Kvíði

eplapez | 9. ágú. '15, kl: 10:18:20 | 101 | Svara | Þungun | 0

Fékk jákvætt á próf á föstudaginn. Það var ekki á planinu að eignast barn en eftir fyrsta sjokkið varð ég mjög glöð.
Nú er ég hins vegar skíthrædd um að prófið hafi verið falskt eða að það sé eitthvað annað að. Ég er innilega hrædd við að panta tíma í snemmsónar. Ég ímynda mér að læknirinn skoði mig og segi mér að það sé ekkert þarna. Eða að það sé kannski tómur sekkur.

Ég er núna komin fimm daga framyfir blæðingar og ég er yfirleitt sæmilega regluleg. Hef verið með túrverki í uþb viku. Ekkert slæma en samt þannig að ég þarf stundum að staldra við á meðan að sársaukinn gengur yfir.
Hef verið með svima og ógleði um helgina, en ekkert fyrr en ég var búin að taka prófið þannig að það gæti alveg verið ímyndað. Línan á prófinu var sæmilega skýr en ekki jafn dökk og control línan.
Eru túrverkirnir eitthvað til að hafa áhyggjur af? Og hafið þið fengið eitthvað svipað kvíðakast og ég núna? Hvenær væri ákjósanlegur tími fyrir snemmsónar?

 

sellofan | 9. ágú. '15, kl: 11:05:17 | Svara | Þungun | 0

Ég fékk ekki jafnskýra línu og control línan var en er komin 19v núna. Lína er lína! Togverkir í leginu geta lýst sér eins og túrverkir. Ágætt að fara í snemmsónar þegar þú ert komin um 7-8 vikur til að sjá hjartslátt. Til hamingju :) 

eplapez | 9. ágú. '15, kl: 22:48:10 | Svara | Fyrri færsla | Þungun | 0

æ, takk fyrir svarið og til hamingju með þína þungun :) það róar mig aðeins að heyra. En að bíða í fjórar vikur eftir snemmsónar? Ég verð bara að gera róandi öndunaræfingar og vona að litla lufsan mín haldi sér fast.

sellofan | 10. ágú. '15, kl: 13:48:26 | Svara | Fyrri færsla | Þungun | 0

Takk fyrir :) Þú getur farið fyrr í snemmsónar. Það getur samt stressað mann að fara fyrr og sjá ekki hjartsláttinn. Svo ef maður fer líka snemma þá er svo rosalega langur tími í næsta sónar (12v), nema að þú splæsir í annan snemmsónar. En það borgar sig bara stundum að gera það líka, til að róa hugann :) Ég fékk stresskast þegar ég var komin 11v og fór aftur í snemmsónar þá, jafnvel þótt það væri bara vika í 12v sónarinn. Ég keypti svo doppler eftir 12v sónarinn minn til að hlusta til að róa hugann en þurfti voða lítið að nota hann þar sem ég fór svo að finna hreyfingar bara rétt komin 13 og hálfa viku! 

nycfan | 9. ágú. '15, kl: 18:04:30 | Svara | Þungun | 0

Svona hræðsla er mjög eðlileg. Það eru nánast allir hræddir um að fá slæmar fréttir í snemmsónar og maður er alltaf hræddur um að illa fari. Maður svona hálf undirbýr sig undir það versta en vonar það besta.
Ef það kom lína þá er þungunarhormón í þvaginu sem þýðir þungun. Það er ekkert sem getur sagt til um hvort eitthvað sé að hvernig sem prófið lítur út, en eins og læknirinn minn sagði mér þá eru 80-90% líkur á að allt sé í góðu svo líkurnar eru með okkur.
Túrverkir eru eðlilegir þar sem það er mikið að gerast fyrstu vikurnar og dagana í leginu og þar í kring. Ég á eitt heilbrigt barn og var rosalega stressuð allan tímann með hann og sérstaklega áður en ég fór í 12 vikna sónar og alltaf tilbúin að fá slæmar fréttir en hann er 4 ára hress drengur í dag.
Svo lenti ég í því að missa fóstur í mars og eftir það varð ég öðruvísi stressuð því ég vissi hvernig það var að lenda í slæma hlutanum en það er ekkert sem við getum gert til þess að breyta því sem mun gerast.
Núna fór ég í sónar komin 6vikur og 4daga hjá ArtMedica því þetta var gert með tæknisæðingu og þá sást bara einhver kúla með blikkandi punkt. Svo ákváðum við að fara við rúmlega 8 vikur og fór komin 8vikur og 5daga en mældist 9vikur og 1dag og þá sást alveg lítið kríli með hendur og fætur að sprikla. Það var miklu skemmtilegra að sjá það þannig svo ég myndi ekki fara mikið fyrir 7-8 vikur ef þú vilt sjá eitthvað almennilegt :)
Ég fór sléttar 6 vikur með fyrsta barn og sá hjatslátt en tíminn frá þessum sónar og að næsta var ofsalega langur og óvissan mikil þar.

eplapez | 9. ágú. '15, kl: 22:54:46 | Svara | Fyrri færsla | Þungun | 0

Takk fyrir svarið, innilega, og til hamingju með krílið. :)
Það furðulega er að ég á eitt barn fyrir og ég man ekki eftir þessari hræðslu á seinustu meðgöngu. Kannski var ég bara svona vitlaus þá og hélt að lína þýddi bara smooth sailing í níu mánuði :) Núna hins vegar er ég stjörf allan daginn og túlka hvern einasta seyðing í maga eða baki á versta veg. Og það eru bara TVEIR dagar síðan ég fattaði að ég væri ófrísk. Veit ekki hvernig ég verð á morgun eða eftir viku!

En þið eruð reglulega sætar að róa mig niður. Nú veit ég hvar maður hangir vonandi næstu 36 vikurnar. Takk!

nycfan | 10. ágú. '15, kl: 11:19:47 | Svara | Fyrri færsla | Þungun | 0

Þú átt eftir að róast þegar þú hefur séð hjartsláttinn. Ég róaðis helling við það og svo róaðis ég enn meira þegar ég fór í seinni sónarinn. Svo varð ég hrikalega glöð þegar ég heyrði hjartsláttinn í fyrsta skipti í síðustu viku með doppler tækinu mínu.
Eftir 6 vikur áttu eftir að fatta að það eru 6 vikur síðan þú fattaðir þetta og skilur ekkert hvernig tíminn leið.
Sumarið var rétt að byrja þegar ég fékk jákvæða prófið mitt og núna eru komnar 7 vikur síðan og ég veit ekki hvernig sá tími leið :/

Fyrirsögn Nafn Dagur Uppfært
Ráð fyrir frjósemi? Kúld 16.3.2018 24.5.2018 | 22:19
Where to go? prinsia 1.11.2010 23.5.2018 | 20:59
Barn nr 3 hugleiðingar. donnasumm 22.1.2018 23.5.2018 | 11:48
Mjög furðulegar linur á ólettuprófi umraeda 15.5.2018 15.5.2018 | 21:52
spurning stebbikarl 4.2.2018 9.5.2018 | 13:22
Er þetta jákvætt? starrdustt 4.5.2018 9.5.2018 | 13:16
Tvíburar snemmsónar kokomjolk123 7.5.2018
Aumar geirur eftir egglos adele92 23.4.2018
Stingur/sviđi? Crispypuff 18.4.2018
egglos-og þungunarpróf til sölu BHHB 15.4.2018
Ólétt eða? starrdustt 24.1.2018 10.4.2018 | 00:18
Annað barn agustkrili2016 28.3.2018 6.4.2018 | 10:48
Á einhver Pergotime eða Femara að lána mér? flúríbúrí 30.3.2018
Smásjàfrjóvgun fireice 22.3.2018 29.3.2018 | 23:00
Svo skrítið donnasumm 9.3.2018 16.3.2018 | 09:28
Blæðingar viku eftir tíðarblæðingar alltsukkar 25.2.2018
ólétt eða ekki? míísla 25.2.2018
Stuttur tíðarhringur, (22d) Stella í orlofi 24.2.2018
Reynslusögur af Yasminelle. Ars17 15.2.2018
MJÖG MIKILVÆGT Stanislas Wener 15.2.2018
Jákvætt ?? mammútur 12.2.2018 14.2.2018 | 22:29
Snemmsónar of snemma? Sveitungur 26.1.2018 11.2.2018 | 15:20
MJÖG MIKILVÆGT agent777 17.1.2018
Óreglulegar blæðingar-Hjálp anitapanita 13.1.2018
Veikindi og hiti á egglosatimanum 😔 eb84 12.1.2018
letrozole eb84 13.10.2017 7.1.2018 | 22:18
2 jákvæð próf Rhodia 6.1.2018
Einkenni, letrozole ?? soolh 3.1.2018 5.1.2018 | 23:30
Ákvað að leita til ykkar hér.. 4422 9.12.2017 5.1.2018 | 11:44
Lína? silly1 14.12.2017 18.12.2017 | 11:06
sperm friendly sleipiefni Currer Bell 26.11.2017 16.12.2017 | 16:20
Kynjapróf molinnn 2.8.2017 9.12.2017 | 23:28
Þungun? Krunka78 9.12.2017
Þungunarpróf ?? soolh 5.12.2017 6.12.2017 | 16:38
Missir ungalambid 6.12.2017 6.12.2017 | 16:33
Hvert á ég að fara einkadóttir 11.7.2017 6.12.2017 | 14:44
@~~~ Áætlunin - alltaf á bls 1.~~~@ ekkilesa 15.7.2010 5.12.2017 | 21:20
Vitex - agnus cactus / Á einhver? flúríbúrí 5.7.2017 3.12.2017 | 17:18
Sæðisgjöf/co-parenting sgjsgj 2.12.2017
Primolut catty 25.11.2017
Stór pæling Sumarjakki8 23.10.2017 22.11.2017 | 17:24
hverjar eru líkurnar? eb84 22.10.2017 21.11.2017 | 15:36
furðulegt þungunarpróf hvít lína molinnn 7.11.2017 17.11.2017 | 16:16
Jákvæð þungunarpróf hvert svo Sumarjakki8 9.11.2017 9.11.2017 | 22:10
Ekki tilbúin í barn nr 4... Nottin 4.10.2017 25.10.2017 | 23:16
Hvar kaupi ég næm þungunarpróf? hbv123 19.10.2017 24.10.2017 | 09:59
Lestu þetta – MIKILVÆGT trumbera 20.10.2017
Clearblue Digital Sunnan 18.10.2017
brúnt slím er það eðlilegt, ekki á túr? gaumur13 18.10.2017
Kaupa alvöru vegabréf, ökuskírteini, kennitölur, vegabréfsáritanir, USA grænt kort, falsa penin rosabarreto 10.10.2017
Síða 2 af 4843 síðum
 

Umræðustjórar: paulobrien, tinnzy123, Hr Tölva, Kristler, Bland.is, Paul O'Brien, Guddie, annarut123