Kvíðalyf... hvaða lyf eru best við ofsakvíða !!

kvk68 | 25. ágú. '21, kl: 11:56:52 | 420 | Svara | Er.is | 0

Sæl verið þið ! Mig langar að forvitnast hjá ykkur hvaða lyf þið mælið með við ofsakvíða ! Ég er kona á miðjum aldri sem finnst alltaf kvíðann aukast ár frá ári og er á einhverjum glötuðum lyfjum við ofsakvíðanum. Ef einhver getur mælt með einhverju þá myndi ég þiggja PM. Kannski frekar viðkvæmt umræðuefni en ég er alveg að bilast og langar helst að hoppa í sjóinn í verstu köstunum !!!!

 

_Svartbakur | 25. ágú. '21, kl: 21:19:14 | Svara | Er.is | 0

Er ekki Sobril eitt af þekktum kvíðalyfjum ?

kvk68 | 27. ágú. '21, kl: 20:02:07 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég tók Sobril á tímabili við ofsakvíða en það er ótrúlega erfitt að fá það ávísað. M.a.s. heimilislæknirinn minn lætur mig frekar engjast í fósturstellingu upp í rúmi heldur en að fá á ferilskrána sína að ávísa neyðarlyf fyrir einstakling með ofsakvíða...!!! Ég öfunda þá sem hafa "hreina ferilskrá" andlega séð en ég fór t.d. í dag niður á bráðamóttöku geðdeildar á Hringbraut.
Móttökurnar voru ömurlegar..Fyrst að tala við óreyndan sálfræðing sem var greinilega ekki starfi sínu vaxinn. Síðan fyrir mig að segja bláókunnugum starfsmanni (þessum sálfræðingi) sögu mína á 15 mínútum... sem gat ekki endað öðruvísi en með því að mér leið verr eftir viðtalið en fyrir viðtalið !!!
Ég meina halló ! Ég var þarna niður á deild skjálfandi eftir margra daga ofsakvíðakast !

_Svartbakur | 28. ágú. '21, kl: 12:09:37 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Sobril er ávanabindandi.
Læknar hljóta að meta þetta eftir aðstæðum.
Það besta væri að þú gætir náð tökum á hugsunum þínum. Beina huganum að hinu jákvæða reyna að
beygja frá hinu illa eða hræðslu.
Það þarf æfingu til og sumir ná þessu fljótt en getur tekið tíma.
Hugurinn og heilinn er flókið líffæri.

amazona | 26. ágú. '21, kl: 00:10:27 | Svara | Er.is | 0


Kvíði og ofsakvíði er ekki það sama, kvíði kemur og fer, hann gengur yfir, ég ákvað alla vegana að leita mér hjálpar á Kvíðameðferðarstöðinni 2013
og sleppa lyfjunum, nota núvitund m. a. en þekki fólk sem að notar Rivotril með "ágætum" árangri, en þau sofa bæði helst til of mikið, of lengi

kvk68 | 27. ágú. '21, kl: 19:35:13 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Takk fyrir innleggið. Ég hef heyrt að svefnlyf annaðhvort stytti svefntíma eða lengi, en ef svefninn verður of langur þá gæti verið um kæfisvefn að ræða...

amazona | 27. ágú. '21, kl: 20:52:24 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Engin tenging við kæfisvefn í þessum tilfellum, bara of mikil lyfjanotkun

kaunas | 11. sep. '21, kl: 00:14:11 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

rivotril er viðbjóður ég var á þeim í 15 ár þetta eru hræðileg lyf og að hætta á þeim þá eru 96% líkur að það takist ekki eða drepist í ferlinu

sáblái | 26. ágú. '21, kl: 02:04:15 | Svara | Er.is | 0

Alprazolam(tafil/xanax), díazepam(stesolid/valíum), bromazepam(lexotan) og oxazepam(sobril) eru mikið notuð við kvíða en clonazepam( rivotril)meira notað við flogaveiki,nitrazepam (mogadon) við svefn erfiðleika.. þessi lyf ættu að vera notuð samhliða t.d Hugrænni atferlismeðferð og helst ekki lengur en 3 mánuði í senn.. læknar eru samt að skrifa þetta sem minnst og spá oft ekkert í andlega hluta meðferðarinnar og 3 manaða hámarkinu sem er notast við t.d í usa veikari benzolyf t.d stesolid og sobril er notað áratugum saman

amazona | 27. ágú. '21, kl: 20:51:11 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ok, nú hóf ég lyfjatæknanám 1974, þá var Mogadon nokkuð vinsælt, en mig rekur ekki minni til að neinn hafi beðið um það undanfarin ár, ég hef unnið á 3 heilsugæslum við að taka niður beiðnir fyrir gáttina, fólk er að fá immovan eða stilnoct í dag við svefnvanda

Katja | 14. sep. '21, kl: 19:58:11 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Öll þessi benzó lyf sem þú nefnir eru ekki æskileg þegar fólk er á hugrænni meðferð. Þessi lyf hafa áhrif á sömu viðtaka í heilanum og áfengi og því segir það sig sjálft að fólk sem er uppfullt af slæfandi benzólyfjum er ekki í standi til að tileinka sér það sem er verið að kenna í hugrænum meðferðum. Myndi allan daginn mæla með SSRI þunglyndisslyfjum samhliða hugrænni meðferð.

tobbi71 | 27. ágú. '21, kl: 20:03:26 | Svara | Er.is | 0

Kvíði er óþarfa hugarástand. Hugsa jákvætt, vera soldið klók. Hugurinn ber þig hálfa leið. Kvíða yfir hverju? Það er ekki loftsteinn að fara að lenda á þér. Mind control. Punktur, gáfur og engin lyf

KingofAsgard | 27. ágú. '21, kl: 22:43:34 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

Vá, Tobbi bara með svörin á hreinu. Núna getur fólk hætt að vera kvíðið.

Jesús. Ef þetta snerist bara um hugarfar væri kvíðaröskun ekki eins stórt vandamál og það er.

kvk68 | 10. sep. '21, kl: 15:58:42 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það er margt satt í því sem tobbi71 segir, en það er oft á tíðum ekki nóg að "hugsa" bara kvíðann í burtu. Í "gamla" daga voru ekki til lyf við kvíðaröskun svo fólk veslaðist þess vegna upp smám saman og varð oft að úrhrökum í þjóðfélaginu. Í dag eru breyttir tímar, ekki eins mikil skömm að líða illa andlega en þjóðfélagsbreytingar eru ekki fólki með kvíðaröskun í hag. Það er svo mikið lagt á fólk í dag, endalaust áreiti í gegnum samfélagsmiðla og að vera á mörgum stöðum í einu. Svo bætist við að ef þú getur ekki verið í vinnu og námi samhliða þá ertu nánast stimplaður aumingi ! Ef við eigum að yfirvinna þetta álag og stress sem orsakar kvíða eða kvíðaröskun í dag þá er baráttan bara rétt nýbyrjuð.

KingofAsgard | 10. sep. '21, kl: 16:26:20 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Í grunninn er alveg rétt að hugarfar þarf að vera rétt stillt en þú lagar ekki kvíðaröskun með því einu saman. Að halda því fram er mikil vanþekking á röskuninni.

kvk68 | 10. sep. '21, kl: 17:48:15 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Svo sammála þér KingoAsgard ! Það er mikill munur á kvíða, kvíðaröskun, almennri kvíðaröskun og streitu og andlega vanlíðan. Þarna erum við með a.m.k. 4 týpur af kvíða. Ég er búin að reyna að lesa mér til um þetta í þaula undanfarnar vikur sem þýðir að mín kvíðaröskun er búin að breytast í heilsukvíða .... :(

Eagleson | 4. sep. '21, kl: 20:24:01 | Svara | Er.is | 0

venlafaxine. þú verður sultuslök allan daginn.
byrjaðu bara ekki á of stórum skammti.

kvk68 | 10. sep. '21, kl: 16:00:11 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Takk fyrir innleggið Eagleson, góður punktur.

Gengar | 11. sep. '21, kl: 02:58:22 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Tek undir venlafaxine, það annaðhvort breytir öllu fyrir þig eða þú hatar það. Hefur reyndar áhrif á persónuleika sem er gott og slæmt. Fjölskyldan á erfitt með að sætta sig við það í mínu tilviki en mér líður miklu betur. Ekki gleyma að það er það sem skiptir höfuðmáli

Bragðlaukur | 7. sep. '21, kl: 18:06:15 | Svara | Er.is | 0

Ertu á normónalykkju, að taka einhverja hormóna eða slíkt?

kvk68 | 10. sep. '21, kl: 16:04:35 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Nei, ekkert svoleiðis, reyndar blóðþrýstingslyf, beta blokka þ.e.a.s., en ég á tímabili reyndi að minnka og síðan að hætta á því lyfi, en kvíðinn jókst þegar ég reyndi þetta. Fékk síðan útskýringu á að betablokkarar hægja á hjartslætti og geta þess vegna haft jákvæð áhrif andlega í kjölfarið.

_Svartbakur | 10. sep. '21, kl: 18:44:04 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Veit ekki hvað þú ert gömul en held að kvíð geti elst af fólki.
Ungt fólk setur ýmislegt fyrir sig sem kannski veldur kvíða sem síðan eldist af fólki.

AlanEmpire | 10. sep. '21, kl: 21:11:19 | Svara | Er.is | 1

Afhverju er svarið hjá íslenskum konum alltaf að dópa sig. Sorglegt.

kvk68 | 11. sep. '21, kl: 03:59:25 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Verð að vera ósammála þér AlanEmpire. Lyfjaneysla hefur lítið með kyn að gera, heldur samfélagið sjálft. Við hér á Íslandi lifum í harðbýlu landi, og kynin hafa tæklað erfiðleikana með mismunandi hætti. Karlmenn t.d eru líklegri til að tækla það með áfengi eða byrgja vanlíðanina svo vel að það endar oft með sjálfsvígi. Konur nota frekar lyf til að sefa vanlíðanina eða gera sjálfsvígstilraunir sem er oftast ákall á hjálp.

AlanEmpire | 14. sep. '21, kl: 19:42:40 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Að karlar fremji sjálfsmorð er líka mjög sorglegt. Ég hef lent í ýmsu en sé hvorki dóp né sjálfsmorð sem svar.

siRB02 | 11. sep. '21, kl: 18:55:36 | Svara | Er.is | 0

sobril fær minn þumal

Fyrirsögn Nafn Dagur Uppfært
Eyrnahreinsun..hvar ?? Lanke51 20.10.2021 23.10.2021 | 00:26
Bólusetning pæling VValsd 15.10.2021 22.10.2021 | 19:57
Deildu oliver002 22.10.2021
Er stjórnarsamstarfið að taka enda ? _Svartbakur 21.10.2021 22.10.2021 | 01:00
Breytilegir verðtryggðir vextir í kjölfar kórónaveirunnar? bb79 31.3.2020 21.10.2021 | 12:32
Ólafur Ragnar lýsir stöðunni vel _Svartbakur 17.10.2021 20.10.2021 | 22:44
Breytingar við Bústaðaveg Júlí 78 19.10.2021 20.10.2021 | 08:51
Bitcoin áin 16.10.2021 19.10.2021 | 14:08
Bakkar, breiðholtsskóli sokkur samuel 15.10.2021 18.10.2021 | 20:02
Stig í lánshæfisflokkum credit info Viðskiptavinur 17.10.2021 18.10.2021 | 19:06
My trendy phone.is HUGME 18.10.2021 18.10.2021 | 10:31
Vefsvæði Vinnumálastofnunar í ólagi? Garðsláttur 16.10.2021 18.10.2021 | 08:35
Góður Sálfræðingur Erna S 17.10.2021 18.10.2021 | 02:40
Árás á lýðræðið ? Kristland 17.10.2021 18.10.2021 | 01:22
Fáni friðarins ? Kristland 17.10.2021 17.10.2021 | 13:54
Það er komin helgi með Helga VValsd 16.10.2021 17.10.2021 | 04:16
en óendanleg orka Orkuskortur um allan heimsprettur uppúr jörðinni á Íslandi _Svartbakur 14.10.2021 16.10.2021 | 20:08
Gylfi Þór - rannsókn mögulega hætt á morgun, velkominn aftur í landsliðið væntanlega. Brannibull 14.10.2021 16.10.2021 | 19:34
Fréttir ganga niður tröppurnar VValsd 13.10.2021 16.10.2021 | 02:00
Kaufen Sie einen registrierten Führerschein online (https://fuhrerscheinss.com/), kaufen Sie ei nyahkuma 7.10.2021 16.10.2021 | 00:12
Ert þú með Cheerios glutenlaust VValsd 13.10.2021 15.10.2021 | 23:06
Kannast ekki allir við þetta Kimura 15.10.2021
Sundlaugaverðir VValsd 24.9.2021 15.10.2021 | 20:01
Húsfélag sláttur danek1 14.10.2021 15.10.2021 | 13:45
vantar uppskrift af skötusel kolmar 14.10.2021 15.10.2021 | 13:14
Brosandi mynd viðeigandi hér? VValsd 14.10.2021 14.10.2021 | 18:56
Skíthæll vikunnar? Hr85 12.10.2021 14.10.2021 | 01:39
Litla saklausa ísland ? Kristland 13.10.2021 13.10.2021 | 22:17
Afturbatapíka. Getur Strætó orðið afturbatapíka ? Með Afturbatapíku drauma ? _Svartbakur 13.10.2021
Matarkörfur hjá feitu fólki Hr85 13.5.2021 13.10.2021 | 13:06
Barn nær ekki að kúka lovelove2 10.10.2021 13.10.2021 | 12:19
Víðir með covid eftir gesti VValsd 29.11.2020 13.10.2021 | 09:34
Ríkisstjórn Katrínar miklu í fæðingu. _Svartbakur 11.10.2021 12.10.2021 | 18:44
Olíumiðstöð í bíl Ardiles 12.10.2021 12.10.2021 | 18:20
Stórtap af rekstri Strætó eins og venjulega Tapið alls um 5.200 millj. kr á árinu 2020. _Svartbakur 12.10.2021
Að fara í mál við son sinn? amhj123 4.10.2021 12.10.2021 | 11:03
*Einhleypar konur frá 35-45 ára* Smælí 10.11.2009 11.10.2021 | 20:44
NASA , ,skamm ! ! Kristland 11.10.2021 11.10.2021 | 19:02
Af hverju er friðarsúlan svona mikið flopp? Hr85 10.10.2021 10.10.2021 | 21:59
Mat vegna slyss, tryggingafélagið Mistress Barbara 9.10.2021 10.10.2021 | 21:11
Kjúklingafranskar villt 10.10.2021 10.10.2021 | 16:06
Hvað borgið þið í tryggingar af bílunum ykkar ? tweety69 26.6.2007 10.10.2021 | 11:39
Panta gluggatjöld á netinu? EarlGrey 10.10.2021 10.10.2021 | 05:52
Deila leigukostnaði / nýlegt samband waterboy007 3.10.2021 9.10.2021 | 23:54
Segðu frá Jesú og löggan mætir með handjárn ! Kristland 6.10.2021 9.10.2021 | 22:07
Er einhver að byggja einingahús í dag? HUGME 5.10.2021 9.10.2021 | 14:29
Að fóðra skólplagnir úr stein oliorn1 8.10.2021 9.10.2021 | 14:20
Leiðari Fréttablaðsins 10.okt 2021 _Svartbakur 7.10.2021 9.10.2021 | 14:14
Lögfræðingar og kostnaður amhj123 2.10.2021 8.10.2021 | 10:32
Kaufen Sie einen registrierten Führerschein online (https://buymyglobaldocs.com/), kaufen Sie e nyahkuma 7.10.2021
Síða 1 af 56670 síðum
 

Umræðustjórar: ingig, Coco LaDiva, vkg, krulla27, mentonised, Krani8, MagnaAron, karenfridriks, anon, joga80, rockybland, Atli Bergthor, barker19404, tinnzy123, superman2, aronbj, Bland.is, flippkisi, Gabríella S