Kostnaður v skólagjalda og skólabækur - framhaldsskóli

Snobbhænan | 29. jún. '15, kl: 15:30:27 | 618 | Svara | Er.is | 0

Þið sem eigið börn í framhaldsskóla, taka börnin e-n þátt í að greiða skólagjöld og skólabækur?


Minn er í vinnu, veit reyndar ekki nað´kvæmlega hvað hann fær útborgað en er held ég í þokkalegu sumarstarfi.


Hann þurfti auðvitað að velja allra dýrasta framhaldsskólann þannig að mitt gisk er að skðólagjöld + skólabækur (kannski 50-60þús?) geti verið alveg um 200 þúsund f næsta skólaár.


Þið megið gjarna deila með mér hvernig þið hafið þetta á ykkar heimili.

 

Alpha❤ | 29. jún. '15, kl: 15:31:11 | Svara | Er.is | 1

Ég borgaði allt sjálf

Snobbhænan | 29. jún. '15, kl: 15:33:14 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Hvað ertu gömul?  ég borgaði á sínum tíma öll skólagjöld og skólabækur sjálf. Og heimavist og mötuneyti - en þá  átti ég heldur aldrei aur eftir þá pósta. Mín tilfinning er að það hafi verið algengara að börn greiddu sjálf f sitt en það er í dag. Ég er rúmlega 40.

Alpha❤ | 29. jún. '15, kl: 16:18:19 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Ég er 25 ára núna. Ég borgaði samt ekki háskólann sjálf, þá fékk ég hjálp með skólagjöldin en borgaði fyrir bækurnar sjálf. 

Elgur | 29. jún. '15, kl: 17:45:20 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég hugsa að það sé rétt hjá þér að okkar kynslóð hafi borgað meira fyrir sig. Við vorum líka orðin sjálfráða tveimur árum fyrr, held það hafi haft eitthvað að segja.
Ég er sjálf 35 ára og borgaði yfirleitt skólagjöldin og bækurnar sjálf. 

Gale | 30. jún. '15, kl: 03:45:01 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Ég er á svipuðum aldri og þú og mig minnir að foreldrar mínir hafi borgað skólagjöldin (sem voru bara smotterí, ekkert nálægt því sem er í Verzló í dag) og ég borgaði bækurnar.

Svo var ég alltaf í smá hlutastarfi með skólanum og það var fyrir bensíni þegar ég fékk bílinn lánaðan, bíóferðum með vinunum, út að borða með vinunum, skólaböll og bara svona ðll venjuleg "unglinganeysla", en ég bjó frítt heima (matur, húsnæði og það allt) með þeim skilyrðum að ég borgaði alla "eigin neyslu" sjálf og vinnan (eða nokkuð annað) kæmi ekki niðrá náminu og einkununum (sem það gerði aldrei).

Sé það þegar ég les þetta yfir að mér finnst þetta bara nokkuð góður díll og ég held ég myndi hafa þetta svipað ef ég ætti ungling í dag.

HvuttiLitli | 29. jún. '15, kl: 15:41:22 | Svara | Er.is | 0

Á ekki börn en þegar ég sjálf var í framhaldsskóla (ekki nema 5 ár síðan ég útskrifaðist ;)) var engin ákveðin regla á þessu. Stundum borguðu foreldrarnir og stundum ég, held ég hafi samt borgað sjálf flestallar bækurnar öll árin nema á fyrstu önninni. Ég borgaði allavega skólagjöldin á öðru árinu man ég en foreldrarnir á því fyrsta. Vinkona mín var með þannig samning að pabbi hennar borgaði skólagjöldin en hún bækurnar. Vorum reyndar ekki í dýrum skóla, skólagjöldin (borgað einu sinni á ári, fyrir haustið) voru rétt tæplega 30. þúsund á ári. Svo fór bókakostnaður lækkandi með árunum man ég sem var ekkert slæmt, t.d. hætti ég að þurfa stærðfræðibækur eftir 1. árið og allskonar stórar, þykkar bækur.

~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~

ÓRÍ73 | 29. jún. '15, kl: 15:42:02 | Svara | Er.is | 1

ef hann er að vinna og velur ´dyrasta skólann, myndi ég pottþétt láta hann borga sjálfan líka.

Snobbhænan | 29. jún. '15, kl: 15:43:40 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hann mun væntanlega borga e-n smá hluta af skólagjöldunum, en þetta er svo mikið að hann borgar ekki allt. Er bara forvitin að heyra hvernig þetta er hjá öðrum.

Relevant | 29. jún. '15, kl: 15:50:01 | Svara | Er.is | 1

ég borgaði alltaf skólagjöld, föt og bækur sjálf en borgaði ekkert heim á meðan að ég var í framhaldsskóla. Ef skólagjöldin eru svona há er spurning hvort að hann borgi helming og þið helgming á móti og svo borgi hann skólabækurnar og fötin sín ef hann býr frítt heima. Sanngjarnt ef hann er í vel launaðri vinnu finnst mér.

bogi | 29. jún. '15, kl: 16:15:28 | Svara | Er.is | 0

Mín börn eru ekki orðin nógu gömul til að vera í framhaldsskóla en foreldrar mínir borguðu skólagjöld fyrir okkur systkinin og bækur að einhverju leiti. Reyndar var það þannig að ég gat yfirleitt notað skiptibókamarkaði þannig að mjög lítill kostnaður var við bókakaup.

 

Ef ég hef möguleikann á því þá mun ég borga fyrir nám barnanna minna.

donaldduck | 29. jún. '15, kl: 16:56:18 | Svara | Er.is | 0

min eru bæði í framhaldsskóla í heimabæ og við foreldrar ákváðum að borga skólagjöld og bækur en á meðan þurfa þau að sýna áhuga og árangur í starfi. ekki búið að ákveða neitt með framhaldið eftir fjölbraut. 

Allegro | 29. jún. '15, kl: 16:58:58 | Svara | Er.is | 0

Ég hef borgað skólagjöldin og látið barnið fá ákveðna upphæð sem það á að nýta upp í skólabækur og námsgögn. 

Walter | 29. jún. '15, kl: 17:06:58 | Svara | Er.is | 3

Ég er 32 ára og þurfti aldrei að borga neitt sjálf. Myndi segja að eins og ég er mjög vel upp alin að flestu leiti þá var það að láta mig aldrei borga neitt eða þurfa hafa fyrir hlutunum algjörlega misheppnað.
Ég á svo mann sem þurfti að greiða skólagjöldin og bækurnar sjálfur (fékk kannski einhvern pening upp í). Hann er ótrúlega vel heppnað eintak hvað þetta varðar og ég er viss um að hluti af því er vegna þess að hann þurfti aðeins að hugsa og hafa fyrir hlutunum.


Við höfum svo farið svipaðar leiðir og mamma hans gerði með stelpurnar okkar og látið þær taka þátt í ýmsu. Þær eru ekki komnar á menntaskólaaldur en þegar þar að kemur þá munum við örugglega láta þær greiða hluta, hvort sem við þurfum þess eða ekki.

________________________________________________________________
Frú Walter móðursystir

*Kolkumagzhuggywaltgolsskottforlifegrjonjúbbspain*

bogi | 29. jún. '15, kl: 19:23:23 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 4

Það var yfirleitt allt borgað fyrir mig og ég þurfti lítið að gera heima.

Samt fer ég mjög vel með peninga og aldrei á ævinni keypt eitthvað sem ég á ekki fyrir. Eins er ég bara nokkuð húsleg og get vel haldið heimili. Held að þetta sé bara einstaklingsbundið.

FrozenInTime | 29. jún. '15, kl: 22:03:55 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég er sammála þér. Ég þekki t.d. eina sem hefur alltaf þurft að borga allt sjálf og var flutt að heiman 19 ára. Hún kann ekkert að fara með peninga í dag. Kvartar yfir því hvað það er dýrt að lifa á Íslandi á meðan hún talar í glænýja iphone6 símann.

nerdofnature | 29. jún. '15, kl: 17:09:29 | Svara | Er.is | 0

Ég útskrifaðist fyrir 3 árum. Mamma og pabbi borguðu skólagjöldin (ca 20þús f. árið) og skólabækur og endurnýjun á ritföngum í upphafi vetrar (að meðaltali ca 40þ). En svo borgaði ég smotteríið sem vantaði yfir veturinn.

Heiðlóan ♫♬♪ ♩ | 29. jún. '15, kl: 18:03:37 | Svara | Er.is | 0

Mér finnst eiginlega mjög flott þegar þeir foreldrar sem eiga efni á því borga námskostnað fyrir krakkana sína, sérstaklega ef þau eru yngri en 18. Ein vinkona mín átti svo mömmu sem var mjög tekjulág og sú kona hefði eiginlega ekki getað hjálpað henni nema mjög lítið, og þá er það því miður bara þannig. Þessi vinkona mín borgaði allt sjálf og vann eins mikið og hægt var með námi

---------
Er með lítið notaðan fetal doppler til sölu

♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩

piscine | 29. jún. '15, kl: 18:24:26 | Svara | Er.is | 2

Við borgum allt svona fyrir okkar dömu, en ef hún væri í "skólagjaldaskóla" myndi ég láta hana borga hluta af því. 

ÓRÍ73 | 29. jún. '15, kl: 18:35:13 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

eru ekki allir framhaldsskólr með skólagjöld? 

piscine | 29. jún. '15, kl: 18:39:39 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Ja, ég borga 16 þúsund fyrir önnina í skólanum sem mín dóttir fer í en í Verzló eru skólagjöldin yfir 100 þúsund. 

ÓRÍ73 | 29. jún. '15, kl: 18:44:55 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

já semsagt mismunandi há skólagjöld. Ég borga hvað, 27 fyrir mína á önn. 

Svala Sjana | 30. jún. '15, kl: 02:25:48 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hvaða framhaldsskóli er með skólagjöld sem eruð aðeins 16 þús á önn?

Kv Svala

piscine | 2. júl. '15, kl: 17:51:40 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

MH - 12 þúsund í skólagjöld, 4 þúsund í nemendafélagið.

Svala Sjana | 3. júl. '15, kl: 00:21:20 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Vá ég hélt að flestir skólar væru að rukka að minnsta kosti 20+

Kv Svala

Curvy | 2. júl. '15, kl: 19:23:23 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

12þ hjá minni líka

ilmbjörk | 29. jún. '15, kl: 18:45:33 | Svara | Er.is | 0

Mamma borgaði skólagjöldin fyrstu önnina, en ég sá um það eftir það og sá um allar skólabækur. Var í helgarvinnu með skólanum sem hélt mér á floti.

disarfan | 29. jún. '15, kl: 18:48:36 | Svara | Er.is | 0

Við höfum borgað skólagjöld (ekki versló samt) en látið börnin um að kaupa skólabækur með sumarhýrunni og tekjum með skóla. Þannig verða notaðar bækur nothæfar í stað þess að það þurfi að kaupa allt nýtt.

MUX | 29. jún. '15, kl: 18:58:55 | Svara | Er.is | 4

Mínir hafa borgað þetta sjálfir, enda haft fínar tekjur yfir sumarið og eins unnið með skóla.  Það var reyndar ekki krafa af okkar hálfu að þeir gerðu það, það bara einhvernvegin gerðist, þeir búnir að kaupa sér bækur áður en ég vissi af og borga skólagjöldin.  Ég veit samkvæmt lögum eigum við að gera þetta til 18 ára, en þegar þeir eru með liggur við meira í afgang á mánuði en maður sjálfur þá spyr maður sig afhverju ekki?

because I'm worth it

Snobbhænan | 30. jún. '15, kl: 08:31:04 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Einmitt. Minn hefur núna í rauninni meira spending money en ég.  

karamellusósa | 29. jún. '15, kl: 22:01:20 | Svara | Er.is | 0

Ég borga fyrir mín börn, amk hingað tul, borgaði lika bækur og gjöld í hr og hí fyrir elstu, og mun hjálpa til að borga einhvern mismun sem hun þarf til að fara í erlendan háskola i haust ( mismun sem lín dekkar ekki) ekki alveg viss hvað það verður mikið,

..................................................................................


https://www.facebook.com/icelandcottage

Grjona | 29. jún. '15, kl: 22:31:40 | Svara | Er.is | 0

Þvílík fornaldarhugsun að nýta sér ekki vefinn og allt það efni sem hægt er að finna það.


En annars get ég ekkert hjálpað þér, grjónin eru ekki alveg komin á þennan stað. 

♥♥♥♥♥♥♥♥Joðvillingur♥♥♥♥♥♥♥♥
Við erum ríkið, ríkið er við.
http://er.is/messageboard/messageboard.aspx?advid=13498192&advtype=52

„I hate football. It‘s primitive, dull, pathetic and cruel.“ Mikey H

Rauði steininn | 4. júl. '15, kl: 16:29:36 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Fólk er ekki ímsjálfboðavinnu við að semja námsefni. Sama á hvaða formi það er gefið út þarf alltaf að borga fyrir það.

Grjona | 4. júl. '15, kl: 16:33:35 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ekki alveg pointið mitt. Og efni á vefnum er yfirleitt miklu, miklu ódýrara en bækur. Sem betur fer eru skólar meira og meira farnir að nýta sér tæknina, sjálfum sér, kennurum og nemendum í hag.

♥♥♥♥♥♥♥♥Joðvillingur♥♥♥♥♥♥♥♥
Við erum ríkið, ríkið er við.
http://er.is/messageboard/messageboard.aspx?advid=13498192&advtype=52

„I hate football. It‘s primitive, dull, pathetic and cruel.“ Mikey H

logndrífa | 29. jún. '15, kl: 23:21:02 | Svara | Er.is | 2

Fram að 18 ára aldri barna lít ég svo á að það sé eðlilegt að foreldrar borgi skolagjöld og bókakostnað. Ef ég sæi mér ekki fært að standa undir því og barnið veldi að fara í Versló hefði mér þótt eðlilegt að gera barninu það ljóst áður en til innritunar kom að það þyrfti sjálft að standa skil á þeim kostnaði að öllu eða einhverju leyti.

Tek fram að ég borgaði skólagjöld og bækur sjálf að mestu leyti þegar ég var í framhaldsskóla, en ég varð líka sjálfráða 16 ára.

logndrífa | 29. jún. '15, kl: 23:24:06 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Ætlaði að segja að ég stefni að því að borga skólagjöldin áfram þar til framhaldsskóla lýkur hjá mínum börnum (þ.e. líka eftir 18 ára). Lít svo á að ef maður hafi tök á því sé bara jákvætt að geta skilað þeim út í lífið með framhaldsskólaprófið upp á vasann. Tilfallandi kostnaðog fjárfestingar af öðru tagi fellur að líkindum í þeirra skaut að borga í vaxandi mæli eftir því sem árin líða.... og ekki væri verra ef þau næðu að leggja eitthvað fyrir í sjóð til að eiga þegar fullorðinsárin taka við.

Snobbhænan | 30. jún. '15, kl: 08:32:27 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Einmitt - hann er auvðitað m framtiðarreikning sem ég borga smotterí inn á í hverjum mánuði og eins hendir hann oft e-i upphæð þar inn sjálfur

sophie | 29. jún. '15, kl: 23:56:09 | Svara | Er.is | 0

Við höfum borgað allt sem viðkemur framhaldsskólanum fyrir okkar börn. Þau hafa verið í sæmilegri sumarvinnu og unnið eitthvað með skóla en það er í raun bara neyslupeningur; fer í föt, djamm, bensin, afmælis- og jólagjafir og líkamsræktarstöðvar ofl sem fellur til hjá unglingum i framhaldsskóla.

Catalyst | 30. jún. '15, kl: 00:29:07 | Svara | Er.is | 0

ég er 31 og foreldrar okkar borguðu fyrir okkur húsnæðið en við borguðum skólagjöld, bækur og annað uppihald. gekk ekkert rosa vel fyrsta árið enda höfðum við 16 ára krakkarnir ekki val um vinnur sem gáfu það mikið af sér yfir sumarið, vorum samt mjög sparsöm og einhven hluta vorannar hjálpuðu foreldrar okkar okkur með uppihald. Sumarið eftir fengum við bæði betri vinnu og fengum okkur helgarvinnu með skólanum og þá gátum við séð um allt sjálf fyrir utan húsnæðið (borguðum hita og rafmagn, síma, net osfrv en þau leigu).

Svala Sjana | 30. jún. '15, kl: 02:24:13 | Svara | Er.is | 0

Ég borgaði skólagjöld og skólabækur fyrsta árið.
Næstu ár borgaði ég skólagjöld og þær borguðu skólabækur, voru duglegar að kaupa notað og selja gömlu 

Kv Svala

Steina67 | 30. jún. '15, kl: 03:01:02 | Svara | Er.is | 0

Ég borgaði fyrir mína elstu stráka en þegar þeir hættu báðir á önn nr 2 þá urðu þeir að endurgreiða mér bækurnar þegar þeir fóru að vinna.


Með þennan 17 ára að þá hef ég greitt allt og geri áfram. Hann er að vinna í sumar í unglingavinnunni og verður kanski eitthvað í haust að vinna með skóla.

*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-
Í dag er dagurinn í dag og á morgun kemur annar dagur

noneofyourbusiness | 30. jún. '15, kl: 03:06:19 | Svara | Er.is | 0

Foreldrar mínir borguðu skólagjöldin og ég borgaði sjálf skólabækurnar í framhaldsskóla. Ég á ekki börn í framhaldsskóla, en ég veit að systkini mitt gerði svipað með sitt barn nýlega. 

Kaffinörd | 2. júl. '15, kl: 18:52:32 | Svara | Er.is | 0

Byrjaði að vinna á almennum markaði 16 ára efti 10.bekk og fékk útborguð laun og sá um allan þennan kostnað sjálfur nema mig minnir að pabbi hafi greitt skólagjaldið 1 árið.

Lljóska | 2. júl. '15, kl: 19:02:47 | Svara | Er.is | 0

Við borguðum mest allt fyrir okkar, og munum hjálpa eins mikið og við getum með háskólanámið líka. Eigum eitt sem er byrjað í háskóla og við borgðum húsaleiguna og bækurnar og gáfum henni innbúið og þess háttar í útskriftargjöf.

XXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXX
„Þetta er mögnuð tilfinning og gerist ekki betra,þetta er svo sætt"

K2tog | 2. júl. '15, kl: 19:04:09 | Svara | Er.is | 1

Við höfum látið þau borga, en endurgreiðum eftir önnina ef að barnið var að standa sig :) mjög hvetjandi.

fálkaorðan | 2. júl. '15, kl: 19:18:27 | Svara | Er.is | 0

Á ekki svona gömul börn, en þegar ég var í menntó fór allt sumarkaupið í skólagjöld og skólabækur. Mamma sá mér fyrir fæði og húsnæði.

http://i.imgur.com/mVrNx4L.jpg

nóvemberpons | 2. júl. '15, kl: 19:26:01 | Svara | Er.is | 0

ég borgaði bækur en pabbi skólagjöld í framhaldsskóla.

Hugsa að ég muni borga fyrir mín ef þau verða ekki í vinnu á sumrin ( sem mér finnst alveg líklegt með elstu tvö allavegana)

En fyrsti minn er svosem bara að fara í grunnskóla :P svo ég hef nægann tíma

4 gullmola mamma :)

Lilja123456 | 2. júl. '15, kl: 20:08:42 | Svara | Er.is | 0

Foreldrar mínir borga fyrir mig skólagjöldin(30 þúsund árið) og bækurnar. Þarf ekki að borga neitt heim á meðan ég er í skóla. Ég var að vinna aðra hverja helgi með skólanum og þá notaði ég launin mín í bensín, bíó og nesti eða ef ég þurfti að kaupa mér föt.
Ég er mjög ánægð með það að foreldrar mínir séu að styðja mig á meðan ég er í skólanum.
Ætla klárlega að gera það sama, ef ég get, þegar ég eignast sjálf börn.

Ynda | 3. júl. '15, kl: 12:44:21 | Svara | Er.is | 0

Ég borgaði skólagjöld og bækur fyrir dóttur mína,fannst sjálfsagt að hjálpa til en hún vann samt með skólanum og átti sjálf pening sem fór í bensín,bíó og þess háttar.
Ég ætla líka að styðja hana í háskólanum fjárhagslega.

ardis | 3. júl. '15, kl: 13:40:05 | Svara | Er.is | 0

fram að 18 ára aldri borgaði ég allt sem tengdist skóla, eftir það skaffaði ég ritföng (átti það í töluverðu magni keypti þegar verslun var að hætta).  Miðaði við þann tíma þegar ég hætti að fá meðlag og barnabætur. Þeir unnu allir með skóla.

Raw1 | 3. júl. '15, kl: 14:17:35 | Svara | Er.is | 0

Ég borgaði bækurnar sjálf, er 25 ára.
Bræður mínir borga bækurnar sjálfir, þeir eru í framhaldsskóla. 
Foreldrar okkar borguðu skólagjöldin :)

Snobbhænan | 3. júl. '15, kl: 22:08:33 | Svara | Er.is | 0

Já ef þetta væru skólagjöld upp á innan við 50 þús kall árið þá væri ég ekki að velta þessu fyrir mér. En 150 kall er bara allt annað. Og krakkinn fær yfir 200 þús útborgað  á mánuði yfir sumarmánuðina.

Grjona | 3. júl. '15, kl: 22:35:16 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

50/50? Eða þú 50 og hann 100?

♥♥♥♥♥♥♥♥Joðvillingur♥♥♥♥♥♥♥♥
Við erum ríkið, ríkið er við.
http://er.is/messageboard/messageboard.aspx?advid=13498192&advtype=52

„I hate football. It‘s primitive, dull, pathetic and cruel.“ Mikey H

Snobbhænan | 4. júl. '15, kl: 10:24:07 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Lendingin er sú að hann borgar 20-30 + allar skólabækur og við foreldrarnir borgum 120-130 af skólagjöldunum.

Grjona | 4. júl. '15, kl: 10:43:05 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Kúl.

♥♥♥♥♥♥♥♥Joðvillingur♥♥♥♥♥♥♥♥
Við erum ríkið, ríkið er við.
http://er.is/messageboard/messageboard.aspx?advid=13498192&advtype=52

„I hate football. It‘s primitive, dull, pathetic and cruel.“ Mikey H

BlerWitch | 3. júl. '15, kl: 22:46:31 | Svara | Er.is | 0

Ég borgaði allt sjálf á sínum tíma og ég mun láta mína stelpu taka þátt í sínum kostnaði. Ég er reyndar búin að borga skólagjöldin en eftir eru efnisgjöld og bækur.

LadyGaGa | 4. júl. '15, kl: 10:54:50 | Svara | Er.is | 0

Ég borgaði fyrir minn þar til hann fékk næga vinnu og nú greiðir hann allt sjálfur.  Hann er orðinn 19 ára núna og hefur greitt allt í 2 ár líklega.  Hann sér líka um mat í skólanum og þess háttar.

þreytta | 4. júl. '15, kl: 11:10:36 | Svara | Er.is | 0

Það er eitt ár í þetta hjá minni stelpu. En mér finnst líklegt að ég taki þátt í einhverjum kostnaði, en það fer svolítið eftir því hvernig vinnu hún fær næsta sumar og svona. 

Snobbhænan | 4. júl. '15, kl: 15:02:25 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já ég skil það mjög vel. Eðlilega fer þetta eftir aðstæðum.

Evie | 4. júl. '15, kl: 11:21:04 | Svara | Er.is | 0

Þegar ég var í Verzló þá borgaði ég bæði skólagjöldin og bækurnar sjálf öll árin þar sem ég vann með skóla öll árin.

Fyrirsögn Nafn Dagur Uppfært
Nýr forseti Íslands ? Hver verður hann eða hún ? jaðraka 14.3.2024 28.3.2024 | 10:53
jaðraka & _svartbakur JonThor1234 9.2.2024 28.3.2024 | 10:51
Tinder olla2 23.3.2024 28.3.2024 | 10:49
Endurfjármögnun biðtími? Norðlenska mærin 27.3.2024 28.3.2024 | 10:44
Palestínumaður ekki með Íslenskt ríkisfang krefst þess að verða framlag Íslands í Erovision jaðraka 4.3.2024 28.3.2024 | 10:20
Sjónin komaso 28.10.2008 28.3.2024 | 10:20
Að láta loka fyrir tímabundið mánaskin 27.3.2024 28.3.2024 | 09:52
Krít - hótel á góðum stað hildur789 27.3.2024
Einhver með reynslu af stefnumótasíðum? olla2 25.3.2024 27.3.2024 | 18:01
Hvað kosta sígarettur á sölustöðum? Krokodillinn 27.3.2024
Ættarmót á Suðurlandi? Fanney79 27.3.2024
Er um þungun að ræða verorun 27.3.2024
Hvar er best að versla glugga og hurðir? AGests 26.3.2024
Vöðvakippir og óþægindi Pookie 19.2.2007 25.3.2024 | 22:04
Er ríkissjóður að borga flutninga flug og annað fyrir ættingja hælisleitenda til Íslands ? jaðraka 13.2.2024 25.3.2024 | 10:36
Berlín Ròs 25.3.2024
Barnabækur alltafmamman 13.3.2024 24.3.2024 | 20:53
Endurfjármögnun Norðlenska mærin 22.3.2024
Parketleggja 70 fm Norðlenska mærin 18.3.2024 22.3.2024 | 03:41
Skyldmenni böbblí 20.1.2005 20.3.2024 | 13:10
Gifurleg fjölgun erlendra afrotamanna í glæpum hérlendis ! _Svartbakur 18.6.2023 19.3.2024 | 19:14
Rauða serían djabbar 10.6.2014 17.3.2024 | 23:45
Vindmyllu framtíð íslands Zjonni71 5.3.2024 17.3.2024 | 23:24
Klósett tennisolnbogi 30.7.2014 17.3.2024 | 11:21
Harmlrkur á Suðurnesjum selur hús ofan af öryrkja fyri brot af verðmæti. _Svartbakur 28.6.2023 17.3.2024 | 10:54
Veit einhver - twentyfiveyears 1.3.2024 16.3.2024 | 14:36
Rafskútur flytja álíka marga farþega og Strætó en menga sennilega 1 þúsundasta á við Strætót jaðraka 16.6.2023 16.3.2024 | 12:12
Kjop.is inanna 13.6.2023 16.3.2024 | 10:56
Lagið í Nova auglýsingunni... Alison 14.3.2012 15.3.2024 | 22:41
Hvar finn ég Fljótandi Lesitín eða duft? Brekster 14.3.2024
leit af vinnu :o) Emmapigen 7.11.2005 12.3.2024 | 15:01
Leigubílafyrirtæki Stefan F 27.2.2014 12.3.2024 | 13:06
Nýtt fjórflokka mynstur jaðraka 10.3.2024 11.3.2024 | 19:57
óska eftir stundirnar með gunna og felix á dvd Selströlm200 10.3.2024
FRÍ EINKAþJÁlFUN! Gróðurinn 9.3.2024
vélindakrampi heida4 21.11.2008 9.3.2024 | 14:04
Wolt dvdrom 20.1.2024 8.3.2024 | 23:29
Leiguverð b82 5.2.2024 8.3.2024 | 23:21
LEITA AF SJÓNVARPSSERÍU marf 28.6.2023 7.3.2024 | 10:36
Facebook 12strengja 5.3.2024 7.3.2024 | 03:34
Putin verðu vart á lífi þessi jól. _Svartbakur 19.11.2022 6.3.2024 | 02:33
Hollur skyndibiti úr krónunni eða Bónus xflexx 27.2.2024 5.3.2024 | 21:19
Omeprazole isaac 4.3.2024
Abilify KuTTer 16.7.2010 4.3.2024 | 03:03
Vita konur hvad Femdom er. Bland1975 22.11.2020 3.3.2024 | 18:29
Kavenpenin olzo1951 2.3.2024
Palestinumenn í Gasa og Hamas er það ekki hið sama ? jaðraka 29.2.2024 29.2.2024 | 16:13
Háls- nef og eyrnalæknir Hilda á Hóli 28.2.2024
Snyrtistofa mjòdd Ròs 28.2.2024
Er haegt ad eyda Helloyou 28.2.2024
Síða 1 af 46352 síðum
 

Umræðustjórar: tinnzy123, paulobrien, Guddie, Hr Tölva, Kristler, Bland.is, annarut123, Paul O'Brien