kornabarn á þurrmjólk

ursuley | 28. nóv. '15, kl: 15:44:48 | 307 | Svara | Er.is | 1

Oki ég hef engan til að spjalla við, en núna eignaðist ég léttburra fyrir tveimur dögum (eignaðist einnig léttburra 2010) en litla nær ekki að drekka nema um 5ml úr brjósti vegna kraftar sinnar og fær því ábót upp á 20ml í hvert mál sem er á 3tíma fresti. Ég að bugast skal vel viðurkenna það, þar sem það tekur hana klukkutíma að ná að drekka þessa 5ml úr brjóstinu og minn svefn því mjög lítil. Er einhvað verra að hafa hana bara á pela? Samsagt myndi mjólka mig í einhver mál fyrir hana og þurrmjólk næsta mál á mótir? Bróðir hennar sem fæddist einnig léttburi 2010 hann náði heldur ekki sogkraftinum og þraukaði ég í mánuð með bauga niður á tær og mikin sængukvennagrát, þegar hann var 1mánaða gafst ég upp og setti hann alfarið á pela og leið mér strax mikið betur. Dagurin í dag hefur engöngu verið byggður af gráti og þreyttu hef nánast ekkert sofið síðan hún fæddist. Á börn sem fædd eru 2005 & 2006 sem voru standard börn og þurftu ekki pela og gekk brjóstagjafirnar mjög vel.

 

júbb | 28. nóv. '15, kl: 15:53:41 | Svara | Er.is | 1

Þú verður að hugsa um þig líka og að þú fáir þína hvíld. Það er ekkert að pelanum en ef þú vilt láta hana vera líka á brjósti til að örva þig eru líka til tæki til þess að hjálpa þér við það, eins og hjálparbrjóst þar sem hún fær ábótina um leið og hún sýgur brjóstið. Þetta er algjörlega þín ákvörðun og ekkert sem heitir "bara" peli því hann getur svo sannarlega hjálpað ykkur báðum að ná hvíld á milli gjafa.

Júbb
~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~
“It is said that your life flashes before your eyes just before you die. That is true, it's called Life.” Terry Pratchett - The Last Continent
~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~

ruggla | 28. nóv. '15, kl: 15:56:54 | Svara | Er.is | 0

Gerðu bara nákvæmlega það sem þig langar. Ég reyndi og reyndi að hafa eldra barnið mitt á brjósti og gat það að einhverju leiti en hún þyngdist ekki nóg, svaf illa og var vansæl, hætti þessum barning þegar hún var 4 mánaða og fór alfarið á þurrmjólk og þá fór hún loksins að þyngjast og lífið varð allt annað. Ég var einmitt með mikinn sængurkvennagrát fyrsta mánuðinn sem ég faldi fyrir öllum grét þegar ég var ein með barnið.

Þú ert að gera þitt besta sama hvað þú gerir :)

LadyGaGa | 28. nóv. '15, kl: 16:03:45 | Svara | Er.is | 0

Ekki missa heilsuna við það að halda í brjóstið.  Gerðu það sem hentar þér andlega og líkamlega.

Mrsbrunette | 28. nóv. '15, kl: 16:07:12 | Svara | Er.is | 0

Það er ekkert verra að hafa börn á pela, mín eru öll prlabörn og voru öll rosalega hraust og nærðust vel. Gætiru ekki líka bara mjólkað þið og gefið henni brjostamjólk í pela með þurrmjólkinni?

Tipzy | 28. nóv. '15, kl: 16:11:24 | Svara | Er.is | 0

Nei það er ekki verra, öll mín börn eru pelabörn og mjög heilbrigð. Ef þú getur þá er gott að gefa brjóst með fyrir mótefnin, en allt í góðu að gefa pela fyrir næringuna. Það skiptir líka máli vellíðan þín og tengslamyndun við barnið. Eins skiptir meira máli að bsrn þyngist og nærist en að það fái eingöngu brjóstamjólk. Stundum þá bara þarf þetta og allt í góðu með það.

...................................................................

fálkaorðan | 28. nóv. '15, kl: 16:26:48 | Svara | Er.is | 0

Æ elsku þú. Gerðu það sem er best fyrir alla. Ef þú ert að bugast og brjóstagjöfin kvöð sem þig langar ekki til að gera þá getur alveg verið best að gefa bara pela. Nú þekki ég ekki inn á leittbura svo ég þori ekki að ráðleggja neitt. Bara að minna þig á að börn kvenna sem geta ekki mjólkar eru alveg jafn heilbrigð og hamingjusöm og önnur börn.


Knús.

http://i.imgur.com/mVrNx4L.jpg

T.M.O | 28. nóv. '15, kl: 16:34:43 | Svara | Er.is | 0

Mér finnst bara mjög flott hjá þér að mjólka þig og bæta upp með þurrmjólkinni. Mjólkunin örvar frekar aukna framleiðslu sem kraftlítið sog gerir kannski ekki. Ég myndi freista þess að gefa henni brjóst á milli þegar þið hafið rólegan tíma svo að hún missi ekki sogtæknina alveg niður, kannski þarf hún ekki pelann nema í stuttann tíma.

staðalfrávik | 28. nóv. '15, kl: 17:17:58 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég hugsa að ég myndi gera það ef mig virkilega langaði að reyna brjóstagjöf. Svo er allt í lagi að langa það ekki.

.

T.M.O | 28. nóv. '15, kl: 18:44:34 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

miðað við upphafsinnleggið þá er fullur vilji fyrir brjóstagjöf en barnið er ekki að ráða við það. Ég sagði líka hvað ég myndi gera, ekki hvað aðrir eiga að gera. Ég hef mjólkað mig í nokkra mánuði þar sem barninu var gefinn peli þegar það stoppaði við í nokkra klukkutíma á vökudeild og náði aldrei brjóstinu. þá var ég búin að fara í pakkann að vera grátandi á nóttunni þegar barnið tók ekki og hjá brjóstagjafarráðgjöfum sem héldu því fram að þetta væri alveg hægt, ég væri bara ekki að gera rétt/nógu mikið...

presto | 28. nóv. '15, kl: 16:37:56 | Svara | Er.is | 1

Það er eðlilegt að gefa langar lotugjafir á kvöldin og líka eðlilegt að það komi bara broddur fyrstu dagana (ekki mikill vökvi) en þú getur ekki gefið brjóst 12-18 klst. Á sólarhring!
Ertu ekki með stóru Medela pumpuna og hjálparbrjóst! Skil ekki að því sé sleppt við þessar aðstæður.

presto | 28. nóv. '15, kl: 16:43:50 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Sorrí, las ekki allt strax. Ef þú vilt ekki hafa barnið á brjósti þá ræður þú því og ef þú þarft að velja milli þess að fórna þinni heilsu og þess að fórna brjóstagjöfinni þá er þín brjóstagjöfin ekki svo mikilvæg. Mér finnst lélegt ef þú hefur ekki aðgang að fagaðilum, búnaði og hjálp til að verja hvort tveggja og fyrra svarið er út frá þeim forsendum.
Ertu á spítala? Biddu um að fá að sofa í nótt!

staðalfrávik | 28. nóv. '15, kl: 17:08:55 | Svara | Er.is | 0

Gerðu bara nákvæmlega það sem "brjóst"vitið segir þér. Ég þekki bara ekkert þurrmjólkurbarn sem ekki hefur plumað sig alveg jafn vel og börn ekki á þurrmjólk. Innilegar hamingjuóskir með litla krílið og hugsaðu líka rosa vel um þig <3 Þú ert líka mikilvæg :)

.

miramis | 28. nóv. '15, kl: 18:29:06 | Svara | Er.is | 1

Ég veit ekki alveg hvað er ráðlagt með léttbura, en allar mínar brjóstagjafir hafa enst stutt og börnin mín meira og minna fengið pela. 


Ef ég væri í þínum sporum myndi ég gefa í kannski 10 - 15 mínútur og klára svo gjöfina með pela, og ekkert vera að takmarka það sem hún fær. Barnið verður að nærast almennilega og þú verður að hvílast almennilega. Það er gríðarlega mikilvægt!  Án þess að hafa nokkuð vit á því getur kannski verið að þetta geri barnið kröftugra sem svo gæti ýtt undir að hún nái betra sogi út brjóstinu og örvi betur? Ég varð þunglynd eftir baslið með fyrsta barnið mitt og náði ekki að tengjast honum almennilega fyrr en ég hætti þessu stappi, þvílíkt frelsi. 


Ég kynntist hugtakinu "hobby-brjóstagjöf" þegar ég átti síðasta barnið mitt í Svíþjóð. Það gengur út á það að mjólka bara eins og maður getur og vill og gefa svo bara pela upp á það sem vantar, semsagt ekki búa til einhverja kvöð úr þessu og æðislegt skipulag þar sem allt gengur út á að koma barninu af pela og yfir á brjóst alfarið. Þetta var langbest heppnaða brjóstagjöfin mín, henni fannst rosalega notalegt að fá brjóst nokkrum sinnum á dag en svo fékk hún líka pela eins og hún vildi. Ef hún hefði ekki veikst alvarlega þegar hún var á þriðja mánuði hefði e´g eflaust haldið þessu áfram mjög lengi. 

Hedwig | 28. nóv. '15, kl: 18:53:11 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Mín brjóstagjöf er svona hobby líklegast :P. Mín léttist of mikið fyrstu dagana enda kom lítið sem ekkert hjá mér. Þannig að fórum að gefa henni smá ábót og hún fær meiripartinn af sinni næringu með þurrmjólk núna en set hana á brjóstið fyrir gjöf og stundum á milli gjafa til að róa hana og andlega líðanin stórbatnað. Var rosalega sár að geta ekki gefið barninu nægilega mikið að drekka þannig að núna er mér sama þó hún fái aðalnæringu með þurrmjólkinni og brjóstið er svo bara plús og kosy stund hja okkur en ekki til að stressa sig a þvi hvort hun fái nóg. Er að reyna að auka aðeins framleiðsluna með töflum en spurning hvernig það mun ganga og ef það gengur ekki ætla ég ekki að pæla of mikið i því.

Tipzy | 28. nóv. '15, kl: 20:30:25 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Minn nýji fékk einmitt svona hobby, eina sem ég hef notið einhvers og hann líka af þremur tilraunum. Ákvað alveg frá upphafi að vera eingöngu með pela en vildi samt alveg gefa brjóstið fyrir brodd ef einhver yrði. En þessar stundir voru mjög ljúfar og þegar ég var ekki undir pressu og hann brjálaður af hungri þá kom mest hjá honum og endist lengst af þeim....þartil það hvarf alveg og hann hætti að sætta sig við þetta sull hjá mér. Er algjörlega hlynnt þessar aðferð og hefði viljað kynnast henni fyrr, aldrei að vita nema ég hefði þá verið opnari fyrir að reyna af alvöru. Finnst þetta einstefnu ekkert nema brjóst viðhorf ekki virka, það þarf að taka inn í mismunandi þarfir í þessu og þarafleiðandi ættu kannski fleiri konur ánægjulega og vel heppnaða brjóstagjöf. 

...................................................................

BlerWitch | 28. nóv. '15, kl: 18:44:18 | Svara | Er.is | 0

Léttbura - ekki burra :)

JungleDrum | 28. nóv. '15, kl: 18:59:01 | Svara | Er.is | 1

Ég keyrði mig í þunglyndi og ömurlegheit með barn nr 1 , brjóstagjöf gekk skelfilega. Og ég píndu mig mánuðum saman. Barn nr 2 fékk strax abót með, því ég mjólkaði ekki vel oh sætti mig við það, og fyrsta árið með pela barninu var svo mikið ljúfara, bæði fyrir mih og pottþétt barnið líka. En það er bara mín upplifun, maður þarf að finna taktinn, hlusta á innsæið og barnið.

JungleDrum | 28. nóv. '15, kl: 19:00:08 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Æj afsakið stafsetningu, er að pikka á símann.

Degustelpa | 28. nóv. '15, kl: 20:01:24 | Svara | Er.is | 0

ég ætla að segja þetta þrátt fyrir að hafa haft minn á brjósti til 19mánaða og aldrei vesen.
Brjóstagjöf er bara yndisleg ef móðirin er tilbúin í hana og nýtur sín. Svo ef þú hefur ekki tök á að standa í þessu og hugsar að pelagjöf mun gefa þér betra frelsi og vellíðan að þá myndi ég ekki hika við það.
En ef þú vilt þá getur þú haldið 1-2 brjóstagjöfum inni og pumpað þig eins mikið og þú getur á milli og séð hvort hún nái tökum á brjóstagjöfinni með hækkandi kíló fjölda.


En gerðu bara það sem þig langar til, og hefur tök á.

nefnilega | 28. nóv. '15, kl: 20:09:00 | Svara | Er.is | 0

Elsku þú, þér á að líða vel. Ef brjóstagjöfin veldur þér vanlíðan þá skaltu ekki pína þig í hana. Kornabörn dafna alveg jafn vel á pela. Ég ákvað að gefa yngra barninu mínu aldrei brjóst og það er stálhraust. 

xarax | 28. nóv. '15, kl: 20:29:07 | Svara | Er.is | 0

Notaðu þurrmjólkina.

Tveggja gullmola mamma:)
15.05.09-01.03.11

Zagara | 28. nóv. '15, kl: 21:08:43 | Svara | Er.is | 0

Veistu, ég var með eitt mitt á brjósti í gegnum mjög slæma brjóstasýkingu sem varð að ígerð og einhvernvegin voru allir að leggja áherslu á að barnið væri áfram á brjósti og hvað ég væri mikill nagli. Í dag bara skil ég ekki hvernig fólk gat látið svona, ég grenjaði mig í gegnum flestar brjóstagjafir og lá á spítala í viku þar sem ég upplifði endurtekin kvíðaköst vegna meðferðarinnar sem ég gekk í gegnum. Ég komst í gegnum þetta og er á lífi í dag en ég bara spyr mig AF HVERJU? Það græddi enginn á þessu. Allra síst ég eða barnið.


Ef þér líður illa og þú ert að gefa barninu í klukkutíma í einu til þess eins að þurfa að gefa því ábót, hættu bara ef þér finnst þetta ekki þess virði. Láttu þér líða vel, notaðu þennan tíma til að njóta samverunnar í staðinn. Sama hvað fólk segir þá er brjóstagjöf ekki þess virði að líða hörmulega. Ég hataði brjóstagjöf og hefði svo mikið verið til í að einhver, bara einhver, hefði sagt "hey, hættu þessu rugli bara og gefðu pela!"


Allavegana endaði það á því að núna síðast þegar ég eignaðsit barn þá ákvað ég um 6 mánaða sjálf að hætta. Mér fannst þetta svo leiðinlegt, ég hataði þegar fólk tók alltaf "barnið vill brjóst!" frasana og það að vera bundin yfir þessum gjöfum. Það olli því að ég upplifði mikinn andlegan létti og sá aldrei eftir því. Samt átti ég í raun aldrei í veseni með það barn.

akvosum | 29. nóv. '15, kl: 00:05:25 | Svara | Er.is | 0

Sæl, mín var á brjosti til 4 mánaða það gekk ekki vel á brjosti og það fór alveg svakalega í hjartað mitt, það kom ekki nógu hratt fyrir dömuma mína, ég reyndi og reyndi og áður en ég vissi þurfti ekki mikið til að tárin komu, byrjaði svo að gefa henni nan og allt breytist, hún for að sofa á notunnni og ÉF lika sem var nýtt fyrir mér

Felis | 29. nóv. '15, kl: 00:06:38 | Svara | Er.is | 0

Gerðu það sem þér líður best með (andlega og líkamlega). Það er það besta fyrir barnið.

___________________
“Why do people say 'grow some balls'? Balls are weak and sensitive. If you wanna be tough, grow a vagina. Those things can take a pounding.”
― Betty White

icegirl73 | 29. nóv. '15, kl: 10:46:49 | Svara | Er.is | 0

Ég segi eins og allar hinar hér, gerðu það sem henta þér best. Báðir mínir strákar voru pelabörn og allt gott um það að segja. 

Strákamamma á Norðurlandi

Fyrirsögn Nafn Dagur Uppfært
HarbuDarbu lagið - Geggjað flott! FuckHamas 18.4.2024 18.4.2024 | 16:32
New York Ròs 18.4.2024
Orðhlutafræði austurland1 18.4.2024
Þjóðskrá barst tilkynning listaverk1 17.4.2024 17.4.2024 | 21:20
packers and movers rehousingindia 17.4.2024
perluprjón pisa 9.8.2009 16.4.2024 | 06:09
**vhbvhjweiookdshbvwei* MarcDeven 16.4.2024
Game stöðin cheap 23.11.2009 15.4.2024 | 02:15
Aðalfundur húsfélags tapularasa 13.4.2024 13.4.2024 | 23:39
User feedback and improvements regarding chat GPT GerdaGerda 12.4.2024 13.4.2024 | 07:34
Endurhæfingarlyferir Rokkvvi 12.4.2024 12.4.2024 | 23:05
Endurhæfingarlyferir Rokkvvi 12.4.2024 12.4.2024 | 16:05
Endurhæfingarlyferir Rokkvvi 12.4.2024
Grín neyðarkassi á brúðkaupsnótt Finnsk trukkapía 11.4.2024
Vantar svo nudd helst í kvöld Gulla trukkur 20.9.2013 11.4.2024 | 15:15
Aumingja umræðan varðandi húsaleigu. _Svartbakur 30.3.2023 11.4.2024 | 10:00
Sjónskerðing hjá ungabarni Elisabetheida 10.4.2024 11.4.2024 | 09:19
Selfoss eða Þorlákshöfn Mayla 2.7.2004 10.4.2024 | 11:40
Skyldmenni böbblí 20.1.2005 8.4.2024 | 20:14
Loksins fær Reykjavíkurflugvöllur nýja flugstöð ! _Svartbakur 15.6.2023 8.4.2024 | 14:24
Bæklunarlæknar barbafín 27.4.2011 8.4.2024 | 11:04
Nýr forseti Íslands ? Hver verður hann eða hún ? jaðraka 14.3.2024 8.4.2024 | 10:47
Desemberbumbur 2024 h1999 6.4.2024 8.4.2024 | 07:56
Aðstoðarmaður fasteignasala icelandicjesus 3.7.2022 8.4.2024 | 07:55
Gifurleg fjölgun erlendra afrotamanna í glæpum hérlendis ! _Svartbakur 18.6.2023 7.4.2024 | 12:02
Harmlrkur á Suðurnesjum selur hús ofan af öryrkja fyri brot af verðmæti. _Svartbakur 28.6.2023 7.4.2024 | 11:21
Rafskútur flytja álíka marga farþega og Strætó en menga sennilega 1 þúsundasta á við Strætót jaðraka 16.6.2023 7.4.2024 | 09:01
fermingarkort dæsí 15.4.2011 7.4.2024 | 02:53
"Kappakstur" mattabg 30.9.2013 6.4.2024 | 14:08
N.Y jarðskjálftinn Zjonni71 6.4.2024
Páska Flensan eythorjonas 29.3.2024 5.4.2024 | 21:33
vitiði hvar hægt er að leigja bingó ?? skrauma85 30.3.2009 5.4.2024 | 21:20
hbomax.com/tvsignin Guide by GetFactified.com getfactifiedme 5.4.2024 5.4.2024 | 19:37
hbomax.com/tvsignin Guide by GetFactified.com getfactifiedme 5.4.2024 5.4.2024 | 19:37
hbomax.com/tvsignin Guide by GetFactified.com getfactifiedme 5.4.2024 5.4.2024 | 19:37
Ferming - endurnýta skraut Svetlana Álfheiður Malyutina 3.4.2024 5.4.2024 | 14:33
Óska eftir veitingastað Aura Pain 5.4.2024
Veit einhver - twentyfiveyears 1.3.2024 4.4.2024 | 22:01
50 cent og Game Bíædz 16.1.2008 4.4.2024 | 15:49
Game boy 26sigbjo 24.3.2007 4.4.2024 | 15:48
Dúkku spítali Ròs 3.4.2024 4.4.2024 | 14:48
Game Boy leikir jigsaw 18.4.2005 4.4.2024 | 09:58
Game boy suama 7.4.2009 4.4.2024 | 09:34
Strætó til Kef Herra Lampi 28.6.2023 3.4.2024 | 16:02
Könnun/lokaverkefni Krabbipatti12 2.4.2024
Ættarmót á Suðurlandi? Fanney79 27.3.2024 1.4.2024 | 21:02
Fönix veitingastaður matareitrun thundercat 30.3.2024 1.4.2024 | 20:57
Hvað kosta sígarettur á sölustöðum? Krokodillinn 27.3.2024 1.4.2024 | 18:50
Klósett tennisolnbogi 30.7.2014 1.4.2024 | 10:12
Hvar tilkynnir maður svona horbjóð út? TRT99 11.3.2012 1.4.2024 | 01:22
Síða 1 af 47582 síðum
 

Umræðustjórar: tinnzy123, Paul O'Brien, Guddie, Hr Tölva, Bland.is, paulobrien, Kristler, annarut123