Kynjaskipt Íþróttalið

hakkarin | 26. júl. '15, kl: 18:11:14 | 508 | Svara | Er.is | 0

Smá spurning fyrir feministana hér. Hvað finnst ykkur um það að íþróttarlið séu kynjaskipt?

Bonus spurning: Ef að karl fer í kynskiptiaðgerð á þá að leyfa honum að keppa sem kvennmaður gegn öðrum kvennmönnum?

 

Horision | 26. júl. '15, kl: 18:38:32 | Svara | Er.is | 0

Nei, þá er hann kerling.

Horision | 26. júl. '15, kl: 18:39:15 | Svara | Er.is | 0

Var full fljótfær, en jú hann er kerling.

hakkarin | 26. júl. '15, kl: 19:13:02 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Í lagalegum skilningi, en hann hefur samt ennþá þann líkamlega styrk sem að fylgir því að hafa líkama karlmanns. Það breytist ekki þótt svo að typpið sé farið og búið að bæta við brjóstum.

Horision | 26. júl. '15, kl: 19:14:46 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Annað hvort er maður kerling eða ekki kerling. Á því eru ekki málamiðlanir.

nefnilega | 26. júl. '15, kl: 21:04:44 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 6

Líkamlegir yfirburðir karlmanna eru hormónatengdir og kynleiðrétting felur í sér langa hormónameðferð, svo væntanlega getur transkona gengið í kvennalið án þess að skera sig úr.

tóin | 27. júl. '15, kl: 00:10:57 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Fellur hún ekki á lyfjaprófi?

Degustelpa | 27. júl. '15, kl: 11:58:29 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

En ekki allir mega fara í hormónameðferðina og lifa bara því á yfriborðinu sem hitt kynið en hefur ekki farið í leiðréttinguna. I þeim tilfellum gæti þetta verið flókið.


En er sammála með þau sem eru á hormónum

nefnilega | 27. júl. '15, kl: 16:38:19 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þá ertu líka ekki að tala um fólk sem hefur farið í kynleiðréttingu.

presto | 27. júl. '15, kl: 19:33:37 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Er Caitlyn Jenner ekki transkona? (ekki búin að fara í kynleiðréttingu) 

hakkarin | 31. júl. '15, kl: 08:21:04 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Líkamlegir yfirburðir karlmanna er afleiðing þess að þeir eru stærri og þyngri. Hvernig breytist það þótt svo að þeir taki einhverja hormóna?

nerdofnature | 31. júl. '15, kl: 08:41:46 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Karlkynshormónar auka getu líkamans til að bæta á sig vöðvamassa. Kvenkynshormónar ger það að líkaminn heldur frekar í aukafitu.

hakkarin | 1. ágú. '15, kl: 18:00:09 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

En þeir eru samt stærri og þyngri. Hvort sem að þeir hafa fitu eða vöðva. Þar að auki sagðir þú ekki að þeir heldu ekki vöðvamassa, bara að þeir fengju meira af fitu í staðinn.

Sorry en þótt svo að fólk geti gert það sem að það vill við líkaman sinn að þá finnst mér rökinn fyrir því að kynjaskiptir fái að keppa við konur í íþróttum ekki hljóma samfærandi.

Rakindel | 5. ágú. '15, kl: 07:49:23 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

þegar eistun eru farin og maðurinn komin á kvk hormón þá er styrkurinn eitt það fyrsta sem hverfur. Og í líkamlegum styrk verður hann ekkert eins og hann var.

Máni | 26. júl. '15, kl: 18:54:54 | Svara | Er.is | 3

Hvað hafa andfemínistar að segja um málið?

tóin | 26. júl. '15, kl: 19:12:55 | Svara | Er.is | 1

Mín pæling (óháð feminstamiðanum)

Karlar og konur eru ekki eins frá náttúrunnar hendi - sem skýrir kynjaaðgreiningu að hluta ("eðlileg" í vissum íþróttagreinum þar sem líkamsbygging skiptir máli, skil hana ekki í skák og hún er ekki fyrir hendi í hestaíþróttum mér vitanlega, enda engin ástæða til).

Einstaklingur sem farið hefur í kynskiptiaðgerð er á lyfjum það sem eftir lifir ævinnar held ég - og myndi þá væntanlega ávallt falla á lyfjaprófi - er það ekki rétt?  Getur því ekki keppt yfirleitt.

Degustelpa | 27. júl. '15, kl: 11:59:41 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það er hægt að fá undantekningar. T.d. astmafólk er að taka inn stera. Þá þarf að skila inn vottorði um það og þá máttu keppa þrátt fyrir að mögulega gætiru fallið á prófi

Heiðlóan ♫♬♪ ♩ | 27. júl. '15, kl: 12:39:41 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Sama með insúlín. Sykursjúkir mega alveg keppa, fá undanþágu frá insúlín-reglunni

---------
Er með lítið notaðan fetal doppler til sölu

♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩

Degustelpa | 27. júl. '15, kl: 19:31:15 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

vissi ekki að insúlín geti fellt á lyfjaprófi.

Heiðlóan ♫♬♪ ♩ | 27. júl. '15, kl: 20:43:18 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það er allavega bannað í keppnum

---------
Er með lítið notaðan fetal doppler til sölu

♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩

nerdofnature | 27. júl. '15, kl: 21:56:23 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Sterar sem eru notaðir v. astma eru ekki á bannlista. (ekki nema þeim hafi verið bætt við á síðustu 4 árum)

Degustelpa | 28. júl. '15, kl: 10:25:14 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

það þarf samt að láta vita. Vinkona mín  var lengivel í sundinu og með astma. Einn úr liðinu lenti næstum í því að vera dæmdur úr keppninni því læknisvottorðið hans týndist. Hann var líka á sterapústi

nerdofnature | 28. júl. '15, kl: 10:30:55 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég þurfti ekki að láta vita. Fór líka á hádegisfyrirlestur hjá ísí um það sem voru þá nýjustu bannlistarnir fyrir ca 4 árum og þar var tekið sérstaklega fram að astmapúst vværu leyfð. Allavega öll þessi venjulegu, gætu verið sjaldgæfar undantekningar.

Degustelpa | 28. júl. '15, kl: 10:32:41 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

kannski voru þau á bannlista á þessum tíma það eru ca 7 ár síðan

nerdofnature | 28. júl. '15, kl: 10:35:02 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Gæti verið. Þetta er náttúrulega í stöðugri endurskoðun.

Kaffinörd | 26. júl. '15, kl: 21:59:03 | Svara | Er.is | 2

fyrirgefðu þetta heitir ekki kynskipting heldur kynleiðrétting. Það er ekki verið að breyta um kyn heldur er verið að leiðrétta það að maður fæddist í vitlausum líkama.

bubbinnn | 27. júl. '15, kl: 00:23:01 | Svara | Er.is | 0

Það verður að vera kynjaskipt.
Annars myndu karlarnir bara valta yfir konurnar.

minx | 27. júl. '15, kl: 10:54:28 | Svara | Er.is | 2

Persónulega finnst mér að strákar og stelpur eigi að æfa saman allar íþróttir fram að kynþroska.

Eftir það fer það að verða erfiðara, þegar stærð, þyngd og styrkur breytast hratt. (Amk í þeim íþróttum sem það skiptir máli)


Hvað varðar bónusspurninguna, þá á kona að keppa með konum, karl með körlum - sama í hvaða líkama hún/hann fæddist.

alboa | 27. júl. '15, kl: 12:08:45 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

En nú verða börn kynþroska á mismunandi aldri. Sum byrja 9 ára, önnur 14 ára. Hvernig ætlarðu að haga æfingun þar sem sumir mega æfa saman en þessir 4 sem eru 9-11 ára og kynþroska verða að vera eftir kynjum? Á að miða við lok kynþroska kannski? Sem getur verið hjá sumum um 16-17 ára.

kv. alboa

daggz | 27. júl. '15, kl: 12:17:05 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 6

Því er ég ekki sammála. Ég bý í litlum bæ þar sem allir krakkar æfa saman fótbolta (eitthvað skipt eftir aldri en ekki kyni) og það var mikið vandamál að fá stelpur til að æfa. Þær vildi ekki æfa, þær voru jafnvel óvirkari á æfingum, hlédrægari.

Svo fór af stað sameining og þá varð grundvöllur fyrir stelpuæfingum. Þá voru amk einhverjar æfingar þar sem voru bara stelpur og þá loksins þorðu fleiri að vera með. Og þó ég hafi ekki farið og fylgst með æfingu hjá þeim þá þori ég eiginlega alveg að fullyrða að þær eru mun virkari. Strákarnir eiga nefnilega til með að ,,drekkja" stelpunum.

--------------------------------

minx | 27. júl. '15, kl: 13:22:06 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég er að tala um í lokin. Mfl kvenna spilar td oft á móti 3-4. karla, þar sem drengir eru frá 1,5-2m. Það er kannski tími á að splitta þessu upp þegar meirihlutinn er orðinn "fullvaxinn" sem sagt í kringum yngra ár í 3. flokki.

minx | 27. júl. '15, kl: 13:23:02 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það er þjálfarans að tækla þannig. Stelpur og strákar geta vel verið jafngóð sem krakkar og bæði kyn læra af því að æfa saman.

daggz | 27. júl. '15, kl: 13:37:34 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Þjálfarinn tæklar það ekkert þegar stelpur vilja ekki æfa. Þegar þær vilja ekki mæta á æfingar af því þær eru hræddar við hamaganginn í strákunum. Þjálfarinn neyðir ekki stelpuna í að hlaupa í strákana þegar hún þorir því ekki/vill ekki.

Mér finnst að það eigi klárlega að vera kynjaskipt að einhvejru leiti. En auðvitað hafa krakkar gott af því að blandast og það gera þau nú t.d. í íþróttum í skólanum. En það er miklu sniðugara að hafa þá kynjaskipt að einhverjum hluta.

á þaim mótum sem ég hef farið með minn gutta á eru samt bæði blönduð lið og kynjaskipt (blandað þegar þau eru yngri, skipt þegar þau eru eldri) og það form er að virka vel. En bara það að gefa yngstu stelpunum möguleika á að komast á stelpuæfingar hefur ásókn batnað svo um munar og áhuginn hjá þeim sem fyrir voru er mun meiri.

Ég er nokkuð viss um að þessar fáu stelpur sem voru að æfa fyrir breytinguna væru hættar núna ef þessu hefði ekki verið breytt. Og guess what... þá hefði ekki verið hægt að skipta eftir kynum því það hefðu engar stelpur verið að æfa!

--------------------------------

nerdofnature | 27. júl. '15, kl: 11:47:58 | Svara | Er.is | 0

Í íþróttum, þar sem líkamlegir yfirburðir skipta máli, eiga keppnir að vera kynjaskiptar. En fínt að strákar og stelpur æfi samt saman ef það er hægt.

nerdofnature | 27. júl. '15, kl: 11:51:59 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Bónusspurningin: þekki ekki nóg á líffræðilegt eðli einstaklinga eftir kynleiðréttingu. Hvort þeir sem fæðast kk hafi áfram náttúrulega tilhneigingu til að auka styrk umfram þá sem fæðast kvk.

Degustelpa | 27. júl. '15, kl: 11:56:57 | Svara | Er.is | 0

mér finnst eins og það ætti að vera kynjaskipt alveg eins og mér finns að það eigi að vera fatlaðrahópur. Þessir hópar eru ekki eins upp byggðir og því ekki hægt að bera saman í svona tilfellum.


En svo finnst mér að það ættu að vera kannski eitthvað sem leyfir blönduð lið, og hafa þá einhverjar reglur um að amk 30-40% af liðiðnu verður að vera annað hvort kynið til að það séu ekki t.d. 6kk1kvk á móti 2kk5kvk.

Með bónusspurninguna þá fynns mér þetta vera á gráu svæði. Kannski væri hægt að leysa það með prófi fyrir þau sem er í hormónameðferð. Annars fylgja upprunalegu hormónaskipuninni

Fyrirsögn Nafn Dagur Uppfært
Strætó til Kef Herra Lampi 28.6.2023 3.4.2024 | 16:02
Könnun/lokaverkefni Krabbipatti12 2.4.2024
Ættarmót á Suðurlandi? Fanney79 27.3.2024 1.4.2024 | 21:02
Fönix veitingastaður matareitrun thundercat 30.3.2024 1.4.2024 | 20:57
Hvað kosta sígarettur á sölustöðum? Krokodillinn 27.3.2024 1.4.2024 | 18:50
Klósett tennisolnbogi 30.7.2014 1.4.2024 | 10:12
Hvar tilkynnir maður svona horbjóð út? TRT99 11.3.2012 1.4.2024 | 01:22
jaðraka & _svartbakur JonThor1234 9.2.2024 30.3.2024 | 06:22
Hvar er best að versla glugga og hurðir? AGests 26.3.2024 29.3.2024 | 16:52
Tinder olla2 23.3.2024 28.3.2024 | 10:49
Endurfjármögnun biðtími? Norðlenska mærin 27.3.2024 28.3.2024 | 10:44
Palestínumaður ekki með Íslenskt ríkisfang krefst þess að verða framlag Íslands í Erovision jaðraka 4.3.2024 28.3.2024 | 10:20
Sjónin komaso 28.10.2008 28.3.2024 | 10:20
Að láta loka fyrir tímabundið mánaskin 27.3.2024 28.3.2024 | 09:52
Krít - hótel á góðum stað hildur789 27.3.2024
Einhver með reynslu af stefnumótasíðum? olla2 25.3.2024 27.3.2024 | 18:01
Er um þungun að ræða verorun 27.3.2024
Vöðvakippir og óþægindi Pookie 19.2.2007 25.3.2024 | 22:04
Er ríkissjóður að borga flutninga flug og annað fyrir ættingja hælisleitenda til Íslands ? jaðraka 13.2.2024 25.3.2024 | 10:36
Berlín Ròs 25.3.2024
Barnabækur alltafmamman 13.3.2024 24.3.2024 | 20:53
Endurfjármögnun Norðlenska mærin 22.3.2024
Parketleggja 70 fm Norðlenska mærin 18.3.2024 22.3.2024 | 03:41
Rauða serían djabbar 10.6.2014 17.3.2024 | 23:45
Vindmyllu framtíð íslands Zjonni71 5.3.2024 17.3.2024 | 23:24
Kjop.is inanna 13.6.2023 16.3.2024 | 10:56
Lagið í Nova auglýsingunni... Alison 14.3.2012 15.3.2024 | 22:41
Hvar finn ég Fljótandi Lesitín eða duft? Brekster 14.3.2024
leit af vinnu :o) Emmapigen 7.11.2005 12.3.2024 | 15:01
Leigubílafyrirtæki Stefan F 27.2.2014 12.3.2024 | 13:06
Nýtt fjórflokka mynstur jaðraka 10.3.2024 11.3.2024 | 19:57
óska eftir stundirnar með gunna og felix á dvd Selströlm200 10.3.2024
FRÍ EINKAþJÁlFUN! Gróðurinn 9.3.2024
vélindakrampi heida4 21.11.2008 9.3.2024 | 14:04
Wolt dvdrom 20.1.2024 8.3.2024 | 23:29
Leiguverð b82 5.2.2024 8.3.2024 | 23:21
LEITA AF SJÓNVARPSSERÍU marf 28.6.2023 7.3.2024 | 10:36
Facebook 12strengja 5.3.2024 7.3.2024 | 03:34
Putin verðu vart á lífi þessi jól. _Svartbakur 19.11.2022 6.3.2024 | 02:33
Hollur skyndibiti úr krónunni eða Bónus xflexx 27.2.2024 5.3.2024 | 21:19
Omeprazole isaac 4.3.2024
Abilify KuTTer 16.7.2010 4.3.2024 | 03:03
Vita konur hvad Femdom er. Bland1975 22.11.2020 3.3.2024 | 18:29
Kavenpenin olzo1951 2.3.2024
Palestinumenn í Gasa og Hamas er það ekki hið sama ? jaðraka 29.2.2024 29.2.2024 | 16:13
Háls- nef og eyrnalæknir Hilda á Hóli 28.2.2024
Snyrtistofa mjòdd Ròs 28.2.2024
Er haegt ad eyda Helloyou 28.2.2024
Prufa Helloyou 28.2.2024
Virkar skráning á hugi.is? Dögun Ermine 27.2.2024
Síða 2 af 47875 síðum
 

Umræðustjórar: annarut123, Paul O'Brien, paulobrien, Guddie, Hr Tölva, Bland.is, tinnzy123, Kristler