Kosningar

VValsd | 5. sep. '21, kl: 19:20:13 | 271 | Svara | Er.is | 0

Hvaða flokk ætli þið að kjósa og afhverju ?

 

AriHex | 5. sep. '21, kl: 20:38:37 | Svara | Er.is | 1

Ekki kjósa. Það eina sem gerist ef þú kýst er að þú ert hafður af fífli. Þetta er líka tími sem þú færð ekki til baka. Flestir sem eru á þingi í dag eru árar djöfulsins. Framan á Alþingishúsinu er talan 666 rituð með stjörnum. Þessar þrjár stjörnur eru allar með 6 horn. Inn í þessu húsi situr svo illgresið sem bróðir Jesú varaði okkur við.
Er ekki ljótt að ljúga? Þetta fólk lýgur mjög mikið og lýgin er það tungumál sem djöfullinn og hans árar tala.
Ekki flókið. Ekki kjósa.
Auðvitað þurfum við að taka til í samfélaginu okkar en það gerum við ekki með því að gefa fólkinu sem er rót alls sem er að hérna meiri völd og umboð frá okkur. Þið sem ætlið að kjósa eruð með svokallað Stokkhólmsheilkenni. Hættið að gefa þessu ofbeldisfólki umboð.
Ræðið frekar um það hvernig hægt sé að taka völd af þessu fólki og færa þau til fólksins.

KingofAsgard | 9. sep. '21, kl: 10:23:38 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

hahahaha !!!!! Ágætur þessi.

VValsd | 13. sep. '21, kl: 02:29:40 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Veit ekki hvað skal kjósa. Hvar ætli maður geti séð alla flokkana og allt sem þau lofa. Er ekki ein síða með öllu?

Júlí 78 | 6. sep. '21, kl: 07:47:29 | Svara | Er.is | 0

Kannski mun ég kjósa Sósíalistaflokkinn eða Samfylkingu, af hverju? Þetta eru höfuðandstæðingar Sjálfstæðisflokksins, hann er búinn að vera við völd allt of lengi. Allir þyrftu að hlusta á Silfrið sem var í gær. Hlustið bara á Gunnar Smára, allt satt sem hann sagði eins og t.d.: "gróðabrakskvæðing er að skræla íslenskt samfélag að innan." Hann alveg brillerar í sínu tali þar! Og konan þarna hjá Samfylkingu Kristrún Mjöll, alveg rétt hjá henni að það er sanngjarnt að þeir allra ríkustu leggi meira til samfélagsins, hún talaði um að leggja á stóreignaskatt, "200 millj. frítekjumark sem þýðir á hverja ein millj. sem er yfir 200 millj. þá borgar þú 15 þús. kr. aukalega á ári. sem mun í raun eyrnamerkjast inn í stuðning við barnafjölskyldur, eldri borgara og öryrkja vegna þess að við viljum ekki vera flokkur sem leggur til einhverjar úrbætur eða úrlausnir sem eru ekki með fjármagn í það." Reyndar var ég ekki ánægð með Samfylkingu síðast þegar þeir voru í ríkisstjórn en á móti kemur það er nýtt fólk í efstu sætum listans svo spurning hvort eigi að treysta þeim....


Ég held nú að Píratar séu líka búnir að gefa það út að þeir muni ekki vinna með Sjálfstæðisflokki en ég mun samt ekki kjósa þá, er ekki fylgjandi sumu sem þeir boða en er þó alveg sammála þeim að sumu leyti eins og að það þarf að vinda ofan af spillingu hér.
En kannski mun ég kjósa Flokk fólksins sem mér finnst hafa staðið sig vel. Þó líst mér ekki á að fylgið hjá þeim er samkv. síðustu könnun, einginn maður á þing en helst vil ég hafa áhrif á það að Sjálfstæðisflokkur nái ekki völdum einu sinni enn. Með því að kjósa hina flokkana sem ég hef ekki nefnt þá erum við að taka þá áhættu að þeir semji um að fara í eina sæng með Sjálfstæðisflokki. Verði ykkur að góðu ef sá flokkur fær sínu framgengt áfram. Hvað gerði sá flokkur t.d., jú kom einkavini Samherja í stól sjávarútvegsráðherra!


https://www.ruv.is/sjonvarp/spila/silfrid/29054/95gmdk

Júlí 78 | 6. sep. '21, kl: 08:13:33 | Svara | Er.is | 0

Þetta finnst mér vera til umhugsunar, það sem Gunnar Smári segir:

"Hann segir að Sósíalistar útiloki samstarf með Sjálfstæðisflokki, Miðflokki og Viðreisn.

„Það er fráleitt að hugsa okkur í samstarfi við auðvaldsflokkana. Sjálfstæðisflokkinn, Miðflokk og Viðreisn. Sem eru raunverulega flokkar sem trúa því að við eigum að byggja upp samfélagið út frá hagsmunum þeirra ríku. Við eigum miklu meiri samleið með verkalýðssinnum í Samfylkingunni, samvinnufólki í Framsóknarflokknum, sósíalistum í VG, réttlætissinnum í Flokki fólksins og félagshyggju-Pírötum,“ segir Gunnar Smári."

https://www.ruv.is/frett/2021/07/04/utiloka-samstarf-med-audvaldsflokkum

_Svartbakur | 6. sep. '21, kl: 09:04:59 | Svara | Er.is | 0

Allt beendir til að þjóðin haldi sínu striki og láti ekki blekkjast.
Stjórn Vinstri Grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks hefur verið þjóðinni til heilla.
Kannanir gefa vísbendingar um að stjórnarflokkarnir muni halda sínum styrk.
Könnun sem birt var í gær sýndi Sjálfstæðisflokk með 17 þingmeenn, Framsókn með 8 og Vinstri Græn með 7.
Þetta gerir um 32 þingmenn fyrir stjórnina og mun nægja til áframhaldandi styrkrar stjórnar þessara flokka.

Ég held samt að allir þessi flokkar muni fá fleiri þingmenn þannig að Sjálgstæðisflokkur nái 18 mönnum á þing,
Framsókn 9 og Vintri Græn einnig 9.
Þannig væru stjórnarlokkarnir með 36 þingmenn og sterkan meirihluta.
Þjóðin á það skilið að áfram ríki hér festa í stjórnmálum.

Júlí 78 | 6. sep. '21, kl: 12:53:55 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það er víst vitleysa hjá mér að Flokkur fólksins fengi engan þingmann samkv. nýjustu skoðanakönnun, þau fengju 2 þingmenn samkv. nýjustu könnun. Það er mér óskiljanlegt þetta fylgi stjórnarflokkanna. Fólk er þá að kjósa yfir skig kyrrstöðu og ekkert annað.  Skil heldur ekki í að vera að kjósa flokka sem alveg örugglega hafa svikið mikilvæg kosningaloforð. A.m.k. Sjálfstæðisflokkur og VG er sek um það.
https://www.mbl.is/frettir/innlent/2021/09/06/fylgi_framboda_i_jarnum/

_Svartbakur | 6. sep. '21, kl: 14:08:35 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Júlí mín.
Við þurfum ábyrga stjórnmálamenn.
Við þurfum líka fólk á þing sem hefur eitthvað fram að færa fyrir okkur öll.
Við þurfum dugmikið og áhugasamt fólk.
Ef þú hefur þetta allt í huga á leið á kjörstað þá muntu kjósa rétt.

_Svartbakur | 6. sep. '21, kl: 14:38:12 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Að kjósa Samfylkingu er mjög áhættusamt fyrir okkur öll og þjóðfélagið.
Ef Samfylking og Viðreisn með Pirata næðu hér völdum þá þarft þú
Júlí mín að hafa áhyggjur.
Villtu að við verðum gleypt af ESB ?

Júlí 78 | 6. sep. '21, kl: 15:06:18 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þetta er hræðsluáróður eins og að við séum bara sett undir hatt ESB ef þessir flokkar næðu völdum. Það er búið að koma fram hjá einhverjum þessara flokka að ef það fengist samningur þá myndi þjóðin kjósa um hann, býst nú við að sá samningur yrði nú kynntur áður fyrir þjóðinni. Sjálf hef ég ekki nennt að setja mig inn í þau mál en myndi lesa samning (innihald) ef þjóðin ætti að kjósa um einhvern slíkan.

_Svartbakur | 6. sep. '21, kl: 14:46:25 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það er samt versta við það ef ríkisstjórnin fellur að þá tekur við
stjórn margra flokka og mikið af þessu liði hefur ekki getað náð stjórn á eigin lífi.
Hvers vegna ætti það fólk að stjórna okkur hinum ?
Þetta er í raun uppskrift á miklu klandri

Júlí 78 | 6. sep. '21, kl: 15:07:53 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

"Mikið af þessu liði hefur ekki getað náð stjórn á eigin lífi" segirðu. Geturðu rökstutt þetta nákvæmlega? 

_Svartbakur | 9. sep. '21, kl: 12:33:54 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það eru jú í gildi persónuverndarlög þannig að ég nafngreini enga.
En það er nú bara þannig að í mörgum þessara nýju flokka og víðar eru menn (og konur) sem
hafa bara ekki náð að koma sínum málum á hreint eru í bölvuðum vandræðum með sitt.
Þannig fólk kjósum við ekkrt til að sjá um þessu stóru mál fyrir okkur hin.

Catperson | 9. sep. '21, kl: 10:15:45 | Svara | Er.is | 1

Pírata. Þeir eru með mest afgerandi stefnu í loftslagsmálum. Í mínum huga þá er það vandamál af slíkum skala að þetta daglega sem við erum vanalega að röfla um fyrir kosningar fölnar í samanburði.

_Svartbakur | 9. sep. '21, kl: 12:38:36 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Piratar eru nú misjafnir greyin. Sumt af þessu fólki í þessum flokki er nokkrum hæfileikum gætt en megnið er bara einhverskonar uppsóp af botninum.

AriHex | 9. sep. '21, kl: 13:38:36 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Ef jörðin hefði verið að hitna eða kólna mikið síðustu áratugi þá ættum við sjá sjávarmál annaðhvort hækka eða lækka mikið. Við vitum að svo er ekki. Þannig við sjáum það við sem erum eldri að þetta er bull. Bergen og Honkong hafa ekkert þurft að gera ráð fyrir þessu og til eru gamlar myndir frá þessu stöðum, en ykkur er alveg sama um sönnunargögn. Það á bara að öskra hærra og nota fjölmiðla. Það hefur verið mikill stöðuleiki í hitastigi jarðar allt mitt líf þannig þetta er bara önnur dómsdags draugasaga sem þið sem berið grímur úti babblið um. Píratar eru ekkert betri kúkúr en Samfylking eða Sjálfsstæðisflokkur. Á endanum þarf að sturta þessu öllu niður. Ég bý í Reykjavík og hef því séð það á verkum Pírata að þetta er sami skítur. Engin munur á þessu. Þú sérð þetta þegar þú verður eldri. Frímúrarar stjórna hérna ekki stjórnmálaflokkar.

_Svartbakur | 9. sep. '21, kl: 15:08:38 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þetta er nú ekki alveg rétt hjá þér.
Sjávarborð er að hækka mjög víða.

AriHex | 9. sep. '21, kl: 23:03:21 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Já þett virðist vera rétt hjá þér Svartbakur.

Pattaya royal cliff beach 1970:
https://www.youtube.com/watch?v=iRpY_S2iJfE

Pattaya royal cliff beach 2013. Þarna sjást mjög harkalegar hamfaraöldur:
https://www.youtube.com/watch?v=BVinY1sjbm0

Núna árið 2021 virðist stór hluti Pattaya vera sokkin. :( Leiðilegt auðvitað fyrir þetta fólk sem býr í þessari ferðamannaborg en þau hefðu betur borgað kolefnisskatt þessi sjálfselsku gerpi. Þá kannski væri borgin þarna enn.

Catperson | 10. sep. '21, kl: 11:38:05 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ari: Það er augljóst að þú þekkir ekki hvernig hlýnunin/veðurfar/bráðnun jökla/sjávarborð hangir allt saman. Mæli með lestri á ritrýndum rannsóknum (EKKI safnrannsóknum) á þessu sviði, einfalt gúggl ætti að duga þér. Og að tala svona niður til þeirra sem yngri eru er ekki bara hrokafullt af þinni hálfu heldur sýnir það algjört ábyrgðarleysi gagnvart þeirra nánustu framtíð (ég er 48 og man líka nógu langt aftur til að sjá muninn á jöklum og öðru í minni heimabyggð, er ekki frá Reykjavík). Það sem margir virðast alls ekki skilja er að það sem gerist í veðurfarinu þessa dagana er umhverfissóðaskapur x kynslóðarinnar og búmera (sumsé ég OG þú) fyrir áratugum síðan. Ímyndaðu þér hvað verður gaman eftir kannski 10 ár þegar brjálæðið í kringum hrunið fer að koma í ljós! Aaaallt draslið, plastið, eiturefnin og ferðalögin til útlanda og allur hinn sóðaskapurinn sem ég nenni ekki að stafa ofan í fullorðið fólk.... allt þetta rugl sem við töldum okkur þurfa ÞÁ... ég get lofað þér því að afleiðingarnar verða mun verri en allt sem við erum að sjá núna. Samt haldið þið D strútarnir áfram að endurtaka þessa sömu gömlu tuggu eins og þú gerir hér að ofan. Tuggu sem er með úrelt "vísindi" á bakvið sig. Endilega haltu áfram að ljúga að sjálfum þér og börnunum þínum og alls ALLS ekki taka ábyrgð á þínum þætti í þessu. Þér að segja; bráðnum Grænlandsjökuls hefur einmitt áhrif á íbúa Tælands núna. Þegar suðurskautslandið fer almennilega af stað þá fyrst förum við hér á norðurhvelinu að finna fyrir þessu af alvöru þunga. Þú og ég höfum lifað friðsælustu og gjöfulustu tíma mannkynssögunnar. Gallinn við það er að við þekkjum enga neyð sem aftur gerir það að verkum að við eigum erfitt með að horfast augu við okkur sjálf eins pg gerist oft með dekurkrakka. Ég skora á þig að lesa þér betur til í stað þess að stinga hausnum í sandinn. Og plís ekki fara að tala um kolefniskvóta og Kína sem mesta mengunarvaldinn. Við útvistuðum okkar sóðaskap þangað og héldum svo áfram að kaupa og láta flytja draslið til okkar með flugvélum. Við á vesturlöndum höfum actually FLUTT SORP TIL ASÍU!! Og svo leyfum við okkur að fitja upp á trýnið gagnvart Kínverjum??? Eins og þeir séu vondi kallinn? Það er alveg sama hvernig við berjumst við að taka ekki ábyrgð á þessu, það MUN og ER að koma í bakið á okkur núna. Og þetta er vandamál allra burtséð frá landamæralínum, það er kominn tími til að horfa á heildarmyndina í stað þess að benda á hvað hinir og þessir eru verri en við og hversu ósanngjarnir kolefniskvótarnir eru gagnvart "aumingja" okkur. Hættum bara vælinu og tökum ábyrgð. Það bara verður að koma gamla fjórflokknum ÚT í þessum kosningum.

Catperson | 10. sep. '21, kl: 11:39:15 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þetta var ekki skrifað svona í belg og biðu hjá mér. Bland þarf að laga editorinn hjá sér.

musamamma | 9. sep. '21, kl: 22:13:35 | Svara | Er.is | 0

Sósíalistaflokk. Er sjálf í framboði fyrir hann.


musamamma

darkstar | 10. sep. '21, kl: 05:42:37 | Svara | Er.is | 0

Sjálfstæðisflokkinn, vill ekki hærri skatta, vill fá sem mest af laununum í vasann.

Júlí 78 | 10. sep. '21, kl: 07:54:05 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Fyrir síðustu kosningar sagði Samfylkingin jú að taka upp auðlegðarskatt en þeir sögðu líka, EKKI millitekjuskattur. Ert þú stórauðug darkstar? Og ef svo er finnst þér ekki sanngjarnt að þú leggir meira til samfélagsins en nú er? Jú og svo sögðu þau raforkufyrirtæki og hitaveitur greiði auðlegðargjald. Einnig að útgerðin greiði meira fyrir afnot að auðlindinni.


VG. Þeir sögðu hækkun kolefnisgjalds á eldsneyti. Vsk á mat og drykk fari úr 11% í 24% Auðlegðarskattur verði tekinn upp, hátekjuskattur á. 


Viðreisn sögðu tekið upp markaðslegt auðlindargjald á sjávarútveginn. Tekið upp afgjald í ferðaþjónustu (hvað sem það þýðir).


Sósíalistaflokkurinn vill jú að auðugusta fólkið borgi meiri skatta, ég hef ekkert heyrt um að þeir vilji hærri skatta á millitekjuhópa. Það var líka gerð könnun sem Sósíalistaflokkurinn gerði, hvað sögðu landsmenn: " Alls sögðu 18% að­spurðra að skattarnir mættu vera ó­breyttir en að­eins 5% vildu að skattarnir á ríkasta fólkið yrðu lækkaðir." "M ikill meiri­hluti lands­manna er fylgjandi því að skattar sem auðugasta fólkið á Ís­landi greiðir ættu að vera hærri."


Kári Stefánsson vill láta hækka skatta á sjálfum sér. Sanngjarn maður þar á ferð, hann veit að hann getur vel borgað meira til samfélagsins.

darkstar | 11. sep. '21, kl: 23:41:51 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

sjálfstæðisflokkurinn heldur landinu gángandi.

standa við sitt, ætluðu að bæta kjör þeirra sem minnst hafa, gerðu það, lækkuðu skatta, lækkuðu matarskatt, lækkuðu innflutningsgjöld.

ég veit að margir standa í þeirri fantasíu að ísland fari í esb og fái evru og þá verði allir ríkir, en raunin er sú að ísland tapar meira en það getur grætt, fá allar þjóðir í kringum okkur til að þurrka fiskimiðin okkar og rústa þeim um alla frambúð, þurfa að greiða skuldir annara þjóða vegna þess að esb ákvað það og við getum ekkert sagt þar sem esb ræður íslandi og þeir ákveða það bara að þetta sé svona og ekkert hægt að gera, það er ástæða fyrir að bretland sagði þeim að fokka sér og kom sér út.

það verður haugur af flokkum á þingi, efast ekki um það, margir með 2-3 þingmenn sem skipta engu og gera ekkert enda tökum dæmi næsta ríkisstjórn verður xd og framsókn og svo taka þeir smá flokk með sér sem hefur 3-4 þingmenn þessi flokkur mun henda öllum sýnum loforðum í ruslið og slefa yfir að fá ráðuneiti því þá fá þeir peninga, eina sem skiptir máli hjá þingmönnum er að fá 1.5m á mán í áskrift í 4 ár því í raun það er það eina sem fólk er að eltast við, ljúga eins miklu og þeir geta í kosninum til að tryggja launin næstu 4 árin.

ég hef fylgst með kosningum frá því ég er unglingur, alltaf er niðurstaðan sú sama, það er eins og þegar stjórn hefur verið mynduð þá er öllu liðinu rétt pappírar með reglunum og þeir verða að fara eftir þeim í einu og öllu og allt er eins.. þegar flokkar lofa einhverju risastóru veit maður það að það er lygi og verður aldrei framkvæmt.

þú talar um að kjósa samfó.. flokkur sem stendur fyrir 60 milljarða sóun í borgarlínu, flokkur sem talar um að eiða tugum milljarða í að færa flugvöll sem er í toppstandi bara til að byggja dýrar luxus íbúðir fyrir ríka liðið, meina afhverju er þessi flokkur fátækafólksins ekki að eiða 60 milljörðum í að byggja ódýrt félagslegt húsnæði fyrir þá fátæku í borginni?, nei þeim er skítsama um þá, meira annt um að byggja strætó sem á örugglega eftir að fara 100 milljarða framm úr áætlun og borgin mun ekki getað neitt annað en hækkað skatta á fátæklingana næstu 20-30 árin,, veist að útsvar í reykjavík er í botni, afhverju lækkuðu þeir það ekki um 1% svo þeir fátæku hefði auka þúsundkall í veskinu, nei nei.. höfum þetta í botni og förum í gæluverkefni sem enginn þarf á að halda, hugsa ef dagur gæti þá myndi hann hækka skattinn meira og byggja styttu af sér í miðbænum eða jafnvel eiða milljarði í að mála myndir af reiðhjólum og alskonar drasli á götur borgarinnar frekar en að rétta þeim fátæku einn þúsundkall.

eina sem ég get sagt við þig.. vaknaðu!.. opnaðu á þér augun!

Júlí 78 | 12. sep. '21, kl: 08:35:02 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Við erum ekki að tala um borgarstjórnarkosningar núna. Ef svo væri þá myndi ég tala um ýmsar ástæður fyrir því að ég vil ekki þessa flokka sem stjórna þar núna. Getum við ekki tekið aðra umræðu um borgarstjórnarmál þegar þar að kemur?


Það sem Samfylking í þessum kosningum núna boðar varandi skattamál er bara sanngjarnt.
Þú hefur nú ekki fylgst með umræðuþáttum. Samfylking boðar ekki hækkun skatta á láglaunahópa og ekki heldur hækkun skatta á millitekjuhópa en þeim finnst sanngjarnt að auðugasta fólkið borgi meira til samfélagsins. Og það sem þau tala um þá las ég þetta: " Stóreignaskattar á hreina eign yfir 200 milljónum

Í skattamálum segist Samfylkingin vilja beita skattkerfinu til þess að draga úr ójöfnuði. Flokkurinn segist ætla sér að innleiða á ný stóreignaskatt á hreina eign umfram 200 milljónir og efla skatteftirlit og skattrannsóknir til að draga úr undanskotum. Þá vill flokkurinn fela embætti skattrannsóknarstjóra ákæruvald.

Einnig segist Samfylkingin ætla sér að hækka veiðigjöld og taka upp sérstakt álag á stærstu útgerðir, sem veiða yfir fimm þúsund þorskígildistonn á ári. Þetta segir flokkurinn að muni einungis leggjast á um tuttugu stærstu fyrirtækin í íslenskum sjávarútvegi."

Veistu svo hvað það þýðir fyrir auðmanninn sem fær á sig þennan stóreignaskatt? Ég las 15 þús. á ári í skatt! Það er KLINK í huga stóreignamannsins. Er þetta þá ósanngjarn skattur?

Ég las annars þetta í frétt frá 25. ágúst: "Samfylkingin boðar sókn gegn sérhagsmunum, aukinn stuðning við fjölskyldufólk, stóreignaskatta og metnaðarfyllri aðgerðir í loftslagsmálum í kosningastefnu sinni, sem kynnt var á fundi í Aurora Basecamp í Hafnarfirði í dag."

https://kjarninn.is/frettir/samfylkingin-synir-a-kosningaspilin/

darkstar | 12. sep. '21, kl: 12:00:41 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

útaf ákvörðum samfó og vg að selja mengunarkvóta íslands þá þarf landið að draga all verulega saman til að ná að fylla markmiðin, ef við fengum kvótann okkar til baka þyrfti ísland ekki að gera handtak... hvað ætli þessi ákvörðun þessara flokka sé búið að kosta almenning á íslandi ár hvert?
er bensínlíterinn 10kr dýrari bara útaf þessu?

gott og vel.. splittum borginni frá þessu.. afhverju á alþingi að spá í fátæklingum í reykjavík, meina þetta er mál borgarinnar og þeir eiga að sjá um það, óþarfi að blanda þessu saman,

Júlí 78 | 12. sep. '21, kl: 12:54:28 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Einhvern tímann voru bætur jafnháar lægstu launum. En svo var farið að hætta að miða við launavísitölu þegar bætur voru reiknaðar og farið að styðjast við neysluvísitölu...
Á Íslandi eru í gildi lög um almannatryggingar, sem ákvarða hver örorkulífeyrir eigi að vera. Í þeim, nánar tiltekið í 69. grein þeirra, er fjallað um hver almenn hækkun bóta almannatrygginga eigi að vera. Þar segir að þær bætur skuli „breytast árlega í samræmi við fjárlög hverju sinni. Ákvörðun þeirra skal taka mið af launaþróun, þó þannig að þær hækki aldrei minna en verðlag samkvæmt vísitölu neysluverðs.


Ákvæðið var lögfest árið 1997. Í ræðu Davíðs Oddssonar, þáverandi forsætisráðherra, þann 9. desember 1997 sem flutt var vegna málsins sagði hann um ákvæðið: „Lásinn er tvöfaldur. Miðað er við að neysluvísitalan sé í lágmarki og síðan er viðmiðunin kaupið að auki. [...] Það á ekki að láta nægja að miða við neysluvísitöluna. Það á jafnframt að gæta þess að huga sérstaklega að og hafa viðmiðun á launaþróuninni og þá auðvitað er bara hægt að gera það þegar launaþróunin er vænlegri kostur en vísitala neysluverðs.“ 

Textinn í lögunum er nokkuð skýr. Lífeyrinn á að fylgja launaþróun í landinu og verðbólga, sem er mæld með vísitölu neysluverðs, á ekki að geta étið virði bótana upp. Ef allt væri í samræmi við lagatextann ættu því kjarabætur öryrkja á hverju ári að vera hið minnsta hærri en verðbólga hvers árs, og ef hún er lægri hlutfallstala en hækkun launa þá eiga bæturnar að halda í við þá launaþróun."

Bjarni Ben vill ekki að bætur séu jafnháar lægstu launum. En sjálfur lögfræðingurinn virðist ekki einu sinni vilja að fara eftir lagatextanum! Davíð Oddsson virðist vera betur að sér í lögfræðinni.

Það er meira að segja langt bil á milli atvinnuleysisbóta og öryrkjabóta.. Hvað er að ríkisstjórninni að segja að það sé í lagi? Þessi ríkisstjórn er ekki í lagi!!

Ég las inn á vinnumalastofnun.is : 

  • "Atvinnuleysisbætur eru 307.430 kr. á mánuði miðað við 100% bótarétt." Ég myndi gjarnan vilja heyra skýringu á þessum mun sem er á milli atvinnuleysisbóta og öryrkjabóta...Ég hefði frekar haldið að öryrkjar bæru meiri kostnað heldur en atvinnulausir í sambandi við ýmislegt.

Svo margar barnafjölskyldur búa við fátækt. Staðreynd. Ríkisstjórnin getur gert ýmislegt fyrir þær.


Flokkur fólksins segir, hættum að skattleggja fátækt. Skattleysismörk verði 350 þús. á mánuði. já að lágmarksframfærsla verði 350 þús. skatta og skerðingarlaust.
https://kjarninn.is/skyring/2019-03-14-oryrkjar-skildir-eftir-i-fataekragildru/

darkstar | 12. sep. '21, kl: 15:27:24 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

ætla að reka ofan í þig enn og aftur, aðili á atvinnuleisisbótum á ekki rétt á félagslegu húsnæði þar sem hann er of tekjuhár.

ég er 100% sammála að breita kerfinu.. látið öryrkja og aldraða elta launaþróun og vera með sama og lámarkslaun og tökum af þeim félagslega húsnæðið og bifreiðarstyrkinn.. látum alla lifa jafnt ekki satt?

veist að flestir eru að vinna á svona láum launum ekki satt?.. margir eru að slefa í kannski 370 útborgað með að vinna um helgar, ef þetta er allt skattfrjálst hvernig ætla þá öryrkjar að fá eitthvað?.. veist að örorka er greitt með tekjuskatti ekki satt?

ef það kemur 0kr í kassann þá fá öryrkjar 0kr.. hélstu að það væri peninga tré við hliðina á alþingi sem þeir myndu taka seðlana af til að greiða örorku?

nú þætti mér vænt um hvernig þú sérð fyrir þér hvar skattar koma til að halda bæjum og ríki uppi?

hækka vaskinn úr 24% í 50%?
já auðvitað hátekjuskatturinn hann gæti dekkað þetta í undralandi
en um leið og þú fattar að fyrirtæki hætta bara að greiða sér arð og eiða þessu í eitthvað annað t.d samherji byggir bara 2-3 ný skip og eiðir 100 milljörðum í það næstu 4 árin.. kemur 0kr inn frá þeim því þetta er jú bara rekstarkostnaður ekki hagnaður þannig ekki hægt að skattleggja það, öll fyrirtæki geta léttilega bara litið á þetta svona já skatturinn svona mikill förum í uppbyggingu og viðhald næstu 4 ár svo þegar þessi ríkisstjórn hrökklast frá því enginn kýs þá útaf lygunum þeir gátu ekki staðið við og xd tekur aftur við þá byrjum við að borga arð aftur.

væri gaman að heyra í þér hver lausnin væri við þessu vandamáli og hvernig ætti að leysa það?

Júlí 78 | 12. sep. '21, kl: 18:37:18 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það getur vel verið að atvinnulausir eigi ekki rétt á félagslegu húsnæði, en ég var ekkert að tala um það, var bara að segja að öryrkjar væru með miklu lægri bætur en atvinnulausir. Það er engan veginn réttlátt. Við vitum svo ekkert hvort allir eða bara sumir öryrkjar fá félagslegt húsnæði, það er nú alltaf biðlisti þar er það ekki? Og sumir atvinnulausir geta nú verið í eigin húsnæði þess vegna, verið atvinnulausir tímabundið. Það er ekkert hægt að reikna með því að allir atvinnulausir leigi húsnæði, gætu líka þess vegna haft það ágætt hjá mömmu og pabba í stóru húsnæði, jafnvel heila litla íbúð á neðri hæðinni. Sumir eiga ríka foreldra finnst það í góðu lagi að hafa uppkomna krakkana sína hjá sér eins lengi og þau vilja.


Þú virðist ekkert vita svo hvaða erfiðleika margir öryrkjar hafa, ég les fréttir og er endalaust að lesa um einhver dæmi þar sem kostnaður er mikill. 


Fyrirgefðu en hver var að tala um að hækka vaskinn (vsk).? Þú bara bullar. Það er enginn að tala um það. Og enginn vill hækka matarskattinn þó að kannski VG vilji það.

darkstar | 13. sep. '21, kl: 19:18:04 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

þú bara svarar ekki því sem er spurt um, velur bara það sem hentar þér að svara.. er það sökum meðalgreindar?

Júlí 78 | 13. sep. '21, kl: 23:49:49 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Jú ég hlýt að vera bara með meðalgreind þó ég hafi fengið 8,9,10 yfirleitt í einkunnum í skóla. Annars mér er alveg sama hver greind mín er. Sannleikurinn er sá að mig langar ekki að eiga orðastað við þig, þú virðist ekki geta talað við fólk öðruvísi en á neikvæðan máta eða reyna að gera lítið úr öðrum.

Júlí 78 | 12. sep. '21, kl: 08:37:18 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ágúst Ólafur talaði svo um þetta, 9 ástæður þess að hækka þurfi skatt á auðmenn. 
Í ágúst 2019:

  1. Við þurfum þess, til að verja og styrkja opinbera þjónustu í landinu, hvort sem það eru sjúkrahúsin (sem eru rekin með halla), skólana (sem sárlega vantar fjármagn), samgöngur (sem hafa lengi verið vanræktar), hjúkrunarheimilin (sem hafa jafnvel talað um að skerða gæði matar á sunnudögum og jólum vegna fjárskorts), bætur aldraða og öryrkja (sem eru skammarlega lágar) o.s.frv. Nú er hafinn samdráttur í hagkerfinu en við það lækka tekjur ríkisins mikið og hratt. Skattfé vex ekki trjánum eins og sumir halda, heldur verður það til hjá fólki og fyrirtækjum í landinu. Og ef við ætlum að fjármagna opinbera þjónustu sem allir njóta góðs af (ekki síst millistéttin sem flestir lesendur hér tilheyra) þarf að afla peninga.

  2. Auðmenn hafa vel efni á því að greiða meira til samfélagsins. 0,1% ríkustu Íslendinganna eru með 3 milljónir í tekjur á viku (á viku!). Um 1% ríkustu landsmanna á meiri hreinar eignir en 80% landsmanna (sem þú, kæri lesandi líklega tilheyrir). Ríkustu 5%-in á næstum jafnmikið og það sem restin af landsmönnum (95%-in) eiga. Ekki er langt síðan einn útgerðarmaður gekk út með 22 þúsund milljónir króna í vasanum vegna nýtingar á sameiginlegri auðlind þjóðarinnar.

  3. Fjármagnstekjuskattur er lægstur á Íslandi af öllum Norðurlöndunum. Takið eftir að auðmenn á Íslandi hagnast fyrst og fremst á fjármagnstekjum. Til viðbótar stefnir þessi ríkisstjórn enn á að verja fjármagnseigendur, einn hópa, gegn komandi verðbólguskoti með því leyfa þeim að draga verðbólguna frá skattstofni sínum.

  4. Auðlegðarskattur var lagður af á Íslandi þrátt fyrir mikinn eignaójöfnuð hér á landi (ólíkt því sem margir halda).

  5. Af öllum þjóðum heims voru Íslendingar hlutfallslega flestir í Panamaskjölunum (sem nota bene voru upplýsingar um skattaundanskot bara frá einni lögmannastofu í einu landi).

  6. Vissir bæjarstjórar (Garðabær og Kópavogur) eru á hærri launum en borgarstjórar New York og London.

  7. Forstjórar hefðbundinna íslenskra kauphallarfyrirtækja eru með 1-2 milljónir í laun, á viku! Bankastjóri Arion gengur út með 150 milljónir við starfslok sín.

  8. Laun forstjóra ríkisfyrirtækja hafa hækkað um 40% á tæpum 2 árum (Isavia og Íslandspóstur). Bankastjórar ríkisbankanna tveggja eru með tæpa milljón á viku (!) og hækkuðu laun bankastjóra Landsbankans um 82%, laun forstjóra Landsvirkjunar um 63% og laun forstjóra Landsnets um 67% á tæpum 2 árum.

  9. Eitt það fyrsta sem þessi blessaða ríkisstjórn gerði var að lækka veiðileyfagjöldin (sem veita aðgang að einum gjöfulustu fiskimiðum jarðar) svo mikið að þau eru núna litlu hærri en tóbaksgjaldið.


https://www.dv.is/eyjan/2019/08/27/agust-olafur-nefnir-niu-astaedur-thess-ad-haekka-thurfi-skatta-a-audmenn-hafa-vel-efni-a-thvi/


Júlí 78 | 12. sep. '21, kl: 09:00:58 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Sem betur fer þá eru ekki allir á því að það sé góð hugmynd að kjósa Sjálfstæðisflokkinn. Þór Saari segir meðal annars:

"Þór segir að kúvending hafi orðið í Sjálfstæðisflokknum eftir að Davíð Oddsson, fyrrverandi forsætisráðherra og núverandi ritstjóri Morgunblaðsins, náði völdum innan flokksins. „Með valdatöku Davíðs Oddsonar í Sjálfstæðisflokknum og klíkunnar í kringum hann, verður kúvending í stefnu flokksins og þótt það gerðist ekki á einni nóttu þá hrintu þeir félagar and-samfélagslegum aðgerðum í framkvæmd yfir tímabil sem best verður lýst sem einhverju mesta samfélagslega hnignunarskeiði landsins, þótt efnahagur sumra, aðallega auðmanna og klíkubræðra, hafi batnað til muna,“ segir hann.

Þá segir Þór að grafið hafi verið skipulega undan heilbrigðiskerfinu og að það hafi leitt til þess að í dag er nauðsynleg þjónusta ekki veitt. Hann segir húsnæðiskerfið sem var við lýði hér á landi hafi verið eyðilagt með niðurlagningu kerfis verkamannabústaða þar sem kerfið skaffaði fólki með lágar tekjur góðar íbúðir til leigu eða eignar. Þór fer svo yfir fleiri hluti sem hann vill meina að Sjálfstæðisflokkurinn hafi gert verri en þar má nefna fiskinn í sjónum, símaþjónustu og húsnæðisverð.

„Helsta lífsbjörg landsbyggðarinnar, fiskurinn í sjónum utan við landsteinana, var fyrst kvótasettur, og svo einkavinavæddur með óhefta framsalinu. Mikilvægir innviðir svo sem símaþjónusta, var einkavinavædd og er nú mest öll í erlendri eigu. Jarðnæði landsins hefur í stórum stíl verið selt úr landi til erlendra auðmanna þannig að íslendingar eiga ekki lengur sjálfir umtalsverðan hluta af „eigin“ landi, sem er fáheyrt í sögu þjóðríkja. „Erlendir fjárfestingasjóðir“ sem enginn veit hver á, en er líklega falið Tortólafé, hafa eignast mikið af íbúðarhúsnæði og halda uppi háu húsnæðisverði og viðskiptalífið almennt starfar orðið að stórum hluta í fákeppnisumhverfi með tilheyrandi okur verðlagningu. Nýlega birt grein um bílatryggingar sem eru 100% dýrari hér á landi heldur en í nágrannalöndunum, er eitt slíkt dæmi.“

„Þetta er arfleifð flokksins“

Þór segir þá að það þurfi varla að minnast á þátt flokksins í efnahagshruninu árið 2008. „Flokkurinn var ekki bara gerandi að því „regluverki“ sem gerði það að verki að Ísland varð gjaldþrota á heimsmælikvarða, heldur hrinti Sjálfstæðisflokkurinn því regluverki í framkvæmd, sem meðal annars gerði það að verki að um 15.000 fjölskyldur misstu allt sitt. Við skulum því ekki tala um Sjálfstæðisflokkinn og tausta efnahagsstjórn í sömu andránni heldur um Sjálfstæðisflokkinn og hættulega efnahagsstjórn sem byggir á braskvæðingu samfélagsins í þágu fárra auðmanna tengdum flokknum,“ segir hann.

„Stofnanir stjórnsýslunnar hafa verið flokksvæddar Sjálfstæðisflokknum og flokkskírteini metin meira en fagþekking við ráðningar og hið mikilvæga skref í réttarúrbótum, Landsréttur, var eyðilagður í fæðingu af dómsmálaráðherra flokksins. Þetta er arfleifð flokksins, markaðsbúskapurinn sem átti að skila svo miklu (og getur gert það við réttar aðstæður) er einhvers konar lélegur brandari, mikilvægustu þarfir fólks svo sem þak yfir höfðuðið hefur verið fullkomlega braskvætt og sjálft dómskerfið hefur verið stórskaðað og er orðið allt að því ónothæft, sem setur stórt spurningamerki við hugmyndina um réttarríkið Ísland.“

https://www.dv.is/eyjan/2021/9/11/thor-saari-segir-folki-ad-kjosa-ekki-sjalfstaedisflokkinn-gardarbaejarklika-sem-stjornar-flokknum-og-gradkar-fe-vasa-vina-og-aettmenna-faer-aldrei-nog/

leonóra | 10. sep. '21, kl: 08:46:07 | Svara | Er.is | 0

Hef verið alveg  týnd undanfarið en hlutirnir eru að skýrast til muna.  Ég vil sjá breytingar.  Það þarf að taka á spillingu, fátækt, og fiskveiðistjórninni sem fyrst.  Ég er svo leið á þessu endalausa mjálmi en ekkert gerist því það þarf að gæta hagsmuna svo margra áður en hugsað er um fólkið í landinu.  Það verður Sósíalistaflokkurinn eða Flokkur fólksins.  

VValsd | 17. sep. '21, kl: 15:34:38 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Er loftlagsmál ekki brýnast?

vestursveit2 | 15. sep. '21, kl: 17:11:30 | Svara | Er.is | 0

Flokk fólksins

Júlí 78 | 18. sep. '21, kl: 01:48:11 | Svara | Er.is | 0

Hverjir hækka skatta? Þau sem sitja nú í ríkisstjórn gera það einmitt á stórum hluta fóks hér á landi!
" Indriði Þor­láks­son , hag­fræð­ing­ur og fyrr­ver­andi rík­is­skatt­stjóri, seg­ir að fyr­ir­heit yf­ir­valda um skatta­lækk­an­ir hafi ekki geng­ið eft­ir gagn­vart al­menn­um borg­ur­um á síð­ustu 27 ár­um. Hann seg­ir hins veg­ar að skatt­ar á tekju­hæsta fólk lands­ins hafi lækk­að á síð­ustu 10 ár­um."

Endilega lesið alla fréttina:
https://stundin.is/grein/14005/skattapolitik-2007-til-2019/

Fyrirsögn Nafn Dagur Uppfært
Eyrnahreinsun..hvar ?? Lanke51 20.10.2021 23.10.2021 | 00:26
Bólusetning pæling VValsd 15.10.2021 22.10.2021 | 19:57
Deildu oliver002 22.10.2021
Er stjórnarsamstarfið að taka enda ? _Svartbakur 21.10.2021 22.10.2021 | 01:00
Breytilegir verðtryggðir vextir í kjölfar kórónaveirunnar? bb79 31.3.2020 21.10.2021 | 12:32
Ólafur Ragnar lýsir stöðunni vel _Svartbakur 17.10.2021 20.10.2021 | 22:44
Breytingar við Bústaðaveg Júlí 78 19.10.2021 20.10.2021 | 08:51
Bitcoin áin 16.10.2021 19.10.2021 | 14:08
Bakkar, breiðholtsskóli sokkur samuel 15.10.2021 18.10.2021 | 20:02
Stig í lánshæfisflokkum credit info Viðskiptavinur 17.10.2021 18.10.2021 | 19:06
My trendy phone.is HUGME 18.10.2021 18.10.2021 | 10:31
Vefsvæði Vinnumálastofnunar í ólagi? Garðsláttur 16.10.2021 18.10.2021 | 08:35
Góður Sálfræðingur Erna S 17.10.2021 18.10.2021 | 02:40
Árás á lýðræðið ? Kristland 17.10.2021 18.10.2021 | 01:22
Fáni friðarins ? Kristland 17.10.2021 17.10.2021 | 13:54
Það er komin helgi með Helga VValsd 16.10.2021 17.10.2021 | 04:16
en óendanleg orka Orkuskortur um allan heimsprettur uppúr jörðinni á Íslandi _Svartbakur 14.10.2021 16.10.2021 | 20:08
Gylfi Þór - rannsókn mögulega hætt á morgun, velkominn aftur í landsliðið væntanlega. Brannibull 14.10.2021 16.10.2021 | 19:34
Fréttir ganga niður tröppurnar VValsd 13.10.2021 16.10.2021 | 02:00
Kaufen Sie einen registrierten Führerschein online (https://fuhrerscheinss.com/), kaufen Sie ei nyahkuma 7.10.2021 16.10.2021 | 00:12
Ert þú með Cheerios glutenlaust VValsd 13.10.2021 15.10.2021 | 23:06
Kannast ekki allir við þetta Kimura 15.10.2021
Sundlaugaverðir VValsd 24.9.2021 15.10.2021 | 20:01
Húsfélag sláttur danek1 14.10.2021 15.10.2021 | 13:45
vantar uppskrift af skötusel kolmar 14.10.2021 15.10.2021 | 13:14
Brosandi mynd viðeigandi hér? VValsd 14.10.2021 14.10.2021 | 18:56
Skíthæll vikunnar? Hr85 12.10.2021 14.10.2021 | 01:39
Litla saklausa ísland ? Kristland 13.10.2021 13.10.2021 | 22:17
Afturbatapíka. Getur Strætó orðið afturbatapíka ? Með Afturbatapíku drauma ? _Svartbakur 13.10.2021
Matarkörfur hjá feitu fólki Hr85 13.5.2021 13.10.2021 | 13:06
Barn nær ekki að kúka lovelove2 10.10.2021 13.10.2021 | 12:19
Víðir með covid eftir gesti VValsd 29.11.2020 13.10.2021 | 09:34
Ríkisstjórn Katrínar miklu í fæðingu. _Svartbakur 11.10.2021 12.10.2021 | 18:44
Olíumiðstöð í bíl Ardiles 12.10.2021 12.10.2021 | 18:20
Stórtap af rekstri Strætó eins og venjulega Tapið alls um 5.200 millj. kr á árinu 2020. _Svartbakur 12.10.2021
Að fara í mál við son sinn? amhj123 4.10.2021 12.10.2021 | 11:03
*Einhleypar konur frá 35-45 ára* Smælí 10.11.2009 11.10.2021 | 20:44
NASA , ,skamm ! ! Kristland 11.10.2021 11.10.2021 | 19:02
Af hverju er friðarsúlan svona mikið flopp? Hr85 10.10.2021 10.10.2021 | 21:59
Mat vegna slyss, tryggingafélagið Mistress Barbara 9.10.2021 10.10.2021 | 21:11
Kjúklingafranskar villt 10.10.2021 10.10.2021 | 16:06
Hvað borgið þið í tryggingar af bílunum ykkar ? tweety69 26.6.2007 10.10.2021 | 11:39
Panta gluggatjöld á netinu? EarlGrey 10.10.2021 10.10.2021 | 05:52
Deila leigukostnaði / nýlegt samband waterboy007 3.10.2021 9.10.2021 | 23:54
Segðu frá Jesú og löggan mætir með handjárn ! Kristland 6.10.2021 9.10.2021 | 22:07
Er einhver að byggja einingahús í dag? HUGME 5.10.2021 9.10.2021 | 14:29
Að fóðra skólplagnir úr stein oliorn1 8.10.2021 9.10.2021 | 14:20
Leiðari Fréttablaðsins 10.okt 2021 _Svartbakur 7.10.2021 9.10.2021 | 14:14
Lögfræðingar og kostnaður amhj123 2.10.2021 8.10.2021 | 10:32
Kaufen Sie einen registrierten Führerschein online (https://buymyglobaldocs.com/), kaufen Sie e nyahkuma 7.10.2021
Síða 1 af 56671 síðum
 

Umræðustjórar: vkg, joga80, mentonised, Krani8, Atli Bergthor, ingig, Coco LaDiva, tinnzy123, aronbj, MagnaAron, barker19404, krulla27, superman2, Bland.is, Gabríella S, anon, karenfridriks, rockybland, flippkisi