Kostir og gallar við að láta móður fá 100% forræði

Forræðismál | 6. apr. '16, kl: 11:42:08 | 1157 | Svara | Er.is | 0

Nú stefnir í hart milli mín og barnsmóður minnar, barnið er á aldrinum 7-10 ára, ef ég gef henni eftir fullt forræði sem hún krefst hvaða rétti er ég að afsala mér?

 

Snobbhænan | 6. apr. '16, kl: 11:43:17 | Svara | Er.is | 1

Af hverju ertu að hugsa um að gefa eftir forræðið? Af hverju deilið þið ekki forræðinu?



Forræðismál | 6. apr. '16, kl: 11:44:12 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Vegna þess hún tekur ekki annað í mál og varla hægt að tjónka við hana.

Snobbhænan | 6. apr. '16, kl: 11:46:51 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 6


Ertu vondur við börnin þín?  Ertu þeim hættulegur? 


Ef ekki, af hverju ættir þú að efa þetta eftir?

Þú gefur það ekkert eftir vegna frekju í fyrrverandi. Hún ræður þessu einfaldlega ekki.

Forræðismál | 6. apr. '16, kl: 11:49:15 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Nei ekkert slíkt. Hún á barn af fyrra sambandi sem hún fór einnig fram á 100% forræði yfir og það er búið að vera endalaust vesen.
Ég vil helst klára lögskilnað sem fyrst og því verður að vera búið að ganga frá forræðismálum og hún tekur ekkert annað í mál en þetta.

Ég þekki ekki ferlið í kringum þetta eða hvaða rétt ég er að afsala mér með þessu.

Norðurbui | 6. apr. '16, kl: 11:50:36 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Sýsli.


Forræðismál | 6. apr. '16, kl: 11:52:14 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Við erum búin að fara til sýslumanns en eigum eftir að gera fjárskiptasamning og slíkt svo ég hef ekki skrifað undir neitt, eigum bráðlega tíma hjá honum aftur svo ég vil vera reiðubúinn þá. Ég á tíma hjá lögmanni eftir tvær vikur en þessi óvissa er að ganga frá mér og því spyr ég hér.

Snobbhænan | 6. apr. '16, kl: 11:53:03 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 5

Það er stórmál að afsala sér forræði.  Skiptir öllu máli þó lögskilnaður tefjist?


Þú skalt endlega tala við sýslumann líkt og Norðurbúi bendir á.   

Forræðismál | 6. apr. '16, kl: 11:54:24 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já, mig grunaði það, nei það skiptir ekki öllu máli, hún vill bara flýta þessu í gegn líklega svo ég hafi ekki tíma til að hugsa mig um.

Snobbhænan | 6. apr. '16, kl: 11:58:26 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 23

Þú lætur hana bara ekki komast upp með svona frekju. Taktu þér góðan tíma í að tala við lögfræðing. ef þarf þá bara er fundi hjá sýsla frestað til að skrifa undir pappírana.


Ekki láta búllía þig með þetta.  Þetta er líka þitt barn og þinn sjálfsagði réttur sem faðir að hafa forræði yfir því.



Og fáðu lögfræðinginn til að fara yfir fjárskiptasamninginn.  

Forræðismál | 6. apr. '16, kl: 12:07:30 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Takk fyrir svarið, mér sýnist að það sé það eina rétta í stöðunni.

Helgenberg | 6. apr. '16, kl: 12:07:40 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

hann er ekki að afsala sér neinu þó að forsjá sé skráð á móður


réttindi og skildur eru áfram, hann er samt faðir barnsins

Brindisi | 6. apr. '16, kl: 12:45:46 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

líklegra að hann væri óafvitandi að afsala sér tíma með barninu ef konan er eins og hann lýsir

Þönderkats | 6. apr. '16, kl: 18:53:52 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Forsjá og umgengni er ekki það sama og tengist lítið

Brindisi | 6. apr. '16, kl: 19:36:29 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

það er held ég almennt séð auveldara fyrir móður með 100% forsjá að neita umgengni

gruffalo | 6. apr. '16, kl: 21:55:33 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Neh, ef foreldri ætlar að koma í veg fyrir umgengni við hitt foreldrið þá gerir það það

Brindisi | 11. apr. '16, kl: 18:18:35 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

já ok hélt bara að það væri einhvern veginn auðveldara fyrir foreldri með 100% forræði

alboa | 7. apr. '16, kl: 08:15:09 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Nei, það er engin tenging þar á milli.


kv. alboa

Þönderkats | 9. apr. '16, kl: 05:02:09 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Nei

neutralist | 8. apr. '16, kl: 13:04:45 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

Ef hún er með fulla forsjá getur hún flutt úr landi með barnið án hans leyfis. Það myndi hamla umgengni, myndi ég halda.

Þönderkats | 9. apr. '16, kl: 05:03:21 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þekki helling af fólki sem á börn saman og búa í sitthvoru landinu. Umgengnin er bara öðruvísi, langt sumarfrí, jólafrí og páskafrí og svona. 

ljónía | 14. apr. '16, kl: 13:17:33 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Réttindi eru alls ekki þau sömu en skyldur jú

garpur76 | 11. apr. '16, kl: 22:30:37 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

öllum rétti, hún getur alveg eins flutt út með börnin og þú hefur ekkert um það að segja

Kveðja Garpurinn

BlerWitch | 6. apr. '16, kl: 13:20:05 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það er bara ekkert hennar að ákveða.

gruffalo | 6. apr. '16, kl: 16:44:14 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Hún ræður ekki ein. Ég sé ekkert að því að þú sért með forræði nema þú sért hreinlega hættulegur barninu eða ætlir að stjórnast í því hvort barnsmóðir þín muni flytja úr landi seinna meir. Sé ekki tilgang í að breyta forræðinu... 

adaptor | 6. apr. '16, kl: 11:50:04 | Svara | Er.is | 1

ef hún fellur frá með fullt forræði þá er óvíst að þú fáir barnið

---------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------

Forræðismál | 6. apr. '16, kl: 11:52:50 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Er það einhver vafi þegar barnið er feðrað mér?

tóin | 6. apr. '16, kl: 12:05:45 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Ef hún er komin í sambúð/gift öðrum manni þá sýnist manni að það geti orðið.

Foreldri með fullt forræði getur flutt utan með barnið án samþykkis hins foreldrisins

Helgenberg | 6. apr. '16, kl: 12:13:07 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

ekki bulla, fólk hættir ekki að vera foreldri með réttindum og slikdum þess sama hvernig forsjá er skráð

tóin | 6. apr. '16, kl: 12:30:11 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Hvaða bull ertu að tala um?

þetta er í 29 og 30 grein barnalaga: "Ef foreldri, sem er ekki í hjúskap og fer eitt með forsjá barns síns, gengur í hjúskap með öðrum en hinu foreldrinu, þá geta foreldri og stjúpforeldri samið um að forsjá barns verði sameiginleg. Hið sama á við ef foreldri hefur tekið upp sambúð með öðrum en hinu foreldrinu enda hafi skráð sambúð í þjóðskrá staðið samfleytt í eitt ár." og "Nú hefur annað foreldrið farið með forsjá barns og fer þá stjúpforeldri eða sambúðarforeldri, sem einnig hefur farið með forsjána, sbr. [29. gr. a], 1) áfram með forsjá eftir andlát forsjárforeldris."

Og foreldri með fulla forrsjá getur farið utan án samþykkis hins - þetta er 28. grein: "Þegar foreldrar fara sameiginlega með forsjá barns skulu þeir taka sameiginlega allar meiri háttar ákvarðanir sem varða barn. Ef foreldrar búa ekki saman hefur það foreldri sem barn á lögheimili hjá heimild til þess að taka afgerandi ákvarðanir um daglegt líf barnsins, svo sem um hvar barnið skuli eiga lögheimili innan lands, um val á leikskóla, grunnskóla og daggæslu, venjulega eða nauðsynlega heilbrigðisþjónustu og reglubundið tómstundastarf. Foreldrar sem fara saman með forsjá barns skulu þó ávallt leitast við að hafa samráð áður en þessum málefnum barns er ráðið til lykta.
Ef annað forsjárforeldra barns er hindrað í að sinna forsjárskyldum sínum eru nauðsynlegar ákvarðanir hins um persónulega hagi barns gildar.
Nú fara foreldrar sameiginlega með forsjá barns og er öðru foreldrinu þá óheimilt að fara með barnið úr landi án samþykkis hins"

Það skiptir máli hvernig forsjá barns er skráð.

Það skiptir máli hvar lögheimili barns er skráð.

Brindisi | 6. apr. '16, kl: 12:52:53 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

ein spurning, maðurinn minn er ekki líffræðilegur faðir dóttur minnar, hvort er ég með 100% forsjá eða við með 50/50, höfum hvergi samið eitthvað formlega um þetta

tóin | 6. apr. '16, kl: 23:24:58 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

þú ert með 100% forsjá (þ.e.a.s. ef þú ert ekki með sameiginlega forsjá með líffræðilegum föður barnsins)

staðalfrávik | 7. apr. '16, kl: 00:21:33 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Hvað hafið þið verið lengi saman? Ef þið hafið verið í sambúð (í meira en ár) þegar lögin breyttust tel ég líklegt að þið farið sameiginlega með forsjána.

.

Brindisi | 7. apr. '16, kl: 08:42:57 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

15 ár og hann fær barnabætur þannig að það hlýtur eiginlega að vera :)

alboa | 7. apr. '16, kl: 08:59:40 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

Það að fá barnabætur tengist forsjá ekkert. Hann getur alveg fengið barnabætur án þess að fara með forsjá barnanna á heimilinu.


kv. alboa

Brindisi | 7. apr. '16, kl: 09:23:30 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

já ég hef ekki hugmynd um þetta

tóin | 7. apr. '16, kl: 11:23:11 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Barnabætur tengjast lögheimili barns

staðalfrávik | 7. apr. '16, kl: 16:42:54 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þetta er spurning um afturvirkni laga og eitthvað eins og fólk á borð við mig og þig ættum að kynna okkur.

.

daggz | 7. apr. '16, kl: 16:52:57 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Barnalögin eru ekki afturvirk. Ef maki var kominn með forsjá þá breytist það ekki.


Ég var t.d. með opið mál hjá sýlsumanni þegar lögin breyttust en þar sem málið var opnað áður en lögin breyttust þá varð hann meira að segja að fara eftir gömlu lögunum, þó svo að þau nýju voru búin að taka gildi.

--------------------------------

presto | 8. apr. '16, kl: 17:22:03 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Er hann lögformlegur faðir hennar?

Brindisi | 8. apr. '16, kl: 21:24:29 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

uh ég veit ekki, aldrei verið skrifað undir neina pappíra

presto | 9. apr. '16, kl: 19:41:56 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þú veist væntanlega hver er skráður faðir barnsins? Ef þú varst gift manninum þegar barnið fæddist myndi hann sjálfkrafa teljast faðir þess.

Brindisi | 10. apr. '16, kl: 20:11:19 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

ég veit hver er skráður faðir barnsins, ég og maðurinn minn giftum okkur þegar hún var 10 ára

Helgenberg | 6. apr. '16, kl: 13:23:46 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

það er bull að hann "fái ekki barnið"


þetta með forsjá nýs maka er samkomulag allra, ekki eitthvað sem bara gerist hviss bang búmm

tóin | 6. apr. '16, kl: 14:57:16 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Er það samkomulag allra? hvar kemur það fram í meðfylgjandi skýringum sýslumanns - það er samningur milli forsjáraðila og stjúpforeldris (sem er tiltölulega mikið hviss bamm gagnvart forsjárlausa foreldrinu) - ef forsjárforeldrið fellur frá og forsjárlausa foreldrið vill fá barnið þarf það að semja um það við stjúpforeldrið eða fá úrskurð sýslumanns.

Eins getur forsjárforeldri ákveðið með skriflegri og staðfestri yfirlýsingu hver eigi að fara með forsjá barnsins við fráfall - og ég get ekki séð að forsjárlausa foreldrið hafi nokkuð um það að segja.

Forsjáin getur verið stórmál og bilun að gefa hana eftir - í tilfelli þar sem fólk er í sambúð eða gift þegar barn fæðist, þá þarf annað að gefa hana eftir í dag - annars er hún sameiginleg.

tóin | 6. apr. '16, kl: 14:57:34 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

http://www.syslumenn.is/thjonusta/fjolskyldumal/forsja/

hér er hlekkurinn

Helgenberg | 6. apr. '16, kl: 15:17:01 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0



það er  ekki þannig að foreldri sem er með skráða forsjá geti ákveðið að einhver annar fái sisvona barnið við fráfall, það er einnmitt mjög skýrt þarna að þetta þurfi allir aðilar að semja um og undirrita. og svo stendur þetta:


" Ef foreldri deyr, sem farið hefur eitt með forsjá barns síns, færist forsjá barnsins sjálfkrafa til eftirlifandi foreldris við andlát forsjárforeldrisins."



tóin | 6. apr. '16, kl: 15:28:15 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

og sú setning á við þegar hitt á ekki við - ekki þegar eftirfarandi á við:

"Ef þannig háttar til að kynforeldri, sem farið hefur eitt með forsjá barns síns, hefur samið við stjúpforeldri barnsins um sameiginlega forsjá, og kynforeldrið deyr, þá helst forsjá barnsins sjálfkrafa hjá stjúpforeldrinu eftir andlát kynforeldrisins."

og er kallað meginregla - annars " Þannig getur til dæmis forsjárlaust foreldri óskað eftir að fá forsjá barns síns í þeim tilvikum þegar forsjá verður sjálfkrafa í höndum stjúpforeldris eftir andlát foreldris. Um þetta er því hægt að semja eða, ef ekki vill betur, fá úrlausn dómara."

Sýslumanni ber hins vegar að leita eftir afstöðu forsjárlausa foreldrisins til slíks samnings milli forsjárforeldris og stjúpforeldris áður en hann (sýslumaður) tekur ákvörðun.  Kvöð um að fá afstöða forsjárlausa foreldrisins er ekki það sama og kvöð um að fá samþykki forsjárlausa foreldrisins.

og sú setning á heldur ekki við ef forsjárforeldrið hefur skrifað undir staðfesta yfirlýsingu um forsjá eftir sinn dag.

Brindisi | 6. apr. '16, kl: 19:37:30 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

þú virðist vera mjög fróð um þetta, geturðu svarað minni spurningu hérna rétt ofan við

daggz | 7. apr. '16, kl: 09:16:08 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég get alveg sagt þér þetta. Fyrir lagabreytinguna (2013 minnir mig) þá fékk maki (gift eða 1+ ár í sambúð) sjálfkrafa forsjá yfir barni ef foreldri barnsins fór eitt með forsjá. Þið hefðuð ekki fengið nein plögg eða neitt slíkt sent heim varðandi þetta. Þetta gerðist bara automatískt án þess að þú þyrftir að samþykkja það.


Í dag er þetta öðruvísi. Það gerist ekki sjálfkrafa og ef fólk vill gera slíkan samning þá þarf að sækja um það og það þarf meira að segja að leita umsagnar til forsjárlausa blóðforeldrisins.

--------------------------------

Brindisi | 7. apr. '16, kl: 09:24:01 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

ok takk fyrir þetta, fjúff

Brindisi | 6. apr. '16, kl: 12:49:33 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

forræðisforeldrið getur gert forræðislausa foreldrinu erfitt fyrir

Helgenberg | 6. apr. '16, kl: 13:24:30 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

það getur alltaf gert það, sama hvernig forsjá er skráð


alveg sama 

Castiel | 7. apr. '16, kl: 11:38:16 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

en þegar þú ert með forræði hefurðu meiri rétt á að leita eftir upplýsingum um barnið þitt t.d. hjá skólum

"Sometimes being a bitch is all a woman has to hold onto"

Máni | 8. apr. '16, kl: 13:08:45 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

nei það er sami réttur

Máni | 8. apr. '16, kl: 13:10:15 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

pabbi sonar míns sem er ekki í samskiptum með hann fór að biðja um hin og þessu gögn frá skóla og fleirum og ég spurðist fyrir og skoðaði lögin og forsárlausir foreldrar eiga nokkurn veginn sama rétt til að fá upplýsingar.

Castiel | 8. apr. '16, kl: 16:39:34 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Það passar samt ekki ég þurfti að gefa sérstakt leyfi fyrir því að maðurinn minn mætti fá upplýsingar úr sjúkraskrá dóttir minnar þrátt fyrir að við séum gift.

"Sometimes being a bitch is all a woman has to hold onto"

alboa | 8. apr. '16, kl: 21:00:13 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hver svo sem krafðist þess þarf að læra lögin.


kv. alboa

Helgenberg | 6. apr. '16, kl: 12:14:09 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

nei, þú hættir ekki að vera foreldri.


ég á barn með manni og þó hann sé ekki með skráða forsjá hefur hann alveg sömu réttindi og skildur og aðrir, meðlag og umgengi og allt er alveg eins

Zagara | 6. apr. '16, kl: 16:48:15 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 7

Þess þá heldur að foreldri sé ekki gert forsjáraust fyrir nánast ekki neitt. Mér finnst það algjör tímaskekkja í dag að fólk sé að sækjast eftir því að gera sæmilega eðlilegt foreldri barns síns forsjárlaust.

Helgenberg | 6. apr. '16, kl: 12:06:53 | Svara | Er.is | 0

þú hefur alveg réttindi og skildur þó að forsjá sé skráð á hana

Máni | 6. apr. '16, kl: 12:11:35 | Svara | Er.is | 3

Eiginlega eini munurinn er að forsjáraðili með fulla forsjá getur flutt úr landi með barnið og skráð barnið úr og í trúfélög.

LaRose | 6. apr. '16, kl: 12:41:30 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Og þetta með ef forsjáraðili fellur frá.

Þá getur nýr marki fengið forræði yfir barninu.

Máni | 6. apr. '16, kl: 12:43:33 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

held það eigi við um bæði sameiginlega og fulla forsjá

evitadogg | 6. apr. '16, kl: 16:57:01 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það breyttist eitthvað við lagabreytingar 2012.

alboa | 7. apr. '16, kl: 08:19:09 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Nei. Við sameiginlega forsjá getur stjúpforeldri ekki farið með forsjá fyrir eða eftir andlát annars forsjáraðila. Forsjáin fer því sjálfkrafa til þess foreldris sem var með forsjánna fyrir andlát. Það geta ekki þrír aðilar verið með forsjá yfir barni og því er stjúpforeldrið frekar réttlaust í þeirri stöðu.


kv. alboa

Máni | 7. apr. '16, kl: 08:29:29 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

ok ég skil. ég var sjálf með 100% forsjá yfir þeim elsta þegar það var talað um þetta.

Bakasana | 6. apr. '16, kl: 12:57:27 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

En þessi eini munur er samt meiriháttar munur

Petrís | 6. apr. '16, kl: 13:34:05 | Svara | Er.is | 0

Ekki gefa þetta eftir, þetta er barnið þitt og skiptir mestu máli. 

fálkaorðan | 6. apr. '16, kl: 14:18:35 | Svara | Er.is | 6

Ég held að hún sé að nota þetta til að stjórna þér og ég ráðlegg þér að láta það ekki eftir.


Taktu frekar aðeins lengri tíma í skilnaðinn.

http://i.imgur.com/mVrNx4L.jpg

T.M.O | 6. apr. '16, kl: 15:10:32 | Svara | Er.is | 2

þú segir að hún hafi gert það sama við eldra barn og barnsföður, hvernig er sú staða í dag? Er þetta ekki bara fyrsta skrefið í að bola þér frá barninu? Það sem er ekki talað eins mikið um er að þitt aðgengi að öllu sem kemur barninu við er miklu auðveldara ef þið eruð með sameiginlegt forræði, Þú hefur rétt á því að fá þessar upplýsingar hvort sem er en margir hika frekar og telja forræðisforeldrið hafa eitthvað um það að segja ef þú ert ekki með það.

Ég var plötuð af fulltrúa sýslumanns til að samþykkja sameiginlegt forræði með barnsföður í mikilli áfengisneyslu, í sjálfu sér sé ég ekki eftir því þar sem hann hefur verið mjög samvinnuþýður að öðru leiti en að sleppa því að drekka með börnin en það stendur alltaf eftir að ég get ekki flutt úr landi með þau án hans samþykkis og í samfélaginu eins og það er í dag þá er það eitthvað sem ég hefði viljað eiga möguleika á. Annað sem kom í ljós var að ég var stoppuð með þau í vegabréfsskoðun á leiðinni erlendis í stutt frí og spurð hvort faðirinn vissi af þessu. Ég vissi ekki að það kæmi honum við en hann vissi vel af því og var ekkert mál.

gruffalo | 6. apr. '16, kl: 16:46:06 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Eru líkur á að hann muni ekki samþykkja það? 

T.M.O | 6. apr. '16, kl: 16:56:47 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

að ég færi með börnin í frí? ef hann væri fáviti og gerði allt til að valda mér vandræðum kannski já. Ef hann mögulega tryði því að ég væri að strjúka úr landi með börnin kannski líka en ég hefði alveg getað sagt við vegabréfseftirlitsmanninn að ég væri ein með forræðið en ég kann ekki að ljúga þegar mér er komið á óvart frekar en sumir aðrir.

alboa | 7. apr. '16, kl: 08:21:24 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Sýslumaður getur úrskurðað um frí ef annað forsjárforeldrið er með leiðindi gagnvart slíku.


kv. alboa

T.M.O | 7. apr. '16, kl: 08:25:02 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

já en það er orðið ansi mikið vesen ef maður þarft að taka allar svona ákvarðanir í gegnum sýslumann

alboa | 7. apr. '16, kl: 09:01:29 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já. Enda er í rauninni gert ráð fyrir að fólk sem sem fer sameiginlega forsjá geti talað saman. En ef eitthvað svona kemur upp á eru loksins komnar leiðir fyrir fólk til að leysa úr því. Það var svolítið þannig að fólk sem sameiginlega forsjá hafði engin úrræði önnur en forsjárdeilur til að fá einhverja aðstoð við deilur.


kv. alboa

SvikmundurBjarN1 | 6. apr. '16, kl: 15:26:49 | Svara | Er.is | 1

Bara upp á forvitni. Hvað eru þið búin að vera lengi saman þegar þið eignist ykkar barn? Eða ákveðið að eiga barn saman?

Zagara | 6. apr. '16, kl: 16:53:06 | Svara | Er.is | 8

Ég myndi ekki samþykkja að vera forsjárlaus. Það er algjör óþarfi í því umhverfi sem við erum í dag. Það er líka ákveðinn styrkur í því að geta sagst vera með forsjá eigin barns þegar fólk spyr.  Mér finnst að það ætti að vera algjör undantekning ef að foreldrar séu ekki sameiginlega með forsjá. Sem sagt að það sé eitthvað að hjá foreldrinu sem er ekki með forsjána.


Taktu þér þann tíma sem þetta ferli krefst og reyndu að klára þetta þannig að það sé sæmileg sátt með þessi mál. 

gruffalo | 6. apr. '16, kl: 16:55:43 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Sammála.

staðalfrávik | 7. apr. '16, kl: 00:25:12 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Segi það sama.

.

ljónía | 14. apr. '16, kl: 13:08:43 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Vá hvað ég er sammála. Þessu ætti maður aldrei að afsala sér og það er ekki rétt að forsjálausa foreldrið sé með sömu réttindi.. sömu skyldur jú en ekki sömu réttindi.

daggz | 6. apr. '16, kl: 17:36:10 | Svara | Er.is | 2

Er einhver ástæða sem liggur á bakvið þessa ákvörðun hjá henni? Ef ég væri þú þá myndi ég benda henni á að barnalögin hafa breyst síðan hún skildi seinast. Í dag mega dómarar dæma sameiginlega forsjá. Það er eitthvað sem var ekki í boði hérna fyrr en fyrir örfáum árum. Þannig þessi hræðslutaktík sem margar mæður hafa notað í gegnum tíðina virkar ekki eins vel í dag og það gerði. Þar sem dómarar mega dæma sameiginlega forsjá þá eru alls ekkert jafn miklar líkur á að mæður fái sínu framgengt.


Forsjáin er samt sem áður í praxís ekkert gífurlegt atriði en ég sé þó enga ástæðu til að gefa hana svona auðveldlega ef það er engin almennileg ástæða fyrir því.
Stærsti munurinn er sá að hún gæti flutt úr landi með barnið þitt ef þú ert forsjárlaus. Hins vegar skiptir engu með innanlandsflutning hvort um sé að ræða fulla forsjá eða ekki.
Í seinustu breytingum laganna þá breyttu þeir einmitt miklu í hag forsjárlausra foreldrara. T.a.m. varðandi upplýsingagjöf frá skólum og öðrum stofnunum. Auk þess var þessu atriði með, ef foreldri með fulla forsjá nær sér í nýjan maka þá fær sá hinn sami forsjá eftir ákveðinn tíma, breytt. Í dag gerist það ekki sjálfkrafa! Nýi makinn og foreldrið með forsjánna geta þau gert samning um slíkt (eftir ár í sambúð eða hjónaband) EN það er leitað umsagnar hjá forjsárlausa foreldrinu. S.s. ef svo ske kynni að þú myndir gefa þetta eftir, hún næði sér í nýjan maka og þau vildu að hann fengi forsjá þá yrði leitað eftir samþykki hjá þær. Sýslumaður gæti hins vegar ákveðið að fara ekki eftir því en það þyrfti þá að vera fáránlega góð ástæða á bakvið það.


Annað sem breyttist í nýju lögunum er það að öll réttindi/skyldur voru betur skilgreind og lögheimilisforeldrinu var í raun gefin formleg heimild til að taka ákvarðanir varðandi allt sem viðkemur daglegu lífi barnsins (val á skóla o.fl.). Þannig í svona daglegu lífi skiptir ekki máli hvar forsjáin liggur, það skiptir mun meira máli hvar lögheimilið liggur.


En ég myndi byrja á að útskýra þetta með breytingarnar á lögunum fyrir henni. Næsta væri að biðja um ráðgjöf (sem er í boði hjá sýsla) og taka eitt skref í einu. Reyna að halda ró þinni og bara taka eitt skref í einu.

--------------------------------

komako | 6. apr. '16, kl: 18:47:50 | Svara | Er.is | 1

Eitt sem ég sé að hefur ekki komið fram í þessari umræðu að einn munurinn á að vera með sameiginlega forsjá vs. forsjárlaus er t.d. ef hún krefst þess að fá tvöfalt meðlag frá þér einhvern tímann og þú ert borgunarmaður fyrir því þá er líklegra að það fari ég gegn ef þú ert forsjárlaus. Segjum t.d. að þú greiðir ýmislegt fyrir utan meðlagið, t.d. tónlistarnám, útiföt kuldaskó og jafnvel e-ð fleira ár hvert, ef þú ert forsjárlaus þá er horft á þetta sem gjafir. Ef þú ert með sameiginlega forsjá er frekar litið svo á að þú sért nú þegar að greiða það sem þú getur aukalega með barninu þínu.

Skreamer | 6. apr. '16, kl: 22:16:45 | Svara | Er.is | 1

Hugsaðu um rétt barnsins á að umgangast báða foreldra og til að báðir foreldrar taki jafn mikla ábyrgð á því.  Sameiginleg forsjá er óskastaðan gagnvart barninu.   Ef hún fær fullt forræði getur það reynst henni auðveldar að koma á umgengnistálmunum.   Miðað við lýsinguna frá þér þykir mér ekki ósennilegt að það verði reynt.

-------------------------------


True love doesn't happen by accident
just like it does'nt not happen by accident.

malata | 8. apr. '16, kl: 11:28:53 | Svara | Er.is | 0

Mæli alls ekki með þetta ef þú getur. Maðurinn minn hefur látið mömmu drengjana sína fá fullt forræði því hún sagði að það væri bara því hann var þá ekki á sama stað og flókið fyrir pappírana og öllu. Sýslumaðurinn hefur reyndar mælt með það. Svo þegar hann flutti aftur í bæinn og vildi fá því aftur þá neitaði hún og þurfti heldur betur ekki að gefa út neinar útskýringar til þess. Sem betur fer hefur þetta ekki haft of mikið áhrif en hún getur flutt til aðra lands án þess að spyrja honum neitt og svoleiðis. Svo er hún lika oft að smyrja þetta upp í hann ef þau eru ósammála einhverju að hún hefur fullt forræði og hann á ekki að segja neitt.

Áhugavert er að þegar hann fór til sýslumanns til að spyrja eftir að fá aftur hálfa forræði, þá neituðu þau fyrst að taka við beiðni hans því "það virkar bara aldrei og við ætlum ekki að eyða tíma í þessu".

Haldu við þig ef þú getur! Barráttukveðjur.

Brindisi | 8. apr. '16, kl: 11:38:55 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

hverju er hún að smyrja upp í hann?

malata | 10. apr. '16, kl: 20:05:29 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Veit ekki hvort það sé rétt sagt ;) En alltaf þegar þau eru ósammála einhverju, þá segir hún að hún hefur forræði og að hann á ekkert að segja. Sem er því miður rétt - hann á að borga, en hún getur neitað honum hvenær sem er að sjá börnin sín :(

strákamamma | 10. apr. '16, kl: 22:44:15 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 4

Nei.  Það má hún ekki þó hún fari með forsjá þeirra. 

strákamamman;)

alboa | 11. apr. '16, kl: 01:30:08 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 4

Nei, það er ekkert af þessu rétt. Hann á að borga meðlag já og það ætti að hann líka að gera ef hann væri með sameiginlega forsjá. Þrátt fyrir að hún sé með fulla forsjá má hún ekki hefta umgengni. Það er kjaftæði. Hann á og má segja fullt þó hann sé ekki með forsjá, hann er enn faðir barnanna. Hann má hins vegar ekki skipta sér af heimilislífi hennar ekkert frekar en hún má skipta sér af heimilislífi hans. Á meðan börnin eru örugg það er.


kv. alboa

malata | 11. apr. '16, kl: 09:40:30 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Heyrðu, það er gott að heyra. Maður var nú búinn að heyra allt aðra sögu. Auðvitað er ekkert málið að skipta sér neitt af neinu hjá henni - en sko það hefur nú gert öðru meginn...
En aðalmálið er að hún getur ekki farið né bannað honum að sjá þá :) :) :)

alboa | 11. apr. '16, kl: 10:04:03 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Hún getur flutt þangað sem henni sýnist (ég var bara að tala um það sem stóð í innlegginu sem ég svaraði) ef hún er með fulla forsjá. Hún þarf að láta vita með mánaðar eða 6 vikna fyrirvara upp á umgengni en hún þarf ekki leyfi. En hún má ekki banna honum að sjá þá enda er umgengni og forsjá algjörlega aðskilið.


kv. alboa

Gale | 11. apr. '16, kl: 18:13:45 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Er íslenska móðurmál þitt?

ljónía | 14. apr. '16, kl: 13:16:20 | Svara | Er.is | 2

Alls ekki gefa þetta eftir. Meginreglan síðan 2012 er sú að ef fólk er skráð í sambúð er sjálfkrafa sameiginlegt forræði. Stattu á þínu. Ef þú hefur alltaf verið til staðar fyrir barnið þitt þá skaltu halda því áfram.

ljónía | 14. apr. '16, kl: 13:18:25 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Passaðu þig bara að gera líka löglegan umgengissamning

Fyrirsögn Nafn Dagur Uppfært
Flott fyrstu kaup Start 12.8.2023 17.8.2023 | 17:04
Ömurleg comment á bloggum Austurgella 9.10.2005 17.8.2023 | 03:48
Expedia Erna S 14.8.2023
Jæja Guðmundur VG ráðherra vega félagsmála - hann er jú utan gátta. jaðraka 14.8.2023
Að mála götur og flagga fyrir venjulegu fólki ? jaðraka 10.8.2023 14.8.2023 | 03:50
Stórnendu Strætó kom á óvart að fjöldi fólks myndi sækja miðborgina vegna gelðigöngu. jaðraka 13.8.2023
vantar saumakonu ? looo 27.6.2023 12.8.2023 | 09:16
Bílavesen (exhaust pressure control valve) Hákon Konráðsson 12.4.2023 12.8.2023 | 08:04
sterar? drjóli 20.9.2010 11.8.2023 | 20:38
Bumbuhópur fyrir janúar 2022 krullukjúkklingurogsósa 31.5.2021 11.8.2023 | 02:36
Kratom Daviid 23.2.2022 10.8.2023 | 14:52
Haha.. skrýtið að sjá Magna með hár!! ZENSITIVE 3.9.2006 10.8.2023 | 11:22
Letromazol sigva 2.8.2023 8.8.2023 | 14:38
Hvað er coronary vasospasm á Íslensku? (hjartavandamál) Splattenburgers 31.7.2023 7.8.2023 | 23:11
Harðparket og hundar? Ilmati 5.8.2023 7.8.2023 | 21:59
rafmagnsorf 19merkur 7.8.2023
Flýtimeðferð vegabréf zhetta 7.8.2023 7.8.2023 | 12:27
Misnotw réttindi trans fólks neutralist 27.7.2023 4.8.2023 | 19:54
Hvað merkir orðið hégómi? la1la2la3 4.5.2015 4.8.2023 | 12:10
Lútur í Matargerðr? / Food Safe Lye danielrunar 3.8.2023
Kransakaka Synyster 28.3.2007 2.8.2023 | 13:01
Kransakaka Actron 5.12.2009 2.8.2023 | 03:55
Flugvöllur fyrir þyrlur á Hólmsheiði jaðraka 1.8.2023 1.8.2023 | 21:20
rifbeinsbrot oneko 12.12.2015 1.8.2023 | 15:18
Bögg ljomalind 20.5.2004 1.8.2023 | 12:52
Alpinestars jakkar CooperRama 27.7.2023 1.8.2023 | 07:31
Kubbasteik asthildureir 8.1.2012 1.8.2023 | 02:16
hrossabjúgur ljosmyndanemi 27.11.2011 1.8.2023 | 02:16
Hjàlp! HM000 23.7.2023 31.7.2023 | 17:55
Kattarbit en ég 2.5.2009 29.7.2023 | 09:12
kattarbit bbb4 5.7.2008 29.7.2023 | 09:11
Fyrirspurn stress stelpa 8.10.2009 29.7.2023 | 07:16
Hnakkastífleiki v/heilahimnubólgu Lind A 5.2.2014 27.7.2023 | 20:52
Skilja 10 að verða 11 ára gamalt barn heima..ykkar álit Norðlenska mærin 17.7.2023 27.7.2023 | 20:37
Biskupsráðningar ? jaðraka 27.7.2023 27.7.2023 | 16:00
Hvassahraun sem nýr flugvöllur fyrir Reykjavíkurflugvöll jaðraka 12.7.2023 27.7.2023 | 08:37
pókemonspil hvar fást túss 7.5.2023 27.7.2023 | 07:16
Eldsumbrot æa Reykjanesi. _Svartbakur 22.7.2023 27.7.2023 | 06:25
barnaefni á tímab. 1980-1990 hello.kitty 5.12.2011 26.7.2023 | 20:35
Leigubílapróf gaedi 17.1.2011 26.7.2023 | 14:24
Hvar fæst loftdýna (yfirdýna) vegna verkja? leyndó22 25.7.2023
Nýja flokkunarkerfi sorps. jaðraka 22.7.2023 25.7.2023 | 10:39
Sorphirðu ruglið hjá Reykjavíkurborg _Svartbakur 24.7.2023
Hann er Framsóknarmaður. Við hverju býst fólk. Heilindum?? Hauksen 22.7.2023
Matarvagn Aura Pain 22.7.2023 22.7.2023 | 22:32
óþarfa comment í gestabók Tannfríður Tannan 3.10.2003 20.7.2023 | 07:56
Boðskort SoHappy 8.2.2023 20.7.2023 | 07:15
Bæklunarlæknar barbafín 27.4.2011 20.7.2023 | 04:31
Laun leikskólakennara ómenntaðan Bananabrund 13.9.2022 20.7.2023 | 04:30
fermingarkort dæsí 15.4.2011 20.7.2023 | 04:28
Síða 8 af 46384 síðum
 

Umræðustjórar: Kristler, Guddie, annarut123, paulobrien, Hr Tölva, tinnzy123, Bland.is, Paul O'Brien