Læra að hekla, er örvhent

Eðlilegt | 10. maí '09, kl: 21:19:59 | 1050 | Svara | Er.is | 0

Er eitthvað betra að ég venji mig á að hekla með nálina í hægri hendi?
Skiptir það einhverju máli upp á að uppskriftir fari ekki í rugl?
Hef alveg val ennþá, er ekki byrjuð að hekla, en það liggur beinast við mér að setja nálina í vinstri hendi :)

 

drífapífa | 10. maí '09, kl: 22:05:07 | Svara | Er.is | 0

Þær sem ég þekki og eru örvhentar, hekla allar rétthent, af hverju ? veit ekki :)

aslein | 10. maí '09, kl: 22:22:33 | Svara | Er.is | 0

Hæ. Ég er kennari og ég kenni öllum mínum nemendum að prjóna og hekla eins og þau væru rétthent.

allt

Eðlilegt | 10. maí '09, kl: 22:24:05 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Verður allt öfugt hjá mér ef ég fer eftir uppskriftum en pjóna örvhent?

Knitess | 10. maí '09, kl: 22:26:27 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég get ekki ímyndað mér það, þú heklar þá bara í hina áttina. Vinkona mín prjónar og heklar örvhent og hún les alveg eins úr uppskriftum og ég. Bara spurning hvort þú getr speglað myndir og vídjó af hvernig á að hekla hitt og þetta.

------------------------
Knit happens!

tímaskekkja | 14. maí '09, kl: 18:31:31 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Eða færð einhverja örvhenta til að kenna þér.

Ég lenti t.d. í vandræðum með son minn að kenna honum að reima skó, hann örvhentur, ég rétthent. Fékk einn leikskólakennarann til að kenna honum, ég gat það ekki. Geri eflaust það sama með dótturina hún er líka örvhent.

drífapífa | 11. maí '09, kl: 11:32:47 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Aslein: Ertu semsé að kenna hekl í skóla ? Ég var að ræða við handmenntakennarann í skóla barnanna og hún sagði, það er hætt að kenna hekl í skólum !!! Ég fékk vægt áfall ...

aleinheima | 11. maí '09, kl: 15:19:52 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

það er kennt að hekla í flestum betri skólum landsins
og það er einfaldara en að kenna að prjóna en ef þú ert örfhennt þá er bara að horfa í spegil þegar þú ert að skoða þetta með hægri hendi og svissa síðan í spegilmyndina

er kennari og ökukennari og sjaldnast ein heima :)

drífapífa | 11. maí '09, kl: 15:56:50 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Flestum betri skólum ??? Er ekki skólanámskrá ??? Ekki til í að viðurkenna einn tveir og tíu að börnin mín þrjú gangi í verri skóla !

Knitess | 12. maí '09, kl: 22:27:09 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Í Aðalnámskrá grunnskóla síðan 1999 (sem er enn í gildi þó ný námskrá sé komin út) stendur eftirfarandi um hekl:

Að nemandi
- læri að hekla snúru, snúa band eða hnýta [þrepamarkmið í textílmennt í 4. bekk]
- læri að hekla loftlykkjur, fastahekl og/eða stuðlahekl [þrepamarkmið í textílmennt í 6. bekk]
- læri að hekla og/eða prjóna eftir einföldum leiðbeiningum [þrepamarkmið í textílmennt í 8. bekk]

------------------------
Knit happens!

hugmyndalaus | 19. maí '09, kl: 00:25:53 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

fliss... ég er textílkennari sjálf. og kenni engum að hekla.

og tel skólann minn samt með betri skólum..

kenni þeim alveg fullt, en kemst engann vegin yfir allt sem aðalnámsskrá segir, kenni þeim til dæmis ekki jurtalitun og ekki þrykk nema að mjög litlu leyti.

þau fá 28-36 tíma á ári í textílmennt og það er ekki fræðilegur möguleiki að ná að kenna allt.

Abbagirl | 12. maí '09, kl: 00:22:38 | Svara | Er.is | 0

Ég hekla örfhent en prjóna rétthent :)

_________________________________________________________________

If you have a garden and a library, you have everything you need. ~Cicero

úbs | 12. maí '09, kl: 17:09:02 | Svara | Er.is | 0

Skella sér á námskeið eða fá einhvern til að hekla og sýna þér og þú speglar það svo. Bara að æfa sig :)

ElinElla | 13. maí '09, kl: 14:02:56 | Svara | Er.is | 0

Þú átt alveg að geta heklað í vinstri.
Mamma mín er örvhent og hún gerir allt í vinstri og ég veit ekki um betri prjónakonu en hana.

Hún kenndi mér að hekla og ég náði þessu alveg þrátt fyrir að mér væri kennt það öfugt.

Það hafa verið gerðar margar athugasemdir um það hvernig ég prjóna og hekla vegna þess að ég geri það vitlaust víst, en ömmusystir mín frá Færeyjum kenndi mér að prjóna og mamma er örvhent, en ég er mun fljótari en allar vinkonur mínar samt sem áður. Svo það skiptir engu máli hvort þú ert að gera rétt beint heldur finnur þú bara leið sem hentar þér.

Mér persónulega finnst það sorglegt að örvhentum sé kennt að prjóna og hekla eins og rétthentum...veit um marga sem hafa hreinlega gefist upp því það gengur svo illa.

Handóði heklarinn c",)
www.handod.blogspot.com

ElinElla | 13. maí '09, kl: 14:14:10 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Sorry ég var að ljúga að ykkur.
Var að tala við mömmu mína og hún prjónar víst ekki í öfuga átt...en hún prjónar samt rosalega hratt og vel. En hún heklar í öfuga átt...svo þú átt alveg að geta heklað örvhent.

En eins og ég segi þá er bara málið að finna út hvað þér finnst þægilegast og sem virkar - hvernig sem það er c",)

Handóði heklarinn c",)
www.handod.blogspot.com

saltkringla | 13. maí '09, kl: 14:12:46 | Svara | Er.is | 0

eg er örvhent oog hekla eins og aðrir, nema að ég held í spottan eins og e´g se að prona , sem sé e með spottann á vísifingri.
Var ekki kennt það en finnst þetta bara þægilegt
Kennarinn minn var í vandræðum að kenna mer að prjóna, en það tókst, og ég prjóna eins og rétthentir.

magzterinn | 14. maí '09, kl: 18:19:16 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég geri það líka þannig, s.s. held bandinu eins og ég sé að prjóna, finnst það lang þægilegast ;P

~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~
Mehh

presto | 18. maí '09, kl: 15:03:06 | Svara | Er.is | 0

Ég er örvhent en hekla og prjóna rétthent. Held samt eitthvað öðruvísi á heklunálinni en margir aðrir. Háir mér ekki neitt.
Man e. 1 strák í handavinnu í barnaskólanum sem prjónaði "öfugt". Það væri örugglega sniðugt að vera jafnvígur og prjóna í báðar áttir á réttunni. (Kaffe Fasett?)

gmh | 18. maí '09, kl: 23:53:39 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég er líka textílkennari og ég kenni öllum í 6. bekk að hekla. Þeir sem eru örvhentir læra að hekla eins og þeim finnst best. Flestir örvhentir vilja hekla örvhent. Ég sat heila helgi og heklaði örvhent til að æfa mig sjálf og þá skildi ég hvað það hlýtur að vera erfitt fyrir örvhenta að vera þvingaðir til að læra að hekla rétthent. Krökkunum finnst þetta ekkert mál þegar þau eru búin að læra að halda á nálinni og bandinu.

presto | 19. maí '09, kl: 15:25:13 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég var ekki þvinguð í þetta en er líklega jafnvígari en margir. Kasta bolta m. báðum höndum og skipti oft á milli. Held líka rétt á hnífapörum en færi gaffalinn aldrei yfir í hægri.
Amma sem er örvhent líka var neydd til að læra að skrifa m. hægri og henni fannst það erfitt, en held að henni hafi aldrei þótt erfitt að prjóna upp á "rétta" hönd. Ég lærði að prjóna 5-6 ára og fannst þetta aldrei neitt mál.

sossa03 | 21. nóv. '14, kl: 10:23:03 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Vitið þið um einhver myndbönd til að læra að hekla fyrir örvhenta ?

hanastél | 21. nóv. '14, kl: 12:23:21 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

YouTube, crochet left handed.

--------------------------
Let them eat cake.

presto | 22. nóv. '14, kl: 01:45:13 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Nei, hef ekki lært beitt hekl af youtube og held að ég hekli eins og rétthentir. (Lærði í skóla, af mömmu/ömmu., af spænsku heklublaði, ýmsum uppskriftum, og svo netinu og pintrest í seinni tíð. Vil helst hekla eftir myndrænni uppskrift (tákn) finnst textinn miklu þvælnari og seinlegri í notkun.

 
Fyrirsögn Nafn Dagur Uppfært
Aumingjavæðingin heldur áfram. _Svartbakur 16.12.2023 3.2.2024 | 15:31
Kulnun janefox 22.10.2022 2.2.2024 | 21:13
Að gefa úr læðingi kraftinn í ChatGPT: Nýstárlegar vinnuaðferðir ElysiaElysia 19.1.2024 2.2.2024 | 20:50
Reglur fyrir Verðbréfaspilið! nar0z 31.1.2012 2.2.2024 | 15:26
Borgarlínan og gjaldþrota bogarsjóður Reykjavíkur _Svartbakur 1.2.2024 2.2.2024 | 02:23
Hitastig snjóbræðslu Begónía 1.2.2024
Veit einhver um góða saumakonu??? Nottin 7.11.2009 31.1.2024 | 07:15
Gátur Sætúnið 30.1.2024
Könnun fyrir háskólann, vantar KK AlexandraEFox 30.1.2024
Ávaxtaflugur ThorunnElla 24.8.2011 29.1.2024 | 09:52
Sjóngler atv2000 10.11.2023 29.1.2024 | 08:55
Viðgerð á bílskúrshurð 141414 28.1.2024
Hvað er um að ske ? Zjonni71 25.1.2024 27.1.2024 | 21:17
Tannlækningar í Búdapest Bella2397 12.1.2022 27.1.2024 | 09:42
Ég er að verða svo þreytt, barnið mitt er alltaf pirrað gosdrykkur 26.3.2012 26.1.2024 | 18:31
Berjast við félagsbústaði vegna leiganda Norðlenska mærin 25.1.2024 26.1.2024 | 16:13
Clear Eyes augndropar! Kastalavesen 26.1.2024
Danska - Hvar finnur maður dönskukennara? ingimarrag 7.6.2023 26.1.2024 | 08:20
hvað heitir lagið? Jónbóndi3 26.1.2024
Rafvirki oliorn1 25.1.2024
Hliðra til rafmagnstöflu oliorn1 25.1.2024
elda hafragraut aquamilk 3.6.2010 25.1.2024 | 21:19
Tjaldbúðir á Austurvelli _Svartbakur 9.1.2024 25.1.2024 | 00:14
Alþingi og flokkarnir þar. _Svartbakur 23.1.2024
upper/lower secondary school 22sept2009 10.11.2010 23.1.2024 | 10:45
Sorg áin 22.1.2024 22.1.2024 | 14:59
Húsnæðislausir Íslendingar gista sumir í Laugardal í húsbílum _Svartbakur 17.1.2024 21.1.2024 | 23:19
boðskort í fermingu... heimatilbúin lifebook 10.1.2006 20.1.2024 | 02:04
Boðskort í afmæli Sauma Konan 10.10.2004 20.1.2024 | 02:02
Hress heilsurækt vor156 30.12.2023 19.1.2024 | 13:40
Útleiga íbúðarhúsnæðis _Svartbakur 18.1.2024
Stutt klipping hugmyndir mamma Málfríðar 17.1.2024
Rjómasalat Mouse 23.12.2010 17.1.2024 | 07:44
Tannréttingar Litli maðurinn 15.1.2024 16.1.2024 | 22:41
Grindavík flekahreyfingar _Svartbakur 13.1.2024 16.1.2024 | 19:23
Aumustu fyrirtæki landsins Sorpa og Strætó eru enn einu sinni búin að skíta uppá bak. _Svartbakur 4.1.2024 16.1.2024 | 14:47
Ömurlegt comment frá Páli Óskari Vínberið 21.1.2005 16.1.2024 | 01:55
Míron Smelt Aerie 26.10.2011 16.1.2024 | 00:35
Rússland Putins og Ukranie - stærsta orrustan um Kherson við Dnipro River. _Svartbakur 23.10.2022 15.1.2024 | 04:29
brotinn framstuðari á bíl Degustelpa 23.3.2015 13.1.2024 | 22:33
Auka vinna HM000 12.1.2024 13.1.2024 | 22:31
adhd greining steini91 9.1.2024 13.1.2024 | 20:09
vantar alit (trigger warning) johnsg 13.1.2024
Fúkkalygt Helgi Helgason 10.1.2024 11.1.2024 | 15:46
Hvar fær maður þvottaefni arial i dufti kolmar 12.11.2023 11.1.2024 | 10:06
Barnateppi - hjálp firstbaby 4.7.2009 10.1.2024 | 03:59
barnateppi rúmsí 19.8.2005 10.1.2024 | 03:55
Barnateppi 2169 18.9.2012 10.1.2024 | 03:53
Hafnarfjarðarbrandarar silfurskuggi 12.7.2004 10.1.2024 | 03:49
saltkeramik ups3 9.12.2008 10.1.2024 | 03:49
Síða 4 af 47933 síðum
 

Umræðustjórar: Hr Tölva, tinnzy123, Bland.is, annarut123, Guddie, Kristler, Paul O'Brien, paulobrien