Kosningaúrslit - spá

_Svartbakur | 25. sep. '21, kl: 10:07:37 | 104 | Svara | Er.is | 0

Ríkisstjórnar flokkarnir virðast vera í sókn samkvæmt síðustu RÚV - Gallup könnun.

Ég spái að niðurstöðurnar verði svipaðar þessu í prósentum talið.
1. Sjálfstæðisflokkur 25%
2. Framsókn 15%
3. Vinstri Græn 13%
4. Viðreisn 11%
5. Samfylking 11%
6. Piratar 9%
7. Miðflokkur 6%
8. Flokkur fólksins 6%
9. Sósialistar 4%

Þora aðrir að spá ?

 

AriHex | 25. sep. '21, kl: 14:23:03 | Svara | Er.is | 1

Mín spá er að sömu fjölskyldurnar munu stjórna hérna áfram. Leikararnir í Alþingishúsinu skipta ekki máli. Manstu eftir í þegar Jón Ásgeir í sakleysi sínu vildi eiga fjölmiðil. Það gengur ekki að maður sem er ekki innmúraður eigi fjölmiðil.
Þessar kosningar eru bara eins og réttirnar. Sumar rollur fara í græna boxið og aðrar í rauða. Ekki flókið. Ekki kjósa. Frímúrarar stjórna embættismannakerfinu.

Júlí 78 | 25. sep. '21, kl: 15:49:43 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Jú endilega kjósa ef þið viljið breytingar segi ég.

AriHex | 26. sep. '21, kl: 14:13:17 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Kjörseðillinn er eins og hann hafi verið hannaður af 8 bekk í Hagaskóla og þú átt að nota blýant. Og þú sérð ekkert að þessu xD

leonóra | 25. sep. '21, kl: 18:19:10 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ha ....viltu útskýra fyrir mér þetta með frímúrarana.  Hef heyrt að æðstu frímúrarar séu læknar og prestar en ekki stjórnmálamenn. En hvað veit ég sossem ?

AriHex | 26. sep. '21, kl: 14:11:01 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Bjarni Ben og Sigurður Ingi eru frímúrar.

Hauksen | 25. sep. '21, kl: 14:38:59 | Svara | Er.is | 0

1. Sjálfstæðisflokkur 18$ 2. Framsókn 12% 3. Vinstri Græn 9% 4. Viðreisn 11% 5. Samfylking 7% 6. Piratar 5% 7. Miðflokkur 10% 8. Flokkur fólksins 10% 9. Sósialistar 17%

Framsóknarflokkurinn keypti DV í nóvember 2014.

Júlí 78 | 25. sep. '21, kl: 15:44:47 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það væri óskandi að Flokkur fólksins og Sósíalistar fengju þetta fylgi sem þú talar um Hauksen. Það væri líka óskandi að Samfylking, höfuðandstæðingur Sjálfstæðisflokksins fengi um 15% fylgi.

_Svartbakur | 25. sep. '21, kl: 16:46:39 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já Júlí mín nú verðum við að bíða til kl 11 í kvöld og kannski ekki allt ljóst fyrr en um kl 7 í fyrramálið ?
En mér var boðið í kaffi í Valhöll - kannski ég mætti bjóða þér meeð mér í Valhöll á Sunnudag í sigurkaffi ?
Þú fengir þó allavegana eitthavað uppúr þessu öllu ? :)

Júlí 78 | 25. sep. '21, kl: 19:23:43 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hahaha, ég að fara í eitthvað sigurkaffi upp í Valhöll? Hversu líklegt er það nú? Þú veist ég þoli alls ekki Sjálfstæðisflokkinn ;)  Og ekki enndilega búast við að þeir sigri eitthvað. Kannski verður þetta bara sorgarkaffi hjá þeim því þeir náðu ekki tilætluðum árangri?

Júlí 78 | 25. sep. '21, kl: 15:40:28 | Svara | Er.is | 0

Sjálfstæðisflokkurinn fær miklu minna, má þakka fyrir ef hann fær 20% fylgi. Sósíalistar fá miklu meira, ég ætla að spá þeim 8%. Flokkur fólksins fær kannski 7-8%. Þú líka ofáætlar fylgið hjá Framsókn og Vinstri Græn. En ef þessi stjórn heldur meirihlutanum þá verður það tæpt og ef þau stjórna áfram þá held ég þau fái Miðflokkinn í lið með sér, ég held það sé ekki svo mikill ágreiningur á milli þar. Alveg hræðilegt ef þessi stjórn heldur áfram en því miður þá fellur fólk oft fyrir þeirra loforðum jafnvel þó það viti að það hefur áður svikið kosningaloforð, jafnvel mikilvæg kosningaloforð. Svo þykist þessi Sigurður Ingi vera orðinn voðalega góður maður, úr kappræðunum sagði hann:  „Við höfum það öll nokkuð gott, misjafnlega vel. Við höfum fengið möguleika á því að bæta kjör allra, og verkefni okkar stjórnmálamanna er alltaf einmitt að bæta hag þeirra sem verst hafa. Þar getum við alveg gert betur og eigum að leggja áherslu á það á næsta kjörtímabili.“


En þá var Ingu Sæland nóg boðið:  „Hvers lags eiginlega froðuflóð er að flæða hér um allar koppagrundir?“ sagði Inga.

„Það er eins og þið hafið ekki stigið niður á jörðina og feisað fólkið sem á þetta bágt. https://www.visir.is/g/20212160515d/-hvers-lags-eigin-lega-frodu-flod-er-ad-flaeda-her-um-allar-koppa-grundir-Ég hef skömm á svona málflutningi.“

Hr85 | 25. sep. '21, kl: 17:45:42 | Svara | Er.is | 0

Sósíalistaflokkurinn fær 51% og allir sem hlýða ekki Gunnari Smára verða sendir í vinnubúðir.

ert | 25. sep. '21, kl: 19:25:11 | Svara | Er.is | 0

Þetta snýst um þingmenn ekki prósentur.

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

_Svartbakur | 27. sep. '21, kl: 14:26:39 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þyngstyrkur ræðst af atkvæðum.
Atkvæði eru talin sem hlutfall af kjósendum prósentvís.
Auðvitað hægt að telja baunir með ýmsum hætti.
Baunir eru eins og atkvæði jú grænar gular stórar og litlar.
Allt skiptir máli.

ert | 27. sep. '21, kl: 14:41:05 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ertu í þynnku? Eða er þyngdin að angra þig?

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

Júlí 78 | 26. sep. '21, kl: 07:29:45 | Svara | Er.is | 0

Jæja þá eru komin úrslit. Því miður virðist þessi ríkisstjórn geta haldið áfram. Þú varst nokkuð nálægt þessu varðandi Sósíalistana, greinilegt að þjóðin er ekki nógu róttæk. En flokkarnir á þingi höfðu líka nóg fjármagn til að auglýsa sem að Sósíalistarnir höfðu ekki eða hinir flokkarnir sem mældust með nánast ekkert fylgi. Auglýsingar hafa áhrif, það er staðreynd. En ég hefði viljað sjá Gunnar Smára á þing þó ég hafi ekki kosið hann. Hann hefði hrist almennilega upp í þessu liði þarna á Alþingi. Er mjög ánægð með hvernig gekk hjá Flokk fólksins, flokkurinn er alveg einn af sigurvegurum kvöldsins. Ef það er ekki skilaboð til ríkisstjórnarinnar að þeir þurfa að útrýma fátækt og huga og öldruðum og öryrkjum þá veit ég ekki hvað. Mér finnst líka samkvæmt allri umræðu í þjóðfélaginu að það þurfi að gera eitthvað almennilegt í heilbrigðismálum. Staða mála þar gengur ekki áfram. Það þarf lækna og hjúkrunarfólk með í samtalið um þau mál.

_Svartbakur | 26. sep. '21, kl: 07:47:46 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Jæja þessu er lokiið. Stjórnin hélt velli. hvernig svo sem mál þróast. VG hefði mátt fá betri kosningu, Sósíalistar fengu algjöra höfnun. Samfylking skríiður heim með skottið milli lappanna. Framsókn og Fflokkur fólksins eru sigurvegarar, Sjálfstæðisflokkur heldur sínum þingstyrk.

Júlí 78 | 26. sep. '21, kl: 09:20:15 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég er alls ekki sammála því að Samfylking skríði heim með skottið milli lappanna eins og þú segir. Þau fengu 9,9% fylgi og tapa bara einum manni. Fá alveg 6 menn inn eins og Píratar og Flokkur fólksins. Viðreisn bætir við sig manni, fær 5 manns en mér heyrðist nú samt á Þorgerði Katrínu að hún sé ekki sátt við þá tölu, vildi meira. Miðflokkurinn tapar miklu alveg 4 mönnum en fær 3 menn inn á þing, þau þar geta enginn veginn verið ánægð með niðurstöðuna. 


Sósíalistar, málið er að það er ekki jafnræði varandi fjármagn til auglýsinga á milli flokka, þeir sem eru ekki á þingi eru með 0 kr. frá ríkinu en þingflokkarnir hafa nóg af peningum í auglýsinga og eftir því sem þingflokkurinn er stærri því meiri peningum er hægt að ausa í auglýsingar. Ég er handviss um að Sósíalistar hefðu fengið mann inn eða menn ef þeir hefðu haft sama fjármagni úr að spila í auglýsingar eins og flokkarnir sem hafa setið í þingi.


Ég er ekkert sannfærð um að stjórni haldi áfram með VG innanborðs. VG töpuðu 3 mönnum þó þau fái 8 menn inn. En þau hljóta að íhuga sína stöðu. Greinilega mjög margir ósátt við þau. 

_Svartbakur | 26. sep. '21, kl: 13:58:15 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Við þurfum nú ekki gera annað en horfa eða hlusta á Loga í Samfylkingu hann er alveg að missa sig.
Samfylkingin er komin niður fyrir 10% flokkurinn sem ætlaði sér að vera forystuafl vinsri flokka.
VG er að ná mjög góðri kosningu sögulega séð 12,6% atkvæða og Samfó bara með 9,9%.
Þrír stærstu flokkar landsins eru:'
1. Sjálfstæðisflokkur 24,4 og 16 þingmenn
2. Framsóknarflokkur 17,3% 13 þingmenn
3, Vinstri Græn 12,5 % 8 þingmenn

Ríkisstjórnin er komin með 37 Þingmenn.

Afgangsflokkarnir eru í sárum.
Þó náðu Miðflokksmenn varnarsigri og lönduðu 3 þingmönnu.
S´´osíalistar eru auðvitað stærsti "taparinn" sá flokkur komst ekki á blað.

Sigurvegari kosninganna var þjóðin sjálf sem uppsker stöðugleika og áframhaldani styrka stjórn.

_Svartbakur | 26. sep. '21, kl: 14:04:34 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég verð að viðurkenna að þó ég telji þessi flokksbrot sem eru undir 10% "lúsera" kosninganna þá hefur Flokkur Fólksins með Ingu Sæland styrkt sig í sessi.
Hitt smælkið sleikir nú sár sín en eitthvað af þessu sogast niður um holræsi stjórnmála og hverfur í djúpið.

Fyrirsögn Nafn Dagur Uppfært
Þetta Alþjóðlega sjóðastýringarfyrirtæki Ardian vill kaupa Mílu. _Svartbakur 25.10.2021 26.10.2021 | 00:59
52 spil monica 29.12.2009 25.10.2021 | 12:34
Sala á aðal ljósleiðara á Íslandi - Mílu til erlendra sjóða. _Svartbakur 23.10.2021 24.10.2021 | 02:16
Bakkar, breiðholtsskóli sokkur samuel 15.10.2021 23.10.2021 | 20:45
Píanóflutningar, tog 23.10.2011 23.10.2021 | 15:21
Eyrnahreinsun..hvar ?? Lanke51 20.10.2021 23.10.2021 | 00:26
Bólusetning pæling VValsd 15.10.2021 22.10.2021 | 19:57
Deildu oliver002 22.10.2021
Er stjórnarsamstarfið að taka enda ? _Svartbakur 21.10.2021 22.10.2021 | 01:00
Breytilegir verðtryggðir vextir í kjölfar kórónaveirunnar? bb79 31.3.2020 21.10.2021 | 12:32
Ólafur Ragnar lýsir stöðunni vel _Svartbakur 17.10.2021 20.10.2021 | 22:44
Breytingar við Bústaðaveg Júlí 78 19.10.2021 20.10.2021 | 08:51
Bitcoin áin 16.10.2021 19.10.2021 | 14:08
Stig í lánshæfisflokkum credit info Viðskiptavinur 17.10.2021 18.10.2021 | 19:06
My trendy phone.is HUGME 18.10.2021 18.10.2021 | 10:31
Vefsvæði Vinnumálastofnunar í ólagi? Garðsláttur 16.10.2021 18.10.2021 | 08:35
Góður Sálfræðingur Erna S 17.10.2021 18.10.2021 | 02:40
Árás á lýðræðið ? Kristland 17.10.2021 18.10.2021 | 01:22
Fáni friðarins ? Kristland 17.10.2021 17.10.2021 | 13:54
Það er komin helgi með Helga VValsd 16.10.2021 17.10.2021 | 04:16
en óendanleg orka Orkuskortur um allan heimsprettur uppúr jörðinni á Íslandi _Svartbakur 14.10.2021 16.10.2021 | 20:08
Gylfi Þór - rannsókn mögulega hætt á morgun, velkominn aftur í landsliðið væntanlega. Brannibull 14.10.2021 16.10.2021 | 19:34
Fréttir ganga niður tröppurnar VValsd 13.10.2021 16.10.2021 | 02:00
Kaufen Sie einen registrierten Führerschein online (https://fuhrerscheinss.com/), kaufen Sie ei nyahkuma 7.10.2021 16.10.2021 | 00:12
Ert þú með Cheerios glutenlaust VValsd 13.10.2021 15.10.2021 | 23:06
Kannast ekki allir við þetta Kimura 15.10.2021
Sundlaugaverðir VValsd 24.9.2021 15.10.2021 | 20:01
Húsfélag sláttur danek1 14.10.2021 15.10.2021 | 13:45
vantar uppskrift af skötusel kolmar 14.10.2021 15.10.2021 | 13:14
Brosandi mynd viðeigandi hér? VValsd 14.10.2021 14.10.2021 | 18:56
Skíthæll vikunnar? Hr85 12.10.2021 14.10.2021 | 01:39
Litla saklausa ísland ? Kristland 13.10.2021 13.10.2021 | 22:17
Afturbatapíka. Getur Strætó orðið afturbatapíka ? Með Afturbatapíku drauma ? _Svartbakur 13.10.2021
Matarkörfur hjá feitu fólki Hr85 13.5.2021 13.10.2021 | 13:06
Barn nær ekki að kúka lovelove2 10.10.2021 13.10.2021 | 12:19
Víðir með covid eftir gesti VValsd 29.11.2020 13.10.2021 | 09:34
Ríkisstjórn Katrínar miklu í fæðingu. _Svartbakur 11.10.2021 12.10.2021 | 18:44
Olíumiðstöð í bíl Ardiles 12.10.2021 12.10.2021 | 18:20
Stórtap af rekstri Strætó eins og venjulega Tapið alls um 5.200 millj. kr á árinu 2020. _Svartbakur 12.10.2021
Að fara í mál við son sinn? amhj123 4.10.2021 12.10.2021 | 11:03
*Einhleypar konur frá 35-45 ára* Smælí 10.11.2009 11.10.2021 | 20:44
NASA , ,skamm ! ! Kristland 11.10.2021 11.10.2021 | 19:02
Af hverju er friðarsúlan svona mikið flopp? Hr85 10.10.2021 10.10.2021 | 21:59
Mat vegna slyss, tryggingafélagið Mistress Barbara 9.10.2021 10.10.2021 | 21:11
Kjúklingafranskar villt 10.10.2021 10.10.2021 | 16:06
Hvað borgið þið í tryggingar af bílunum ykkar ? tweety69 26.6.2007 10.10.2021 | 11:39
Panta gluggatjöld á netinu? EarlGrey 10.10.2021 10.10.2021 | 05:52
Deila leigukostnaði / nýlegt samband waterboy007 3.10.2021 9.10.2021 | 23:54
Segðu frá Jesú og löggan mætir með handjárn ! Kristland 6.10.2021 9.10.2021 | 22:07
Er einhver að byggja einingahús í dag? HUGME 5.10.2021 9.10.2021 | 14:29
Síða 1 af 56867 síðum
 

Umræðustjórar: aronbj, anon, vkg, tinnzy123, barker19404, ingig, joga80, rockybland, flippkisi, mentonised, Krani8, Atli Bergthor, MagnaAron, Coco LaDiva, krulla27, superman2, karenfridriks, Bland.is, Gabríella S