Kórónuveiran

vigfusd | 30. jan. '20, kl: 18:31:18 | 304 | Svara | Er.is | 0

Hef opnað slatta mikið af linkum varðandi þessa veiru en hvergi minnst á hvaða möguleikar séu uppi ef venjulegt fólk með enga undirliggjandi sjúkdómar fær þessa veiru. Er líklegt að það deyji? Þegar veiran kemur hingað á klakann mun þá heilbrigt fólk deyja? Veikjast mikið? Eða þarf heilbrigt fólk i landi þar sem heilbrigðisþjónusta er fín ekki að hafa áhyggjur? Er stressuð fyrir þessu, sérstaklega þar sem ég verð að fara til Indlands og Kína í Apríl :/ -- Vigfúsdóttir

 

isbjarnaamma | 30. jan. '20, kl: 18:34:56 | Svara | Er.is | 1

Ég mundi ekki fara til Kína þó mér væri borgað fyrir það

October2 | 30. jan. '20, kl: 18:43:58 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Sama hér.

October2 | 30. jan. '20, kl: 18:39:44 | Svara | Er.is | 0

Vírusinn samkvæmt fréttum virðist leggjast verst á börn, eldra fólk og fólk sem er veikt fyrir. Veiran breiðist hratt út. Það er ekki ennþá komið bóluefni við þessum vírus og fólk er að deyja af honum. Auðvitað eiga stjórnvöld að gera allt sem í sínu valdi stendur til að hindra það að þessi vírus komi til landsins. Tímabundin einangrun þeirra landa sem vírusinn er komin upp í er bara heilbrigð skynsemi þangað til búið er að finna bóluefni við vírusnum. Heilbrigt fólk virðist vera sterkari gegn þessum vírus en ég hef bara enga tölfræði til að vísa í, aðeins sem ég hef lesið í fréttum. Ég óttast að okkar veika heilbrigðiskerfi ráði ekkert við þennan vírus eða hafi ekki manneklu ef/þegar hann berst til landsins.

vigfusd | 30. jan. '20, kl: 19:36:06 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Takk fyrir þetta. Mér finnst líklegt að þessari 3 daga Kinaferð verði flýtt og þá eru miklar líkur á því að veiran verði enn ekki komin þangað sem við erum að fara að funda. En þetta kemur í ljós á mánudaginn.

isbjarnaamma | 30. jan. '20, kl: 20:52:48 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Getið þið ekki fundað í gegnum netið, það er alltaf verið að fjölga borgum sem eru í sóttkví,

vigfusd | 30. jan. '20, kl: 21:01:46 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Mikið vildi ég sleppa þessari Indlands og Kína ferð en það er ekki hægt því við erum að skoða hluti sem ekki er hægt að skoða í gegnum netið. Finnst eins og það sé liklegast að við blásum þetta af, allavega förum við ekki ef við fáum ekki leyfi til þess.

isbjarnaamma | 30. jan. '20, kl: 21:03:40 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Gangi þér vel með það sem þú ert að gera

October2 | 30. jan. '20, kl: 21:04:35 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Veiran hefur borist núna til 17 landa þar á meðal Indlands. Og WHO hefur lýst yfir neyðarástandi á heimsvísu. Persónulega myndi ég ekki taka sjénsinn..

Kingsgard | 30. jan. '20, kl: 22:46:04 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Veiran hefur breiðst út um öll héruð kína.

vigfusd | 31. jan. '20, kl: 21:54:03 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Þessi Asíu ferð var sleginn af. Við ætlum að hittast í Tyrklandi. Þau taka ekki sjénsin a því að fara til Asíu. Eg er mjög sátt með það.

Kingsgard | 1. feb. '20, kl: 00:08:12 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Líklega skynsöm ákvörðun.

October2 | 30. jan. '20, kl: 20:17:20 | Svara | Er.is | 0

https://www.ruv.is/frett/who-lysir-yfir-neydarastandi-vegna-wohan-koronaveiru Ný frétt: WHO lýsir yfir neyðarástandi vegna Wohan-kórónaveiru. "Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin hefur ákveðið að lýsa yfir neyðarástandi á heimsvísu vegna Wohan-kórónaveirunnar. Frá þessu var greint á fundi með fjölmiðlum rétt í þessu. Staðfest tilfelli eru um 7.700. Þeim fjölgaði um 1.700 á einum sólarhring sem er mesta fjölgunin hingað til. Veiran hefur nú dregið 170 til dauða og borist í öll héruð í Kína og til landa víða um heim. Yfirmaður Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar WHO sagði á fundinum að miklar áhyggjur væru af því að veiran gæti borist til landa þar sem heilbrigðiskerfi séu ekki í stakk búin til að bregðast við af þeim þunga sem þurfi. „Þetta er atkvæðagreiðsla um traust til Kína,“ hefur AFP fréttastofan eftir honum."

kaldbakur | 30. jan. '20, kl: 21:32:38 | Svara | Er.is | 0

Kína og Indlad og lönd þar í kring er ekki heppilegir staðir til að heimsækja núna.
Maður veit ekki hver þróunin verður og April - það eru allavegana tveir mánuðir í það.

Kingsgard | 30. jan. '20, kl: 22:40:40 | Svara | Er.is | 0

Sýkt fólk hefur náð bata í kjölfar veirunar.

BjarnarFen | 30. jan. '20, kl: 23:56:20 | Svara | Er.is | 0

Þetta er kvef-veira eða flensu-veira. 100% allar flensu og kvef-veirur deyja í heilbrygðum einstaklingi með gott ónæmiskerfi. Um leið og einhver læknast sjálfur þá mun vera tekin stroku prufa úr þeim einstakling og veika veiran sem er að drepast einangruð, gerð veikari og svo framleytt bóluefni úr henni fyrir okkur. Ég mundi ekki vera stressuð yfir því að fara út, en á Indland gæti mengunin frekar gefið þér krabbamein en að Kínverjar drepi þig með Corona. Fleiri flensur eru í gangi einsog H1N1 , H3N2 , Influenza A og B, þær hafa bara ekki cool-click-bait nafn.

Þetta er frétt sem er um ekki neitt, það deyja fleiri af notkun áfengis, bílslysa, offitu, krabbameini osfr. Þú ættir frekar að hugsa um að vera í góðum skóm, því að hálkan úti gæti gert þér mun verra en Corona veiran. Flensan sem geysar um Bandaríkin núna sem er allt önnur flensa, en er búin að drepa fleiri en 8000 manns þar. Árlega deyja á heimsvísu 12-61 þúsund vegna flensu. Það eru mun færri en þau sem deyja úr ofneyslu lyfja, einsog contalgin sem framleitt er á Íslandi.

Vefmiðlar eru að græða á panic hjá fólki allir að klikka á Corona fréttir til að vita meira um hið óþekkta sem mun bara breitast í pirring á endalausum ekki-fréttum.

En, stærsta vandamálið er það að alvöru blaðamennska er að deyja út vegna click-baits. Bráðum verða click-bait fréttir af eldgosi á Íslandi og hvort allt flug leggist af í marga mánuði og Evrópa deyji út vegna gos sem gæti breiðst út um allt og þá munum við tala um hvað útlendingar eru vitlausir að halda að það sé heimsendi bara útaf gosi.

Það eru meiri líkur á að þú drepir þig á að drekka Corona bjór en eftir Corona-flensu.

October2 | 31. jan. '20, kl: 00:15:41 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þú ert nú meiri vitleysingurinn. Alþjóðlega Heilbrigðisstofnunin búin að lýsa yfir alþjóðlegu neyðarástandi út af þessari veiru og þú kastað upp eins og hálfviti einhverri tölfræði og segir okkur að fá okkur bjór ?? æjæj haha

BjarnarFen | 31. jan. '20, kl: 01:31:04 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég var einmitt að segja hið gagnstæða. EKKI drekka áfengi, því það er margfallt líklegra til að drepa þig en Corona veiran. Eigum við að hafa áhyggjur af Corona veirunni. Jú jú, en 5 tilvik hafa verið skráð í Bandaríkjunum til þessa og hún er ekki komin til landsins. Ef hún kemur til landsins þá þurfa aldraðir og þeir sem eru veikir fyrir að passa sig. Sem og við hin líka til að breiða ekki út faraldur. Ganga með grímu, passa okkur að vera ekki of kallt, loka flugstöðinni ef út í það er farið, sennilega byrjar að gjósa bráðum, þannig að flugið gæti fallið niður útaf því um helgina.

Ég er bara að reyna að fá fólk til að missa sig ekki á að stressa sig.(Stress, er einmitt nr.1 yfir það sem er undirliggjandi ástæða sjúkdóma) Vegna þess að þótt að það versta gæti alltaf gerst, farsóttir, eldgos og vetrarharðindi.
Þá hefur sagan bara sannað það að við höfum sloppið vel frá jarðsjálftum, eldgosum, snjóflóðum og hverskyns erfiðleikum sem við Íslendingar höfum lent í. En það er yfirvegun og góðar ráðstafanir sem frábært fólk sem við höfum í björgunarsveitum og vel menntuðum læknum og heilbrigðisstarfsfólki. Svo ekki síst því að þegar á þarf, þá stöndum við alltaf saman. Þessvegna geta hverjar náttúruhamfarirnar dunið yfir okkur, en við búum á Íslandi. Hér meigum við alltaf eiga von á því versta, einsog veðrið í desember sannaði.

En einsog sannir víkingar, þá látum við ekki hrædda kana með klikk-beitur slá okkur út af laginu.


Þú veist hvað við segjum; Þetta reddast .... vegna þess að það gerir það alltaf, ekki satt?
Ekki bara aþþí bara, heldur útaf því að við kunnum að redda okkur.

vigfusd | 31. jan. '20, kl: 21:55:22 | Svara | Er.is | 2

Ef ykkur langar að vita þá var Asíuferðinni hætt. I staðinn ætlum við öll að hittast á einum stað í Tyrklandi sem er bara flott :)

Kingsgard | 1. feb. '20, kl: 01:30:34 | Svara | Er.is | 2

Gunnar Smári birtir vinkil á ástandið, ef heldur fram sem horfir :
https://www.dv.is/frettir/2020/1/31/gunnar-smari-birtir-hrollvekjandi-tolfraedi-um-veiruna-alraemdu-thad-sofnar-enginn-eftir-thennan-lestur/

Júlí 78 | 1. feb. '20, kl: 10:27:05 | Svara | Er.is | 0

Fólk ætti ekki að hafa of miklar áhyggjur af þessari kórónaveiru, vel um fólk hugsað á spítalanum ef það veikist eða það er grunur um smit. Hóst, hóst. Var að lesa að til stendur að reisa GÁMA við spítalann þar sem hægt er að setja fólk ef það er grunur um smit!

October2 | 1. feb. '20, kl: 10:41:05 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Áhyggjur Alþjóðlegu heilbrigðismálastofnuninnar er einmitt sú að sum ríki nái ekki fyrir veiruna og séu ekki í stakk búin fyrir hana. Sem verður til þess að hún dreifist meira og þar af leiðandi meiri möguleiki á dauðsföllum....

October2 | 1. feb. '20, kl: 10:47:11 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Heilbrigðiskerfið okkar er í engan veginn í stakk búið fyrir svona faraldur.

TheMadOne | 1. feb. '20, kl: 15:59:00 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það er ekki verið að tala um venjulega flutningsgáma, ég vona að þú áttir þig á því

------------------------------------
http://viralswarm.s3.amazonaws.com/wp-content/uploads/2014/10/r8wsFYY-34547-36e7-300x170.jpg

October2 | 1. feb. '20, kl: 17:07:18 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Sorry en skiptir það einhverju máli? Við erum ekki í stakk búin fyrir svona. Það er kristalljóst.

TheMadOne | 1. feb. '20, kl: 18:55:58 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það var verið að tala um að útbúa skrifstofur fyrir landspítalann með svona gámahúsum, ég er bara að benda á að þetta eru ekki ryðgaðir flutningsgámar. Það er fólk sem vinnur innan kerfisins við að búa til undirbúningsáætlanir ef það koma upp neyðaraðstæður. Það er reiknað með öllu mögulegu, náttúruhamförum, sjúkdómum og stórslysum. Þetta fólk er ekkert að auglýsa sína vinnu. Það er núna búið að segja að þetta sé bara ekkert hættulegt nema fyrir þá sem geta líka dáið úr venjulegri innflúensu sem kemur á hverju ári og enginn panikkar útaf.

------------------------------------
http://viralswarm.s3.amazonaws.com/wp-content/uploads/2014/10/r8wsFYY-34547-36e7-300x170.jpg

ert | 1. feb. '20, kl: 18:58:03 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það er nú einmitt málið. Þetta er ekki hættulegt nema fyrir fólk sem er í hættu fyrir venjulegri inflúensu. Vissulega er þetta hættulegra en venjuleg inflúensa fyrir þann hóp en fyrir okkur sem þolum venjulega inflúensu þá er þetta ekki hættulegt.

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

TheMadOne | 1. feb. '20, kl: 19:11:05 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Spurning hvort vandamálið fyrir heilbrigðiskerfið sé ekki frekar móðursýkin en ekki vírusinn...

------------------------------------
http://viralswarm.s3.amazonaws.com/wp-content/uploads/2014/10/r8wsFYY-34547-36e7-300x170.jpg

Fyrirsögn Nafn Dagur Uppfært
Gleðilegan föstudag Twitters 13.3.2020
Hátarlar festingar á loft tlaicegutti 13.3.2020
Skattur dong 13.3.2020 13.3.2020 | 22:44
liðskiptaaðgerð á hné hoppaskoppa 10.3.2020 13.3.2020 | 21:55
Þið sem eruð að missa ykkur í matvöruverslunum landsins Hr85 13.3.2020 13.3.2020 | 21:52
Hvert fer maður í skoðun fyrir Covid-19 hallicool55 13.3.2020 13.3.2020 | 21:11
Smávægileg verktakalaun rokkari 13.3.2020 13.3.2020 | 18:05
Af hverju eru verð á flugi ekki að lækka vegna Corona veirunnar? karma14 13.3.2020 13.3.2020 | 16:53
Ávinningur af verkföllunum er núll eða minna ! kaldbakur 13.3.2020
Noodle station núðlusúpa uppskrift? ergud 23.1.2011 13.3.2020 | 16:20
Sveigjanleg vinna hobbymouse 13.3.2020
Samkomubann komið í gildi Herra Lampi 13.3.2020
Er Donald Trump með ATHD ? kaldbakur 12.3.2020 13.3.2020 | 05:59
Að fara aftur út á vinnumarkaðinn rósanda 5.3.2020 12.3.2020 | 20:45
Það fyrsta góða og gáfulega sem verkfall hefur gefið af sér hingað til. spikkblue 11.3.2020 12.3.2020 | 19:43
Gömlu buffalo skórnir og HOT skórnir minstrels 11.3.2020 12.3.2020 | 17:42
Frjósemi poppkex 1.3.2020 12.3.2020 | 12:24
Útlitið framundan ? kaldbakur 5.3.2020 12.3.2020 | 12:23
Gleraugu úr tryggingum? Lady S 8.3.2020 11.3.2020 | 22:50
Hvar gerist Benjamín Dúfa? trjástofn 17.5.2011 11.3.2020 | 16:10
Hafið þið heyrt um Testosteron mælingu? CSS 3.2.2013 11.3.2020 | 13:55
Vá er ad fara borga 300.000 inná tetta ógeslega íbúdarsjódalán. karlg79 8.3.2020 11.3.2020 | 01:05
(ekki tengt Corona veiru) en af hverju eru Íslendingar svo rosalega miklir sóðar? spikkblue 9.3.2020 11.3.2020 | 01:01
Mannauðstjórnun HR bokbok2 10.3.2020
Hvað kostar að fara til augnlækni. terrorist 10.3.2020
CBD olía. leonóra 6.3.2020 10.3.2020 | 18:45
Smitast fólk af covid veiru Sessaja 9.3.2020 10.3.2020 | 18:42
Ný Heimsmynd. kaldbakur 9.3.2020 10.3.2020 | 17:18
Skattframtal Svonaerthetta 9.3.2020 10.3.2020 | 17:10
Smita dýr af covid vekrunni? Sessaja 9.3.2020 10.3.2020 | 12:15
Hvar fæst basin wrench hérlendis? karik84 9.3.2020 10.3.2020 | 11:02
Tyrkir stefna flottamönnum frá Sýrlandi yfir til Grikklands og ESB. kaldbakur 1.3.2020 10.3.2020 | 09:45
Er að leita að barnaplötu febrero 7.11.2017 10.3.2020 | 07:18
Mustang 65 Kristland 9.3.2020 9.3.2020 | 19:59
Hósti nýja vopnið Sessaja 9.3.2020
Covid veiran og matvörur Sessaja 9.3.2020 9.3.2020 | 19:36
Fermingargjafir cambel 5.3.2020 9.3.2020 | 12:17
Hárlitur ofnæmi maja býfluga 6.3.2020 9.3.2020 | 11:44
þjóðbúningur binnsa 8.3.2020 9.3.2020 | 00:16
Gluggatjöld rándýr á Íslandi!!! EarlGrey 7.3.2020 8.3.2020 | 22:57
Sjúkdómatrygging hrlitill 8.3.2020 8.3.2020 | 22:42
Er "Mercury" að trufla líf þitt ? Flactuz 27.2.2020 8.3.2020 | 10:29
Spákonur Flactuz 7.3.2020 8.3.2020 | 10:28
Chrome að virka ílla á bland Walkin 6.3.2020 7.3.2020 | 14:15
öldrunarlæknir kisukona75 7.3.2020
Corona smit Klingon 4.3.2020 6.3.2020 | 13:44
Gagnsemi smokks í hættulegum heimi ? kaldbakur 3.3.2020 6.3.2020 | 13:36
Kínaskák smart10 6.3.2020
goða kvoldið vantar svo rað bilnum okkar var stolið sunnudag nottina kolmar 3.3.2020 5.3.2020 | 21:44
Smá ráð með tekk sófaborð. PassionCheff 3.3.2020 5.3.2020 | 16:52
Síða 3 af 20934 síðum
 

Umræðustjórar: ingig, Coco LaDiva, vkg, TheMadOne, joga80, tinnzy123, krulla27, superman2, aronbj, rockybland, Bland.is, flippkisi, Gabríella S, mentonised, Krani8, anon, MagnaAron