Kisuvandamál - Felis! HJÁLP!

Helvítis | 18. júl. '15, kl: 20:07:38 | 520 | Svara | Er.is | 0

Ég keypti nýtt fóður fyrir kisuna mína í gær, heilan átta kg poka, og nú hefur maturinn staðið í dallinum síðan í morgun og hún ekki snert á honum, vill ekki sjá hann.

Hún vælir bara og vælir og ég er næstum farin að grenja hérna því ég veit að hún er rosalega svöng. Ég hef aldrei gert þetta áður, þ.e.a.s. skipt um fóður svona allt í einu hjá nokkru dýri sem ég hef átt, svo ég hef bara enga reynslu í þessu.

Felis, ef þú rekst á þetta, átu þínir þetta bara strax, eða fúlsuðu þeir við þessu til að byrja með?
Það virðist vera að mín vilji frekar svelta sig en að borða þetta.



 

_______________________________________________
Snjóflóð..

https://scontent-lhr3-1.xx.fbcdn.net/hphotos-xtf1/v/t1.0-9/11846777_10153647360716435_3445424888195937400_n.jpg?oh=0c986fd0aeb2bbc7e985842e4230f20e&oe=567F6BFB

Felis | 18. júl. '15, kl: 20:09:42 | Svara | Er.is | 0

Mínir borðuðu þetta strax, þeir borða bara aðeins minna af þessu en því sem þeir voru á.

___________________
“Why do people say 'grow some balls'? Balls are weak and sensitive. If you wanna be tough, grow a vagina. Those things can take a pounding.”
― Betty White

Helvítis | 18. júl. '15, kl: 20:12:53 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Úff, hún gerir ekkert nema að væla.

Ég er farin að hafa áhyggjur. :(

_______________________________________________
Snjóflóð..

https://scontent-lhr3-1.xx.fbcdn.net/hphotos-xtf1/v/t1.0-9/11846777_10153647360716435_3445424888195937400_n.jpg?oh=0c986fd0aeb2bbc7e985842e4230f20e&oe=567F6BFB

DarKhaireDwomAn | 19. júl. '15, kl: 12:02:32 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

hún þolir alveg að verða svöng, hún borðar þegar hún verður virkilega svöng, hún er bara að reyna á þolinmæðina hjá þér. 

Helvítis | 19. júl. '15, kl: 17:37:42 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Haha já ég vona það, hún er helvíti þrjósk stelpan.

_______________________________________________
Snjóflóð..

https://scontent-lhr3-1.xx.fbcdn.net/hphotos-xtf1/v/t1.0-9/11846777_10153647360716435_3445424888195937400_n.jpg?oh=0c986fd0aeb2bbc7e985842e4230f20e&oe=567F6BFB

Helvítis | 18. júl. '15, kl: 20:22:34 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

HAHA!

Um leið og ég var farin að hafa svaaaaakalegar áhyggjur, byrjar hún að narta, henni finnst þetta samt ekkert gott, en þarf að borða.

Hugsa að ég kaupi aðra tegund til að blanda með þessari og fæ svo prufur næst, djöfuls matvandlendingur!

_______________________________________________
Snjóflóð..

https://scontent-lhr3-1.xx.fbcdn.net/hphotos-xtf1/v/t1.0-9/11846777_10153647360716435_3445424888195937400_n.jpg?oh=0c986fd0aeb2bbc7e985842e4230f20e&oe=567F6BFB

Helvítis | 18. júl. '15, kl: 20:23:35 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

En það var samt bara eftir að ég blandaði hluta af gamla kattamatnum út í, og hún nartaði í ca. eina mínútu og fékk ábyggilega ekki mikið í kroppinn. :(

_______________________________________________
Snjóflóð..

https://scontent-lhr3-1.xx.fbcdn.net/hphotos-xtf1/v/t1.0-9/11846777_10153647360716435_3445424888195937400_n.jpg?oh=0c986fd0aeb2bbc7e985842e4230f20e&oe=567F6BFB

Heiðlóan ♫♬♪ ♩ | 18. júl. '15, kl: 20:24:31 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Borða ekki ljón á bara 3 daga fresti eða eitthvað? Hún hefur þetta alveg af ;)

---------
Er með lítið notaðan fetal doppler til sölu

♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩

Helvítis | 18. júl. '15, kl: 20:26:24 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Æ, en hún er svo grönn i forvejen, kisumömmueðlið alveg að kikka inn hérna og nánast að bresta og gefa henni blautmat.

En það er reyndar helgi, svo hún fær blautmat, en ég vil bara að hún smakki þetta fyrst, annars hakkar hún bara laugardagsdinnerinn í sig og heldur áfram að svelta sig. :(

_______________________________________________
Snjóflóð..

https://scontent-lhr3-1.xx.fbcdn.net/hphotos-xtf1/v/t1.0-9/11846777_10153647360716435_3445424888195937400_n.jpg?oh=0c986fd0aeb2bbc7e985842e4230f20e&oe=567F6BFB

Heiðlóan ♫♬♪ ♩ | 18. júl. '15, kl: 20:35:49 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Kettir sem lokast inni drekka eigið hland þegar þeir eru orðnir hættulega þyrstir... annars týpískt af þessum kattarskrípum að éta ekki eitthvað glænýtt og rándýrt í einhverri þrjósku!

---------
Er með lítið notaðan fetal doppler til sölu

♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩

Helvítis | 18. júl. '15, kl: 20:37:08 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Úff já, hún er brjálæðislega þrjósk!

Þessi tegund er reyndar þekkt fyrir það, en kræst, þessi hérna er fer alveg í öfga!

Lenti aldrei í þessu með hin tvö sömu tegundar. :)

_______________________________________________
Snjóflóð..

https://scontent-lhr3-1.xx.fbcdn.net/hphotos-xtf1/v/t1.0-9/11846777_10153647360716435_3445424888195937400_n.jpg?oh=0c986fd0aeb2bbc7e985842e4230f20e&oe=567F6BFB

nefnilega | 18. júl. '15, kl: 22:35:43 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hljómar einsog börnin mín.

Helvítis | 18. júl. '15, kl: 22:45:08 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég ætla aldrei að eignast börn!

_______________________________________________
Snjóflóð..

https://scontent-lhr3-1.xx.fbcdn.net/hphotos-xtf1/v/t1.0-9/11846777_10153647360716435_3445424888195937400_n.jpg?oh=0c986fd0aeb2bbc7e985842e4230f20e&oe=567F6BFB

Helvítis | 18. júl. '15, kl: 22:45:35 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Verð bara svona kreisí kattakeddlíng!

_______________________________________________
Snjóflóð..

https://scontent-lhr3-1.xx.fbcdn.net/hphotos-xtf1/v/t1.0-9/11846777_10153647360716435_3445424888195937400_n.jpg?oh=0c986fd0aeb2bbc7e985842e4230f20e&oe=567F6BFB

Helvítis | 18. júl. '15, kl: 22:49:47 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Eitthvað svona sko:

http://weknowmemes.com/wp-content/uploads/2013/05/hi-we-understand-you-are-not-married.jpg

Nema ég er nottla fráskilin bitur keddlíng í ofanálag.

_______________________________________________
Snjóflóð..

https://scontent-lhr3-1.xx.fbcdn.net/hphotos-xtf1/v/t1.0-9/11846777_10153647360716435_3445424888195937400_n.jpg?oh=0c986fd0aeb2bbc7e985842e4230f20e&oe=567F6BFB

nefnilega | 18. júl. '15, kl: 23:11:34 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þú ert orðin svoleiðis!

musamamma | 19. júl. '15, kl: 11:11:27 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Rustikus drekkur bara rennandi vatn, skiptir ekki máli þó ég setji nýtt vatn í skál eða bolla meðan hann horfir á, hann snertir það ekki heldur vælir um að ég skrúfi frá krananum eða sturtunni. Kemur stundum inn í sturtu með mér.


musamamma

Helvítis | 19. júl. '15, kl: 17:35:14 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Oh, hann er svo fallegur!

_______________________________________________
Snjóflóð..

https://scontent-lhr3-1.xx.fbcdn.net/hphotos-xtf1/v/t1.0-9/11846777_10153647360716435_3445424888195937400_n.jpg?oh=0c986fd0aeb2bbc7e985842e4230f20e&oe=567F6BFB

musamamma | 19. júl. '15, kl: 20:17:36 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Hann er kominn með kisubumbu og aðeins minna brjálaður. Getur sofið milli mín og Ásu heila nótt án þess að reyna að slátra okkur.


musamamma

Helvítis | 19. júl. '15, kl: 20:27:00 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Vissi, bara vissi, að þetta kæmi á endanum!

Hann er ofsalega tignarlegur og flottur kisi! :)

_______________________________________________
Snjóflóð..

https://scontent-lhr3-1.xx.fbcdn.net/hphotos-xtf1/v/t1.0-9/11846777_10153647360716435_3445424888195937400_n.jpg?oh=0c986fd0aeb2bbc7e985842e4230f20e&oe=567F6BFB

DarKhaireDwomAn | 19. júl. '15, kl: 12:03:16 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

´Hvernig köttur er þetta ?

DarKhaireDwomAn | 20. júl. '15, kl: 08:21:15 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

æji er verið að rækta þá eitthvað hér á landi  ? hélt að stofninn væri orðinn útdauður

Helvítis | 20. júl. '15, kl: 16:46:42 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það má eiginlega segja það.

Vantar allavega nýtt blóð í hann og mjög erfitt að fá þá.

_______________________________________________
Snjóflóð..

https://scontent-lhr3-1.xx.fbcdn.net/hphotos-xtf1/v/t1.0-9/11846777_10153647360716435_3445424888195937400_n.jpg?oh=0c986fd0aeb2bbc7e985842e4230f20e&oe=567F6BFB

Silaqui | 18. júl. '15, kl: 21:19:51 | Svara | Er.is | 1

Ég sé að hún er byrjuð að éta en, kettir, hundar og börn svelta sig ekki til dauðs ef það er matur í boði. Svo hafðu ekki áhyggjur, nema auðvitað það sé eitthvað meira að kettinum en bara venjuleg þrjóska. Hún hinsvegar lærir fljótt ef þú dextrar hana að það dugi bara að kvarta og bera sig illa og þá birtist eitthvað betra.
Svo hertu hjarta þitt og gefðu ekki eftir (að því gefnu að kötturinn er heilbrigður. Ef þú efast um það er dýralæknir auðvitað besta ráðið). Hún mun borða matinn á endanum. Kettir þola alveg nokkra daga án matar, jafnvel þessir grönnu.

Helvítis | 18. júl. '15, kl: 21:24:49 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já, ég hef verið kattaeigandi mestmegnis alla mína ævi, svo að ég fell ekki fyrir trixunum, en þetta er bara mjög óvenjulegt.

Hún nartaði í smástund, en vék fljótt frá og hefur ekki nartað síðan, hugsa að hún hafi kannski étið einn munnbita.

Hún er heilbrigð og ég er einmitt að bíða eftir því að hún fari loksins að gefa sig og éta matinn, því enginn köttur sveltir sig ef matur er í boði, sama hversu vondur hann er.

Verst að sitja uppi með átta kíló af mat sem ég vil ekki þurfa að gefa henni.

_______________________________________________
Snjóflóð..

https://scontent-lhr3-1.xx.fbcdn.net/hphotos-xtf1/v/t1.0-9/11846777_10153647360716435_3445424888195937400_n.jpg?oh=0c986fd0aeb2bbc7e985842e4230f20e&oe=567F6BFB

Silaqui | 18. júl. '15, kl: 21:30:54 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já, átta kíló er dálítið mikið til að henda. Það er vonandi hægt að selja restina ef hún verður enn fúl með þetta eftir viku.
Þetta er greinilega ákveðin týpa, þessi læða en einn sólarhringur er ekkert voðalega langur tími. Nema auðvitað þegar maður þarf að hlusta á kvart og kvein yfir því hvað maður sé leiðinlegur.

Helvítis | 18. júl. '15, kl: 21:33:45 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já nei, myndi aldrei henda, færi með þetta í Kattholt eða hinn staðinn sem ég man ekki í augnablikinu hvað heitir.

Haha já, hún er vægast sagt frekar ákveðin týpa, en kannski hún komi til. :)

Kannski er hún eins og ég, tekur illa við stórvægilegum breytingum.

_______________________________________________
Snjóflóð..

https://scontent-lhr3-1.xx.fbcdn.net/hphotos-xtf1/v/t1.0-9/11846777_10153647360716435_3445424888195937400_n.jpg?oh=0c986fd0aeb2bbc7e985842e4230f20e&oe=567F6BFB

Silaqui | 18. júl. '15, kl: 21:37:21 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Haha, þið eruð ekki þær einu sem eru þannig. Ég skil hana alveg, sumir hlutir eiga bara að vera fyrirsjáanlegir ;)
Annars er besta við þessi gæludýr okkar hvað þau eru mismunandi persónuleikar eins og við.

Helvítis | 18. júl. '15, kl: 21:40:35 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hahaha já, ég skil hana einmitt rosalega vel, og hún kann svo innilega vel á mig að það er ekki fyndið! ;)

Ég er að reyna að vera voða hörð og láta ekki undan, en það gengur ekki svo vel, ég varð svo svag eftir að ég missti hinar ástirnar mínar. :(

_______________________________________________
Snjóflóð..

https://scontent-lhr3-1.xx.fbcdn.net/hphotos-xtf1/v/t1.0-9/11846777_10153647360716435_3445424888195937400_n.jpg?oh=0c986fd0aeb2bbc7e985842e4230f20e&oe=567F6BFB

Felis | 18. júl. '15, kl: 23:00:33 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það er held èg hægt að skila hjá gæludýr.is ef þetta gengur ekki... Held ég

___________________
“Why do people say 'grow some balls'? Balls are weak and sensitive. If you wanna be tough, grow a vagina. Those things can take a pounding.”
― Betty White

Helvítis | 18. júl. '15, kl: 23:02:33 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Heldurðu það?

Ég er náttúrulega búin að opna pokann og alles.. :(

_______________________________________________
Snjóflóð..

https://scontent-lhr3-1.xx.fbcdn.net/hphotos-xtf1/v/t1.0-9/11846777_10153647360716435_3445424888195937400_n.jpg?oh=0c986fd0aeb2bbc7e985842e4230f20e&oe=567F6BFB

VanillaA | 18. júl. '15, kl: 22:57:15 | Svara | Er.is | 0

Ég hef bara einu sinni skipt um tegund hjá mínum. Byrjaði á að setja smá útá gamla matinn og svo alltaf meira og meira þar til þau voru eingöngu með nýja matinn. Það gekk fínt svoleiðis, en tók að vísu smá tíma. En ég á líka þrjóskustu læðu veraldar, kæmi það hreint ekkert á óvart að hún myndi svelta sig í einhverja daga.

Helvítis | 18. júl. '15, kl: 22:59:31 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já, ég ætla bara að líta í hina áttina og fella tár yfir þessu svo hún sjái ekki til, hún skal bara éta þetta, það er bara þannig.

En mér líður svo illa samt við að vera að gefa henni eitthvað sem henni finnst ekki gott, meina, það er ekki eins og hún hafi val, svo ég ætla að finna eitthvað sem henni finnst gott til að blanda í þangað til þetta er búið og svo kaupa eitthvað annað - og fá prufu áður áður en ég kaupi mörg fokken kíló! ;)

_______________________________________________
Snjóflóð..

https://scontent-lhr3-1.xx.fbcdn.net/hphotos-xtf1/v/t1.0-9/11846777_10153647360716435_3445424888195937400_n.jpg?oh=0c986fd0aeb2bbc7e985842e4230f20e&oe=567F6BFB

VanillaA | 18. júl. '15, kl: 23:10:45 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já, ég fór einmitt aftur í Royal Canin eftir einhvern tíma. Það var svo greinilegt að minni fannst nýji maturinn ekkert sérstaklega góður.

Helvítis | 18. júl. '15, kl: 23:24:25 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já, ég er bara að kálast úr pirringi yfir þessu hárlosi hennar!

Ég hef bara aldrei séð annað eins, það er ALLT hvítt! Hef ekki lent í þessu áður, samt átt sömu tegund, sem eru óhjáhvæmilega líka hvítir að miklu leiti og aldrei aldrei aldrei séð neitt þessu líkt, og átti þau í rúman áratug.

_______________________________________________
Snjóflóð..

https://scontent-lhr3-1.xx.fbcdn.net/hphotos-xtf1/v/t1.0-9/11846777_10153647360716435_3445424888195937400_n.jpg?oh=0c986fd0aeb2bbc7e985842e4230f20e&oe=567F6BFB

Helvítis | 18. júl. '15, kl: 23:25:19 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já, gleymdi auðvitað að segja, ég var einmitt með hana á sama fæði og þau, RC fyrir síamsketti.

_______________________________________________
Snjóflóð..

https://scontent-lhr3-1.xx.fbcdn.net/hphotos-xtf1/v/t1.0-9/11846777_10153647360716435_3445424888195937400_n.jpg?oh=0c986fd0aeb2bbc7e985842e4230f20e&oe=567F6BFB

Hedwig | 18. júl. '15, kl: 23:54:40 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ef hún hefur verið á royal canin er þetta eðlilegt. Það er sett eitthvað voða gott bragð sem tekur tíma að venja ketti af. Var með minn á RC fyrst þar sem hann var á því hjá ræktanda. Ætlaði svo að prófa orijen út af magaveseni en hann leit ekki við því. Skipti yfir í hrafæði sem hann borðaði með bestu lyst og þegar hann vildi ekki nýja skammtinn sem ég bjó til (eitthvað öðruvísi en hann var vanur) prófaði ég aftur orijen sem ég átti ennþá og hann borðaði það með bestu lyst og gerir ennþá. Þá var hann líka búinn að afvenjast RC bragðinu.

Helvítis | 18. júl. '15, kl: 23:55:38 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Takk, þetta róar mig aðeins. :)

_______________________________________________
Snjóflóð..

https://scontent-lhr3-1.xx.fbcdn.net/hphotos-xtf1/v/t1.0-9/11846777_10153647360716435_3445424888195937400_n.jpg?oh=0c986fd0aeb2bbc7e985842e4230f20e&oe=567F6BFB

Dalía 1979 | 18. júl. '15, kl: 23:18:04 | Svara | Er.is | 0

gefðu henni þá einhvern mat úr ískápnum hjá þér 

Helvítis | 18. júl. '15, kl: 23:22:51 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ok, þú hefur aldrei átt kött, vonandi ekki allavega.

_______________________________________________
Snjóflóð..

https://scontent-lhr3-1.xx.fbcdn.net/hphotos-xtf1/v/t1.0-9/11846777_10153647360716435_3445424888195937400_n.jpg?oh=0c986fd0aeb2bbc7e985842e4230f20e&oe=567F6BFB

Dalía 1979 | 18. júl. '15, kl: 23:58:30 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

jú hann fær bara heima gerðan mat 

Helvítis | 18. júl. '15, kl: 23:59:52 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Aumingja kötturinn!

Hann deyr úr gallvandamálum fyrr en síðar.

_______________________________________________
Snjóflóð..

https://scontent-lhr3-1.xx.fbcdn.net/hphotos-xtf1/v/t1.0-9/11846777_10153647360716435_3445424888195937400_n.jpg?oh=0c986fd0aeb2bbc7e985842e4230f20e&oe=567F6BFB

Dalía 1979 | 19. júl. '15, kl: 00:25:35 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Er með hund og kött sem fá bara heimagerðann mat hundurinn er 11 ára og er mjög heilsuhraustur kötturinn er 6 ára og i lagi hingað til

krikrikro | 18. júl. '15, kl: 23:54:33 | Svara | Er.is | 0

Það er yfirleitt ekki mælt með að skipta um mat sí svona því kettir fá auðveldlega í magann þannig. Ég skipti alltaf hægt, blanda út í gamla og eyk hlutfallið smám saman, aldrei vesen. Svo geta kettir actually svelt sig með slæmum afleiðingum!
http://pets.thenest.com/cats-starve-themselves-holding-out-different-food-9172.html

Hedwig | 18. júl. '15, kl: 23:57:32 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já kettir nefnilega geta svelt sig ólíkt t.d hundum og þeir fara fljótt að taka af vöðvamassa sem er slæmt.

Best að blanda nýja og gamla saman eða gefa blautmat líka svo hann fái næringu. Oft erfitt að venja af ákveðnum fóðrum vegna fíknar í þau eiginlega.

Helvítis | 18. júl. '15, kl: 23:58:51 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég veit það alveg, þess vegna blandaði ég gamla matnum hennar út í þennan nýja, það var bara svo lítið af honum eftir og ég sá þessa líka frábæru umræðu um hárlos, svo ég pantaði þennan mat innan við kortéri seinna.

Veit alveg að Felis færi ekkert að gefa sínum kisum neitt drasl.

Og plís spare me, ég veit alveg upp á hár hvernig fara á með ketti og hvað þeir þurfa.

Hef líka lent í að kisur sem ég átti voru myrtar á grimmilegan hátt. Svo það er engin furða að ég sé pínu íhaldssöm þegar kemur að þessari.

_______________________________________________
Snjóflóð..

https://scontent-lhr3-1.xx.fbcdn.net/hphotos-xtf1/v/t1.0-9/11846777_10153647360716435_3445424888195937400_n.jpg?oh=0c986fd0aeb2bbc7e985842e4230f20e&oe=567F6BFB

krikrikro | 19. júl. '15, kl: 00:06:28 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Þetta var nú bara meint sem ráðlegging, ekki sem eitthvað diss. Gangi ykkur kisu vel.

Helvítis | 19. júl. '15, kl: 00:07:48 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það var ekki meiningin, og tek svari þínu alls ekki sem dissi.

_______________________________________________
Snjóflóð..

https://scontent-lhr3-1.xx.fbcdn.net/hphotos-xtf1/v/t1.0-9/11846777_10153647360716435_3445424888195937400_n.jpg?oh=0c986fd0aeb2bbc7e985842e4230f20e&oe=567F6BFB

Humdinger | 19. júl. '15, kl: 10:39:04 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 5

Þú ert að pósta þræði sem heitir "Kisuvandamál - Hjálp!" svo það er eðlilegt að fólk reyni að gefa þér ráðleggingar varðandi ketti. Það er ekki eins og þetta séu unsolicited ráð svo þetta "spare me" er kannski alveg óþarfi.

En þér að segja þá gerði ég þessi mistök einu sinni að kaupa 8kg poka af vondum mat og mínir sættu sig aldrei við það. Þeir sveltu sig ekki, þeir borðuðu bara töluvelt minna, og eiginlega bara ef ég setti annan mat út í, vældu og vældu og reyndu að stela mat af mínum diskum og uppi á borði hjá mér stanslaust. Ég reyndi í nokkrar vikur en gafst upp og keypti mat sem þau vildu strax borða þó hann hafi verið mjög ólíkur því sem þau voru á upprunalega.

Helvítis | 19. júl. '15, kl: 17:31:36 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

Æ sorrí, ég sé það núna þegar ég les þetta yfir að þetta hlýtur að hafa hljómað voða harsh.

En það var samt alls ekki meiningin, ég bara ber svo lítið skynbragð á hvernig fólk gæti upplifað það sem ég skrifa.

Þetta var alls alls alls ekki illa meint eða neitt þannig.

_______________________________________________
Snjóflóð..

https://scontent-lhr3-1.xx.fbcdn.net/hphotos-xtf1/v/t1.0-9/11846777_10153647360716435_3445424888195937400_n.jpg?oh=0c986fd0aeb2bbc7e985842e4230f20e&oe=567F6BFB

Helvítis | 19. júl. '15, kl: 17:32:47 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

En já, takk fyrir reynslusögna.

Ef ég mætti spyrja, hvernig ketti  ertu með og hvaða fóður fannst þeim svona vont?

Já og, hvaða fóður kom þér hjá þeim í mjúkinn aftur? ;)

_______________________________________________
Snjóflóð..

https://scontent-lhr3-1.xx.fbcdn.net/hphotos-xtf1/v/t1.0-9/11846777_10153647360716435_3445424888195937400_n.jpg?oh=0c986fd0aeb2bbc7e985842e4230f20e&oe=567F6BFB

Humdinger | 19. júl. '15, kl: 21:05:17 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Ég er með húsketti og ég keypti eitthvað Brit care minnir mig að það heiti sem þeir vildu alls ekki borða. Ég tók líka eftir því að að var hræðilegt lykt af því fóðri, ekki svona fiski-kattamats-kjötlykt einhver heldur bara vond lykt. 

Nutram Grain-Free kom mér í mjúkinn aftur. :) Ég nefndi það í einhverjum þræði hér um daginn að hægt væri að fá það í gæludýrabúðinni sem er í Holtagörðum (kannski er hún annars staðar líka? Ég veit það ekki) en þar geturðu líka fengið prufu með heim og meira að segja skilað opnum pokanum öllum ef kisunum finnst maturinn vondur.

Helvítis | 19. júl. '15, kl: 21:06:17 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Æ takk, ég ætla að prófa það. :)

_______________________________________________
Snjóflóð..

https://scontent-lhr3-1.xx.fbcdn.net/hphotos-xtf1/v/t1.0-9/11846777_10153647360716435_3445424888195937400_n.jpg?oh=0c986fd0aeb2bbc7e985842e4230f20e&oe=567F6BFB

Humdinger | 19. júl. '15, kl: 21:09:32 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Ekki málið. :)

Er búin að vera með þetta fóður núna í 3 mánuði held ég og þau hlaupa enn í skálarnar þegar ég fylli á (og reyna að klóra upp pokann ef ég skil hann eftir frammi við) - svo þetta féll alveg í kramið.

Helvítis | 19. júl. '15, kl: 21:12:32 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Oh næs! Ekki að minni vanti nokkra lyst haha, hún svoleiðis hakkar í sig og það þarf helst að trufla hana á meðan, annars á hún það til að kúgast.

Gráðugri, en samt mjórri ketti hef ég ekki kynnst, vegur akkúrat þrjú kg. :)

_______________________________________________
Snjóflóð..

https://scontent-lhr3-1.xx.fbcdn.net/hphotos-xtf1/v/t1.0-9/11846777_10153647360716435_3445424888195937400_n.jpg?oh=0c986fd0aeb2bbc7e985842e4230f20e&oe=567F6BFB

Helvítis | 19. júl. '15, kl: 21:25:27 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þá meina ég með fóðri sem henni líkar sko...

Kannski líka þess vegna varð ég svo ofsafengin og dramatísk yfir að hún skyldi ekki borða þetta, og nb, hún er enn ekki farin að éta.

_______________________________________________
Snjóflóð..

https://scontent-lhr3-1.xx.fbcdn.net/hphotos-xtf1/v/t1.0-9/11846777_10153647360716435_3445424888195937400_n.jpg?oh=0c986fd0aeb2bbc7e985842e4230f20e&oe=567F6BFB

ræma | 19. júl. '15, kl: 10:27:14 | Svara | Er.is | 1

Þú getur skilað mat í gæludyr.is þó ad hann sé opnaður talaðu við þau og fáðu prufur af öðrum mat. Þetta er svo einstaklingsbundið hvað hentar hverju dýri. Betra ad gefa mat sem kisu finnst góður.

Helvítis | 19. júl. '15, kl: 17:37:00 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Í alvörunni?

Vá, það er geggjuð þjónusta! :D

_______________________________________________
Snjóflóð..

https://scontent-lhr3-1.xx.fbcdn.net/hphotos-xtf1/v/t1.0-9/11846777_10153647360716435_3445424888195937400_n.jpg?oh=0c986fd0aeb2bbc7e985842e4230f20e&oe=567F6BFB

Walter | 19. júl. '15, kl: 12:52:29 | Svara | Er.is | 0

Hvaða tegund af mat er þetta? Ég keypti nefnilega svona risa poka fyrir minn sem hann vill ekki sjá. Reyndum í einhverja daga en svo var bara ekki hægt að hlusta á vælið í honum lengur. Fyrir utan að ég var liggur við farin að fela mig þar sem hann bara sat um mig og hljóp endalaust fyrir fæturnar á mér.

________________________________________________________________
Frú Walter móðursystir

*Kolkumagzhuggywaltgolsskottforlifegrjonjúbbspain*

Helvítis | 19. júl. '15, kl: 17:36:43 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þú veist það alveg haddna!

Síams, og já, minn og þinn eru tegundir sem eru víst voða matvandar. :/

_______________________________________________
Snjóflóð..

https://scontent-lhr3-1.xx.fbcdn.net/hphotos-xtf1/v/t1.0-9/11846777_10153647360716435_3445424888195937400_n.jpg?oh=0c986fd0aeb2bbc7e985842e4230f20e&oe=567F6BFB

Walter | 19. júl. '15, kl: 19:41:58 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Haha já þeir eru það greinilega. Láta ekki bjóða sér hvað sem er :/


En tegundin fór alveg framhjá mér. Fyrir utan að ég er eitthvað slow þessa dagana og lengi að fatta þó svo ég tengi alveg ;)

________________________________________________________________
Frú Walter móðursystir

*Kolkumagzhuggywaltgolsskottforlifegrjonjúbbspain*

Helvítis | 19. júl. '15, kl: 19:44:13 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Haha nei, þessar tegundir eru mikið skyldar, og svakalegar frekjur og vandlætingar þegar maður gerir ekki eins og þeim hentar. ;)

_______________________________________________
Snjóflóð..

https://scontent-lhr3-1.xx.fbcdn.net/hphotos-xtf1/v/t1.0-9/11846777_10153647360716435_3445424888195937400_n.jpg?oh=0c986fd0aeb2bbc7e985842e4230f20e&oe=567F6BFB

Walter | 19. júl. '15, kl: 19:47:00 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hahaha smá misskilningu....ég er að spá hvaða tegund af kattamat þú varst að reyna gefa dýrinu :)

________________________________________________________________
Frú Walter móðursystir

*Kolkumagzhuggywaltgolsskottforlifegrjonjúbbspain*

Helvítis | 19. júl. '15, kl: 19:50:07 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hahahaa jááááá..

Þetta heitir Arden Grange, frétti af þessu hjá Felis, hennar kettir borða þetta með bestu lyst og hárlosið varð minna.

Þess vegna pantaði ég þetta bara ca. 10 mínútum eftir að ég sá kommentið hennar. ;)

_______________________________________________
Snjóflóð..

https://scontent-lhr3-1.xx.fbcdn.net/hphotos-xtf1/v/t1.0-9/11846777_10153647360716435_3445424888195937400_n.jpg?oh=0c986fd0aeb2bbc7e985842e4230f20e&oe=567F6BFB

Walter | 19. júl. '15, kl: 20:27:27 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ok :)


Við keyptum Brit care eitthvað og Mr Walter var alveg æstur í að kaupa stærsta pokann en svo vill dýrið ekki sjá þetta. Reyndi í svona 5 daga og þá gafst ég upp enda vælið að gera út af við mig.

________________________________________________________________
Frú Walter móðursystir

*Kolkumagzhuggywaltgolsskottforlifegrjonjúbbspain*

Helvítis | 19. júl. '15, kl: 20:37:03 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Úff jáh, ég er á degi tvö, og nú virðist hún vera orðin of orkulaus til að væla mikið meira og sefur bara.

Við virðumst vera svipað hvatvís, ég og Hr. Walter. ;)

_______________________________________________
Snjóflóð..

https://scontent-lhr3-1.xx.fbcdn.net/hphotos-xtf1/v/t1.0-9/11846777_10153647360716435_3445424888195937400_n.jpg?oh=0c986fd0aeb2bbc7e985842e4230f20e&oe=567F6BFB

Walter | 19. júl. '15, kl: 20:56:44 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Haha já þetta er líklega sama hvatvísin :)


En greyið :/ Svo glatað þegar þau væla svona. Minn hafði allavega vit á því að fá sér smá til að geta haldið áfram vælinu. Það gerði mig bara þrjóskari þangað til ég gafst svo upp því hann var jú að borða miklu minna en venjulega.

________________________________________________________________
Frú Walter móðursystir

*Kolkumagzhuggywaltgolsskottforlifegrjonjúbbspain*

Helvítis | 19. júl. '15, kl: 21:07:30 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Æ, báðar þessar tegundir eru svo grannar, svo maður verður alveg með tárin í augunum þegar þau væla svona.

Lol á hvatvísina í mér og honum, þetta er eiginlega pínu fyndið! :)

_______________________________________________
Snjóflóð..

https://scontent-lhr3-1.xx.fbcdn.net/hphotos-xtf1/v/t1.0-9/11846777_10153647360716435_3445424888195937400_n.jpg?oh=0c986fd0aeb2bbc7e985842e4230f20e&oe=567F6BFB

Walter | 19. júl. '15, kl: 21:44:36 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég var samt næstum hætt að vorkenna honum þegar hann var næstum búin að slasa mig í 100 skiptið með því að hlaupa fyrir fæturna á mér haha :)


Já þetta er smá fyndið :)

________________________________________________________________
Frú Walter móðursystir

*Kolkumagzhuggywaltgolsskottforlifegrjonjúbbspain*

Helvítis | 19. júl. '15, kl: 21:52:21 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Haha, mín einmitt er haldin svo miklum aðskilnaðarkvíða, að í hvert sinn sem ég fer út úr húsi grípur hún um lappirnar á mér og bítur í aðra skálmina.

Eins og maður bara.. ,,Gvöð, afsakaðu elskan mín, ég gerði mér ekki grein fyrir því að þú vildir að ég væri bara heima *fer úr skónum*, svona, er þetta í lagi?".


_______________________________________________
Snjóflóð..

https://scontent-lhr3-1.xx.fbcdn.net/hphotos-xtf1/v/t1.0-9/11846777_10153647360716435_3445424888195937400_n.jpg?oh=0c986fd0aeb2bbc7e985842e4230f20e&oe=567F6BFB

Andý | 19. júl. '15, kl: 23:55:12 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Ég hef nú alveg snúið svona við útaf hundinum. Ég bara get hana ekki þegar hún eltir mig niðurlút og horfir svona á mig þannig sést í hvíturnar og er alveg: VILTU AÐ ÉG DEYI ÚR SORG EF ÞÚ FERÐ OG ÉG ÞARF AÐ VERA ALEIN!!


Úff já og ef þið vissuð það ekki þá er ég orðin mesti aumingi í heimi

__________________

✨🌟 Virk í athugasemdum 🌟✨

"So now I’m starting to feel a bit strange about these questions because it’s like you are accusing me of something..."


#hæsæta

Helvítis | 20. júl. '15, kl: 05:38:03 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

OMG!

Ég hef sko oft nánast grátið og verið með kökk í hálsinum á leiðinni í vinnuna.

Erum við extremístagæludýraeigendur?

Fyrir flestum er þetta ekkert tiltökumál og fólk bara horfir á mig eins og ég sé geðveik(ari) þegar ég minnist á svona.


_______________________________________________
Snjóflóð..

https://scontent-lhr3-1.xx.fbcdn.net/hphotos-xtf1/v/t1.0-9/11846777_10153647360716435_3445424888195937400_n.jpg?oh=0c986fd0aeb2bbc7e985842e4230f20e&oe=567F6BFB

Helvítis | 20. júl. '15, kl: 05:40:44 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

En hefurðu pælt í því hvað dýrin manns hugsa þegar maður bara fer?

Svo kemur maður heim, og þau alveg, HVAR ERT ÞÚ BÚIN AÐ VERA?!

ÉG ER BÚIN AÐ VERA HÉRNA AAALEIN SOFANDI TIL AÐ LÁTA TÍMANN LÍÐA!!

Hvað ætli að þau haldi að maður geri þegar maður fer út úr húsi?

Mér finnst þetta ógeðslega fyndin tilhugsun.

_______________________________________________
Snjóflóð..

https://scontent-lhr3-1.xx.fbcdn.net/hphotos-xtf1/v/t1.0-9/11846777_10153647360716435_3445424888195937400_n.jpg?oh=0c986fd0aeb2bbc7e985842e4230f20e&oe=567F6BFB

Humdinger | 19. júl. '15, kl: 21:06:27 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Sama saga hjá mér með Brit care. 

Walter | 19. júl. '15, kl: 21:43:37 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þannig að þetta er kannski bara vondur kattamatur?! Við vorum búin að vera gefa honum Orijen en svo ætlaði ég að spara mér einhverja þúsundkalla af því að starfsmaðurinn talaði um að þetta væri sambærilegur matur frá sama framleiðanda (minnir mig) bara aðeins ódýrari. Ég hefði bara átt að halda mig við Orijen.

________________________________________________________________
Frú Walter móðursystir

*Kolkumagzhuggywaltgolsskottforlifegrjonjúbbspain*

Helvítis | 19. júl. '15, kl: 21:53:34 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Greinilega bara eitthvað ógeð þessi matur.

_______________________________________________
Snjóflóð..

https://scontent-lhr3-1.xx.fbcdn.net/hphotos-xtf1/v/t1.0-9/11846777_10153647360716435_3445424888195937400_n.jpg?oh=0c986fd0aeb2bbc7e985842e4230f20e&oe=567F6BFB

Walter | 20. júl. '15, kl: 00:02:19 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Greinilega.

________________________________________________________________
Frú Walter móðursystir

*Kolkumagzhuggywaltgolsskottforlifegrjonjúbbspain*

Humdinger | 20. júl. '15, kl: 10:26:38 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það hlýtur að vera, mínir hafa borðað flest annað sem lagt er á borð fyrir þá! Mun allavega ekki mæla með þessum mat við neinn.

Helvítis | 19. júl. '15, kl: 19:52:55 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Þetta hér:

 

 

_______________________________________________
Snjóflóð..

https://scontent-lhr3-1.xx.fbcdn.net/hphotos-xtf1/v/t1.0-9/11846777_10153647360716435_3445424888195937400_n.jpg?oh=0c986fd0aeb2bbc7e985842e4230f20e&oe=567F6BFB

disarfan | 20. júl. '15, kl: 10:26:09 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Kötturinn minn vildi þetta ekki heldur (en borðar annan Arden Grange mat og étur nánast allt). Sjálf kúgaðist ég þegar ég þefaði af þessum mat, því það var svo mikil lýsislykt af honum. 

Felis | 20. júl. '15, kl: 10:32:52 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

það er ekki lýsislykt af þessum mat hjá mér
það er ekkert meiri, eða verri, lykt af honum en öðrum kattarmat (og ég er meira að segja ólétt og búin að vera með súperlyktarskyn sko)

___________________
“Why do people say 'grow some balls'? Balls are weak and sensitive. If you wanna be tough, grow a vagina. Those things can take a pounding.”
― Betty White

disarfan | 20. júl. '15, kl: 10:40:13 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já, ég man eftir súperlyktarskyninu ;) En ég fann þvílíka lýsislykt af þessum laxamat, þannig að ég henti honum bara  - svona fyrir utan að kötturinn minn vildi ekki éta þetta - kötturinn sem étur allt, nema þegar hún heldur að þetta sé til. Þá vill hún bara þetta. 


 

 

Felis | 20. júl. '15, kl: 11:03:34 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

gæti verið að það hafi verið eitthvað skemmt eða eitthvað
en anyway þá er sjálfsagt mjög misjafnt hvað hentar hverjum. 


Mínir hafa aldrei verið með vesen þegar ég hef skipt um tegundir af mat, nema að eftir að ég fór að kaupa aðeins gæðalegri blautmat þá eru þau mun minna hrifin af ruslblautmatnum (sem ég kaupi einstaka sinnum út í búð). 

___________________
“Why do people say 'grow some balls'? Balls are weak and sensitive. If you wanna be tough, grow a vagina. Those things can take a pounding.”
― Betty White

Helvítis | 19. júl. '15, kl: 17:34:50 | Svara | Er.is | 0

Hún er btw ekki ennþá farin að éta. :(

_______________________________________________
Snjóflóð..

https://scontent-lhr3-1.xx.fbcdn.net/hphotos-xtf1/v/t1.0-9/11846777_10153647360716435_3445424888195937400_n.jpg?oh=0c986fd0aeb2bbc7e985842e4230f20e&oe=567F6BFB

Maríalára | 19. júl. '15, kl: 18:05:37 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Af hverju gefur þú henni bara ekki eitthvað annað ef hún er virkilega svöng? Ég skil ekki svona að pína dýr/börn/fólk að borða eitthvað sem þeim finnst vont. Það eru fleiri matartegundir til sem er góðar fyrir ketti með hárlos, þessi er greinilega ekki virka fyrir ykkur, talaðu við dýrabúðina og reyndu að skipta í eitthvað annað eins og einhver annar var búinn að benda á. 

Helvítis | 19. júl. '15, kl: 18:11:42 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Vá, ég fékk fóðrið í fyrradag.

Ég hef hátt ketti allt mitt líf, svo ég veit alveg hvernig þeir akta, þessi þráður var meira settur inn í smá panikki því ég er með PTSD eftir að hinar kisurnar míar voru myrtar á grimmilegan hátt.

Ég hef áhyggjur af henni, af því ég vil alls ekki missa hana, og ég sé alveg núna að þetta er ekkert til að hafa áhyggjur af. Svona er PTSD klikkað sjáðu til.

Hún hefur það fínt og já, ég mun skipta þessu fóðri, en þangað til á morgun, þá þarf hún bara að þrjóskast við, hún er búin að fá laugardagsnammið sitt, þ.e. blautmatinn. Skortir ekki neitt.

Og btw, þá vissi ég hreinlega ekki að Gæludýr.is veittu svona frábæra þjónustu, þrátt fyrir að kaupa bara af þeim fóður og annað.

_______________________________________________
Snjóflóð..

https://scontent-lhr3-1.xx.fbcdn.net/hphotos-xtf1/v/t1.0-9/11846777_10153647360716435_3445424888195937400_n.jpg?oh=0c986fd0aeb2bbc7e985842e4230f20e&oe=567F6BFB

Mangan | 19. júl. '15, kl: 19:53:35 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það fer reyndar eftir því hvaða fóður þetta er hvort þeir taki það til baka en held að þú eigir að geta séð það á síðunni þeirra, ég á by the way svona ógeðslega þrjóskan kött og hún gefst ekki upp sama hvað hef margoft reynt að skipta um mat og gengið erfiðlega en hún er svona líka vælir bara við matardallinn og gefur sig sko ekki he he ekkert smá vont að hlusta á það en hun er þrjóskari en ég því ég gef mig yfirleitt á endanum og enda með sama matinn blandaðan við annan

Helvítis | 19. júl. '15, kl: 20:02:24 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Haha já, æi, ég vil bara svo innilega að hún fái að borða mat sem henni þykir góður, líf þeirra er of stutt til að vera þvingaður til að borða eitthvað sem þeim þykir ekki gott.

En mikið djöfull sem þessi hvíta kattaháraslæða yfir öllu fer í taugarnar á mér og fötin mín eru eins og segull á þetta, þannig að það verður bara að lagast, því ég er farin að skutla henni í burtu ef ég er í einhverju svörtu. :(

Hún er fáránlega þrjósk, tók þennan munnbita í gær, en hefur ekki snert þetta síðan. Fer á morgun með þetta og sé til hvað þau segja þarna niður í glæudýr.is, ef þau vilja ekki taka þetta til baka (sem ég hefði aldrei imyndað mér að nokkur verslun gerði) þá gef ég þetta til dýraverndar og fæ prufur af öðrum mat áður en ég kaupi huges poka af honum.

_______________________________________________
Snjóflóð..

https://scontent-lhr3-1.xx.fbcdn.net/hphotos-xtf1/v/t1.0-9/11846777_10153647360716435_3445424888195937400_n.jpg?oh=0c986fd0aeb2bbc7e985842e4230f20e&oe=567F6BFB

Nói22 | 19. júl. '15, kl: 20:35:02 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já það að fá prufur er alveg mjög sniðugt. Átti einn frekann sem borðaði sko ekki hvað sem var (að hans mati) og svelti sig dögum saman ef honum fannst maturinn ekki góður. Eftir að vera búin að eyða þvílíkum pening í alls konar fóður sem hann svo bara ullaði á að þá fattaði ég að fá prufur. Allt annað líf.

Helvítis | 19. júl. '15, kl: 20:39:21 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það er bilað sniðugt, ég bara vissi alls ekki að það væri boðið upp á svona.

Ég hef alltaf før i tiden keypt litla poka til að byrja með, en þessir fást ekki þannig.

_______________________________________________
Snjóflóð..

https://scontent-lhr3-1.xx.fbcdn.net/hphotos-xtf1/v/t1.0-9/11846777_10153647360716435_3445424888195937400_n.jpg?oh=0c986fd0aeb2bbc7e985842e4230f20e&oe=567F6BFB

disarfan | 20. júl. '15, kl: 10:28:34 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

jú, jú Þeir eru til í litlum pokum. T.d. hér í 400 gr.  

  

Ziha | 20. júl. '15, kl: 00:24:51 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Minn köttur er spes í sambandi við svona.... ég þóttist einmitt einu sinni hafa verið voða sniðug að fá prufur af kattamat sem hún hakkaði í sig.... svo ég fór auðvitað og keypti kattamatinn... en nei... meira af þessum mat skyldi hún bara alls ekki borða.... sem betur fer var þetta ekki stór poki.  

-----------------------------------------------------------------------------------------------------------------------

Helvítis | 20. júl. '15, kl: 05:46:22 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hahahaha... :)

Kettir í hnotskurn!

_______________________________________________
Snjóflóð..

https://scontent-lhr3-1.xx.fbcdn.net/hphotos-xtf1/v/t1.0-9/11846777_10153647360716435_3445424888195937400_n.jpg?oh=0c986fd0aeb2bbc7e985842e4230f20e&oe=567F6BFB

Fyrirsögn Nafn Dagur Uppfært
55" sjónvarp, hversu langt frá? Zwandyz8 9.12.2010 16.7.2023 | 12:16
mávar bigballin 15.5.2011 15.7.2023 | 13:12
Uppistand, hvar byrjar maður. helenasibba 24.1.2023 13.7.2023 | 09:48
Háfjallasól Kolka m 1.4.2010 13.7.2023 | 07:13
Hjartasalt Mammathin 18.11.2008 13.7.2023 | 06:55
Teikniforrit lillalitla 4.1.2008 12.7.2023 | 17:05
Spilling.is Hauksen 5.7.2023 11.7.2023 | 16:08
Hjálp vegna uppsagnarfresti Burgerman 29.6.2023 11.7.2023 | 10:51
stór maður - lítið typpi?? punkass 4.1.2012 11.7.2023 | 10:20
Aldrei betra útlit hérlendis. jaðraka 9.7.2023 9.7.2023 | 16:20
Nudd fjola77 1.2.2022 7.7.2023 | 08:34
Streptókokkar Halliwell 5.5.2008 4.7.2023 | 01:58
Viðgerð á kúreka hatt Kolbeinn_Orri 3.7.2023
Leyninúmer Audrey Hepburn 8.3.2008 3.7.2023 | 20:09
Barn upplifir 2 mismunandi heimilisaðstæður Lovlyrose75 1.7.2023 1.7.2023 | 16:07
Bílasölu sölulaun ef keypt á bland.is smart11 23.6.2023 28.6.2023 | 11:06
Nýja sorppoka fyrirkomulagið - aukin fyrirhöfn og engin ávinningur. _Svartbakur 26.6.2023 26.6.2023 | 17:52
Chania Krít Gullogdemantar 26.6.2023
Múmín á íslensku Selja2012 24.6.2023
Eggjarauður 19merkur 20.12.2022 22.6.2023 | 03:25
Er ad fara sja barnabarn mitt i fyrsta sinn. kmarus21 21.6.2023
Já munið þið nú elskurnar að skola vel mjólkurfernur og fernur undan ávaxtadrykkum. _Svartbakur 6.6.2023 21.6.2023 | 15:34
Spá í spil 2500 alex159 16.6.2023 21.6.2023 | 10:22
perluprjón Þjóðarblómið 18.11.2009 20.6.2023 | 09:26
Ristilpokar leigan 19.6.2023
BSRB búin að kreista fram kauphækkun sem engin innistæða var fyrir. _Svartbakur 13.6.2023 19.6.2023 | 14:04
Daður Brandur1 19.6.2023
Selja Gull merida 15.6.2023 18.6.2023 | 03:25
Vantar mann í pallasmíði zjobbikj 16.6.2023
Barnabætur alltafmamman 15.6.2023 16.6.2023 | 00:19
Kaupa fasteign af foreldrum hringurfat 15.6.2023 15.6.2023 | 20:50
Um umsóknir í framhaldsskóla hg24 15.6.2023
Sorpa - Jú fyrirtækið hefur haft fólk að fíflum í áraraðir - og ætlar að gera áfram ! jaðraka 6.6.2023 14.6.2023 | 07:43
Mig vanta hjálp við að setja inn smáauglýsingu. Silja Sif 25.2.2008 14.6.2023 | 06:45
Vinna fyrir 16 ára Gando 12.6.2023 14.6.2023 | 04:55
Verðbólgan er afleiðing kauphækkana sem ekki eiga sér innistæðu. _Svartbakur 26.5.2023 11.6.2023 | 23:02
Smellir á íslensku, ensku og dönsku Pedro Ebeling de Carvalho 11.6.2023
Januarbumbur 2024 leyndarmál89 23.5.2023 9.6.2023 | 17:54
Skipta um heilsugæslt Ljósljós 7.6.2023 8.6.2023 | 14:49
"Leikum okkur á leiksvæðum" í nýrri upptöku Pedro Ebeling de Carvalho 6.6.2023
Íslebdingar skola mjólkurfernur með vatni og flokka sem pappír - Sorphirðan brennir _Svartbakur 5.6.2023 6.6.2023 | 15:14
Ferret sýklar 21.2.2013 6.6.2023 | 07:55
Skrýtið typpi? bernes 4.12.2007 5.6.2023 | 21:53
Vinnutíma stytting úr 40 klst á viku í 36 klst er nærri 10% kauphækkun _Svartbakur 26.5.2023 5.6.2023 | 15:00
Barna roleplay Prinsessan93 5.6.2023
Þvagprufa Noname8 3.6.2023 3.6.2023 | 23:02
Að selja mat Auddio 3.6.2023 3.6.2023 | 15:03
jakkaföt til leigu, veit einhver? looo 3.6.2023
Ísland úr Nató herinn burt ! _Svartbakur 2.6.2023 3.6.2023 | 01:12
Sorphirða og flokkun - og svo er öllu blandað saman !! jaðraka 2.6.2023 2.6.2023 | 23:45
Síða 10 af 47913 síðum
 

Umræðustjórar: Bland.is, Hr Tölva, Paul O'Brien, paulobrien, tinnzy123, Kristler, annarut123, Guddie