Kulnun í starfi - varúð langt :(

Ásta76 | 16. feb. '20, kl: 09:17:47 | 466 | Svara | Er.is | 1

Kulnun í starfi, hvað er það? Í vetur hef ég velt lífi mínu mikið fyrir mér. Mér hefur ekki liðið vel og í sannleikna sagt hefur mér liðið ömurlega á köflum. Strax sl. haust fann ég fyrir kulnum í kennslunni. Ég á að gera, undibúa, meta og halda nemendum við efnið. Ég á að vinna vinuna mína til hins ýtrasta og vera með allt tilbúið að morgni hvers dags. En það furðar mig mikið er að nemendur er ekki tilbúnir til að taka á móti því sem ég legg fram. Þeim er alveg sama, að eigin áliti þurfa þau ekki að notast við það efni sem ég á að kenna þeim. Þau nenna ekki að leggja á sig til að læra það sem þau eiga að læra.
Ég hugsaði ok, hvernig get ég breytt kennslunni minni þannig að þau vilji taka á móti því sem ég legg fram? Ég hef prófað nokkrar aðferðir látið þau vinna ein eða í hóp. Þegar ég hugsa til baka til að finna út hvað er hægt að gera öðruvísi… ég finn alveg að ég hef ekki þolinmæði gagnvart nemendum lengur, þráðurinn er einfaldlega orðinn of stuttur. Í vinnunni hef ég lítinn tíma til að undirbúa kennsluna eða i raun að finna endalaust upp á einhverju nýju því versta kennslan er vinnubókakennsla er mér sagt. Þú sem kennari þarft að fara út fyrir bókina, samhæfa námsgreinar, kunna á öpp og forrit sem hent kennslu og kunna á tækin sem nota þarf.

I vetur sendi vinnuveitandinn minn mig til sálfræðings, gott og gylt ég sat inni hjá honum vildi segja upp vinnunni minni en hann taldi það ekki ráðlagt þar sem ég hefði ekki aðra vinnu í staðinn. Nú eru komnir nánast 4 mánuðir síðan ég var hjá sála og ég tilkynnti honum að ég væri komin með nóg af starfinu mínu og að ég vildi hætta. Ég hef sótt um ótal störf sem er auglýst en ekkert fengið. Ég hef komist í tvö viðtöl en alltaf fær einhver annar starfið. Ég veit í raun ekki hvað ég á að gera, hvernig á ég að halda áfram að vinna vinnu sem ég hef í raun ekki áhuga á að vinna? Í viðtali við skólastjórann í sl. viku talaði hann um að ég myndi ekki fá að halda áfram með bekkinn minn næsta vetur sem er í raun gott og slæmt. Ég sá breytinguna til hins betra, fær annan bekk til að kenna og get nýtt námið mitt til hins ýtrasta. En verður þolinmæðin mín eitthvað betri, mun mér finnast skemmtilegra í vinnunni með nýjan bekk???
Í persónulega lífinu hef ég verið að reyna að taka þátt í samfélaginu. Gengið í félög og klúbba til að “fitta inn” í samfélagið þar sem ég bý. En ég hef fengið gagnrýni fyrir það að gera ekki nógu vel, orða hlutina ekki nógu vel, vera ókurteis, öðruvísi, standa mig ekki nægilega vel og gera ekki það sem aðrir vilja að ég geri. Kannski tek ég þetta allt of mikið inn á mig og er kannski að reyna að eignast sem flesta vini í stað þess að rækta þá vini sem ég á fyrir. En það er erfitt þegar þú býrð ekki nálægt, þarft að taka tillit til barnanna þinna og hugsa um heimilið. Sjálf er ég með undir liggjandi vefjagigt og fyrir vikið er ég alltaf verkjuð, alltaf þreytt og alltaf kalt.
Ég er í raun ekki að biðja um vorkunn, heldur er ég að fiska eftir ráðum um hvað ég eigi að gera? Á ég að halda áfram í kennslunni eða hvað á ég að gera? Ef ég hætti að vinna hvað á ég þá að taka til ráðs varðandi laun?

 

Splæs | 16. feb. '20, kl: 10:09:03 | Svara | Er.is | 0

Hvað með að kenna á öðru skólastigi? Samkvæmt lögum máttu skipta um ef þú ert með kennararéttindi? Hvað með leikskóla?
Ef atvinnusvæðið sem þú býrð á er lítið er kannski lítill hreyfanleiki, maður þekkir mann - sem hefur áhrif á ráðningar.
Hvað hefurðu kennt lengi?

Splæs | 16. feb. '20, kl: 10:20:55 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Hljómar samt svolítið eins og það sé kominn tími til að athuga með veikindaleyfi.

isbjarnaamma | 16. feb. '20, kl: 11:49:22 | Svara | Er.is | 1

Ég þekki nokkra kennara og þeir tala um það sama, eftir samráð við skólastjóra voru gerðar breytingar á vinnuni, önnur var sett í sérkennslu og minni kennslu , hin var látin kenna ungum börnum og sleppa unglingunum, það hjálpaði í báðum tilfellum….það er mjög gott að fara að stunda hugleiðslu slökun og jóka,það hjálpaði mér mikið,, á mínu erfiðu árum þá ákvað ég að slíta samskiftum við allt erfitt og leiðinlegt folk þar með talið nokkrir fjöldskyldumeðlimir,,, ekki gera eitthvað sem lætur þér líða illa einsog félagslíf sem er ekki uppbyggjandi ,það sem gefur þér gleði og lætur þér líða vel gerðu meira af því,,,settu þig í 1 sæti og dekraðu þig,, ég sjálf hef 3 sinnum umpólað mínu starfi og það var til bóta fyrir mig , gangi þér vel að finna leiðir sem láta þér líða betur.

ert | 16. feb. '20, kl: 13:51:06 | Svara | Er.is | 2

Hvað með að reyna að komast að hjá Virk?

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

kaldbakur | 16. feb. '20, kl: 15:02:04 | Svara | Er.is | 2

Agaleysi í íslenskum grunnskólum er algjört.
Þetta er held ég að miklu leyti foreldravandamál.
Þurfum ekki annað en að sjá suma af þessum foreldrum á myndum - Instagram facebook ofl. það er eitthvað mikið að.
Held að væri betra að sinna kennslu t.d. í leikskóla.

T.M.O | 16. feb. '20, kl: 17:58:10 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Átt þú barn í grunnskóla?

isbjarnaamma | 16. feb. '20, kl: 18:46:01 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Þeir kennarar sem ég þekki vel,tala einmitt um þettað, enn það má ekki tala um agaleysi og hreinlega skort á uppeldi algert tabú, ég sjálf var mjög ströng móðir, allir mínir strákar eru hámenntaðir í stærðfræði og fleiru, þeir hafa þakkað mér fyrir að hafa tekist á við þá í uppeldinu að þeir væru ekki þeir menn sem þeir eru í dag án þess, það er ekki auðvelt að ala upp börn og margir sem nenna því ekki hreinlega

kaldbakur | 16. feb. '20, kl: 15:03:56 | Svara | Er.is | 0

Agaleysi í íslenskum grunnskólum er algjört.
Þetta er held ég að miklu leyti foreldravandamál.
Þurfum ekki annað en að sjá suma af þessum foreldrum á myndum - Instagram facebook ofl. það er eitthvað mikið að.
Held að væri betra að sinna kennslu t.d. í leikskóla.

T.M.O | 16. feb. '20, kl: 23:44:15 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég á börn í grunnskóla og veit ekki um hvaða agaleysi þú ert að tala. Ert þú einhver fyrirmynd þinna barna ef einhver eru, miðað við hvernig þú hagar þér á netinu? Auðvelt að kasta grjóti...

capablanca | 17. feb. '20, kl: 00:59:57 | Svara | Er.is | 5

Eg veit hvað er að brenna út í starfi og eins og þú lýsir þessu þá er þetta kulnun og það besta sem þú getur gert núna er að fara í veikindarfrí og í framhaldi af því að sjá til hvort hvíldin hjálpar til að lækna áhyggur þínar og kvíða.
Ég fór í 3 mánaða frí og fann það þegar ég kom til baka að ég var alls ekki tilbúin til að halda áfram sem ég hafði unnið við í 15 ár og mér var hreinlega létt að fá uppsagnrbréf....Sem ég fékk degi eftir að hafa rætt við næsta yfirmann um að "áhuginn væri ekki til staðar enþá".
Ég fór síðn í gegnum prógram hjá Virk og það hjálpaði mér. Mér líður amk miklu betur núna og er að vinna við allt annað en ég gerði áður og hef það bara fínt...Það er ljós við endann f áhyggjum og kvíða.

Launin eru það versta, ég lenti á atvinnuleysisbótum í ca 2 ár og fjárhagsáhyggjur voru ekki til að bæta hitt en ég talaði við bankan og hann sýndi mér skilning með því að lengja í lánum og leyfa mér að sleppa við vanskilagjöld ef bætur voru borgaðar eftir greiðsludag.
Ég upplifði aldrei fordóma að vera koma frá virk eða vera án atvinnu í 2 ár. heldur fannst það öllum merki um styrkleika að geta viðurkennt að maður brann út í starfi en væri reiðubúin að snúa aftur....Tók svona 3mán eftir virk prógrammið að fá vinnu.

Þú ert með áætis menntun, reyndar býrðu á fámennum stað miðað við lýsingu þína en þá er bara spurning um að rífa sig af stað og flytja ef þú hefur tök á því? það vantar alltaf kennara og leiðbeinendur í þessu landi út um allt.

BjarnarFen | 18. feb. '20, kl: 19:47:40 | Svara | Er.is | 1

Ég man nú eftir því að vera í skóla og hvernig krakkarnir notuðu góðu kennarana sem vildu vera vinir okkar. Krakkar geta verið grimmir, ekki gleyma því. Ef að einhver kennari átti erfitt, þá áttu nemendur það til að sniffa þá uppi og fá þá til að eyða tímanum í að tala um eitthvað sem kom náminu ekkert við.
Bestu kennararnir mínir voru strangir og höfðu enga þolinmæði fyrir krökkum sem voru ekki í tíma til að læra. Ég man eftir einum sem var sendur til skólastjórans fyrir að vera teikna í sagnfræði. Enda er það algjör dónaskapur og vanvirðing til kennarans að vera gera eitthvað annað í tíma en að læra.

Þeir kennarar sem vildu vera vinir okkar nemendanna voru lélegustu kennarar sem ég átti. Þeim sem var skítsama um þá sem nenntu ekki að læra og hentu þeim til skólastjórans voru bestu kennararnir sem gáfu mér alltaf bestu einkuninnar. Enda var friður til að læra og maður komst ekkert upp með að gera neitt annað.

Þú ert ekki þarna til að hjálpa krökkunum að læra, það er starf foreldra og námsráðgjafa. Þú ert þarna til að kenna. Þeir sem trufla eða eru ekki í tíma til að læra, eru að eyðileggja fyrir þér og öðrum nemendum. Það er starf nemenda að læra af kennaranum. Ef að krakkarnir skilja þetta ekki, þá þurfa foreldrar þeirra bara að útskýra þetta fyrir þeim. Það geta þau þegar börnin eru send snemma heim fyrir að vera tossar. Settu stífar reglur og fylgdu þeim svo eftir alveg 100%. Það er alveg óþarfi að hækka röddina til að yfirgnæfa hávaða, smelltu bara kennaraprikinu í borðið og henntu vandræðagemsum út. Þá munu krakkarnir bera virðingu fyrir þér og læra.

Gangi þér annars vel. Kannski kom þetta þér að einhverju gagni.


Í versta falli geturu alltaf bara hætt og selt krökkunum dóp til að hækka tekjurnar, þú þekkir krakkana. Veist hvort er eð hverjir verða aumingja og hverjir ekki. :)

*fyrir þá sem ekki fatta að loka línan var kaldhæðni ættu að hundsa alla pósta sem ég skrifa og fara á kaldhæðnisnámskeið hjá lög-gildum húmorista ...
....    You know who you are*

neutralist | 20. feb. '20, kl: 11:06:17 | Svara | Er.is | 0

Er möguleiki hjá þér að fara í annars konar kennslu, til dæmis sérkennslu eða kennslu á öðru skólastigi/öðrum aldurshóp? Hvað með leikskóla, nú skilst mér að allir kennarar hafi sömu réttindi. Ef þér líst ekki á neins konar kennslu og þú ert ekki að fá vinnu í öðrum geira, myndi ég skoða möguleikann á veikindaleyfi. Þú virðist vera að brenna út í starfi og þá er betra að fara í veikindaleyfi núna en að keyra á vegg seinna. Alls ekki segja upp án þess að hafa aðra vinnu. Nú er yfir 4% atvinnuleysi og ekki auðvelt að fá þokkaleg störf, og ef þú segir sjálf upp sætir þú biðtíma eftir atvinnuleysisbótum og átt ekki rétt á tekjutengdum bótum. Miklu betri kostur að fara í veikindaleyfi og Virk, jafnvel endurmenntun af einhverju tagi.

peppykornelius | 20. feb. '20, kl: 13:13:58 | Svara | Er.is | 0

Mín ráð væru að tala við heimilislækninn þinn og tjá líðan þína. Ekki draga úr neinu. Læknirinn getur svo sótt um hjá Virk fyrir þig í endurhæfingu og Virk hjálpar þér líka varðandi allt sem tengist innkomu þann tíma sem þú ert frá vinnu ( endurhæfingalífeyrir o.fl. ) því þú þarft mjög líklega að komast í veikindaleyfi. Þú átt líklegast inni veikindadaga sem nýtast vel í einmitt svona stöðu, og þá þarftu læknisvottorð frá trúnaðarlækni vinnustaðar þíns. Vinnuveitandi ætti að geta sagt þér hver hann er og gefa þér svar um fjölda veikindadaga sem þú átt inni. En fyrsta skrefið er að leggja þín mál í hendur heimilislæknisins og hann/hún leiðir þig áfram. Í kulnunar ástandi sér maður ekki framfyrir sig og það besta sem hægt er að gera fyrir sjálfa sig er að " gefast upp " og treysta á fagfólk. Gangi þér vel.

valllander | 22. feb. '20, kl: 09:43:25 | Svara | Er.is | 0

Sæl Ásta Ég heiti Valdimar og er frá Akureyri, er nýlega greindur með afar sjaldgæfan sjúkdóm og er 100% öryrki. Ég labba mjög oft um hverfið og sakna þess mjög að hafa einhvern að tala við. Þér er velkomið að hafa samband við mig. Kær kveðja Valdimar Antonsson Karfavogi 52 104 Reykjavík S.862 2055

túss | 22. feb. '20, kl: 09:58:40 | Svara | Er.is | 0

Úff erfitt að líða svona í vinnunni. Mitt ráð er að fyrst þú færð ekki annað starf að prófa að skipta um. Kenna í öðrum skóla og þá ekki sama aldri eða annað skólastig. Ef þú kæmist í vinnu t.d. Á góðum leikskóla er um að gera að prófa. Erfiðast er að taka skrefið

Mallla | 22. feb. '20, kl: 15:31:59 | Svara | Er.is | 0

Fáðu tíma hjá heimilislækni, fáðu veikindavottorð og sæktu endilega um í Virk.

Knús til þín.

Fyrirsögn Nafn Dagur Uppfært
Parketleggja 70 fm Norðlenska mærin 18.3.2024
Estrategias para mejorar tu fluidez conversacional con ChatGPT en español ErnestaHelga 18.3.2024
There are benefits to using a biweekly timesheet calculator pixehaw958 18.3.2024
Rauða serían djabbar 10.6.2014 17.3.2024 | 23:45
Vindmyllu framtíð íslands Zjonni71 5.3.2024 17.3.2024 | 23:24
Gifurleg fjölgun erlendra afrotamanna í glæpum hérlendis ! _Svartbakur 18.6.2023 17.3.2024 | 21:12
Klósett tennisolnbogi 30.7.2014 17.3.2024 | 11:21
Harmlrkur á Suðurnesjum selur hús ofan af öryrkja fyri brot af verðmæti. _Svartbakur 28.6.2023 17.3.2024 | 10:54
Veit einhver - twentyfiveyears 1.3.2024 16.3.2024 | 14:36
Rafskútur flytja álíka marga farþega og Strætó en menga sennilega 1 þúsundasta á við Strætót jaðraka 16.6.2023 16.3.2024 | 12:12
Kjop.is inanna 13.6.2023 16.3.2024 | 10:56
Lagið í Nova auglýsingunni... Alison 14.3.2012 15.3.2024 | 22:41
Nýr forseti Íslands ? Hver verður hann eða hún ? jaðraka 14.3.2024 14.3.2024 | 19:56
Hvar finn ég Fljótandi Lesitín eða duft? Brekster 14.3.2024
Barnabækur alltafmamman 13.3.2024 14.3.2024 | 04:15
leit af vinnu :o) Emmapigen 7.11.2005 12.3.2024 | 15:01
Leigubílafyrirtæki Stefan F 27.2.2014 12.3.2024 | 13:06
Nýtt fjórflokka mynstur jaðraka 10.3.2024 11.3.2024 | 19:57
óska eftir stundirnar með gunna og felix á dvd Selströlm200 10.3.2024
Palestínumaður ekki með Íslenskt ríkisfang krefst þess að verða framlag Íslands í Erovision jaðraka 4.3.2024 10.3.2024 | 14:51
FRÍ EINKAþJÁlFUN! Gróðurinn 9.3.2024
Er ríkissjóður að borga flutninga flug og annað fyrir ættingja hælisleitenda til Íslands ? jaðraka 13.2.2024 9.3.2024 | 18:09
vélindakrampi heida4 21.11.2008 9.3.2024 | 14:04
jaðraka & _svartbakur JonThor1234 9.2.2024 8.3.2024 | 23:30
Wolt dvdrom 20.1.2024 8.3.2024 | 23:29
Leiguverð b82 5.2.2024 8.3.2024 | 23:21
LEITA AF SJÓNVARPSSERÍU marf 28.6.2023 7.3.2024 | 10:36
Facebook 12strengja 5.3.2024 7.3.2024 | 03:34
Putin verðu vart á lífi þessi jól. _Svartbakur 19.11.2022 6.3.2024 | 02:33
Hollur skyndibiti úr krónunni eða Bónus xflexx 27.2.2024 5.3.2024 | 21:19
Omeprazole isaac 4.3.2024
Abilify KuTTer 16.7.2010 4.3.2024 | 03:03
Vita konur hvad Femdom er. Bland1975 22.11.2020 3.3.2024 | 18:29
Kavenpenin olzo1951 2.3.2024
Palestinumenn í Gasa og Hamas er það ekki hið sama ? jaðraka 29.2.2024 29.2.2024 | 16:13
Háls- nef og eyrnalæknir Hilda á Hóli 28.2.2024
Snyrtistofa mjòdd Ròs 28.2.2024
Er haegt ad eyda Helloyou 28.2.2024
Prufa Helloyou 28.2.2024
Virkar skráning á hugi.is? Dögun Ermine 27.2.2024
Sjónin komaso 28.10.2008 27.2.2024 | 19:52
Pappakassar fyrir flutninga marulla 27.2.2024
Brunasár Catalyst 27.10.2011 27.2.2024 | 12:05
Skyldmenni böbblí 20.1.2005 27.2.2024 | 04:43
helsta verslun fyrir verkfæri í USA Felgulykill 30.12.2010 26.2.2024 | 09:38
Herinn !? officerdick 20.9.2010 24.2.2024 | 20:45
The main source of entertainment! Annarose1 23.2.2024 24.2.2024 | 18:16
The Desert Flower Tipzy 5.4.2010 23.2.2024 | 10:33
Hvaða skemmtistaða saknið þið? (0-99 ára) Golda Meir 13.8.2006 22.2.2024 | 17:14
Hvar get ég fengið frítt fiskinet? Isabella2690 13.2.2024 21.2.2024 | 03:28
Síða 1 af 45812 síðum
 

Umræðustjórar: tinnzy123, Kristler, Bland.is, annarut123, Paul O'Brien, Guddie, Hr Tölva, paulobrien