Konur sem eru með gubbuna á karlmenn

mikkimus83 | 19. nóv. '15, kl: 09:06:08 | 671 | Svara | Er.is | 0

Ég persónulega styð jafnrétti. Það er ekkert leyndarmál að allt skiptist ekki jafnt hlutfallslega. Ég verð t.d mjög ánægður þegar ég heyri og sé að það var kvennmaður sem var kosin eða ráðin í ábyrgðarmikið starf. Ég varð tildæmis mjög glaður á að sjá álversauglýsingu þar sem kona prýðir myndina og toyota verkstæðis auglýsingu þar sem stelpa er notuð á mynd (ásamt kk). Það sem gerir mig ánægðan er jafnréttisbarátta sem ekki er haldin karlhatri. Ég þekki eina konu mjög vel sem hefur örlítið bloggað um ýmis málefni og jafnrétti meðal annars. Henni var nauðgað 2004, glímir við áfallastreituröskun og kvíða útaf því sem er hræðilegt ! En hún er t d með gubbuna yfir öllum karlmönnum. Hún talar mjög niður til karlmanna. Eins er ég að vinna með konu sem hefur sterkar skoðanir á jafnrétti og finnst eins og mér frábært að konur séu að sækja í sig veðrið á mörgum vígstöðvum. Hvernig hún talar svo um karlmenn er ekki sérlega glæsilegt... Hún vill meina það að í kynferðisbrotamálum þá ljúga konur aldrei (ég árétti þann misskilning því ég þekki tvö dæmi sjálfur um að stelpa hefur kært nauðgun sem er síðan lygi) ég sagði henni það og það var eins og að tala við stein... Ein kona sem kallar sig baráttu konu jafnrettis setti einu sinni mynd af konu í baði að drekka freyðivín og ný búinn að kála karlinum (lá hálshöggvin á gólfin við hliðin á baðinu) húmor? Sé persónulega ekki fyndið við það. Ég vil meina það að sumar konur (í miklum minnihluta!, sem betur fer) sem styðja jafnrétti (eða segjast gera það) hati karlmenn almennt. Mér finnst meira um það að konur hati þoli ekki karlmenn en karlmenn konur (mín upþlifun) . Þekki þið konur sem undirniðri hati karlmenn svona almennt?

 

JackPot | 19. nóv. '15, kl: 09:29:22 | Svara | Er.is | 11

Nei, það geri ég alla vegna ekki. Helst heyri ég neikvæða hluti um karla hjá einhleypum konum sem eru "á markaðinum". Þegar þær fá skilaboð frá giftum körlum eða þeim sem eru í sambúð. Eða sendingar af typpamyndum. Ég vinn á "karlavinnustað" og þar er venja að tala niður konur, bæði almennt og samstarfskonur. (Dæmi: Drullupussur, druslur, mistök, stelpukindur, helvítis kerlingar). Varð ekki vör við svona tal á kvennavinnustað, þá um karla, né á blönduðum vinnustað. Frekar spes. 

mikkimus83
Snobbhænan | 19. nóv. '15, kl: 11:16:34 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 12

Nú? getur gerið að það sé einhver uppskálduð hugmynd? Ég er mikill feministi og ég tala ekki illa um karlmenn. En ég gagnrýni feðraveldið hikstalaust enda er feðraveldið ekekrt annað en það samfélag sem við búum við og hefur alla tíð verið mjög karllægt. Það er ekki þ að sama og að tala illa um karlmenn eða líka illa við þá almennt.


Kannski er eþtta einfaldlega spurning um að margir kk verða að geta tekið gagnrýni á ríkjandi stöðu án þess að hlaupa alltaf í suddalega vörn. Og átta sig á því að þó að þeir hafi aldrei orðið varir við neitt misrétti þá í fyrsta lagi skýrist það af því að þeir eru kk og verða þal ekki fyri því og í annan stað að þó að maður sjálfur hafi aldrei upplifað X þá þýðir það ekki að X hafi ekki gerst.



gruffalo | 19. nóv. '15, kl: 14:51:28 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 7

Nú er ég eflaust mikill femínisti og á fullt af vinum sem eru það líka og hvorki ég né þau tala niðrandi um kvk eða kk. Fólk sem kallar sig femínistar en niðrar annað kynið er augljóslega ekki femínistar, þabbaraþannig.

presto | 19. nóv. '15, kl: 22:48:06 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 5

Heldur þú í alvöru að heimurinn væri svona án kvenhaturs og kvenfyrirlitningar?
Eða er slíkt svo "normal" að þú takir ekki eftir því? 
Heldur þú að kvenremba sé algengari en karlremba- eða er kvenremba etv. Nýrri- og þú að taka eftir því að fórnarlömb kynferðisofbeldis af hálfu (hatursfullra?) karla láta ekki lengur þagga eins auðveldlega í sér- voga sér jafnvel að kvarta?
Ertu búinn að horfa á siguratriði Skrekks? Hvað finnst þér um það? Bera vott um ástina sem ungu stelpurnar okkar upplifa

Nói22 | 19. nóv. '15, kl: 10:40:13 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 7

Já þetta ógeðistal um konur er eitthvað sem ég þekki af fyrrum vinnustöðum. Konur voru aldrei kallaðar konur heldur alltaf kellingar. Kellingar þetta og hitt. Grófur húmor sem gekk út á að niðurlægja konur. Þetta voru ekkert sérstaklega góðir vinnustaðir enda entust mjög fáar konur þar. 


Ég hef líka unnið á kvennavinnustöðum og ég tók aldrei eftir því að það væri talað svona niðrandi um karlmenn þar. Þannig að það virðist sem að karlmenn (allavega sumir) séu neikvæðari gagnvart konum en öfugt. Líti meira niður á þær en öfugt. Kannski er þetta einhver hræðsla við völd kvenna. Konur hafa verið að fara inn á fleiri svið samfélagsins og ógna þar með valdi karlmanna. 


En svo held ég að þetta sé að einhverju leiti dýpra. Ég hef t.d ekki tekið eftir því að stelpur séu neitt sérstaklega á móti strákum. En strákar eru oft með mjög neikvæða mynd af stelpum og því sem er kvenlegt. Bleikt? Oj bara það er stelpulitur *hrollur* Þeir vilja fjarlægja sig eins mikið frá stelpudóti og því kvenlega eins og þeir geta. Sem er ekki eitthvað sem stelpur gera varðandi strákadót og það karllæga. Þannig að þetta neikvæða hugarfar til kvenna byrjar mjög snemma.

Vasadiskó | 19. nóv. '15, kl: 13:36:30 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 6

Ég vann á einum vinnustað þar sem karlar voru í miklum meirihluta og ég fór á endanum að forðast að umgangast þá því það svoleiðis vall upp úr þeim kvenfyrirlitningin. Kellingar þetta og kellingar hitt, brandarar sem gerðu lítið úr konunum þeirra, og skemmtilegast þótti þegar einhver kom með sögu af því hvernig hann náði að plata einhverja stelpu (venjulega í tengslum við kynlíf), þá var mikið hlegið. Framhjáhald var líka gott grín af því kellingar eru svo heimskar sko, fatta ekki neitt. Þetta var ekki mjög upplífgandi.

Grjona | 19. nóv. '15, kl: 22:25:04 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 6

Ég þoli ekki þetta orð (kelling). Það er nánast aldrei notað í öðru samhengi en niðrandi og neikvæðu.

♥♥♥♥♥♥♥♥Joðvillingur♥♥♥♥♥♥♥♥
Við erum ríkið, ríkið er við.
http://er.is/messageboard/messageboard.aspx?advid=13498192&advtype=52

„I hate football. It‘s primitive, dull, pathetic and cruel.“ Mikey H

svarta kisa | 20. nóv. '15, kl: 17:46:34 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Hahahaha, ég er yfirleitt hlægjandi og brosandi og einu skiptin sem mennirnir sem ég umgengst sjá mig alvarlega og jafnvel reiða er þegar þeir segja eitthvað um "kellingar". "Djöfull spilaði hann illa í gær, hann var eins og kelling" segja þeir kannski og ég hvæsi um leið. Þeim bregður alltaf ógeðslega mikið og skammast sín niður í tær og líður illa yfir tóninum í "og hvað, er eitthvað neikvætt að vera kelling???" :D

Skreamer | 19. nóv. '15, kl: 23:22:04 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

Þoooli ekki þegar fráteknir gaurar reyna við mig...þoli það ekki....haaata það!  Ég hata samt ekki karlmenn en verandi einhleyp kona á miklum karlavinnustað þá hryggir það mig mikið hversu mikið þeir hlutgera okkur kvenfólkið og hvernir þeir fara með konurnar í lífi sínu, hvort sem þær eru makar eða vinnufélagar.  Já þeir hreinlega bjóða manni að gerast ílát til að losa í.

-------------------------------


True love doesn't happen by accident
just like it does'nt not happen by accident.

ert | 19. nóv. '15, kl: 10:04:25 | Svara | Er.is | 7

Nú gerir ég ráð fyrir að þú hafir vísað í dóma um rangar sakargiftir þegar þú talaðir við konuna. Auðvitað er það sérstak ef fólk telur dóma í slíkum málum almennt ranga og það bendir til þess að eitthvað sé að. En hins vegar er það óvenjulegt að þekkja tvær stelpur sem dæmdar hafa verið fyrir rangar sakargiftir því það er mjög sjaldgæft.

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

Grjona | 19. nóv. '15, kl: 22:25:17 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

hahaha, þú gerir ráð fyrir því já ;)

♥♥♥♥♥♥♥♥Joðvillingur♥♥♥♥♥♥♥♥
Við erum ríkið, ríkið er við.
http://er.is/messageboard/messageboard.aspx?advid=13498192&advtype=52

„I hate football. It‘s primitive, dull, pathetic and cruel.“ Mikey H

Bakasana | 19. nóv. '15, kl: 10:30:09 | Svara | Er.is | 6

Nei. Þekki enga konu sem hatar karla fyrir það að vera karlar. Bara fólk, bæði karla og konur, sem nennir ekki sumum körlum eða sumum konum. Ég verð svo að viðurkenna að ég þekki slatta af körlum og konum sem myndu verða verulega vantrúuð á að þú persónulega sért svo vel inni í málum tveggja kvenna sem hafa kært sitthvora nauðgunina að þú vitir fyrir víst að allar sakir hafi verið upplognar. 

Tipzy | 19. nóv. '15, kl: 10:58:49 | Svara | Er.is | 1

Nei man ekki eftir neinni svona í fljótu bragði.

...................................................................

Silaqui | 19. nóv. '15, kl: 12:28:51 | Svara | Er.is | 15

Einu sinni þegar ég var ung keypti ég mér Levi's gallabuxur. Þær voru í tísku og ég vildi vera kúl. Bara daginn sem ég keypti mér þær fór ég að taka eftir því að allir voru í svona buxum. Það sama gerðist all nokkru seinna þegar ég fjárfesti í fyrstu Diesel gallabuxunum mínum. Og þegar við hjónin versluðum okkur bílinn sem við eigum núna. Allt í einu keyrðu allir á Kia, nema kannski þeir sem áttu ljósbláa bíla.
Og hvað kemur þessi romsa pælingunni þinni við?
Ja sko, mannsheilinn er alveg merkilegt fyrirbæri. Við tökum ekki öllu áreiti úr umhverfinu jafnt, enda væri það meiri kakófónían. Við veljum úr hvað við tökum eftir og hvað við skautum yfir. Það sem okkur finnst passa við heimsmynd okkar og okkur sjálf, munum við frekar eftir en það sem passar ekki í módelið gleymist frekar. Eitthvað segir mér að þér finnist þessir feministar vera full gassalegir í jafnréttisbaráttunni. Og vegna þessa er hætt við að þú takir sérstaklega eftir því sem þér finnst vera neikvætt við feminísk viðhorf, en síður eftir því sem gæti verið jákvætt. Þannig gætu feministar í kringum þig verið að ræða það klukkutímum saman hvernig það þurfi að bæta stöðu karla í þessu eða hinu málinu, en þú leiðir það fram hjá þér því það passar ekki við þá hugmynd sem þú hefur af feminisma og feminískum viðhorfum. En um leið og einhver þeirra fer að tala um að trúa brotaþolum nauðgana manstu eftir því og jafnvel bætir í þannig að þú manst ekki betur en að viðkomandi hafi haldið því fram að upplognar kærur kæmu aldrei fyrir (þær eru afar sjaldgæfar, þó þú þykist þekkja til tveggja).
Þetta er afar mannlegur eiginleiki. Kom sér örugglega vel í gamla daga en er afskaplega óheppilegur í dag.

bfsig
noneofyourbusiness | 20. nóv. '15, kl: 18:50:47 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Hvað segirðu, varstu sakaður um nauðgun og ertu þess vegna eins og þú ert? Eða hvað er málið?

bfsig
gruffalo | 19. nóv. '15, kl: 14:50:36 | Svara | Er.is | 4

Nei, en ég fæ alltaf gubbuna þegar fólk talar niður til hins kynsins almennt. "Ohh karlmenn verða alltaf karlmenn" - rullan fer veg með mig til dæmis.

bfsig
Nói22 | 19. nóv. '15, kl: 21:54:29 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 6

ég held að vandamálið sé það að karlmenn sem myndu aldrei nauðga, berja konu etc. eiga það til að hlaupa í vörn þegar konur fara að tala um nauðganir og heimilisofbeldi. Karlmenn verja karlmenn sem eru sakaðir um þessa glæpi, fara að tala um saklaus uns sekt er sönnuð, og tala jafnvel um að konurnar gætu verið að ljúga. Svo eru margir þeirra segjandi nauðgunarbrandara. Auðvitað litar þetta skoðanir kvenna á karlmönnum. Þannig að það er langt í frá þannig að þetta snúist bara um þá karlmenn sem nauðga.

bfsig
ert | 19. nóv. '15, kl: 22:26:01 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 7

OK. Mér er naugðað og karlmaðurinn sem naugðaði mér er saklaus af því að nauðga mér þar til og ef hann er dæmdur . Hver nauðgaði mér þá?

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

bfsig | 19. nóv. '15, kl: 22:30:44 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þér var nauðgað. Það dregur enginn þínar tilfinningar, þína upplifun, né þína staðreynd í efa.... Það er þitt.... Þegar dómur á sér stað er það orðin samfélagsleg staðreynd og eðlilegt að samfélagið taki stöðu með eða á móti miðað við dóm....... Málið er mjög einfalt að skilja... Hugsaðu þér þetta svona.

Þú kærir einhvern fyrir nauðgun. Þangað til slíkt fæst sannað þá ert þú lygari. Samfélagið heldur með viðkomandi "nauðgara" þú ert úrhrak.. það er eitthvað að þér að hafa kært viðkomandi.

Þú ættir sko algjörlega að skammast þín..





Þetta er hlið B...... Hlið A er samfélagslega viðurkenndari, þ.e.a.s viðkomandi er sekur þrátt fyrir að dómur hefur ekki átt sér stað.



Það sem ég er einfaldlega að segja, aftur og aftur, þetta kemur okkur ekki vitund við fyrr en það er búið að dæma.



Hugsaðu þér og ímyndaðu þér sanngirnina fólgna í því að það væri tekið á hlutunum bara sem basic að þú værir lygari.
Það væri ógeðslegt samfélag.



Reyndu núna með einhverju móti að skoða hina hlið málsins.

ert | 19. nóv. '15, kl: 22:34:02 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 7

Ég skil ekki. Segjum að einhver naugði barni þínu. Barnið nefnir viðkomandi. Þú mátt ekki trúa barninu fyrr en dómur fellur. Það kemur þér ekki  ekki vitund við fyrr en það er búið að dæma.

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

bfsig | 19. nóv. '15, kl: 22:37:58 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég skil ekki. Segjum að einhver kæri son þinn um nauðgun. Kæran kemur þér ekki vitund við. Þér er auðvitað skildugt að líta á hann sem nauðgara án dóms og laga...

ert | 19. nóv. '15, kl: 22:40:11 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 5

nei, öllum ber að telja alla skalausa af öllu nema þeir séu dæmdir.

Hitler, Stalín, Maó, Atli Húnakonungur hafa engan drepið og það á að standa í sögubókum. Því aldrei voru þeir dæmdir og eru því alsaklausir!

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

ert | 19. nóv. '15, kl: 22:42:14 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 7

Og til að nefna fleiri saklausa menn þá voru einhverjir menn í París sem sprengdu sig í loft upp og var svo kennt um fjöldamorð. Enginn búinn að dæma þá og þeir verða ekki dæmdir. Svona er illa farið með alsaklausa menn.

Algjört prinsíp að samfélagið telji alla saklausa þar til þeir eru dæmdir!

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

bfsig
ert | 19. nóv. '15, kl: 22:47:48 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 6

Er þetta ekki grundvallaratriði - að menn séu saklausir þar til sekt þeirra er sönnuð. Ef það er grundvallaratriði þá á það við alltaf.

Ef það á ekki við þá er það ekki grundavallaratriði heldur er háð einhverju mati.

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

Nói22 | 19. nóv. '15, kl: 22:47:53 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

Þetta snýst um að það er fullt af fólki sem hefur gert hræðilega hluti án þess að hafa nokkurn tímann verið dæmdir fyrir það. Ólafur Skúlason var aldrei dæmdur fyrir sína glæpi. Var hann þá saklaus?

bfsig
ert | 19. nóv. '15, kl: 22:55:56 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 8

Þá er það matskennt hvenær samfélagið skuli telja menn saklausa og hvenær seka.

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

bfsig | 19. nóv. '15, kl: 22:57:16 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Nei, það byggist á staðreyndum...

Eina sem þú getur rökrætt er hvenær staðreynd telst staðreynd..... Að einhver segi að hlutur sé staðreynd og ´þú tekur slíku sem sannleikanum er ekki merki um miklar gáfur að mínu mati. Það þarf meira til..


Þú telur slíkt nóg ?!

ert | 19. nóv. '15, kl: 22:59:58 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 4

Hvað segir þessi staðreynd um hvað það þurfi að vera mörg vitni til að aðili megi teljast sekur af samfélaginu án þess að vera dæmdur?

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

bfsig | 19. nóv. '15, kl: 23:03:23 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það eru vitni að atburðinum sjálfum...... Ef þú segðir mér að þér hafi verð nauðgað á austurvelli og 5 önnur vitni væru að segja að þau hefðu horft upp á atburðinn, þá væri ég ekki að véfengja hann...... Ég viðurkenni fúslega að það er ekki búlletproof enda gætu öll 5 vitnin hafa komið sér saman ásamt þér til að koma sér niður á viðkomandi... En ég tæki slíkt trúanlegt on the spot. Ég teldi að slíkt væri of langsótt til að ég tæki það sem möguleika........




SEM DÆMI....

ert | 19. nóv. '15, kl: 23:05:15 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 5

Já en hver reglan um hvað það þurfi mörg vitni? Þetta er ekki mat. Þetta eru staðreyndir. Það er staðreynd hvað það þarf mörg vitni til að samfélagið eigi hætta við prinsípið saklaus þar til sekt er sönnuð. Hver er þessi regla/staðreynd?

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

bfsig | 20. nóv. '15, kl: 00:27:56 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

"Já en hver reglan um hvað það þurfi mörg vitni? Þetta er ekki mat. Þetta eru staðreyndir."

Þetta er alveg punktur.... Ég er að segja að þegar vitnin væru orðin sem dæmi 5 eða fleirri, þá myndi ég líklega létta af sönnunarbyrði hvað eigin skoðanir varða.

Ég bendi enn fremur á að það engu að síður væri ekki "faultless" hugsunarháttur.........



Aftur á mótir 1 á móti 1 með mismunandi sögu, að velja aðra þeirra fremur en hina finnst mér rugl...

Finnst þér það ekki ?!

ert | 20. nóv. '15, kl: 07:41:47 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 6

Þú ert að segja að þitt mat á því hvenær megi telja að viðkomandi sé sekur miðist við 5 vitni. Þú ert því að segja að slíkt sé matskennt.

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

bfsig | 20. nóv. '15, kl: 16:37:52 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ekki misskilja. Ég næ punktinum, hann er valid.


En þú hlítur að sjá munin á því að trúa 5 vitnum og að trúa einni manneskju umfram aðra.

 
ert | 20. nóv. '15, kl: 17:05:50 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 5

5 vitni geta logið, mistúlka og guð má vita hvað.

Ég trúi því sem ég trúi. Varla ætlar ríkið að fara að skipa okkur hverju við eigum að trúa?

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

presto | 19. nóv. '15, kl: 23:12:38 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

Nauðgun svona meira ímyndun en staðreynd?

bfsig | 20. nóv. '15, kl: 00:28:28 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Útskýrðu.

presto | 19. nóv. '15, kl: 23:11:58 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Kynbundið jafnvel?

bfsig | 20. nóv. '15, kl: 00:28:34 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

?

Nói22 | 19. nóv. '15, kl: 22:57:58 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 4

Það voru ekki hundruðir vitna þegar kom að Ólafi Skúlasyni. En flestir eru nú samt á því að maðurinn sé sekur. Það sama með t.d menn eins og Bill Cosby og Jimmy Saville. Þetta eru oft orð gegn orði en samt er fólk á því að mennirnir séu sekir.


Þannig að þetta er ekkert svona einfalt. Enda er það nú bara þannig að glæpir eru framdir all the time og fólkið sem fremur þá hefur framið þá burtséð hvað gerist í einhverju dómsmáli. Ef ég lem þig en þú veist ekki hver gerði það og ég verð því aldrei dæmd að þá lamdi ég þig samt. Ég framdi glæp.

presto | 19. nóv. '15, kl: 23:11:35 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 4

Þú þóttist vera að tala um sekt almennt áðan og sakleysi fram að dómi

Það sem ég er einfaldlega að segja, aftur og aftur, þetta kemur okkur ekki vitund við fyrr en það er búið að dæma.

Núna ertu kominn í kross- sumt kemur okkur við- annað ekki----hmm....eru nauðganir einkamál karla....þú ert ískyggilega nærri þeirri skoðun


Hugsaðu nú vel um þetta, plís!



bfsig | 20. nóv. '15, kl: 00:26:14 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hættu nú að dansa í kringum það sem þú vilt segja. Segðu það beint út.

Silaqui | 20. nóv. '15, kl: 07:36:52 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 6

Þetta er nákvæmlega sami hluturinn. Ef að meintir nauðgarar eru saklausir, nema ef þeir eru dæmdir fyrir það, hlítur það sama eiga við alla aðra sem brjóta á öðrum. Það ætti ekki að vera háð einhverjum skilyrðum (eins og að ákveðið margir hafi séð viðkomandi brjóta af sér). Það ætti að gilda alltaf. Ghengis Khan (sem er talinn bera ábirgð á dauða amk 30 milljón manna) var aldrei dæmdur fyrir sinn hlut í útrás sinn. Miðað við hvað þú segir ættum við að líta á hann sem saklausan, ef þetta er grundvallaratriði.
Hins vegar er hægt að sameinast um að það megi ekki dæma fólk til refsingar nema það sé dæmt af dómstólum. Það segir ekkert um hvenær sektin kom til, bara það að það megi ekki refsa fólki opinberlega nema á lögformlegan hátt. Frasinn er bilaður, ekki framkvæmdin.

bfsig | 20. nóv. '15, kl: 16:42:02 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ert þú sammála mér að dómstóll götunar hafi vald. Að almennings álit og skoðanir fólks út í bæ hafi áhrif á viðkomandi manneskju.... Ekki bara í þessu máli, tökum okkur dæmið stelpa sem er þekkt sem "sjálfsalinn" (frétt um daginn)....

Dómstöll götunar er orðin refsing.

Hún er kannski ekki lögformleg en hún er refsing.



Það er orðin venja að stunda slíka refsingu, alveg þvert á staðreyndir málsins. Það er orðin venja að stunda slíka refsingu þrátt fyrir að um tvo aðila er að ræða sem greinir á um atvik.



Auðveldasta leiðin til að sjá ósanngirnina í slíkri stöðu sem mjög margir nú til dags ákveða að taka sér hvað varðar slík brot, er ef harður málshópur, 10% þjóðarinnar, tæki alltaf þá stöðu að kvennmaður sem kærir væri lygari.

Þessu væri haldið fram hvað eftir annað á netinu. "Hún er bara bannsettur lygari, ég veit að hún er að ljúga.... Þetta er viðbjóður"....

Það er stellingin sem margir eru í, bara á hinn bóginn....

ert | 20. nóv. '15, kl: 17:07:50 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 7

Af því að þú segir að dómstóll götunnar sé orðin refsing og er þar með að segja að hann hafi áður ekki verið refsing.

Geturðu nefnt mér eitthvað tímabil í sögunni þar sem álit íbúa heils samfélags hefur ekki skipt máli?


--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

bfsig
ert | 19. nóv. '15, kl: 22:45:59 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 7

Já saklausu mennirnir í París sem sprengdu sig í loft upp.

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

Louise Brooks | 19. nóv. '15, kl: 22:50:35 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 6

"Ertu geðveik..."  wtf!


Sorrí en þarna stimplaðirðu þig allrækilega út úr umræðunni

,,That which is ideal does not exist"

bfsig
Louise Brooks | 19. nóv. '15, kl: 23:02:58 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 7

Ef þér finnst það eðlilegt þá er ekkert sem ég get sagt við þig sem mun breyta því. Ég allavega væni ekki þá sem eru ósammála mér um geðveiki, það er virkilega fordómafullt og afhjúpar svolítið þinn innri mann að kalla konur sem eru þér ósammála geðveikar.
 
T.d. talar þú um feminista almennt sem einstaklinga með furðulegar skoðanir, það er ekki samasem merki með því að vera geðveikur. 


Að ávarpa aðra manneskju á þennan hátt er eingöngu til þess fallið að gera lítið úr viðkomandi. Og þetta þykir þér eðlilegt og í lagi. Fyrir mér segir þetta allt sem þarf að segja um þinn karakter. Þannig er það bara.

,,That which is ideal does not exist"

bfsig
bfsig
Louise Brooks | 20. nóv. '15, kl: 01:43:51 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 4

Æ hættu nú að grafa. Þú ert kominn lengst ofan í holu og kemst ekkert upp úr henni úr þessu. Leyfðu mér að halda að þér sé viðbjargandi frekar en hitt. Mér finnst þú oft koma með áhugaverða punkta í umræðuna þó svo að ég sé ekki alltaf sammála þér.


Leiðinlegt að þurfa að segja þér þetta en þú ert sá sem kemur undarlega út í þessari umræðu. 

,,That which is ideal does not exist"

bfsig | 20. nóv. '15, kl: 16:43:34 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ekkert mál.

ert | 19. nóv. '15, kl: 22:54:43 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 6

Ef ég væri geðveik, segjum að ég væri þunglynd væri þá minna að marka röksemdir mínar en ef ég væri ekki þunglynd? Af hverju?

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

bfsig | 19. nóv. '15, kl: 22:55:30 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ef þú ert geðveik þá er ekki ólíklegt að þín skynjun á "veruleikanum" sé ekki eðileg.... þannig já...

ert | 19. nóv. '15, kl: 22:58:35 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

Þannig að skynjun á raunveruleikanum er úrslitaatriði um rök.

Ef maður í geðrofi segir: "Ef allir sumbar eru litlir. Jón er sumbi og þar af leiðir þá er Jón lítill" þá er það röng röksemdarfærsla af því að maðurinn er í geðrofi.

Hmmmm

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

bfsig | 20. nóv. '15, kl: 00:34:11 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Shit....... Hvað ertu að reyna að segja ?!

ert | 20. nóv. '15, kl: 07:44:07 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Ég er að benda á villu í röksemdarfærslu þinni

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

presto | 19. nóv. '15, kl: 23:14:16 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Þú telur Hitler þá bara saklausa sögupersónu sem ætti að fá að hvíla í friði fyrir rógburði?

bfsig | 20. nóv. '15, kl: 00:36:09 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Nei..... Enda var það ekki ein manneskja sem reyndi að telja mér trú um hvernig manneskja hitler er..... Þær telja milljörðum....

Vonandi hefur það fólk rétt fyrir sér, þótt það sé auðvitað ekki "faultless" hugsunarháttur... En ég myndi jú dæma hann eftir slíkar óendanlegar upplýsingar um ódæði viðkomandi.

Nói22 | 19. nóv. '15, kl: 22:30:11 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ja ef þetta væri almennt en það er það ekki. Þetta er nánast bara þegar kemur að kynferðisbrotamálum sem karlmenn tala svona. 

bfsig
Nói22 | 19. nóv. '15, kl: 22:34:17 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Þannig að þú viðurkennir vörnina þegar kemur að kynferðisglæpum? 


Ég velti því stundum fyrir mér hvort þetta hafi eitthvað með hræðslu sumra karlmanna við að lenda sjálfir í að vera kærðir. Svo gæti þetta líka verið eitthvað "verð að verja karlmenn, verð að verja karlmenn" dæmi.

bfsig | 19. nóv. '15, kl: 22:42:09 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Algjörlega fullkomlega. Algjörlega sammála þessu. Miðað við dóma, miðað við að kærum er ekki fylgt eftir "að mínum lesskilning skiljanlega" þá já, ég er skít stressaður við slíkt.

Ég í raun þakka fyrir að vera í sambandi í dag. Var óttalega virkur að toga allskonar stelpur heim eða öfugt, misheilar í hausnum... Ég væri á algjörum backburner við slíkt í dag....

Og án þess að ég reyni að koma með eitthvað sérstakt skot á feminista.... Feministar eru bara stórt nei fyrir mér... Ekki bara útaf mismunandi lífsskoðana, ég mundi einfaldlega hræðast að fara með feminista heim af djamminu vegna furðulegra skoðana.

Nói22 | 19. nóv. '15, kl: 22:45:34 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Ég myndi nú bara segja að það væri jákvætt að þú sért ekki að toga einhverjar stelpur heim sem eru misheilar í hausnum. Það er bara jákvætt skref og ekkert eitthvað sem þú ættir að telja sem galla.


Það að þú passir hvernig þú kemur fram við konur er bara jákvætt.

Vasadiskó | 20. nóv. '15, kl: 12:04:55 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Nóg þurfa konur nú að passa sig í samskiptum við karla.

Skreamer | 19. nóv. '15, kl: 23:24:05 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 8

Ég hef meira að segja heyrt karla gera grín að körlum sem er nauðgað, það er það sorglegasta ever.

-------------------------------


True love doesn't happen by accident
just like it does'nt not happen by accident.

Louise Brooks | 19. nóv. '15, kl: 23:55:54 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Það er bara ógeðslegt!

,,That which is ideal does not exist"

bfsig | 20. nóv. '15, kl: 00:36:52 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ógeðslegt, alveg sama hvort kynið á í hlut

Grjona | 19. nóv. '15, kl: 22:23:51 | Svara | Er.is | 3

Helvítis karlhatandi kerlingar sem eru að eyðileggja samfélagið. Fussumsvei. Annað en blessaðir karlarnir sem ekkert hafa sér til saka unnið annað en að vera með tippi. Femínistabeljur bara, þessar kellingar. Hvað á það að þýða að gubba yfir blessaða karlana?

♥♥♥♥♥♥♥♥Joðvillingur♥♥♥♥♥♥♥♥
Við erum ríkið, ríkið er við.
http://er.is/messageboard/messageboard.aspx?advid=13498192&advtype=52

„I hate football. It‘s primitive, dull, pathetic and cruel.“ Mikey H

Þönderkats | 19. nóv. '15, kl: 22:55:53 | Svara | Er.is | 1

Nei held ég þekki ekki svona konur. Þekki samt mikið af feminstum og er feministi sjálf.

Skreamer | 19. nóv. '15, kl: 23:29:45 | Svara | Er.is | 3

"En hún er t d með gubbuna yfir öllum karlmönnum", rangt ég veit hún dýrkar amk þrjá.
Hún talar ekki bara niður til karlmanna, hún talar líka niður til kynsystra sinna.
Það er ekkert skrítið að kona sem hefur orðið fyrir nauðgun myndi með sér eitthvert óþol fyrir karlmönnum, ég held að það að vera kona sem hefur verið nauðgað sé mjög eyeopening lífsreynsla gagnvart því feðraveldi sem hefur byggt upp kvenfjandsamlegt réttarkerfi.

-------------------------------


True love doesn't happen by accident
just like it does'nt not happen by accident.

bfsig | 20. nóv. '15, kl: 00:37:21 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Feðraveldið ? Really ?

presto | 20. nóv. '15, kl: 01:22:43 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 5

Þú ert svo samdauna því að þú skilur ekki neitt í þessu "kellingatuði"

bfsig | 20. nóv. '15, kl: 16:44:48 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ætli það ekki.

Silaqui | 20. nóv. '15, kl: 07:50:17 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 5

Veistu, stundum held ég að nikkið bfsig sé hreinlega hérna inni til að veita okkur hinum tilliástæðu til að ræða feminisma, feðraveldið og þannig. Því það er alveg magnað hvað þú nærð að halda þig við sömu rökin, sömu andsvörin og sömu viðhorfin, ár eftir ár. Það er eins og þú núllstillst á hverjum degi.
En takk fyrir að leyfa okkur að æfa rökin á þér. Það í alvörunni hjálpar amk mér að tala við alvöru fólk um málefnið. Og svo kórónarðu allt saman með að enda alla þræðið á einhverju svo innilega ómálefnalegu að það er kristalstært að þú sér komin í strand, enn á ný.
Takk fyrir :)

bfsig | 20. nóv. '15, kl: 16:45:16 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hehehe. Vel mælt og mín er ánægjan.

Fyrirsögn Nafn Dagur Uppfært
Hvar er hægt að kaupa hákarl? cartman 29.6.2011 9.1.2024 | 08:54
Nýr forseti Íslands verður auðvitað Katrín Jakobsdóttir jaðraka 2.1.2024 8.1.2024 | 19:50
Putin eins og rotta króuuð útí horn. _Svartbakur 11.10.2022 8.1.2024 | 13:09
Vantar smá hjálp... krili76 29.10.2008 8.1.2024 | 07:56
Er góður Rolfer hér á Íslandi? atv2000 5.1.2024
Kostnaður við dagforeldri eftir bæjarfélögum? 15marlei 5.1.2024
Hvað eru þið að borga i bifreiðagjald a husbil kolmar 4.1.2024
Ukraine alex21321 27.11.2023 3.1.2024 | 21:46
OCD aleidheim 28.10.2011 3.1.2024 | 08:40
draumur lólómó 17.10.2005 3.1.2024 | 01:27
Vegna jólagjafir akvosum 3.12.2023 2.1.2024 | 11:40
Einkaskólar Púkalú 1.9.2009 1.1.2024 | 08:44
Saumlausar(seamless) sokkabuxur unadis99 30.12.2023
Aldursbil í samböndum Throwaway2920 25.11.2023 30.12.2023 | 09:55
Hælisleitendur ofl reyna að taka Alþingi í gíslingu ? Hver leyfir að tjalda á Austurvelli ? jaðraka 29.12.2023 30.12.2023 | 00:24
er megastore hætt eða flutt? ny1 11.10.2016 29.12.2023 | 03:02
Dachshund KuTTer 20.7.2009 28.12.2023 | 12:40
UMRÆÐA ???? sælll1 1.6.2007 28.12.2023 | 10:56
Lyf notað í heilbrigðisgeiranum sem hefur áhrif á skammtímaminnið Kalishi 2.7.2014 28.12.2023 | 09:43
Bílasölur agustab 25.4.2004 28.12.2023 | 00:11
Búa á Selfossi Lovlyrose75 27.11.2023 27.12.2023 | 23:57
Plaströr sem verður til úr sjó-laxeldunum hér á landi KolbeinnUngi 27.12.2023
Nýja vínbúðin Inngangur 24.11.2021 27.12.2023 | 22:35
Aumingjavæðingin heldur áfram _Svartbakur 27.12.2023
Endajaxlar Sardína 25.3.2011 27.12.2023 | 13:34
Lögreglan að mæla black_star 26.12.2023 27.12.2023 | 01:29
Death at a funeral.... icyspicy 24.1.2008 25.12.2023 | 12:39
aroma therapy maur 27.1.2005 25.12.2023 | 12:37
Íslensku vigtarráðgjafarnir maíbumba 4.6.2012 25.12.2023 | 07:51
Málarar mugg 19.11.2023 25.12.2023 | 03:06
Dagatöl bankarnir henrysson 23.12.2023 23.12.2023 | 21:33
Eldgos á Reykjanesskaga og vara flugvöllur í Reykjavík. jaðraka 23.12.2023
Staðgöngumóðir PolyCatzz 23.12.2023
Reykjavík Sterling silfur armband Dagnybirg 21.12.2023
Hár og litun heimaþjónusta Madurinn00 19.12.2023
Hangikjöt hdfatboy 10.12.2023 17.12.2023 | 23:32
húðsjúkdómalæknir Aura Pain 16.12.2023 17.12.2023 | 23:30
Herbergi til leigu DB.art 16.12.2023
INNA sboh 13.11.2012 13.12.2023 | 18:54
Rafhleðslustöðvar Dísar 11.12.2023 12.12.2023 | 10:22
Heimta að lífeyrissjóðir breyti stefnu og styrki ýmislegt sem reglur sjóðsins leyfa ekki jaðraka 11.12.2023
Skólp skessa60 18.5.2018 11.12.2023 | 09:22
Perluprjón í staðinn fyrir stroff í hálsmál ! brussann 7.5.2010 9.12.2023 | 09:22
Perluprjón fram og tilbaka fancy pants 10.11.2012 9.12.2023 | 09:20
Katrín Jakobsdóttir væri frábær formaður Sjálfstæðisflokksins jaðraka 8.12.2023 8.12.2023 | 13:49
fallegt ljóð/texti í fermingarkort... hvellur 27.3.2010 7.12.2023 | 22:20
Er einhver að flosa. Lydía 24.2.2009 7.12.2023 | 22:19
Vöðvakippir Kakóland 27.11.2013 7.12.2023 | 14:32
Vmst dvdrom 21.1.2012 7.12.2023 | 13:36
FEÐRADAGURINN blómsturbarn 12.11.2006 6.12.2023 | 02:50
Síða 5 af 47913 síðum
 

Umræðustjórar: Bland.is, Hr Tölva, Paul O'Brien, paulobrien, tinnzy123, Kristler, annarut123, Guddie