lán fyrir bankaábyrgð?? veit einhver um slíkt

Leyla | 24. jan. '12, kl: 14:25:37 | 1709 | Svara | Er.is | 0

ég er að fara að leigja íbúð í byrjun feb og leigusalinn var að segja mér að hann vildi fá tryggingu sem samsvarar 3ja mánaða leigu en ég á ekki slíkan pening. Ég er hjá landsbankanum og hringdi þangað til að fá upplýsingar um hvort ég gæti fengið lán fyrir bankaábyrgðinni. Ég hef aldrei tekið lán og aldrei skuldað bankanum neitt eða neitt slíkt, því langaði mig að athuga hvort einhver hér hefði gert þetta og fengið lán fyrir bankaábyrgð hjá landsbankanum og hvort það hefði verið eitthvað mál? Konan í símanum sagði að ég yrði að koma með leigusamninginn og þau myndu meta hvort þau gætu lánað mér þetta, vitiði hvort það séu einhver skilyrði fyrir að fá svona lán eða hvort landsbankinn sé strangur með svona? Er ekki annars best að fá bankaábyrgð í svona stöðu?

Takktakk!!

 

Fannka | 24. jan. '12, kl: 14:31:58 | Svara | Er.is | 0

ég er hjá landsbankanum og er í leiguíbúð, útibústjórinn hér sagði að til þess að fá bankaábyrgð þyrfti ég að eiga inná bók það sem að samsvaraði 3ja mán. leigu, sem að ég átti ekki.
Það endaði á að ég fékk yfirdrátt fyrir þessu sem að ég er að borga niður og for með peninginn til leigusalans, sem að er bæjarfélagið sem ég bý í

------------------------------------------------------------------
Allir eru góðir í einhverju, enginn er góður í öllu.

saedis88 | 24. jan. '12, kl: 14:34:05 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

en spes, ég hef 2x fengið bankaábyrgð frá mínum banka og ekki með bestu fjármálasögu í heimi... 

Fannka | 24. jan. '12, kl: 14:41:51 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

ég veit, finnst þetta spes, eins og ég sagði við konuna ef að ég ætti þennan pening þyrfti ég fá bankaábyrgð.
Vinkona mín er í sama veseni með konuna núna, getur ekki flutt því að hún á ekki pening til að leggja inná bók svo h´n fái bankaábyrgð

------------------------------------------------------------------
Allir eru góðir í einhverju, enginn er góður í öllu.

Leyla | 24. jan. '12, kl: 14:35:08 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

okey, er ekkert erfitt að borga svona yfirdrátt niður? Ég er svo svakalega hrædd við öll lán og vil alls ekki steypa mér í skuldir en borgarðu bara visst á mánuði þá? eru miklir vextir á þessu?

Fannka | 24. jan. '12, kl: 14:38:52 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

já hann lækkar um vissa upphæð á mánuði

------------------------------------------------------------------
Allir eru góðir í einhverju, enginn er góður í öllu.

Úmbarassa | 25. jan. '12, kl: 13:48:17 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

fórst með pen. til leigusalans? why?

Fannka | 25. jan. '12, kl: 13:50:35 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

vegna þess að þeir ábyrgjast peninginn, ég er að leiga af bænum ekki einstakling

------------------------------------------------------------------
Allir eru góðir í einhverju, enginn er góður í öllu.

Úmbarassa | 25. jan. '12, kl: 13:53:28 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

ég er m.bankaábyrgð, af banka, en sá peningur situr bara í bankanum - þangað til -ef - þess þarf við lok leigutíma- ef leigusali er óánægður með eitthvað - umgang ofl. þá getur hann krafist einhvers hluta peningsins.
nú eða, ef maður borgar ekki leigu, þá að sjálfs.á hann tilkall á peningnum.
þú samt færð peninginn tilbaka frá bænum við lok leigutíma ef allt er í lagi?

Fannka | 25. jan. '12, kl: 13:56:49 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

já já ég fæ peninginn

------------------------------------------------------------------
Allir eru góðir í einhverju, enginn er góður í öllu.

Anja | 25. jan. '12, kl: 23:58:33 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ertu ekki að rugla saman tryggingafé á bók og svo bankaábyrgð?

________________________
Been there...broke that.

Fannka | 26. jan. '12, kl: 07:41:01 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

nei ég er ekki að því, þetta eru svörin sem að ég fæ í bankanum , nema að útibústjórin viti ekki hvað hún er að gera

------------------------------------------------------------------
Allir eru góðir í einhverju, enginn er góður í öllu.

The glam fairy | 24. jan. '12, kl: 15:41:48 | Svara | Er.is | 3

Bankaábyrgð er líka bara fáránlegt fyrirbæri, þú ert að borga bankanum fyrir að geyma peningana þína.
Fyndist það alveg sjálfsagt ef að þetta væri þannig að þeir ábyrgjast það að lána þér ef að til kemur að það þarf að ganga á ábyrgðina.
En þetta er þannig að þú þarft að eiga peninginn, hann er bundinn í bankanum og þú borgar bankanum þínum fyrir þá þjónustu.

Softy | 24. jan. '12, kl: 16:13:09 | Svara | Er.is | 0

Reyndu að semja við leigusalann um að greiða tryggingarféð í nokkrum greiðslum, til að sleppa við að taka yfirdrátt. 

kjartanbj | 24. jan. '12, kl: 16:48:48 | Svara | Er.is | 0

Ég fékk það í gegn að fá bara ábyrgð hjá Landsbankanum, þurfti ekki að eiga fyrir þessu inn a bók, enda finnst mér það fáránlegt , þetta fór bara fyrir útibú stjorann og var samþykkt að veita bara ábyrgð án inneignar

Leyla | 24. jan. '12, kl: 21:48:44 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

okey ég ætla að fara í bankann í fyrramálið og talavið þjónustufulltrúa um hvað sé best að gera. En kjartanbj þurftirðu að koma með fullkláraðan leigusamninginn þinn þegar þú fékkst þessa ábyrgð án inneignar eða gastu gert þetta án hans? þegar eg hringdi i bankann sagði nefnilega konan að ég þyrfti að koma með leigusamninginn en ég get ekki skrifað undir hann fyrren ég er komin með þessa tryggingu.. voða vesen allt saman =/

kjartanbj | 25. jan. '12, kl: 13:33:31 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

ég fékk bara leigusamningin og fór með hann í bankan , fékk bara ekki afhenta íbúðina fyrr en tryggingin væri kominn í gegn

Kalinda | 25. jan. '12, kl: 23:53:25 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það á að duga að koma með leigusamninginn tilbúinn, en óundirritaðan, í bankann.

divico | 24. jan. '12, kl: 21:53:18 | Svara | Er.is | 1

ég er í íslandsbanka og fór bara í bankann og bað um bankaábyrgð og það eina sem ég þurfti að gera var að fara með afrit af húsaleigusamningnum og þetta var græjað fyrir mig. Tók 2 virka daga að fá samþykkt inní Rvk og láta senda staðfestinguna til leigusalans (keilis) og þetta kostaði 7000 kall. þurfti ekkert að eiga peninginn eða neitt. Veit samt af fólki í Landsbankanum sem gátu ekki fengið eins bankaábyrgð.

Leyla | 25. jan. '12, kl: 16:30:19 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

ég fór einmitt í landsbankann núna áðan og fékk bara þvert nei, þau gera þetta ekki, semsagt námsmenn sem skíta ekki peningum skipta þau engu máli þrátt fyrir að maður hafi verið tryggur viðskiptavinur þeirra svo árum skiptir! Ætlaði ekki að láta neita mér svo ég fór í annað útibú og sú kona var nú mun liðlegri en sagði samt að það eina sem ég gæti gert væri að reyna að fá samþykktan yfirdrátt sem er skítlega blóðugt enda eru þau að mergsjúga peningana manns þannig og bjóða þvi að sjálfsögðu bara uppá þann kost. divico hvenær fékkstu þetta í gegn hjá íslandsbanka? ætla að fara á morgun og skipta um banka og fá þetta hjá íslandsbanka! Það er ekkert nema skítlegt að bankinn manns geti ekki aðstoðað mann þá sjaldan sem maður þorir að biðja! Það er ekki eins og ég sé að fara að taka lán sem ég gæti mögulega ekki borgað heldur er þetta bara trygging sem þarf ekki að borga nema EF SKE KYNNI að ég rústaði íbúðinni eða stæði ekki í skilum með leiguna sem er aldrei að fara að gerast. spurning um að hafa örlítið traust á landsmönnum! Voru það ekki annars við sem létum allt okkar traust á bankanna sem skitu svo upp á bak ásamt öðru skítaliði og töpuðu fullt af okkar peningum! Djöfull er ég ósátt með þetta land akkúrat núna!!

divico | 25. jan. '12, kl: 22:42:31 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

áfram þú! ú á landsbankann! 

ég fékk þetta í fyrst í ágúst 2010 og svo endurnýjaði ég aftur núna í október sl. :))

gangi þér vel

Leyla | 26. jan. '12, kl: 18:06:14 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

já okey, þessir bankar hafa greinilega verið að herða allt svona núna því þetta er víst ekki gert lengur að veita fólki lán fyrir bankaábyrgð án innistæðu, Ég verð bara að taka yfirdrátt og reyna að borga hann upp sem fyrst, það er orðið ansi erfitt fyrir okkur unga fólkið að flytja að heiman :)

Louise Brooks | 24. maí '14, kl: 20:39:02 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ungt fólk á náttúrlega helst ekkert að vera að flytja að heiman til þess að fara að leigja. Það á víst bara að vera heima til þrítugs til að geta safnað fyrir útborgun í íbúð. 


Ég meina ég á tæplega þrítuga systur sem að býr ennþá með sambýlismanni sínum í séríbúð í húsi foreldra minna. Hún mun líklegast ekki flytja fyrr en hún verður þrítug en kemur þá til með að eiga útborgun fyrir ca 30-35 milljóna íbúð. 


Svona er bara ástandið í dag því miður :/

,,That which is ideal does not exist"

uppi | 26. jan. '12, kl: 18:49:03 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

ég er líka í íslandsbanka og þar fóru þeir fram á að ég ætti peninginn og myndi læsa hann inn á bók og greiða þeim svo fyrir. 

það kannski skiptir máli í hvaða útibúi maður er, eða hversu heppin með þjónustufulltrúa...?

ég er alla vega pottþétt og stend alltaf í skilum við allt mitt

zirro1 | 26. jan. '12, kl: 18:35:56 | Svara | Er.is | 1

ekkert mál að fá bankaábyrgð hjá íslandsbanka, þú þarft ekki að eiga neinn pening inni á bók eða neitt.
þetta er bara trygging fyrir leigusalan ef þú stendur ekki undir þínu, og þá skuldar þú bankanum, en annars er það eina sem þarf að borga er eh um 7000 kr fyrir það að fá bankaábyrgðina.

lítil dama væntanleg í ágúst <3<3

Santa Maria | 24. maí '14, kl: 19:36:52 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

En ef þu ert i vanskilum i banka?

Medister | 24. maí '14, kl: 20:10:45 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þá færðu ekki ábyrgðina, það segir sig sjálft.

vignirm | 2. maí '16, kl: 22:27:17 | Svara | Er.is | 0

Þú getur fengið ábyrgð frá Leiguskjóli: http://leiguskjol.is en þeir veita ábyrgð gegn mánaðargjaldi. Ef þú kemur með handveð eins og þegar þú sækir um bankaábyrgð, þá er ábyrgðin frí (ekkert stofngjald).

Fyrirsögn Nafn Dagur Uppfært
HarbuDarbu lagið - Geggjað flott! FuckHamas 18.4.2024 19.4.2024 | 16:11
Stofnun minningarsjóðs mánaskin 19.4.2024
what kind of extra activities for 3 half years boy? 007008 10.10.2014 19.4.2024 | 09:23
**casbcbpqeifyvbabcm MarcDeven 19.4.2024
dhvbisoqnwbnsvas** MarcDeven 19.4.2024
**cpJjndakBkkdvbsvlef MarcDeven 19.4.2024
New York Ròs 18.4.2024 19.4.2024 | 03:26
Af hverju eru flugvélar ekki hraðari í dag? R2 D2 19.4.2024
Orðhlutafræði austurland1 18.4.2024
Þjóðskrá barst tilkynning listaverk1 17.4.2024 17.4.2024 | 21:20
packers and movers rehousingindia 17.4.2024
perluprjón pisa 9.8.2009 16.4.2024 | 06:09
**vhbvhjweiookdshbvwei* MarcDeven 16.4.2024
Game stöðin cheap 23.11.2009 15.4.2024 | 02:15
Aðalfundur húsfélags tapularasa 13.4.2024 13.4.2024 | 23:39
User feedback and improvements regarding chat GPT GerdaGerda 12.4.2024 13.4.2024 | 07:34
Endurhæfingarlyferir Rokkvvi 12.4.2024 12.4.2024 | 23:05
Endurhæfingarlyferir Rokkvvi 12.4.2024 12.4.2024 | 16:05
Endurhæfingarlyferir Rokkvvi 12.4.2024
Grín neyðarkassi á brúðkaupsnótt Finnsk trukkapía 11.4.2024
Vantar svo nudd helst í kvöld Gulla trukkur 20.9.2013 11.4.2024 | 15:15
Aumingja umræðan varðandi húsaleigu. _Svartbakur 30.3.2023 11.4.2024 | 10:00
Sjónskerðing hjá ungabarni Elisabetheida 10.4.2024 11.4.2024 | 09:19
Selfoss eða Þorlákshöfn Mayla 2.7.2004 10.4.2024 | 11:40
Skyldmenni böbblí 20.1.2005 8.4.2024 | 20:14
Loksins fær Reykjavíkurflugvöllur nýja flugstöð ! _Svartbakur 15.6.2023 8.4.2024 | 14:24
Bæklunarlæknar barbafín 27.4.2011 8.4.2024 | 11:04
Nýr forseti Íslands ? Hver verður hann eða hún ? jaðraka 14.3.2024 8.4.2024 | 10:47
Desemberbumbur 2024 h1999 6.4.2024 8.4.2024 | 07:56
Aðstoðarmaður fasteignasala icelandicjesus 3.7.2022 8.4.2024 | 07:55
Gifurleg fjölgun erlendra afrotamanna í glæpum hérlendis ! _Svartbakur 18.6.2023 7.4.2024 | 12:02
Harmlrkur á Suðurnesjum selur hús ofan af öryrkja fyri brot af verðmæti. _Svartbakur 28.6.2023 7.4.2024 | 11:21
Rafskútur flytja álíka marga farþega og Strætó en menga sennilega 1 þúsundasta á við Strætót jaðraka 16.6.2023 7.4.2024 | 09:01
fermingarkort dæsí 15.4.2011 7.4.2024 | 02:53
"Kappakstur" mattabg 30.9.2013 6.4.2024 | 14:08
N.Y jarðskjálftinn Zjonni71 6.4.2024
Páska Flensan eythorjonas 29.3.2024 5.4.2024 | 21:33
vitiði hvar hægt er að leigja bingó ?? skrauma85 30.3.2009 5.4.2024 | 21:20
hbomax.com/tvsignin Guide by GetFactified.com getfactifiedme 5.4.2024 5.4.2024 | 19:37
hbomax.com/tvsignin Guide by GetFactified.com getfactifiedme 5.4.2024 5.4.2024 | 19:37
hbomax.com/tvsignin Guide by GetFactified.com getfactifiedme 5.4.2024 5.4.2024 | 19:37
Ferming - endurnýta skraut Svetlana Álfheiður Malyutina 3.4.2024 5.4.2024 | 14:33
Óska eftir veitingastað Aura Pain 5.4.2024
Veit einhver - twentyfiveyears 1.3.2024 4.4.2024 | 22:01
50 cent og Game Bíædz 16.1.2008 4.4.2024 | 15:49
Game boy 26sigbjo 24.3.2007 4.4.2024 | 15:48
Dúkku spítali Ròs 3.4.2024 4.4.2024 | 14:48
Game Boy leikir jigsaw 18.4.2005 4.4.2024 | 09:58
Game boy suama 7.4.2009 4.4.2024 | 09:34
Strætó til Kef Herra Lampi 28.6.2023 3.4.2024 | 16:02
Síða 1 af 47619 síðum
 

Umræðustjórar: Hr Tölva, tinnzy123, Bland.is, annarut123, Paul O'Brien, Kristler, paulobrien, Guddie