Kvöldmaturinn 18. apríl 2015

fálkaorðan | 18. apr. '15, kl: 17:06:15 | 384 | Svara | Er.is | 3

Er ekki röðin komin að mér að vera með þennann.


Hér er kjúklingur með skinni í krakkana og einréttað indverskt í okkur Riddarakross. Engin sérstök uppskrift, kalla þetta bara Fálkaorða korma.


Grunnuppskrift
úrbeinuð kjúkklingalæri, nóg til að eiga afgang á morgun
lærin skorin í ca 6 bita hvert og marinerað í minnst 2 tíma (30 mínútur duga en það verður ekkert geggjað)


marinering með því sem varð fyrir valinu í dag
1 dós hrein jógúrt
2tsk turmerik
2tsk malað koriander
1msk tandoori blanda
2tsk kumin
2tsk cayenna
3 litlir asískir þurrkaðir chili malaðir
salt og pipar
2-3 sentimetrar af engiferrót meukaðir
1 stór geiralaus hvítlaukur maukaður


Þetta er svo steikt á pönnu í marineringunni
1 laukur smátt skorinn mýktur með kjötinu
3 grænir chili lét skornir í sneiðar steiktir með
1 dós tómatpúrra (2 dósir af euroshopper)
kannski sletta af rjóma í lokin ef ég verð í stuði fyrir það


látið krauma í ca 20 mínútur, vel hægt að láta malla lengur á vægum hita


heimagerð rahita
1 dós hrein jógúrt
5cm bútur af agúrku
cumin
s&p
matvinnsluvélað (ég er með svona lítið box framan á töfrasprotann sem er dásemd)


jasmín hrísgrjón og afgangurinn af pítubrauðunum sem ég bakaði í gær hitaður upp í ofninum burstuð með hvítlaukssmjöri


Elska svona fyrirhafnarlausa eldamennsku.

 

http://i.imgur.com/mVrNx4L.jpg

She is | 18. apr. '15, kl: 17:08:54 | Svara | Er.is | 0

ég ætla að prófa þessa:  

 átti til svo til allt sem við á.

fálkaorðan | 18. apr. '15, kl: 17:13:20 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Þessi er girnileg, mæli samt frekar með svona fljótandi krafti en þessum teningum. Er eiginlega alveg hætt að kaupa teningana eftir að ég uppgötvaði muninn á milli.


Jömm jömm.

http://i.imgur.com/mVrNx4L.jpg

júbb | 18. apr. '15, kl: 17:48:20 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Sammála, þvílíkur munur. Byrjaði á þessu til að forðast msg sem veldur auknum liðverkjum hjá mér en var fljót að finna hvað þetta var alltaf miklu betra en með teningnum.

Júbb
~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~
“It is said that your life flashes before your eyes just before you die. That is true, it's called Life.” Terry Pratchett - The Last Continent
~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~

She is | 18. apr. '15, kl: 19:20:02 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

hvaða kraft ertu að kaupa? ég fer einmitt mjög mjög sjaldan á Noodle Station því það er eitthvað í matnum þar sem fer alls ekki vel í mig :/

júbb | 18. apr. '15, kl: 20:33:36 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Ég nota Tasty en hef líka keypt annan kraft sem ég man ekki alveg hvað heitir en er til í Bónus og er í glerflöskum.

Júbb
~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~
“It is said that your life flashes before your eyes just before you die. That is true, it's called Life.” Terry Pratchett - The Last Continent
~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~

lalía | 18. apr. '15, kl: 17:16:57 | Svara | Er.is | 1

Kallinn stakk upp á McDonalds, mig langaði ekki í það svo málamiðlunin var heimagerðir ostborgarar úr kjúklingahakki með káli, tómötum, rauðlauk, avocado og chilimæjó. Miklu betra!

fálkaorðan | 18. apr. '15, kl: 17:23:46 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Læk a þig bú á kallinn.

http://i.imgur.com/mVrNx4L.jpg

lalía | 18. apr. '15, kl: 21:01:45 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Við erum sko búin að borða allt of mikið af skyndibita og ruslmat í vetur, kominn tími til að hætta þessu rugli!

Grjona | 18. apr. '15, kl: 17:22:42 | Svara | Er.is | 0

Afgangar af lasagna síðan í gær plús eitthvað grænmeti.

♥♥♥♥♥♥♥♥Joðvillingur♥♥♥♥♥♥♥♥
Við erum ríkið, ríkið er við.
http://er.is/messageboard/messageboard.aspx?advid=13498192&advtype=52

„I hate football. It‘s primitive, dull, pathetic and cruel.“ Mikey H

smusmu | 18. apr. '15, kl: 17:27:56 | Svara | Er.is | 0

Hef ekki hugmynd um hvað ég á að gera. Var bara að skríða inn eftir verslunarferð dagsins og nenni engan vegin að elda ofan í liðið :/

fálkaorðan | 18. apr. '15, kl: 17:30:53 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

5812345

http://i.imgur.com/mVrNx4L.jpg

smusmu | 18. apr. '15, kl: 17:36:55 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Ég held þeir keyri ekki út til mín! x) En ég tími ekki að kaupa eitthvað drasl :Þ Hendi í eitthvað.....fljótlega....*sötrarauðvínoghreifimigekki*

She is | 18. apr. '15, kl: 17:39:45 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

gefa grísunum pening fyrir pylsu?

fálkaorðan | 18. apr. '15, kl: 17:43:27 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

mannréttindabrot!

http://i.imgur.com/mVrNx4L.jpg

Raw1 | 18. apr. '15, kl: 17:34:27 | Svara | Er.is | 0

við ætlum að grilla lax :)


  • 2 msk dijon sinnep
  • 1 msk hunang
  • 4 msk sojasósa
  • 6 msk ólífuolía
  • 1 hvítlauksrif, rifið eða smátt saxað
  • Lax – ég var með tvö frekar lítil flök og dugði marineringin vel á þau
  • Saxaður vorlaukur til að strá yfir að lokinni eldun

tóin | 18. apr. '15, kl: 17:37:34 | Svara | Er.is | 0

Lambahryggur eins og hjá ömmu - voða plain og voða gott :)

Pippí | 18. apr. '15, kl: 17:38:12 | Svara | Er.is | 0

Grísk kjúklinga píta með heimagerðu tzatziki.

dísadísa | 18. apr. '15, kl: 17:43:40 | Svara | Er.is | 1

Ég er að fara í matarboð til frænku minnar og mannsins hennar sem eru bæði svaka góðir kokkar, hlakka mikið til!

arnahe | 18. apr. '15, kl: 17:44:11 | Svara | Er.is | 1

Ostafyllt Brokkolípasta með piparostasósu. Kærastinn eldar, þar sem ég er búin að fá 4-5 klst af slitróttum svefni seinustu 3 daga þökk sé 8 vikna afsprenginu og komin með hausverk og ógleði sem afleiðingu.

júbb | 18. apr. '15, kl: 17:47:07 | Svara | Er.is | 2

Ætlaði að hafa kubbasteik en fattaði svo að ég á ekki gulrætur þannig að venjulega kubbauppskriftin breyttist fljótt. Svo var allt í einu fleirum boðið í mat þannig að mamma fór í búð til að kaupa meira súpukjöt en það var eiginlega ekkert til þannig að það var keypt lítið læri sem mallar nú inni í ofni með kubbunum, lauknum og hvítlauknum. En þar sem hún var símalaus voru engar gulrætur keyptar þegar við föttuðum allt í einu að hún hefði auðvitað getað bætt þeim við eins og kjöti. Sauðir á þessu heimili, bæði í ofninum og utan hans ;)

Júbb
~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~
“It is said that your life flashes before your eyes just before you die. That is true, it's called Life.” Terry Pratchett - The Last Continent
~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~

botty | 18. apr. '15, kl: 17:47:20 | Svara | Er.is | 0

Mmm væri til í að vera í mat hjá þér!
Annars er kallinn að rlda nautagúllas og kartöflumús, það er svosem fínt líka :)

Máni | 18. apr. '15, kl: 17:59:10 | Svara | Er.is | 0

Kjúklingur í raspi að beiðni sonarins með ofnbökuðu grænmeti.

normal | 19. apr. '15, kl: 03:26:27 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Hvernig gerirðu kjúlla í raspi? :-)

ilmbjörk | 18. apr. '15, kl: 17:59:16 | Svara | Er.is | 0

Hér var grillaður nautabiti einhver, held að þetta hafi verið lund, heimagerð bernais, grilluð kartafla handa karlinum, og salat..

nefnilega | 18. apr. '15, kl: 18:11:42 | Svara | Er.is | 2

Okkur er boðið í mat svo ég þarf hvorki að elda né vaska upp. Love it.

She is | 18. apr. '15, kl: 18:49:59 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

mig vantar tengdó sem býður mér í mat endrum og eins.

nefnilega | 18. apr. '15, kl: 23:48:19 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Mátt eiga mína.

noseries | 19. apr. '15, kl: 00:02:38 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Mátt eiga mína

Abba hin | 19. apr. '15, kl: 04:53:41 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ekki mína.

-------------
„Varið ykkur, flestir hér eru konur með leggjastokka sem skilja ekki hugmynd hvað þú ert að tala um...“ - Meistari Niklez90

„Er næst mesta drusla sem ég þekki meðal minna vina og er komin eitthvað yfir 100 bólfélagana, kvenhyllina vantar mig ekki.“ -bfsig

KilgoreTrout | 18. apr. '15, kl: 19:12:30 | Svara | Er.is | 0

Gerði linsubaunasúpu og gufusoðið broccoli.

-----------------------------------------------------------------

"Eina sem ég hef heyrt að sé varasamt við að borða svona mikið skyr er að maður getur fengið skyrbjúg af því." bananana 13.2.13 "

http://i1360.photobucket.com/albums/r660/thai_gm/gifs/YENbu_zpsc5bce43e.gif

labbalingur | 18. apr. '15, kl: 19:18:45 | Svara | Er.is | 1

Hér er lambahryggur með sætum kartöflum og sveppasósu.

_________________________
"It takes two to lie, one to lie and one to listen"
- Homer Simpson

jökulrós | 18. apr. '15, kl: 20:01:00 | Svara | Er.is | 0

Hér var svínalund, bakaðar kartöflur með smjöri, köld sósa sem dóttir mín gerir, maís og salat

noneofyourbusiness | 18. apr. '15, kl: 20:02:25 | Svara | Er.is | 0

Hvítlauks kjúklingur í ofni og ofnfranskar.

Abbagirl | 18. apr. '15, kl: 20:07:40 | Svara | Er.is | 1

Frekar mikil leti hér, Abbaboy grillaði kartöflur og svínakótilettur og bjó til rjómasveppasósu. Ég opnaði rauðvínsflöskuna.

_________________________________________________________________

If you have a garden and a library, you have everything you need. ~Cicero

fálkaorðan | 18. apr. '15, kl: 20:28:00 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Læk á Abbaboy og þumall á flöskuna. Sjálf er ég í bindindi þessa dagana.

http://i.imgur.com/mVrNx4L.jpg

Abbagirl | 18. apr. '15, kl: 20:38:09 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það er nú frekar grunsamlegt ;)

_________________________________________________________________

If you have a garden and a library, you have everything you need. ~Cicero

fálkaorðan | 18. apr. '15, kl: 20:39:01 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Relaxytaxy bindindið nær bara fram til 22. apríl ;)

http://i.imgur.com/mVrNx4L.jpg

Snobbhænan | 18. apr. '15, kl: 20:29:57 | Svara | Er.is | 1

Kjúklingur með pestó, kirsuerjatómötum, döðlum fetaosti og svörtum ólívum - bakað i ofni.

fálkaorðan | 18. apr. '15, kl: 20:30:38 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég er eitthvað klikkuð en mig langar í döðlueftirrétt að lesa þetta :P

http://i.imgur.com/mVrNx4L.jpg

Snobbhænan | 18. apr. '15, kl: 20:31:22 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Mig langar bara alltaf í eitthvað m döðlum

Andý | 18. apr. '15, kl: 20:43:22 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Mí tú

__________________

✨🌟 Virk í athugasemdum 🌟✨

"So now I’m starting to feel a bit strange about these questions because it’s like you are accusing me of something..."


#hæsæta

fálkaorðan | 18. apr. '15, kl: 20:45:55 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Mamma fór ein jólin til Marocco og kom heim með haug af geðveikt góðum döðlum margar tegundir og ég fann alveg muninn að kjammsa á þeim.

http://i.imgur.com/mVrNx4L.jpg

Andý | 18. apr. '15, kl: 20:46:30 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Oh ég elska döðlur svo mikið

__________________

✨🌟 Virk í athugasemdum 🌟✨

"So now I’m starting to feel a bit strange about these questions because it’s like you are accusing me of something..."


#hæsæta

littleboots | 18. apr. '15, kl: 20:36:13 | Svara | Er.is | 0

Ég var með kjúklinganachos, uppskrift frá gulurraudurgrænnogsalt.com

Andý | 18. apr. '15, kl: 20:42:55 | Svara | Er.is | 0

Ég gerði svo sjúklega góð grænmetisbuff í gær, át þau í dag líka. Roooop

__________________

✨🌟 Virk í athugasemdum 🌟✨

"So now I’m starting to feel a bit strange about these questions because it’s like you are accusing me of something..."


#hæsæta

Tipzy | 18. apr. '15, kl: 20:53:43 | Svara | Er.is | 4

Við erum bara svo pakksödd eftir ferminguna að við ætlum ekki að hafa neitt í kvöldmatinn. :)

...................................................................

fálkaorðan | 18. apr. '15, kl: 20:57:27 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

:)

http://i.imgur.com/mVrNx4L.jpg

Abbagirl | 18. apr. '15, kl: 21:09:43 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Til hamingju með daginn ykkar :)

_________________________________________________________________

If you have a garden and a library, you have everything you need. ~Cicero

Tipzy | 18. apr. '15, kl: 21:10:15 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Takk er að setja inn myndir, sýni ykkur svo :)

...................................................................

Abba hin | 18. apr. '15, kl: 21:40:13 | Svara | Er.is | 0

Var í fermingu þannig ég varð ekki svöng fyrr en um 9. Er að grasekkjast þannig ég fékk mér bara Serrano.

-------------
„Varið ykkur, flestir hér eru konur með leggjastokka sem skilja ekki hugmynd hvað þú ert að tala um...“ - Meistari Niklez90

„Er næst mesta drusla sem ég þekki meðal minna vina og er komin eitthvað yfir 100 bólfélagana, kvenhyllina vantar mig ekki.“ -bfsig

icegirl73 | 18. apr. '15, kl: 21:52:35 | Svara | Er.is | 0

Hammarar og meðlæti. 

Strákamamma á Norðurlandi

GoGoYubari | 19. apr. '15, kl: 00:30:52 | Svara | Er.is | 0

Hérna voru grillaðir hamborgarar. Mitt framlag var að hendast út í búð að kaupa brauðin, svo var bara eldað ofan í mig.

Fyrirsögn Nafn Dagur Uppfært
Stórnendu Strætó kom á óvart að fjöldi fólks myndi sækja miðborgina vegna gelðigöngu. jaðraka 13.8.2023
vantar saumakonu ? looo 27.6.2023 12.8.2023 | 09:16
Bílavesen (exhaust pressure control valve) Hákon Konráðsson 12.4.2023 12.8.2023 | 08:04
sterar? drjóli 20.9.2010 11.8.2023 | 20:38
Bumbuhópur fyrir janúar 2022 krullukjúkklingurogsósa 31.5.2021 11.8.2023 | 02:36
Kratom Daviid 23.2.2022 10.8.2023 | 14:52
Haha.. skrýtið að sjá Magna með hár!! ZENSITIVE 3.9.2006 10.8.2023 | 11:22
Letromazol sigva 2.8.2023 8.8.2023 | 14:38
Hvað er coronary vasospasm á Íslensku? (hjartavandamál) Splattenburgers 31.7.2023 7.8.2023 | 23:11
Harðparket og hundar? Ilmati 5.8.2023 7.8.2023 | 21:59
rafmagnsorf 19merkur 7.8.2023
Flýtimeðferð vegabréf zhetta 7.8.2023 7.8.2023 | 12:27
Misnotw réttindi trans fólks neutralist 27.7.2023 4.8.2023 | 19:54
Hvað merkir orðið hégómi? la1la2la3 4.5.2015 4.8.2023 | 12:10
Lútur í Matargerðr? / Food Safe Lye danielrunar 3.8.2023
Kransakaka Synyster 28.3.2007 2.8.2023 | 13:01
Kransakaka Actron 5.12.2009 2.8.2023 | 03:55
Flugvöllur fyrir þyrlur á Hólmsheiði jaðraka 1.8.2023 1.8.2023 | 21:20
rifbeinsbrot oneko 12.12.2015 1.8.2023 | 15:18
Bögg ljomalind 20.5.2004 1.8.2023 | 12:52
Alpinestars jakkar CooperRama 27.7.2023 1.8.2023 | 07:31
Kubbasteik asthildureir 8.1.2012 1.8.2023 | 02:16
hrossabjúgur ljosmyndanemi 27.11.2011 1.8.2023 | 02:16
Kattarbit en ég 2.5.2009 29.7.2023 | 09:12
kattarbit bbb4 5.7.2008 29.7.2023 | 09:11
Fyrirspurn stress stelpa 8.10.2009 29.7.2023 | 07:16
Hnakkastífleiki v/heilahimnubólgu Lind A 5.2.2014 27.7.2023 | 20:52
Skilja 10 að verða 11 ára gamalt barn heima..ykkar álit Norðlenska mærin 17.7.2023 27.7.2023 | 20:37
Biskupsráðningar ? jaðraka 27.7.2023 27.7.2023 | 16:00
Hvassahraun sem nýr flugvöllur fyrir Reykjavíkurflugvöll jaðraka 12.7.2023 27.7.2023 | 08:37
pókemonspil hvar fást túss 7.5.2023 27.7.2023 | 07:16
Eldsumbrot æa Reykjanesi. _Svartbakur 22.7.2023 27.7.2023 | 06:25
barnaefni á tímab. 1980-1990 hello.kitty 5.12.2011 26.7.2023 | 20:35
Leigubílapróf gaedi 17.1.2011 26.7.2023 | 14:24
Hvar fæst loftdýna (yfirdýna) vegna verkja? leyndó22 25.7.2023
Nýja flokkunarkerfi sorps. jaðraka 22.7.2023 25.7.2023 | 10:39
Sorphirðu ruglið hjá Reykjavíkurborg _Svartbakur 24.7.2023
Hann er Framsóknarmaður. Við hverju býst fólk. Heilindum?? Hauksen 22.7.2023
Matarvagn Aura Pain 22.7.2023 22.7.2023 | 22:32
óþarfa comment í gestabók Tannfríður Tannan 3.10.2003 20.7.2023 | 07:56
Boðskort SoHappy 8.2.2023 20.7.2023 | 07:15
Laun leikskólakennara ómenntaðan Bananabrund 13.9.2022 20.7.2023 | 04:30
Vinnumálastofnun Husþak 3.6.2023 18.7.2023 | 13:27
Barnateppi yokan 16.1.2010 18.7.2023 | 10:35
vantar comment! sTaurinn 22.1.2007 18.7.2023 | 10:03
Jakkaföt í hreinsun Fagmennska 3.7.2023 17.7.2023 | 06:23
Fasteignakaup snullisnull 17.1.2013 17.7.2023 | 03:43
flóabit einiber 11.5.2004 17.7.2023 | 03:41
Að fara í sund - hrikaleg dýrt tátá 26.5.2009 16.7.2023 | 21:26
hjúkrunarfræði klásus lisamagga 16.7.2023
Síða 9 af 47925 síðum
 

Umræðustjórar: Hr Tölva, tinnzy123, Bland.is, annarut123, Kristler, Paul O'Brien, paulobrien, Guddie