Kosningar á næsta leyti, hvar er umræðan?

Júlí 78 | 20. ágú. '21, kl: 08:33:00 | 165 | Svara | Er.is | 0

Alveg finnst mér þetta mjög slappt, ég sé enga umræðuþætti ennþá í sjónvarpinu vegna komandi alþingiskosninga. Eru allir í felum út af Covid? 


En mig langar til að vekja athygli á þessu, var að lesa þetta inn á vef Flokk fólksins:

"Í gær­morg­un var Bjarni Bene­dikts­son fjár­málaráðherra gest­ur þeirra Heim­is og Gulla í Bít­inu á Bylgj­unni. Þar ræddi hann meðal ann­ars al­manna­trygg­inga­kerfið. Um­mæli hans vöktu undr­un okk­ar í Flokki fólks­ins. Aug­ljóst að hann er bú­inn að skipta um skoðun og virðist nú styðja ýmis mál sem Flokk­ur fólks­ins hef­ur mælt fyr­ir árum sam­an.

Flokk­ur fólks­ins hef­ur ít­rekað mælt fyr­ir frum­vöp­um til að bæta al­manna­trygg­inga­kerfið og draga úr skerðing­um. Þar á meðal um af­nám skerðinga elli­líf­eyr­is vegna at­vinnu­tekna eldra fólks. Vegna and­stöðu stjórn­ar­flokk­anna hef­ur það aldrei náð fram að ganga.

Bjarni sagði ein­mitt um þá hug­mynd haustið 2018:  „Við eig­um að stilla upp frí­tekju­mark­inu í al­manna­trygg­inga­kerf­inu hvað at­vinnu­tekj­urn­ar snert­ir með skyn­sam­leg­um hætti. Við höf­um ný­lega hækkað frí­tekju­markið veru­lega. Það væri al­gjör­lega galið að af­nema það.“  Í út­varp­inu í gær svaraði hann því hins veg­ar ját­andi þegar hann var spurður hvort það kæmi til greina að elli­líf­eyr­isþegar ættu að eiga þess kost að vinna án þess að verða fyr­ir skerðing­um vegna at­vinnu­tekna sinna. Þetta þótti sem sagt galið þegar hann sat í rík­is­stjórn og hafði tæki­færi til að breyta kerf­inu en kem­ur nú vel til greina þegar kosn­ing­ar eru á næsta leiti."

Þetta er eitthvað svo týpískt fyrir kosningar, þá lofar Bjarni Ben öllu fögru. Hann hefur áður svikið kosningaloforð, fólk ætti nú að hafa það í huga. Honum er ekki treystandi.

https://flokkurfolksins.is/hugljomun-bjarna/

 

Júlí 78 | 20. ágú. '21, kl: 08:53:31 | Svara | Er.is | 0

Jakob Frímann sem er nýr liðsmaður Flokk fólksins segir t.d. : 

"Jakob telur að lög og reglur um tekjutengingar almannatrygginga séu óréttlæti sem þurfi að vinda ofan af:

„Ég gerði mér ekki grein fyrir því hversu mikil og ómöguleg ólög það eru sem sett voru hér í kjölfar hrunsins og tugþúsundir búa við í dag. Fólki er kannski skammtaður 260 þúsund kall á mánuði og ef það reynir að eiga fyrir meiru en bara húsaleigunni, hvort sem það er með vinnu eða lífeyrissparnaði, þá skal refsað jafnharðan. Þetta var neyðarbrauð á neyðartímum en á alls ekki við í dag hjá einni af auðugustu þjóðum heims.“

https://www.dv.is/eyjan/2021/8/17/jakob-frimann-fann-gamla-althyduflokkinn-flokki-folksins/

_Svartbakur | 20. ágú. '21, kl: 11:16:00 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Það þykjast allir ætla að vinda ofan af þessu með tekjutengingar.
Það mun samt enginn þora að snerta á þessu kerfi.

Júlí 78 | 20. ágú. '21, kl: 12:09:58 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já spurning með það en það er ekki farið að reyna enn á þá flokka sem ekki hafa stjórnað hér málum áður. Flokkur sem stendur sig ekki er maður ekki að fara að kjósa aftur. 

_Svartbakur | 20. ágú. '21, kl: 23:01:52 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Flokkar sem ekki hafa stjórnað hér áður ?

Eru það ekki Piratar og Flokkur fólksins þeir eru jú á Þingi núna.
Þessi nýju framboð þekki ég ekki nema Sósíalistaflokk Gunnas Smára og jú
Guðmundur Franklín er með flokk sem hann kallar "frjálslyndi Lýðræðsiflokkurinn" https://x-o.is/
Öll hin nýju framboðin þekki ég ekki.

Ég held að ég myndi ekki vilja neinn af þessum flokkum í stjórn þó kæmi til greina
að gefa Flokki Fólksins séns með sterka flokka eins og Sjálfstæðisflokk og VG með sér til að halda um stýrið.

Júlí 78 | 21. ágú. '21, kl: 00:57:32 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég var að tala um flokka sem hafa ekki verið í ríkisstjórn áður. Flokkur fólksins hefur alveg staðið sig í stykkinu þarna á þinginu eins og sagt er, verið með mörg mjög góð mál (frumvörp) en það er bara ekki nóg ef ekki er tekið undir öll málin af ríkisstjórninni. Þetta eru sem sagt Flokkur fólksins, Píratar, Sósíalistaflokkurinn (já Gunnars Smára), Miðflokkurinn (en vissulega hefur Sigmundur verið í stjórn áður þegar hann var í Framsókn), og jú þessi Frjálslyndi lýðræðisflokkur ef hann gefur sig fram. Man ekki eftir fleirum en Viðreisn hefur reyndar verið mjög stutt í ríkisstjórn, mér sýnist frá 11. jan. 2017 til loka nóv. sama ár.

_Svartbakur | 20. ágú. '21, kl: 23:26:08 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Eftirlaun og Öryrkjalaun frá TR.
Það er verið að tala um skerðingar á þessum greiðslum frá TR.
Þarna er aðallega um tvennslags skerðingar að ræða.
Annarsvegar vegna launa sem fólk vinnur sér inn og svo vegna eftirlauna frá Lífeyrissjóðum.
Það er mjög skrítið að eftirlaun frá TR skuli skert þó menn vinni eftir að kominn á lífeyrisaldur.
Maður skyldi ætla að það séu nógu háir skattar á laun almennt. Það er spurning með vinnu öryrkja
hvort að þar mætti vera eitthvað þak án skerðingar.
Svo er það hitt með skerðingar á greiðslu eftirlauna frá TR vegna lífeyrissjóðstekna.
Þarna er um svo miklar skerðingar að ræða. Það var öllum greiddur lágur "grunnlíeyrir" óháð tekjum úr lífeyrissjóði. Það væri visst réttlætismál að taka upp þann hátt aftur (afnumið 2009). Ég held að enginn stjórnmálaflokkur muni afnema þessar skerðingar alveg. En það er hugsanlegt að einhverjar leiðréttingar náist ef flokkar gefa loforð og komast svo í stjórn.

Júlí 78 | 21. ágú. '21, kl: 08:17:15 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Athyglisverð frétt frá 2018, Vilhjálmur Bjarnason formaður Verkalýðsfélags Akraness gagnrýnir harðlega uppfærð neysluviðmið Velferðarráðuneytis. 

„Það stórundarlega í þessu öllu saman er að nú komast þeir aðilar sem reikna út þetta neysluviðmið að því að hið dæmigerða neysluviðmið lækki á milli áranna 2017 og 2018 um 30.657 krónur eða sem nemur 14,7% Já núna á framfærsluviðmið Velferðarráðuneytisins að lækka um rúmar 30 þúsund krónur á milli ára eða úr 223.046 kr. í 192.389 kr. en hér er um dæmigert neysluviðmið hjá einstaklingi að ræða. En rétt er að geta þess að ekki er um húsnæðiskostnað að ræða í þessu neysluviðmiði sem er reyndar gjörsamlega óskiljanlegt enda húsnæðiskostnaður einn dýrasti neysluþáttur hvers einstaklings og hverrar fjölskyldu.“

Vilhjálmur veltir vöngum fyrir ástæðunni fyrir lækkuninni og spyr hvort orðræða verkalýðshreyfingarinnar hafi haft þessu áhrif: „Vissulega veltir formaður Verklýðsfélags Akraness því fyrir sér hvort ástæðan sé sú að verkalýðshreyfingin hafi ítrekað verið að benda á þá bláköldu staðreynd að lágmarkslaun og bætur almannatrygginga séu langt undir framfærsluviðmiðum sem Velferðarráðuneytið hefur gefið út og því sé eina leiðin að lækka neysluviðmiðið með einhverjum nýjum aðferðum! Það er allavega stórundarlegt að þegar kostnaður heimila og einstaklinga hefur verið að hækka á milli ára þá komist þeir aðilar sem reikna út þetta neysluviðmið að því að það hafi lækkað. Óskiljanlegt!“ „Hví í ósköpunum er það gert? 

Og núna verður Alþýðusamband Íslands að krefjast þess að húsnæðiskostnaður verði tekinn allur inn í heildarneysluviðmið og þar þarf að horfa til þeirra sem eru á leigumarkaði á höfuðborgarsvæðinu og á landsbyggðinni. Einnig þarf að hafa inn í húsnæðiskostnað þeirra sem búa í eigin húsnæði bæði á landsbyggðinni og á höfuðborgarsvæðinu. Formaður ítrekar það að þessi tilraun stjórnvalda til að hafa áhrif á neysluviðmið með því að lækka það á milli ára er að mati hans aumkunarverð tilraun til að slá á kröfur verkalýðshreyfingarinnar um hækkun lægstu launa. Allavega hefur formaður VLFA ekki nokkra aðra skýringu á því að neysluviðmið sé að lækka um 30 þúsund á mánuði og það á sama tíma og vöruverð hefur hækkað töluvert eins og neysluvísitalan staðfestir!“

https://www.dv.is/eyjan/2018/12/06/velferdarraduneytid-laekkar-neysluvidmid-milli-ara-oskiljanlegt-segir-vilhjalmur/


Júlí 78 | 21. ágú. '21, kl: 08:33:24 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þetta eru segir svo Haukur Arnþórsson í des. 2018 inn á lifdununa.is meðal annars: " Líta má svo á að ríkið tvískatti lífeyristekjur annars vegar hjá Ríkisskattstjóra og hins vegar hjá Tryggingastofnun, raunar allar tekjur aldraðra. Þá er átt við að aldraðir greiða af þeim skatt í almenna skattkerfinu og síðan annan skatt í formi skerðinga. Heildarskattar og skerðingar fara upp í 81,9% sem þýðir að A sem hefur 100 þús. kr. hærri lífeyrissjóðstekjur en B, hefur á ákveðnu tekjubili 18.100 kr. meira í ráðstöfunartekjur en hann á mánuði. Skattheimta af þessu tagi sést ekki lengur í nágrannaríkjunum og hefur raunar aldrei sést. Það styður sjónarmið um tvísköttun að sömu skattstofnar eru tvínýttir, tekjuupplýsinga er aflað á tveimur stöðum, staðgreiðsla og ársuppgjör (álagning og endurreikningur greiðslna) eru gerð á tveimur stöðum og útdeiling inneignar og skuldar á nokkra komandi mánuði er gerð á tveimur stöðum."
https://lifdununa.is/grein/skattheimta-eins-og-her-sest-ekki-i-nagrannalondunum/

_Svartbakur | 20. ágú. '21, kl: 23:50:16 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þetta er á stefnuskrá Frjálslynda lýðræðisflokksins ( https://x-o.is/) um málefni öryrkja og eftirlaunaþega.
"
37. Öryrkjar
Örorkulaunakerfið verði endurskoðað frá grunni.
Örorkulaun skulu aldrei verða lægri en sem nemur framfærsluviðmiði Velferðarráðuneytis. Þó skal bæta við þau laun, útreiknuðum kostnaði sem hver einstaklingur hefur vegna sinnar fötlunar umfram heilbrigðan einstakling sem er mjög misjafn. Þar færi því fram aðal endurskoðunin á kerfinu, þ.e meta raunkostnað hvers og eins vegna fötlunar eða skerðingar. Atvinnutekjur skulu því aldrei skerða þann hlut launa einstaklings sem telst vera kostnaður vegna fötlunar eða skerðingar viðkomandi.

38. Eftirlaunaþegar
Allar tekjutengingar og aðrar skerðingar eftirlaunabóta verði aflagðar. Það er ekki sæmandi velmegandi þjóð eins og Íslandi að ört vaxandi hópur eldri borgara þurfi að kvíða ævikvöldinu. "

Ég hef ekki kynnt mér stfnuskrá annara flokka um þetta efni.

Júlí 78 | 21. ágú. '21, kl: 08:09:34 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Flokkur fólksins segir á sinni heimasíðu: 


Lámarksframfærsla verði 350.000 kr. skatta-og skerðingarlaust


Við munum koma á nýju almannatryggingakerfi, sem tryggir lágmarksframfærslu. Komum í veg fyrir að óskiljanlegar og víxlverkandi skerðingarreglur læsi fólk í fátæktargildru.


Við munum hækka frítekjumark ellilífeyris vegna lífeyristekna frá 25.000 kr. upp í 100.000


Við ætlum að leggja niður skerðingar vegna atvinnutekna.


Við ætlum að heimila öllum öryrkjum sem treysta sér til, að reyna fyrir sér á vinnumarkaði í tvö ár án skerðinga og án þess að örorka þeirra sé endurmetin.


Við hvetjum einstaklinginn til sjálfsbjargar og munum aldrei refsa þeim né skerða tekjur þeirra, sem vilja og geta bjargað sér að einhverju leyti sjálfir.


Við munum löggilda samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks.

Júlí 78 | 21. ágú. '21, kl: 18:39:33 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Glúmur Baldvinsson (sonur Jóns Baldvins) í Frjálslynda lýðræðisflokknum kemur með margar pílur (gagnrýni) á formenn flokka. En mér finnst hann ekki sanngjarn gagnvart Ingu Sæland. Hann segir: 

„Inga Sæland grenjaði sig síðast inná  þing fyrir öryrkja og býr enn í öryrkjaíbúð á ofurlaunum. Og nú hefur hún fengið til liðs við sig Tomma og Kobba sem ekki beint eru öryrkjar þótt aldnir séu orðnir.“


Ég vil nú endilega leyfa Ingu Sæland að tala fyrir sig, hún gerði það nefnilega í einni frétt frá 31. mars 2018 í DV: " Greiðir tvöfalda húsaleigu


„Við gerðum með okkur samkomulag að hér eftir greiði ég tvöfalda húsaleigu og það er nú sérstaklega verið að líta til þess að það er nú kannski ekki alveg þar með sagt að ég sé komin til þess að vera öryrki á ofurlaunum lengi og ég er ansi háð umhverfi mínu. Það tekur mig langan tíma, vegna minnar fötlunar, að geta gengið um frjálslega eins og ég get gert hér í Grafarholtinu.“

Aðspurð hvað hún greiði í húsaleigu á mánuði svarar Inga að hún greiði 236 þúsund krónur á mánuði en það fyrirkomulag hafi verið tekið upp fyrir stuttu."


Svo talar Glúmur um Tomma og Kobba (notar gælunöfn svona í virðingarleysi því almenningur er ekki vanur þessum nöfnum á þeim) og talar um að þeir séu ekki beint öryrkjar þó þeir séu aldnir. Heldur Glúmur að Flokkur fólksins sé bara að berjast fyrir öryrkja? Hann ætti að kynna sé stefnumál þeirra áður en hann lætur svona útúr sér.
Svo segir Glúmur í lokin meðal annars:  „Þetta er nú glæsilegt lið, ekki satt? Eini leiðtoginn sem ég ber virðingu fyrir og virðist að mér vera heill er Sigurður Ingi formaður Framsóknarflokksins.....Hvernig heill?, jú kannski nokkuð heill í því að vilja bæta vegakerfið....sorry, ég man ekki eftir öðru. A.m.k. ekki sniðugt að styðja áfram þessa ríkisstjórn með því að sitja en ekki fara.
https://www.dv.is/eyjan/2021/8/21/glumur-taetir-sig-forystu-islensku-stjornmalaflokkanna-leggur-aherslu-ofbeldisfeminisma-og-ad-skolaborn-gerist-vegan/

https://www.visir.is/g/202082946d

Júlí 78 | 22. ágú. '21, kl: 08:31:02 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Svo minnist Glúmur ekkert á Píratana, eru þeir þá jafn frábærir og Framsókn í hans augum? Eða gleymdust þeir bara?

Júlí 78 | 22. ágú. '21, kl: 09:18:02 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ef þetta er hann sjálfur sem svarar þarna á DV í kommentum varðandi Píratana þá var svarið: " Já afsakaðu að hafa gleymt þeim. Ég bara man aldrei eftir þeim."  ;) 


https://www.dv.is/eyjan/2021/8/21/glumur-taetir-sig-forystu-islensku-stjornmalaflokkanna-leggur-aherslu-ofbeldisfeminisma-og-ad-skolaborn-gerist-vegan/

monsy22 | 22. ágú. '21, kl: 18:58:55 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Vona svo sannarlega að fólk beri gæfu til að kjósa Flokk. Fólksins,

Kimura | 22. ágú. '21, kl: 17:01:47 | Svara | Er.is | 0

Myndi kjósa Flokk Fólksins ef ekki væri fyrir Ingu Sæland

Kimura | 22. ágú. '21, kl: 17:05:54 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

En þeirra i stað fær engin atkvæði mitt og ég myndi skeina mér á þessum kjörseðli. Ef það væri ekki fyrir eh aumingjans manneskju sem hefur ekkert gert til að eiga skilið að opna þá sendingu. Vildi að Kata og hitt gjörspillta ruslið þarna þyrfti persósulega að opna alla kjörseðla.

Júlí 78 | 23. ágú. '21, kl: 00:26:45 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Mér finnst alveg glatað að sleppa því að kjósa. Það er eins og að segja, mér er alveg sama hvernig allt er hérna. Betra er að kjósa það skásta sem manni líst á þó maður sé kannski ekki sammála öllu. Svo ef maður vill ekki núverandi ríkisstjórn áfram þá best að sleppa því að kjósa Sjálfstæðisflokk, VG eða Framsókn þar sem þau öll eru búin að gefa það út að til greina komi að starfa saman áfram. En mér finnst bæði Inga Sæland og Guðmundur Ingi Kristinsson alltaf vera með frábærar eldhúsdagsumræður á Alþingi. Reyndar var hún Þórhildur Sunna Pírati með góða ræðu þar síðast þó ég ætli ekki að kjósa Pírata. En ætla að fylgjast með öllum umræðum um stjórnmál sem koma þó það sé vitað mál að einhverjir einstaklingar í einhverjum flokkum koma með kosningaloforð sem ekki verður staðið við. Sporin hræða, ef stjórnmálamenn hafa áður svikið kosningaloforð þá er þeim ekki treystandi til að stýra landinu.


Núna heyrðist mér í fréttum að ferðamálaráðherra ætli ekkert að hlusta almennilega á Þórólf sóttvarnarlækni. Já það er eins og Sjálfstæðismenn þykist vita betur en hann um Covid veiruna.

_Svartbakur | 23. ágú. '21, kl: 09:51:01 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég held að margir vilji að við lendum ekki í sömu vitleysu og Reykjavikurborg með Dag B, Samfylkingu, Pirata og Viðreisn í stjórn. Best að forðast þá flokka.

leonóra | 23. ágú. '21, kl: 10:25:30 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Mikið er ég sammála Júlí 78. Mér finnst aumkvunarvert að kjósa ekki. Það hefur oft komið fyrir mig að ég hef ekki getað gert upp á milli flokka og upplifað vantraust til þeirra allra.  Í þeim tilvikum gef ég atkvæði mitt  til þess flokks sem hefur efst á stefnuskrá sinni að bæta kjör þeirra verst settu - sem mér sýnist vera Flokkur fólksins fyrir þessar kosningar.  

Kimura | 23. ágú. '21, kl: 12:09:57 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þoli ekki þennan hugsunarhátt hjá fólki. Að kjósa það skásta sem er i boði. Ef það er ekkert i boði sem þér líst á sem er svo sannarlega staðan á Íslandi í dag. Þá einmitt áttu ekki að mæta eða skila auðu. Ef kosningaþáttaka er ekki nægileg. Þá eru kosningar dæmdar ógildar og þá kannski áttar þessar afætur niðri á alþingi sig á þvi að það er ekki í boði að arðræna þjóðina lengur.

Júlí 78 | 23. ágú. '21, kl: 13:32:05 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Kosningaþáttaka mun alltaf vera nægjanleg, bara draumórar að búast við öðru. En það verða víst alltaf einhverjir líka sem mæta ekki á kjörstað. Af hverju kýstu þá ekki einhvern flokkinn sem ekki hefur verið þá í ríkisstjórn áður? Ég segi maður kemst ekki að því hvernig þau stjórna fyrr en þau gera það. Loforð á blaði er alltaf loforð þangað til það verður efnt. En það þarf ekki að búast við neinum breytingum ef fólkið kýs endalaust þennan Sjálfstæðisflokk og að ég tali nú ekki um ef Framsókn fær að stjórna með honum. Kannski smá von um að VG fari ekki með þeim í stjórn þar sem 70% kjósenda þeirra eru á móti óbreyttu stjórnarmynstri.

Kimura | 23. ágú. '21, kl: 16:01:04 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég hef bara enga trú á neina af þessum flokkum. Eflaust leynast eh staðar þarna inn á milli fólk sem gengur vel til og er til eh gagns þarna. En á meðan þetta snýst allt um flokka og allt ruglið sem fylgir þá tek ég ekki meiri þátt í þessu. Hafði smá trú Kötu Jak hérna áður en hún rústaði því áliti algörlega á síðustu árum. Fyrir mér er alþingi íslendinga bara rekið af eiginhagsmunaseggjum og svo inn á milli algerum vanvitum sem láta vel að stjórn hinna spilltu og gráðuga sem þar ráða rikjum.

Júlí 78 | 23. ágú. '21, kl: 17:40:22 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Er það ekki oft þannig að sá flokkur sem fær mest atkvæðafjölda fær stjórnarmyndurnarumboðið? Ótrúlega margir halda nú tryggð við Sjálfstæðisflokkinn.  Það þarf enginn að búast við að spillingin hverfi á meðan hann er innanborðs í ríkisstjórn.


Þetta sagði Glúmur:  „Formaður Sjálfstæðisflokksins hefur setið síðan 2003 og varð uppvís að því að fela peninga á aflandsreikningum og gerði einkavin Samherja að sjávarútvegsráðherra." Ekki hljómar þetta nú vel. 


Ekki hljómar þetta nú heldur vel, Miðflokkurinn:  „Sigmundur Davíð var eitt sinn forsætisráðherra en hrökklaðist frá völdum fyrir að ljúga að alþjóð um dulda  Wintris  sjóði í skattaskjóli." 


Og ekki heldur þetta, Viðreisn:  „Þorgerður Katrín hefur verið á þingi frá því elstu menn muna á vegum  XD  og maður hennar þáði kúlulán  uppá  næstum milljarð í skjóli pólitísks valds sem aldrei var endurgreitt heldur afskrifað."


En ég yrði ekkert hissa á að þessir flokkar tækju sig saman eftir kosningar og mynduðu stjórn...Kimura | 23. ágú. '21, kl: 18:21:48 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Ég get alveg lofað þér því aðþað er ekkert að fara breytast hérna eftir kosningar frekar en vanalega En ef þig langar að taka þátt í þessu leikritiá 4 ára fresti þá bara go for it og verði þér að góðu. Ég ætla hinsvegar ekki að verq með i þessu framar

_Svartbakur | 23. ágú. '21, kl: 18:38:58 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Landsbankinn stofnaði reikning fyrir Bjarna Ben erlndis og það foru aldrei neinir peningar inná reikninginn. Þannig að það er ekki rétt að hann hafi falið peninga á aflandsreikningi.

Sigmundur Davið og kona hanns sem áttu fé erlendis gáfu þá upp til skatts og líka þetta félag Wintris þannig að það var nú ekki meiri feluleikur en það.

Þannig að þetta er bara bull eða lygi í þessum Glúmi Baldvinssyni.

Júlí 78 | 23. ágú. '21, kl: 20:50:14 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0


Ef þér finnst þetta ekki hlægileg útskýring hjá Bjarna þá endilega segðu mér það: ruv.is í apríl 2016:

„Engar eignir í skattaskjólum”

Í umræddu Kastljósviðtali frá í febrúar 2015, voru gögn um eignir Íslendinga í aflandsfélögum og kaup á þeim til umræðu. Bjarni var þar spurður hvort hann hefði sjalfur átt viðskipti í gegnum það sem hefði verið skilgreint sem skattaskjól, átt þar eignir eða farið með peninga í gegnum slík félög. Svar Bjarna þá var afdráttarlaust. 

„Nei. Ég hef ekki verið með neinar eignir í skattaskjólum – hef ekki verið með neitt slíkt og á engin hlutabréf eða neina slíka hagsmuni í dag.“

- Þannig þú hefur aldrei átt eignir eða átt viðskipti í gegnum þessi svokölluðu skattaskjól?
„Nei það hef ég ekki gert.“

Taldi Falson skráð í Lúxemborg

Í yfirlýsingu sem Bjarni sendi frá sér um miðja vikuna sagði hann hins vegar að sjálfur hefði hann alltaf talið félagið staðsett í Lúxemborg. Hann hafi einungis fengið af því spurnir nýlega eftir fyrirspurn blaðamanns að félagið hefði verið staðsett í hinu þekkta skattaskjóli Seychelles-eyjum.


Mér finnst svo þú ættir Svartbakur að lesa alla þessa frétt inn á kjarninn.is Kjarninn kemur með staðreyndir....
Sigmundur sagði:  „Í fyrsta lagi verð ég nú að gera athugasemd við að það sé verið að kjósa snemma vegna þessa máls sem þú rekur. [...]  Ég á ekki, hef aldrei átt aflandsfélag.  [...]  Ég hef aldrei átt hlut í þessum eignum.   [...]  En það er hins vegar tilfellið að eiginkona mín átti eignir í ákveðnu landi sem hefur aldrei verið í skattaskjóli. Þetta er land sem er með tvísköttunarsamninga við Ísland, upplýsingaskiptasamninga við Ísland.“
Í lok greinarinnar í Kjarnanum segir: " Niðurstaða Staðreyndavaktarinnar

Ástæða þess að verið er að kjósa snemma eru Panamaskjölin, og stærsta málið þar er Wintris-mál Sigmundar Davíðs. Skjöl sýna fram á að Sigmundur Davíð átti Wintris og seldi sinn hlut í lok árs 2009, og Tortóla er skilgreint sem skattaskjól, hvað sem líður skattgreiðslum. Það er því niðurstaða Staðreyndavaktarinnar að samandregið séu þessar þrjár fullyrðingar haugalygi."

Og í annarri frétt: Það er ekki ólög­legt að stofna af­l­ands­fé­lag. Það er m.a. gert til að halda utan um eign­ir vegna viðskipta eða bú­setu í öðrum lönd­um. En slík fé­lög eiga sér þó dekkri hliðar og er þá tvennt iðulega nefnt: Að kom­ast hjá skatt­greiðslum og til að sveipa viðskipti sín leynd. Indriði Þor­láks­son, h ag­fræðing­ur, fyrr­ver­andi rík­is­skatts­stjóri og ráðuneyt­is­stjóri, orðar þetta svona í pistli á vef Kjarn­ans:  „Með því að færa eign­ir sín­ar þangað geta þeir gengið svo frá hnút­u­m að þeir kom­ast hjá því að greiða skatta af tekj­um af þess­um eign­um og við­skipt­i ­með þær eru huld­ar leynd.“ 

https://kjarninn.is/skyring/2016-09-23-sigmundur-atti-wintris-og-tortola-er-skattaskjol/

https://www.mbl.is/frettir/innlent/2016/04/26/minnisleysi_og_misskilningur/

https://www.ruv.is/frett/aflandsfelag-fjarmalaradherra-afskrad-2012

_Svartbakur | 24. ágú. '21, kl: 15:04:45 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég held að ég trúi frekar Bjarna Ben og Sigmundi Davíð en þessum heimildarmönnum þínum :)

darkstar | 23. ágú. '21, kl: 17:21:39 | Svara | Er.is | 0

ég kýs sjálfstæðisflokkinn.

eini flokkurinn sem stendur við það sem þeir segja, alltaf þegar þeir segjast ætla að lækka skatta gera þeir það, síðasta tímabil tekjuskattur lækkaður, matarskattur lækkaður og innflutningsgjöld.

Júlí 78 | 24. ágú. '21, kl: 01:34:08 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Stendur við það sem þeir segja? Þeir þóttust ætla að breyta erfðafjárskattslögunum, það kom frumvarp frá Sjálfstæðismönnum en Bjarni Ben var reyndar ekki einn af flutningsmönnum. Þetta hljómaði svona:  1. mgr. 2. gr. laganna orðast svo:
  Erfðafjárskattur skv. 1. gr. er sem hér segir:
    1.      Af fyrstu 75.000.000 kr. í skattstofni dánarbús reiknast 5% erfðafjárskattur.
    2.      Af fjárhæð umfram 75.000.000 kr. í skattstofni dánarbús reiknast 10% erfðafjárskattur.
    3.      Fjárhæðarmörk skattstofns dánarbús skv. 1. og 2. tölul. breytast um hver áramót miðað við breytingu á vísitölu neysluverðs frá 1. janúar 2019. Ráðherra auglýsir ný fjárhæðarmörk í upphafi hvers árs.
2. gr. Lög þessi öðlast gildi 1. janúar 2019."


En þetta var greinilega bara sýndarmennska því ekki fór þetta nú í gegn. Ég var reyndar sammála þessum breytingum en bíð enn.....svo stóð í frumvarpinu: " Með breytingunni er tekið skref í þá átt að færa álagninguna til þess sem hún var fyrir þau efnahagslegu áföll sem fylgdu í kjölfar á falli viðskiptabankanna."  Stóð þetta eitthvað í Bjarna? Er ekki orðið langt um liðið?
https://www.althingi.is/altext/149/s/0010.html

Júlí 78 | 24. ágú. '21, kl: 01:48:25 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Svo endilega skoðaðu þetta, kosningasvikin hjá Sjálfstæðisflokknum. Björgvin Guðmundsson skrfaði inn á visir.is 24. ág. 2016 meal annars:


" Kosningaloforðin, sem gefin voru öldruðum og öryrkjum 2013, voru fleiri. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, sendi eldri borgurum bréf og lofaði þeim því, að hann mundi afnema tekjutengingu ellilífeyris fengi hann tækifæri til. Hann fékk tækifærið strax 2013 en hefur ekkert gert í því að efna loforðið. Loforðið þýðir að hætta á alveg að skerða lífeyri TR vegna greiðslna úr lífeyrissjóði og vegna tekna af atvinnu og fjármagni. Þetta skiptir aldraða og öryrkja miklu máli, ef það er efnt. Með því að þingið er komið saman getur Bjarni efnt þetta strax á morgun ásamt loforðinu um leiðréttingu vegna kjaragliðnunar.  Það eina sem stjórnarflokkarnir efndu af kosningaloforðum á sumarþinginu 2013 var þetta: Grunnlífeyrir var leiðréttur og frítekjumark vegna atvinnutekna var leiðrétt en ríkisstjórnin hefur boðað, að hvort tveggja verði afturkallað, skv. nýju frumvarpi. Ekkert annað hefur ríkisstjórnin gert í að efna kosningaloforðin frá 2012."_Svartbakur | 25. ágú. '21, kl: 13:25:17 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það skiptir auðvitað mestu máli að þjóðin kjósi ekki yfir sig flokka sem vilja koma íslandi inní ESB.
Samfylking, Viðreisn og jafnvel Piratar eru líklegir til að svíkja þjóðina og reyna að smygla okkur
inní ESB rétt eins og Jóhönnustjórnin reyndi eftir hrun eins og frægt varð.
Mesta tap okkar allra yrði ef við gengjum í ESB.

Júlí 78 | 24. ágú. '21, kl: 01:49:11 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

https://www.visir.is/g/2016160829594

Kaffinörd | 23. ágú. '21, kl: 22:37:49 | Svara | Er.is | 0

Þetta er allt að byrja. 

AriHex | 24. ágú. '21, kl: 19:16:12 | Svara | Er.is | 0

Ekki ætla ég að kjósa og mæli með að sem flestir sniðgangi þessar kosningar. Það eru nokkarar fjölskyldur sem stjórna þessu landi. Kosningarnar eru plat. Yfirkjörstjórnirnar hagræða úrslitunum. Sem er vandamálið við lokaðar kosningar. Í opnum kosningum getur hver sem er séð hvað hver kaus. Þá er þetta svindl ekki hægt. Fólk verður bara að fara að vakna.
Annars ef kóvid fasisminn var ekki nóg til að vekja fólk þá vaknar það víst aldrei. Ég meina það er búin að vera mótmælaalda í evrópu og sjá ruglið í Ástralíu og það er nánast búin að vera algjör þögn um þetta ástand hjá íslenskum fjölmiðlum. Þögnin er algjör. Hvað þarf til að fólk vakni? Allir stjórnmálaflokkar á þingi taka þátt í þessum lygum og blekkingarleik. Þannig ég er stoltur af því að mæta ekki þarna og hafa mig af fífli.
Ég mæli með því að þið sem enn ætlið að kjósa lesið bókina 1984.

Júlí 78 | 24. ágú. '21, kl: 21:33:31 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég held nú að það sé satt hjá þér að nokkrar fjölskyldur stjórni þessu landi og ekki voru nú síðustu fréttir gleðilegar, Sjálfstæðisflokkur og Framsókn hafa bætt við sig fylgi núna. Fólk fær víst það sem það vill, greinilega vilja margir bara að ekkert breytist. 

_Svartbakur | 25. ágú. '21, kl: 09:08:20 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það kom mér reyndar á óvart að VG hafi ekki náð meira fylgi í þessari könnun Maskínu.
VG er jú annar stærsti flokkurinn en mjótt á mununum.
Sjálfstæðisflokkur og Framsókn bættu eðlilega við sig þannig að
ríkisstjórnin heldur vel velli ef svona fer í kosningum.
Samfylking hefur misst mikið fylgi miðað við síðustu kannanir og Piratar sömuleiðis.
Flokkur fólksins og Miðflokkur tapa fylgi.
Verst ef Flokkur Fólksins dettur af þingi og við fáum eitthvað eldgamalt fyrirbæri eins og kommaflokk í staðinn.
En það er stutt í kosningar og ekki líklegt að stjórnarandstaðan fái meira fylgi en þessar kannanir sýna.
Þannig að almenningur getur andað léttar og verið bjartsýnir á framtíðina með sterka ríkisstjórn áfram.

Júlí 78 | 25. ágú. '21, kl: 14:18:17 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ekki ætla ég að vera bjartsýn áfram ef sama ríkisstjórn heldur völdum eftir kosningar. Já mér finnst mjög slæmt ef að Flokkur fólksins dettur út af þingi, það mætti halda að fólk hafi ekki fylgst nógu vel með þeim, þau hafa nefnilega staðið sig mjög vel fram að þessu og komið fram með mjög góð frumvörp.


En ég vil endilega koma hér með þessa frétt sem ég var að lesa. Glúmur að biðja Ingu Sæland afsökunar! Það er mjög virðingarvert þegar menn sjá það að þeir hafi gert mistök. 

Ummælin: „Inga Sæland grenjaði sig síðast inná  þing fyrir öryrkja og býr enn í öryrkjaíbúð á ofurlaunum. Og nú hefur hún fengið til liðs við sig Tomma og Kobba sem ekki beint eru öryrkjar þótt aldnir séu orðnir.“

Þarna skjátlaðist Glúmi því Inga Sæland býr í eigin íbúð. Hann gengst við mistökunum í nýrri Facebook-færslu og biðst innilega afsökunar:

„Um daginn skrifaði ég pistil um forystumenn flokkanna sem birtur var í DV. Þar bar ég Ingu Sæland þungum sökum sem ekki eiga við rök að styðjast. Ég byggði þann málflutning á villandi upplýsingum. Í því ljósi vil ég biðja Ingu Sæland einlægrar afsökunar og óska ég henni alls hins besta. Ég er að mörgu leyti líkur móður minni sem innrætti mér að koma vel fram við alla, háa sem lága. Og þegar mér bregst sú bogalist nístir samviskan mig.“

Ég hefði nú samt ekki gagnrýnt hana þó hún hefði búið áfram í öryrkjaíbúðinni, hún er mjög sjónskert og ætli það taki ekki langan tíma að venjast hverjum stað hjá fólki sem er með þá fötlun? Svo hafði komið fram að hún borgaði tvöfalda leigu þar eftir að hún gerðist þingmaður. En gott að það er komið fram að hún er komin í eigin íbúð.
https://www.dv.is/eyjan/2021/8/25/einlaeg-afsokunarbeidni-glums-til-ingu-saeland-kaeri-glumur-eg-thakka-ther-thitt-fallega-hjarta/
_Svartbakur | 25. ágú. '21, kl: 14:50:00 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já það má segja að það sé gott að þingmenn hafi það góðar tekjur að geti búið í eigin íbúð.
Þannig að það er auðvitað ekki allt alvont sem sem ríkjandi stórnarflokkar gera til að skapa aðstæður
til að þingmenn séu ekki undir þrýstingi frá hagsmunaaðilum.
Inga Sæland er þá ekki lengur undir þrýstingi frá húsnæðisnefnd Öryrkjabandalagsins.
Verður hún þá eins ábyggileg ?
Það sama á auðvitað við um ýmsa stjórnmálaforyngja eða ættum við að kalla áhrifavalda, sem eru tengdir t.d. verkalýðsforystu eða atvinnurekendum. Sumir eru beinlínis á launum frá sínum hagsmunaaðilum um leið og þyggja þingmannalaun.
Að vera að tala um spillingu þá gengur sú spilling alveg í gegnum alla flokka.

Júlí 78 | 26. ágú. '21, kl: 09:04:27 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég held að það hafi aldrei verið neinn þrýstingur af hálfu Brynju hússjóð,  en jú eitthvað fólk úti í bæ fundu að því að hún væri að leigja þessa íbúð verandi orðinn þingmaður. En í frétt frá 20. nóv. 2018 að Inga bað um að fá að greiða tvöfalda húsaleigu og leigjan hjá henni fór þá í 220 þús. En ég les líka í þeirri frétt að hún keypti sér hús á Ólafsvík sem hún ætlaði að nota til síðari tíma en nota líka sem sumarhús. En ég heyri það fyrst núna að hún hafi keypt sér íbúð og flutt í hana, það hlýtur að vera staðreynd fyrst að Inga mótmælir því ekkert. Hún hlýtur a.m.k. að þurfa að vera í íbúð á höfuðborgarsvæðinu á meðan hún er þingmaður.

_Svartbakur | 26. ágú. '21, kl: 10:52:55 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Inga Sæland er örugglega einn af betri þingmönnum okkar og líka Guðmundur Ingi.
Slæmt ef þau ná ekki kjöri.

Fyrirsögn Nafn Dagur Uppfært
Eilífðarnefnd Norðvesturkjördæmi Undirbúningsnefnd fyrir rannsókn kjörbréfa _Svartbakur 6.11.2021 8.11.2021 | 07:57
Hvaða jepplingar eyða minnst?? Miss Monroe 26.2.2010 7.11.2021 | 09:37
Filma vs. mála eldhúsinnréttingu? kolbrun1 6.11.2021 7.11.2021 | 08:37
Eyrnahreinsun..hvar ?? Lanke51 20.10.2021 7.11.2021 | 02:10
Snilldar grímur Hr85 6.11.2021 6.11.2021 | 22:54
Jólakvíðinn kominn í hús.Vantar aðstoð elin29 5.11.2021
Féló ? sokkur samuel 25.4.2014 5.11.2021 | 13:04
Kia bílar bakkynjur 2.11.2021 5.11.2021 | 05:44
Tryggingastofnunn engine v12 26.10.2021 4.11.2021 | 23:54
Þessum níðing ferst að tala. Brannibull 4.11.2021 4.11.2021 | 13:57
Hundalabbari óskast leyndó22 31.10.2021 3.11.2021 | 21:27
Leikarinn Þórir Sæumundsson - er ekki Reykjavíkurborg að ráða? Brannibull 3.11.2021 3.11.2021 | 16:41
Borg í brotum ? Kristland 2.11.2021
Vafasöm hefð ? Kristland 1.11.2021 2.11.2021 | 16:15
Það er eins og að leigjendur berjist á móti fólki sem vill leigja þeim húsnæði _Svartbakur 31.10.2021 1.11.2021 | 18:33
Skilareglur síðan í fornöld? Júlí 78 28.10.2021 1.11.2021 | 18:29
Fáni friðarins ? Kristland 17.10.2021 1.11.2021 | 17:38
My trendy phone.is HUGME 18.10.2021 1.11.2021 | 10:41
Helv..Brimborg Nínas 23.11.2005 31.10.2021 | 22:32
Af hverju er friðarsúlan svona mikið flopp? Hr85 10.10.2021 31.10.2021 | 15:28
MJÖG VÆMIN AFMÆLISKVEÐJA nörd2 30.10.2021 31.10.2021 | 11:26
Æfingaakstur segull Jonfinnson 30.10.2021 31.10.2021 | 07:26
Gömul bók áin 30.10.2021 30.10.2021 | 20:20
ABJ desing binnsa 30.10.2021
Að selja útlendingum Mílu og ljósleiðara er jafngilt og að selja Rarik og hafnir og flugvelli _Svartbakur 27.10.2021 29.10.2021 | 23:27
Bólusetning pæling VValsd 15.10.2021 29.10.2021 | 19:37
Landspítali LSH um 10% starfsmanna óbólusettir fyrir Covid ! _Svartbakur 27.10.2021 28.10.2021 | 15:55
Þetta Alþjóðlega sjóðastýringarfyrirtæki Ardian vill kaupa Mílu. _Svartbakur 25.10.2021 28.10.2021 | 12:56
Óska eftir “ömmu” eða mömmu í 108 Reykjavík LF 28.10.2021
Læknavaktin vottor bara stelpa 27.10.2021 27.10.2021 | 16:42
Sala á aðal ljósleiðara á Íslandi - Mílu til erlendra sjóða. _Svartbakur 23.10.2021 26.10.2021 | 12:37
52 spil monica 29.12.2009 25.10.2021 | 12:34
Bakkar, breiðholtsskóli sokkur samuel 15.10.2021 23.10.2021 | 20:45
Píanóflutningar, tog 23.10.2011 23.10.2021 | 15:21
Deildu oliver002 22.10.2021
Er stjórnarsamstarfið að taka enda ? _Svartbakur 21.10.2021 22.10.2021 | 01:00
Breytilegir verðtryggðir vextir í kjölfar kórónaveirunnar? bb79 31.3.2020 21.10.2021 | 12:32
Ólafur Ragnar lýsir stöðunni vel _Svartbakur 17.10.2021 20.10.2021 | 22:44
Breytingar við Bústaðaveg Júlí 78 19.10.2021 20.10.2021 | 08:51
Bitcoin áin 16.10.2021 19.10.2021 | 14:08
Stig í lánshæfisflokkum credit info Viðskiptavinur 17.10.2021 18.10.2021 | 19:06
Vefsvæði Vinnumálastofnunar í ólagi? Garðsláttur 16.10.2021 18.10.2021 | 08:35
Góður Sálfræðingur Erna S 17.10.2021 18.10.2021 | 02:40
Árás á lýðræðið ? Kristland 17.10.2021 18.10.2021 | 01:22
Það er komin helgi með Helga VValsd 16.10.2021 17.10.2021 | 04:16
en óendanleg orka Orkuskortur um allan heimsprettur uppúr jörðinni á Íslandi _Svartbakur 14.10.2021 16.10.2021 | 20:08
Gylfi Þór - rannsókn mögulega hætt á morgun, velkominn aftur í landsliðið væntanlega. Brannibull 14.10.2021 16.10.2021 | 19:34
Fréttir ganga niður tröppurnar VValsd 13.10.2021 16.10.2021 | 02:00
Ert þú með Cheerios glutenlaust VValsd 13.10.2021 15.10.2021 | 23:06
Kannast ekki allir við þetta Kimura 15.10.2021
Síða 6 af 62953 síðum
 

Umræðustjórar: vkg, joga80, karenfridriks, flippkisi, Gabríella S, superman2, Bland.is, Krani8, Atli Bergthor, Óskar24, MagnaAron, barker19404, mentonised, ingig, Coco LaDiva, tinnzy123, krulla27, aronbj, rockybland, anon