Keisaraskurður sem val

kisasegirmja | 14. jan. '15, kl: 08:45:41 | 963 | Svara | Meðganga | 0

Sælar

Þið fróðu og frábæru konur. Ég veit ég er ekki vinsæl og ég afþakka öll leiðindi en getið þið sagt mér, eru konur "píndar" til að fæða venjulega og hafnað um keisaraskurð ef venjuleg fæðing er möguleg? Ég hef ekki átt barn áður.

Ég veit að venjuleg fæðing er miklu betri fyrir móður og barn en ég á ákveðna reynslu að baki sem veldur miklum kvíða hjá mér varðandi venjulega fæðingu. Ég get bara ekki hugsað mér það. Ég hef dregið lengi með að verða ólétt út af þessu.

 

UngaDaman | 14. jan. '15, kl: 09:18:23 | Svara | Meðganga | 0

Það er hægt að fá undantekningu en það er ekki mjög líklegt í ljósi ástandsins í dag. Ræddu þetta við ljósu

nefnilega | 14. jan. '15, kl: 09:31:19 | Svara | Meðganga | 0

Fæðinga- og kvensjúkdómalæknar bóka konur í keisara ef þeir telja nægar ástæður til. Hafðu samband við heilsugæsluna þína, það eru fæðingalæknar sem koma á stöðvarnar og þú ættir að fá viðtal hjá þeim.

kisasegirmja | 14. jan. '15, kl: 09:47:24 | Svara | Meðganga | 1

Ætla að gera það. Takk fyrir svörin.

McApple | 22. jan. '15, kl: 22:21:52 | Svara | Meðganga | 0

Ég mæli með að ræða þetta við ljósmóður eða fæðingarlækni.
Einnig að fá viðtal hjá Ljáðu mér eyra til að ræða ótta þinn

chiccolino | 22. jan. '15, kl: 22:41:02 | Svara | Meðganga | 0

Veit bara að það er erfiðara fyrir frumbyrjur að fá valkeisara í gegn heldur en konur sem hafa gengið í gegnum fæðingu en það gerist alveg. Venjuleg fæðing er bara alls ekki alltaf betri fyrir móður og barn, heilmikið sem getur farið úrskeiðis og andlega álagið getur verið heilmikið, sérstaklega ef andlegt ástand er viðkvæmt fyrir.
Hafðu samband við mæðraverndina á heilsugæslunni þinni og fáðu viðtal við ljósmóður, hafðu einhvern ákveðin með þér ef þú treystir þér ekki til þess að vera það sjálf, ljósurnar eru eins misjafnar og þær eru margar og haf mjög skiptar skoðanir á valkeisurum af andlegum ástæðum og því getur verið gott að vera svolítið "frek"

strákamamma | 23. jan. '15, kl: 00:10:03 | Svara | Meðganga | 1

ef þetta sem er að aftra þér er persónuleg reynsla með td kynferðisofbeldi eða eitthvað slíkt getur vel verið að þú fáir það í gegn, það er bara óvíst að það sé eitthvað "betra".


Keisari er jú framkvæmdur í herbergi með ansi mörgum einstaklingum i og konan liggur ansi hjálparlaus á skurðarborðinu á meðan að í fæðingu sem gengur eðlilega fyrir sig getur maður afþakkað allar innvortis skoðanir og verið bara einn í friði með manninum sínum/vinkonu/mömmu og ljósan laumar sér inn af og til og skrifar að allt sé ok.     


Talaðu við ljósuna þína um þetta bara hvað sem það er sem er að angra þig og reyndu  bar að vera eins hreinskilin og hægt er.   gangi þér vle :)

strákamamman;)

Helgust | 29. mar. '15, kl: 23:25:18 | Svara | Fyrri færsla | Meðganga | 5

Þú hefur samt aldrei upplifað keisara, þetta getur verið mjög hlý og gleðileg stund og ekki síður persónuleg en að fæða eðlilega...


Þetta með að liggja hjálparlaus á skurðborðinu, þetta er ekki krufning sko. Maður er alveg með.

Tipzy | 30. mar. '15, kl: 23:55:22 | Svara | Fyrri færsla | Meðganga | 0

Ohh keisarinn minn síðast var svo yndislegur, svo lá stelpan á mér og ég klappaði henni og talaði við hana og svona meðan ég var saumuð saman. Svo í þarna recovery dæminu þá var bara mamma og systir mín og kallinn öll hjá mér og við takandi myndir og voða kósý á meðan ljósan tékkaði á mér af og til og ath hvort deyfingin væri að fara úr mér og svona. Svo bara enn meir kósý og prívat inn á stofu stuttu seinna. Sé ekki eftir neinu bara og hlakka bara til næsta.

...................................................................

nefnilega | 31. mar. '15, kl: 13:29:13 | Svara | Fyrri færsla | Meðganga | 0

Keisarinn minn var einmitt dásamlegur. Svo rólegt og gott andrúmsloft og mér leið svo vel á meðan og eftir. Á mun hlýrri minningar úr honum en vaginal fæðingunni.

strákamamma | 8. apr. '15, kl: 18:38:42 | Svara | Fyrri færsla | Meðganga | 0

Það eru ekki allir sem upplifa það þannig...og EF viðkomandi er með tremma vegna kynferðisofbeldis td er ekkert víst að þetta sé betri upplifun þó hún geti verið mjög góð fyrir marga...  alveg eins og fæðing fyri rmér er dásamleg upplifun en veldur þessari manneskju td kvíða.

strákamamman;)

Helgust | 8. apr. '15, kl: 20:01:53 | Svara | Fyrri færsla | Meðganga | 2

Er bara að benda þér á að skoðanir þínar sem koma að keisaraskurði eru rosalega miklar og litaðar, ég veit ekki afhverju.


Þú hefur oft talað um þetta við mig persónulega sem kviðristingu, sorg ofl en þar sem þú hefur ekki uppilfað þetta sjálf þá finnst mér þú nota svolítið stór orð :)





Tipzy | 8. apr. '15, kl: 21:50:47 | Svara | Fyrri færsla | Meðganga | 1

Sorg? Er verið að gera keisaramömmum upp sorg yfir að hafa ekki fætt hinsegin? Ekki finn ég fyrir sorg útaf mínum keisurum, eina mögulega sorgin sem ég hef fundið fyrir tengt þeim var að missa af fæðingu stráksins því ég var svæfð og sá hann fyrst þrifinn og fullklæddan nokkrum klst seinna þegar ég svo loks vaknaði aftur. Hefði ég verið vakandi í honum hefði það verið allt annað. Hvað varðar kviðristur þá er nú keisari ekki alveg svo skelfilegur, maður liggur á skurðbekknum og sér ekki rassgat nema tjald né finnur svona yfirleitt. Allt voða chillað og næs, amk þegar hann er planaður. Og já hreint og fínt, engir slashermovie tilburðir eða horror eins og sum amerísk youtube videoin og myndir sýna

...................................................................

kisasegirmja | 23. jan. '15, kl: 19:43:15 | Svara | Meðganga | 0

Takk fyrir svörin :) Ég er mest hrædd við þessi inngrip, s.s. ef það rifnar, er klippt, þarf stangir, sogklukku og það allt.

ilmbjörk | 23. jan. '15, kl: 20:04:19 | Svara | Fyrri færsla | Meðganga | 0

við hvað ertu hrædd? Það eru engin óþarfa inngrip.. þegar ég fæddi barnið mitt þá einmitt var ég að vonast eftir frábærri fæðingu, engum inngripum.. en svo eftir marga klukktíma af rembingi þá var mér svo slétt sama hvað var gert við mig, ég vildi bara fá barnið heilt í heiminn. Ég endaði svo í bráðakeisara og var bara sátt við það, því barnið kom út!

strákamamma | 23. jan. '15, kl: 20:33:13 | Svara | Fyrri færsla | Meðganga | 0

það eru mestar líkur á því að eiga algerlega inngripalausa fæðingu....lang lang lang lang flestar konur eiga þannig fæðingu.   Ég er búin að fæða 4 börn....  það eina sem ég sé eftir er að hafa fengið mænudeyfingu í fyrsta skiptið þar sem það olli fleiri inngripum (samt ekkert eins og að vera klippt eða neitt þannig rosa)




Átti hina strákana mína 3 bara í rólegheitum og alveg fullviss um það að líkaminn hefði stjórn á þessu og EKKI í liggjandi stöðu, heldur upprétt...  breytti öllu og hefði getað hjólað heim frá fæðingardeildinni án vandræða.    


Lang flestar fæðingar ganga mjög vel, eru stórskemmtilegar og alveg mögnuð upplifun, við heyrum bara meira af hinum

strákamamman;)

trilla77 | 5. mar. '15, kl: 09:35:55 | Svara | Fyrri færsla | Meðganga | 1

Hæ,
mig langaði bara að segja að ég hef alltaf verið rosalega hrædd við inngrip en nú síðast í fæðingu þá gekk bara mjög illa og það þurfti að klippa, eitthvað sem ég var að deyja yfir þegar það var sagt við mig en það var svo bara ekkert mál.
Mín reynsla er sú að þegar maður er kominn í ferlið sjálft þá verður allt þetta inngripadæmi og ótti sem maður hefur við það bara partur af prógramminu.


Ég mæli með að þú ræðir þetta við ljósuna þína og fáir upplýsingar um hvort það sé eitthvað sem gæti verið hjálplegt til að tækla þennan ótta

akali | 23. jan. '15, kl: 21:06:55 | Svara | Meðganga | 0

Eg atti yndislega fæðingu þegar eg atti tvíburana mina og það þurfti ekkert inngrip þrátt fyrir að b-ið mitt var sitjandi og óska þess að fa svona yndislega fæðingu næst rifnaði litið sem ekkert og var orðin goð eftir viku :)

love and passion | 23. jan. '15, kl: 21:17:26 | Svara | Meðganga | 0

Konur sem hafa byggt upp mikinn kvíða varðandi meðgöngu eða fæðingu geta fengið val um keisara ef bréf frá sálfræðingi fylgir með. Ég veit um eina sem hafði seinkað barneignum lengi vegna þessa og þurfti ekki bréf. Svo það er ekki algilt en það hefur styrkt stöðu margra og oft hjálpað þessu í gegn. Sumar konur ná svo að vinna úr kvíðanum fyrir næstu fæðingu en þetta ætti ekki að vera mál.

Alfa78 | 24. jan. '15, kl: 08:04:10 | Svara | Meðganga | 2

Þú ert hrædd við inngrip en vilt fara í keisara?
Þú gerir þér ss enga grein fyrir hvað það er stór aðgerð!
Ég hef upplifað bæði og ég myndi mun frekar velja vagna fæðingu með inngripi og td að vera klippt eða rifna upp að vissu marki frekar en keisars

ilmbjörk | 24. jan. '15, kl: 10:08:41 | Svara | Fyrri færsla | Meðganga | 1

Alveg sammála. Þótt ég sé afskaplega þakklát fyrir keisarann minn, þá hefði ég svo mikið vilja geta fætt hann vaginal.. 

chiccolino | 24. jan. '15, kl: 18:03:54 | Svara | Fyrri færsla | Meðganga | 4

Hef líka upplifað bæði og myndi aldrei velja vaginal fæðinguna, svona erum við misjafnar

magzterinn | 2. mar. '15, kl: 21:37:14 | Svara | Fyrri færsla | Meðganga | 1

Það geta alveg verið ástæður fyrir því að konum þykji keisaraskurður skárri kostur ef að þær eiga erfiða reynslu að baki eins og mér heyrist hún gera. En það er mikilvægt að ræða þetta við ljósmóður og fá viðeigandi aðstoð og ég mæli með því kisasegirmja   að þú gerir það. Það er hægt að vinna með þessa líðan og hjálpa þér :) 

~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~
Mehh

fruin83 | 24. jan. '15, kl: 13:35:59 | Svara | Meðganga | 0

Myndi ræða við ljósmóðir um þetta hún getur ráðlagt þér.. Fæðing er alls ekki slæm og uðvitað best ef konan er ekki stressuð og með slæmt hugafar í fæðingunni þessvegna mæli ég með að tala við ljósmóður, eru til alls konar námskeið og annað sem hjálpa konum fyrir fæðingu.

GuðnýH | 26. jan. '15, kl: 13:48:57 | Svara | Meðganga | 0

Það er ekki mjög líklegt að þú fáir skipulagðann keisara ef að þú hefur ekki slæma fæðingarreynslu að baki enn það má alltaf reyna. En ef að það gengur ekki upp þá mæli ég með því að þú fáir þér doulu til að hjálpa þér við fæðinguna :)

Ice1986 | 5. mar. '15, kl: 14:46:30 | Svara | Meðganga | 1

Talaðu við ljósuna þína. Mæðravernd á Íslandi er algjörlega til fyrirmyndar. Ég er með kvíða og var strax sett í mjög flott prógramm hjá meðferðarmiðstöð foreldra og barna. Fer þar í djúpslökun og viðtalstíma til að undirbúa mig undir fæðingu - allt frítt. 
Það virkar mjög vel. Ég er mun rólegri með þetta. 


Alls ekki treysta á að þú fáir að fara í keisara. Fáðu að fara í kvíðameðferð og þær geta þá tekið á því með þér ef það er ekki að virka þegar fæðing nálgast. 

Nola | 5. mar. '15, kl: 19:32:35 | Svara | Meðganga | 1

Er bùin að prófa fæðingu og keisara og keisarinn var MIKIÐ meira mál. Kannski auðveldari í framkvæmd en mikið lengri og erfiðari bati!

kisasegirmja | 10. mar. '15, kl: 08:00:51 | Svara | Meðganga | 0

Takk allar saman. Mjög gott að heyra frá ykkur og gott að vita af þessari kvíðameðferð.

kisurófa | 9. apr. '15, kl: 10:51:22 | Svara | Meðganga | 0

Ég fékk ekki undantekningu þrátt fyrir erfiða fyrri fæðingu

Fyrirsögn Nafn Dagur Uppfært
kvennsi flokid 10.10.2006 28.3.2024 | 07:57
Meðgönguhópar? asadrottning4 15.2.2024
Búa inni á foreldrum með nýfætt barn Kosy Kisan 29.8.2023 15.2.2024 | 04:03
magaspeglun á meðgöngu? jallo 24.11.2008 26.1.2024 | 10:33
JANÚAR 2023 bumbuhópur❤️ Kitt Kat 25.5.2022 2.10.2023 | 18:32
Rifbeinsbrot á meðgöngu Flöffy 6.1.2005 29.9.2023 | 07:06
Hópar fyrir ófrjósemi/Erfiðleika að geta barn lemonsherbert 16.7.2020 20.9.2023 | 02:52
Desember 2022? Villa3 19.4.2022 25.8.2023 | 04:42
Nafnalisti?? momsí 17.8.2011 18.8.2023 | 20:32
Hreiðurblæðing ímyndun 4.2.2008 17.7.2023 | 03:43
Desemberbumbur 2023??? bull123bull 2.4.2023 4.7.2023 | 02:10
Maíbumbur 2022 Erla89 5.10.2021 22.6.2023 | 04:27
Eggjarauður sumarást 28.11.2012 22.6.2023 | 03:26
Maíbumbur 2021 eplii 23.9.2020 5.4.2023 | 09:04
Maibumbur????? NalaMax 24.9.2005 5.4.2023 | 09:02
Maíbumbur!! MissWorld75 10.3.2005 29.3.2023 | 18:37
Ágústbumbur 2023 runa20 21.12.2022 29.3.2023 | 18:33
google helsenki 22.2.2023
ótillitssamur yfirmaður happytime 26.2.2009 8.2.2023 | 17:48
Júní bumbur 2023 Birth 18.10.2022 20.12.2022 | 07:29
Maíbumbur !! centrino 15.5.2006 11.10.2022 | 01:59
Maíbumbur 2023 frettir 3.10.2022 9.10.2022 | 16:51
Nóvemberbumur 2022 birgittafjola 22.3.2022 7.10.2022 | 02:28
Magaspeglun á meðgöngu? obbossí 11.1.2008 12.9.2022 | 07:29
tvíburar, hvenar uppgötvaðist? Myslalitla 21.2.2012 13.8.2022 | 09:47
Hvenær er hægt að greina tvíbura tomasina3 27.5.2009 13.8.2022 | 09:44
Fylgjupæling Rust 2.5.2022 7.7.2022 | 10:03
Sorbitol seint á meðgöngu Ofurkindin 8.10.2008 28.6.2022 | 18:14
Sjúkraþjálfari vegna hnémeiðsla seo 16.11.2020 18.5.2022 | 07:39
Septembermömmur 2022 Mimimosa 24.1.2022 19.4.2022 | 13:20
Snemmsónar allian 17.11.2021
Júníbumbur 2022 Vilborg8 2.10.2021
Apríl 2021 Apríl21 9.8.2020 7.9.2021 | 05:40
Marsbumbur 2022 mussla 13.7.2021 5.8.2021 | 18:28
Janúarbumbur 2022 appelsínatalandi 24.5.2021 3.6.2021 | 19:54
Desember bumbur 2021 Bumba2021 25.4.2021 28.4.2021 | 18:23
Nóvemberbumbur 2021 gauja123 5.4.2021
Októberbumbur 2021 sukkuladiast 7.2.2021 16.3.2021 | 21:31
langaði að deila þessu fallega myndbandi:-) mjasa13 17.10.2012 26.1.2021 | 11:38
Desember 2020 Cs1914 5.4.2020 10.12.2020 | 08:47
Júníbumbur 2021 Mjaaaalm 3.10.2020 9.12.2020 | 14:55
Ágústbumbur?????? gitarstelpa 26.11.2020 29.11.2020 | 11:37
Meðgöngu eitrun !!ATH!! bananananana 27.8.2020 11.10.2020 | 18:01
Maxi cosi lila XP Hanna95 29.9.2020
Aprílbumbur 2021 facebook hópur Apríl21 10.8.2020 1.9.2020 | 09:03
FebrúarBumbur 2021 viktoriaa95 5.6.2020 13.8.2020 | 15:48
Janúarbumbur 2021 beeeebe 26.5.2020 23.7.2020 | 12:15
Marsbumbur 2021 Vilborg8 8.7.2020 9.7.2020 | 14:43
Viltu selja nýru þína? Elviswhyte 13.8.2019 20.6.2020 | 08:57
fyrir ykkur sem eigið svipaðan barnsföður.... *BlueLight* 15.6.2020 15.6.2020 | 13:11
Síða 1 af 8012 síðum
 

Umræðustjórar: Hr Tölva, annarut123, paulobrien, Guddie, Paul O'Brien, tinnzy123, Kristler, Bland.is