Kostnaður við að setja krók með tilheyrandi á fólksbíl?

Alfa78 | 3. júl. '12, kl: 18:04:06 | 1988 | Svara | Er.is | 0

Karlinn er alveg æstur í að fá krók á bílinn.
Hann talaði við Víkurverk og þar kostar það svimandi 193.000 kr að fá lausan krór (sem er hægt að taka af) með rafmagni og vinnu.
Fastur krókur kostar um 160.000 með rafmagni og vinnu.
Vinnan á að vera 30.000 af verðinu.

Þetta er KLIKKUNN!!

Er ekki miklu ódýrara að kaupa "notaðan" krór í partasölu og svo láta setja hann undir bílinn?
Hvað hafið þið verið að borga fyrir svona dótarí?

 

kátur | 3. júl. '12, kl: 18:12:50 | Svara | Er.is | 1

Fylgir bíll með króknum?

Life is a bitch....get used to it !

fornahvamms Herkúles | 3. júl. '12, kl: 18:13:51 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

heh, I wish.

Steina67 | 3. júl. '12, kl: 18:15:29 | Svara | Er.is | 0

Þó þú kaupir notaðan krók þá er alltaf sama vinnan að setja hann undir bílinn.

*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-
Í dag er dagurinn í dag og á morgun kemur annar dagur

Alfa78 | 3. júl. '12, kl: 18:17:36 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

já en er sjálfur krókurinn ekki mun ódýrari notaður en nýr? Og besti vinur karlsins er bifvélavirki og gæti öruglega hjálpað honum að gera þetta sjálfur

Steina67 | 3. júl. '12, kl: 19:14:14 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það borgar sig örygglega fyrir ykkur.  Minn maður hefur sjálfur sett krókana undir bílana hjá okkur ef þeir fylgja ekki með. Annars er það krafa i dag hjá okkur þegar við skiptum um bíl og skoðum ekkert annað.  Og það varð uppi fótur og fit þegar hann uppgvötaði að hann hafði gleymt að panta krók undir  nýja bílinn,

*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-
Í dag er dagurinn í dag og á morgun kemur annar dagur

Alfa78 | 3. júl. '12, kl: 19:19:52 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

já við klikkuðum illa á þessu. Keyptum bílinn í lok des í stresskasti eftir að hafa fengið hinn tótal tjónaðan og borgaðan út eftir árekstur.

Grjona | 3. júl. '12, kl: 18:15:32 | Svara | Er.is | 0

Það er örugglega ódýrara að kaupa bíl með áföstum krók.

♥♥♥♥♥♥♥♥Joðvillingur♥♥♥♥♥♥♥♥
Við erum ríkið, ríkið er við.
http://er.is/messageboard/messageboard.aspx?advid=13498192&advtype=52

„I hate football. It‘s primitive, dull, pathetic and cruel.“ Mikey H

Lljóska | 3. júl. '12, kl: 18:16:45 | Svara | Er.is | 0

shitt er þetta svona dýrt? held ég skipti bara bílnum út.

XXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXX
„Þetta er mögnuð tilfinning og gerist ekki betra,þetta er svo sætt"

Ladina | 3. júl. '12, kl: 18:18:17 | Svara | Er.is | 0

Djöfull.. ertu búin að kíkja inn á vaka.is.. 
Þar átt þú að geta sett inn fyrirspurn og svo láta þeir þig vita ef það er til krókur fyrir þína týpu af bíl.

- - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - -
Vantar þig barmmerki :) .. ég skal búa til fullt handa þér :)
________________________________________________________

Alfa78 | 3. júl. '12, kl: 18:18:56 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

COOL!! Takk 

Ladina | 3. júl. '12, kl: 18:23:22 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

http://vakabilar.is/carparts/

- - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - -
Vantar þig barmmerki :) .. ég skal búa til fullt handa þér :)
________________________________________________________

Rós 56 | 3. júl. '12, kl: 18:54:04 | Svara | Er.is | 0

Ég lét setja splunkunýtt beisli og fastan krók ásamt rafmagni undir Ravinn minn í fyrra hjá toyota og það kostaði rétt um 80 þ.   skil ekki þessa verðlagningu hjá Víkurverki :o/ 

Alfa78 | 3. júl. '12, kl: 18:55:59 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

VÁ hvað það er mikill munur. 
Ætli krókurinn hjá Víkurverk sé úr gulli?!?!

Mrsbrunette | 3. júl. '12, kl: 20:05:52 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Vikurverk eru mjög dýrir, hafðu samband við umboðið og sjáðu hvað krókar kosta þar, við keyptum krók hjá heklu og settum hann bara undir bílinn sjálf.

Rós 56 | 3. júl. '12, kl: 19:02:05 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það er spurning, ættuð að kanna málið hjá toyota, það gæti hafa hækkað eitthvað síðan í fyrra en ekki mikið vonandi.

Alfa78 | 3. júl. '12, kl: 19:02:31 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Við erum á Mazda6. 

Rós 56 | 3. júl. '12, kl: 19:06:03 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Ég held nú að þeir setji undir alla bíla, annað væri skrítið.

247259 | 3. júl. '12, kl: 20:13:30 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Getur talað þá við Brimborg, sakar allavega ekki að athuga...

KolbeinnUngi | 15. apr. '18, kl: 17:20:41 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

borgar það sig fyrir svoleiðs bíl?

daggz | 3. júl. '12, kl: 19:02:36 | Svara | Er.is | 0

Ég keypti krók hjá N1 og fór með hann á næsta verkstæði og lét setja undir. Krókurinn með öllu kostaði ferlega lítið. Var að spara einhvern 100 þús kall eða álíka á að gera þetta svona (miðað við Víkurverk). Minnir að þetta bhaf verið milli 50-70 þús samtals.

--------------------------------

Gunnýkr | 3. júl. '12, kl: 19:08:09 | Svara | Er.is | 0

ertu ekki að grínast?  Ég tékkaði á þessu 2006 og þa kostaði það 42 þúsund.

gangbraut | 3. júl. '12, kl: 19:19:18 | Svara | Er.is | 0

Kallinn minn keypti krók um daginn á einhvern 30 þúsund. Hann var reyndar heppinn, þekkir manninn sem seldi honum þetta :/ En notað er alveg örugglega þónokkuð ódýrara í flestum tilfellum. Og frábært ef hann þekkir einhvern sem getur aðstoðað hann við að gera þetta sjálfur

--------------------------------------------------------------------------------------
fokkjú

desjun | 3. júl. '12, kl: 19:51:51 | Svara | Er.is | 0

Við höfum keypt króka á partasölum og þeir hafa verið frá 15-25 þús stk, maðurinn minn setur þá undir sjálfur svo við þurfum ekki að borga fyrir það. En við keyptum í byrjun júní fyrir Avensis og það kostaði einmitt 25 þús

Vindálfur | 3. júl. '12, kl: 20:03:23 | Svara | Er.is | 0

vá! ég er akkurat að fara að setja dráttarbeisli á minn bíl, það mun kosta undir 60þús hjá mér.
Notaður krókur og félagi unnustans míns setur hann undir.

lappalangur | 3. júl. '12, kl: 20:05:27 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Sendu inn fyrirspurn á bilapartar.is eða partasolur.is og sjáðu hvort það er ekki einhver sem á krókinn notaðan fyrir þig með meiru

nónó | 3. júl. '12, kl: 21:41:45 | Svara | Er.is | 0

vinkona mín var að borga 95þúsund fyrir krók og vinnu í júní... er samt nokkuð viss um að vinnan hafi ekki verið gefin upp

lindarvað | 10. apr. '18, kl: 10:32:47 | Svara | Er.is | 0

Ath. Góðir krókar Hraunbæ 141 S 7841228

buin | 10. apr. '18, kl: 22:56:01 | Svara | Er.is | 1

Við keyptum notaðan krók í vöku og fengum kunningja til að setja undir. Kostaði 50 í allt. Kem ekki nálægt okurbúllunni Sem minnst var á. Bara MUNA að það þarf að láta skrá bílinn á eftir, fara í skoðun, því ef lent er í tjóni með eitthvað aftan í eru þið ótryggð. Hef tvisvar lent í því að bíll sem við áttum voru ekki skráðir með krók. Umboðið setti hann undir fyrir fyrsta eigandi en skrá það ekki

Lukka35 | 11. apr. '18, kl: 12:50:43 | Svara | Er.is | 0

Mæli amk alls ekki með Brimborg, rosalegt okur þar. Við fórum með okkar bíl í Góðir krókar.

KolbeinnUngi | 15. apr. '18, kl: 17:34:40 | Svara | Er.is | 0

myndi ekki kaupa af Víkur verk. þeir eru með mjög léleg vinnubrögð og frágang á skipta eða setja undir dráttarbeysli . ég þurfti að fara til þeirra í annað sinn til að fá það leiðrétt þeirra mistök. ég þurfti gjörsamlega ganga á eftir þeim að gera það rétt .
svo það var gert þá frágangurinn virkilega slæmur. bara sett body skrúfur í stað þess að setja stuðarann á . þegar skrúfunar detta úr sem þær gerir á endanum og beint í dekk hjá einhverjum og gerðu góða beyglu undir þar sem varadekkið á að vera . ég meina þeir hefðu nú alveg getað sinkað það en nei.
ástæðan þeir geta bara hegða sér eins og apar því það eru fáir í þessari faggrein að setja undir dráttarbeysli .

en það getur verið vafasamt að kaupa notaðan krók af partasölu eða vöku . ef krókurinn hefur verið fyrir árekstri eða bognað þá brotnar hann bara af þegar reynir á hann
ef þú endar að versla við þá . fáðu einhvern bifvélavirkja til að kíkja undir þetta eftir þetta hefur verið gert . þeir í vikurverk eru algjörir gubbar

Fyrirsögn Nafn Dagur Uppfært
Ristilpokabólga leigan 19.7.2018 19.7.2018 | 15:19
HVAR ER BEST AÐ TAKA HÚSNÆÐISLÁN OG HVERNIG LÁN ER BEST AÐ TAKA :) nikký sæta 17.7.2018 19.7.2018 | 13:54
Hurðir á sorptunnuskýli Glimmer74 14.7.2018 19.7.2018 | 13:53
Hvalfjarðargöngin gjaldið? Ljufa 16.7.2018 19.7.2018 | 13:36
Hvað eruð þið að eyða í mat á mánuði? HvadSemEr 17.7.2018 19.7.2018 | 12:12
ókynskipt salerni askjaingva 16.7.2018 19.7.2018 | 10:35
Hitler á danska þinginu? Hr85 18.7.2018 19.7.2018 | 09:33
Plágur Dehli 16.7.2018 19.7.2018 | 08:56
- - sixsixsix - - Dehli 18.7.2018 19.7.2018 | 05:58
Að flytja fugl á milli landa skorogfatnadur 17.7.2018 19.7.2018 | 04:10
Það má kalla þetta hvað sem er... Mae West 19.7.2018
Er allt að fara til fjandans? Twitters 18.7.2018 19.7.2018 | 01:36
Hversu mörgum hefurðu sofið hjá? qetuo55 7.6.2011 19.7.2018 | 01:05
veit eithver um prjonakonu kolmar 18.7.2018 18.7.2018 | 21:33
Góður förðunarfræðingur með laust á morgun ullala 18.7.2018
Hraðamyndavel mosfellsbæ.. ny1 17.7.2018 18.7.2018 | 20:01
Think pad lenovo bakkynjur 18.7.2018
Silfurskottur Fullkomin 17.7.2018 18.7.2018 | 15:53
App í Samsung sima? Ljufa 16.7.2018 18.7.2018 | 14:51
Grunur um eitlakrabbamein - fyrsta skref betra nuna 14.7.2018 18.7.2018 | 12:41
Hvar fær maður góða vinnupalla / Stillas? Lady S 15.7.2018 18.7.2018 | 03:23
Tvítug og hann rúmlega þrítugur Kamilla33 14.7.2018 17.7.2018 | 19:36
Djúpnudd á Akureyri?? Ice12345 15.7.2018 17.7.2018 | 18:10
Frí skólagöngu??? epli1234 17.7.2018 17.7.2018 | 10:57
Endajaxlataka Lepre 16.7.2018 17.7.2018 | 10:49
Sýslumenn skydiver 16.7.2018 17.7.2018 | 10:30
Verkir í legi eftir lykkjutöku Erla234 3.7.2018 17.7.2018 | 09:28
hvað er að gerast í hausnum á fólki imak 12.7.2018 17.7.2018 | 08:03
hvar fær maður Twitters 17.7.2018 17.7.2018 | 04:25
Leikurinn um Lilla litla furby 16.7.2018
Tattoo á hendi. BjartmarMH 14.7.2018 16.7.2018 | 21:22
Skipta um radhlöðu í Iphone 6s hex 16.7.2018 16.7.2018 | 21:15
Er kominn nýr tannlæknir hjá Jóni Birni í Kef? hex 16.7.2018
PIP Silikon púðar ! Simbi91 27.12.2011 16.7.2018 | 12:23
Framhjáhald og aldursmunur beip666 12.7.2018 16.7.2018 | 09:18
Hefur þú sofið hjá.. Dehli 15.7.2018 16.7.2018 | 07:32
M.Ed. kennsluréttindi HA HGGM 15.7.2018
Fartölvur bakkynjur 14.7.2018 15.7.2018 | 20:00
Andlegt ofbeldi abcd12567 4.7.2018 15.7.2018 | 17:37
Sambandsslit og vesen Burnirót 9.7.2018 15.7.2018 | 15:33
iPad viðgerð, hverjir? bhb3 15.7.2018
Helv..Brimborg Nínas 23.11.2005 15.7.2018 | 09:18
Á einhver imovane eða stillnott til sölu disa68 15.7.2018
Tattoo módel ere 11.7.2018 15.7.2018 | 03:34
barcelona með 2 börn tvíburakerra vesen? mialitla82 14.7.2018 15.7.2018 | 00:03
ESB að leysat upp vegna flottamanna ? kaldbakur 9.7.2018 14.7.2018 | 23:20
Ég á afmæli í dag og lífið er dásamlegt isbjarnamamma 14.7.2018 14.7.2018 | 20:45
Kiwi.com Tritill 11.7.2018 14.7.2018 | 16:18
Ómskoðun í Domus Medica fannykristin 14.7.2018 14.7.2018 | 14:06
Hormóna-stafurinn camella 5.7.2018 14.7.2018 | 08:33
Síða 1 af 19661 síðum
 

Umræðustjórar: ingig, katasig@msn.com, 2pjakkar, Coco LaDiva, vkg, joga80, tinnzy123, krulla27, superman2, aronbj, rockybland, Bland.is, flippkisi, mentonised, Krani8, MagnaAron