Kattholt.

Karen Rós | 30. ágú. '07, kl: 23:23:13 | 1148 | Svara | Er.is | 0

Mig langar aðeins að segja frá minni reynslu af Kattholti.

2001, fórum ég og maðurinn minn í Kattholt, og fundum þar yndislegan fress. Hann tók í höndina á mér með loppunni sinni þegar ég stóð við hliðina á búrunum með kisunum í, og það var "love at first sight."

Þær sögðu við mig að hann væri 6 mánaða, og búin að vera hjá þeim síðan hann var pínkulítill kettlingur. Mér fannst hann frekar stór (orðin rúmlega fullvaxta köttur þá) en ég var auðvitað ekki að þræta við konuna.

Nú jæja. Seinustu 6 ár hef ég haft þennan yndilega kött hjá mér, og allt gengið æðislega. Fyrir svona viku síðan, var kisinn minn að verða slappur og hættur að borða, og í morgun fórum við með hann til dýralæknis. Hún segjir eftir að hafa þreyfað á honum, að hann væri komin með krabbamein, og ekkert hægt að gera.

"Ha? En hann er bara 6 ára?"

Dýralæknirinn horfir á móti. "Elskan mín, hann er allavegana 12-13 ára!" Hún fór svo að sýna mér ellimerkin í tannholdinu og öðru, og sagði að kisinn minn var orðin gamall. Af hverju héldum við að hann væri yngri?"

Við útskýrum það, og læknirinn segjir aðeins að þetta sé alls ekkert nýtt að heyra þetta um ketti sem koma frá Kattholti.

Í öll þessi ár hef ég verið með hann á röngu fóðri, og talið mér trú um það að ég ætti ábyggilega 10 ár eftir með honum Tomma mínum.

Ég ætla að taka það fram hér og nú að ég er EKKI að ásaka Kattholt um að vera að ljúga vísvitandi. Getur vel verið að það sé ekki alltaf auðvelt að greina aldur á köttum (Þó svo að ég sé ekki alveg að skilja hvernig það sé hægt að ruglast á 6 mánaða kettling, og 7 ára stórum og fallegum fressi) Nóg er af köttum, og mikið að gera.

Tilgangur minn með þessari grein er aðeins einn. Ef þið hafið fengið fullorðin kött frá Kattholti, í guðanna bænum, fariði með hann til dýralæknis, til að ganga úr skugga um að aldurinn passi.

Aðeins í gær taldi ég að ég ætti 6 ára kisu sem ætti mörg mörg ár eftir enn, en núna er ég að bíða eftir að fara með hann á Laugardaginn í svæfingu, og þarf að fara í að finna líkkistu handa honum, því við ætlum að grafa hann með músinni sinni í sveitinni.

Það að hafa ekki fengið að undirbúa sig undir þetta, að gera sér ekki grein fyrir aldri og ástandi litla barnins síns (Kisan mín hefur alltaf bara verið barnið mitt) er sárara en ég get lýst.

Ég ætla að taka það aftur fram, að ég styð Kattholt í einu og öllu, fynnst æðisleg sú starfsemi sem er þar. Þessi grein er aðeins skrifuð í von um að ég geti kannski hlýft einhverjum við þeim sársauka sem ég er að ganga í gegnum núna.

PS - Allar stafsetningar villur eru vegna þess að augun á mér eru of grátbólgin til að sjá á skjáinn. Í guðanna bænum, ekki fara að röfla yfir því.

Og ef einhver hefur ekkert betra að segja, en að segja mér að hætta að væla yfir andskotans ketti, bið ég þig vinsamlegast um að halda því fyrir þig. Ég er ekki í neinu andlega ástandi til að standa í skítkasti þegar kötturinn minn, liggur núna og er of illt til að mala, mjálma, eða hreyfa sig mikið og hefur misst allan lífsvilja.

Takk fyrir lesninguna, þær sem hafa nennt að lesa þetta röfl í mér :)

 

Barabamm Tissh | 30. ágú. '07, kl: 23:25:14 | Svara | Er.is | 0

Æ æ. Knús á þig.

Mjallhvít og dvergarnir 5 | 30. ágú. '07, kl: 23:26:53 | Svara | Er.is | 0

Sæl. Ég sem margra ára kattaeigandi tel mig aðeins sjá hvað köttur er gamall, semsé hvort hann er 6 mánaða eða margra ára, það er munur.
Hvort sem það er kattholt eður ei.
En virkilega leitt að heyra með kisuna ykkar.
Hef misst eina í krabbamein, var svo sárt.
Sendi þér kisuknús;)

"Músík og listir eru áhugasvið þitt. Ef þú þróar hina blundandi hæfileika þína,ætti þér að ganga vel á þessum sviðum. Þú ert ástúðlegur,auðveldur í umgengni og þykir mjög vænt um börn".

Karen Rós | 30. ágú. '07, kl: 23:32:58 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já, ég er alveg sammála því að það sé stór munur á 6 mánaða kettlingi, og stórum ketti. Fannst hann soldið mikið stór, en ég vildi ekki þræta, þar sem hún sagði að hann væri búin að vera hjá þeim síðan hann var lítill. Og mér bara datt ekki annað í hug en að trúa manneskjunni sem vinnur með ketti alla daga.

Takk fyrir knúsið :)

Að vera | 30. ágú. '07, kl: 23:28:59 | Svara | Er.is | 0

Æi mikið er sárt að lesa þetta :´(
Skil vel að þú eigir erfitt núna, ég elska mínar kisur af öllu hjarta og væri alveg niðurbrotin ef ég væri í sömu stöðu og þú.

Get ekkert sagt annað en risa knús á þig.

Karen Rós | 30. ágú. '07, kl: 23:31:05 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Takk takk :)

Já, ég hreinlega veit ekki hvernig ég get verið án kisunnar minnar, en þetta er hlutur sem maður verður bara að takast á við, einhvernveginn

manolo | 30. ágú. '07, kl: 23:30:03 | Svara | Er.is | 0

Ég samhryggist þér innilega vegna kisunnar þinnar. Ég átti kisu í 14 ár og get ekki lýst því hvað Það var sárt að missa hana. Ég fékk samúð frá flestum en sumir áttu erfitt með að skilja svona mikla sort vegna kattar, mundu bara að það fólk sem ekki getur skilið ást okkar hinna á dýrum á vorkunn skilið, það missir af miklu.

Gangi þér vel, einn daginn munu góðu minningarnar standa eftir.

Karen Rós | 30. ágú. '07, kl: 23:35:45 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já nákvæmlega. Tendgó er af "gamla skólanum" og fynnst ábyggilega að kettir eiga bara ennþá að vera í fjósinu eða eitthvað. Ætla að forðast þau eins og heitan eldinn þangað til ég er búin að jafna mig eitthvað.

Samhryggist vegna kisunnar þinnar.

yokan | 30. ágú. '07, kl: 23:31:39 | Svara | Er.is | 0

Æ en leiðinlegt að heyra með hann.
Ég missti Freyju mína í mai úr nýrnaveiki og sakna hennar ennþá.
Er reyndar með fjórar kattholts kisur í dag sem stytta mér stundirnar og halda á mér hita á nóttunni.
Það er búið að segja mér að aldurinn passi við hópinn minn svo ég tek það trúanlegt.

Karen Rós | 30. ágú. '07, kl: 23:34:02 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Jæja, ég er glöð að heyra það :) Kisur eru bara yndislegar :)

Krabbadís | 30. ágú. '07, kl: 23:37:22 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

En leiðinlegt að heyra, en mín kisa er orðin 16 ára og rosalega spræk enn þá, veiddi mús handa mér í gær :-)
Hún hefur oft gist í Kattholti og líkað vel þangað til í fyrra, þá horaðist hún niður, örugglega orðin og gömul fyrir svona vistun.

özlandi | 30. ágú. '07, kl: 23:34:50 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Eitt sem ég hef furðað mig á ...það er komið með kisur til þeirra og sumar eru örmerktar og það er tekið fram . En afhverju hringja þau ekki á dyraspítalann og ath hver sé skráður fyrir kettinum ?

En leiðinlegt að heyra um kisann þinn

Karen Rós | 30. ágú. '07, kl: 23:36:34 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þegar stórt er spurt....

manolo | 30. ágú. '07, kl: 23:37:27 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég hef einmitt verið að spá í því sama, á ekki að vera hægt að finna eigendurna þegar kettir eru örmerktir?

viking2004 | 30. ágú. '07, kl: 23:43:43 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

ég setti mína þangað í pössun en þurfti að sækja hana því hún var auglýst á síðunni þeirra sem ómerktur óskilaköttur,,þó sást ólin með merkingu á myndinni,,,og slæmt var ástandið á henni þegar ég náði í hana

özlandi | 30. ágú. '07, kl: 23:47:55 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

ertu ekki að djóka :o Það eru kettir sem eru nýlega komnir að "leita að nyjum heimilum"

Karen Rós | 30. ágú. '07, kl: 23:49:20 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Jesús minn! Það er hræðilegt :|

huggy | 31. ágú. '07, kl: 07:17:46 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Jah það er nú það. Ég fékk kött frá þeim í fyrra, örmerkti hann, bólusetti og vanaði. Svo slapp kisa, bara rétt eftir að hún kom til okkar. Þekkti okkur ekki neitt og skiljanlega svolítið óörugg.
Við leituðum um allt gersamlega.
Svo hringdi hún úr kattholti og spurði hvort ég hefði týnt kettinum. Ég játti því og hún sagðist ekkert skilja í því hversvegna ég hringdi ekki í hana, ég sagði henni sem var að ég hafi ekki séð ástæðu til þess því ég bjó ekki í rvk.
Þá hafði einhver komið með köttinn til hennar og hún neitaði að láta mig fá hann til baka.

Það er ekki alveg allt í lagi þarna sko. Hún er með örmerktann kött sem hún neitar að skila.

هريفنا

Katya Kabanova | 31. ágú. '07, kl: 08:43:18 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

neitar að láta þig fá hann? hvernig getur hún komist upp með það?
þær eru vægast sagt spes þarna og stundum er eins og þær séu á einhverju valdatrippi. koma alltaf fram við mann eins og glæpamann sem hefur ekkert nema slæmt í hyggju.

-----------------------------------
The Russian has spoken!

huggy | 31. ágú. '07, kl: 08:50:23 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já hún neitar.

هريفنا

Katya Kabanova | 31. ágú. '07, kl: 08:51:41 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

á hvaða grundvelli? hvernig getur hún komist upp með það? er kötturinn ekki merktur þér auk þess sem hann á skýrslu á dýraspítala með þínu nafni á?

-----------------------------------
The Russian has spoken!

oftast | 31. ágú. '07, kl: 08:44:05 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég hef lent mjög illa í henni líka. En hún vinnur gott starf þótt hún sé klikkuð.

Katya Kabanova | 31. ágú. '07, kl: 08:46:40 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

sammála þessu, hún vinnur gott starf en stundum er bara virkilega óþægilegt að koma þangað. maður býst allt eins við því að vera leyddur inn í bakherbergi í raflostsmeðferð og vasaljósi verði lýst í smettið á manni.

-----------------------------------
The Russian has spoken!

huggy | 31. ágú. '07, kl: 08:50:46 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Jájá hún vinnur fínt starf.

هريفنا

Örvera | 31. ágú. '07, kl: 11:04:12 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Svo megum við ekki gleyma því að hún hefur örugglega séð margt ljótt í sínu starfi og treystir mannfólkinu því ekki eins vel og áður.

_____________________________________________________

**** Tek að mér að þýða ERlensku fyrir almenning ****
_____________________________________________________

Pookie | 31. ágú. '07, kl: 11:18:19 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

já, af skrifum hennar á kattholt.is sér maður að hún er stundum alveg að gefast upp, tekur þetta greinilega rosalega inn á sig...

-----------
Mín skoðun, en þarf ég að taka það fram?

oftast | 30. ágú. '07, kl: 23:35:39 | Svara | Er.is | 0

Æ, en sorglegt.

Anyanka 75 | 30. ágú. '07, kl: 23:42:17 | Svara | Er.is | 0

Ég samhryggist þér innilega, kisan mín fékk krabbamein í magann og það var alveg hræðilegt að horfa upp á það, Hann var reyndar orðinn 17 ára en það var samt rosalega sárt að kveðja. Ég sendi þér styrk á laugardaginn og gangi þér vel.

Karen Rós | 30. ágú. '07, kl: 23:42:46 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Takk takk :)

*knús*

Krabbadís | 30. ágú. '07, kl: 23:45:27 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

já gangi þér vel og þótt það sé kannski skrítið að segja svona, þá vertu fljót að fá þér aðra kisu, það hjálpar heilmikið.

ametist | 30. ágú. '07, kl: 23:50:06 | Svara | Er.is | 0

Æi :( ömurlegt að heyra þetta með kisuna þína

Samhryggist þér mikið, ég hef bæði þurft að fara með eina kisuna mína í svæfingu vegna veikinda og svo þurft að láta eina vegna flutninga, hrikalega sárt að þurfa láta dýrin sín fara á hvorn veginn sem er :(
Ég fór með þessa seinni í kattholt því ég gat ekki hugsað mér að láta svæfa yndislegu heilbrigðu kisuna mína bara því ég gat ekki haft hana! svo núna 5 mánuðum seinna og breyttust aðstæður mínar aftur og ég get haft dýr og mun líklegast geta það um ókomin ár og ég ákvað að fá mér kött aftur, en ekki hvaða kött sem er heldur þessa sem ég fór með í kattholt því hún var ennþá þar :)
Ef kisur væru bara kisur þá hefði ég fundið ókeypis kettling í blöðunum í staðinn fyrir að borga heilan helling til að fá gömlu kisuna mína aftur og ég sé ekki eftir einni einustu krónu
Þessi kisa er búin að vera partur af fjölskyldu þinni í 6 ár og það er bara eðlilegt að syrgja hana, eðlilegast í heimi!
Minnir mig á kærastann sem var búin að eiga sína í 15 ár þegar við kynntumst og já fyrir honum var þetta bara köttur (eða svo sagði hann) en þegar kom að því að það þurfti að svæfa hana sá maður alveg smá tár koma sama kvöldið

Karen Rós | 30. ágú. '07, kl: 23:52:36 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Æ hvað það var sætt að heyra að kisan þín var þarna ennþá, eins og hún væri bara að bíða eftir þér :)

óðfluga | 30. ágú. '07, kl: 23:57:35 | Svara | Er.is | 0

Leiðinlegt að heyra. En getur ekki verið að manneskjan í Kattholti hafi bara mismælt sig og í raun meint að hann væri 6 ára en ekki 6 mánaða?

Karen Rós | 31. ágú. '07, kl: 00:00:12 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það var það sem ég hélt fyrst, í gær. En ég man það greinilega að maðurinn minn spurði "Getur það verið, hann er svo stór?" Og hún bara jájá, hann er blanda af skógarketti.

Queen of England | 31. ágú. '07, kl: 00:08:06 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Æ mikið er þetta leiðinlegt að heyra. Það er svo erfitt þegar kisurnar manns deyja :(

__________________________________________
Ein af snyrtiskyttunum þremur..

svara | 31. ágú. '07, kl: 00:26:22 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Rosalega er þetta leiðinlegt........... : (
Við fengum einn rosalega góðann kött hjá þeim fyrir mánuði síðan.Hann var allt of horaður eða um 2 kg of léttur,með kattholtskvefið og feldurinn illa farinn.Mér var sagt að hann væri 3-4 ára það verður gaman að sjá hvað hann er í raun og veru gamall.Á þessum mánuði hefur hann lagast mikið í feldinum en á enn eftir að ná upp þyngdinni og kvefið er að lagast.Hann er allt of rólegur og vill bara vera hjá okkur.
Það er greinilegt að það vantar mikið af peningum til að reka allt þetta batterí með sóma.Okkar köttur var búinn að vera þarna í 8 mánuði og sumir hafa verið þarna lengur.Það er vel hugsað um dýrin þarna en það vantar bara enn meiri umönnun og betri þrif.
Mér finnst að bæjarfélögin ætti að styrkja kattholt enda er þetta engin smá vinna hjá þeim fáu sem að vinna þarna.

Pookie | 31. ágú. '07, kl: 01:27:29 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það er hægt að vera kattavinur og styrkja kattholt, skráir þig í kattavinafélagið og borgar einhver 2500 kall á ári.

-----------
Mín skoðun, en þarf ég að taka það fram?

tjellingin | 31. ágú. '07, kl: 06:42:39 | Svara | Er.is | 0

Æ en sorglegt að heyra með kis kis. Sendi þér stórt kisuknús xxx. Frá konu sem bara verður að eiga kisa, alltaf!

Katya Kabanova | 31. ágú. '07, kl: 08:41:22 | Svara | Er.is | 0

leiðinlegt að heyra, ég færi alveg í mínus ef ég myndi missa mína ketti þannig að ég skil hvað þetta er sárt fyrir þig.

-----------------------------------
The Russian has spoken!

N i k i t a | 31. ágú. '07, kl: 08:44:40 | Svara | Er.is | 0

æ... þetta var of mikið fyrir óléttu konuna mig og kisuvininn að lesa :(
Finn ótrúlega mikið til með þér!!!! Ég þekki þann sársauka að missa dýrið sitt :( og það er ótrúlega sárt! Knús á þig og Tomma!

______________________________________
Síðastur úr landi læsir og slekkur í Leifsstöð...

solita | 31. ágú. '07, kl: 09:18:24 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

æj ég samhryggist þér innilega :(

en ég hef ekkert of góðar sögur af kattholti...ég fann litla kisu úti sem var grindhoruð og illa farin. Ég fór með kisu litlu þangað og þar var mér sagt að hún hefði verið týnd síðan lítill kettlingur og eigandinn væri fluttur til noregs...og það væru svo margar kisur í ´kattholti að ef ég tæki ekki köttinn að mér þá yrði honum lógað....ég fékk alveg sting í hjartað og tek kisu með mér heim aftur því ég gat ekki haft þetta á samviskunni...ok ég er enþá með kisu 2 árum eftir en mamma mín er með alveg heiftarlegt kattarofnæmi og getur ekki heimsótt mig ég get ekki komið heim til hennar nema að koma í nýþvegnum fötum sem ég kippi með mér út og verð að skipta um föt inní þvottahúsi hjá henni til að það læðist ekki svo mikið sem eitt hár með...ég er búin að reyna allt til að gefa kisu þó ég vilji það alls ekki því mér er farið að þykja ótrúlega vænt um litlu snúlluna

svo er hún útikisa og ég var að flytja þar sem hún kemst ekki lengur út og hún er alltaf mjálmandi greyið litla...en ég mun aldrei láta lóga henni svo lengi sem ég lifi því ég hef svo lítið hjarta að ég bara hreinlega gæti ekki afborið það...nema að hún yrði mikið veik..en allavega pointið með þessari sögu er að mér fannst kattholtsfólk virkilega ljótt að troða inn svona samviksubiti hjá mér þar sem ég var aðeins að reyna að hjálpa litlu kisunni sem ég fann á vergangi..

sumarferðir | 31. ágú. '07, kl: 08:55:02 | Svara | Er.is | 0

Æ leiðinlegt að heyra :(
kisur eru yndislegir, og við hjónin erum kalla okkar kisu sonurinn okkar, það er gott að vita að við erum ekki ein í heimi svona smá "klikk" vegna hvað mikið okkur finnst vænt um kisu.
Ég á bara það gott að segja um Kattholt, en ég lendi í svipuðu með aldur, það var búið að yngja upp okkar kisa um nokkra mánuði.

***
lokaður aðgangur

Katya Kabanova | 31. ágú. '07, kl: 08:59:28 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

það er örugglega gert meðvitað upp að einhverju marki að yngja kisurnar upp þar sem fólk er oft ragara við að taka að sér eldri kisur, vill bara þessar "litlu og dædu". en að kötta af sex ár er ansi hart og það að það sé mikið að gera eða margir kettir finnst mér ekki vera afsökun. þetta eru konur sem hafa mikinn áhuga á köttum og ættu ekki að gera mistök eins og að misreikna aldur kisu svona rosalega. ég geri mér þó grein fyrir því að ein og ein mistök geta átt sér stað og sýni því fullan skilning.

-----------------------------------
The Russian has spoken!

LitlaNorninNanna | 31. ágú. '07, kl: 09:24:43 | Svara | Er.is | 0

Ég fór um daginn að fá kisu og var búin að horfa á einn í marga mánuuði á síðunni þeirra áður en ég taldi að rétti tíminn væri.

Við fengum kisa og hann er alveg yndislegur. En mér fannst hræðilegt að sjá alla þessa ketti sem mjálmuðu í kór og vildu láta strjúka sér, vildu allir koma með. Sumir voru hreinlega uppáþrengjandi og mjög erfiðir.

Ég hef verið að velta því fyrir mér hvort það sé í raun forsvaranlegt að hafa svona marga ketti og fóðra þá en veita þeim ekki þessa umhyggju og umönnun sem þeir þurfa? Er það betra út frá sjónarmiði hvers - kattarins eða manneskjunnar?

Konan sem fór með okkur að ná í kisuna "mína" margspurði hvort við treystum okkur í verkefnið að taka stálpaðan kött. Hann var búinn að vera hjá þeim í ár, alveg hreint yndislegur í alla staði. Er sagður 2ja ára en ég fer með hann í sprautu fljótlega gegn kattarfári og einhverju (er inniköttur) og ætla þá að biðja þær um að skoða aldurinn.

En það er svo mikill leikur í honum og alveg líklegt að hann sé 2 - 3 ára.

En margir kettir sem voru þarna lágu bara í búrunum sínum og biðu... eftir hverju? Sömu sögu er að segja um kettina í herbergjunum sem voru þó ekki í búrum... en eftir hverju eru þeir að bíða? Ef allir vilja kettlinga þá eiga þeir sér ekki bjarta framtíð.

svara | 31. ágú. '07, kl: 10:13:37 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já þetta var einmitt það sem að við vorum að hugsa.
Fá okkur kött sem í raun enginn vill.
Þegar við komum þangað þá var reynt að láta okkur fá kettling en ég sagði bara pent við hana að við vildum ekki kettling þar sem að hinir stóru eiga svo lítinn möguleika að fá gott heimili.
Á þessum klukkutíma sem að við vorum þarna fóru 2 kettlingar.
Aðstaðan hjá dýrunum er ekki góð,getur ekki verið það ef að það ser kanski um 30 kettir í einu litlu herbergi kanski nokkrir í búri og flestir lausir.Óhreinindin eru fljót að verða of mikil þegar svona er.





huggy | 31. ágú. '07, kl: 10:22:17 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég vildi stálpaðan kött. Minni líkur á að þeir klóri út allt sófasettið og gluggatjöld :Þ

هريفنا

Pookie | 31. ágú. '07, kl: 11:24:08 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ef fólk væri bara skynsamt og væri ekki að láta læðurnar sínar eiga kettling eftir kettling þá myndi þetta ekki vera svona.

Ég tók meðvitaða ákvörðun um að taka mína kisu úr sambandi um leið og hægt var, ég vildi hvorki eyðileggja hennar æsku með að gera hana að mömmu og ég vildi ekki auka á vandann með ketti sem ekki fá heimili í Reykjavík...

Mér finnst hræðilegt að ef þú ferð í gefins dálkinn þá er meirihlutinn auglýsingar um ketti og/eða kettlinga, oft endar það á því að þeim er lógað...

-----------
Mín skoðun, en þarf ég að taka það fram?

Tritill | 31. ágú. '07, kl: 10:25:33 | Svara | Er.is | 0

Sendi þér stóran kisuknús. Ég sjálf þurfti að svæfa köttinn minn fyrir 3 árum þegar hann fékk nýrnabilun. Þetta er mjög erfitt. Líka sérstaklega þegar kötturinn var eins og barnið mitt. Hann svaf hjá mér í fanginu mjög oft áður en ég varð ólétt. Mér fannst alltaf gott að hafa hann hjá mér. Ég á líka annan kött sem er orðinn 11 ára gamall og er mjög góður. En samt ekki eins og hinn kötturinn sem var meira félagsvera í kringum okkur mannfólkið. En samt þessi 11 ára hefur breyst aðeins eftir að hinn dó. En því miður fæ ég aldrei að gefa honum knús, því hann er svo mikið mannafæla. Þótt hann leyfi manni að klappa sér.

Enn og aftur stóran KISUKNÚS.

Töffella | 31. ágú. '07, kl: 11:25:58 | Svara | Er.is | 0

Æ grey kisinn.

Ég þori ekki þangað inn aftur, hún er svo skerí og ég er með svo lítið hjarta.

sunlolly | 31. ágú. '07, kl: 11:32:59 | Svara | Er.is | 0

Æ en ótrúlega sorglegt, fæ í magann af að lesa svona...Samhryggist!

Þetta með Kattholt er flókið, margir kettir og kannski ekkert of stórt hús. Eins og einhver sagði þá eru þau búin að sjá hvað við mannfólkið getum verið viðbjóðsleg við dýrin, ekki auðvelt starf. Brjálað að gera og sumir ábyggilega utan við sig ;)

En gleymum ekki þessu brjálæðislega góða starfi sem fer fram þarna, auðvita myndu sumir gera sumt öðruvísi en samt gerir enginn þetta nema Sigríður og hinir í Kattholti. Hvernig væri málum háttað ef hún gæfist upp! Mæli með því að fleiri gangi í Kattavinafélagið, mér finnst það allavega mín skylda sem kattareigandi að vera félagi :)

huggy | 31. ágú. '07, kl: 11:34:08 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Er kattavinafélagið e-ð sem er undan Kattholti komið?

هريفنا

sunlolly | 31. ágú. '07, kl: 11:39:33 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Jamms :)
http://kattholt.is/displayer.asp?Page=31&FAQ_type=Flokkur&p=ASP\Pg31.asp

Kveikja | 31. ágú. '07, kl: 11:36:48 | Svara | Er.is | 0

Fimmtíu kettir komu í Kattholt á aðeins þremur vikum í ágúst. Aðeins fimm voru sóttir af eigendum. Svo auðvitað er hræðilegt ástand þarna.

Það er hræðilegt hvað margt fólk virðist líta á dýrin sem leikföng sem má henda þegar þau eru komin með leið á þeim. :(

drúrí | 31. ágú. '07, kl: 11:52:27 | Svara | Er.is | 0

Æ knús á þig!

Ég átti kisu fyrir nokkrum árum sem dó úr veikindum og þar var rosalega erfitt.
Enn í dag hugsa ég oft hvað ég sakna hans en geri það þó með bros á vör í dag. Ég og mamma hugsum oft hvað hann var mikill rúsínu kall og hlæjum af öllu sem hann gerði. Góðar minningar :)
Þetta verður erfitt um stund og svo verður kisi góð minning, hugsaðu bara hvað þú gafst honum gott líf og hann mun mala aftur þegar hann kemst til himna :)

____________________________
Photoshopper og Illustreiter dama
=^_^=
____________________________

Kisumús | 31. ágú. '07, kl: 14:04:12 | Svara | Er.is | 0

http://www.indigo.org/rainbowbridge_ver2.html

æjæj samhryggist innilega.
En þetta er bara sénsinn sem fólk tekur með að fá kött úr kattholti (sem ég styð heilshugar) Hugsaðu bara um tímann sem þið áttuð saman og hvað hann var heppinn að vera bjargað frá Kattholti.

Karen Rós | 31. ágú. '07, kl: 16:01:39 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Vá, veistu ég var farin að háskæla hérna í vinnunni að horfa á þetta.

Takk fyrir að koma með þetta hérna, ég ætla að bookmarka þetta og horfa á þegar ég er ekki svona sár :)

Peppercorn | 31. ágú. '07, kl: 16:12:49 | Svara | Er.is | 0

ég fann einusinni hreinræktaða síamskisu í hverfinu hjá mér, sá að hún var hrein og greinilega innikisa því að hún var skíthrædd í rigningunni og orgaði svoleiðis ósköpin fyrir utan hurðina, ég hleypti henni inn og leitaði að merkingum en ekkert fann.
Var með hana í 2 vikur heima og auglýsti á netinu og blöðum og í hverfissjoppum, á endanum fór ég með hana í kattholt og vonaði að þær yrðu einhvers vísari, gat ekki verið með hana lengur heima útaf vissum aðstæðum og ég fékk bara þvílíku skammarræðuna og lætin og dónaskap og vesen að það var ekkert eðlilegt.
Sagði að það væru bara hjartalausir fávitar sem færu með nokkurra ára gömul gæludýr og hentu þeim bara inná þær afþví að maður nennti ekki að hugsa um þær lengur ??
Ég stóð þarna og starði bara á hana eins og algert fífl, og vissi varla hvaðan stóð á mig veðrið og vissi varla hvernig ég ætti að svara.

Svo er önnur saga, vinkona mín lét passa kisuna sína meðan hún fór erlendis og kisan slapp og týndist, einhver góður maður fann hana og fór með hana á kattholt, hreinræktuð kisa og ávalt verið innikisa, þá var búið að hringja á kattholt í leit að henni og þær vissu af henni.
Þær létu gelda hana með því sama og auglystu hana á síðunni og neituðu eigandanum að fá hana aftur. Þetta var verulega snúið og leiðinlegt mál.

Hún vinnur vissulega góð störf að vissu leiti en hún ætti aðeins að slaka á dómhörkunni og kanski hlusta á fólk og reyna að sjá út þá sem að eru virkilega að ljúga eða hreinlega sleppa því að reyna það og gera það sem hún gerir best, hugsa um kisur og koma þeim fyrir.

drúrí | 31. ágú. '07, kl: 16:28:26 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Bíddu vó, létu þær gelda hreinræktaða kisu án leifis!!!
Er ekki hægt að kæra svona lagað ?
Þetta fólk á kattholti virðist nú bara vera á einvherju sjúklegu valdatrippi!

Spurning um að opna annað kattholt :þ~

____________________________
Photoshopper og Illustreiter dama
=^_^=
____________________________

Pookie | 31. ágú. '07, kl: 16:43:00 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

minn draumur hefur alltaf verið að opna svona animal shelter á Íslandi. Geri það áreiðanlega ef ég verð einhverntíman rík.

-----------
Mín skoðun, en þarf ég að taka það fram?

Pun | 31. ágú. '07, kl: 16:21:56 | Svara | Er.is | 0

ÆI þetta er sárt, ég fynn til með ykkur,
og sjálf á ég ketti og einn kött sem ég veit ekki hvað er gamall,
hvernig getur maður reikað aldurinn út frá tannholdinu ?

Karen Rós | 31. ágú. '07, kl: 21:19:36 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Tannsteinn og annað, það voru komnir litlir dökkir blettir í tannholdið hjá mínum.

Alecia Moore | 31. ágú. '07, kl: 21:42:58 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

já Kattholt er ekki eins gott og allir halda.....

Ég fékk yndislega læðu hjá þeim, hún sagði mér að hún væri 5 mánaða. Ég fer heim með litla skottið og allt æðislegt. Eftir nokkrar vikur að þá vakna ég um morguninn og heyri e-ð skrítið hljóð úr pappakassa sem ég var með inni í herbergi hjá mér (í honum voru barnaföt sem ég var að pakka niður) Ég kíki ofan í kassann og kemst að því að ég átti víst 7 kisur ekki eina !!!!
Kisan var kettlingafull þegar að ég fékk hana og eftir því sem að dýralæknar segja mér að þá er ekki séns að hún hafi verið kettlingafull 5 mánaða svo e-ð eldri hefur hún verið ..............

mars | 31. ágú. '07, kl: 23:21:22 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Leitt að heyra þetta og þú færð samúðaróskir frá mér. Ég verð þó að játa að ég er hissa á að þú skulir hafa fengið svona rangar upplýsingar með kettinum því hvað annað sem um Sigríði Heiðberg má segja þá hefur hún þó vit á köttum. Ég þekki ekki mikið til Kattholts í dag, en ég var starfsmaður þar í þónokkurn tíma og langar því til að svara aðeins hér. Kattholt er rekið af miklum vanefnum, það var það allavega þegar ég var að vinna þar og er það væntanlega ennþá. Borgin borgaði viku fyrir hvern óskilakött og svo var það bara Kattavinafélagið sem bar kostnaðinn af restinni af dvöl kattarins.
Þann tíma sem ég vann þarna vann ég almennt með mjög góðu og samviskusömu fólki þótt auðvitað geti verið misjafn sauður í mörgu fé eins og alls staðar annar staðar. Þegar mest var voru kannski um 30-40 kettir á hótelinu og allt upp í 100-120 kettir í óskilum, stundum gátu komið allt upp í 5 óskilakettir á dag eða fleiri. Það voru um 2-4 starfsmenn að sinna öllum þessum dýrum daglega, þrífa og sótthreinsa hvert einasta búr, hvern einasta dall sem kettirnir gera þarfir sínar í, hvern einasta matardall, skúra oft þurfti líka að þrífa veggi og sótthreinsa sérstaklega ef veikindi komu upp til að reyna að minnka smithættu. Margir kettir á hótelinu voru á sérfæði, gefa þurfti köttum lyf og fleira. Allir kettir fengu að hreyfa sig utan búrs daglega ef möguleiki var á. Þetta er gífurlega mikil vinna en hún er líka gefandi. Ég var sjálf oft þarna í 1/2 -1 klst aukalega launalaust til að klára það sem þurfti að gera eða gefa mér tíma í að klappa köttunum og sýna þeim umhyggju. Og ég veit að sumir aðrir starfsmenn gerðu það líka. Oft þurfti ég að svara símtölum þar sem fólk heimtaði að Kattholt tæki kettlinga hjá þeim, annars myndi það drekkja þeim eða skilja þá eftir einhversstaðar úti. Stundum hafði Kattholt einfaldlega ekki aðstöðuna til þess að taka þá. Það kom fyrir að ég kom í vinnuna að morgni og fann kettlinga í innkaupapoka hangandi á dyrunum.
Ég man líka þegar kattarfár kom upp og þeir kettir sem voru alveg nýkomnir og ekki hafði náðst að bólusetja smituðust og maður gerði allt til að bjarga þeim en það tókst ekki alltaf. Ég veit að Sigríður er ekki mikil people person, ég hætti að vinna þarna vegna þess að ég sætti mig ekki lengur við framkomu hennar í minn garð og annarra. En það verður þó ekki af henni skafið að hún hefur unnið mikið sjálfboðastarf þarna og hún elskar kettina. Þeir sem eru fyrir ketti og vilja kynnast starfinu að eigin raun ættu að prófa sjálfboðaliðastarf í nokkra daga eða vikur og þá kemur í ljós að það er enginn hægðarleikur að halda svona stað gangandi. Það afsakar þó ekki rangar upplýsingar um t.d. aldur kattar, sérstaklega ekki þegar svona miklu munar en mig langar bara til að benda á þá gífurlegu vinnu sem liggur að baki svona starfsemi.
Ég sakna þess oft að vinna með dýrum, það gaf mér gífurlega mikið að geta komið ketti á gott heimili, eða aftur til síns heima en að sama skapi kom ég oft mjög niðurdregin heim eftir að hafa aðstoðað við svæfingu á köttum sem var lengi búið að reyna að koma á heimili án árangurs. Afsakið langlokuna.

sunlolly | 31. ágú. '07, kl: 23:45:14 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

amen :)

Karen Rós | 31. ágú. '07, kl: 23:58:46 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hún Sigríður var svolítið hvöss við mig til að byrja með, en eftir að hafa ákveðið að taka köttinn, og borga fyrir geldingu spurði hún mig hvort ég vildi fá hann á meðan hann væri ennþá sofandi eftir aðgerðina, eða seinna.

Ég segji bara "ég vil nú leyfa honum að vakna í umhverfi sem hann þekkir, svo hann verði ekki hræddur hjá mér. Ég næ bara í hann á morgun."

Hún sagði bara Já, þú ert sko kattarvinur, og brosti. Eftir það var hún ótrúlega yndisleg við mig, og ég kom daginn eftir til að skila búrinu sem ég hafði fengið lánað, og við spjölluðum um hvernig honum liði á nýja heimilinu.

Ég get ekki annað en borðið virðingu fyrir henni, og trúi því að hún sé að vinna þetta starf af hugsjón og það hlýtur að vera gríðarlega erfitt að horfa uppá framkomu fólks við ketti.

Ég hef samt heyrt að því hvernig hún lætur við fólk dagsdaglega, og ekki er sú framkoma til fyrirmyndar og ég skil vel að það sé erfitt að vinna undir henni.

Gunnifiskur | 16. jan. '21, kl: 02:05:59 | Svara | Er.is | 0

Ömurlegt að heyra hvernig staðan var og ekki hefur hún batnað.... Veit til þess að bæði kattholt og villikettir stundi kattaþjófnað. Þetta fólk hugsar ekki í rökum. Held að þau séu farin að gera meira slæmt en gott núorðið en ekkert má segja, annars fær maður þvílíkar hótanir og vitleysu

Fyrirsögn Nafn Dagur Uppfært
I farangur frá Spáni Helga31 24.4.2024 24.4.2024 | 12:47
Hjàlp! HM000 23.7.2023 24.4.2024 | 08:51
FRÍ EINKAþJÁlFUN! Gróðurinn 9.3.2024 24.4.2024 | 08:50
Skírn međ heilögum anda og eldi Baldvin2 23.4.2024 23.4.2024 | 13:54
0,00002 krónur frá íslandi ! Zjonni71 21.4.2024 22.4.2024 | 20:02
Nýr forseti Íslands ? Hver verður hann eða hún ? jaðraka 14.3.2024 22.4.2024 | 09:36
Dúkkunöfn..hvað hétu dúkkurnar ykkar? Estro 2.6.2004 22.4.2024 | 09:17
Óska eftir aðstöðu til leigu á snyrtistofu/hárgreiðslustofu.Selfoss/Hveragerði/Reykjavík Bjalla17 21.4.2024
Challenge Your Reflexes and Skills slopegame1168 21.4.2024
Af hverju eru flugvélar ekki hraðari í dag? R2 D2 19.4.2024 21.4.2024 | 00:19
HarbuDarbu lagið - Geggjað flott! FuckHamas 18.4.2024 19.4.2024 | 16:11
Stofnun minningarsjóðs mánaskin 19.4.2024
what kind of extra activities for 3 half years boy? 007008 10.10.2014 19.4.2024 | 09:23
New York Ròs 18.4.2024 19.4.2024 | 03:26
Orðhlutafræði austurland1 18.4.2024
Þjóðskrá barst tilkynning listaverk1 17.4.2024 17.4.2024 | 21:20
packers and movers rehousingindia 17.4.2024
perluprjón pisa 9.8.2009 16.4.2024 | 06:09
Game stöðin cheap 23.11.2009 15.4.2024 | 02:15
Aðalfundur húsfélags tapularasa 13.4.2024 13.4.2024 | 23:39
User feedback and improvements regarding chat GPT GerdaGerda 12.4.2024 13.4.2024 | 07:34
Endurhæfingarlyferir Rokkvvi 12.4.2024 12.4.2024 | 23:05
Endurhæfingarlyferir Rokkvvi 12.4.2024 12.4.2024 | 16:05
Endurhæfingarlyferir Rokkvvi 12.4.2024
Grín neyðarkassi á brúðkaupsnótt Finnsk trukkapía 11.4.2024
Vantar svo nudd helst í kvöld Gulla trukkur 20.9.2013 11.4.2024 | 15:15
Aumingja umræðan varðandi húsaleigu. _Svartbakur 30.3.2023 11.4.2024 | 10:00
Sjónskerðing hjá ungabarni Elisabetheida 10.4.2024 11.4.2024 | 09:19
Selfoss eða Þorlákshöfn Mayla 2.7.2004 10.4.2024 | 11:40
Skyldmenni böbblí 20.1.2005 8.4.2024 | 20:14
Loksins fær Reykjavíkurflugvöllur nýja flugstöð ! _Svartbakur 15.6.2023 8.4.2024 | 14:24
Bæklunarlæknar barbafín 27.4.2011 8.4.2024 | 11:04
Desemberbumbur 2024 h1999 6.4.2024 8.4.2024 | 07:56
Aðstoðarmaður fasteignasala icelandicjesus 3.7.2022 8.4.2024 | 07:55
Gifurleg fjölgun erlendra afrotamanna í glæpum hérlendis ! _Svartbakur 18.6.2023 7.4.2024 | 12:02
Harmlrkur á Suðurnesjum selur hús ofan af öryrkja fyri brot af verðmæti. _Svartbakur 28.6.2023 7.4.2024 | 11:21
Rafskútur flytja álíka marga farþega og Strætó en menga sennilega 1 þúsundasta á við Strætót jaðraka 16.6.2023 7.4.2024 | 09:01
fermingarkort dæsí 15.4.2011 7.4.2024 | 02:53
"Kappakstur" mattabg 30.9.2013 6.4.2024 | 14:08
N.Y jarðskjálftinn Zjonni71 6.4.2024
Páska Flensan eythorjonas 29.3.2024 5.4.2024 | 21:33
vitiði hvar hægt er að leigja bingó ?? skrauma85 30.3.2009 5.4.2024 | 21:20
hbomax.com/tvsignin Guide by GetFactified.com getfactifiedme 5.4.2024 5.4.2024 | 19:37
hbomax.com/tvsignin Guide by GetFactified.com getfactifiedme 5.4.2024 5.4.2024 | 19:37
hbomax.com/tvsignin Guide by GetFactified.com getfactifiedme 5.4.2024 5.4.2024 | 19:37
Ferming - endurnýta skraut Svetlana Álfheiður Malyutina 3.4.2024 5.4.2024 | 14:33
Óska eftir veitingastað Aura Pain 5.4.2024
Veit einhver - twentyfiveyears 1.3.2024 4.4.2024 | 22:01
50 cent og Game Bíædz 16.1.2008 4.4.2024 | 15:49
Game boy 26sigbjo 24.3.2007 4.4.2024 | 15:48
Síða 1 af 47926 síðum
 

Umræðustjórar: Hr Tölva, tinnzy123, Bland.is, annarut123, Kristler, Paul O'Brien, paulobrien, Guddie