Kvartanir út af börnum??

GRIKKLAND | 28. jan. '11, kl: 20:23:23 | 4839 | Svara | Er.is | 11

Þið sem eigið 2 börn eða fleiri og búið með fólk fyrir neðan ykkur.
Fáið þið kvartanir um að börnin séu að leika sér á dagin og of mikil læti?
Við erum með einn 3 ára og einn 5 ára,það er hljóðbært á milli greinilega og fólkið fyrir neðan kvartar stöðugt.
Svo ég setti teppi inni í herbergið þeirra 2 falt og held þeim inni í stofu um helgar til kl 9 á morgnana til að ónáða ekki. Bara til að koma til móts. Við leyfum þeim að leggja í eitt af okkar stæði og við höfum reynt allt.
Nú kom upp bruni hjá okkur í síðustu viku og við þurftum að senda allt í hreinsun þar á meðal teppi. Við báðum þau að hafa þolinmæði út af þessu þangað til teppin kæmu.
En nei þau banka í loftið með kúst ef strákarnir leika,,,er að tala um kl td í dag kl 3 og kl 20.En í staðin fyrir að koma upp hríngja þau í mannin minn í vinnuna og kvarta.
Reglur Hér eru hljóð frá 7-15 og svo 17,30 til 23 .
ég hef samt tekið tillit til þeirra að hafa hljóð til 9 um helgar og þeir engin læti eftir 9 á kvöldin.
Er þetta ekki alveg fáránlegt af þeirra hálfu?

 

AldaK | 28. jan. '11, kl: 20:26:05 | Svara | Er.is | 14

bíddu,hljóð til kl.3 á daginn og eftir 5:30 á daginn??? ertu ekki að grínast??

Kveðja,

Alda.

GRIKKLAND | 28. jan. '11, kl: 21:03:29 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Fyrirgefið smá vitleysa hér á að vera hljótt frá 15-17,30 og svo frá 23 á kvöldin til 7 á morgnana

Charmed | 28. jan. '11, kl: 21:04:53 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Af hverju frá 15-17:30?

"Arguing with a fool proves there are two." - Doris M. Smith

GRIKKLAND | 28. jan. '11, kl: 21:09:38 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Bý í Grikklandi og hér er svefntími á þessum tíma.

Skalotta | 28. jan. '11, kl: 20:26:24 | Svara | Er.is | 24

Mér finnst þetta alveg fáranlegt af þeirra hálfu. Eðlilegur umgangur barna í fjölbýlishúsi er bara hluti af lífinu.

Emmesss | 28. jan. '11, kl: 20:28:02 | Svara | Er.is | 13

Ég mundi gefa skít í þau, að kvarta yfir því að börnin séu að leika sér er hreinlega bara fáránlegt, vilja þau að þú hafir þau í læstum búrum eða !!

Svona nöldurseggir kunna sér engin mörk !!

Emmesss | 28. jan. '11, kl: 20:28:03 | Svara | Er.is | 3

Ég mundi gefa skít í þau, að kvarta yfir því að börnin séu að leika sér er hreinlega bara fáránlegt, vilja þau að þú hafir þau í læstum búrum eða !!

Svona nöldurseggir kunna sér engin mörk !!

kruttbaunin | 28. jan. '11, kl: 20:28:31 | Svara | Er.is | 1

finnst þetta fáránlegt jú að kvarta yfir þessu um hábjartan dag.

En á að vera hljóð allan sólarhringinn þarna nema á nóttunni og einn og hálfan tíma á daginn? Hvar býrð þú,og eru börn almennt með hljóðkúta þarna?

Halakartan | 28. jan. '11, kl: 20:28:45 | Svara | Er.is | 1

Mér finnst það.

Þetta eru börn og börn leika sér. Ef þú ert að koma til móts við þau skil ég ekki afhverju þau ættu að kvarta yfir þeim. Fáránlegt bara.

Hefuru prófað að ræða við þau um þetta?

„Ég skil ekki hvernig það sé skárra að setja horklessuna út í andrúmsloftið þar sem hún þornar og það fara að svífa úr henni bakteríur en að draga vibbann lengra upp í nef þaðan sem hún kom.“
-Abbalabbalú

xarax | 28. jan. '11, kl: 20:30:18 | Svara | Er.is | 8

Gefðu skít í þetta, þau geta bara flutt undir stein ef þau þola ekki umgang.

Tveggja gullmola mamma:)
15.05.09-01.03.11

Tipzy | 28. jan. '11, kl: 20:31:40 | Svara | Er.is | 20

Algjörlega fáránlegt og bölvuð frekja og það er komið tími til að þið setjið fótinn niður. Og þvílíki dónaskapurinn að vera ónáða fólk í vinnunni. Sumt fólk það bara hreinlega hlustar eftir hljóðum til að geta kvartað. Hef átt þannig nágranna, alltaf með kústinn í loftinu út af minnsta. Eitt skiptið sat dóttir myken á gólfinu (sem btw var teppalagt) með dúkku og kerru og lék sér mjög rólega alein þarna, heyrðist varla píp í henni. Og þau byrjuðu með kústinn.

Pabbi missti þolinmæðina þegar við vorum með gesti eftir fermingarveisluna hans bróðir míns, nokkrar hræður á miðjum degi að drekka kaffi og spjalla. Pabbi rauk niður og hellt isér yfir manninn svoleiðis að það heyrðist alla leið upp. Það var lítið um bank eftir það. Sumt fólk á bara að eiga heima í sveit langt frá öllu öðru fólk það er bara málið.

...................................................................

GRIKKLAND | 28. jan. '11, kl: 21:08:55 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

já Erum búin að gera það.
En fólkið hér og á 1 hæð seldu einmitt út af þeim fréttum við núna.
Ekki gaman að fá eld í íbúðina og fórum sérstaklega til þeirra að biðja þau um þolinmæði svo þeir gæru leikið sér á þess að hafa teppi á gólfi í viku á meðan teppin eru í hreinsun.
Skal bara henda inn myndum af brunanum
http://www.facebook.com/photo.php?fbid=492269055871&set=a.492269010871.273583.593775871#!/album.php?aid=273583&id=593775871

Unbeliever | 29. jan. '11, kl: 14:16:49 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Plús á pabba þinn. Hrikalega getur fólk verið leiðinlegt.

snsl
GRIKKLAND | 28. jan. '11, kl: 21:11:59 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

Þeir eru bara að leika og ef eitt dót dettur í gólfið er bankað með kúst.
Þeir mega ekki hlaupa eða leika með bíla á gólfi.
Ætti svona fólk ekki að búa í einbýli þá eða efstu hæð?

snsl | 29. jan. '11, kl: 00:05:07 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Jú, það finnst mér.
En svo hefur fólk mismunandi skilgreiningar á 'leika'. Kannski er meiri agi á grískum börnum? (meina ekkert með þessu, er bara að spyrja)

Ladina | 28. jan. '11, kl: 20:56:04 | Svara | Er.is | 5

Þetta er biluð frekja.. :/ í þeim

- - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - -
Vantar þig barmmerki :) .. ég skal búa til fullt handa þér :)
________________________________________________________

Emma2011
kátur | 28. jan. '11, kl: 21:04:25 | Svara | Er.is | 3

Ég leigði íbúð í Hafnarfirði núna um jólin þegar við komum heim til Íslands og það var eins og það væri íþróttasalur fyrir ofan okkur ef börnin voru heima.

Ég fór einu sinni upp til þess að athuga hvað væri í gangi og sá þá að þau voru með flísar á gólfinu. Þannig að það var ekki nema von að loftið hristist hjá okkur. Mér finnst það með ólíkindum að fólk sem býr í fjölbýli skuli hafa flísar á gólfunum.

Life is a bitch....get used to it !

GRIKKLAND | 28. jan. '11, kl: 21:13:44 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Það eru allir með flísar hér á gólfum. En við settum 2 falt teppi á þeirra en það er í hreinsun út af bruna í síðustu viku.

desjun | 29. jan. '11, kl: 21:30:27 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ef það heyrðist mikið niður þá getur verið að fólkið hafi ekki sett dúka undir flísarnar eins og reglur kveða á um. Það er drulludýrt að kaupa þessa dúka og sumir sleppa því, reglurnar segja ef þú ert á 2. hæð eða ofar í fjölbýli verður að vera með þessa dúka.

Við erum í fjölbýli á 1. hæð og erum með þynnri dúk, bara uppá einangrunina. En fólkið fyrir ofan okkur setti ekki gólfefni strax og það voru þvílík læti en það heyrist varla umgangur núna.

GRIKKLAND | 28. jan. '11, kl: 21:27:27 | Svara | Er.is | 4

Ok svo þið skiljið betur hvernig fólk þetta er.
Þegar yngsti var ný fæddur og komin heim grét hann í um 30min 1 tíma.
Eitthvað í maganum hans. Þá var líka bankað á fullu með kúst í loftið.
Ég sagði kallinum áðan að fara og bjóða þeim að borga okkur út á auka verði hehe.

Jólasveinninn minn | 28. jan. '11, kl: 21:31:13 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 15

Djís. Fólkið fyrir ofan mig á ungbarn sem grætur á hverjum degi, en glætan að ég færi að banka í loftið út af því.

Hvað eiga þau að gera, kæfa barnið?

no kidding | 28. jan. '11, kl: 23:34:40 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Sorglegt pakk

lofthæna | 29. jan. '11, kl: 13:31:59 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 6

Hvers vegna í ósköpunum fá þau ennþá að nota bílastæðið ykkar? Held að ég myndi "óvart" fylla það af grjóti einn daginn.

GRIKKLAND | 29. jan. '11, kl: 14:12:51 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 5

ÉG er ekki eins og þau. Ég tek tilit til þeirra eins og ég mögulega get.
Td með laugardaga og sunnudaga leyfi ég strákunum ekki að leika inni til kl 9-10 á morgnana þótt lögin segja 7 .
En ég er alveg að gefast uppá að taka tilit til þeirra því þau virðast gefa skít í það og heimta meira og meira.

Nói22 | 29. jan. '11, kl: 14:19:04 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Mér finnst það nú bara eðlileg tillitssemi að láta börnin ekki vera með hávaða fyrir kl. 9 á morgnana um helgar. Það getur verið að lögin segi annað, en eðlileg tillitssemi á milli nágranna finnst mér skipta meira máli.

lofthæna | 29. jan. '11, kl: 14:20:52 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Það er eðlileg tillitssemi á Íslandi miðað við okkar venjur. En þar sem við leggjum okkur ekki á milli 15.00-17.30 telst það líklega seint á þeirra mælikvarða.

Nói22 | 29. jan. '11, kl: 14:23:16 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Nú af hverju er það seint? Þau leggja sig á daginn og fara því seinna að sofa út af því ekki satt? Margir t.d á Spáni byrja ekki að borða fyrr en seint og síðarmeir á kvöldin. Og fara svo seint að sofa. Þá ætti það að vera snemmt fyrir þau að vera vakin snemma um morguninn t.d fyrir kl. 9 um helgar.

lofthæna | 29. jan. '11, kl: 14:27:21 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

Ég hef ekki búið í Grikklandi en eitthvað hlýtur að vera miðað við. Hef búið í S-Ameríku og þar fór fólk snemma á fætur alla daga til að nýta morguninn áður en það varð mjög heitt og vinnu/skóladagurinn byrjaði almennt kl 6.30-7.00 af sömu ástæðu.

Varla eiga barnafjölskyldur að vera kyrrar og hljóðar frá morgni til kvölds vegna þess að nágrannarnir eru náttuglur? Ef það er virkilega ætlast til að það sé hljótt yfir miðjan daginn verður væntanlega að finna tíma þar sem má heyrast í fólki.

Nói22 | 29. jan. '11, kl: 14:30:27 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Er fólk náttuglur ef því finnst óþægilegt að vera vakið fyrir kl. 9 um morguninn um helgar?

Og hver var að banna fólki að láta eitthvað heyrast í sér? Var ekki verið að tala um hávaða? Og eins og ég segi, það sem einum finnst vera eðlilegur leikur barna finnst öðrum vera hávaði. Og það verður að finna einhvern milliveg þar sem allir eru ánægðir. Mér finnst ekki hægt að segja bara "þetta eru börn og ef ykkur finnst vera hávaði í þeim að þá er það ykkar vandamál og þið eru bara frekjur fyrir að kvarta."

lofthæna | 29. jan. '11, kl: 14:39:17 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Nei, það voru ekki mín orð. Ég vakna sjálf aldrei snemma á morgnana nema ég þurfi þess sérstaklega. En ef það er ætlast til þess að það sé hljótt um miðjan dag og á kvöldin og það er virt þá er varla hægt að ætlast til að það sé líka hljótt á morgnana þrátt fyrir að "GRIKKLAND" segist halda börnunum hljóðum til kl 9.

Og auðvitað þarf að taka tillit til allra íbúa en það hlýtur þá líka að gilda um þá sem þurfa að taka tillit til þess að meira heyrist í börnunum þegar teppið er í hreinsun eða þegar nýfætt barn er á heimilinu ef ástandið er þolanlegt þess á milli.

Og það eru ekki bara börn sem eru hljóðmengandi í fjölbýlum.

Annars bý ég þannig að það er hvorki vandamál með okkar nágranna né erum við vandamál hjá þeim svo ég kannski sé þetta öðruvísi en þú ef þú ert í annarri stöðu.

Nói22 | 29. jan. '11, kl: 14:47:23 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Nú hvað er að því að hafa bæði hljótt á "hvíldartíma", á nóttunni og snemma á morgnanna um helgar? Af hverju er það annað hvort eða? Sé bara ekkert að því að fólk sé hljótt á öllum þessum tímum.

Og eins og ég sagði áður, þessi saga um nýfædda barnið, það vantar inn í hana. Ef þau hafa bara kvartað einu sinni yfir grátnum þá finnst mér það bara ekkert mál. Barnið hefur augljóslega grátið oftar en í þetta eina skipti og ef þau hafa ekki kvartað þá, þá hafa þau augljóslega tekið tillit til nýfædda barnsins.

Og varðandi hávaðann þegar teppið var ekki á gólfinu, það fer allt eftir því hvernig börnin hafa leikið. Hlupu þau og hoppuðu á gólfinu þá vikuna? Hvað vitum við, kannski heyrðist einfaldlega ofsalegur hávaði þessa vikuna niður í íbúðinni fyrir neðan. Sérstaklega fyrst það voru flísar á gólfi GRIKKLANDS. Þá heyrist rosalega á milli.

lofthæna | 29. jan. '11, kl: 14:55:34 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já, þar sem ég var ekki á svæðinu get ég ekki svarað öllu.

Ef þetta er viðvarandi vandamál í Grikklandi þar sem allir eru (að sögn) með flísar á gólfum er kannski kominn tími á að finna nýtt gólfefni. Og breyta reglum um hvíldartíma líka í leiðinni.

Og satt best að segja nenni ég ekki að tala um þetta lengur ;)

Nói22 | 29. jan. '11, kl: 14:58:13 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hættu þá að svara. Einfalt mál.

GRIKKLAND | 29. jan. '11, kl: 15:05:40 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ekki þau bara hún. Enda varð kallin hennar ekki glaður að heyra það.
Þetta er ekki einu sinni heldur alltaf og ekki bara við okkur heldur alla.
Þau þykjast eiga bygginguna afþví pabbi hennar heitin bygði hana fyrir 17 árum.
Það þolir þau engin hér en við höfum reynt að gera gott en það er ekki nógu gott. Og engin hér í bygginguni.
Við erum einu sem höfum reynt og haldið áfram hinir eru allir búnir að gefa skít í þau.

GRIKKLAND | 29. jan. '11, kl: 14:34:00 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Ég er ekki að tala um hávaða heldur er ekkert leyft að leika með dót eða neitt.
Þau leyfa sér að hafa matarboð á hvíldartíma og músik og hávaði ekki kvörtum við.
Og við reynum okkar besta að taka tilit til þeirra,,,ekki getum við bundið strákana niður 24 tíma til að það heyrist ekki í þeim.
A virkum dögum eru þeir á leikskóla frá 9-14 og sofa frá 15-18.
Svo fer ég með þá út frá 19-20 eða 21 og svo fara þeir að sofa.
Um helgar vakna um 8-8,30 og ég fer með þá í stofuna að horfa á barna tíma til 9-10 svo út til um 11-12.komum heim og þeir fá að sjálfsögðu að leika sér til kl 15 og svo sofa þeir til kl 18.
Svo er farið með þá út til um 21 og svo ró.
Svo þetta er spurning um smá leik og gaman nokkra tíma á eðlilegum tíma.

Nói22 | 29. jan. '11, kl: 14:42:24 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Já hvað er "leikur og gaman"? Í hverju felst það? Hlaupa þeir um? Öskra?

Eins og ég sagði áður, það sem einum finnst vera eðlilegur leikur barna finnst öðrum vera hávaði.

GRIKKLAND | 29. jan. '11, kl: 14:43:52 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Hefur þú aldrei verið á heimili með börn?

Nói22 | 29. jan. '11, kl: 14:49:16 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Jú og þess vegna veit ég að það er mjög misjafnt hvernig þau leika. Það er ekkert eins og það sé einhver einn standard um hversu mikið heyrist í börnum þegar þau leika.

Þess vegna spyr ég hvernig þín börn leika.

Mrsbrunette | 28. jan. '11, kl: 22:19:36 | Svara | Er.is | 8

Ef maður býr í fjölbýli þá verður maður að sætta sig við það að það heyrist frá íbúðunum í kringum sig, jújú maður getur alveg orðið pirraður en við höfum ekki rétt á að kvarta yfir að fólk er að umgangast sitt heimili eins, börn leika sér, börn gráta, börn hlaupa, þetta fylgir og ef þau geta ekki sætt sig við þetta þá annað hvort verða þau að passa sig að eiga heima á efstu hæðinni eða búa í einbýli.

Myndi ekki reyna að þagga niður í börnunum mínum á daginn þegar þau meiga leika sér, annað með hvíldartímann,þá minna þau á að núna sé hvíldartími og þá passa bara að þau séu að gera eitthvað rólegt þannig að það trufli ekki.

Nói22
Walter | 29. jan. '11, kl: 13:41:04 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

Mig minnir að maðurinn hennar sé grískur og að börnin hafi búið í Grikklandi alla sína ævi. Þau ættu því að vera álíka öguð og önnur grísk börn.

________________________________________________________________
Frú Walter móðursystir

*Kolkumagzhuggywaltgolsskottforlifegrjonjúbbspain*

GRIKKLAND | 29. jan. '11, kl: 14:18:12 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

Rétt hjá þér.Og hjá öðrum yrði sko ekki haft börnin í stofunni til 9-10 á morgnana um helgar til að taka tilit til annara á neðri hæð.

lofthæna | 29. jan. '11, kl: 13:41:35 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 4

Sama hversu öguð börn eru þá geta grísk ungabörn örugglega grátið nýfædd. Jafnvel þótt reynt sé að hugga þau.

Nói22
lofthæna | 29. jan. '11, kl: 13:51:35 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Hún talaði um að þau hefðu bankað strax upp þegar nýfædda barnið hafði grátið í 30-60 mín.

Og auðvitað eru sumar fjölskyldur háværari en aðrar. Börnin á efri hæðinni í minni fyrstu íbúð voru með svo mikil læti fyrstu helgina sem ég gisti þar að loftljósið í eldhúsinu hjá mér datt á gólfið og brotnaði.

En ef það er ekki hægt að taka tillit til aðstæðna (nýfætt barn, viðgerðir eftir heimilisbruna) þá er eitthvað mikið að á neðri hæðinni líka.

Nói22
lofthæna | 29. jan. '11, kl: 14:11:03 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 5

Það þarf nú ekkert að vera að barn gráti stanslaust þegar það tekur tennur þó það hafi tekið rokur nýfætt. Stelpan mín tók mjög erfið grenjukvöld hvert á fætur öðru og ég fór upp til minna nágranna og baðst afsökunar á þessu og þau máttu ekki heyra á það minnst. Það getur bara fylgt hljóðtruflun með ungabörnum og ef maður hefur ekki áhyggjur af því að barninu sé ekki sinnt (eða ef um eitthvað annað óeðlilegt er að ræða) er í rauninni lítið sem nágranninn getur sagt við því.

Auðvitað er þetta alltaf mismunandi, fer bæði eftir fókinu uppi og niðri og ekkert sem við getum dæmt um það.

Veit þó mjög vel að ef ég ætti nágranna sem væru stanslaust bankandi með kústum myndi ég ekki lána þeim bílastæðið. Ef ég ætti nágranna sem væru með stanslausan hávaða og virtu óskir mínar einskis myndi ég heldur ekki biðja um bílastæðið þeirra að láni.

Nói22
lofthæna | 29. jan. '11, kl: 14:17:13 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég veit það ekki, ég var ekki á staðnum.

GRIKKLAND | 29. jan. '11, kl: 14:21:42 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Barnið fékk í magan og það var bankað méð kúst og áður líka.
Það varð allt brjálað hér og þau fengu að heyra það enda allir komnir með nóg af þeim hér.
Þau áttu hund sem var laus og hann hljóp á eftir gamalli konu og gelti úti og hún hljóp og datt og þau stóðu á svölunum og hlógu voða gaman.

GRIKKLAND | 29. jan. '11, kl: 14:16:04 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Við þurftum að flytja út í viku.Engin óeðlileg læti eða neitt svoleiðis.
Þau hafa alltaf verið svona og mikil rifrildi út af þeim í húsinu.
Þetta eru 5 íbúðir á sérhæð og engin þolir þau.
En við höfum reynt að vera vingjarnleg og taka tilit til þeirra.

Nói22
GRIKKLAND | 29. jan. '11, kl: 14:40:33 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

Þau voru það ekki.
Lestu allt. Við fluttum aftur inn eftir brunan og það þurfti að setja öll teppi í hreinsun.Her eru allir með flísar á gólfum en við þekjum þeirra herb með teppum til að það heyrist ekkert niður,,,tilit til þeirra,,, sem er sjálfsagt.
Þau sáu brunan og voru hér enda allir hræddir í bygginguni.
Við báðum þau þegar við fluttum inn aftur að vera þolinmóð í viku þangað til við fengum teppin aftur.
Er ekki svoleiðis að allir geri sitt besta?
En ég er orðin leið á að gera og gera og þau skíta og skíta á alla.

bogi | 29. jan. '11, kl: 14:19:44 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 4

Og hvað með það? Þú hefur engan rétt sem nágranni að kvarta yfir nýfæddu barni!

Nói22
GRIKKLAND | 29. jan. '11, kl: 14:43:01 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Þau eru alltaf kvartandi ekki bara yfir okkur líka á fólkið fyrir neðan þau og ekki eiga þau börn.

Basli | 29. jan. '11, kl: 00:01:54 | Svara | Er.is | 5

Sem íbúi á neðri hæð í blokk verð ég bara að svara.

Fyrir ofan okkur býr 4 manna fjölskylda sem gerir ekki annað en að spila Skoppu og Skrítlu á hæðsta klukkan 8 á morgnanna um helgar, ég veit ekki hvað dæturnar (8 og 10 ára) gera þarna uppi en miðað við lætin er ekki heilt húsgagn á svæðinu. Ofan á það öskra foreldrarnir svakalega svo svakalega á dæturnar að þetta breytist í "hver getur haft meiri læti" rifrildi.

Ég kem úr stórum systkinna hóp, er elst og var oft látin passa en aldrei man ég eftir svona látum í þeim.

Ég hef samt sem áður kvartað við þau tvisvar. Í fyrra skiptið var það þegar ég var með mígreniskast og þá sendi ég manninn upp. Í seinna skiptið var það þegar dóttir mín hafði ekki sofið alla nóttina vegna veikinda og var rétt að sofna þegar stelpurnar vöknuðu klukkan 6 um morguninn og tóku að syngja um Klóa kattaskræk.

Mér finnst að nágrannarnir verði að gera sér grein fyrir því að börn eru misjöfn, sum eru með læti önnur vilja frekar lesa og dunda sér. Þetta fylgir því að búa í blokk og ef þetta hentar þeim ekki verða þau að finna sér einbýli eða raðhús.

snsl | 29. jan. '11, kl: 00:10:11 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 5

Samt óþarfi að valta yfir rólega fólkið alltaf.
Dóttir mín hefur búið meirihluta ævi sinnar í kjallaraíbúð og því engir nágrannar fyrir neðan en það hefur aldrei verið í boði fyrir hana að þramma, drippla bolta oþh.
Hvað þá að hún fengi að gala einhver lög klukkan 6 um morgunn.

zooom | 29. jan. '11, kl: 14:40:06 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

Í rauninni ætti ekkert barn að venjast því að fá að dripla bolta inni, boltaleikir eru útileikir.

lofthæna | 29. jan. '11, kl: 14:42:21 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Ha ha, þú hljómar eins og ég við börnin. "Nei, boltar eru ÚTI-dót!"

GRIKKLAND | 29. jan. '11, kl: 14:45:32 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Þeir fá ekki að leika með bolta inni mínir það er bara gert úti

lofthæna | 29. jan. '11, kl: 14:46:29 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Sama hér. Reyndar er ég á jarðhæð en það truflar mig bara. Þoli ekki skoppandi drasl í íbúðinni minni.

zooom | 29. jan. '11, kl: 14:54:51 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Flestir sem ég þekki banna börnum sínum að leika með bolta inni, m.a.s. þeir sem eru í sérbýli og þurfa ekki að pæla í nágrönnum. Þetta eru skaðræðistól, eiga mjög auðvelt með að stórskaða innbúið.

zooom | 29. jan. '11, kl: 14:39:06 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Veistu, þó að börnum fylgi yfirleitt einhver óhljóð þá er alveg hægt að ala þau almennilega upp (flest a.m.k.) og láta þau taka tillit til nágrannanna. Ég yrði brjáluð á því að þurfa að búa við aðstæður eins og þú lýsir, ég er alveg tilbúin að líta framhjá ýmsu en ég væri búin að hella mér yfir þessa dónalegu nágranna þína.

Gladis | 29. jan. '11, kl: 00:24:56 | Svara | Er.is | 0

Hristi hausinn yfir þessu þegar ég las yfir þetta innlegg þitt, en hætti því þegar ég las að þú átt heima í Grikklandi.

Skil samt alveg að þetta er alveg fáranlegt ástand. En víst lítið við þessu að gera. Ég var eitt sinn að flytja til húsgögn eitt kvöldið í S-Evrópu landi, nágrannarnir fyrir neðan komu upp og skeggræddu þessi mál. Eftir nokkra mánuði voru komnir filtertappar undir eldhússtólana vegna "óbærilegs hávaða" og helst máttum við ekki vökva blómið í eldhúsglugganum, því það rigndi inn um eldhúsgluggann hjá þeim (sem gerði alls ekki!!!, blóm í lokuðum potti!)

Tilfinningagáttinn hjá þessu fólki eru svo miklu opnari en hjá okkur Íslendingunum, við bölvum í hljóði meðan þau bölva framan í viðkomandi.

SelenaG | 29. jan. '11, kl: 13:40:31 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

úfffff Ég er byrjuð að vorkenna mínum nágrönnum :) Er með 3 börn og það eru sko læti í þeim og fullt af vinkonum í heimsókn allan daginn,tala nú ekki um kvöldin þá getur komið mótmælaköst hjá yngstu skottunni sem er með einhverfu og adhd

SelenaG | 29. jan. '11, kl: 13:41:07 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

og allir hoppandi og skoppandi í wii allan daginn :)

lofthæna | 29. jan. '11, kl: 13:44:32 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Í þínum sporum myndi ég nú spjalla við nágrannana og athuga hversu mikið þetta truflar. Ef þetta eru mikil læti allan daginn að þínu mati og líka aukabörn í heimsókn alla daga er þetta örugglega talsvert yfir því sem myndi teljast venjulegur umgangur.

SelenaG | 29. jan. '11, kl: 14:13:27 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

ég reyni að hafa hljótt eftir klukkan 10 svo hávaði yfir daginn truflar mig ekki neitt :)

lofthæna | 29. jan. '11, kl: 14:15:20 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Af hverju vorkennir þú þá nágrönnum þínum?

lofthæna | 29. jan. '11, kl: 14:18:21 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Og ég tek fram að ég er ekki á mínustakkanum ;)

loette | 29. jan. '11, kl: 14:51:44 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

""Ef þetta eru mikil læti allan daginn að þínu mati og líka aukabörn í heimsókn alla daga er þetta örugglega talsvert yfir því sem myndi teljast venjulegur umgangur.""

Ertu að grínast eða?
mega krakkannir ekki hafa vini í heimsókn.. á daginn má nú alveg hafa "læti" eða já börn mega leika sér og hoppa og skoppi i wi.. wow hvað allir eru eitthvað serstakir.
Bara flytja i einbílíshús ef að þau þola þetta ekki ! Punktur.

Nói22
loette | 29. jan. '11, kl: 15:01:10 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

æ já wi er bara til skrauts.. var búin að gleima því .. sorry !

Nói22 | 29. jan. '11, kl: 15:05:41 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Og hvað? vegna þess að manneskja kaupir sér leikjatölvu að þá eiga nágrannar hennar að þurfa að þola hávaða?

Þannig að nágrannar mínir eiga að þurfa að þola hávaða frá græjunum mínum vegna þess að ég á þær og þær eiga jú "ekki að vera til skrauts"?

Haffí | 29. jan. '11, kl: 15:12:48 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

ótrúlegt en satt þá er líka til fólk sem þolir ekki að heyra óminn af græjunum þínum þínar þótt þær séu alveg á eðlilegum hljóðstyrk eða getur hugsað sér að taka tillit til þess að þú þurfir að sturta niður eftir kl 20 eða umber grátandi ungabörn án þess að láta í sér heyra í þvottahúsinu, á göngunum, með kústbanki í loftið o.s.frv.

Þegar maður flytur inn í fjölbýli verður maður einfaldlega að gera ráð fyrir því að þangað gæti flutt inn heyrnarskert manneskja sem vill samt fylgjast með kvöldfréttum, manneskja með börn, jafnvel manneskja með hund ef reglurnar eru þannig á grikklandi o.s.frv. Það að einhver sé síkvartandi þýðir ekki endilega að hann hafi rétt fyrir sér. Það gæti einfaldlega þýtt að sá hinn sami hafi lítið að gera og finnist gaman að kvarta og vilji frekjast í hlutum sem aðrir myndu ekki sjá ástæðu til að skipta sér af.

Haffí

Nói22 | 29. jan. '11, kl: 15:15:47 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þess vegna finnst mér ekki hægt að segja bara strax "fólkið á hæðinni fyrir neðan upphafsinnleggið eru hálfvitar". Við vitum ekki báðar hliðar. Fólkið á hæðinni fyrir neðan gæti verið hálfvitar sem kvarta undan öllu. En þau gætu líka verið ágætis fólk og börn GRIKKLANDS einfaldlega verið mjög hávær.

Haffí | 29. jan. '11, kl: 15:19:53 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Við höfum aldrei nema aðra hliðina. Konan hérna er að segja frá því að hún hafi teppalagt, boðið bílastæðið, börnin séu sett í hljóðbann á réttum tímum, nágrannarnir hafi kvartað yfir ungbarnagráti o.s.frv.

En þetta gæti auðvitað þess vegna verið lygi. Verður maður ekki bara að svara út frá þeim upplýsingum sem maður hefur.

Haffí

Nói22
GRIKKLAND | 29. jan. '11, kl: 21:01:21 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þau eru ágætis fólk ef allir í húsinu fara eftir þeirra reglum já.
En ég skil vel það sem þú ert að segja samt.
Ég er eina sem reyni að koma til móts við þau hér í húsinu allir aðrir búnir að gefast upp.
Það var verið að að taka niður brunarústir og þau kvörtuðu að við þyrfum að þrífa eftir hverja ferð því það var skítugt á ganginum.

zooom | 29. jan. '11, kl: 14:59:26 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Fólk á bara að flytja í einbýlishús ef það getur ekki sýnt þá sjálfsgöðu tillitssemi við nágranna að kenna börnunum að leika sér á eðlilegum hljóðstyrk.

lofthæna | 29. jan. '11, kl: 15:30:35 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Nei, ég er ekki að grínast. Ef þú lest yfir lýsingar Hot4U sem segir sjálf að hún vorkenni nágrönnum sínum þar sem hún sé með 3 börn + vini "alla daga" hoppandi og skoppandi í Wi "allan daginn" og svo hávaða á kvöldin af öðrum völdum þá get ég ekki sagt að það teljist sem venjulegur umgangur.

Ef manni finnst sjálfum mikil læti á eigin heimili þá er ekkert að því að ræða málin við nágrannana. Hún talar hins vegar ekki um kvartanir frá nágrönnum svo að hún hlýtur að eiga þolinmóða nágranna. Kannski býrð þú á neðri hæðinni, hver veit?

SelenaG | 2. feb. '11, kl: 12:05:08 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

ég á mjög þolimóða nágranna og hef aldrei fengið kvartanir :)

zooom | 29. jan. '11, kl: 14:41:44 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Börn þurfa ekki að vera með læti, það er ekki náttúrulögmál. Mér finnst þú hljóma eins og mjög tillitslaus nágranni.

kátur
Grjona | 29. jan. '11, kl: 13:38:34 | Svara | Er.is | 0

Frekjurnar!

♥♥♥♥♥♥♥♥Joðvillingur♥♥♥♥♥♥♥♥
Við erum ríkið, ríkið er við.
http://er.is/messageboard/messageboard.aspx?advid=13498192&advtype=52

„I hate football. It‘s primitive, dull, pathetic and cruel.“ Mikey H

Anteros | 29. jan. '11, kl: 13:47:05 | Svara | Er.is | 0

Kvartaðu undan hávaðanum við kústabankið.
En án gríns þá er viss hávaði eðlilegur að einhverju marki. En öllu má ofgera í báðar áttir. Þau þurfa að umbera eðlilegar hávaða sem kemur til að venjulegri umgengni, eða spá í hvort þau treysta sér til að búa þarna áfram.

Vinter | 29. jan. '11, kl: 14:28:29 | Svara | Er.is | 0

Æi er ekki fólk bara misjafnt, drengirnir sem búa fyrir ofan mig eru greinilega mjög fjörugir og það er liggur við stundum jarðskjálfti hérna inni í stofu hjá mér. Dytti ekki í hug að kvarta

GRIKKLAND | 29. jan. '11, kl: 14:50:37 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það er það sem ég segi. Það getur sko alveg verið fjör í þeim stundum en við gerum allt til að koma til móts. En við meigum ekkert .
En svo meiga þau allt sjálf og valta yfir alla hér,,,ekki bara okkur.
Strákarnir þeirra halda nú party og allt hækkað í botn þegar þau fara burt ekki kvörtum við.

Haffí | 29. jan. '11, kl: 14:58:02 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég myndi ekki nenna þessu. Hafið þið íhugað að flytja hreinlega? Það er auðvitað óþolandi að geta ekki leyft börnunum sínum að leika í eðlilegum innanhússgír á daginn eða verið með grátandi ungabarn án þess að vera á nálum yfir nágrönnunum.
Nágrannar geta haft alveg ótrúlega mikið um það að segja hvernig manni líður heima hjá sér.

Haffí

GRIKKLAND | 29. jan. '11, kl: 15:08:51 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já erum að ath það eins og hinar 3 íbúðirnar sem voru seldar af 5 þegar við keyptum einmitt út af þeim.

lantana | 29. jan. '11, kl: 15:42:09 | Svara | Er.is | 1

Ég kannast við þetta.
Fólkið sem býr fyrir neðan okkur kvartar stöðugt yfir hávaða í börnunum okkar.
Erum með tvær stúlkur, 18 mánaða og tæplega 4 ára.
Stelpurnar okkar eru vakandi og heima alla morgna frá kl 7:00-7:40, þá er yfirleitt alltaf ró, börnin bara að klæða sig og borða í rólegheitum.
Svo koma allir heim eftir langan dag, yfirleitt heim um 17 á daginn og þær eru vakandi til 20 á kvöldin. Á þessum tíma, milli 17:00 og 20:00 er sífellt kvartað.

Hér er bara "venjuleg" rútína og heimilishljóð á þeim tíma. Börnin fara inn í herbergi og leika sér, sú stutta hleyptur gjarnan og það er það sem fer svona ofboðslega í taugarnar á þeim. Við höfum reynt að stoppa það en það er bara ofboðslega erfitt að stoppa svona lítið barn af og láta það ganga rólega.
Milli 18:00 og 20:00 er barnaefni, kvöldmatur, bað og háttatími.

Þau nota kústinn alveg óhikað og núna síðast börðu þau svo fast upp í gólfið á barnaherberginu að hillurnar hristust allverulega. Við héldum að eitthvað hefði hrunið í gólfið en svo var ekki raunin.

Hún hefur komið 2x upp til okkar. Í annað skipti vorum við með matarboð frá kl 18:00-20:00 og tvö auka börn í heimsókn, þar af annað skríðandi!
Ég hélt hún væri að grínast.

Í hitt skiptið vildi hún bara minna á hvað heyrðist mikið niður.
Ég sagði henni mjög kurteisislega að ég gæti því miður ekki ólað börnin niður. Við værum að gera okkar besta og myndum halda því áfram en börn eru börn og þeim fylgja viss "læti".

Við erum sjaldan/aldrei með kveikt á tónlist hérna heima og sjónvarpið er mjög lítið notað þannig að ekki heyrist mikið niður vegna þess.
Aðakvörtunarefnið er því umgangshljóð í börnunum okkar fyrir kl 22:00 á kvöldin!

Nói22 | 29. jan. '11, kl: 15:49:15 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Kannski er mjög hljóðbært á milli hæðanna. Hús eru mismunandi þannig. Gætuð þið prófað að skipta um gólfefni, t.d fá ykkur teppi eða eitthvað slíkt? Reyna þannig að dempa hljóðin?

GRIKKLAND | 29. jan. '11, kl: 21:02:25 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Já ef þú borgar ekkert mál???

GRIKKLAND | 29. jan. '11, kl: 21:06:29 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

En svona án kaldhæðni. Þá erum við á gríns að búin að reyna allt.
Við leggjum til að safna í húsjóð og einángra betur milli gólfa.
Málið er að alveg sama hvað er gert þá er ekkert nógu gott.

bogi | 29. jan. '11, kl: 21:42:11 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Já það skíta allir peningum!
Venjulega leiðist fólki sem kvartar svona endalaust. Hljóðfærakennararnir mínir voru hrakktir úr sínu parhúsi eftir að nágranninn fór á eftirlaun! Samt var búið að hljóðeinangra bílskúrin sem stóð hinum megin við húsið (sem sagt ekki einu sinni tengt nágrannanum). Sumt fólk er bara fífl!

Srta Morales | 29. jan. '11, kl: 21:08:16 | Svara | Er.is | 2

Mig langar að banka uppá hjá öllum í húsinu mínu og faðma þá eftir að hafa lesið þessa umræðu.

GeorgJensen | 2. feb. '11, kl: 12:38:03 | Svara | Er.is | 0

Hvað tíðkast í Grikklandi..??

Þú ert að koma inn í þeirra menningu - ekki okkar að dæma

----------------------------------------------------------------------------
Sjúddírallirei

Tritill | 2. feb. '11, kl: 12:51:49 | Svara | Er.is | 0

Bilað fólk...Við eigum rétt að hanga okkur eins og við viljum allann daginn... Kannski ekkert eftir 10 á kvöldin til kannski 8 eða 10 (um helginar... Vá, maður... Sumir eru ekki í lagi

Fyrirsögn Nafn Dagur Uppfært
Pappakassar fyrir flutninga marulla 27.2.2024
Brunasár Catalyst 27.10.2011 27.2.2024 | 12:05
helsta verslun fyrir verkfæri í USA Felgulykill 30.12.2010 26.2.2024 | 09:38
Herinn !? officerdick 20.9.2010 24.2.2024 | 20:45
The main source of entertainment! Annarose1 23.2.2024 24.2.2024 | 18:16
The Desert Flower Tipzy 5.4.2010 23.2.2024 | 10:33
Hvaða skemmtistaða saknið þið? (0-99 ára) Golda Meir 13.8.2006 22.2.2024 | 17:14
Hvar get ég fengið frítt fiskinet? Isabella2690 13.2.2024 21.2.2024 | 03:28
Stofna rokkhljómsveit Lepre 13.2.2024 21.2.2024 | 03:26
Stuðlun og hljóðangreining austurland1 20.2.2024 21.2.2024 | 03:05
Dagvaktin og fangavaktin mikaelvidar 30.4.2023 20.2.2024 | 22:11
Kristrún Frostadóttir segir hælisleitendakerfi okkar og opin landamæri gangi ekki upp. jaðraka 18.2.2024 20.2.2024 | 16:57
Gefa sæði Danni95 18.2.2024 20.2.2024 | 14:15
Skattframtal DB.art 19.2.2024 20.2.2024 | 11:34
BERK þvottavél Flower 19.2.2024
Samfylkingin að bjóða Sjalfstæðisflokki uppí dans. jaðraka 19.2.2024 19.2.2024 | 14:51
Millinafn sem passar fyrir nafnið Gígja 200-kopavogur 18.1.2024 19.2.2024 | 13:40
Samfylkingin farin að sjá til Sólar ? jaðraka 15.2.2024 18.2.2024 | 18:27
Sniðganga vïfilfell panam 10.3.2011 18.2.2024 | 14:41
Does Bland Charge a fee to sell a car? natto3000 16.2.2024 17.2.2024 | 12:39
ókurteisi hjá afgreiðslufólki... rosa87 22.8.2008 15.2.2024 | 22:51
húfarew Thecandyman 15.2.2024
September bumbur og Október bumbur 2023 OlettStelpa11111 24.1.2023 15.2.2024 | 16:41
Leiga b82 13.2.2024 15.2.2024 | 14:09
Sala á bíl - skattur tur79 1.11.2014 15.2.2024 | 00:12
Finnska....Og Ruv.. kmarus21 13.2.2024
Getur einhver lagað parketið mitt TheMindPrisoner 13.2.2024
Bland.is - HAFIÐ SAMBAND! gullisnorra 26.11.2022 13.2.2024 | 00:40
Hverju er verið að mótmæla í Gaza og á Austurvelli ? jaðraka 4.2.2024 12.2.2024 | 14:09
Echo flower shawl lillakitty 27.9.2010 12.2.2024 | 11:37
Valentinusar kort - hjálp ekkibenda 12.2.2024 12.2.2024 | 10:42
Gallsteinar Belgingurinn 1.2.2024 12.2.2024 | 07:57
flytja ísskáp emina 15.9.2009 11.2.2024 | 22:46
Íslendingar virðast ekki skilja hvað er að spara og fresta kaupum á óþarfa. jaðraka 14.9.2023 11.2.2024 | 13:59
Sölutorg Bland.is Björn 7913 9.8.2023 11.2.2024 | 11:07
Barnaefni 1985-1990ish Pro kemon55 8.2.2024 10.2.2024 | 20:42
Innviðir - Innviða ráðherra hvað gerir hann fyrir okkur ? jaðraka 10.2.2024 10.2.2024 | 19:31
Adolf Hitler wannabe Hauksen 7.2.2024 9.2.2024 | 15:30
Nýr flugvöllur í Hvassahrauni - ? jaðraka 8.2.2024 8.2.2024 | 17:13
"Horfðu aftur" með Páli Óskari! Eeyore 22.4.2005 7.2.2024 | 23:54
Maður sem nauðgaði mér (Ég er KK) johnsg 29.1.2024 6.2.2024 | 22:18
Adhd sambönd Lady S 6.2.2024 6.2.2024 | 22:06
Eiga eignalausir að greiða í sjóð fyrir eignafólk t.d. vaxtabætur ? _Svartbakur 30.12.2023 6.2.2024 | 16:28
Mastersnám jak 3 5.2.2024
Perluprjón missmama 11.11.2009 5.2.2024 | 10:34
Járnsprey - verða tennurnar gular? Gunna stöng 4.2.2024 5.2.2024 | 04:18
Viðhorf fólks til kannabisneyslu - hvað finnst þér? Heiðlóan ♫♬♪ ♩ 18.9.2014 3.2.2024 | 16:46
Aumingjavæðingin heldur áfram. _Svartbakur 16.12.2023 3.2.2024 | 15:31
Kulnun janefox 22.10.2022 2.2.2024 | 21:13
Að gefa úr læðingi kraftinn í ChatGPT: Nýstárlegar vinnuaðferðir ElysiaElysia 19.1.2024 2.2.2024 | 20:50
Síða 3 af 47846 síðum
 

Umræðustjórar: tinnzy123, Kristler, Bland.is, annarut123, paulobrien, Hr Tölva, Paul O'Brien, Guddie