Kaupmáli Hjóna eignaskipting

Hamar01 | 6. des. '17, kl: 06:09:42 | 371 | Svara | Er.is | 0

Mig langar að forvitnast með kaupmála hjóna eftir giftingu þegar fólk á íbúð saman og einginn börn saman nema að makinn á barn fyrir ? Nú kom annar aðlinn með x upphæð inn i hjónabandið og búslóð.Við keyptum saman íbúð,enn núna er vilji fyrir að gera kaupmála og það sem annar aðlinn kom með inn í hjónabandið er séreign ásamt öllum sem viðkomandi kom með inn í sambúðina.Enn svo er spurning með skiptaprósentinu á íbúðinni sem við eigium í dag 50% vs 50% ásamt skuldum.Enn núna er annar aðlinn með margfallt meiri tekjur á mánuði og er ekki fyrirvinnan er ekki sanngjarnt að skiptaprósentina sé hærri þeim meigin sem hefur hærri tekjur.VIð höfum sameiginlega fjármál og hinn makinn er með barn sem við eigum ekki saman.annar aðlinn er að tryggja sig fyrir ef eitthvað kemur upp á að viðkomandi eigi það alveg sér það sem var lagt í upphafi sambúðar og íbúðarkaup. Mér datt í hug sem dæmi ef ég væri með 10.milljónir á ári og makinn 4 milljónir að eignahlutfallið í íbúðinni væri 40% vs 60% Í X mörg ár .Málið er að þetta snýst um að tryggja að við eigum bæði aur ef það kemur eitthvað fyrir.Mig vantar smá skoðun hvað se sanngjarnt þar sem fólk er að gera kaupmála eftir á.Enn þessi kaupmáli er ekki það sem ég stakk upp á heldur makinn minn.Ég þig allar skoðanir og ráð bæði jákvæðar og neikvæðar :)

 

Júlí 78 | 6. des. '17, kl: 08:00:03 | Svara | Er.is | 6

Mér finnst eingöngu sanngjarnt að það sé gerður kaupmáli um þessa x upphæð sem annar aðilinn kom með inní hjónabandið í upphafi. (peningar og kannski einhver húsgögn sem viðkomandi er annt um eins og ef eru frá foreldrum eða afa eða ömmu).Þó held ég að það sé engin skylda að samþykkja slíkt fyrst það var ekki gerður kaupmáli í upphafi. Allt annað finnst mér vera sameign hjónanna alveg óháð því hver hver þénar mikið eða er með í kaup. Þegar fólk er gift þá eru venjulega allir peningar þess sameign og fáránlegt að tala um að þessi þéni meira en hinn. Ég væri fljót að losa mig við kall sem ætlaði að segja mér að hann eigi rétt á meiru vegna þess að hann þéni meira.

fólin | 6. des. '17, kl: 11:59:19 | Svara | Er.is | 0

Ég mundi einungis skrifa undir kaupmála með þeirri upphæð sem makinn kom með í upphafi en það að annar sé tekjuhærri á ekki að hafa nein áhrif á skiptingu og mundi ég alls ekki samþykkja það enda veit maður aldrei hvernig framtíðin verður. Maðurinn minn var töluvert tekjuhærri þegar við vorum yngri en í dag eru tekjur okkar þær sömu nema þegar ég var í fæðingarorlofi. 

tóin | 6. des. '17, kl: 14:03:17 | Svara | Er.is | 1

Kaupmálar miðast yfirleitt við séreign fólks - áður en til hjónabands er stofnað.  Þær eignir sem myndast í hjónabandi eru almennt taldar jafnar eigur beggja, óháð því hvor aðilinn þénar meira . . . . . nema fólk sé að halda utan um hvor aðilinn eyðir meiru í sjálfan sig, hvor eldar oftar, þrífur meira etc. það er yfirleitt flækjustig sem engu skilar.
Ef annar aðilinn kom með umtalsverða fjármuni inn í sameiginlegt bú er hugsanlega eðlilegt að gera um það kaupmála sem miðast þá við eignastöðu þegar sambúð hefst  - hvort búslóð hafi fylgt eða ekki skiptir varla nokkru máli, þetta eru forgengilegir hlutir og verðmæti þeirra lítið sem ekkert.  Nema hugsanlegir ættargripir - málverk, mublur, borðsilfur eða eitthvað slíkt sem viðkomandi vill halda innan sinnar fjölskyldu. 


kaldbakur | 6. des. '17, kl: 14:45:10 | Svara | Er.is | 0

Hversvegna að hafa svona áhyggjur af einhverjum aurum ?
Er ekki ástin aðalatriðið ?

bogi | 6. des. '17, kl: 16:02:12 | Svara | Er.is | 2

Í mínu sambandi er allt sameign - að vera að telja krónur og aura er eitthvað svo fjarri mér. Eina ástæðan sem ég sé fyrir slíku fyrirkomulagi er ef annar aðilinni getur ekki farið með peninga og er að stofna til skulda út um allt án samráðs.


Nú ef fólk vill gera kaupmála þá finnst mér eðlilegt að upphæðin sem aðilinn kom með inn í hjónabandið sé séreign. Búslóð finnst mér ekki skipta máli nema um sé að ræða málverk eða eitthvað slíkt. Hvað hver er með í laun finnst mér ekki skipta máli - þá þarf að fara að taka inn aðra vinnu á heimili inn í osfr.

Hulda32 | 6. des. '17, kl: 17:16:17 | Svara | Er.is | 0

Er ekki sameiginleg erfðarskrá frekar málið? Ef makinn sem á barnið fellur frá á undan þá erfir eftirlifandi maki og barnið samkvæmt lögum. Ef makinn sem á ekki barnið fellur frá á undan erfir eftirlifandi makinn allt og barnið erfir hann/hana svo að fullu. Það væri hægt að haga erfðaskránni þannig að barnið fái hærri prósentu í arf ef foreldri þess fellur frá á undan makanum. Mæli með því að þið ræðið við lögfræðing.

saedis88 | 6. des. '17, kl: 17:43:01 | Svara | Er.is | 2

ef það á að skipta eftir mánaðarlaunum þá ætla ég rétt að vona að hver og einn þvær sinn þvott og eldar sína máltíð. 

Zagara | 6. des. '17, kl: 18:03:13 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Svo ef þau eignast börn saman að tekjuhærri aðilinn dekki þá örugglega jafn mikið af veikindadögum, sæki börnin og skutli í íþróttir en láti þann tekjulægri ekki sjá um það.


Held að margir sjái ofsjónir af launaseðlum en gleymi að oft er alls konar fórnarkostnaður sem lendir á þeim sem telst með lægri laun. Ég hef unnið með mönnum sem töldu sig ekki hafa efni á að fara í fæðingarorlof vegna tekna... hverjar ætli hafi þurft að "borga" fyrir það með lægri tekjum... hmmm...  

saedis88 | 6. des. '17, kl: 18:06:48 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

úff segðu! maðurinn minn er svosem ekkert á neinum ofurlaunum en töluvert hærri en ég. En ég tek á mig langmesta fórnarkostnaðinn. Ég meina við gætum hækkað útborguð laun með að fara bæði í betur launaða vinnu (sem er bara vaktavinna á þessu svæði sem við búum á) en ég kýs að vera á skítalaunum með súper góðann vinnutíma og góða yfirmenn. Ég get þá sinnt öllu sem viðkemur börnunum mínum þremur.

Zagara | 6. des. '17, kl: 18:23:36 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Nákvæmlega. Svona heyrir maður reglulega í sínu umhverfi og bæði ég og minn maki höfum tekið ákvarðanir um hver sér um hvað út frá hvað kemur best út tekjulega fyrir heimilið. Ég hef alveg verið tekjuhærri og framlag makans var mjög mikið á sama tíma.


Þess vegna finnst mér það lýsa ákveðnum vanþroska þegar fólk talar um eins og tölur á launaseðli sé það eina sem skiptir máli í langtíma sambandi. Ég myndi frekar sleppa því að gifta mig en að skrifa undir samning um að vera 40% virði í X ár eins og upphafsnikkið talar um. :D 

saedis88 | 6. des. '17, kl: 18:27:54 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

segðu! ég hugsa alltaf um hvað er fólk sem hugsar svona vinnur kanski í lottó. 


ÉG KEYPTI MIÐANN ÉG Á HANN, ÉG VIL KAUPSAMNING

tennisolnbogi | 7. des. '17, kl: 11:31:14 | Svara | Er.is | 0

Er sammála fyrri ræðumönnum, mánaðarlegar tekjur hvors aðila fyrir sig í hjónabandi er að mínu mati ekki grundvöllur til að ákveða framtíðar eignarhlutfall ef til skilnaðar kemur. Annað ef þetta er spurning um töluverðar eignir sem aðilar koma með inn í hjónabandið. Ég er svo "heppin" að þegar við maki minn tókum saman vorum við með svipaðar tekjur, þannig að það var aldrei nein pæling um að einhver væri að skaffa meira en hinn. Ákváðum snemma að vera með sameiginlegan fjárhag og það hefur ekkert breyst þó tekjur hafi tekið dýfu (fæðingarorlof eitt og sér gerir út um þetta). Barnaumönnun, barnameðlag, námslán, veikindi, vinnuframlag heima og að heiman... það er svo margt annað en tekjur sem skipta máli, það er of mikil einföldun. Hann hins vegar átti aðeins meira í eign þegar við byrjuðum saman, en ekki það mikið að það hafi ekki bara blandast inn í sameiginlega eignamyndun sambúðarinnar seinna meir. Ég mat það alla vega þannig og útskýrði fyrir maka mínum, að ef hann hyggðist einhvern tímann biðja mín þá myndi það þýða í mínum huga að það væri ekkert lengur sem stæði fyrir utan okkar sameign. Hann fékk þá tækifæri til að rökræða það eða láta það koma í veg fyrir bónorð, en hann var sammála mér og bað mín þar að auki. Þessi eign sem var til fyrir okkar sambúð er reyndar bara smápeningar í samanburði við eignarmyndun okkar sameiginlega eftir að sambúð hófst, það kannski spilar inn í. Svo reyndar finnst mér annað gilda ef um er að ræða arf.

lukkuleg82 | 8. des. '17, kl: 15:32:34 | Svara | Er.is | 0

Þegar ég og maðurinn minn tókum saman þá átti ég íbúð en hann átti ekkert. Þegar við síðan stækkuðum við okkur þá tókum við þessa umræðu um varðandi séreign/eignarhluta. Hann og hans fjölskylda voru á því að það þyrfti að skjalfesta það að ég hefði lagt til þessa íbúð en mér fannst það aftur á móti vera undarlegt að byrja að plana endalokin þegar við vorum að hefja lífið okkar saman, jafnvel þó svo að það væri ég sem ætti "meira". Það varð úr að við slepptum því að útbúa kaupmála og eigum núverandi íbúð 50/50. Allar okkar tekjur renna í sameiginlegan sjóð og við tökum ákvarðanir saman um öll stærri útgjöld. Við erum með mjög svipaðar tekjur en það sama væri upp á teningnum ef annað okkar þénaði töluvert minna en hitt.

sigurlas | 13. des. '17, kl: 15:06:31 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

áttirðu íbúð skuldlausa, eða áttirðu skuld með því að vera skráð fyrir íbúð ?

Hamar01 | 10. des. '17, kl: 06:26:30 | Svara | Er.is | 0

Það sem ég er að falast eftir hvort það er asnalegt að gera kaupmála 2.árum eftir að hjónaband hafi verið stofnað.Konan mín er að falast eftir þessu og ég verð bara seigja já og amen til að halda friðinn.Ég er á því að hjónaband á að snúast um ást og traust enn ekki Peninga.Þegar við byrjuðum saman þá kom hún með innborgun i íbúð og mikið af innbúi enn það var aldrei talað um neitt nema að allt væri 50%-50% .Hef aldrei spáð í peningamálin í þessu og auðvitað ef illa færi þá ætti konan að sjálfsögðu þann hlut sem hún lagði í upphafi.Svo finnst mér mjög eðlilegt að gera erfðaskrá,sem við erum bæði sammála.Enn kaupmáli eftirá er ég soldið hugsinn yfir.Kanski er þetta bara ótti við að skrifa endalokin fyrirfram í hjónabandinu.Þegar þetta kom upp þá fór ég að spá í tekjuhliðina.Þannig að ég er að kasta þessu soldið í umræðu og reyna að fá ölll sjónarmið bæði jákvæð og neikvæð

veg | 10. des. '17, kl: 10:56:41 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

maður gerir kaupmála í upphafi, fyrir formlegt hjónaband, svona flestir a.m.k. útrásarvíkingar gerðu náttúrulega kaupmála á ýmslum tímum, fluttu eignir á maka til að forða þeim frá lánadrottnum og hinu opinbera.
mitt álit  er að ef þú ert farin að huga að kaupmála löngu eftir hjónaband þá er eitthvað ekki í lagi.
ert þú í einhverju braski?

Fyrirsögn Nafn Dagur Uppfært
Flugfreyju föt unadis99 21.9.2018 23.9.2018 | 12:00
Gisting í Stokkhólmi bessý 21.9.2018 23.9.2018 | 10:47
Sveppur í vegg gormur12 20.9.2018 23.9.2018 | 10:39
Dagvinna umfram vinnuskyldu Alexandar 22.9.2018 23.9.2018 | 09:14
Flutnigur til Spánar catsdogs 18.9.2018 23.9.2018 | 06:36
Líkamsrækt SamsungMamma 20.12.2017 23.9.2018 | 05:59
SamsungMamma 22.9.2018 23.9.2018 | 01:00
Vantar álit ein kona er alltaf ad senda manni minum skilab.. sólogsæla 17.9.2018 22.9.2018 | 19:20
Iceland air flugfreyjur dúbbí 21.9.2018 22.9.2018 | 19:08
Veit einhver um kósý náttúrulega laug eða pott SOS14 22.9.2018 22.9.2018 | 18:13
hver á Greiðslumiðlunar.(pei.is? KolbeinnUngi 21.9.2018 22.9.2018 | 16:45
Hvers vegna eru Bretar að yfirgefa ESB og hvað getum við lært af því ? kaldbakur 19.9.2018 22.9.2018 | 16:23
Lífskjör hvergi betri í Evrópu en Íslandi. kaldbakur 21.9.2018 22.9.2018 | 15:41
Ofbeldi, fíkniefnanotkun og umgengni barna? Jamaika 22.9.2018
Labrador Oskamamman 21.9.2018 22.9.2018 | 13:05
Þættir og bíómyndir Twitters 21.9.2018 22.9.2018 | 12:04
Tannlæknir á sanngjörnu verði Þórður2 22.9.2018
ER TIL MYND AF JESÚ ? Dehli 12.9.2018 22.9.2018 | 00:12
vantar fyndin texta í afmæliskort Latitude 1.4.2006 21.9.2018 | 19:17
Laun fyrir afgreiðslustörf- Hvað á ég að biðja um? nunan 17.9.2018 21.9.2018 | 17:45
Einhver ráð við útbrotum á höndum hjá 2ja ára? dreamspy 19.9.2018 21.9.2018 | 14:50
Heitur búðingur Nektarína 15.11.2016 21.9.2018 | 13:11
Heimilislausir fá ekki að vera á tjaldsvæðum Júlí 78 15.9.2018 21.9.2018 | 12:27
MasterCard - dreifa greiðslum happhapp 21.9.2018 21.9.2018 | 10:03
MasterCard - dreifa greiðslum happhapp 21.9.2018
Vogur sundaylover 19.9.2018 20.9.2018 | 21:16
Prjónað buff siggathora 20.9.2018
Upplýsingar um ferli skilnaðar hjá Sýslumanni Skilnadur18 20.9.2018 20.9.2018 | 16:17
Svamp í pullu frá Marokkó 060 17.9.2018 20.9.2018 | 10:23
Þetta fékk ég frá Tim Omega Mam40 19.9.2018 20.9.2018 | 06:30
Að losna við fylgju (draug) Skatla 18.9.2018 20.9.2018 | 00:27
Íslendingar í eigin landi Íslandi. kaldbakur 18.9.2018 19.9.2018 | 23:06
landsbanka 14 til 17 sept tlaicegutti 18.9.2018 19.9.2018 | 22:44
Gjafabréf í nudd og dekur Lepre 19.9.2018
Humarhalar 695-9475 danielhomie 19.9.2018 19.9.2018 | 17:55
Blóðleysi soldis77 19.9.2018
Kerrra fyrir 5 ára synn. 19.9.2018
Samband án kynlífs? espoir 16.9.2018 18.9.2018 | 20:22
Er vændi Dehli 15.9.2018 18.9.2018 | 18:37
Algeng byrjunarlaun kerfisstjóra mmcout 24.8.2018 18.9.2018 | 15:46
Tryggingar Buka 18.9.2018 18.9.2018 | 15:44
Skotvopnanámskeið mega83 18.9.2018
Skilnaður Katrín María 5.9.2018 18.9.2018 | 06:28
Niðursveifla í efnahagslífi og verkföll - Ferðamenn hverfa eins og síldin. kaldbakur 27.8.2018 17.9.2018 | 23:20
PayPal Auður 12345 16.9.2018 17.9.2018 | 23:14
verðskrá leigubíla höfuðborgarsvæði agga42 17.9.2018
Bandaríkin-hörmungar ? Dehli 22.8.2015 17.9.2018 | 19:30
Evrópa fyrir Evrópubúa? Hr85 13.9.2018 17.9.2018 | 19:25
Að leigja íbúð/hús á Torrevieja án milligöngu ferðaskrifstofu. Hvað ber að varast? Reynslusögur Gunna stöng 9.8.2018 17.9.2018 | 14:51
Bólur Katrín Hallgrímsdóttir 17.9.2018 17.9.2018 | 13:15
Síða 1 af 19669 síðum
 

Umræðustjórar: ingig, 2pjakkar, Coco LaDiva, vkg, joga80, tinnzy123, krulla27, superman2, aronbj, rockybland, Bland.is, flippkisi, mentonised, Krani8, MagnaAron