Kjör almennings á krossgötum ?

kaldbakur | 22. feb. '20, kl: 15:50:36 | 271 | Svara | Er.is | 0

Hversvegna eru íslensk heimili alltaf að upplifa svona miklar ögranir hvað efnahag og framtíð varðar ?
Bætt lífskjör almennings á Íslandi síðan eftir hrun bankanna er einstakt á heimsvísu.
Hrun bankanna og í raun alls efnahagslifs á Íslandi gleymist seint.
Uppgangurinn og endurreisnin eru einsdæmi. Í stað þess að vera nær gjaldþroti sem þjóð þá erum við að verða ein besta sett þjóð í Evrópu hvað lífskjör og efnahag varðar.
Tugþúsundir manna flytjast til Íslands þar sem best eru kjörin í gjörvallri Evrópu og víðar.
Þegar allt er í toppi þá koma eðlilega boð um að ekki muni endalaus uppgangur verða í efnahagslífi okkar.
Samdráttur verðu í undirstöðuatvinnuvegum okkar eftir dæmalaus góðæri í nærri tíu ár.
Við þessar aðstæður eiga menn að reyna að tryggja það sem á hefur unnist og "halda sjó" eins og segt er á Íslensku sjómannamáli.
En við erum svo óheppin að ýmis verkalýðsfélög halda að nú sé tími til að krefjast meiri launa þó laun hérlendis hafi hækkað langt yfir það sem gerst hefur í nágrannalöndum og í okkar heimsálfu.
Þessi verkalyðsfélög eru í raun að vinna gegn sínu fólki með því að leggja atvinnulífið í rúst með verkföllum.
Það furðulegasta er þó að fyrir ári voru allir samhuga um nýja kjarasamninga til næstu ára sem tryggðu þeim lægst launuðu miklar kjarabætur
Efling verkalýðsfélag kaus að sprengja upp þetta samkomulag.
Afleiðing þessa verður verri kjör fyrir allan almenning missir atvinnu hærri skuldir og missir húsnæðis.
Vegna þessa alls er framtíðin okkar allra því miður mjög óljós

 

kaldbakur | 22. feb. '20, kl: 18:55:54 | Svara | Er.is | 0

Sumir hafa meiri áhyggjur af pönnukökubakstri.
En það er líka í lagi sko :)

adaptor | 22. feb. '20, kl: 19:11:06 | Svara | Er.is | 0

já það er svona þegar ráðamenn hækka sín laun og þá hæst launuðustu um 500.000 á mánuði 9 mánuði aftur í tímann á meðan blessaður almúginn á jafnvel ekki krónu í mat eftir að vera búin að borga reikninga

---------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------

kaldbakur | 22. feb. '20, kl: 23:33:18 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Adaptor.
Íslenskt launafólk hefur notið fádæma velgengni, hvað kjör varðar, undanfarin fimm ár. Kaupmáttur launa almennt jókst um 26% frá árslokum 2014 til ársloka 2019 og kaupmáttur lágmarkslauna um 32% á sama tímabili. Það samsvarar því að kaupmáttur launa almennt hafi vaxið að jafnaði um 5% árlega og kaupmáttur lágmarkslauna um 6% að jafnaði árlega.

Frá ársbyrjun 1990 til ársloka 2019 óx kaupmáttur launa almennt um 82% og kaupmáttur lágmarkslauna um 146%. Það felur í sér að kaupmáttur launa hafi vaxið að jafnaði árlega um 2% og kaupmáttur lágmarkslauna um 3% að jafnaði árlega.

adaptor | 23. feb. '20, kl: 01:26:37 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

já ég veit ekkert um hvort þessar tölur séu réttar eða hvernig þær eru reiknaðar út en eitt er ljóst ef þessar tölur eru réttar þá þarf kaupmáttur lægstu launa að hækka svona 400 % í viðbót því fólk á lágmarkslaunum á ekki í sig og á

---------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------

Kingsgard | 22. feb. '20, kl: 22:04:58 | Svara | Er.is | 0

Á þessu er einföld skýring.

Af nýgerðum kjarasamningum vilja þriðju aðilar bita af kökunni. Allar vörur smá hækka á samningstímabilinu, húsaleiga hækkar, árvissar hækkanir ríkisins á eldsneyti, tóbaki og áfengi.
Þegar samningar eru næst lausir eru launþegar í svipaðri stöðu eða verri en þeir voru við gerð gildandi samninga. Þá er farið í verkfall til að leiðrétta bágt ástand.
Þá er samið að nýju og sagan endurtekur sig og það sama gerist.

Þetta sama hefur gerst frá upphafi vega og þegar mjólkurlíterinn kostar 10.000 og tímakaupið er 85.000 kr. eru klippt tvö eða þrjú núll af vitleysinu og prentaðir aðrir seðlar. Af þessu loknu má byrja, eins og síðast, uppá nýtt.

Er mögulegt að hugsa sér heimskara hagkerfi ríkis ?
Kári í erfðagreiningu hefur rétt fyrir sér varðandi landsmenn. Þeir verða heimskari og heimskari. Bara þessi hringekja rennir stöðu undir þá kenningu.

kaldbakur | 22. feb. '20, kl: 23:15:50 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég býst ekki við að neinn vilji vera í samfloti með Eflingu og Sollu eftir þessi svik og samstöðubrest.
Megnið af verkalýðsfélögunum er búið að semja eftir áður gerðu samkomulagi.
Efling kemur á eftir og heimtar meira en allir hinir.

Kingsgard | 23. feb. '20, kl: 00:16:36 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Eflingarfólk á að fá meira. Það er kannski eina fólkið sem á það inni að kjör þess verði leiðrétt.

kaldbakur | 23. feb. '20, kl: 00:42:52 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hversvegna Efling frekar en önnur verkalýðsfélög ?

kaldbakur | 23. feb. '20, kl: 17:58:54 | Svara | Er.is | 0

Sennilega erum við að sigla inní miklu alvarlegri lægð heldur en spáð hefur verið.
Við eru þó svo heppin að hafa haft hér forsjála ríkisstjórn sem hefur haft aðhald á fjármálum okkar og undirbúið okkur fyrir framtíðina.
En engu að síður þá eru erfiari tímar framundn.
Útlitið hér innanlands hvað fyrirtæki varðar er ekki gott.
Því miður eru allar líkur á að mörg fyrirtæki fari í þrot vegna hækkandi kostnaðar og minni tekna.
Atvinnuleysi mun aukast hér og ef fer sem horfir þá verður atvinnuleysi innan fárra mánaða meira en eftir hrun bankanna.
Þarna erum við að tala um atvinnuleysistölur uppá 12 - 18 þúsund manns.
Þetta fer nokkuð eftir því hvernig úr rætist í núverandi kjaradeilum.
Kannski telja einhverjir að aðflutt vinnuafl muni þá hverfa héðan en ég tel að það muni ekki gerast.
Aðflutt vinnuafl frá ESB löndum hefur hér sama rétt til atvinnuleysisbóta og innfæddir.
Atvinnuleysisbætur eru hér langtum hærri en laun í ýmsum löndum Evrópu.
Nánast happdrætti að vera hér á bótum.
Allt er þetta þó heimatilbúin vandræði ef skoðað niður í kjölinn.

kaldbakur | 23. feb. '20, kl: 18:15:36 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ef til verkfalls opinberra starfsmanna kemur uppá 10 til 18 þúsund manns mun það hafa vítæk áhrif og lama allt atvinnulíf.
Opinberir starfsmenn eru í raun ekki vinnuafl í eim skilningi. Þetta eru fyrst og fremst einhverskonar stimplarar fyrir leyfi og þjónustu fyrir almenning og fyrirtæki. Arðsem þessarar starfsemi er nánast engin. En afleiðingar eru samt gífurlegar. ef til verkfalls kemur.

ert | 23. feb. '20, kl: 18:47:03 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0


Arður af því að fólk komist á milli landa, bjargist úr eldi, eða batni af sjúkdómum er enginn til að nefna nokkur svið BSRB.
Það er enginn arður fyrir ríkið að fólk sé á lífi. Við fáum sömu skatttekjur af fólki hvort sem það er dautt eða lifandi.  
Ingólfur Arnarson er ennþá að borga skatta.

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

kaldbakur | 23. feb. '20, kl: 19:03:40 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Arðsemi Opinberra starfsmanna er engin ef maður ber saman við venjuleg fyrirtæki sem þurfa að lifa af tekjum af sölu eða þjónustu.
Það er alveg klárt. Arðsemin er engin. Það má líta þannig á að yfir helmingur opinberra starfsmanna sé bara á framfæri ríkis eða borgar.
Fyrirtæki í landinu og þeir sem vinna verðmæt og nýt störf hvort heldur til sjávar eða sveita kosta þessa einstaklinga sem þyggja laun af opinbera geiranum og gera minna gagn en ekkert.
Þetta sjáum við auðvitað allt í kringum okkur. Þessvegna mættu þessir einstaklingar hætta og fara í verkfall, það skiftir engu máli sennilega bara sparnaður ef þessi hópur mætti ekki til vinnu.
En málið er flóknara jafnvel þó þessu fólki verði sagt upp þá fer það ekkert að launaskrá hjá vinnandi fólki.
Atvinnuleysisbætur myndu taka við og þær eru dýrar.

T.M.O | 23. feb. '20, kl: 19:16:07 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég held að þú sért að vitna í Hannes Hólmstein frá stóra BSRB verkfallinu og þetta var heimskulegt þegar hann sagði þetta þá.

kaldbakur | 23. feb. '20, kl: 21:07:58 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það væri mér auðvitað mikill heiður að lýsa skrifum mínum við skrif Hannesar Hólmsteins.

T.M.O | 23. feb. '20, kl: 21:32:12 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Jæja... Þér finnst ekkert verðmæti í öllu því starfsfólki sem vinna á sjúkrahúsum... frá skúringum í heilaskurðlækna... þú þarft aldrei á því að halda... fólkið sem hirðir ruslið hjá þér, þér fannst fáránleg hugmynd að færa tunnur að lóðamörkum, hvernig væri að þurfa að keyra ruslið undan þér á haugana sjálfur? Þú þarft ekkert að komast í vinnuna þegar snjóar, er það nokkuð? Eða þegar þú hefur verið tekinn ölvaður undir stýri? Þú átt örugglega ekki börn sem þurfa menntun? Stundum festist menntunin ekki þrátt fyrir allar tilraunir svo að þú kannski skilur þetta ekki alveg... Það er eiginlega hægt að halda endalaust áfram að telja upp starfstéttir sem halda samfélaginu gangandi en þú virðist ekki finnast skila neinum verðmætum...

ert | 23. feb. '20, kl: 21:42:14 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

hver þarf heilbrigðisþjónustu, sorphirðu eða umsjón með börnum? Ég hef aldrei hitt neinn sem hefur þurft slíka þjónustu. Ég bara veikist ekki, slasast ekki - ég er ábyrg manneskja. Ég tek börnin með í vinnuna við mikla gleði samstarfsaðila og ég brenni mitt rusl sjálf og slökkviliðið þarf sko ekki slökkva þann eld ef ég kveiki óvart í hjá nágrannanum.

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

kaldbakur | 23. feb. '20, kl: 21:43:53 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Nei sko þér er eins og vanalega mjög lagið að misskilja og færa mál til verri vegar.
Lögregla og slökkvilið eru dæmi um störf sem verðmæt eru hjá hinu opinbera. Svo má einnig segja um ýmis störf í heilbrigðisgeira og við umönnun sjúklinga og víðar.
En í tímans rás hefur opinberum störfum hjá ríki og sveitarfélögum og þó aðallega hjá ríki og sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu fjölgað gífurlega.
Mikill meirihluti þessara starfa er tengdur því sem kallað er "eftirlitsiðnaður". Þessi störf snúast aðallega um að sinna tilgangslausum reglum og leyfisveitingum sem eru m.a. afleiðing veru okkar í EES og regluverks ESB, sem yfir okkur rignir jafnvel meira en sjálf rigningin. Þessi störf og reglur eru ekki aðeins óþörf heldur líka skaðleg allri venjulegri framtakssemi og athöfnum í atvinnulífinu. Í skjóli þessa þarflausa regluverks hefur vaxið stór hópur n.k. sérfræðingar sem túlkar regluverkið jafnvel enn verr en kom frá ESB. Þó í sjálfu sér væri góð lækning fyrir efnahagslífið og hagkerfið til lengri tíma litið ef þessi starfsemi öll væri aflögð, sem myndi auðvitað þýða að starfsmennirnir sem sérhæft hafa sig í þarflausum störfum yrðu ógjaldgengir í önnur störf og myndu kannski ílengjast á atvinnuleysiskrá það sem eftir væri starfsæfi. Í sjálfu sér væri sú niðurstaða mjög ásættanleg fyrir þjóðfélagið, en málið er ekki svo einfalt. Þegar tilgangsleysi þessara starfa í þágu ESB væri öllum ljóst og efnahgslíf tæki framförum er hætt við að þeir sem áður sinntu reglugerðar ruglinu yrðu byrði á heilbrigðiskerfinu því tilgangsleysi fyrrum "mikilvægra" starfa yrði þeim aukið áfall. Þetta væri því hliðaráhrif lækningarinnar og oft kallað "aukaáhrif lyfja" í læknisfræði.

T.M.O | 23. feb. '20, kl: 23:16:33 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ef þú skilur ekki hvað fólk er að gera þá er ekkert skrítið að þú skiljir ekki mikilvægi þess sem það gerir

ert | 23. feb. '20, kl: 23:22:44 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0


Þú meinar - auðvitað þarf fleiri Tollara til að afgreiða vöru frá EES sem fer nær sjálfkrafa inn í landið en þegar það þarf að tolla hana. Þeim mun meiri höft á innflutningi þeim mun færri tollara þarf.

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

ert | 23. feb. '20, kl: 23:27:04 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0


Ef við setjum innflutningsbann á allar vörur þá þarf ekki einasta tollara til að tékka skip eða flugvélar og hvort þau eru flytja inn vörur. Innflutningsbann á allar vörur gæti þannig útrýmt heilli stétt.
Ætli það sama eigi við um lögreglu? Ef við gerum það brot á hegningarlögum að draga andann gætum við lagt niður lögregluna?

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

kaldbakur | 23. feb. '20, kl: 23:40:30 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þegar ég segi aðrðsemi litla eða enga í opinberum rekstri þá er ég að bera þetta saman við venjuleg fyrirtæki sem þurfa að standa unir sínum rekstri með tekjum af þjónustu sem er greidd af fúsum vilja. Það skiftir venjuleg fyrirtæki öllu máli að vel sé farið með fé og að hagnaður (arður) verði af viðskiptum. Í opinberum rekstir er það því miður mjög algengt aðilar sjái ekkert samhengi milli kostnaðar og ávinnings.

Í fyrirtæki sem þarf að tryggja eðlilega arðsemi til þróunnar, rekstrar og þóknunnar fyrir fé lagt til rekstursins er nauðsyn að fara vel með fé tryggja hagkvæmustu lausnir og viðhafa aðhaldssemi og eftirlit.

Í opinberum rekstri virðist það algengt að lítið eða ekkert kostnaðarmat er viðhaft varðandi starfsemina. Víða í opinberum rekstri þykir bara sjálfsagt að hækka gjaldskrár eða sækja aukið fé til skattgreiðenda í stað þess að gæta sparnaðar aðföngum, mannafla eða annars.

Það er bara staðreynd að alltt aðhald og sparsemi er langtum meiri þar sem sjálfstæð fyrirtæki eru rekin á ábyrgð eigenda
Opinber rekstur er oft mjög óhagkvæmur, skortur á eftirliti, aðhaldi og stjórnun starfsmanna og aðfanga.
Þetta liggur í eðli hlutanna. Menn gæta betur eigin fjár heldur en annara.

Afleiðingarnar eru víða sjánlegar t.d. í of mönnun víða í opinberum rekstri bæði ríkis og sveitarfélaga, óhóflega dýrar framkvæmdir og ekki síst seinagangur og léleg þjónusta og mikið skrifræði.

ert | 24. feb. '20, kl: 00:02:11 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

OK þannig að heilbrigðisþjónusta á skila gróða. Ef LSH eyðir milljón í krabbameinsmeðferð barns og læknar barnið  þá þarf LSH að skila gróða á þeirri meðferð. Það er ekki nóg að barnið verður líklega skattgreiðandi heldur þarf LSH að skila gróða á meðferðinni og rukka foreldrana um meira en milljón til að skila gróða. 100% álagning er ekki óeðlileg þannig að í svona tilfelli þyrfti að rukka foreldrana um 2 milljónir. (1 milljón krabbameinsmeðferð er reyndar langt langt undir raunverði þannig að raunverulegar tölur hlaupa á tugum milljóna)

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

kaldbakur | 24. feb. '20, kl: 03:01:27 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Mörg læknisverk má meta með nokkurii nákvæmni og áætla kostnað við aðgerðir,tíma mannafla og önnur aðföng.
Ég tel reyndar að slíkt hljóti að vera gert á LSH í einhverjum mæli þó að ég hafi ekki séð né heyrt upplýsingar hvað þetta varðar.
Með þessu má áætla kostnað spítalans varðandi tilteknar kostnaðarsamar læknisaðgerðir
fram í tímann að gefnum áætluðum fjölda læknisverka. Jafnframt fengjust þannig samanburður rauntalna og áætlunar sem sýndu þá mismunandi árangur sem mætti nýta sem leiðarljós við endurbætur og jafnvel útvistun aðgerða.
Ég hygg að allflesta rekstrar og kostnaðarliði spítalans mætti meta með þessum hætti og birta áætlanir fyrir lengri eða skemmri tímabil og síðan niðurstöður í lok tímabils.
Rekstraráætlanir og mælanlegur árangur myndi þá liggja fyrir og auðvelt fyrir stjórnendur almenning og fjölmiðla að gera sér grein fyrir árangri á hverjum tíma. Í dag sýnist manni bara birtast fréttir um mismunandi framúrkeyrslu spítalans miðað við gefnar fjárhagsáætlanir úr fjárlögum. Oftast upplýsingar um að spítalinn hafi eytt nkkur hundruð eða þúsundir milljóna fram yfir áætlun en engar eða litlar skýringar á því á hvaða rekstarliðum umframeyðsla og í hvaða rekstrarliðum áætlanir hafi staðist.

ert | 24. feb. '20, kl: 08:07:51 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þannig að það er sama aðferð er nituð við að reikna út arðsemi þess að lækna fólk og í almennum fyrirtækjum. Hagnað fyrirtækis í heilbrigaðisgeira og þjóðhagsleg hagkvæmni af LSH er reiknuð á sama hátt. Æði.

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

kaldbakur | 24. feb. '20, kl: 10:32:19 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ert mín Vegna einlægni þinnar vil ég upplýsa þig.

Hagnað almennings af góðri heilbrigðisþjónustu er auðvitað mældur í bættri heilsu.

Fjárhagslegan hagnað þjúðfélagsins með hagkvæmum rekstri heilbrigðisþjónustunnar þarmeð LSH másjá í lykiltölum og mælanlegum árangri gagnvart settum markmiðum.

ert | 24. feb. '20, kl: 15:03:24 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

En eitthvað eins og löggæsla og tollur er eitthvað sem þarf að skila arði eins og venjulegt fyrirtæki. 

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

kaldbakur | 24. feb. '20, kl: 16:45:06 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þetta er auðvitað allt í botnlausu tapi .. er þsð rkki hehehe ..
Björgunarsveitirnar krikjan og RUV allir að tapa hehe

ert | 24. feb. '20, kl: 17:02:33 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Og allt rekið af hinu opinbera döh En það er reyndar til sú skoðun að hið opinbera eigi ekki að vera í samkeppnisrekstri

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

ert | 23. feb. '20, kl: 20:33:44 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0


Og slökkviliðsmenn vinna ekki verðmæt og nýt störf og lögreglumenn ekki heldur.
OK. Þá veldur það engum skaða þótt þessar stéttir fari í verkfall og það á því að gefa þessum stéttum frjálsan verkfallsrétt. Furðulegt að þessar stéttir sem vinna ekki nýt störf skuli ekki hafa verkfallsrétt.
Býttar engu hvort þessir menn vinna eða ekki. Hefur ekki áhrif á einn né neinn.

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

kaldbakur | 24. feb. '20, kl: 15:01:56 | Svara | Er.is | 0

Mínar ráðleggingar til ykkar hér á þessari síðu eru einföld.
Frestið öllum fjárfestingum og kaupum á hverju sem er, fasteignum lausafé eða ferðalögum.
Notið ykkar fjarmuni til að greiða niður lán og þa sérstaklega verðtryggð lán.

Þó að Íslandi hafi vegnað sérstaklega vel undanfarin ár þá eru óveðursský á lofti á heimsvísu.
Eftir óhemju hagstæð efnahagsár þá eru núna fyrirsjáanlegar miklar breytingar varðandi hag okkar Íslendinga.
Við erum svo heppin að undirstöður ríkisins okkar eru traustar. Skuldir litlar og við erum með nokkra trausta tekjustrauma í matvælaframleiðslu og orku.
Nýr tekjustraumur vegna ferðaþjónustu er frear óljós þessi misserin en þó ekki tapaðir.

Almenningur á Íslandi venjulegt fólk í þjóðfélagi sem hefur vegnað vel á alþjóðlega vísu undanfarin ár þarf að halda vöku sinni.

kaldbakur | 25. feb. '20, kl: 10:59:30 | Svara | Er.is | 0

Úti um friðinn
Þórir Guðmundsson skrifar 24. febrúar 2020 08:15

https://www.visir.is/g/2020200229553?fbclid=IwAR1LyN1Gc6XqvYQeBxcxRNiZ9icvIlNVSSpVJMMjrbAbzf5Xm-b7weTGdOg

kaldbakur | 25. feb. '20, kl: 16:31:48 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Merkilegt að svona rólegur og friðsamur maður eins og Þórir Guðmundsson neyðist til að hafa skoðun á þessu frumhlaupi Eflingar.

Allt frá byrjun hefur Efling undir stjórn Sollu verið að vinna ógagn fyrir Eflingu og verkafólk almennt.
Við sjáum árangurinn mjög bráðlega þega fjölda uppsagnir verð ljósar í haust.
Gjaldþrot fyrirtækja í ferðaþjónustu eru borðliggjandi.
Jafnvel gjaldþrot stórra bæjarfélaga.

Fyrirsögn Nafn Dagur Uppfært
Parketleggja 70 fm Norðlenska mærin 18.3.2024
Estrategias para mejorar tu fluidez conversacional con ChatGPT en español ErnestaHelga 18.3.2024
There are benefits to using a biweekly timesheet calculator pixehaw958 18.3.2024
Rauða serían djabbar 10.6.2014 17.3.2024 | 23:45
Vindmyllu framtíð íslands Zjonni71 5.3.2024 17.3.2024 | 23:24
Gifurleg fjölgun erlendra afrotamanna í glæpum hérlendis ! _Svartbakur 18.6.2023 17.3.2024 | 21:12
Klósett tennisolnbogi 30.7.2014 17.3.2024 | 11:21
Harmlrkur á Suðurnesjum selur hús ofan af öryrkja fyri brot af verðmæti. _Svartbakur 28.6.2023 17.3.2024 | 10:54
Veit einhver - twentyfiveyears 1.3.2024 16.3.2024 | 14:36
Rafskútur flytja álíka marga farþega og Strætó en menga sennilega 1 þúsundasta á við Strætót jaðraka 16.6.2023 16.3.2024 | 12:12
Kjop.is inanna 13.6.2023 16.3.2024 | 10:56
Lagið í Nova auglýsingunni... Alison 14.3.2012 15.3.2024 | 22:41
Nýr forseti Íslands ? Hver verður hann eða hún ? jaðraka 14.3.2024 14.3.2024 | 19:56
Hvar finn ég Fljótandi Lesitín eða duft? Brekster 14.3.2024
Barnabækur alltafmamman 13.3.2024 14.3.2024 | 04:15
leit af vinnu :o) Emmapigen 7.11.2005 12.3.2024 | 15:01
Leigubílafyrirtæki Stefan F 27.2.2014 12.3.2024 | 13:06
Nýtt fjórflokka mynstur jaðraka 10.3.2024 11.3.2024 | 19:57
óska eftir stundirnar með gunna og felix á dvd Selströlm200 10.3.2024
Palestínumaður ekki með Íslenskt ríkisfang krefst þess að verða framlag Íslands í Erovision jaðraka 4.3.2024 10.3.2024 | 14:51
FRÍ EINKAþJÁlFUN! Gróðurinn 9.3.2024
Er ríkissjóður að borga flutninga flug og annað fyrir ættingja hælisleitenda til Íslands ? jaðraka 13.2.2024 9.3.2024 | 18:09
vélindakrampi heida4 21.11.2008 9.3.2024 | 14:04
jaðraka & _svartbakur JonThor1234 9.2.2024 8.3.2024 | 23:30
Wolt dvdrom 20.1.2024 8.3.2024 | 23:29
Leiguverð b82 5.2.2024 8.3.2024 | 23:21
LEITA AF SJÓNVARPSSERÍU marf 28.6.2023 7.3.2024 | 10:36
Facebook 12strengja 5.3.2024 7.3.2024 | 03:34
Putin verðu vart á lífi þessi jól. _Svartbakur 19.11.2022 6.3.2024 | 02:33
Hollur skyndibiti úr krónunni eða Bónus xflexx 27.2.2024 5.3.2024 | 21:19
Omeprazole isaac 4.3.2024
Abilify KuTTer 16.7.2010 4.3.2024 | 03:03
Vita konur hvad Femdom er. Bland1975 22.11.2020 3.3.2024 | 18:29
Kavenpenin olzo1951 2.3.2024
Palestinumenn í Gasa og Hamas er það ekki hið sama ? jaðraka 29.2.2024 29.2.2024 | 16:13
Háls- nef og eyrnalæknir Hilda á Hóli 28.2.2024
Snyrtistofa mjòdd Ròs 28.2.2024
Er haegt ad eyda Helloyou 28.2.2024
Prufa Helloyou 28.2.2024
Virkar skráning á hugi.is? Dögun Ermine 27.2.2024
Sjónin komaso 28.10.2008 27.2.2024 | 19:52
Pappakassar fyrir flutninga marulla 27.2.2024
Brunasár Catalyst 27.10.2011 27.2.2024 | 12:05
Skyldmenni böbblí 20.1.2005 27.2.2024 | 04:43
helsta verslun fyrir verkfæri í USA Felgulykill 30.12.2010 26.2.2024 | 09:38
Herinn !? officerdick 20.9.2010 24.2.2024 | 20:45
The main source of entertainment! Annarose1 23.2.2024 24.2.2024 | 18:16
The Desert Flower Tipzy 5.4.2010 23.2.2024 | 10:33
Hvaða skemmtistaða saknið þið? (0-99 ára) Golda Meir 13.8.2006 22.2.2024 | 17:14
Hvar get ég fengið frítt fiskinet? Isabella2690 13.2.2024 21.2.2024 | 03:28
Síða 1 af 45823 síðum
 

Umræðustjórar: Kristler, Bland.is, annarut123, paulobrien, Paul O'Brien, Guddie, Hr Tölva, tinnzy123