Læknar blands: sonurinn með mikinn hita

Nói22 | 1. sep. '15, kl: 20:40:02 | 642 | Svara | Er.is | 0

Sonurinn er allt í einu kominn með mjög háan hita. Tók eftir því að hann væri eitthvað slappur í morgun, vildi ekki borða og ennið var heitt en hélt að hann væri bara með nokkrar kommur. Nei nei þá er drengurinn með 39,1 stigs hita. Mældi hann í kvöld og þá var hann með 39.3. Hann hefur borðað eitthvað og drukkið en samt ekki mikið og kvartar ekki um neinn verk neinsstaðar en hefur viljað vera svolítið mikið í fanginu á mér. Er sofandi núna og ég hef svona frekar miklar áhyggjur af honum. Ætti ég að gefa honum stíl? Hef sleppt því og bara svona reynt að fylgjast með honum. Hvað ætti ég að gera? hann hefur aldrei fengið neitt í líkingu við þetta áður.

 

Mangan | 1. sep. '15, kl: 20:42:25 | Svara | Er.is | 3

Gefa honum stíl það lækkar bara hitann og gerir líðanina bærilegri.

Nói22 | 1. sep. '15, kl: 20:46:15 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já ég hef verið að velta því fyrir mér. Hann hefur reyndar ekkert kvartað undan neinum verk neinsstaðar og hann er sofandi núna. er bara eitthvað stressuð því ég er hrædd um að eitthvað sé að. kannski bara óþarfa stress í mér og hann vaknar eldhress á morgun. En mér finnst þetta bara svo rosalegur hiti.


Hef verið að gæla við að mæla hann sofandi með eyrnamæli og athuga hvort hitinn sé eitthvað að lækka. hef bara ekki viljað vekja hann.

strákamamma | 2. sep. '15, kl: 12:48:37 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

39 er allt ílagi.   Ef hann fer uppí 40 OG lækkar ekki við hitalækkandi lyf, þá er komin tími á lækni

strákamamman;)

Galieve | 1. sep. '15, kl: 20:42:43 | Svara | Er.is | 1

Já gefðu honum stíl. 

bogi | 1. sep. '15, kl: 20:43:01 | Svara | Er.is | 3

Ef börnin mín fá svona háan hita þá gef ég alltaf stíl - afhverju ekki?

Petrís | 2. sep. '15, kl: 22:33:37 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Hiti er varnaviðbrögð líkamans og hann hækkar af þörf. Afhverju að gefa hitalækkandi ef hitinn er ekki meiri

bogi | 2. sep. '15, kl: 22:53:17 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Barnið mitt hefur fengið hitakrampa - það er ekkert gott við það.

þreytta | 4. sep. '15, kl: 01:48:30 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ef barn hefur fengið hitakrampa þá gilda aðrar reglur heldur en venjulega. 

bogi | 4. sep. '15, kl: 11:01:14 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég hef alltaf gefið börnunum mínum stíl ef þau fá háan hita, löngu áður en barnið mitt fékk hitakrampa.

Ef að hiti fer ekki niður við að fá hitalækkandi getur það verið vísbending um eitthvað slæmt, þetta er því ágætis viðmið. Börnin mín eru örsjaldan veik og ekki lengi í einu, svo ég skil ekki hvað það á að vera gott að vera með háan hita.

þreytta | 4. sep. '15, kl: 14:08:38 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0


Barnið þitt hefur væntanlega einhvern tíma fengið hitakrampa eins og þú nefndir og þess vegna passaru þetta ennþá betur. Ég hef t.d. verið með börn á leikskóla hjá mér sem hafa fengið hitakrampa og við áttum alltaf að gefa hitalækkandi um leið og barnið fékk hita yfir 38.

Ég hef oft átt þessa umræðu við lækna, sérstaklega þegar ég með barnið mitt veikt hjá þeim og þeir hafa þá alltaf sagt að gefa hitalækkandi ef barni líður illa eða vill ekki drekka, annars ekki. Og þeir hafa þá útskýr afhverju líkaminn tekur uppá því að hækka hitann. 

bogi | 4. sep. '15, kl: 19:59:35 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Nei - á þrjú börn og það var bara núna í síðasta skipti sem eitt barnið fékk hita sem það fékk hitakrampa. Hef bara aldrei tekið áhættu á því. Þegar þetta gerðist var hún sótt á leikskólann og hitinn hækkaði mjög skarpt.

T.M.O | 1. sep. '15, kl: 20:45:29 | Svara | Er.is | 1

ég myndi gefa stíl og fylgjast vel með, honum líður betur ef það er slegið aðeins á hitann og hefur þá kannski betri lyst á að drekka sem hann þarf svo mikið á að halda. Ef hann fer að slaga í 40° þá borgar sig örugglega að hringja í læknavaktina og fá ráðleggingar

daggz | 1. sep. '15, kl: 20:51:14 | Svara | Er.is | 5

Hvað er barnið gamalt?

Það er ekkert óeðlilegt við að fá svona hita (amk ef hann er eldri en 3 mán) og það er um að gera og gefa barninu stíl. Ég gef mínum börnum hiklaust hitalækkandi. Ég spái reyndar voðalega lítið í tölunum sjálfum heldur miða alltaf við barnið sjálft, hvernig það hegðar sér, hvernig því líður og ef þeim líður illa þá gef ég alveg stíl/mixtúru, þó það sé jafnvel enginn hiti.

--------------------------------

Nói22 | 1. sep. '15, kl: 20:57:24 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hann er að verða 5 ára. Já ég hef verið að velta því fyrir mér að gefa honum stíl. Hann er sofandi núna og ég hef ekki viljað vekja hann. En kannski kæmi ég stíl í hann meðan hann sefur. hann hefur verið svona slapplegur í allan dag en samt ekki þannig að maður myndi giska á hann væri með svona agalegan hita. hann hefur verið að leika hérna heima og hefur alveg virkað svona allt í lagi svona þannig séð. Hefur viljað fá borða svona smá en ég hef reyndar þurft að hálfneyða ofan í hann vökva. það dró reyndar af honum undir kvöld. Þá vildi hann bara liggja í fanginu á mér og horfa á dvd.


Er bara að drepast úr stressi. ég hef aldrei upplifað það áður að hann fengi svona agalegan hita.

daggz | 1. sep. '15, kl: 21:12:11 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 4

Hitinn er samt að vissu leiti bara góður, leið líkamans til að berjast við flensuna.

Meðan hann pissar og er ekki alveg ,,out of it" þá myndi ég ekki hafa neinar áhyggjur. Ég get eiginlega alveg lofað þér að þetta er ekkert óeðlilega hár hiti. Sérstaklega í ljósi þess að hann hefur ekki verið á neinu hitalækkandi. Hins vegar ef hitinn fær hærra upp og lækkar ekki þrátt fyrir hitalækkandi þá myndi ég spá meira í þessu.

Ég skil þig samt alveg, þetta er ekkert þægilegt þegar börnin fá hita. Ég mæli samt alveg með því að eiga Nurofen mixtúruna fyrir svona stór börn. Hún er fljótvirk og langvirkari en stílarnir. Það er auðveldara að stjórna magninu að mínu mati (s.s. gefa alveg réttan skammt) og hún bæði verkjastillir vel og lækkar hitann vel svo er bara plús að amk minni dömu finnst hún bara góð og bragðið og ekkert mál að gefa henni þó hún sé sofandi (þarf oft að gera það eftir aðgerðir).

--------------------------------

nóvemberpons | 1. sep. '15, kl: 22:21:25 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Lika til panodil mixtúra. Mínir fá hana mega ekki íbúfen.

4 gullmola mamma :)

daggz | 2. sep. '15, kl: 15:06:50 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já, mín bara neitar algjörlega að taka hana. Ætlaði að losa mig við stílana hérna einu sini en ekki séns. Það fór allt út um leið. Ekki séns að hún ætlaði að taka þetta.

Ég nota bara tuggutöflurnar á eldri guttann í staðinn ef ég vil gefa parasetamol og stíla eða Nurofen á dömuna.

--------------------------------

nóvemberpons | 2. sep. '15, kl: 15:14:03 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Haha mixtúru sjúka dóttir mín elskar þessa! :p

4 gullmola mamma :)

daggz | 2. sep. '15, kl: 15:17:51 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Heppin þú! Mér finnst þetta óneitanlega þægilegra, þessar mixtúrur. Sérstaklega þegar maður er kannski farinn að þurfa að gefa 2 stíla í einu og alltaf með reglulegu millibili.

Nú hljóma ég eins og ég sé alltaf að dæla lyfjum í krakkana mína. Kannski bara nefna það að ég er ekki að því alltaf, bara eftir aðgerðir ;)

--------------------------------

uvetta | 1. sep. '15, kl: 23:13:10 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Hiti er ekki "góður". Hiti eykur súrefnisupptöku vefjanna og eykur efnaskipti líkamans. Gefa hitalækkandi og ekki dúða barnið. Með því að leyfa barni að vera með hita, tapar það meiri vökva um húð (svitnar) og um öndun (sem er hraðari við hita). En ég er sammála Daggz að þú getur alveg verið róleg svo lengi sem barnið pissar og er ekki meðvitundarlaust.

Kv. Uvetta

Tvíst | 2. sep. '15, kl: 01:06:01 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 4

Jùjù, ein af leidum lìkamans til ad verjast sýkingum er ad hækka lìkamshitann.

Lilith | 2. sep. '15, kl: 13:03:29 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Skiptar skoðanir um nytsemi hita við þetta. Hitinn segir manni fyrst og fremst að maður sé lasinn og eigi að slappa af. En það er ekkert gott að vera með háan hita og slappur og geta varla drukkið. Þá er mun betra að fá hitalækkandi.

Blah!

daggz | 2. sep. '15, kl: 15:13:02 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Ég segi að vissu leiti góður því það er bara eitt merki þess að líkaminn sé að berjast við sýkingarnar. Stundum verðum við að leyfa líkamnum það. Hiti er heldur ekki það sama og hiti. Fólk bregst misjafnlega við honum. Og það er ekkert alltaf þörf á að dæla lyfjum í kroppinn við minnstu kommur. Þess vegna mæli ég með því að horfa á einstaklinginn og meta útfrá því. Ekki bara líta á tölurnar á mælinum. Og hiklaust gefa hitalækkandi ef þess þarf, eða jafnvel gefa lyfin bara fyrir verkjastillinguna þó svo engin hiti sé til staðar.

--------------------------------

Nói22 | 2. sep. '15, kl: 15:27:34 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já ég var einmitt að horfa til líðanar hans. Honum virtist í sjálfu sér ekki líða neitt ægilega illa. Var slappur jú jú en hann kvartaði ekki undan verkjum eða neinni vanlíðan og hann er þannig að hann lætur mig yfirleitt vita. Hann er ekki týpan sem harkar eitthvað rosalega mikið af sér. Þess vegna hikaði ég við að gefa honum stíl. 

strákamamma | 2. sep. '15, kl: 12:50:17 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

þú þarft ekki að gefa honum stíl nema honum sé illt einhverstaðar eða honum líði mjög illa. Hitinn er í fullri vinnu við að berjast við hvað sem það er sem er í gangi. 

strákamamman;)

Abbagirl | 1. sep. '15, kl: 20:51:58 | Svara | Er.is | 0

Var með eina tveggja ára um helgina með tæðlega 40* hita, gaf henni stíl og svo var hún orðin fín á mánudaginn.

_________________________________________________________________

If you have a garden and a library, you have everything you need. ~Cicero

fálkaorðan | 1. sep. '15, kl: 22:00:58 | Svara | Er.is | 2

Æ já gefðu lillimann stíl. Elsku kúturinn. Reyndu að fá hann til að drekka eitthvað og þá endilega gatorate eða epladjús þynnt. Fylgstu svo með honum áfram.

http://i.imgur.com/mVrNx4L.jpg

Catalyst | 1. sep. '15, kl: 22:05:44 | Svara | Er.is | 0

Mínir eru oft ansi hressir þó þeir séu með hita en matarlystin minni og svona. Gef stíl ef það er 38,5 eða hærra. Sérstaklega ef það er 39, þá virðist einmitt aðeins draga úr þeim (ekki alltaf).
Mér finnst þeir borða betur og drekka meira ef þeir fá stíl og held það sé mikilvægt að allavega drekka ef menn eru með svona mikinn hita.

Felis | 2. sep. '15, kl: 13:21:55 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

minn einmitt sýnir engin merki um að vera veikur fyrr en hann er kominn uppfyrir 39,5° (well ég held að hann sé að breytast aðeins með þetta, enda alveg að verða 10 ára og ekkert kríli lengur)


ég hef haft þá reglu að gefa hitalækkandi ef mér finnst hann slappur (nú orðið ef hann segist vera með verki og biður um verkjalyf) 
já og hef alltaf fylgst með að hann fái nógan vökva og þekki merki vökvaskorts ágætlega. 

___________________
“Why do people say 'grow some balls'? Balls are weak and sensitive. If you wanna be tough, grow a vagina. Those things can take a pounding.”
― Betty White

Lilith | 2. sep. '15, kl: 14:07:30 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Miðjan mín fékk alltaf rosalega háan hita þegar hún varð lasin. Oft yfir 40 stig. Mér stóð samt ekki alveg á sama í eitt skiptið þegar hún var komin með 41,3 stiga hita. En það reyndist ekkert alvarlegt vera að, bara leiðinda eyrnabólga.

Blah!

Felis | 2. sep. '15, kl: 14:11:33 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

minn fær reyndar sjaldan mikinn hita, en þegar hann er með 38-39°hita sést það ekkert á honum nema bara að hann er með smá fljótandi augu. Hann er alveg jafn hress og venjulega og bara ekkert veikindalegur


ég hef líka farið með hann til læknis og læknirinn ætlaði að vísa okkur bara í burtu, það væri ekkert að þessu barni, en lét þó tilleiðast og skoðaði hann. Strákurinn var með rúmlega 39° hita, eyrna- og berkjubólgu

___________________
“Why do people say 'grow some balls'? Balls are weak and sensitive. If you wanna be tough, grow a vagina. Those things can take a pounding.”
― Betty White

snsl | 3. sep. '15, kl: 17:03:52 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Fyndið.
Ég gat alltaf sagt til um veikindi dóttur minnar með nokkurra klukkutíma fyrirvara. Varð eldrauð í kinnum áður en hún fékk hita eða varð slöpp, og almennt sá annað fólk ekki veikindin á henni nema horið væri lekandi og hitinn að nálgast 40. Til dæmis aldrei hringt heim af leikskólanum ef hún veiktist, tók enginn eftir því.

Felis | 4. sep. '15, kl: 07:14:24 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já það var einmitt aldrei hringt út af mínum - nema hann væri ælandi

___________________
“Why do people say 'grow some balls'? Balls are weak and sensitive. If you wanna be tough, grow a vagina. Those things can take a pounding.”
― Betty White

La Coocaracha | 1. sep. '15, kl: 23:40:26 | Svara | Er.is | 1

Jú gefðu honum stíl.

Helgenberg | 2. sep. '15, kl: 00:01:22 | Svara | Er.is | 1

læknavaktin, ég fór alltaf strax með mín til læknis ef þau fengu svona hánn hita. 

Lilith | 2. sep. '15, kl: 13:10:39 | Svara | Er.is | 0

Hiti upp í og jafnvel aðeins yfir 40 gráður er í raun ekkert óeðlilegur í veikindum barna. Horfðu fyrst og fremst á almenna ástandið. Það er óþarfi að gefa hitalækkandi stíl ef barninu líður ekki illa og er að drekka nóg. Matur skiptir minna máli þegar maður er lasinn, en vökvi er nauðsynlegur. Svo getur verið ágætt að gefa hitalækkandi fyrir nóttina svo barnið geti sofið vel. Manni líður nú yfirleitt ekkert svakalega vel með mjög háan hita.

Blah!

Nói22 | 2. sep. '15, kl: 14:28:50 | Svara | Er.is | 0

Jæja vildi bara láta ykkur vita að þegar hann vaknaði í morgun var hann orðinn hitalaus. (37,4). Ég þorði ekki að vekja hann í nótt þannig að ég gaf honum ekki stíl. Ákvað bara að fylgjast með honum. Mældi hann tvisvar í eyrun þegar hann var sofandi og hitinn var alltaf að lækka þannig að ég róaðist. Hvernig hann varð hitalaus samt á einni nóttu mun ég aldrei skilja. Hefði haldið að hann myndi verða með einhvern hita í dag. Nei nei hann er hitalaus og er núna hlaupandi um öskrandi (í leik). Er farin að halda að líkamar barna séu freak of nature :)


Takk fyrir svörin allar. Þetta hjálpaði mikið. Var að farast úr stressi í gærkvöldi og nótt.

Lilith | 2. sep. '15, kl: 14:34:27 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Ekki láta þér bregða þó hitinn hækki aðeins aftur í kvöld, það er ekkert óþekkt að vera hitalaus að morgni, en slappast svo aðeins aftur seinni partinn. Og svefn gerir oft kraftaverk í veikindum, líkaminn fær frið til að vinna á sýklunum ;)

Blah!

Nói22 | 2. sep. '15, kl: 15:24:29 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já ókei. Var ekki búin að fatta það. Skal horfa eftir því í kvöld. 


Enda gat það líka ekki bara verið að hann myndi ná að ná þessu algjörlega úr sér á einhverri einni nóttu. Fannst það bara ekki geta staðist.

T.M.O | 3. sep. '15, kl: 17:21:35 | Svara | Er.is | 0

hvernig er guttinn?

Nói22 | 4. sep. '15, kl: 06:55:19 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Honum líður betur núna. Daginn og nóttina sem hann var með 39 stiga hita var hann slappur en svo vaknaði hann daginn eftir (reyndar eftir að hafa sofið einhverja 14 tíma) hitalaus. En eins og Lilith sagði mér að myndi trúlega gerast að þá fékk hann aftur hita með kvöldinu. Fór þá upp í 38,5 og hann var bara í fanginu á mér og var rjóður í kinnum og úrillur. Eftir að ég fékk hann til að sofna um kvöldið að þá svaf hann vel og lengi og vaknaði hitalaus í dag. Hef reyndar haldið honum heima og mælt hann reglulega en hann sýnir engin merki um að neitt sé að. Hitalaus og leikur sér og er bara hinn hressasti. Ætla að halda honum heima í dag líka til vonar og vara samt. Vil alls ekki að honum slái niður.


Ég skil samt ekki hvernig hann fer að þessu. Ég fékk einu sinni 40 stiga hita og ég var alveg 1 og1/2 viku að jafna mig. Hann virðist vera stálsleginn eftir 2 daga. Freak of nature I tell you.

T.M.O | 4. sep. '15, kl: 09:25:18 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

krakkarnir eru fjótari að klára þetta, gott að hann er á réttri leið :)

miramis | 4. sep. '15, kl: 20:04:15 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Börn sko :)

Ég á thrjú og thau fá varla hita án thess ad fara i taepar 40 gr. Fyndid hvad thetts er mismunandi :)

þreytta | 4. sep. '15, kl: 01:47:39 | Svara | Er.is | 0

Ég hef reyndar haft það fyrir reglu að gefa mínum börnum ekki verkjastillandi lyf nema þeim líði illa. Ef þau eru óróleg, geta ekki sofið eða ef hitinn fer yfir 40 gráður. 
Hitinn er góður og náttúrulega aðferð líkams til að berjast við sýkinguna í líkamanum og því ætti ekki að lækka hitann nema börnunum líður illa eða hitinn er hættulega hár fyrir þau. 

Nói22 | 4. sep. '15, kl: 06:57:37 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já ég var einmitt að hugsa það sama varðandi stílinn. Að ég ætlaði ekki að gefa honum neitt nema hann kvartaði. En svo var bara hitinn svo rosalegur og ég var með áhyggjur af því að eitthvað myndi gerast þegar hann svæfi. Hann myndi hætta að anda eða eitthvað álíka og ég bara sofandi við hliðina á honum. Þannig að ég var í stresskasti og var að velta fyrir mér hvort ég ætti að gefa honum stíl svona til vonar og vara. En svo ákvað ég að sleppa því bara og vakti í staðinn. Lá uppi í rúmi hjá honum og fylgdist með honum.

þreytta | 4. sep. '15, kl: 14:11:48 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það hefði náttúrulega held ég ekki skaðað hann að fá stíl og þá hefðuð þið bæði getað sofið rótt ;) 

miramis | 4. sep. '15, kl: 20:07:31 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

En af hverju varstu svona stressud ad gefa honun hitalaekkandi?

bogi | 4. sep. '15, kl: 11:01:38 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ertu með einhverjar heimildir fyrir þessu?

þreytta | 4. sep. '15, kl: 14:09:45 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég er ekki læknisfræðilega menntuð en þetta er þau svör sem ég hef fengið frá t.d. barnalæknum uppí domus medica

miramis | 4. sep. '15, kl: 20:06:10 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég fékk önnur svör frá nokkrum barnalaeknum á Karolinska, their maeltu eindregud med stil, m.a. Til ad hun svaefi betur og bordadi betur = fljotari bati

þreytta | 5. sep. '15, kl: 14:23:01 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Svona eru þessi læknar, geta ekki einu sinni verið sammála ;) 
Annars eru börn örugglega misjöfn líka. Mín verða t.d. oft mjög listalaus þó svo þau fái hitalækkandi. En ég held að allir geti verið sammála því að vökvi og svefn sé nauðsynlegur fyrir veika einstaklinga á hvaða aldri sem er. 

Lilith | 4. sep. '15, kl: 20:44:05 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það er ýmislegt sem bendir til að hiti örvi myndun hvítra blóðkorna og örvi ónæmiskerfið. En í flestum veikindum þá skiptir þetta bara engu höfuðmáli við batann. Ég vil meina að það sé bara langbest að miða við líðan barnsins, ekki hitann, og gefa hitalækkandi ef manni grunar að barninu líði illa, eða ef það er mjög slappt. Eins mæli ég með því fyrir svefninn ef hitinn er hár. Við vitum alveg sjálf hvað það getur verið óþægilegt að vera með háan hita og maður sefur ekki eins vel þannig, en svefninn og hvíldin er einmitt líka svo mikilvæg fyrir bata.

Blah!

daffyduck | 4. sep. '15, kl: 23:46:46 | Svara | Er.is | 0

Gott að gefa honum orkudrykki eins og gatorade eða powerade og mat með salti eins og td ritzkex eða saltstangir. Það bindur vatnið betur í líkamanum á honum.
Gefðu honum parasupp stíla og farðu með hann til læknis ef hitinn fer yfir 40.

Fyrirsögn Nafn Dagur Uppfært
I farangur frá Spáni Helga31 24.4.2024 24.4.2024 | 12:47
Hjàlp! HM000 23.7.2023 24.4.2024 | 08:51
FRÍ EINKAþJÁlFUN! Gróðurinn 9.3.2024 24.4.2024 | 08:50
Skírn međ heilögum anda og eldi Baldvin2 23.4.2024 23.4.2024 | 13:54
0,00002 krónur frá íslandi ! Zjonni71 21.4.2024 22.4.2024 | 20:02
Nýr forseti Íslands ? Hver verður hann eða hún ? jaðraka 14.3.2024 22.4.2024 | 09:36
Dúkkunöfn..hvað hétu dúkkurnar ykkar? Estro 2.6.2004 22.4.2024 | 09:17
Óska eftir aðstöðu til leigu á snyrtistofu/hárgreiðslustofu.Selfoss/Hveragerði/Reykjavík Bjalla17 21.4.2024
Challenge Your Reflexes and Skills slopegame1168 21.4.2024
Af hverju eru flugvélar ekki hraðari í dag? R2 D2 19.4.2024 21.4.2024 | 00:19
HarbuDarbu lagið - Geggjað flott! FuckHamas 18.4.2024 19.4.2024 | 16:11
Stofnun minningarsjóðs mánaskin 19.4.2024
what kind of extra activities for 3 half years boy? 007008 10.10.2014 19.4.2024 | 09:23
New York Ròs 18.4.2024 19.4.2024 | 03:26
Orðhlutafræði austurland1 18.4.2024
Þjóðskrá barst tilkynning listaverk1 17.4.2024 17.4.2024 | 21:20
packers and movers rehousingindia 17.4.2024
perluprjón pisa 9.8.2009 16.4.2024 | 06:09
Game stöðin cheap 23.11.2009 15.4.2024 | 02:15
Aðalfundur húsfélags tapularasa 13.4.2024 13.4.2024 | 23:39
User feedback and improvements regarding chat GPT GerdaGerda 12.4.2024 13.4.2024 | 07:34
Endurhæfingarlyferir Rokkvvi 12.4.2024 12.4.2024 | 23:05
Endurhæfingarlyferir Rokkvvi 12.4.2024 12.4.2024 | 16:05
Endurhæfingarlyferir Rokkvvi 12.4.2024
Grín neyðarkassi á brúðkaupsnótt Finnsk trukkapía 11.4.2024
Vantar svo nudd helst í kvöld Gulla trukkur 20.9.2013 11.4.2024 | 15:15
Aumingja umræðan varðandi húsaleigu. _Svartbakur 30.3.2023 11.4.2024 | 10:00
Sjónskerðing hjá ungabarni Elisabetheida 10.4.2024 11.4.2024 | 09:19
Selfoss eða Þorlákshöfn Mayla 2.7.2004 10.4.2024 | 11:40
Skyldmenni böbblí 20.1.2005 8.4.2024 | 20:14
Loksins fær Reykjavíkurflugvöllur nýja flugstöð ! _Svartbakur 15.6.2023 8.4.2024 | 14:24
Bæklunarlæknar barbafín 27.4.2011 8.4.2024 | 11:04
Desemberbumbur 2024 h1999 6.4.2024 8.4.2024 | 07:56
Aðstoðarmaður fasteignasala icelandicjesus 3.7.2022 8.4.2024 | 07:55
Gifurleg fjölgun erlendra afrotamanna í glæpum hérlendis ! _Svartbakur 18.6.2023 7.4.2024 | 12:02
Harmlrkur á Suðurnesjum selur hús ofan af öryrkja fyri brot af verðmæti. _Svartbakur 28.6.2023 7.4.2024 | 11:21
Rafskútur flytja álíka marga farþega og Strætó en menga sennilega 1 þúsundasta á við Strætót jaðraka 16.6.2023 7.4.2024 | 09:01
fermingarkort dæsí 15.4.2011 7.4.2024 | 02:53
"Kappakstur" mattabg 30.9.2013 6.4.2024 | 14:08
N.Y jarðskjálftinn Zjonni71 6.4.2024
Páska Flensan eythorjonas 29.3.2024 5.4.2024 | 21:33
vitiði hvar hægt er að leigja bingó ?? skrauma85 30.3.2009 5.4.2024 | 21:20
hbomax.com/tvsignin Guide by GetFactified.com getfactifiedme 5.4.2024 5.4.2024 | 19:37
hbomax.com/tvsignin Guide by GetFactified.com getfactifiedme 5.4.2024 5.4.2024 | 19:37
hbomax.com/tvsignin Guide by GetFactified.com getfactifiedme 5.4.2024 5.4.2024 | 19:37
Ferming - endurnýta skraut Svetlana Álfheiður Malyutina 3.4.2024 5.4.2024 | 14:33
Óska eftir veitingastað Aura Pain 5.4.2024
Veit einhver - twentyfiveyears 1.3.2024 4.4.2024 | 22:01
50 cent og Game Bíædz 16.1.2008 4.4.2024 | 15:49
Game boy 26sigbjo 24.3.2007 4.4.2024 | 15:48
Síða 1 af 47909 síðum
 

Umræðustjórar: tinnzy123, Kristler, paulobrien, Paul O'Brien, Guddie, Hr Tölva, Bland.is, annarut123