kjötbúðingur

Brindisi | 24. ágú. '16, kl: 12:52:54 | 215 | Svara | Er.is | 0

Borðar einhver þannig í dag? eða nagga, gúllas, snitsel, kótilettur í raspi, slátur, plain fisk, kjötfars, innmat og þannig?

 

Gunnýkr | 24. ágú. '16, kl: 13:03:35 | Svara | Er.is | 0

börnin mín biðja stundum um svoleiðis.  Eins um kjötbollur úr kjötfarsi. Ég elda oft gúllas og stundum nagga. 

Brindisi | 24. ágú. '16, kl: 13:08:02 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

og ertu oft með kartöflur sem meðlæti og brúna sósu?

Gunnýkr | 24. ágú. '16, kl: 13:17:50 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

oftar kartöflumús. með bollunum allavega. 

Yxna belja | 24. ágú. '16, kl: 13:08:29 | Svara | Er.is | 0

Gúllas og plain fiskur er oft á matseðlinum hjá mér. Væri alveg til í slátur en það hentar illa v/eldunartíma en okkur er hins vegar boðið 2-3 á ári í slátur til foreldra minna og eins er slátur álíka oft í matinn á mínum vinnustað þannig að ég borða það hæfilega oft :) - annað af því sem þú nefnir er sjaldan eða aldrei í matinn hjá mér.

_____________________________________
Varúð yxna feminísk belja á ferð

Yxna belja | 24. ágú. '16, kl: 13:11:13 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Reyndar finnst mér kjötbúðingur, steiktur á pönnu, með sætri pakkastöppu sem búið er að hræra saman við tómatssósu og steiktum lauk alveg lúmskt gott... og yngra barninu líka. Þannig að mögulega er það í matinn einu sinni á ári og þá þegar við erum bara tvö heima :)

_____________________________________
Varúð yxna feminísk belja á ferð

Brindisi | 24. ágú. '16, kl: 13:18:47 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

haha þetta er svo mikill 1986 matur

Yxna belja | 24. ágú. '16, kl: 13:21:51 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já, hjá mér fylgir ákveðin nostalgía þessum "rétti", get ekki neitað því :)

_____________________________________
Varúð yxna feminísk belja á ferð

Brindisi | 24. ágú. '16, kl: 13:36:02 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

fór bara að pæla í þessu eftir aðra umræðu, ég elda nánast ekkert sem var í matinn í minni æsku, svo var mamma svo mikil kartöflukona, það voru kartöflur með ÖLLU, lasanja og kartöflur? halló? ég sýð kartöflur svo sjaldan að ég hringi í hana til að fá suðutíma

Yxna belja | 24. ágú. '16, kl: 13:40:03 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hehe, eini maturinn sem ég sýð kartöflur með er soðinn fiskur. Held að ég sjóði ekki kartöflur með neinu öðru. En ég grilla eða baka kartöflur mun oftar eða geri kartöflurétti.

_____________________________________
Varúð yxna feminísk belja á ferð

Brindisi | 24. ágú. '16, kl: 13:44:36 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

svo má ekki gleyma að ég fór með samloku með súkkulaðihnetusmjöri í morgunnesti á hverjum degi alla mína grunnskólagöngu og Svala

Yxna belja | 24. ágú. '16, kl: 13:49:38 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já samloka og frosinn sítrónusvali var eini rétturinn á mínum skólamatseðli þangað til ég fór í skólamötuneytið síðustu árin.

_____________________________________
Varúð yxna feminísk belja á ferð

Brindisi | 24. ágú. '16, kl: 13:52:25 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

að maður skuli hafa lifað þetta af :)

Brindisi | 24. ágú. '16, kl: 14:30:56 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

svo voru ALLTAF hamborgarar á laugardögum með frönskum og á sunnudögum var ALLTAF heill kjúlli, waldorfsalat og franskar eða steik, franskar og bernaisse

UnclePoodle | 24. ágú. '16, kl: 16:28:27 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hahaha mamma mín var líka svona með kartöflurnar. Einu sinni spurði ég hvort hún gæti ekki haft hrísgrjón eða pasta eða eitthvað svoleiðis. Daginn eftir voru kjötbollur í brúnni, hrísgrjón OG kartöflur. Ekkert verið að taka þær út bara bætt grjónunum við.

Brindisi | 24. ágú. '16, kl: 17:33:30 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

þegar ég var byrjuð að elda pasta þurfti hún alltaf að bæta kartöflum við til að hafa með

Orgínal | 24. ágú. '16, kl: 17:53:30 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Ég elska kartöflur; soðnar, steiktar, bakaðar, stappaðar, maukaðar, franskar eða hvernig sem er. Kartöflur eru aðal kolvetnið hjá okkur.

Yxna belja | 24. ágú. '16, kl: 14:15:12 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég er samt ekki að tala um svona mömmugúllas í brúnni sósu heldur meira pottrétti með alvöru bragði...

_____________________________________
Varúð yxna feminísk belja á ferð

Brindisi | 24. ágú. '16, kl: 14:24:31 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

það er allt önnur Ella en ég nota reyndar aldrei gúllasbita í neitt, kaupi nautaþynnur frá kjarnafæði og nota í allskonar

gúllas í þessum þræði er mömmugúllas í brúnni sósu og KARTÖFLUM

Brindisi | 24. ágú. '16, kl: 14:24:44 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

eða kartöflumús

Snobbhænan | 24. ágú. '16, kl: 20:32:34 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

já mömmugullas m brúnni sósu og kartöflumús, fínasti vetrarmatur

Lilith | 24. ágú. '16, kl: 14:27:01 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Svoleiðis gúllas er best ;)

Blah!

Relevant | 24. ágú. '16, kl: 14:11:16 | Svara | Er.is | 0

gúllas, snitsel slátur og soðinn fiskur er á boðstólnum hér. Innmatur ekki, nema 1 sinni ári eldar mamma lifur og kartöflumús fyrir mig, þegar að hún hættir því þá verður það ekki lengur í boði.  
Slátur er samt eitthvað sem ég get ekki borðað nema yfir háveturinn veit samt ekki af hverju, en gúllas er mjög reglulega á boðstólnum hér

Brindisi | 24. ágú. '16, kl: 14:14:45 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

ég hef aldrei getað borðað gúllash og snitzel því mér finnst nöfnin svo fráhrindandi og reyndar líka vont á bragðið

Relevant | 24. ágú. '16, kl: 14:15:39 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

misjafn smekkur :D  en sonurinn sér til þess að þetta sé í boði, hann er með frekar gamaldags matarstíl 

Brindisi | 24. ágú. '16, kl: 14:25:25 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

hvað er hann gamall

Relevant | 24. ágú. '16, kl: 14:25:58 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

10

jökulrós | 24. ágú. '16, kl: 14:15:18 | Svara | Er.is | 0

ég geri stundum kjúklinganagga, en gúllas, snitsel, slátur og plain fiskur er oft í matinn, börnin byðja um soðna ýsu og nætursaltaða ýsu

Brindisi | 24. ágú. '16, kl: 15:12:17 | Svara | Er.is | 0

gleymdi mesta ógeðinu, bjúgu sem voru reyndar kallaðir sperðlar á mínu heimili, uppstúf og að sjálfsögðu kartöflur ÆL ÆL ÆL

Petrís | 24. ágú. '16, kl: 16:00:02 | Svara | Er.is | 0

Ég geri stundum svoleiðis, ekki oft samt, með spældum eggjum og hrásteiktum kartöflum. Fljótlegt og of ljúffengt

ingbó | 24. ágú. '16, kl: 16:17:24 | Svara | Er.is | 0

af hverju ætti fólk ekki að borða gúllas, slátur, "plain fisk" og innmat annað slagið og snitsel og kótilettur í raspi til hátíðabrigða?  Nagga tel ég raunar ekki mannamat. Raunar borða ég sjaldan slátur, nenni ekki lengur að búa það til sjálf og finnst það yfirleitt ekki gott hjá öðrum. Raspsteiktur matur er bara endrum og sinnum en gúllas, gúllassúpur og þess háttar pottrétti er ég oft með. Fisk vil ég "plein", þ.e. ég kaupi aldrei tilbúna fiskrétti, vil velja krydd sjálf. Innmat borða ég vel af á haustin, finnst það ekki geymast lengi í frysti. -  Og af því að þú spurðir hér einhvern um kartöflur - já, ég borða kartöflur líklega 5 sinnum í viku, soðnar, íslenskar kartöflur.

Brindisi | 24. ágú. '16, kl: 17:36:09 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

ég var ekkert að segja að fólk ætti ekki að borða það, það mega allir borða það sem þeir vilja mín vegna, ég fór bara að pæla í þessu, hvort fólk væri ennþá að éta gamla mömmumatinn því ég geri það ekki, bara almenn forvitni þar sem ég er mikill matarperri :)

lalía | 24. ágú. '16, kl: 18:32:19 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það er kannski ekkert skrítið að fólk sé ekki að elda það sama og fyrir 30 árum, það er mun fjölbreyttara hráefni í boði núna og hægt að kynna sér eldamennsku og matarmenningu frá öllum heimshornum í eldhúsinu heima hjá sér.

Brindisi | 24. ágú. '16, kl: 18:34:53 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

já þaðan spratt forvitnin

lalía | 24. ágú. '16, kl: 18:40:17 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ah, ég skil :) Ég er stundum með gufusoðinn fisk, kartöflur og lauksmjör, algjör klassík. Og grjónagraut með slátri (myndi taka slátur á hverju ári ef ég væri á Íslandi) og hakk og spaghettí, en geri það reyndar allt öðruvísi en mamma gerði í 'gamla daga'. Held að það sé það eina af þessu klassíska.

icegirl73 | 24. ágú. '16, kl: 16:29:31 | Svara | Er.is | 1

Ég elda snitsel, kótilettur í raspi, kjötbúðing, soðinn fisk, kjötfars bakað, steikt og soðið og gúllas. 

Strákamamma á Norðurlandi

Orgínal | 24. ágú. '16, kl: 18:01:02 | Svara | Er.is | 0

Af þessu er soðinn fiskur vinsæll. Annað er ekki oft í boði, sumt aldrei.

Ég ólst upp við hakk og spagetti, chilli con carne, steiktan fisk, lasagne og svipað. Man ekki eftir kjötbúðing eða gúllasbitum í brúnni sósu.

Nöggum man ég ekki eftir nema á McDonald's en fiskistangir í raspi voru mjög oft og þá bornar fram með kartöflum og

ÓRÍ73 | 24. ágú. '16, kl: 18:59:28 | Svara | Er.is | 0

mjög oft. 

ts | 24. ágú. '16, kl: 19:38:42 | Svara | Er.is | 0

gúllas í brúnni með kartöflumús og kótilettur í raspi er með því betra sem ég fæ og finnst öllum gott hér.. er stundum með snitsel líka... elda oft mat svona "gamaldags" mat, mun meira en að prófa eitthvað "nýtískulegt" , en hef aldrei verið hrifin af nöggum, kjötbúðing eða kjötfarsi...

Snobbhænan | 24. ágú. '16, kl: 20:30:50 | Svara | Er.is | 0

Ég elda stundum gúllas á veturna. Restin er ekki á borðum hér

Petrís | 24. ágú. '16, kl: 20:34:15 | Svara | Er.is | 0

Ég geri allskonar gamaldags mat enda er ég kannski smá gömul. Ég elska slagrúllur, kubbasteik, kótilettur í raspi, snitsel úr svína, lamba og kjúklingakjöti. Fisk í raspi, ávaxtagrauta og slíkt. 

Brindisi | 24. ágú. '16, kl: 21:05:09 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

hvað eru slagrúllur?

Petrís | 24. ágú. '16, kl: 21:08:16 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

lambaslög fyllt með allskonar gúmmílaði og vafin upp, steikt í ofni eins og venjuleg steik með rjómalagaðri sósu og kartöflum

Brindisi | 24. ágú. '16, kl: 21:41:00 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

hvað eru slög?



Petrís | 24. ágú. '16, kl: 21:43:37 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Lambaslögin eru kjötið utan á lambarifjunum, þegar búið er að saga hrygginn af þá standa eftir rifin og á þeim er kjöt og fita, þegar búið er að úrbeina það eru það slög. 

Brindisi | 24. ágú. '16, kl: 22:43:40 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

ok I did not realise that, Russel did you realise that??  :)

Fyrirsögn Nafn Dagur Uppfært
Af hverju eru flugvélar ekki hraðari í dag? R2 D2 19.4.2024 20.4.2024 | 07:56
HarbuDarbu lagið - Geggjað flott! FuckHamas 18.4.2024 19.4.2024 | 16:11
Stofnun minningarsjóðs mánaskin 19.4.2024
what kind of extra activities for 3 half years boy? 007008 10.10.2014 19.4.2024 | 09:23
New York Ròs 18.4.2024 19.4.2024 | 03:26
Orðhlutafræði austurland1 18.4.2024
Þjóðskrá barst tilkynning listaverk1 17.4.2024 17.4.2024 | 21:20
packers and movers rehousingindia 17.4.2024
perluprjón pisa 9.8.2009 16.4.2024 | 06:09
Game stöðin cheap 23.11.2009 15.4.2024 | 02:15
Aðalfundur húsfélags tapularasa 13.4.2024 13.4.2024 | 23:39
User feedback and improvements regarding chat GPT GerdaGerda 12.4.2024 13.4.2024 | 07:34
Endurhæfingarlyferir Rokkvvi 12.4.2024 12.4.2024 | 23:05
Endurhæfingarlyferir Rokkvvi 12.4.2024 12.4.2024 | 16:05
Endurhæfingarlyferir Rokkvvi 12.4.2024
Grín neyðarkassi á brúðkaupsnótt Finnsk trukkapía 11.4.2024
Vantar svo nudd helst í kvöld Gulla trukkur 20.9.2013 11.4.2024 | 15:15
Aumingja umræðan varðandi húsaleigu. _Svartbakur 30.3.2023 11.4.2024 | 10:00
Sjónskerðing hjá ungabarni Elisabetheida 10.4.2024 11.4.2024 | 09:19
Selfoss eða Þorlákshöfn Mayla 2.7.2004 10.4.2024 | 11:40
Skyldmenni böbblí 20.1.2005 8.4.2024 | 20:14
Loksins fær Reykjavíkurflugvöllur nýja flugstöð ! _Svartbakur 15.6.2023 8.4.2024 | 14:24
Bæklunarlæknar barbafín 27.4.2011 8.4.2024 | 11:04
Nýr forseti Íslands ? Hver verður hann eða hún ? jaðraka 14.3.2024 8.4.2024 | 10:47
Desemberbumbur 2024 h1999 6.4.2024 8.4.2024 | 07:56
Aðstoðarmaður fasteignasala icelandicjesus 3.7.2022 8.4.2024 | 07:55
Gifurleg fjölgun erlendra afrotamanna í glæpum hérlendis ! _Svartbakur 18.6.2023 7.4.2024 | 12:02
Harmlrkur á Suðurnesjum selur hús ofan af öryrkja fyri brot af verðmæti. _Svartbakur 28.6.2023 7.4.2024 | 11:21
Rafskútur flytja álíka marga farþega og Strætó en menga sennilega 1 þúsundasta á við Strætót jaðraka 16.6.2023 7.4.2024 | 09:01
fermingarkort dæsí 15.4.2011 7.4.2024 | 02:53
"Kappakstur" mattabg 30.9.2013 6.4.2024 | 14:08
N.Y jarðskjálftinn Zjonni71 6.4.2024
Páska Flensan eythorjonas 29.3.2024 5.4.2024 | 21:33
vitiði hvar hægt er að leigja bingó ?? skrauma85 30.3.2009 5.4.2024 | 21:20
hbomax.com/tvsignin Guide by GetFactified.com getfactifiedme 5.4.2024 5.4.2024 | 19:37
hbomax.com/tvsignin Guide by GetFactified.com getfactifiedme 5.4.2024 5.4.2024 | 19:37
hbomax.com/tvsignin Guide by GetFactified.com getfactifiedme 5.4.2024 5.4.2024 | 19:37
Ferming - endurnýta skraut Svetlana Álfheiður Malyutina 3.4.2024 5.4.2024 | 14:33
Óska eftir veitingastað Aura Pain 5.4.2024
Veit einhver - twentyfiveyears 1.3.2024 4.4.2024 | 22:01
50 cent og Game Bíædz 16.1.2008 4.4.2024 | 15:49
Game boy 26sigbjo 24.3.2007 4.4.2024 | 15:48
Dúkku spítali Ròs 3.4.2024 4.4.2024 | 14:48
Game Boy leikir jigsaw 18.4.2005 4.4.2024 | 09:58
Game boy suama 7.4.2009 4.4.2024 | 09:34
Strætó til Kef Herra Lampi 28.6.2023 3.4.2024 | 16:02
Könnun/lokaverkefni Krabbipatti12 2.4.2024
Ættarmót á Suðurlandi? Fanney79 27.3.2024 1.4.2024 | 21:02
Fönix veitingastaður matareitrun thundercat 30.3.2024 1.4.2024 | 20:57
Hvað kosta sígarettur á sölustöðum? Krokodillinn 27.3.2024 1.4.2024 | 18:50
Síða 1 af 47654 síðum
 

Umræðustjórar: Paul O'Brien, Hr Tölva, Kristler, paulobrien, Guddie, annarut123, tinnzy123, Bland.is