Lág FSH gildi, engin von ?

brot | 26. ágú. '15, kl: 22:40:51 | 165 | Svara | Þungun | 0

Við hjónin erum búin að vera reyna við þriðja barnið í ár svo ég ákvað að leita til læknis til að athuga okkur. Hannn sendi mig í blóðprufu sem ég var að fá niðurstöður úr. FSH gildin eru of há sem bendir til þess að eggin mín séu svo léleg að þau nái ekki að frjógvast. Semsagt ómögulegt fyrir mig að verða ófrísk, hans orð voru að það yrði nánast kraftaverk !

Ég er auðvitað alveg miður mín yfir þessum niðurstöðum og velti því fyrir mér hvort það sé einhver ástæða til að leita eftir áliti annars læknis ? Minn læknir benti mér auðvitað á að ég gæti gert það en hljómaði mjög svartsýnn á að nokkuð væri hægt að gera.

Hefur einhver hér fengið slíkar niðurstöður, eða getur útskýrt stöðuna betur fyrir mér ?
Er bara kominn tími til að hætta og gefast upp, eða er einhver von fyrir kraftaverk ?

 

everything is doable | 27. ágú. '15, kl: 08:22:55 | Svara | Þungun | 0

Ég hef mikil fylgst með erlendum síðum þar sem fólk er með há FSH gildi ég man eftir einni sem mældist 34 og hún er ólétt núna með sínum eigun eggjum svo það er von. Það er mikið talað um chineese medicine og einhverjar jurtir ásamt mataræði að það eigi að geta lækkað FSH svo ég myndi í hið minnstra prófa að athuga það. 

nycfan | 27. ágú. '15, kl: 11:44:07 | Svara | Þungun | 0

Ertu búin að fara til Art Medica og gá hvaða möguleika þeir bjóða uppá. Það getur auðvitað verið dýrt en ef þeir telja möguleika með glasa eða smásjár þá gætu eggin verið nógu góð. Annars er hægt að fara á lista eftir gjafaeggi eða fá frá systur/vinkonu/frænku og þurfa ekki að bíða jafn lengi.
Ef þú hefur ekki farið til Art þá myndi ég hiklaust panta tíma og kanna hvað þeir segja. Ég get gefið Snorra á Art Medica ofsalega góð meðmæli :)

brot | 27. ágú. '15, kl: 16:58:24 | Svara | Fyrri færsla | Þungun | 0

Já ég hef íhugað að leita þangað, læknirinn minn benti mér á að ég gæti athugað það, en var óviss um að þeir gætu nokkuð gert fyrir okkur þar. Ég sé að ég hef skrifað þetta rangt í fyrirsögninni , það er náttúrulega hátt FSH, en ekki lágt sem er vandinn. Ég fékk reyndar ekki töluna á gildunum þannig að mér finnst erfitt að átta mig á hvar ég stend mv upplýsingar á erlendum síðum sem ég hef verið að lesa, hvort þetta er "no go" eða einhver séns. Þar sem við eigum þegar 2 börn þá myndum við láta staðar numið áður en við færum í að fá gjafaegg eða eitthvað slíkt, var að vona að það væri etv einhver önnur leið.

nycfan | 27. ágú. '15, kl: 17:56:04 | Svara | Fyrri færsla | Þungun | 0

Ég myndi allavega hitta lækni á Art áður en þú gefst alveg upp. Það er nokkuð auðvelt að fá tíma hjá Snorra eða Ingunni á Art. Persónulega fannst mér betra að tala við Snorra og hann útskýrir allt rosalega vel fyrir manni. Svo ég myndi allavega heyra hvað þau segja áður en þú gefst alveg upp.
Gangi ykkur rosalega vel.

Bakasana | 29. ágú. '15, kl: 23:32:11 | Svara | Þungun | 0

Hátt FSH þýðir að það er ólíklegt að örvun sem er gerð fyrir glasameðferð virki. Ef þú værir með lág gildi væri hægt að auka líkurnar með örvandi lyfjum, eggheimtu og frjóvgun á rannsóknarstofu. En þegar ekki er hægt að örva, eru líkurnar á vel heppnaðri glasameðferð orðnar þær sömu og ef þið bara reynið heima á réttum tíma og fylgið svona beisik ráðleggingum um mataræði og hvíld og heita potta:)
Var AMH skoðað líka? FSH er gildi sem getur verið ansi breytilegt þótt það að fá hátt gildi yfirhöfuð sé ákveðin vísbending um að eggin séu orðin léleg/fá. En það skiptir líka máli hvort þú fékkst gildi upp á 10 eða 40. 
Var þetta frjósemislæknir eða heimilislæknir? 

brot | 30. ágú. '15, kl: 22:42:58 | Svara | Fyrri færsla | Þungun | 0

Þetta var kvensjúkdómalæknir. Hann nefndi ekki AMH, hvað segir það mér ? Hann reyndar sagði mér ekki hver FSH gildin væru, bara að þau væru há. Ætla að reyna komast að því hvaða tölur um ræðir, hjálpar manni kannski að sjá hvort þetta er rétt yfir mörkum eða verulega langt yfir! Hann talaði um að þetta þýddi að eggin væru orðin léleg, en gæti það ekki líka átt við eins og þú segir að þau séu fá eftir og þannig etv möguleiki á að hitta á gott egg með heppni
?

Bakasana | 31. ágú. '15, kl: 18:56:31 | Svara | Fyrri færsla | Þungun | 0

AMH gefur betri mynd af því hvað FSHið þýðir. Ef sú tala er mjög lág (<.5 minnir mig) staðfestir það að þú sért orðin mjög eggjafátæk. Fá egg eftir þýðir því miður yfirleitt að þau eru orðin frekar léleg. En jú, ef þú ert enn á reglulegum blæðingum og maðurinn þinn er frjór  er möguleiki á því að þetta gerist af sjálfu sér. Það getur vel verið að svartsýnin hjá lækninum sé eingöngu á möguleika ykkar til að auka líkur á getnaði með tæknimeðferðum. Ég myndi panta tíma hjá ArtMedica og fá annað álit. Það getur ekki sakað. 

Fyrirsögn Nafn Dagur Uppfært
Ráð fyrir frjósemi? Kúld 16.3.2018 24.5.2018 | 22:19
Where to go? prinsia 1.11.2010 23.5.2018 | 20:59
Barn nr 3 hugleiðingar. donnasumm 22.1.2018 23.5.2018 | 11:48
Mjög furðulegar linur á ólettuprófi umraeda 15.5.2018 15.5.2018 | 21:52
spurning stebbikarl 4.2.2018 9.5.2018 | 13:22
Er þetta jákvætt? starrdustt 4.5.2018 9.5.2018 | 13:16
Tvíburar snemmsónar kokomjolk123 7.5.2018
Aumar geirur eftir egglos adele92 23.4.2018
Stingur/sviđi? Crispypuff 18.4.2018
egglos-og þungunarpróf til sölu BHHB 15.4.2018
Ólétt eða? starrdustt 24.1.2018 10.4.2018 | 00:18
Annað barn agustkrili2016 28.3.2018 6.4.2018 | 10:48
Á einhver Pergotime eða Femara að lána mér? flúríbúrí 30.3.2018
Smásjàfrjóvgun fireice 22.3.2018 29.3.2018 | 23:00
Svo skrítið donnasumm 9.3.2018 16.3.2018 | 09:28
Blæðingar viku eftir tíðarblæðingar alltsukkar 25.2.2018
ólétt eða ekki? míísla 25.2.2018
Stuttur tíðarhringur, (22d) Stella í orlofi 24.2.2018
Reynslusögur af Yasminelle. Ars17 15.2.2018
MJÖG MIKILVÆGT Stanislas Wener 15.2.2018
Jákvætt ?? mammútur 12.2.2018 14.2.2018 | 22:29
Snemmsónar of snemma? Sveitungur 26.1.2018 11.2.2018 | 15:20
MJÖG MIKILVÆGT agent777 17.1.2018
Óreglulegar blæðingar-Hjálp anitapanita 13.1.2018
Veikindi og hiti á egglosatimanum 😔 eb84 12.1.2018
letrozole eb84 13.10.2017 7.1.2018 | 22:18
2 jákvæð próf Rhodia 6.1.2018
Einkenni, letrozole ?? soolh 3.1.2018 5.1.2018 | 23:30
Ákvað að leita til ykkar hér.. 4422 9.12.2017 5.1.2018 | 11:44
Lína? silly1 14.12.2017 18.12.2017 | 11:06
sperm friendly sleipiefni Currer Bell 26.11.2017 16.12.2017 | 16:20
Kynjapróf molinnn 2.8.2017 9.12.2017 | 23:28
Þungun? Krunka78 9.12.2017
Þungunarpróf ?? soolh 5.12.2017 6.12.2017 | 16:38
Missir ungalambid 6.12.2017 6.12.2017 | 16:33
Hvert á ég að fara einkadóttir 11.7.2017 6.12.2017 | 14:44
@~~~ Áætlunin - alltaf á bls 1.~~~@ ekkilesa 15.7.2010 5.12.2017 | 21:20
Vitex - agnus cactus / Á einhver? flúríbúrí 5.7.2017 3.12.2017 | 17:18
Sæðisgjöf/co-parenting sgjsgj 2.12.2017
Primolut catty 25.11.2017
Stór pæling Sumarjakki8 23.10.2017 22.11.2017 | 17:24
hverjar eru líkurnar? eb84 22.10.2017 21.11.2017 | 15:36
furðulegt þungunarpróf hvít lína molinnn 7.11.2017 17.11.2017 | 16:16
Jákvæð þungunarpróf hvert svo Sumarjakki8 9.11.2017 9.11.2017 | 22:10
Ekki tilbúin í barn nr 4... Nottin 4.10.2017 25.10.2017 | 23:16
Hvar kaupi ég næm þungunarpróf? hbv123 19.10.2017 24.10.2017 | 09:59
Lestu þetta – MIKILVÆGT trumbera 20.10.2017
Clearblue Digital Sunnan 18.10.2017
brúnt slím er það eðlilegt, ekki á túr? gaumur13 18.10.2017
Kaupa alvöru vegabréf, ökuskírteini, kennitölur, vegabréfsáritanir, USA grænt kort, falsa penin rosabarreto 10.10.2017
Síða 2 af 4879 síðum
 

Umræðustjórar: Kristler, Paul O'Brien, Guddie, Hr Tölva, tinnzy123, Bland.is, annarut123, paulobrien