Kerrupokar... hvernig?

soleodd | 12. ágú. '16, kl: 18:01:54 | 186 | Svara | Er.is | 0

Hæhæ,

Sonur minn fékk þennan líka fína "Ticket to heaven" kerrupoka í skírnargjöf en við erum frekar lost varðandi hvort sú tegund henti en ég las hér á Bland að hann væri jafnvel alltof hlýr.
Ég er ekki alveg að fatta hvernig þetta fyrirbæri virkar og jafnvel hvort við þurfum yfirhöfuð á þessu að halda því hann fékk líka tvo 66°N primaloft heilgalla. Eruð þið að nota kerrupoka mikið? Sá líka hjá 66°N annan poka sem er með e-r götum aftan á sem gæti hentað betur en það væri best að fá poka sem passar í báðar græjur en við erum með Emmaljunga vagn og Quinny Buzz kerru. Er einhver hérna sem getur ráðlagt mér hvað væri sniðugt að gera? Og annað, fer þetta utanyfir kerruna eða hvernig virkar þetta eiginlega?

Kveðja,
Nýbökuð og Clueless

 

Salvelinus | 12. ágú. '16, kl: 19:23:09 | Svara | Er.is | 0

Barnið liggur í þessu, eins og svefnpoka. Algjört must á veturna allavega, var með mitt barn í gærupoka í vetur en er búin að fá mér 66 pokann fyrir næsta vetur. Hef ekkert notað í sumar fyrr en núna nýlega í kerruna, þá annan þynnri Quinny poka.

soleodd | 12. ágú. '16, kl: 19:57:00 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Takk :)

Salvelinus | 12. ágú. '16, kl: 20:17:29 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

En það er mjög sniðugt að fá poka með götum því barnið mun þurfa að vera beislað þegar það getur farið að snúa sér og setjast upp sjálft.

ÓRÍ73 | 12. ágú. '16, kl: 21:05:48 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

best að beisla frá byrjun, vagninn getur runnið eða eitthvað annað, mælt með þvi að beisla strax. 

Salvelinus | 13. ágú. '16, kl: 07:25:45 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já reyndar, líka gott að venja þau við áður en þau fara að mótmæla :)

kria123 | 13. ágú. '16, kl: 08:34:00 | Svara | Er.is | 0

Aldrei notað þetta. Er með gærupoka í vagninum og teppi. (sæng fyrsta veturinn) Minn verður bara í hlýjum útigalla i vetur ef við förum eitthvað út.
Er einmitt með Quinny Buzz kerru.

Passaðu þig að "algjört must" er mjööög mismunandi milli foreldra. Ef þú kaupir allt sem margir skilgreina sem algjör möst þá áttu eftir að drukkna í barnadóti. Bara finna hvað hentar ykkur.

alboa | 13. ágú. '16, kl: 09:24:36 | Svara | Er.is | 1

Ég var með poka frá Tjaldborg á Hellu. Mjög góður poki og langur svo hann dugði lengi.

kv. alboa

litlaF | 13. ágú. '16, kl: 09:35:52 | Svara | Er.is | 0

Ég fékk 66 poka lánaðan með fyrsta barn og fannst hann svo æðislegur að ég keypti alveg eins fyrir næsta.
Ég nota þetta nánast allan ársins hring, nema kannski á heitustu dögunum. En t.d. eins og veðrið er núna hef ég sett snúlluna bara í venjulegum fötum með húfu beint í pokann í vagninum og henni líður dásamlega þannig. Strákurinn var yfirleitt bara í ullarnærfötum með húfu á veturna, henti honum í aukapeysu og sokka ef mér fannst mjög kalt úti. Fyrir mér er þetta algjört möst, pokinn er bara í vagninum og ég þarf ekkert að spá í sængum eða teppum.

Hedwig | 13. ágú. '16, kl: 18:33:05 | Svara | Er.is | 0

Kerrupoki er sem sé svefnpoki og mín var bara í þunnri ullarsamfellu og buxum í sokkum og með húfu um hávetur 2-3 mánaða (í göngutúrum og svona). Á rosa góðan dúnpoka og fékk svo afnot af 66 poka sem er þægilegri en sá sem ég var með þegar hún er orðin stærri. Ég er að nota þennan 66 poka sem er dúnpoki núna í sumar líka. Hún er bara í sokkabuxum og langerma samfellu eða ullarpeysu þar sem hún vill ekkert hafa efri búkinn of mikið ofaní og henni er alls ekkert of heitt.

Bara muna að klæða þau létt (og helst ull ) ofaní svona hlýja poka og alls ekki í kuldagalla eða álíka þar sem hann einangrar og þá gerir kerrupokinn ekkert gagn. Svona eins og við myndum ekki fara í kuldagalla ofaní svefnpoka heldur er best að vera annaðhvort hálfber eða í þunnum fötum til að nota einangrunina í pokanum sem best.

soleodd | 17. ágú. '16, kl: 09:53:20 | Svara | Er.is | 0

Takk fyrir svörin :)!

elinnet | 17. ágú. '16, kl: 11:43:24 | Svara | Er.is | 0

Hef bara átt Voksi pose, og finnst þeir algjör snilld. Þeir kosta bara frekar mikið og fást ekki lengur á Íslandi

Fyrirsögn Nafn Dagur Uppfært
Hvar er hægt að kaupa hákarl? cartman 29.6.2011 9.1.2024 | 08:54
Nýr forseti Íslands verður auðvitað Katrín Jakobsdóttir jaðraka 2.1.2024 8.1.2024 | 19:50
Putin eins og rotta króuuð útí horn. _Svartbakur 11.10.2022 8.1.2024 | 13:09
Vantar smá hjálp... krili76 29.10.2008 8.1.2024 | 07:56
Er góður Rolfer hér á Íslandi? atv2000 5.1.2024
Kostnaður við dagforeldri eftir bæjarfélögum? 15marlei 5.1.2024
Hvað eru þið að borga i bifreiðagjald a husbil kolmar 4.1.2024
Ukraine alex21321 27.11.2023 3.1.2024 | 21:46
OCD aleidheim 28.10.2011 3.1.2024 | 08:40
draumur lólómó 17.10.2005 3.1.2024 | 01:27
Vegna jólagjafir akvosum 3.12.2023 2.1.2024 | 11:40
Einkaskólar Púkalú 1.9.2009 1.1.2024 | 08:44
Saumlausar(seamless) sokkabuxur unadis99 30.12.2023
Aldursbil í samböndum Throwaway2920 25.11.2023 30.12.2023 | 09:55
Hælisleitendur ofl reyna að taka Alþingi í gíslingu ? Hver leyfir að tjalda á Austurvelli ? jaðraka 29.12.2023 30.12.2023 | 00:24
er megastore hætt eða flutt? ny1 11.10.2016 29.12.2023 | 03:02
Dachshund KuTTer 20.7.2009 28.12.2023 | 12:40
UMRÆÐA ???? sælll1 1.6.2007 28.12.2023 | 10:56
Lyf notað í heilbrigðisgeiranum sem hefur áhrif á skammtímaminnið Kalishi 2.7.2014 28.12.2023 | 09:43
Bílasölur agustab 25.4.2004 28.12.2023 | 00:11
Búa á Selfossi Lovlyrose75 27.11.2023 27.12.2023 | 23:57
Plaströr sem verður til úr sjó-laxeldunum hér á landi KolbeinnUngi 27.12.2023
Nýja vínbúðin Inngangur 24.11.2021 27.12.2023 | 22:35
Aumingjavæðingin heldur áfram _Svartbakur 27.12.2023
Endajaxlar Sardína 25.3.2011 27.12.2023 | 13:34
Lögreglan að mæla black_star 26.12.2023 27.12.2023 | 01:29
Death at a funeral.... icyspicy 24.1.2008 25.12.2023 | 12:39
aroma therapy maur 27.1.2005 25.12.2023 | 12:37
Íslensku vigtarráðgjafarnir maíbumba 4.6.2012 25.12.2023 | 07:51
Málarar mugg 19.11.2023 25.12.2023 | 03:06
Dagatöl bankarnir henrysson 23.12.2023 23.12.2023 | 21:33
Eldgos á Reykjanesskaga og vara flugvöllur í Reykjavík. jaðraka 23.12.2023
Staðgöngumóðir PolyCatzz 23.12.2023
Reykjavík Sterling silfur armband Dagnybirg 21.12.2023
Hár og litun heimaþjónusta Madurinn00 19.12.2023
Hangikjöt hdfatboy 10.12.2023 17.12.2023 | 23:32
húðsjúkdómalæknir Aura Pain 16.12.2023 17.12.2023 | 23:30
Herbergi til leigu DB.art 16.12.2023
INNA sboh 13.11.2012 13.12.2023 | 18:54
Rafhleðslustöðvar Dísar 11.12.2023 12.12.2023 | 10:22
Heimta að lífeyrissjóðir breyti stefnu og styrki ýmislegt sem reglur sjóðsins leyfa ekki jaðraka 11.12.2023
Skólp skessa60 18.5.2018 11.12.2023 | 09:22
Perluprjón í staðinn fyrir stroff í hálsmál ! brussann 7.5.2010 9.12.2023 | 09:22
Perluprjón fram og tilbaka fancy pants 10.11.2012 9.12.2023 | 09:20
Katrín Jakobsdóttir væri frábær formaður Sjálfstæðisflokksins jaðraka 8.12.2023 8.12.2023 | 13:49
fallegt ljóð/texti í fermingarkort... hvellur 27.3.2010 7.12.2023 | 22:20
Er einhver að flosa. Lydía 24.2.2009 7.12.2023 | 22:19
Vöðvakippir Kakóland 27.11.2013 7.12.2023 | 14:32
Vmst dvdrom 21.1.2012 7.12.2023 | 13:36
FEÐRADAGURINN blómsturbarn 12.11.2006 6.12.2023 | 02:50
Síða 5 af 47917 síðum
 

Umræðustjórar: annarut123, paulobrien, Guddie, Hr Tölva, tinnzy123, Kristler, Bland.is, Paul O'Brien