains.

**The lamp will light your way to safety.**

"An apple a day will keep anyone away if you throw it hard enough." Stephen Colbert
If you think anyone is sane you just don't know enough about them.

"ég myndi ekki láta einhvern "líta eftir" dýrinu mínu í tvær vikur. Þannig gerir maður við pottaplöntur" - Andý

Á 3 fallega lampa <3

Herra Lampi | 25. jún. '16, kl: 21:30:39 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

eða tala við dóttur þína
"ég er að kaupa kvöldmat fyrir okkur fjölskylduna en ekki hann. getur hann ekki þvoð heima hjá sér? er ekki matur þar sem hann býr? ef hann ætlar að flytja inn þá ætlast ég til að hann borgi smá leigu"

____________________________________________
I am the king of lamps and curtains.

**The lamp will light your way to safety.**

"An apple a day will keep anyone away if you throw it hard enough." Stephen Colbert
If you think anyone is sane you just don't know enough about them.

"ég myndi ekki láta einhvern "líta eftir" dýrinu mínu í tvær vikur. Þannig gerir maður við pottaplöntur" - Andý

Á 3 fallega lampa <3

Dreifbýlistúttan | 29. jún. '16, kl: 08:50:24 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Þvoð???

Herra Lampi | 7. júl. '16, kl: 00:47:53 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

þvoð?
já hljómar skringilega.
erum við að tala um vitleysu þar sem ég þarf að endurskrifa alla setninguna eða er önnur leið til þess að skrifa orðið?

____________________________________________
I am the king of lamps and curtains.

**The lamp will light your way to safety.**

"An apple a day will keep anyone away if you throw it hard enough." Stephen Colbert
If you think anyone is sane you just don't know enough about them.

"ég myndi ekki láta einhvern "líta eftir" dýrinu mínu í tvær vikur. Þannig gerir maður við pottaplöntur" - Andý

Á 3 fallega lampa <3

Þjóðarblómið | 7. júl. '16, kl: 05:59:26 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

þvegið.

_____________
Þjóðarblómið
* Rassgatas!!*

minstrels | 26. jún. '16, kl: 14:55:55 | Svara | Er.is | 4

gistir hann 5-6 nætur í viku og fer heim til sín inn á milli eða daginn.... og er kanski bara rétt buin að koma fyrir tannburstanum sinum, einum náttfötum einu setti af fötum (buxur,bol og peysu) og borðar hjá ykkur í flestar kvöldmáltíðir ? (er það þá þú sem kallar gjöriði svo vel eða kallaru matur krakkar "jóna mín það er kominn matur" eins og þú sért ekki að ætlast til að henn setjist til borðs líka ?
(þá er hann ekki fluttur inn)
hefuru talað um það við dóttur þína og spurt hana um hádegis bilið hvort kærasti hennar verði í mat um kvöldið ? (og borið það þá fram við hana að ef hann ætli alltaf að vera í mat hjá ykkur þá er það auka kostnaður í búðinni og biðja hana að tala við hann um það að hann myndi kanski kaupa í matinn í staðinn 1-2x í viku eða borga kanski 7þ á viku í matarkostnað. eða þá að þau myndu skiptast á að borða hjá honum og ykkur til skiptis... þá losnaru við matarkostnað hennar einn daginn og tvöfalt hinn daginn og öfugt sem kemur út á það sama...)

(ég var nu ung og ástfanginn einusinni.... það komu tímabil þar sem við skiptumst mikið á að "hanga" hjá hvort öðru og.... og yfirleitt fylgdi öðru hvoru okkar bara íþróttataska með aukafötum og hreinlætisvörum í.... jújú kom fyrir að maður gleymdi kanski ilmvatninu eða púðrinu eða hárburstanum eða álíka á morgnanna ... en það var ekki þar með sagt að við værum flutt inn til hvors annars.
við hugsuðum alfarið um okkur sjálf, keyptum okkar eigið nammi narsl og þesskonar mat sjálf sem var bara okkar inni í ískkáp/skáp, juju fórum að sjálfsögðu í sturtu hjá hvort öðru og svona og vorum alltaf velkomin í kvöldmat hjá foreldrum okkar beggja og bæði matgrönn.
en þegar kom að því að það þyrfti að endurnýja þvottinn í íþróttatöskunni og þess háttar þá fór maður að sjálfsögðu heim og skipti út.. en jújú tengdó átti það til að leyfa mer að setja í þvottavél eða lauma einni peysu með í vélina hjá sér.. einnig var ég jú mjög dugleg samt sem áður að hjálpa henni og fannst það sjálfsagt mál... ef ég var í fríi og enginn heima átti ég það til að þurrka af og skúra og aðstoðaði stundum til við að elda....
heima hjá mér var hann ekki alveg jafn duglegur að taka til hendinni, nema þegar pabba vantaði hjálp við eithvað í bílnum eða bílskúrnum eða álíka karladjobb (en aldrei vorum við rukkuð um neitt heima) við sáum það bara fyrir sjálf og keyptum okkar mat sjálf (fyrir utan morgunkorn og kvöldmat) (en ju keyptum stundum í matinn og elduðum).. hugsuðum um okkur sjálf og í staðin kom sjálfsögð aukaaðstoð á heimilið :)

þetta kom einhvernvegin jafnfætis út svo það skipti ekki máli....

en svo fórum við bara að búa sjálf.

en ef hann gengur í alla skápa og borðar og kaupir aldrei neitt sjálfur eða kaupir í matinn... fer alltaf í sturtu og ykkar sápur og þvottavélina ykkar og aldrei heim til sín þá er hann samasem fluttur.... þá er allt í lagi að tala á ljúfu nótunum við dóttur þína að matar og rekstrakostnaður heimilisins hafi hækkað og hvort hann geti ekki borgað heim umþb 40-50þ á mán (fyrir mat, internetinu,sjónvarpinu rafmagninu hitavatnskostnaði og öllu sem við kemur) eða hjálpað til við að kaupa í matinn amk 1-2x í viku og borgað kanski helminginn í sjónvarpinu og internet reikningnum. kemur á sama stað niður)

og hreinlega fá það á hreint hvort hann sé fluttur eða ekki og ef hann er ekki fluttur þá ertu ekki að búast við honum í mat á kvöldin eða gera ráð fyrir extra innkaupum nema hann taki þátt í þeim kostnaði eða dóttir þín spyrji hvort hann megi vera í mat, nema þú að fyrra bragði bjóðir honum í mat... og þú verðir að hafa hlutina aðeins aðskildari ef hann er ekki íbúi í íbúðinni.

ÞÚ setur reglurnar.

sorry langlokuna

malata | 27. jún. '16, kl: 21:20:24 | Svara | Er.is | 0

Ekkert nýtt að segja en já, þú þarft að ráða hver býr heima hjá þér. Skrýtið að hvorki hann né dóttir þín séu búin að tala við þig um þetta hvort hann má vera svona mikið hér og hvernig þú vilt hafa það, en þau eru kannski bara í ástarvímu og hugsa ekkert um svoleiðis.

Hvort sem hann borgar eða ekki þá finnst mér fáranlegt að þú sér að þvo fötin hans!!! Hann kann nú að setja í þvottavél, drengurinn!

presto | 27. jún. '16, kl: 22:14:56 | Svara | Er.is | 0

Hvernig gerist svona eiginlega? Notar hann þvottavélina án þess aðbiðja um leyfi?
Fer í sturtu, ísskápinn oþh. Óboðinn? 
Við faáum að setja í þvottavél þegar við heimsækjum foreldra okkar- en maður spyr um leyfi fyrst, sama með ísskápinn oþh.

josepha | 29. jún. '16, kl: 11:59:29 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Veistu það að sumir eru bara rosa líbó og finnst eðlilegt að fólk sem er orðið nátengt fjölskyldunni gangi bara um eins og heima hjá sér þegar það er inni á heimilinu. 

presto | 30. jún. '16, kl: 20:20:44 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það eru engar fréttir- en finnst þér það passa hér?
Vera svaka líbó en ekki nógu líbó til að þora að rukka gaurinn?

krilamamma | 29. jún. '16, kl: 06:48:34 | Svara | Er.is | 1

Myndi allavega byrja á því að ræða þetta, finnst það pínu vanvirðing að flytja inn án þess að tala við húsráðanda (foreldrana)

Þá ef hann er alveg fluttur inn eða vill alveg flytja inn er hægt að ákveða saman upphæð sem er borguð heim :)

Fyrirsögn Nafn Dagur Uppfært
Spilið Kani??? sólarlag 8.12.2009 14.9.2023 | 09:41
ER ELVANSE TIL Í EINHVERJU APÓTEKI? TAKK Eagleson 11.9.2023 13.9.2023 | 11:38
Merki Dýrsins. Dehli 25.8.2019 13.9.2023 | 08:00
Ljós í mælaborði á WV Bora 2003 Unnsa6 4.9.2023 13.9.2023 | 06:15
Þá vitum við það. Það er víst ekki sjens að auglýsa lóðir einhverra hluta vegna. SPILLING.IS Hauksen 24.8.2023 13.9.2023 | 06:13
Barnateppi temmý 14.8.2013 12.9.2023 | 23:02
Reykjavíkurborg í miklum vanda og borgarstjórinn vill setja upp parísarhjól ! _Svartbakur 7.9.2023 12.9.2023 | 21:48
hvenær eru barnabætur greiddar? ellyh 17.1.2011 12.9.2023 | 15:33
Upplýsingar um lóir í Skammadal Mosó ? tégéjoð 26.8.2023 12.9.2023 | 10:22
Berjaspretta maaestro 8.8.2023 12.9.2023 | 02:56
Kírópraktor siggathora 4.9.2023 8.9.2023 | 09:40
Bremsuklossar og diskar. Verð f.skifti se 3.9.2023 7.9.2023 | 14:12
Hvar er til? cz 22.1.2008 7.9.2023 | 10:41
Flutningur á harmóníumi frá Akureyri til Reykjavíkur-tilboð GGBLAND 6.9.2023
Biluð Dúkka stubbur88 2.9.2023 3.9.2023 | 20:19
Lífið eftir hjartaáfall Janef 16.8.2023 3.9.2023 | 15:12
Setja gólfefni yfir annað gólfefni. Mrsbrunette 2.1.2012 3.9.2023 | 02:02
Umboð til að leyfa öðrum að skrifa undir pappíra? faxinn40 29.8.2023 2.9.2023 | 21:58
Kvarnir á eldhúsvaska leysa þetta leiðinlega verkefni að setja matarleyfar í sérstakan poka, _Svartbakur 21.8.2023 2.9.2023 | 21:42
Brúnu matarleyfa tunnurnar fyllast ad flugum og hvitum möðkum. _Svartbakur 2.9.2023 2.9.2023 | 15:16
Er í lagi að nota utanhússmálningu innanhúss? Begónía 30.8.2023 30.8.2023 | 22:57
Gardínur í eldhús glugga astridh 29.8.2023 29.8.2023 | 21:19
Ísaksskóli sigva 17.8.2023 28.8.2023 | 06:07
Límmiðaprentari reikniv123 10.8.2023 28.8.2023 | 06:06
Salan á Íslandsbanka - svipuð vinnubrögð og voru í bankhruninu _Svartbakur 26.6.2023 27.8.2023 | 14:11
Bílastæði til leigu! kimma 26.8.2007 26.8.2023 | 20:00
Árið 2022 - jú næsta ár. Hvernig er staða Íslands ? _Svartbakur 21.11.2021 26.8.2023 | 07:00
Símaland í Ármúla - Frábær þjónusta glerbrot 28.7.2004 25.8.2023 | 04:41
Íbúð til leigu nærri miðborginni. _Svartbakur 22.8.2023 25.8.2023 | 03:51
spamm linkar 2023 tlaicegutti 24.8.2023 25.8.2023 | 01:18
Nýjar tillögur um húsa­leigu­lög­un­um jaðraka 23.8.2023
Thema Nuova honeyfox 8.2.2014 23.8.2023 | 08:53
Óbærilegur hiti víða í Evrópu. _Svartbakur 22.8.2023
þriðjudagstilboð Jósep Jakobsson 22.8.2023
ekki tannlæknir í Miðstræti , dentist on Miðstræti street gonee kris88 17.8.2023 21.8.2023 | 13:48
áGjaldþrota fyrirtæki sem aldrei hefur sýnt neitt framtak af viti með tekjuhán forstjóra. jaðraka 20.8.2023 20.8.2023 | 15:34
Sorphirðan í Reykjavik jaðraka 20.8.2023 20.8.2023 | 15:23
Vandræði alltafmamman 18.8.2023 19.8.2023 | 16:04
Nafnalisti Maxamil 22.3.2011 19.8.2023 | 14:37
Kynblinda sbr Lesblinda jaðraka 13.8.2023 19.8.2023 | 07:23
Myndir úr þæfri ull olla2 18.8.2023
Flott fyrstu kaup Start 12.8.2023 17.8.2023 | 17:04
Ömurleg comment á bloggum Austurgella 9.10.2005 17.8.2023 | 03:48
Expedia Erna S 14.8.2023
Jæja Guðmundur VG ráðherra vega félagsmála - hann er jú utan gátta. jaðraka 14.8.2023
Að mála götur og flagga fyrir venjulegu fólki ? jaðraka 10.8.2023 14.8.2023 | 03:50
Stórnendu Strætó kom á óvart að fjöldi fólks myndi sækja miðborgina vegna gelðigöngu. jaðraka 13.8.2023
vantar saumakonu ? looo 27.6.2023 12.8.2023 | 09:16
Bílavesen (exhaust pressure control valve) Hákon Konráðsson 12.4.2023 12.8.2023 | 08:04
sterar? drjóli 20.9.2010 11.8.2023 | 20:38
Síða 8 af 47600 síðum
 

Umræðustjórar: Bland.is, Paul O'Brien, Guddie, paulobrien, Kristler, annarut123, Hr Tölva, tinnzy123