Klippt nr af bíl / skoðun

auglysingar4u | 8. jan. '12, kl: 22:09:45 | 3961 | Svara | Er.is | 0

Lenti í því í dag að það var klippt númerin af bílnum þar sem hann átti að fara í skoðun e-h tímann í fyrra
(undarlegt að ég hafi ekki bara fengið "boðun í skoðun" )

Ef ég fer með bílinn númeralausan í skoðun í fyrramálið... hvernig virkar það... þarf ég þá að sækja númerin niðrí Umferðarstofu og setja á bílinn

Eða eru númerin send á einhverja skoðunarstöð sem ég verð að finna út?

 

booh | 8. jan. '12, kl: 22:11:12 | Svara | Er.is | 0

Boðun í skoðun?

Almeida | 8. jan. '12, kl: 22:11:34 | Svara | Er.is | 38

Undarlegt að þú hafir bara ekki farið með bílinn í skoðun á réttum tíma :) 

En nei, hef ekki hugmynd um hvernig þetta virkar. Myndi bara prófa að hringja í skoðunarstöð í fyrramálið og athuga :)

auglysingar4u | 8. jan. '12, kl: 22:13:40 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

ég tek aldrei eftir hvaða ár stendur á þessum blessaða litla miða á bílnúmerinu :)

Almeida | 8. jan. '12, kl: 22:29:51 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 4

Nei nei, good shit... góð regla er samt að fara með bílinn á hverju ári (nema að þú sért á nýjum/nýlegum bíl) í þeim mánuði sem stendur fyrir tölunni sem er síðust í bílnúmerinu... 9 stendur fyrir september.. bara svona ef þú þekktir ekki reglurnar ;) 

Sarabía | 8. jan. '12, kl: 22:39:00 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 4

Sumir eru að klára að gera við smáatriði fyrir skoðun eða eru á endurskoðun þegar svona gerist. Fólk er kannski líka ekki  með mikla peninga milli handanna fyrir skoðunum og viðgerðum á þessum síðustu og verstu tímum, en góð regla samt sem aður :)

Litill strákur fæddur 08.09´16
-------------------------------------
Facebook spjall síða fyrir foreldra gleraugnabarna
https://www.facebook.com/groups/222457807904141/

Undirskriftalisti um hækkun styrks til foreldra barna með gleraugu.
http://www.ipetitions.com/petition/haekkum-gleraugnastyrk-til-barna-og-unglinga/?utm_medium=social&utm_source=facebook&utm_campaign=butt

Almeida | 8. jan. '12, kl: 22:39:43 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já ég veit :) Fannst þetta bara svo krúttlega orðað hjá henni/honum :)

kátur | 8. jan. '12, kl: 22:38:23 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 10

Ertu örugglega með bílpróf?

Life is a bitch....get used to it !

auglysingar4u
kátur | 9. jan. '12, kl: 12:00:23 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Ég á húsið mitt skuldlaust ef þig langar til þess að vita það og bílanna þrjá líka. Allt innbú er skuldlaust og svo á ég feitann sparireikning í evrum, líklega eitthvað sem þú átt ekki en ert samt að rífa kjaft hérna.

Life is a bitch....get used to it !

auglysingar4u
kátur | 9. jan. '12, kl: 12:07:30 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þegar þú kallar fólk bjána þá ertu að rífa kjaft......

Life is a bitch....get used to it !

auglysingar4u | 9. jan. '12, kl: 12:08:44 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Þegar þú spyrð hvort einhver sé örugglega með bílpróf þá biðuru um það

skák og mát

kátur | 9. jan. '12, kl: 12:11:49 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 5

Spurning þín hér að ofan gefur það sterklega til kynna að þú hafir ekki bílpróf eða neina þekkingu á nokkru sem kemur að rekstri á bíls.

Life is a bitch....get used to it !

auglysingar4u | 9. jan. '12, kl: 12:21:16 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Er örugglega búnnað vera með bílpróf lengur en þú væni

kátur | 9. jan. '12, kl: 12:24:02 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 4

Ég fékk bílprófið 1987.
Ef þú hefur verið lengur með prófið en ég þá ættir þú að hafa meiri þekkingu á þessum málum.

Life is a bitch....get used to it !

Cheese addict | 9. jan. '12, kl: 12:30:02 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Gjöriði svo vel: *réttiskóflurfyrirsandkassastríðið*. Þið megið eiga skóflurnar og nota að vild.

auglysingar4u | 9. jan. '12, kl: 12:30:07 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

ef þú ert 41 þá ættiru að hafa meiri þroska en það að segja að fólk sé ekki með bílpróf ef það er ekki viss hvenær númeraplöturnar koma niðrá Umferðarstofu og hvernig það ferli er akkurat....

kátur | 9. jan. '12, kl: 12:32:42 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Ég sagði aldrei að þú værir EKKI með bílpróf, heldur spurði ég þig hvort þú VÆRIR með bílpróf.
Það er mikill munur þar á.

Life is a bitch....get used to it !

druzin | 9. jan. '12, kl: 23:11:29 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þetta er skemmtilegasta pissing contest sem ég hef séð. Akks ekki hætta að míga hvor yfir annan.

Askepot | 9. jan. '12, kl: 12:14:05 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 11

Mér finnst merkilegt að geta haft stjórn á rekstri fyrirtækja en muna ekki að færa bílinn sinn til skoðunar.

 

*•.•´`•«•´¨*•.¸•´`•«•´¨*•.•´`•«•´¨*•.•´`•«•´¨*
"Munurinn á snilld og heimsku er sá
að snilldin er takmörkuð." A.Ein.
*•.•´`•«•´¨*•.¸•´`•«•´¨*•.•´`•«•´¨*•.•´`•«•´¨*
"Miðaldra kelling í lögfræðinámi" Mae West.

Grjona | 9. jan. '12, kl: 12:27:10 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

+

♥♥♥♥♥♥♥♥Joðvillingur♥♥♥♥♥♥♥♥
Við erum ríkið, ríkið er við.
http://er.is/messageboard/messageboard.aspx?advid=13498192&advtype=52

„I hate football. It‘s primitive, dull, pathetic and cruel.“ Mikey H

Raw1 | 9. jan. '12, kl: 07:42:21 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

En þú hefur 6 mánuði til að fara með bílinn. 3 fyrir tímann og 2 eftir tímann.. 


minnir mig

Grjona | 9. jan. '12, kl: 08:22:35 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það væri reyndar hægt að fara í apríl (eða fyrr fyrir bíla með númer sem endar á einum) og græja þetta, hafa það bara fyrir reglu. Það má fara 6 mánuðum fyrir skoðunarmánuð (innan árs, þetta gildir ekki yfir áramót) eða 2 mánuðum eftir.

♥♥♥♥♥♥♥♥Joðvillingur♥♥♥♥♥♥♥♥
Við erum ríkið, ríkið er við.
http://er.is/messageboard/messageboard.aspx?advid=13498192&advtype=52

„I hate football. It‘s primitive, dull, pathetic and cruel.“ Mikey H

orkustöng | 31. júl. '18, kl: 14:00:21 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

innan árs...held ekki...... bifreið sem ekki er færð til skoðunar innan þriggja mánaða frá því að aðalskoðun á að fara fram, fær sjálfkrafa sekt, sem greiða þarf þegar bifreiðin er færð til skoðunar næst. Ef ekki er farið eftir því og bifreiðin samt ekki færð til skoðunar getur lögregla klippt skráningarnúmer af ökutæki eftir að fullir 8 mánuðir hafa liðið frá því að færa átti ökutækið til skoðunar, eða fullir 6 mánuðir hafa liðið frá því að bifreiðin átti að færast til endurskoðunar.

hugmyndalaus | 9. jan. '12, kl: 11:55:33 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

nei en sem bíleigandi þarftu samt að hafa þetta í huga. þú berð ábyrgð á því sjálf.

ef þú átt bíl þá þarftu að muna það sko...   getur meira að segja sett reminder á símann þinn sem pípir altlaf á sama tíma á árinu....  

djöfull | 9. jan. '12, kl: 21:47:24 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

hahaha "tekur ekki eftir"??  það gildir nú bara um alla bílaeigendur að fara með bílin árlega í skoðun.  ég mæli með strætó :)

auglysingar4u | 9. jan. '12, kl: 22:14:33 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

ok, þegar ég fer með jet-skíð í viðgerð... bið ég hann þá að opna að aftan?

ef ég fer í heimsókn til frænda minns og er til 1 eftir miðnætti, gengur hann þá ennþá?

... hélt ekki

djöfull | 9. jan. '12, kl: 23:08:55 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

mér sýnist þú gera lítið annað en að stæra þig af miklum auð í þessari umræðu en virðist vanta alla skynsemi þannig blessuð vertu leigðu sendibíl undir jet-skíið og leigari sér um rest ;)  þeir koma í ýmsum stærðum allan sólahringinn :)    enda er bara algjör tímaeyðsla og hundleiðinlegt að vera ábyrg fyrir farartæki!

auglysingar4u | 9. jan. '12, kl: 23:33:10 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

er það auður að eyða jet-ski.... frekar auður að eyða tíma sínum á barnalandi því tími er verðmætari en peningar

so, i gotta go :)

djöfull | 9. jan. '12, kl: 23:37:37 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

úúú vinnur á nóttinni.... þá höfum við slúðurkellingarnar eitthvað til að tala um ;)  héddna hverskonar rekstur er í þessum þremur fyrirtækjum?

auglysingar4u | 10. jan. '12, kl: 00:40:40 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

mobile solutions / app programming (android / ipad )

kons | 8. jan. '12, kl: 22:14:32 | Svara | Er.is | 2

hringdu í lögguna og segðu henni að koma með nr plöturnar til baka......... annars kærir þú þær fyrir þjófnað....

Fortunella | 8. jan. '12, kl: 22:30:48 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hahaha, nice try ;)

kons | 8. jan. '12, kl: 22:33:58 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

hehehhehe............

GuardianAngel | 9. jan. '12, kl: 09:18:44 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

hahahaha

-----------------------------------------------------------------
Skilaboðin mín eru í rugli, ef þú sendir mér skiló láttu mig þá vita á spjallborðinu, þarf að leita þau sérstaklega uppi.

Sarabía | 8. jan. '12, kl: 22:36:59 | Svara | Er.is | 0

Velkomin í ´hópinn það var klippt af hjá mér áðan. Hélt maður fengi boðun í skoðun, ég var með endurskoðunar miða á og var enn að dreyda niður á mánuði viðgerð en svona er lífið. Ég þori ekki að keyra hann númeralausan svo ég varð að skilja hann eftir niðrí bæ.

Litill strákur fæddur 08.09´16
-------------------------------------
Facebook spjall síða fyrir foreldra gleraugnabarna
https://www.facebook.com/groups/222457807904141/

Undirskriftalisti um hækkun styrks til foreldra barna með gleraugu.
http://www.ipetitions.com/petition/haekkum-gleraugnastyrk-til-barna-og-unglinga/?utm_medium=social&utm_source=facebook&utm_campaign=butt

kátur | 8. jan. '12, kl: 22:39:32 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Það er bara krabbameinsskoðun sem boðað er í OK?

Life is a bitch....get used to it !

Sarabía | 8. jan. '12, kl: 22:41:29 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Boðun í skoðun er miði sem er settur yfir skoðunarmiða ef bíll er komin langt yfir, ef það er ekki virt er númer tekið af eða var svoleiðis, þessi miði var tvílitur frá horni í horn, ég hef aldrei fengið svoleiðis en séð hann samt sem áður.

Litill strákur fæddur 08.09´16
-------------------------------------
Facebook spjall síða fyrir foreldra gleraugnabarna
https://www.facebook.com/groups/222457807904141/

Undirskriftalisti um hækkun styrks til foreldra barna með gleraugu.
http://www.ipetitions.com/petition/haekkum-gleraugnastyrk-til-barna-og-unglinga/?utm_medium=social&utm_source=facebook&utm_campaign=butt

kátur | 8. jan. '12, kl: 22:44:25 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 8

Maður bíður ekki svo lengi að fara með bíl í skoðun að maður fái boðunarmiða.......

Life is a bitch....get used to it !

Sarabía | 8. jan. '12, kl: 22:47:51 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég var með endurskoðun því ég var að gera við það sem vantaði upp á síðustu skoðun, ég er samt ekkert ósátt ef þetta eru þeirra vinnubrögð þá bara redda ég málunum enda ekki mín umræða.

Litill strákur fæddur 08.09´16
-------------------------------------
Facebook spjall síða fyrir foreldra gleraugnabarna
https://www.facebook.com/groups/222457807904141/

Undirskriftalisti um hækkun styrks til foreldra barna með gleraugu.
http://www.ipetitions.com/petition/haekkum-gleraugnastyrk-til-barna-og-unglinga/?utm_medium=social&utm_source=facebook&utm_campaign=butt

polgara | 9. jan. '12, kl: 07:27:18 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hvað er langt síðan þú fékkst þennan endurskoðunarmiða?  Þú veist vonandi að hann gildir bara í mánuð?  Eftir það þarftu að vera búin að gera við bílinn og fara með hann í skoðun.

auglysingar4u | 9. jan. '12, kl: 00:10:35 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

það væri gáfullegast en stundum er svo margt annað sem maður er upptekin við að svona gleymist

Grjona | 9. jan. '12, kl: 08:23:25 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Ef maður er gleyminn þá setur maður reminder í símann eða gulan miða á ísskápinn eða annan áberandi stað þannig að svona farist ekki fyrir.

♥♥♥♥♥♥♥♥Joðvillingur♥♥♥♥♥♥♥♥
Við erum ríkið, ríkið er við.
http://er.is/messageboard/messageboard.aspx?advid=13498192&advtype=52

„I hate football. It‘s primitive, dull, pathetic and cruel.“ Mikey H

Grjona | 9. jan. '12, kl: 08:26:04 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ef maður er gleyminn þá setur maður reminder í símann eða gulan miða á ísskápinn eða annan áberandi stað þannig að svona farist ekki fyrir.

♥♥♥♥♥♥♥♥Joðvillingur♥♥♥♥♥♥♥♥
Við erum ríkið, ríkið er við.
http://er.is/messageboard/messageboard.aspx?advid=13498192&advtype=52

„I hate football. It‘s primitive, dull, pathetic and cruel.“ Mikey H

xarax | 9. jan. '12, kl: 00:32:21 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Sumt fólk á hreinlega ekki pening.

Tveggja gullmola mamma:)
15.05.09-01.03.11

Almeida | 9. jan. '12, kl: 01:21:07 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 16

Ef fólk hefur ekki efni á að fara með bílinn sinn í reglubundna skoðun einu sinni á ári, þá hefur viðkomandi ekki efni á að reka bifreið! Mín skoðun... 

xarax | 9. jan. '12, kl: 01:32:56 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Það er auðvitað rétt. En ef fólk á bílinn og kemst ekki af án hans þá er fátt í stöðunni.

Tveggja gullmola mamma:)
15.05.09-01.03.11

Almeida | 9. jan. '12, kl: 01:35:26 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 7

Það er nú dýrara dæmi að fá sektina fyrir að mæta með bílinn og seint (eða bara ekki) í skoðun, láta klippa undan hjá sér og standa í öllu því veseni en að fara með bílinn í skoðun á réttum tíma. 
Fyrir utan að það er ólöglegt að keyra um að óskoðuðum bíl. 
Þú segir fátt í stöðunni, já erfitt ... en ekki ógerlegt að leggja bílnum. Fólk þarf að finna einhver önnur úrræði ef það er það blankt að það geti ekki pungað út undir 10 þús krónum einu sinni á ári. 

Almeida | 9. jan. '12, kl: 01:36:56 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Orðin þreytt... :) 

Átti auðvitað að vera "OF seint" og svo "keyra um Á óskoðuðum bíl" :) 

orkustöng | 31. júl. '18, kl: 14:29:46 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

ólöglegt að keyra um að óskoðuðum bíl. .....er það nú víst, .......fann bara þetta. Vanrækt að tilkynna eigendaskipti 20.000
Vanrækt að færa ökutæki, sem breytt hefur verið á þann veg að það
kallar á breytta skráningu, til skoðunar 20.000
Skráningarmerki vantar eða eru ógreinileg 20.000
Skráningarmerki vísvitandi gerð ógreinileg 20.000
Skráningarskírteini fylgir ekki ökutæki 20.000
Brotið gegn reglum um tímabundinn akstur
skráningarskyldra ökutækja án skráningar

Curvy | 9. jan. '12, kl: 09:26:43 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

það á kannski alveg pening fyrir skoðuninni sjálfri en ekki tugþúsundir fyrir viðgerð eftir endurskoðunarmiða...finnst það mjög líkleg ástæða fyrir útrunnum endurskoðunarmiðum.
Minn bíll er t.d gallað eintak, ég fékk endurskoðunarmiða og fór strax í það að laga það sem var að, og borgaði 300.000 fyrir það. Fór aftur með bílinn í skoðunn og þá var eitthvað meir bilað og vatnskassinn fór að leka á staðnum...það kostaði annann 60.þ kall. Svo fór pústið og ég átti bara ekki til auka 50þ til að skipta um það svo bíllinn dólaði sér á endurskoðun í auka mánuð.

Almeida | 9. jan. '12, kl: 09:38:43 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Já, það er auðvitað til í dæminu. Að reka bíl er dýrt dæmi. Viðhald, viðgerðir, tryggingar, skoðanir og ég tala nú ekki um helvítis eldsneytið. Það er bara klárlega of dýrt fyrir suma einstaklinga að eiga bíl og þá þurfa þeir að gera aðrar ráðstafanir. 

Curvy | 9. jan. '12, kl: 10:48:44 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

þurfa þeir að gera ráðstafanir ef þeir geta rekið bílinn alla jafna en eiga ekki fyrir rándýrum og óvæntum viðgerðum? Má ekki eiga bíl nema eiga varasjóð?

Almeida | 9. jan. '12, kl: 13:49:13 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Nei, það var ekki það sem ég var að meina :) Allir geta lent í óvæntum viðgerðum og dýrum rugli og þá getur allt farið úr skorðum... En ef viðkomandi hefur að öllu jafnan ekki efni á þessum "smáhlutum" sem fylgja bílaeign (skoðunum, smurningu, dekkjakaupum og svoleiðis) þá á viðkomandi að leggja bílnum og taka strætó :) 

MUX | 9. jan. '12, kl: 15:26:22 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

þá skilar þú bara inn númerinu á bílnum á meðan það er verið að gera við hann ;)

because I'm worth it

Curvy | 9. jan. '12, kl: 21:45:33 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

eða lætur hann standa á bílaplaninu á meðan :) Er samt sko alveg sammála ykkur að það eigi ekki að aka um á löngu óskoðuðum bíl

stormur80 | 10. jan. '12, kl: 16:26:56 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Getur ekki verið rétt..Þegar þú ferð með bíl í endurskoðun þá er bara kíkt á þá hluti sem sett var útá og búið...Þeir mega ekki setja nýjan grænan miða.

Feitur,flottur og fjallhress!!!!;)

Curvy | 10. jan. '12, kl: 16:39:04 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

já ef þú ferð innan rammans, svo bað ég reyndar um að allt yrði skoðað því minn kaggi er gallað eintak og ég vildi fá allt í lag

auglysingar4u | 9. jan. '12, kl: 11:54:06 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Held það sé ekki málið - eyði sennilega á hverjum degi það sem kostar að skoða bíl

Lljóska | 9. jan. '12, kl: 23:19:13 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

alveg á hverjum degi???

XXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXX
„Þetta er mögnuð tilfinning og gerist ekki betra,þetta er svo sætt"

ræktin2011 | 9. jan. '12, kl: 13:13:29 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

eg fæ alltaf bref heim fra frumherja

ræktin2011 | 9. jan. '12, kl: 13:13:40 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

og reyndar aðalskoðun lika

auglysingar4u | 8. jan. '12, kl: 22:41:09 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

já, ég keyrði minn númeralausan heim þaðan sem klippt var af honum.... ef löggan hefði stoppað mig á leiðinni þá hefði ég sagt við hana "þið gerðuð þetta- ég ætla frekar láta brjóstast inn í bílinn fyrir utan heima en niðrí miðbæ"

Hvað.. átti ég að ýta honum, hehe :)

Eins og gömlu kallarnir segja stundum í sundi... "ástæðan að allt var svona skemmtilegt og ævintýralegt í gamla daga er vegna þess að það voru ekki allar þessar reglugerðir og bureau-krasía"

kátur | 8. jan. '12, kl: 22:45:19 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 13

Þú hefðir fengið feita sekt ef þeir hefðu ná þér.......þú varst heppin því bílinn er ekki einu sinni tryggður ef hann er ekki á númerum.

Life is a bitch....get used to it !

TOB72 | 8. jan. '12, kl: 22:48:44 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 15

vó! hvernig væri að hugsa aðeins lengra en nefnið á þér nær? bílinn er ekki tryggður, hvað ef þú hefðir lent í tjóni? ekki er svo góð færð úti núna. Ertu borgunarmaður fyrir því að skemma eignir annara og/eða bæta líkamstjón eða ertu bara bjáni!!!

auglysingar4u
musamamma | 9. jan. '12, kl: 00:29:37 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 18

Hann er ótryggður um leið og númerin eru farin af honum. Þú ert bjáni.


musamamma

auglysingar4u
musamamma | 9. jan. '12, kl: 01:00:09 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Ef ég væri buin að smakka áfengi þá væri ég ekki hér heldur niðrí bæ að djamma og dansa uppi á borðum í snípsíðu pilsi. Good times.


musamamma

auglysingar4u | 10. jan. '12, kl: 03:24:23 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

það færi þér held ég mjög vel bara

SPRINGSTEEN | 9. jan. '12, kl: 01:46:23 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Þetta er nú ekki alveg rétt hjá ykkur. Ekkert mál að borga tryggingar af númerlausum bíl.
Og ef bíllinn er t.d á láni og í kaskó þá er ekki einu sinni hægt að taka kaskó af honum.

Hins vegar er númerslaus bíll í ökubanni. Svo ég er ekki alveg viss um gildi þessara trygginga.

Ég mæli með að draga bílinn, seint um nótt. með blikkljósin á og smá spotta á milli.

fara á skoðunarstöð sem er næst, eða þægilegast að keyra til.

Svo er líka hægt að "leigja" tímabundin númer til að keyra bílinn á. Svipað og bílasölur nota.

Þú þarft að sækja væntanlega númerin niðrí umferðastofu í borgartúni, og greiða ákvílandi vegskatt.

róisín | 9. jan. '12, kl: 00:31:08 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hann er ótryggður um leið og það er klippt af honum!

auglysingar4u | 9. jan. '12, kl: 22:15:51 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Minnir mig á Simon Cowell... hann opnar á sér munninn og allir baula á hann

samt hefur hann svo rétt fyrir sér

musamamma | 9. jan. '12, kl: 00:29:01 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Þú ert nú meiri áninn. Þú keyrir ekki númerslausan bíl. Í versta falli færðu vinkonu eða vin til að keyra fyrir framan þig með reipi afturúr eins og sé verið að draga þinn bíl.


musamamma

reyndar | 9. jan. '12, kl: 09:32:35 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þú ert bara full á féló!

musamamma | 9. jan. '12, kl: 10:30:54 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ræræræ


musamamma

Grjona | 9. jan. '12, kl: 12:27:51 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ertu búin að selja hvýta skápinn?

♥♥♥♥♥♥♥♥Joðvillingur♥♥♥♥♥♥♥♥
Við erum ríkið, ríkið er við.
http://er.is/messageboard/messageboard.aspx?advid=13498192&advtype=52

„I hate football. It‘s primitive, dull, pathetic and cruel.“ Mikey H

reyndar | 9. jan. '12, kl: 12:31:22 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hvernig er þessi skápur á lytinn?

Grjona | 9. jan. '12, kl: 12:37:42 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Svo er spurning hvort það er tyl mynd af honum.

♥♥♥♥♥♥♥♥Joðvillingur♥♥♥♥♥♥♥♥
Við erum ríkið, ríkið er við.
http://er.is/messageboard/messageboard.aspx?advid=13498192&advtype=52

„I hate football. It‘s primitive, dull, pathetic and cruel.“ Mikey H

musamamma | 9. jan. '12, kl: 12:37:44 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hvýtleytur.


musamamma

musamamma | 9. jan. '12, kl: 12:37:16 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég er svo fróm að ég sel ekki, heldur gef þeim sem minna mega sýn *fallegt bros*


musamamma

fabia69 | 9. jan. '12, kl: 13:20:28 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

þú komst þér í þessi vandræði sjálf og áttir að kalla á dráttarbíl til að draga bílinn heim

Venja | 9. jan. '12, kl: 15:07:00 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

já það hefði gagnast alveg rosalega að vera með skæting við lögregluna, eins og þinn trassaskapur sé þeim að kenna því þeir boðuðu þig ekki í skoðun. hvernig væri að taka smá ábyrgð á eigin lífi?

kvi | 10. jan. '12, kl: 08:49:24 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég skil vel að þú fórst með bílin heim en þú áttir fá einhvern til draga hann eða til keyra á undan þeir með spotta.

Pandabug | 8. jan. '12, kl: 22:56:29 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Er það ekki eitthvað barn góðærisins sem er löngu dottið upp fyrir. Það hefur all mikið verið hert og einfaldað vinnuferli þegar kemur að sektum og sektirnar sjálfar hafa flestar hækkað síðan allt hrundi hérna. Rámar meira að segja í að það hafi verið tilkynnt sérstaklega í fjölmiðlum þegar þeir hertu þetta með skoðun á bifreiðum, t.d. að það leggst á mann vanrækslugjald um leið og tveir mánuðir eru liðnir frá mánuðnum sem bílnúmerið endar á..

Sarabía | 8. jan. '12, kl: 22:57:45 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Jú ég vissi af þessu gjaldi þess vegna fór ég einmitt með minn í skoðun á réttum tíma en hafði víst ekki nógu langan tíma til að gera við allt áður en það var klippt á.

Litill strákur fæddur 08.09´16
-------------------------------------
Facebook spjall síða fyrir foreldra gleraugnabarna
https://www.facebook.com/groups/222457807904141/

Undirskriftalisti um hækkun styrks til foreldra barna með gleraugu.
http://www.ipetitions.com/petition/haekkum-gleraugnastyrk-til-barna-og-unglinga/?utm_medium=social&utm_source=facebook&utm_campaign=butt

Hedwig | 8. jan. '12, kl: 23:25:15 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þú getur fengið framlengingu á endurskoðun allavega einu sinni ef ekki tvisvar. Þannig að í staðinn fyrir að hafa mánuð til að gera við er hægt að fá 2-3 mánuði til að redda því :). Ferð bara niður á skoðunarstöð og færð nýjan endurskoðunarmiða, ekkert mál :). Betra að gera það en að lenda með klippt númer. Veist það allavega næst :). 

Sarabía | 8. jan. '12, kl: 23:32:30 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Cool :) kostar þá 1000 kall skiptið eða?

Litill strákur fæddur 08.09´16
-------------------------------------
Facebook spjall síða fyrir foreldra gleraugnabarna
https://www.facebook.com/groups/222457807904141/

Undirskriftalisti um hækkun styrks til foreldra barna með gleraugu.
http://www.ipetitions.com/petition/haekkum-gleraugnastyrk-til-barna-og-unglinga/?utm_medium=social&utm_source=facebook&utm_campaign=butt

Sarabía | 8. jan. '12, kl: 23:36:16 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Veit svo einhver hvort maður borgar fyrir að fá plötunar til baka?

Litill strákur fæddur 08.09´16
-------------------------------------
Facebook spjall síða fyrir foreldra gleraugnabarna
https://www.facebook.com/groups/222457807904141/

Undirskriftalisti um hækkun styrks til foreldra barna með gleraugu.
http://www.ipetitions.com/petition/haekkum-gleraugnastyrk-til-barna-og-unglinga/?utm_medium=social&utm_source=facebook&utm_campaign=butt

Hedwig | 8. jan. '12, kl: 23:40:07 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Minnir að við höfum ekki borgað neitt fyrir það en kannski var það eitthvað , ekki alveg viss :). 

sibbz | 9. jan. '12, kl: 00:43:00 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

ég borgaði ekkert þegar ég fékk svona framlengingu, þarft bara að sækja um hana áður en fresturinn rennur út. eða sækja um hana =  biðja um frest bara á skoðunarstöðinni og færð þá nýjan miða

Rocker | 9. jan. '12, kl: 00:00:19 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þú getur alltaf farið og framlengt endurskoðuninni

kvi | 10. jan. '12, kl: 08:44:05 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Fáðu einhvern til draga billinn heim til þín þegar það er betri færð. Því að þú mátt búast við því að billinn verði dreginn í burtu á þinn kostnað eða það verður brotist eða stolið úr eða af honum.

auglysingar4u | 10. jan. '12, kl: 11:12:54 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

búinn að keyra hann heim og fór í skoðun og komin aftur á númerin

kvi | 10. jan. '12, kl: 12:46:03 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

já flott hjá þér svona á geira þetta bara aðeins fyrr. Og fékk hann fulla skoðun . Muna svo bara geira eithvað áður en numerinn eru klipt af.

jo123 | 8. jan. '12, kl: 22:45:42 | Svara | Er.is | 0

maður fær ekki boðun í skoðun ;) það er bara klippt af ef hann er ekki skoðaður.

BilaViðgerðir | 8. jan. '12, kl: 22:56:59 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

1. Skráning ökutækja

1.10.5 Boðun í skoðun af lögreglu


Boðun í skoðun: Lögregla getur boðað ökutæki í skoðun ef vanrækt hefur verið að færa það til almennrar skoðunar eða til endurskoðunar. Einnig ef öryggis- eða mengunarvarnarbúnaði þess er áfátt að mati lögreglu, þótt almenn skoðun þess sé í gildi.

Frestur til skoðunar: Á boðunarmiða lögreglu er kveðið á um þann frest sem gefinn er til að færa ökutækið til skoðunar að hámarki sjö dagar. Fresturinn er ekki framlenging á lögbundnum fresti til að færa ökutæki til reglubundinnar skoðunar, heldur er hér aðeins um að ræða frest vegna afklippingar.

Tilkynning lögreglu: Lögreglan skal tilkynna Umferðarstofu samdægurs um boðun í skoðun.

Skráning í ökutækjaskrá: Umferðarstofa skráir boðun í skoðun í ökutækjaskrá og þann frest sem veittur var. Tegund skoðunar verður "Boðun í skoðun" og niðurstaða skoðunar verður "Frestur" og sá frestur sem var tilgreindur er skráður.

sibbz | 9. jan. '12, kl: 00:45:49 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

þetta er ekki almenna reglan, þetta er bara ef lögreglan sér ástæðu til að boða bílinn í skoðun þá annað hvort vegna þess að lögreglan telur hann vera vanbúinn eða vegna þess að hann er löngu komin fram yfir skoðunartímann.


þú færð ekki sent blað heim til þin bara þegar komið er að því að fara með bílinn í skoðun eins og þú færð blað heim til þín um að það sé kominn tími á krabbameinsskoðun (ef þú ert kvk).

sola85 | 8. jan. '12, kl: 22:57:52 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ef þú ert a höfuðborgasvæðinu fara númerin niðrí Umferðastofu, sem er niðrí Borgatrúni síma 580-2000.
Bíllinn er ekki ótryggður þó að það sé klippt af honum, þú þarft að hafa samband við tryggingarnar til að fella þær niður ( þar að segja þegar þú leggur inn númer, sem á ekki við í þessu tilfelli)
Lögreglan hefur heimild til að klippa af bílum sem eru komnir langt fram yfir á skoðun.
Næstu skref hjá þér er að hringja í Umferðastofu á morgun og fá þá til að senda plöturnar á einhverja skoðunarstöð, ( þú færð ekki plötunar afhentar nema að bílinn fari í skoðun).
Þú getur líka látið skoða bílin án númera og farið svo og sótt númerin.

auglysingar4u | 9. jan. '12, kl: 00:16:48 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þakka þér alveg kærlega fyrir þessi góðu svör

margir hefðu mátt svara svona í stað þess að vera með skæting.... en það er eitt af því sem plagar þessa þjóð

Venja | 9. jan. '12, kl: 13:11:34 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

en gott að þú tókst the high-road og varst ekki með neinn skæting eins og allt fulla félópakkið hérna ;)

auglysingar4u | 9. jan. '12, kl: 15:36:16 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

:)

bb99 | 8. jan. '12, kl: 23:30:02 | Svara | Er.is | 0

það var Klippt af þá mér í nótt og það 9 stendur fyrir september var enþá með 11 miða

saedis88 | 8. jan. '12, kl: 23:46:00 | Svara | Er.is | 11

vá fokk hvað er að ykkur!  Leggiði bílnum eða farið með bílana ykkar í skoðun!! 
Keyra bílana númerislausa? ÞAÐ ER TIL KAÐALL EÐA VAKA SEM DREGUR BÍLANA?

Ég hef 2x lennt í því að vera komin að því að vera klippt af hjá mér og bíllinn ekki í standi til að komast í gegnum skoðun og eiga ekki við viðgerðinni. vitiði hvað ég gerði?
ég skilaði inn númeraplötunum?!?!?!? Í fyrra skiptið rölti ég 6km með 2ja vikna barn í barnavagni með plöturnar. Í seinnaskiptið skilaði ég inn plötunum þá með 1 mánaða barn! 

Sarabía | 8. jan. '12, kl: 23:54:14 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Er mikið af fólki hér að keyra bílana sína númeralausa?

Litill strákur fæddur 08.09´16
-------------------------------------
Facebook spjall síða fyrir foreldra gleraugnabarna
https://www.facebook.com/groups/222457807904141/

Undirskriftalisti um hækkun styrks til foreldra barna með gleraugu.
http://www.ipetitions.com/petition/haekkum-gleraugnastyrk-til-barna-og-unglinga/?utm_medium=social&utm_source=facebook&utm_campaign=butt

auglysingar4u | 9. jan. '12, kl: 00:20:19 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

nei, ekki nema þú sért á leið í skoðun :)

Sarabía | 9. jan. '12, kl: 07:16:45 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég myndi bara ekki keyra bílinn númeralausan í skoðun ég myndi fara í strætó frekar kasólétt með 4 börn að redda öllu sem þart áðu ren ég myndi fara í skoðun.

Litill strákur fæddur 08.09´16
-------------------------------------
Facebook spjall síða fyrir foreldra gleraugnabarna
https://www.facebook.com/groups/222457807904141/

Undirskriftalisti um hækkun styrks til foreldra barna með gleraugu.
http://www.ipetitions.com/petition/haekkum-gleraugnastyrk-til-barna-og-unglinga/?utm_medium=social&utm_source=facebook&utm_campaign=butt

fieldy | 9. jan. '12, kl: 00:08:09 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Jú það má keyra númerislaus beint á skoðunarstöð :)

Tipzy | 9. jan. '12, kl: 00:51:31 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Annað var mér sagt á skoðunarstöðinni.

...................................................................

musamamma | 9. jan. '12, kl: 01:00:50 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þetta er svipað og með reynslutímann í sambúð.


musamamma

Tipzy | 9. jan. '12, kl: 01:02:11 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hehe true. Ég nefnilega hringdi sérstaklega á sínum tíma til að spurja að þessu og fékk það svar að það væri af og frá.

...................................................................

musamamma | 9. jan. '12, kl: 01:03:27 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

;)


musamamma

auglysingar4u | 9. jan. '12, kl: 00:20:02 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hvað er svona svakalegur glæpur við að keyra bíl númeralausan ef þú ert á leið í skoðun

Ef bíllinn er ökufær þá fer maður ekki að draga bíl sem getur keyrt sjálfur

saedis88 | 9. jan. '12, kl: 00:34:08 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

þegar ég fór og setti númerin aftur á bílinn sótti ég númerin fyrst og fékk eitthvað blað um að bíllinn sé ökufær og ég þurfi að koma með hann í skoðun innan 10 daga.
gæti maður ekki alltaf sagt "heyrðu ég er bara á leiðinni í skoðun"

bb99 | 9. jan. '12, kl: 00:15:16 | Svara | Er.is | 0

hef séð bílar það sem 3 eða 4 stendur sem eru enþá með 11 miða til hvers er ekki klippt af þeim og svo er bara klippt þá mér fyrir að hafa 9

auglysingar4u | 9. jan. '12, kl: 00:21:49 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Minn var með 3 sem aftasta staf og 11 miða...... en ég sá bíl um daginn á Sæbrautinni með 01 miða (2001)

.

Huppa | 9. jan. '12, kl: 00:33:11 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 7

Tekur þú eftir miðumunum á bílum annara en ekki á þínum eigin?

róisín | 9. jan. '12, kl: 00:34:08 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 5

Nú ég hélt þú tækir aldrei eftir hvað stæði á þessum "blessaða litla miða á bílnúmerinu"

Lauraa | 9. jan. '12, kl: 00:51:16 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Það hefur sennilega verið grænn endurskoðunarmiði með 1 á og þýðir það að bíllinn þarf að fara í endurskoðun áður en janúar lýkur ;)

Bjöllusauður | 9. jan. '12, kl: 11:01:30 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Gæti líka bara verið bíll sem er nýkomin á númer aftur eftir viðgerð eða project hjá einhverjum... átti bara eftir að fara í skoðun?

,,Þegar konur spyrja karla um þeirra álit þá vilja þær ekki heyra þeirra álit heldur sitt álit með dýpri röddu."

-Ef þið verðið ekki stillt þá mun ég spakka ykkur í hað!

: ,,Þar með er niðurstaðan eftirfarandi: Bjöllusauðir, erótískir myrkfælnir nauðgarar í krúttlegri kantinum."

Maat | 9. jan. '12, kl: 00:27:34 | Svara | Er.is | 8

þið (sem keyrið á óskoðunum eða númerislausum bíl) vonandi flest áttið ykkur á því að fara með bílinn í skoðun er ákveðið öryggisatriði? Ekki bara öryggi fyrir ykkur heldur líka alla aðra í umferðinni. 

róisín | 9. jan. '12, kl: 00:34:32 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Nákvæmlega. Það er ekki eins og þetta sé skylda upp á eitthvað grín.

sadex | 9. jan. '12, kl: 10:01:56 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

Var að keyra um daginn, og lét bara löggunni vita að sé bifreið í umferð með 06 skoðun...Sá þetta á N1 við Borgartúni.....Löggan kom eftir svona 3 mín, og tók númerin af :)

onixx | 9. jan. '12, kl: 10:40:16 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Ótrúlegt alveg að það skuli vera svona kærulaust, i raun vitlaust fólk til! Tek oft eftir einhverjum svona fáranlegum dagsetningum á númeraplötum i umferðinni. Pirr..
...svo margir öruglegga á leiðinni að kikja á útsölurnar og versla dót sem það þarf svo sem ekkert á að halda i stað þess að koma bilnum i lag!

sadex | 9. jan. '12, kl: 10:48:58 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

svona bíla eru yfirleitt í í lélegu ástandi og hefur lítið sem ekkert verið gert til þess að bæta úr því.......Samt fólk er að skutlast út um allt með börnin sín......Þetta er bara glæpur

onixx | 9. jan. '12, kl: 11:20:51 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þetta er ömurlegt Þekki sjálf til svona manneskju, og eins og i hennar tilfelli er þetta ekkert nema kæruleysi, Það er vel til peningur fyrir nýjum skóm eða nýju djammdressi en bilinn getur hangið með endurskoðunmiða mánuðum saman og jafnvel á sumardekkjum um hávetur og hálku, og það oftast með börnin aftur í.
Finnst þetta rosalega pirrandi eitthvað.

Drauman | 9. jan. '12, kl: 11:03:00 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

mig langar nú bara að hrópa húrra fyrir þér!

Bitabox | 9. jan. '12, kl: 13:08:39 | Svara | Er.is | 1

Það er löngu hætt að setja "Boðun í skoðun" miða á bíla. Lögreglan hefur ekki mannafla í þetta lengur.

Þú getur látið einhvern draga þig upp í skoðunarstöð til að láta skoða bílinn þinn. Átt ekki að binda spottann í bílinn þinn ef hann er ökufær, en hafðu samt spottann þannig að það komist ekki bíll á milli þin og dráttarbíls.

Steina67 | 9. jan. '12, kl: 13:12:00 | Svara | Er.is | 0

Eru þeir ekki hættir að  klippa af bílunum ef þú ferð ekki með bílinn í skoðun?  Áttu ekki bara eftir að borga tryggingarnar eða bifreiðagjöldin?

*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-
Í dag er dagurinn í dag og á morgun kemur annar dagur

Steina67 | 9. jan. '12, kl: 13:14:12 | Svara | Er.is | 0

Og annað mál, þú þarft að fara með bílinn í skoðun til að fá númerin aftur.  Þú verður því að láta draga þig á staðinn til að þetta sé hægt.  Og gott ef þú þarft ekki að hringja til að láta vita svo númerin séu á staðnum þegar þú kemur,.

*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-
Í dag er dagurinn í dag og á morgun kemur annar dagur

baune | 9. jan. '12, kl: 17:26:50 | Svara | Er.is | 0

Síðasti tölustafurinn á numersplötunni segir til um hvenær bíllinn á að fara í skoðun. Ef þú ert með 2011 miða hefðiru átt að vera búin að fara með hann í skoðun í fyrra og það er þá fyrir 2012 og núna fyrir 2013 ef ég man rétt :)
Hef heyrt að þeir séu að sekta ef bíllinn fer ekki á réttum tíma í skoðun líka,.... Allavega rosalega mikilvægt að muna að fara á réttum tíma í skoðun með bílinn svo að maður lendi nú ekki í veseni og líka bara til þess að vera viss um að bíllin sé í góðu lagi,,:-)

Toxey | 10. jan. '12, kl: 03:15:46 | Svara | Er.is | 0

lögreglan sér um að klippa af númmeraplögur svo ég myndi hringja uppá stöð í fyrramálið og athuga með þetta, held að þetta sé rétt hjá mér, minnir einmitt að félagi minn hafi skilað sínum þangað inn.

--------------------------------
kv. einn fáfróður maður

kvi | 10. jan. '12, kl: 08:38:09 | Svara | Er.is | 0

Ég vill nú bara beinda á það. Það eru margir bílar í umferð sem eru skoðaðir og óskoðaðir á númerum en eru ótryggðir og mér finnst það meiri glæpur en vera á óskoðuðum bíll þá er ég tala um svona eitt ár á eftir.

sola85 | 10. jan. '12, kl: 11:03:14 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Lögreglan tekur tímabil þar sem mikið er klippt af bílum og líka þegar það er lítið að gera hjá þeim, tryggingarfélögin senda út lista yfir ótryggð ökutæki hjá sér. Ég mundi segja að það væri verra að bíll sé ótryggður í umferðinni heldur en komi of seint í skoðun, en ef bíll er með endurskoðun þá gefur það til kynna að eitthvað sé að og því mikilvægara að hann fari í skoðun sem fyrst.
Lögreglan klippir af bílum ef hann er ótryggður, bifreiðagjöld ógreidd ( þurfa samt að vera í vanskilum lengi) og þegar bíll hefur ekki komið í endurskoðun eða aðalskoðun.

auglysingar4u | 10. jan. '12, kl: 11:18:17 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

ég held nú að mesti glæpurinn sé fólk sem kann ekki að keyra eða fólk sem keyrir undir áhrifum áfengis eða vímuefna - og ábótavand vegakerfi út á landi

Það er ÞAÐ sem veldur slysum og mannfalli í umferðinni

Jújú, óskoðaðir bílar geta verið hættulegir og tryggingar eru tölur á blaði í fjármálamenningu siðmenningu mannsins - en það sem er að drepa fólk í umferðinni er hvernig fólk ekur í umferðinni og stórhættulegit vegakerfi

Það er hægt að eyða tíma í að skoða bílaflota landsmanna - hvernig væri að skoða þá sem eru undir stýri eða skoða vegakerfið

Það liggur hættan líka

TOB72 | 10. jan. '12, kl: 11:24:09 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ert þú algjörlega ófær um að sjá eigin sök og viðurkenna mistökin? Þín mistök verða ekki minni afþví aðrir gera líka mistök.

Mainstream | 10. jan. '12, kl: 11:24:44 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Já nú á að réttlæta þetta með því að benda á eitthvað annað verra! Er bíllinn þinn kannski ótryggður líka?


Ég kæri mig ekki um að fólk sé á óskoðuðum eða ótryggðum bílum í umferðinni og heldur ekki að fólk sé ölvað eða lyfjað undir stýri.

störe | 10. jan. '12, kl: 11:28:37 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

kannski sma hint lika að fara í skoðun þegar þú ert buinn að fá 15 þúsund króna sekt

ToffyNut | 10. jan. '12, kl: 11:32:01 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Nei þetta skil ég ekki! Vegakerfið útá æandi er bara ekki svona slæmt, bara engann vegin. Ég keyrir reglulega ´tá land á smábíl og hef aldrei lent í neinum vandræðum. 
Helstu vegirnir sem þarf að laga er á austfjörðunum og á hluta vestfjarða en það er ekki áberandi mörg banaslys í umferðinni þar.
Vegakerfið úti á landi er ekki vandamálið, fólk sem ber ekki virðingu fyrir öðrum í umferðinni og tekur ekki tillit til hraðans, það er helsta vandamálið í umferðinni.
Banaslysin verða ekki vegna veganna heldur vegna ökumannana, eins sárt og það er að segja það.

auglysingar4u | 10. jan. '12, kl: 16:15:32 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

nú okei, af hverju snarhættu öll banaslys á Reykjanesbrautinni milli Reykjavíkur og Keflavíkur eftir að brautin varð tvöfölduð?

Mrsbrunette | 31. júl. '18, kl: 16:48:59 | Svara | Er.is | 0

Hehe boðun í skoðun, þinn bíll þín ábyrgð, og þú sérð á bílnúmerinu hvenær þú átt að lata skoða bílinn.

Mrsbrunette | 31. júl. '18, kl: 16:49:21 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ómen.. var að sjá gömul umræða.

jsg80 | 31. júl. '18, kl: 21:27:53 | Svara | Er.is | 0

Sennilega verið ótrygður. Annars hefurðu fengið boðun i skoðun

T.M.O | 1. ágú. '18, kl: 01:26:08 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

6 ára gamall þráður...

Fyrirsögn Nafn Dagur Uppfært
Lindarholsskýrslan birt og enginn hefur áhuga. jaðraka 16.9.2023 16.9.2023 | 17:43
Hengja upp þvott eða þurkara? amhj123 28.8.2023 16.9.2023 | 15:59
laga þak mariac 16.9.2023 16.9.2023 | 15:49
er með iphone sima kolmar 15.9.2023
Spilið Kani??? sólarlag 8.12.2009 14.9.2023 | 09:41
ER ELVANSE TIL Í EINHVERJU APÓTEKI? TAKK Eagleson 11.9.2023 13.9.2023 | 11:38
Merki Dýrsins. Dehli 25.8.2019 13.9.2023 | 08:00
Ljós í mælaborði á WV Bora 2003 Unnsa6 4.9.2023 13.9.2023 | 06:15
Þá vitum við það. Það er víst ekki sjens að auglýsa lóðir einhverra hluta vegna. SPILLING.IS Hauksen 24.8.2023 13.9.2023 | 06:13
Barnateppi temmý 14.8.2013 12.9.2023 | 23:02
Reykjavíkurborg í miklum vanda og borgarstjórinn vill setja upp parísarhjól ! _Svartbakur 7.9.2023 12.9.2023 | 21:48
hvenær eru barnabætur greiddar? ellyh 17.1.2011 12.9.2023 | 15:33
Upplýsingar um lóir í Skammadal Mosó ? tégéjoð 26.8.2023 12.9.2023 | 10:22
Berjaspretta maaestro 8.8.2023 12.9.2023 | 02:56
Kírópraktor siggathora 4.9.2023 8.9.2023 | 09:40
Bremsuklossar og diskar. Verð f.skifti se 3.9.2023 7.9.2023 | 14:12
Hvar er til? cz 22.1.2008 7.9.2023 | 10:41
Flutningur á harmóníumi frá Akureyri til Reykjavíkur-tilboð GGBLAND 6.9.2023
Biluð Dúkka stubbur88 2.9.2023 3.9.2023 | 20:19
Lífið eftir hjartaáfall Janef 16.8.2023 3.9.2023 | 15:12
Setja gólfefni yfir annað gólfefni. Mrsbrunette 2.1.2012 3.9.2023 | 02:02
Umboð til að leyfa öðrum að skrifa undir pappíra? faxinn40 29.8.2023 2.9.2023 | 21:58
Kvarnir á eldhúsvaska leysa þetta leiðinlega verkefni að setja matarleyfar í sérstakan poka, _Svartbakur 21.8.2023 2.9.2023 | 21:42
Brúnu matarleyfa tunnurnar fyllast ad flugum og hvitum möðkum. _Svartbakur 2.9.2023 2.9.2023 | 15:16
Er í lagi að nota utanhússmálningu innanhúss? Begónía 30.8.2023 30.8.2023 | 22:57
Gardínur í eldhús glugga astridh 29.8.2023 29.8.2023 | 21:19
Ísaksskóli sigva 17.8.2023 28.8.2023 | 06:07
Límmiðaprentari reikniv123 10.8.2023 28.8.2023 | 06:06
Salan á Íslandsbanka - svipuð vinnubrögð og voru í bankhruninu _Svartbakur 26.6.2023 27.8.2023 | 14:11
Bílastæði til leigu! kimma 26.8.2007 26.8.2023 | 20:00
Árið 2022 - jú næsta ár. Hvernig er staða Íslands ? _Svartbakur 21.11.2021 26.8.2023 | 07:00
Símaland í Ármúla - Frábær þjónusta glerbrot 28.7.2004 25.8.2023 | 04:41
Íbúð til leigu nærri miðborginni. _Svartbakur 22.8.2023 25.8.2023 | 03:51
spamm linkar 2023 tlaicegutti 24.8.2023 25.8.2023 | 01:18
Nýjar tillögur um húsa­leigu­lög­un­um jaðraka 23.8.2023
Thema Nuova honeyfox 8.2.2014 23.8.2023 | 08:53
Óbærilegur hiti víða í Evrópu. _Svartbakur 22.8.2023
þriðjudagstilboð Jósep Jakobsson 22.8.2023
ekki tannlæknir í Miðstræti , dentist on Miðstræti street gonee kris88 17.8.2023 21.8.2023 | 13:48
áGjaldþrota fyrirtæki sem aldrei hefur sýnt neitt framtak af viti með tekjuhán forstjóra. jaðraka 20.8.2023 20.8.2023 | 15:34
Sorphirðan í Reykjavik jaðraka 20.8.2023 20.8.2023 | 15:23
Vandræði alltafmamman 18.8.2023 19.8.2023 | 16:04
Nafnalisti Maxamil 22.3.2011 19.8.2023 | 14:37
Kynblinda sbr Lesblinda jaðraka 13.8.2023 19.8.2023 | 07:23
Myndir úr þæfri ull olla2 18.8.2023
Flott fyrstu kaup Start 12.8.2023 17.8.2023 | 17:04
Ömurleg comment á bloggum Austurgella 9.10.2005 17.8.2023 | 03:48
Expedia Erna S 14.8.2023
Jæja Guðmundur VG ráðherra vega félagsmála - hann er jú utan gátta. jaðraka 14.8.2023
Að mála götur og flagga fyrir venjulegu fólki ? jaðraka 10.8.2023 14.8.2023 | 03:50
Síða 8 af 47902 síðum
 

Umræðustjórar: annarut123, Paul O'Brien, Kristler, Bland.is, Hr Tölva, tinnzy123, paulobrien, Guddie