Kreisí óþolinmóð!

ilmbjörk | 15. apr. '15, kl: 17:50:18 | 311 | Svara | Þungun | 0

Ok.. samkvæmt appinu mínu þá á ég að byrja á blæðingum á morgun. Í gær kom smá bleik útferðt í pappírinn og ég hélt að ég væri að byrja aðeins of snemma, sen svo kom ekkert meir.. bara ekki neitt. Er ekki með nein einkenni, en mér líður samt eitthvað asnalega, eins og ég sé að verða veik. Gæti þessi bleika útferð verið hreiðurblæðing? Kemur hún svona snemma? Ég fékk enga slíka blæðingu síðast þegar ég var ólétt..


En núna get ég ekki ákveðið mig hvort ég ætti að taka próf í fyrramálið og fá þá bara já eða nei og vita þá að blæðingar eru að koma.. eða bíða í nokkra daga, því ég er alveg stundum upp í 7 dögum of sein.. Hringurinn minn er 29 dagar, en í febrúar fór hann alveg upp í 36 daga :/

Hvað mynduð þið gera.. taka próf á morgun, eða bíða?

 

ilmbjörk | 15. apr. '15, kl: 17:51:14 | Svara | Þungun | 1

Og ef það er einhver hérna inni sem kannast við mig af ER.is spjallinu þá bara shush ;) ég nennti ekki að skipta um nafn..

muu123 | 15. apr. '15, kl: 18:09:20 | Svara | Þungun | 0

eg hef heyrt að hreiðurblæðing komi fyrr en þetta,  en hef svo sem enga hugmynd.. eina i stöðunni að biða bara og taka svo próf 

ilmbjörk | 15. apr. '15, kl: 18:11:15 | Svara | Fyrri færsla | Þungun | 0

já.. held ég reyni að þrauka fram á laugardag eða svo.. ji hvað þessi bið getur alveg farið með mann.. og sérstaklega núna því ég hélt að það væru ENGAR líkur á að neitt hefði gerst núna því við höfðum ekki mörg tækifæri til að reyna í kringum egglosið..

muu123 | 15. apr. '15, kl: 18:12:06 | Svara | Fyrri færsla | Þungun | 0

það þarf bara að hitta á rétta tækifærið svo alltaf séns :D gangi þér vel 

ilmbjörk | 15. apr. '15, kl: 18:12:23 | Svara | Fyrri færsla | Þungun | 0

Já það er rétt :) Takk fyrir!

silly1 | 15. apr. '15, kl: 18:21:57 | Svara | Þungun | 0

Ég myndi taka próf á morgun og láta okkur svo strax vita hvað kemur út úr því haha :D Hreiðurblæðingar geta alveg komið 7-12 dögum eftir getnað :)

ilmbjörk | 15. apr. '15, kl: 18:22:52 | Svara | Fyrri færsla | Þungun | 0

Hahah ji hvað mig langar að taka próf ;) kannski stelst ég til að taka eitt, en það er svo niðurdrepandi þegar maður fær neikvætt próf.. en líka niðurdrepandi að fá svo rósu eftir nokkra daga.. Ef ég tek próf í fyrramálið þá pósta ég strax hingað inn ;)

silly1 | 15. apr. '15, kl: 18:30:06 | Svara | Fyrri færsla | Þungun | 0

Já endilega taktu próf, en guuð já skil þig, svo ömurlegt að fá neikvætt og standa út í glugga að reyna að sjá glitta í einhvers konar línu! En eina jákvæða er að maður getur hætt að velta því fyrir sér þangað til næst :)

ilmbjörk | 15. apr. '15, kl: 18:36:38 | Svara | Fyrri færsla | Þungun | 0

já reyndar.. maður fær ákveðið closure og bíður bara eftir Rósu.. jú veistu ég held ég skelli mér á próf í fyrramálið :D

silly1 | 15. apr. '15, kl: 18:41:53 | Svara | Fyrri færsla | Þungun | 0

Já endilega gerðu það, "krossaputtafyrirþig :)

ilmbjörk | 15. apr. '15, kl: 18:42:14 | Svara | Fyrri færsla | Þungun | 0

Takk :D

efima | 15. apr. '15, kl: 21:00:09 | Svara | Þungun | 0

Oh ég átti einmitt að byrja á túr í gær, er búin að vera með smá túrverki núna í 3-4 daga og rosalega verki í mjóbakinu sem að ég fær aldrei þegar ég er á túr!

Þori bara ekki að taka próf, mér finnst ég vongóð í hverjum hring og ég verð alltaf svekkt þegar ég fæ þessa einu ljótu línu sem að ég hef fengið síðustu 5 mánuði :(

Napoli | 16. apr. '15, kl: 00:00:25 | Svara | Fyrri færsla | Þungun | 0

vonandi kemur lína :D 

Bambaló
Við leggjum okkur fram við að bjóða upp á ódýrar en góðar vörur fyrir þig og barnið! ♥
https://www.facebook.com/pages/Bambal%C3%B3/1382324582095907?fref=ts

ilmbjörk | 16. apr. '15, kl: 06:05:04 | Svara | Fyrri færsla | Þungun | 1

Ég á að byrja í dag.. ekkert komið.. fékk rosa rosa daufa línu (held ég) í morgun þannig að ég ætla að taka annað um helgina.. það er svo ógeðslega svekkjandi að fá bara eina línu :(

ilmbjörk | 16. apr. '15, kl: 06:02:30 | Svara | Þungun | 0

Ok! Tók próf í morgun og með virkilega góðum vilja og góðri lýsingu gat ég hugsanlega kannski séð votta fyrir línu ;) Ég ætla að taka annað próf um helgina ef rósa verður ekki komin.. ég held að hormónin safnist mjög hægt upp hjá mér, amk þegar ég var ólétt af stráknum mínum fékk ég ekki jákvætt fyrr en ég var orðin viku of sein..  en þetta var ekki til þess að létta á óþolinmæðinni minni hahah!

silly1 | 16. apr. '15, kl: 14:24:31 | Svara | Fyrri færsla | Þungun | 0

Frábært þú hafir þó allavega fengið smá línu, þá er vonandi eitthvað að mallast :D

ilmbjörk | 16. apr. '15, kl: 14:27:26 | Svara | Fyrri færsla | Þungun | 0

nema þetta hafi verið ímyndun ;) ég ætla að bíða í nokkra daga (sem verður erfitt) og taka aftur ef rósa verður ekki komin í heimsókn :)

silly1 | 16. apr. '15, kl: 14:33:29 | Svara | Fyrri færsla | Þungun | 0

For most pregnant women the urine pregnancy test does not detect enough hCG until 1-2 days before missing the period. And in 1 of 4 pregnant women the home urine pregnancy test does not become positive until after they miss their period. Most false negative pregnancy tests occur when testing is done too early. You are pregnant but you test negative because there is not enough of the pregnancy hormone hCG in your body and especially your urine to be detected.
:)

ilmbjörk | 16. apr. '15, kl: 14:34:49 | Svara | Fyrri færsla | Þungun | 0

það er ennþá smá von :) á að byrja í dag samkvæmt appinu mínu, en eins og ég segi, ég fékk ekki jákvætt próf fyrr en viku of seint síðast :)

silly1 | 16. apr. '15, kl: 14:36:46 | Svara | Fyrri færsla | Þungun | 0

Já auðvitað, aldrei tapa voninni ;) Vinkona mín fékk neikvætt daginn sem hún átti að byrja og blússandi jákvætt daginn eftir :) Bíð spennt með þér :)

ilmbjörk | 16. apr. '15, kl: 15:12:49 | Svara | Fyrri færsla | Þungun | 0

Ji ekki leiðinlegt að heyra :) þessi bið er náttúrulega hræðileg..

silly1 | 18. apr. '15, kl: 20:16:37 | Svara | Fyrri færsla | Þungun | 0

Hvernig fór þetta hjá þér?

ilmbjörk | 19. apr. '15, kl: 08:25:05 | Svara | Fyrri færsla | Þungun | 0

Rósa kom :(

silly1 | 19. apr. '15, kl: 15:13:27 | Svara | Fyrri færsla | Þungun | 0

æjjjj leiðinlegt að heyra :/ þurfum að fara að lemja þessa rósu!!! Vonandi gengur betur í næsta hring hjá þér :* :*

ilmbjörk | 19. apr. '15, kl: 16:31:13 | Svara | Fyrri færsla | Þungun | 0

Já þetta tekst bara næst :D þýðir ekkert að fara í fílu.. ég er bara búin að reyna í 3 mánuði þannig að þetta er alveg eðlilegt :)

LitlaDís | 16. apr. '15, kl: 17:54:24 | Svara | Þungun | 0

Á öllum mínum meðgöngum (3 stk) hef ég fengið smá bleikt í pappírinn rétt áður eða rétt eftir að ég fékk jákvætt próf. Ég myndi bara skella mér á próf í fyrramálið :)

Fyrirsögn Nafn Dagur Uppfært
SVO spennt ! DreamDay 8.5.2010 8.11.2023 | 07:13
Hvernig á ég að hámarka frjósemi? karny 2.9.2012 8.11.2023 | 03:11
Seiðingur farþeginn 12.12.2006 20.7.2023 | 08:22
???? um þungun binasif 24.1.2022 31.1.2023 | 16:34
Lína eða ekki?? ungi2012 18.12.2020 21.1.2022 | 20:24
Snemmsónar allian 17.11.2021
Að reyna að eignast barn naladina 4.9.2021 8.10.2021 | 22:19
Mörg eggbú en engin egg Undraland1996 22.5.2021
Egglos- og þungunarstrimlar til sölu elisabjorg91 20.8.2020
Hópur fyrir þær sem eru að reyna hmmm89 23.2.2020 17.5.2020 | 22:38
ekki enn byrjuð á blæðingum kaninustelpa 3.9.2018 13.12.2019 | 11:02
Hæhæ, ég var.. Daisy999 11.12.2019
Frjósemisvörur huldablondal 21.11.2019
Egglosstrimlar á íslandi?? hsh00 20.7.2019 12.11.2019 | 23:19
Hvenær sáu þið hjarslátt hjá ykkar fóstri ? gunnzo 13.9.2019 4.10.2019 | 08:59
Einkenni þegar hætt er á pillunni carmo 2.10.2019
Brjóstaspenna Mamma2020 26.9.2019
Egglospróf donnasumm 29.1.2019 9.9.2019 | 14:39
Hjartamagnýl Ingolfsdottir 14.8.2019 14.8.2019 | 15:10
MJÖG MIKILVÆGT normalboy 21.7.2019
Hormónalykkjan fjarlægð - engar blæðingar - aum brjóst amigos 12.1.2019 8.5.2019 | 13:20
Þarftu skoðun þína aallex 3.5.2019
HVERNIG VERÐ ÉG ÓLÉTT? ThelmaAría 13.12.2017 12.3.2019 | 17:11
Biðin MommyToBe 15.1.2019 11.3.2019 | 19:12
Trying to concive Iceland hópur á FB Kristín86 25.9.2018 2.2.2019 | 23:10
smá pæling. froskavör 7.1.2019 22.1.2019 | 20:33
Spjall fyrir konur í frjósemimeðferð? Fruin09 5.2.2018 19.1.2019 | 19:30
What is the PlayStation Network ? KelvinNox 19.1.2019
Spurning VordísMjöll 21.11.2018 5.1.2019 | 00:06
Erum að reyna... KrusaLitla 12.11.2018 5.1.2019 | 00:04
Reynerí MommyToBe 4.1.2019
Hópur á facebook um reynerí? pinkgirl87 16.2.2018 4.1.2019 | 12:58
Gallaðir þungunarstrimlar? Kg24 30.11.2018 30.11.2018 | 09:23
Pre seed eða conceive plus á Íslandi Daydreamer1 18.9.2018 22.11.2018 | 15:41
þungunar strimlar krilamamma 30.10.2018
kvensjúkdómalæknir......? litladulla 1.12.2009 22.10.2018 | 22:48
hversu löngu eftir getnað pandii 13.10.2018 15.10.2018 | 12:06
First Response Early Result Pregnancy Test Kristín86 25.9.2018 26.9.2018 | 13:22
Jákvæð og neikvæð próf Butterfly109 12.9.2018 14.9.2018 | 13:09
Fósturmissir hannarunan 4.3.2018 12.9.2018 | 22:12
woman looking for man Faithfulfairy 11.9.2018
Bumbuhópur fyrir maí 2019 honey85 3.9.2018 4.9.2018 | 10:47
Hjálp einhver sem hefur reynslu af Primolut og letrozol starrdustt 10.4.2018 31.8.2018 | 14:21
PCOS og ekki í yfirþyngd - hvað er til ráða lala146 21.8.2018 30.8.2018 | 23:11
Mjög mikilvægt agentos777 19.8.2018
Þungunarpróf myrkva1 13.8.2018 18.8.2018 | 01:10
útlenskur faðir kokomjolk123 3.7.2018
LESTU ef þú ert að reyna vera ólétt og ert með pcos hobnobkex 3.12.2017 2.7.2018 | 10:10
reyna vera ólétt guggan89 29.6.2018 1.7.2018 | 10:05
Vöðvahnútur í legi Mariamargret 16.6.2018
Síða 1 af 4796 síðum
 

Umræðustjórar: tinnzy123, Bland.is, paulobrien, Kristler, Guddie, Hr Tölva, annarut123, Paul O'Brien