Kassabílarallý

musamamma | 21. maí '15, kl: 21:23:49 | 69 | Svara | Er.is | 1

Að vanda er líf og fjör í Frostaskjóli, en árlegt kassabílarallý
frístundaheimilanna okkar verður haldið í ellefta sinn á Ingólfstorgi á
morgun. Það hefst kl. 14:10 þegar 550
börn úr fjórum frístundaheimilum ganga fylktu liði í lögreglufylgd frá
Skólavörðuholti niður Skólavörðustíginn og Bankastrætið, inn eftir
Austurstrætinu og að Ingólfstorgi, þar sem viðburðurinn á sér stað.
Áætlað er að keppnin sjálf hefjist milli hálf þrjú og þrjú.
Frístundaheimilin keppa um ýmsa eftirsóknarverða titla, svo sem
hraðskreiðasta bílinn, flottasta bílinn og besta stuðningsliðið og þegar
börnin hafa látið ljós sitt skína keppa starfsmenn um það hvar snörustu
starfsmennirnir starfa. Að lokum standa allir uppi sem sigurvegara og
fá farandbikar með sér heim í hérað. Að keppni og verðlaunaafhendingu
lokinni mun Ingó veðurguð leiða fjöldasöng og almenna gleði á
Ingólfstorgi, en áætlað er að öllu verði lokið á rétt fyrir fjögur.


Kassabílarallýið er orðið einn af föstu punktunum í menningarlífi
bæjarins, enda fáir viðburðir á vegum borgarinnar þar sem meiri stemming
ríkir. Meginmarkmiðið með kassabílarallýinu er að skapa vettvang fyrir
gleði og ánægju og setja endapunktinn á velheppnað vetrarstarf
frístundaheimila Frostaskjóls. Er engu logið þegar sagt er að bærinn sé
bókstaflega rafmagnaður af jákvæðni og stemmingu þegar börnin mæta á
svæðið og því ætti enginn af vera svikinn af því að koma og fylgjast með
ósvikinni gleðinni. Undirmarkmið kassabílarallýsins er að þjálfa börnin
í lýðræðislegum vinnubrögðum, en þau þurfa meðal annars að velja
fulltrúa úr hópunum til að keppa fyrir hönd frístundaheimilisins, auk
þess sem þau skipta á milli sínu mörgum öðrum verkum, svo sem því að
koma að undirbúningi kassabílsins, hanna fána, hristur og skraut fyrir
stuðningsliðið og koma með hugmyndir að búningum og hvatningarópum.
Allir hafa síðan hlutverk með því að vera verðugir fulltrúar síns
frístundaheimilis í göngunni og á viðburðinum sjálfum og að sjálfsögðu
með því að hvetja sitt lið drengilega til dáða. Þannig eiga öll börnin
hlutdeild í viðburðinum og leggja þannig sitt af mörkum við að gera
daginn  eftirminnilegan fyrir sig og aðra.

Við stólum á að allir
velunnarar Frostskjóls sem vilja hefja helgina á skemmtilegan máta mæti á
morgun. Til að koma ykkur í stuð settum við inn veglegt myndaalbúm frá
liðnum kassabílarallýum sem ná að fanga anda viðburðarins. Gleðilegt
kassabílarallý

 


musamamma

helgagests | 21. maí '15, kl: 21:35:45 | Svara | Er.is | 1

Varla talað um annað á mínu heimili :D

NEI SIGMUNDIR, ÞÉR MUNIÐ SPRINGA!!
-Andý

musamamma | 21. maí '15, kl: 21:41:12 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þetta er besti dagur ársins.


musamamma

Fyrirsögn Nafn Dagur Uppfært
Lindarholsskýrslan birt og enginn hefur áhuga. jaðraka 16.9.2023 16.9.2023 | 17:43
Hengja upp þvott eða þurkara? amhj123 28.8.2023 16.9.2023 | 15:59
laga þak mariac 16.9.2023 16.9.2023 | 15:49
er með iphone sima kolmar 15.9.2023
Spilið Kani??? sólarlag 8.12.2009 14.9.2023 | 09:41
ER ELVANSE TIL Í EINHVERJU APÓTEKI? TAKK Eagleson 11.9.2023 13.9.2023 | 11:38
Merki Dýrsins. Dehli 25.8.2019 13.9.2023 | 08:00
Ljós í mælaborði á WV Bora 2003 Unnsa6 4.9.2023 13.9.2023 | 06:15
Þá vitum við það. Það er víst ekki sjens að auglýsa lóðir einhverra hluta vegna. SPILLING.IS Hauksen 24.8.2023 13.9.2023 | 06:13
Barnateppi temmý 14.8.2013 12.9.2023 | 23:02
Reykjavíkurborg í miklum vanda og borgarstjórinn vill setja upp parísarhjól ! _Svartbakur 7.9.2023 12.9.2023 | 21:48
hvenær eru barnabætur greiddar? ellyh 17.1.2011 12.9.2023 | 15:33
Upplýsingar um lóir í Skammadal Mosó ? tégéjoð 26.8.2023 12.9.2023 | 10:22
Berjaspretta maaestro 8.8.2023 12.9.2023 | 02:56
Kírópraktor siggathora 4.9.2023 8.9.2023 | 09:40
Bremsuklossar og diskar. Verð f.skifti se 3.9.2023 7.9.2023 | 14:12
Hvar er til? cz 22.1.2008 7.9.2023 | 10:41
Flutningur á harmóníumi frá Akureyri til Reykjavíkur-tilboð GGBLAND 6.9.2023
Biluð Dúkka stubbur88 2.9.2023 3.9.2023 | 20:19
Lífið eftir hjartaáfall Janef 16.8.2023 3.9.2023 | 15:12
Setja gólfefni yfir annað gólfefni. Mrsbrunette 2.1.2012 3.9.2023 | 02:02
Umboð til að leyfa öðrum að skrifa undir pappíra? faxinn40 29.8.2023 2.9.2023 | 21:58
Kvarnir á eldhúsvaska leysa þetta leiðinlega verkefni að setja matarleyfar í sérstakan poka, _Svartbakur 21.8.2023 2.9.2023 | 21:42
Brúnu matarleyfa tunnurnar fyllast ad flugum og hvitum möðkum. _Svartbakur 2.9.2023 2.9.2023 | 15:16
Er í lagi að nota utanhússmálningu innanhúss? Begónía 30.8.2023 30.8.2023 | 22:57
Gardínur í eldhús glugga astridh 29.8.2023 29.8.2023 | 21:19
Ísaksskóli sigva 17.8.2023 28.8.2023 | 06:07
Límmiðaprentari reikniv123 10.8.2023 28.8.2023 | 06:06
Salan á Íslandsbanka - svipuð vinnubrögð og voru í bankhruninu _Svartbakur 26.6.2023 27.8.2023 | 14:11
Bílastæði til leigu! kimma 26.8.2007 26.8.2023 | 20:00
Árið 2022 - jú næsta ár. Hvernig er staða Íslands ? _Svartbakur 21.11.2021 26.8.2023 | 07:00
Símaland í Ármúla - Frábær þjónusta glerbrot 28.7.2004 25.8.2023 | 04:41
Íbúð til leigu nærri miðborginni. _Svartbakur 22.8.2023 25.8.2023 | 03:51
spamm linkar 2023 tlaicegutti 24.8.2023 25.8.2023 | 01:18
Nýjar tillögur um húsa­leigu­lög­un­um jaðraka 23.8.2023
Thema Nuova honeyfox 8.2.2014 23.8.2023 | 08:53
Óbærilegur hiti víða í Evrópu. _Svartbakur 22.8.2023
þriðjudagstilboð Jósep Jakobsson 22.8.2023
ekki tannlæknir í Miðstræti , dentist on Miðstræti street gonee kris88 17.8.2023 21.8.2023 | 13:48
áGjaldþrota fyrirtæki sem aldrei hefur sýnt neitt framtak af viti með tekjuhán forstjóra. jaðraka 20.8.2023 20.8.2023 | 15:34
Sorphirðan í Reykjavik jaðraka 20.8.2023 20.8.2023 | 15:23
Vandræði alltafmamman 18.8.2023 19.8.2023 | 16:04
Nafnalisti Maxamil 22.3.2011 19.8.2023 | 14:37
Kynblinda sbr Lesblinda jaðraka 13.8.2023 19.8.2023 | 07:23
Myndir úr þæfri ull olla2 18.8.2023
Flott fyrstu kaup Start 12.8.2023 17.8.2023 | 17:04
Ömurleg comment á bloggum Austurgella 9.10.2005 17.8.2023 | 03:48
Expedia Erna S 14.8.2023
Jæja Guðmundur VG ráðherra vega félagsmála - hann er jú utan gátta. jaðraka 14.8.2023
Að mála götur og flagga fyrir venjulegu fólki ? jaðraka 10.8.2023 14.8.2023 | 03:50
Síða 8 af 47907 síðum
 

Umræðustjórar: Kristler, Bland.is, paulobrien, annarut123, Paul O'Brien, Guddie, Hr Tölva, tinnzy123