Kattholt

múshildur | 19. des. '07, kl: 14:26:29 | 524 | Svara | Er.is | 0

Hefur einhver hér fengið kisu hjá Kattholti? Okkur langar svo að fá okkur kisu svo við hringdum í Kattholt og sú var nú ekki glöð með þessa ákvörðun okkar, var bara fúl og foj.

Eru þær bara með stóra ketti eða líka kettlinga? Eru þær alltaf fúlar við þá sem vilja fá sér kisu eða eru þær bara á móti okkur?

Þess má geta að þetta er mjög vel ígrunduð ákvörðun hjá okkur, erum búin að fá kisu lánaða til reynslu meira að segja til að vera alveg viss því við gerum okkur grein fyrir ábyrgðinni.

Endilega að segja mér reynslu ykkar og líka ef þið lumið á stálpuðum kettling (ca. 14 vikna) þá er hann meira en velkominn til mín.

 

Vantar rimlarúm, leikteppi og útileikföng (sandkassa, rennubraut og svoleiðis)

obbossi | 19. des. '07, kl: 14:29:11 | Svara | Er.is | 0

Á kattholt.is er 6 vikna kettlingur sem vantar heimili :) Ekkert smá sætur :D

Ég hef bara hringt í kattholt þegar kötturinn okkar var týndur og enginn dónaskapur þar.

emma775 | 20. des. '07, kl: 10:55:15 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hún er oft frekar stygg, Kattholtsfrúin. Maður verður víst bara að leiða það hjá sér. Ef þú ferð á www.kattholt.is getur maður séð ketti sem eru í boði.

kisinn | 19. des. '07, kl: 14:31:35 | Svara | Er.is | 0

hef fenig frá kattholt, mjög sátt, fékk hann sem kettling og allt í góðu, mjög góð framkoma við okkur.

Lengi lifi 4:20

http://krissab.myminicity.com/sec

Fræðileg | 19. des. '07, kl: 14:34:00 | Svara | Er.is | 0

Ég hef einmitt heyrt af fleirum sem hafa fengið svipað viðmót. Það er kannski ástæðan fyrir því að þær þurfa að hýsa 60 ketti yfir hátíðarnar...

múshildur | 19. des. '07, kl: 14:39:24 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ertu þá að meina gott viðmót eða svona fýlu?

Vá kannski eru þetta þá bara við, ég sem var svo kurteis og blíð í símann.

Vantar rimlarúm, leikteppi og útileikföng (sandkassa, rennubraut og svoleiðis)

Júní Kisa | 19. des. '07, kl: 14:42:54 | Svara | Er.is | 0

Ég á tvær kisur úr Kattholti, þær komu mjög vel fram við mig og eru mjög indælar.

Lífið er til að lifa því lifandi ;)

sumarferðir | 19. des. '07, kl: 14:49:10 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

sama hér, fékk tvisar kisur frá Kattholti og fékk líka góða þjónustu þar.

***
lokaður aðgangur

squeza | 19. des. '07, kl: 15:06:45 | Svara | Er.is | 0

Þær eru afskaplega ljúfar konurnar þarna bara ansi míslyndar og eiga það til að leyfa fólki að finna fyrir því. Ef þig langar í kísu skaltu bara leiða því hjá þér og láta sem ekkert sé og óska þeim gleðilegra hátiðar.

**Ég er stolt móðir! **

Smelly Cat | 19. des. '07, kl: 15:09:28 | Svara | Er.is | 0

Já ég fékk högnann minn þaðan.

Sigríður er algjört yndi, eða hefur allavega alltaf verið það við mig :)

Farðu bara uppeftir og skoðaðu hjá þeim.

Gangi ykkur vel, þið eigið eftir að skemmta ykkur vel með nýja félaganum :)

órækjan | 19. des. '07, kl: 17:22:16 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Vá. Mér datt alveg fullt af orðum í hug og 'yndi' var ekki eitt af þeim.

~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~
ertu humar? eða ertu rækja?

Smelly Cat | 19. des. '07, kl: 18:48:48 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Sem betur fer erum við ekki öll eins og með sömu skoðanir á hlutunum :)

Þoka | 20. des. '07, kl: 11:09:23 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

LOL Hún getur verið ægileg grýla.
Ég er búin að sjá bæði ljúfu hliðina hennar og Grýluna.....
En það verður ekki af henni tekið að verkin hennar eru góð.

hafi | 19. des. '07, kl: 15:19:41 | Svara | Er.is | 0

Ég hef haft töluverð samskipti við Kattholt og þær eru mislyndar þessar elskur. Láttu það ekki á þig fá.

yucca | 19. des. '07, kl: 16:58:07 | Svara | Er.is | 0

Kannski er það vegna þess að ykkur dettur þetta í hug svona rétt fyrir jólin. Þú ættir að vita hvað mikið af Kattholtskisum eru jóla- og afmælisgjafir, sem eigendur missa áhugann á.

Hringu bara aftur eftir hátíðarnar.

Fræðileg | 19. des. '07, kl: 17:00:54 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Fyrst þú ert með þetta á tæru, hversu margar eru þá kisurnar þarna sem hafa verið jóla- eða afmælisgjafir, sem eigendur missa áhugann á?

Ég skil nú ekki hvað þessum kattargellum kemur það við hvort fólk ætlar að fá sér kött 20. des eða 3. jan.

sögustelpa | 19. des. '07, kl: 17:05:16 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

fólk sem fær kött og missir áhugann hendir honum gjarnan út á guð og gaddinn. Þeir drepast úr kulda, hungri eða ef þeir eru "heppnir" verða þeir strax fyrir bíl og þurfa ekki að þjást í langan tíma.
Þær eru mislyndar og eiga erfitt með að verða vitni að þessum örlögum saklausra dýra sem hafa ekkert af sér gert
Ekki láta þetta á þig fá, þær hafa ekkert á móti þér en kannski er þetta erfiður tími hjá þeim því þetta er ótrúlega algengt í kringum jólin
kíktu á kattholt.is og hringdu svo í þær, útskýrðu þitt mál

Lady Luck | 20. des. '07, kl: 02:53:50 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Verð að jánka þessu.
Þær sem vinna hjá Kattholti verða þeirrar "skemmtilegu" ánægju aðnjótandi að sjá hversu viðbjóðslega rotið fólk getur verið, svo ég lái þeim það ekki að vera mislyndar og frekar kuldalegar, sérstaklega þegar þær fá símtal korter í jól um að einhvern langi í kött.
Ég þori að veðja að þær hafa lent í því að horfa á eftir ketti eða kettlingi til fólks rétt fyrir hátíðirnar og fengið svo sama kött til baka nokkrum vikum síðan, horaðan og kaldan.

Þannig að þú með upphafsinnleggið, ekki taka það til þín þó þú fáir kuldalegt viðmót. Þetta er líknarstarf, ekki sjoppa eða verslun sem býður upp á þjónustu fyrir kúnna útí bæ. Kisurnar eru efst á þeirra forgangslista.

yucca | 19. des. '07, kl: 19:40:23 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

einmitt svona viðhorf, jól, læti hasar áramót - enginn tími fyrir greyjið - og þeim kemur það við - þær hugsa um greyin sem hent er út.

Geraldine | 19. des. '07, kl: 17:02:26 | Svara | Er.is | 0

Frú Kattholt er pínu spes

hoppaskoppa | 19. des. '07, kl: 17:19:17 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég fékk mér stálpaðan kött. Hún er yndisleg. Myndi sko ekki setja það fyrir mig. Þá ertu líka að losna við kettlingalætin. Sérð líka karakterinn betur.

Seize The Day

Iman | 19. des. '07, kl: 20:31:07 | Svara | Er.is | 0

Já, ég hringdi og talaði við eina þarna sem var bara leiðinleg og nennti sko ekki að svara neinum spurningum. Ég hrökklaðist frá Kattholti og fékk kött frá heimili í staðinn.

Ótrúlega leiðinlegt að konurnar séu að fæla fólk frá en það var raunin í mínu tilfelli.

grandma1 | 20. des. '07, kl: 01:50:26 | Svara | Er.is | 0

ÉG ER MEÐ 2 KISUR ÞAÐAN ALGERAR DÚLLUR TÓK EINN ÚR DAUÐADEILDINNI OG EINN KETTLING OG ÞEIR ERU ROSALEGA GÓÐIR VINIR OG SEMUR VEL ÉG MÆLI MEÐ KATTHOLTI

Eðlilegt | 20. des. '07, kl: 02:03:55 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

dauðadeildinni? hvað er það?

grandma1 | 23. des. '07, kl: 15:19:49 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

það er deild sem er kölluð þetta kettirnir fara þangað áður enn þeir eru drepnir

Örvera | 20. des. '07, kl: 02:52:42 | Svara | Er.is | 0

Kattholtsfólkið horfir upp á svo ljóta meðhöndlun á dýrum, að við mannfólkið erum ekki hátt skrifaður pappír hjá þeim. Það er svo rosalega algengt að dýralífin séu ekki metin neins í hugum fólks og það virðast sumir fá sér „einnota“ ketti. Voða gaman fyrst, en svo er þeim lógað eða hent út þegar þeir verða stálpaðir og kynþroska. Ég myndi ekki setja það fyrir mig að hún hafi verið pirruð í símann. Reyndu bara að setja þig í hennar spor. Farðu svo og fáðu þér kött hjá þeim og hugsaðu vel um hann. Það er SVOOO mikið af köttum til á Íslandi sem vantar gott heimili. Ég á eina Kattholtskisu og hún bar þess greinileg merki að hafa lent í einhverju ljótu áður en henni var bjargað af götunni. Nú er hún algjör draumakisa og gleðigjafi.

_____________________________________________________

**** Tek að mér að þýða ERlensku fyrir almenning ****
_____________________________________________________

shiva | 20. des. '07, kl: 11:01:41 | Svara | Er.is | 0

Ég ætlaði að fá kött þar. Stelpan sem tók á móti mér þegar ég kom að skoða var voða nice en svo var einhver eldri kona þarna og hún var sko ekkert nice. piff!

_________

Herra bækur til sölu
https://bland.is/classified/entry.aspx?classifiedId=2590247
_________________________________

Alsæla Englaryk.
_________________________________
Judge if you want, we are all going to die. I intend to deserve it!

-----Feministapíka-----

Gunnifiskur | 16. jan. '21, kl: 02:17:14 | Svara | Er.is | 0

Veit vel að þetta er gamall póstur en því miður er þetta ennþá svona, ekkert nema hroki. Starfaði hjá þeim og vill bara vara við óheiðarlegum vinnubrögðum... Og já það á líka við um villiketti

Fyrirsögn Nafn Dagur Uppfært
HarbuDarbu lagið - Geggjað flott! FuckHamas 18.4.2024 19.4.2024 | 16:11
Stofnun minningarsjóðs mánaskin 19.4.2024
what kind of extra activities for 3 half years boy? 007008 10.10.2014 19.4.2024 | 09:23
**casbcbpqeifyvbabcm MarcDeven 19.4.2024
dhvbisoqnwbnsvas** MarcDeven 19.4.2024
**cpJjndakBkkdvbsvlef MarcDeven 19.4.2024
New York Ròs 18.4.2024 19.4.2024 | 03:26
Af hverju eru flugvélar ekki hraðari í dag? R2 D2 19.4.2024
Orðhlutafræði austurland1 18.4.2024
Þjóðskrá barst tilkynning listaverk1 17.4.2024 17.4.2024 | 21:20
packers and movers rehousingindia 17.4.2024
perluprjón pisa 9.8.2009 16.4.2024 | 06:09
**vhbvhjweiookdshbvwei* MarcDeven 16.4.2024
Game stöðin cheap 23.11.2009 15.4.2024 | 02:15
Aðalfundur húsfélags tapularasa 13.4.2024 13.4.2024 | 23:39
User feedback and improvements regarding chat GPT GerdaGerda 12.4.2024 13.4.2024 | 07:34
Endurhæfingarlyferir Rokkvvi 12.4.2024 12.4.2024 | 23:05
Endurhæfingarlyferir Rokkvvi 12.4.2024 12.4.2024 | 16:05
Endurhæfingarlyferir Rokkvvi 12.4.2024
Grín neyðarkassi á brúðkaupsnótt Finnsk trukkapía 11.4.2024
Vantar svo nudd helst í kvöld Gulla trukkur 20.9.2013 11.4.2024 | 15:15
Aumingja umræðan varðandi húsaleigu. _Svartbakur 30.3.2023 11.4.2024 | 10:00
Sjónskerðing hjá ungabarni Elisabetheida 10.4.2024 11.4.2024 | 09:19
Selfoss eða Þorlákshöfn Mayla 2.7.2004 10.4.2024 | 11:40
Skyldmenni böbblí 20.1.2005 8.4.2024 | 20:14
Loksins fær Reykjavíkurflugvöllur nýja flugstöð ! _Svartbakur 15.6.2023 8.4.2024 | 14:24
Bæklunarlæknar barbafín 27.4.2011 8.4.2024 | 11:04
Nýr forseti Íslands ? Hver verður hann eða hún ? jaðraka 14.3.2024 8.4.2024 | 10:47
Desemberbumbur 2024 h1999 6.4.2024 8.4.2024 | 07:56
Aðstoðarmaður fasteignasala icelandicjesus 3.7.2022 8.4.2024 | 07:55
Gifurleg fjölgun erlendra afrotamanna í glæpum hérlendis ! _Svartbakur 18.6.2023 7.4.2024 | 12:02
Harmlrkur á Suðurnesjum selur hús ofan af öryrkja fyri brot af verðmæti. _Svartbakur 28.6.2023 7.4.2024 | 11:21
Rafskútur flytja álíka marga farþega og Strætó en menga sennilega 1 þúsundasta á við Strætót jaðraka 16.6.2023 7.4.2024 | 09:01
fermingarkort dæsí 15.4.2011 7.4.2024 | 02:53
"Kappakstur" mattabg 30.9.2013 6.4.2024 | 14:08
N.Y jarðskjálftinn Zjonni71 6.4.2024
Páska Flensan eythorjonas 29.3.2024 5.4.2024 | 21:33
vitiði hvar hægt er að leigja bingó ?? skrauma85 30.3.2009 5.4.2024 | 21:20
hbomax.com/tvsignin Guide by GetFactified.com getfactifiedme 5.4.2024 5.4.2024 | 19:37
hbomax.com/tvsignin Guide by GetFactified.com getfactifiedme 5.4.2024 5.4.2024 | 19:37
hbomax.com/tvsignin Guide by GetFactified.com getfactifiedme 5.4.2024 5.4.2024 | 19:37
Ferming - endurnýta skraut Svetlana Álfheiður Malyutina 3.4.2024 5.4.2024 | 14:33
Óska eftir veitingastað Aura Pain 5.4.2024
Veit einhver - twentyfiveyears 1.3.2024 4.4.2024 | 22:01
50 cent og Game Bíædz 16.1.2008 4.4.2024 | 15:49
Game boy 26sigbjo 24.3.2007 4.4.2024 | 15:48
Dúkku spítali Ròs 3.4.2024 4.4.2024 | 14:48
Game Boy leikir jigsaw 18.4.2005 4.4.2024 | 09:58
Game boy suama 7.4.2009 4.4.2024 | 09:34
Strætó til Kef Herra Lampi 28.6.2023 3.4.2024 | 16:02
Síða 1 af 47646 síðum
 

Umræðustjórar: Bland.is, Paul O'Brien, Guddie, Hr Tölva, annarut123, tinnzy123, Kristler, paulobrien