Langt reynerí - reynslusögur?

Calliope | 3. maí '16, kl: 13:50:57 | 286 | Svara | Þungun | 0

Jæja stelpur, ég kommenta nú ekki oft hérna en búin að fylgjast með lengi. Er enn og aftur byrjuð á túr og er orðin svo þreytt á þessum tilfinningarússíbana. Alltaf jafn vongóð um að þetta takist, með vítamínin og egglosprófin og heimaleikfimina á heilanum, les í öll einkenni og svo vonbrigðin mánuð eftir mánuð. Endalausar óléttutilkynningar á facebook og ég að falla á tíma vegna aldurs. Skil bara ekki af hverju þessar frumur ná ekki að hittast! :)

Þannig að - ef einhver lumar á gleðisögum um þungun eftir langa bið þá eru þær vel þegnar akkúrat núna :)
Frjósemisknús á ykkur allar.

 

Heiddís | 3. maí '16, kl: 14:35:07 | Svara | Þungun | 0

Hef svo sem engin svör fyrir þig - er í sama pakka. Þetta tekur á - maður verður fyrir miklum vonbrigðum þegar maður byrjar á túr, svo jafnar maður sig á því, verður rosa vongóður fram að egglosi. Svo eftir það fer maður að ímynda sér öll heimsins einkenni. Erfitt að vera með þetta svona á heilanum og samt alltaf að reyna að segja sjálfum sér að slaka bara á. Það er bara hægara sagt en gert ;)
En hvað finnst þér vera að falla á tíma vegna aldurs?

Calliope | 3. maí '16, kl: 15:02:28 | Svara | Fyrri færsla | Þungun | 0

Takk :) það hjálpar alveg að vita að maður er víst ekki einn í þessum sporum. Og ég jafna mig nú alveg, bara alltaf smá bugun svona í byrjun tíðahringsins. Reyni að dreifa huganum svona almennt séð, maður getur alveg orðið verulega obsessed :) En með að falla á tíma þá er ég komin yfir 35 og svona ýmislegt að í frjóseminni, ef þetta gengur ekki fljótlega þarf ég að fara í aðgerð og má þá ekki verða ólétt í amk ár á eftir svo er orðin pínu stressuð, plús að langaði alltaf í fleira en eitt barn (yrði mjög hamingjusöm með eitt eins og er!). En reyni að vera jákvæð og hugsa að margar konur eru frjóar fram yfir fertugt.

donnasumm | 3. maí '16, kl: 15:31:36 | Svara | Fyrri færsla | Þungun | 1

Sæl,

Ég skil þig svo vel þetta tekur svo á, það tók okkur ár að verða ólétt reyndar var ég að nota pergo vegna þess ég fékk ekkert egglos og er með PCOS, ertu búin að fara í öll mögulegustu tjékk? blóðprufu,sónar á eggjastokkum og leiðurin, og senda mannin þinn líka í tjékk.
Ég er olétt núna komin 5 vikur, en þetta tók sko alveg á ég ætlaði bara að gefast upp alltaf þegar rósan mætti. En svo þegar leið á hringinn þá ákvað ég að það væri ekki í boði að gefast upp þar sem ég er jú 35 ára á þessu ári þannig að tíminn er ekki að vinna með manni.

Það sem ég vil segja að ekki gefast upp þetta kemur á endanum :)

Knús á þig.

Calliope | 3. maí '16, kl: 16:26:32 | Svara | Fyrri færsla | Þungun | 0

Æ takk fyrir peppið :) og innilega til hamingju með óléttuna, vúhú! :) Yndislegt að þetta hafi tekist :) Gerðirðu eitthvað öðruvísi í þessum hring? Búin að fara í þessi helstu tékk og er á lyfjum en ætla að fara að bóka tíma hjá lækninum mínum aftur fljótlega og spyrja hvort það sé eitthvað meira sem ég get gert og hvort það sé kominn tími á að skoða tækni/glasa eða eitthvað þannig.

Heiddís | 3. maí '16, kl: 16:23:27 | Svara | Fyrri færsla | Þungun | 0

Já manni finnst maður vera svolítið einn í heiminum þar sem maður getur ekki beint talað um þetta við Pétur og Pál. Ég er líka komin yfir 35 og á ekkert barn - hlutirnir hafa bara æxlast svona hjá mér og það var aldrei planið að byrja á þessu svona seint. Ég hugsa að ég væri rólegri ef ég væri aðeins yngri. Já það er erfitt að finnast tíminn vera að renna út, einmitt sérstaklega ef mann langar að eignast fleiri en eitt. Ég er með PCOS og er búin að vera að taka Pergotime sem ég hélt að væri eitthvað töfralyf, fannst læknirinn einhvern veginn tala þannig. En það hefur ekki virkað fyrir mig ennþá. Það er líka erfitt að heyra óléttutilkynningar allt í kringum sig en maður veit svo sem ekkert hvað annað fólk er búið að reyna áður en þetta tekst.

Calliope | 3. maí '16, kl: 16:32:35 | Svara | Fyrri færsla | Þungun | 0

Jebb, þegar ég var unglingur hélt ég sko að ég yrði að ferma núna ;) Held einmitt að þetta væri minna stress ef ég væri yngri. Orðin leið á að vera þessi eina barnlausa í saumaklúbbnum. En svona er lífið víst ekki alltaf eins og maður planar :) En já auðvitað eru margir búnir að reyna lengi og ég í sjálfu sér gleðst alltaf þegar þetta gengur hjá fólki. Fúlt að það sé ekki lengur hægt að komast í lokað spjall á Draumabörnum, eða mér hefur amk ekki tekist að fá aðgang þar. Ég er ekki með PCOS að ég held en með e-r einkenni samt. Var á Pergotime sem ruglaði í tíðahringnum og lengdi hann en er núna á Letrozole og það gengur betur finnst mér. Ert þú búin að vera að reyna lengi?

Heiddís | 3. maí '16, kl: 16:55:31 | Svara | Fyrri færsla | Þungun | 0

Ég get nú ekki sagt að ég sé búin að vera að reyna mjög lengi miðað við marga - eða um 7 mánuði. En þar á undan var ég búin að undirbúa mig í dáldinn tíma - taka mataræðið í gegn út af PCOS-inu og svona. Svekkjandi þegar manni finnst maður gera allt rétt og svo gengur ekkert.
Það var nú aldrei planið hjá mér að eignast börn ung - en ég hélt ég yrði að þessu svona í kringum þrítugt. En þá endaði langtímasamband sem ég var búin að vera í og sem betur fer eignaðist ég ekki börn með þeim manni. Síðan tók tíma að finna rétta manninn og já hérna er ég stödd í dag :) Letrozole - er það ekki sama og Femar? Pergotime-ið hefur mjög undarleg áhrif á blæðingarnar hjá mér og ég veit einhvern veginn aldrei hvort ég sé að taka þetta rétt. Er að fara til kvensa í vikunni og sjá hvað hann segir. Kannski setur hann mig á Femar.
En ég vildi óska þess að maður gæti slappað meira af með þetta og væri ekki að vesenast með lyf og egglospróf og hvaðeina...

Calliope | 3. maí '16, kl: 18:26:25 | Svara | Fyrri færsla | Þungun | 0

Er einmitt að taka til í mataræðinu núna, er að taka hin og þessi vítamín en þyrfti að léttast. Jú Letrozole er sama og Femar, það seinkar ekki egglosinu jafn mikið hjá mér og Pergotime og ég finn fyrir egglosinu sem ég gerði ekki á pergó (ekki það að það skipti endilega máli). En ég er oft í vandræðum með að "ákveða" hver sé fyrsti dagur blæðinga upp á hvenær ég á að byrja að taka þetta.
Ég vissi reyndar alltaf að mig langaði í börn, var bara að bíða eftir að kærastinn yrði tilbúinn... svo loksins áttaði ég mig á því að hann yrði aldrei tilbúinn. En eignaðist loksins góðan mann sem vill eignast börn :) Vonandi fer þetta að ganga hjá okkur!

Heiddís | 3. maí '16, kl: 19:03:17 | Svara | Fyrri færsla | Þungun | 0

já sama hér - á erfitt með að ákveða hvað er fyrsti dagur blæðinga því þetta kemur í svona kippum hjá mér. Blæðir í 1 dag, svo ekkert í 2 daga og svo byrjar það aftur. En ég hef aldrei fundið fyrir egglosi - ég veit eiginlega ekki hvernig það er að finna fyrir því ;)
Já vona svo innilega að þetta fari að ganga - ég er búin að taka þann pól í hæðina að vera bara nógu dugleg að fara til læknis, s.s. ekkert að vera bíða með að fara ef mér finnst eitthvað skrýtið í gangi hjá mér.
En varðandi Tússólið - mælti læknirinn með því með pergó-inu?
Minn hefur ekkert minnst á tússól en ég hef lesið á netinu að það sé mælt með þessu til að auka slímhúðina. Minn læknir talaði einmitt um að ég væri með þunna slímhúð, sem ég geri ráð fyrir að gera það að verkum að frjóvgað egg eigi erfitt með að festa sig.

En rosa gott að spjalla við fleiri sem eru í sömu sporum - það gefur manni þvílíkt boost til að halda áfram :)

Calliope | 5. maí '16, kl: 22:08:30 | Svara | Fyrri færsla | Þungun | 0

Já þetta kemur stundum í kippum hjá mér líka með að byrja á blæðingum. Hef einu sinni lent í því að byrja og hætta, byrja og hætta í 12 daga samfleytt... og þá endaði ég með því að þurfa að taka Primolut til að starta blæðingunum almennilega og byrja nýjan hring.

Tússólið er bara eitthvað sem ég hef lesið um í spjallþráðum og á netinu sem á að hjálpa til með frjóa slímið því mér finnst ég ekkert taka mikið eftir því hjá mér sjálfri - en læknirinn hefur ekkert minnst á það. Hef heyrt að sumar séu að taka það með pergó því pergó hefur víst áhrif á slímhúðina (en ekki femar/letrozole). Er ss slæmt að vera með þunna slímhúð... hmmm.

Það er megagott að spjalla við fleiri í sömu sporum. Ég ákvað að fara bara að þínu fordæmi með að vera nógu dugleg með að fara til læknis og hafði samband við minn í fyrradag. Hann sagði að það væri komið að því að tékka á hvort tækni eða glasa myndu hjálpa þannig að ég er að fara að panta tíma hjá IVF klíníkinni. Pínu stressuð með það en gott að það sé verið að skoða málin :) Þannig að takk fyrir peppið :D Er eitthvað plan hjá ykkur, ætliði að reyna heima í eitt ár?

Heiddís | 6. maí '16, kl: 13:18:25 | Svara | Fyrri færsla | Þungun | 0

Fór til kvensa núna í vikunni og hann skrifaði upp á meira pergó fyrir mig - ég spurði hann út í Tússólið og hann sagði mér að ég gæti alveg eins tekið lýsi :) En já minn vildi meina að það væri ekki gott að vera með þunna slímhúð - en núna í skoðuninni er mín orðin miklu betri. Sem er gott. Læknirinn var voða rólegur og bjartsýnn og maður róast svo sjálfur við það. Líður miklu betur eftir að hafa farið til hans. Ég held að maður gefi þessu allavega eitthvað fram á haustið - er að reyna að taka þetta bara einn mánuð í einu :)

Ég skil vel að þú sért stressuð að taka þau skref að fara í tækni og glasa.Örugglega erfitt ferli andlega. Um að gera að vera í sambandi við einhvern sem hefur farið í gegnum svoleiðis.

everything is doable | 3. maí '16, kl: 17:02:25 | Svara | Þungun | 0

Ég á því miður enga töfrasögu fyrir þig, við erum búin að reyna núna í rúmlega 2 ár en ég reyndar varð ólétt seinasta sumar og missti komin 9 vikur. Þetta tekur svakalega á og óléttutilkynningarnar fara stundum alveg með mig, við erum einmitt búin að prófa allt, prófaði bæði letrozole og pergotime í alveg 6 mánuði og 4/5 mánuði, erum alltaf með egglospróf og egglosið fer einhvernvegin aldrei á milli mála hjá mér. 


Hef prófað öll vítamínin og allt og einmitt vona alltaf að þetta fari nú að koma, ég er reyndar alveg hætt að trúa nokkrum einkennum svo hringurinn hjá mér er vanalega voðalega mikið þunglindi fyrst svo verð ég bjartsýnni svona fram yfir egglos þar til allar vonir deyja alveg út :/ 


Þetta er ótrúlega erfit og það munar rosalega miklu að geta talað við einhvern um þetta sem er að ganga í gegnum svipað en mér líður voðalega mikið eitthvað eins og palli var einn í heiminum þessa dagana. 

Calliope | 3. maí '16, kl: 18:39:31 | Svara | Fyrri færsla | Þungun | 0

Samhryggist með missinn. Er búin að reyna í tæp 2 og einu sinni fengið kemíska þungun á þeim tíma, finnst eins og ég sé að gera allt rétt en ekkert gerist. Fer gegnum þvílíkt magn af egglosprófum og vítamínum og tússól og royal jelly og hvað það nú heitir. Ég er einmitt alltaf með egglos svo það er ekki vandamálið en lyfin eiga víst að styrkja egglosið. Finnst reyndar of stutt á milli eggloss og blæðinga svo er að spá hvort það geti verið að trufla þótt læknirinn minn vilji meina ekki. Það eina góða við það er að það er mjög stuttur tími sem ég er vongóð um að vera ólétt því ég fer aldrei framyfir.

Verð stundum ótrúlega leið yfir þessu, er með góðan stuðning í manninum mínum en ég tek þetta samt miklu meira nærri mér en hann. En gott að vita að maður sé ekki einn í heiminum, kannast nefnilega svakalega við þá tilfinningu. Nú er bara að finna bjartsýnina fyrir nýjan hring...

everything is doable | 3. maí '16, kl: 19:02:34 | Svara | Fyrri færsla | Þungun | 0

ég skil ofboðsleg vel hvað þú átt við ég vildi einmitt meina að luteal fasinn minn væri heldur stuttur (10 dagar sirka) og það lengdist uppí 13 daga á lyfjum en lyfin gerðu ekkert annað. Ég hef prófað einmitt að taka svo gott sem allt sem ég hef lesið um og er að gera það sem ég vil meina að sé allt rétt en það kemur mér ekki lengra en þetta. Maðurinn minn er svaka góður stuðningur en ég einmitt tek þetta miklu meira inná mig :/ Eru þið búin að fara uppá IVF/ART?

Calliope | 5. maí '16, kl: 22:00:25 | Svara | Fyrri færsla | Þungun | 0

Búin að láta tékka á sundköppunum hjá IVF og nú var ég að heyra í lækninum mínum í gær að það væri kominn tími fyrir okkur að athuga hvort og hvað þau gætu gert fyrir okkur þar. Þannig að það er næsta skref að skoða hvort tækni eða glasa gæti eitthvað hjálpað okkur... Amk gott að það sé eitthvað plan í gangi.

Lyfin virðast engu breyta með luteal fasann hjá mér, líka búin að vera að taka B-vítamín en það hefur heldur engu breytt. Kannski er það ekkert það sem er að trufla, þarf ekki að vera.

Angg | 5. maí '16, kl: 17:23:27 | Svara | Þungun | 0

Ég get komið með sögu.

Við erum búin að vera í reynerí í 3 og hálft ár. Ég efa að nokkur kona hafi pissað jafn oft á þungunarpróf og ég. Nánast í hverjum mánuði kviknar von um að NÚ hafi þetta tekist og ég fái loksins að sjá tvær línur á þessum ljótu prikum. En þau ulla alltaf á mig til baka með mjög svo skýrri línu. Einni línu.

Við erum búin að fara í gegnum marga skammta af pergó og glasafrjóvganir. Við ákváðum að prufa aðra leið til þess að verða foreldrar og erum í því ferli. Nema hvað að í þessum hring (eins og flestum öðrum) tældi ég manninn inn í rúm þegar mér fannst líklegt að egglos væri í von um að hitta í markið. Sem virðist svo óendanlega lítið. Og í anda EM varð GOAL!

Ég bíð reyndar eftir staðfestingu frá lækni en línurnar TVÆR eru mjög skýrar og þungunarpróf aldrei verið svona fallegt :)

Læra á líkamann og ekki gefast upp!

Calliope | 5. maí '16, kl: 21:57:04 | Svara | Fyrri færsla | Þungun | 0

En yndislegt!! Innilega til hamingju :) Kannast einmitt við þessa einu skýru línu og að reyna að rembast við að bera prófið upp að ljósinu til að sjá hvort það sé ekki örugglega önnur lína þarna e-s staðar.... En frábært að heyra og skemmtileg saga, takk fyrir að deila þessu :) Gangi þér segamegavel :)

Heiddís | 6. maí '16, kl: 13:18:45 | Svara | Fyrri færsla | Þungun | 0

Frábært - til hamingju :D

Angg | 6. maí '16, kl: 15:40:33 | Svara | Fyrri færsla | Þungun | 0

Takk takk :) og gangi ykkur vel

agustkrili2016 | 1. jún. '16, kl: 00:20:02 | Svara | Þungun | 0

Ég var kannski ekki lengi miðað við aðra að verða ólétt, eða um 6-7 mánuði eftir ég hætti á pillunni, en þessir mánuðir voru helvíti útaf PCOS og ég hélt að ég myndi aldrei geta átt börn á tímabili..
Ég var á femara í 5 mánuði og pergo í 2 mánuði, eða þá varð ég ólétt s.s. á öðrum hring þar og er komin 29 vikur núna :-)
Það sem ég gerði öðruvísi þennan hring var að taka hjartamagnýl, sem ég tók alveg til 12 viku síðan og ég treysti ekkert á hringinn uppá egglos að gera, það var s.s. "heimaleikfimi" alveg frá 10 degi og þangað til ég fékk tvær línur haha :D Sem betur fer gerðum við það því ég fékk mjög seint egglos þrátt fyrir pergo :)

barn2016 | 5. jún. '16, kl: 22:17:50 | Svara | Þungun | 0

Eg reyndi í 4 ár áður en ég varð ólétt. varð 1x ólétt eftir 2 ár en missti komin 8 vikur. síðan 2 árum seinna varð ég aftur ólétt og átti núna í feb sl. Var búin að prófa pergotime, kallinn buinn að fara í sæðistjekk, Ákvað að byrja að safna fyrir glasa en til þess að fara í glasa þurfti ég að létta mig. Fór í 3 mánuði á svona lágkolvetnafæði án þess að telja ofan í mig kaloríur og án þess að telja ofan í mig kolvetni. Ég léttist og fékk síðan mjög óvænt já :) Er einmitt núna í pælingum um hvort ég ætti eitthvað að vera að fara á getnaðarvörn því við viljum annað en kanski ekki alveg strax, en vil ekki fara á einhver hormónalyf

nycfan | 9. jún. '16, kl: 10:24:26 | Svara | Þungun | 0

Ég var reyndar ekki að falla á tíma vegna aldurs en fannst eldra barnið mitt vera orðið alltof gamalt og vildi hafa styttra á milli.
Ég var sem sagt 24 ára þegar sonur minn fæddist og það tók einhverja 9 mánuði að koma honum undir sem mér fannst nú bara ekkert svo mikið. Lenti í smá pcos einkennum eftir að ég hætti á pillunni og þurfti bara að ýta við blæðingum einu sinni til að koma því í lag. Svo varð hann til við ótrúlegustu aðstæður þar sem maðurinn minn fór á veiðar á egglostíma en skildi einn sterkan og hressan gaur eftir greinilega daginn sem hann fór því sá gaur fann eggið sem kom stuttu eftir að hann fór í sendiferð þarna inn og úr því varð barn.
Svo þegar sonurinn var orðinn 2 ára fórum við að reyna aftur og fljótlega fór hringurinn að verða óreglulegur og langur, stundum komu bara ekki blæðingar og þá þurfti að ýta við. Þegar við vorum búin að reyna í 5 mánuði ca fór ég til kvennsa sem gaf mér pergotime því ég var augljóslega með pcos en bara með þau einkenni að það myndast mörg eggbú sem þarf að ýta aðeins við til þess að eggin losni. Ári seinna hafði ekkert gerst og þarna var ég byrjuð að nota egglospróf og alltaf að googla hvað ég gæti gert til að auka líkurnar. Svo þurfti ég að fara í krabbabeinstékk hjá kvennsa og fór aðeins að kvarta yfir þessu ástandi og hann benti mér á að panta mér tíma á Art Medica því það gæti tekið soldinn tíma að fá tíma þar svo ég hringdi strax og fékk tíma daginn eftir hjá Snorra. Þó svo það væri bara komið rúmt ár af reyneríi og tæpt af með staðfest egglos með hjálp pergo og ég ekki orðin þrítug. En við kíktum til Snorra og hann sendi okkur í öll tékk sem staðfestu bara vægt pcos en ekkert sem ætti að stoppa það að búa til barn. Sundkapparnir voru ofsalega margir og allir voða hressir en voru greinilega eitthvað voðalega áttavilltir. Snorri bauð okkur að fara strax í tækni eða bíð aðeins, (þetta var í október) og við ákváðum að reyna sjálf fram yfir áramót. Svo þegar Rósa kom í heimsókn í nóvember bugaðist ég alveg og hringdi á Art og bað um að koma í tækni NÚNA. Ég fór í skoðun samdægurs og byrjaði að sprauta mig daginn eftir. Við fórum í tækni í nóvember, janúar og febrúar. Þessi í febrúar tókst og við auðvitað ofsalega glöð þar til ég missti það við 6 vikur og þá auðvitað hrundi veröldin, og sérstaklega því mér fannst hrikalegt að það næðu þá ekki að vera 4 ár á milli barna, heldur 5 ár. Við fórum svo aftur í tækni í maí og svo júní og júnímeðferðin tókst svona líka svakalega vel að ég á litla dúllu sem sefur núna úti í vagni.

Sorry langlokuna en vonandi hjálpar þetta eitthvað. Ég mæli allavega hiklaust með að fá aðstoð við þetta, þegar maður fer að tala um þetta við fólk í kringum sig þá áttar maður sig á því að það eru fleiri í svona vandræðum en maður nokkurntíma hélt.

Gangi þér rosalega vel

Fyrirsögn Nafn Dagur Uppfært
SVO spennt ! DreamDay 8.5.2010 8.11.2023 | 07:13
Hvernig á ég að hámarka frjósemi? karny 2.9.2012 8.11.2023 | 03:11
Seiðingur farþeginn 12.12.2006 20.7.2023 | 08:22
???? um þungun binasif 24.1.2022 31.1.2023 | 16:34
Lína eða ekki?? ungi2012 18.12.2020 21.1.2022 | 20:24
Snemmsónar allian 17.11.2021
Að reyna að eignast barn naladina 4.9.2021 8.10.2021 | 22:19
Mörg eggbú en engin egg Undraland1996 22.5.2021
Egglos- og þungunarstrimlar til sölu elisabjorg91 20.8.2020
Hópur fyrir þær sem eru að reyna hmmm89 23.2.2020 17.5.2020 | 22:38
ekki enn byrjuð á blæðingum kaninustelpa 3.9.2018 13.12.2019 | 11:02
Hæhæ, ég var.. Daisy999 11.12.2019
Frjósemisvörur huldablondal 21.11.2019
Egglosstrimlar á íslandi?? hsh00 20.7.2019 12.11.2019 | 23:19
Hvenær sáu þið hjarslátt hjá ykkar fóstri ? gunnzo 13.9.2019 4.10.2019 | 08:59
Einkenni þegar hætt er á pillunni carmo 2.10.2019
Brjóstaspenna Mamma2020 26.9.2019
Egglospróf donnasumm 29.1.2019 9.9.2019 | 14:39
Hjartamagnýl Ingolfsdottir 14.8.2019 14.8.2019 | 15:10
MJÖG MIKILVÆGT normalboy 21.7.2019
Hormónalykkjan fjarlægð - engar blæðingar - aum brjóst amigos 12.1.2019 8.5.2019 | 13:20
Þarftu skoðun þína aallex 3.5.2019
HVERNIG VERÐ ÉG ÓLÉTT? ThelmaAría 13.12.2017 12.3.2019 | 17:11
Biðin MommyToBe 15.1.2019 11.3.2019 | 19:12
Trying to concive Iceland hópur á FB Kristín86 25.9.2018 2.2.2019 | 23:10
smá pæling. froskavör 7.1.2019 22.1.2019 | 20:33
Spjall fyrir konur í frjósemimeðferð? Fruin09 5.2.2018 19.1.2019 | 19:30
What is the PlayStation Network ? KelvinNox 19.1.2019
Spurning VordísMjöll 21.11.2018 5.1.2019 | 00:06
Erum að reyna... KrusaLitla 12.11.2018 5.1.2019 | 00:04
Reynerí MommyToBe 4.1.2019
Hópur á facebook um reynerí? pinkgirl87 16.2.2018 4.1.2019 | 12:58
Gallaðir þungunarstrimlar? Kg24 30.11.2018 30.11.2018 | 09:23
Pre seed eða conceive plus á Íslandi Daydreamer1 18.9.2018 22.11.2018 | 15:41
þungunar strimlar krilamamma 30.10.2018
kvensjúkdómalæknir......? litladulla 1.12.2009 22.10.2018 | 22:48
hversu löngu eftir getnað pandii 13.10.2018 15.10.2018 | 12:06
First Response Early Result Pregnancy Test Kristín86 25.9.2018 26.9.2018 | 13:22
Jákvæð og neikvæð próf Butterfly109 12.9.2018 14.9.2018 | 13:09
Fósturmissir hannarunan 4.3.2018 12.9.2018 | 22:12
woman looking for man Faithfulfairy 11.9.2018
Bumbuhópur fyrir maí 2019 honey85 3.9.2018 4.9.2018 | 10:47
Hjálp einhver sem hefur reynslu af Primolut og letrozol starrdustt 10.4.2018 31.8.2018 | 14:21
PCOS og ekki í yfirþyngd - hvað er til ráða lala146 21.8.2018 30.8.2018 | 23:11
Mjög mikilvægt agentos777 19.8.2018
Þungunarpróf myrkva1 13.8.2018 18.8.2018 | 01:10
útlenskur faðir kokomjolk123 3.7.2018
LESTU ef þú ert að reyna vera ólétt og ert með pcos hobnobkex 3.12.2017 2.7.2018 | 10:10
reyna vera ólétt guggan89 29.6.2018 1.7.2018 | 10:05
Vöðvahnútur í legi Mariamargret 16.6.2018
Síða 1 af 4798 síðum
 

Umræðustjórar: Bland.is, tinnzy123, Kristler, annarut123, paulobrien, Paul O'Brien, Hr Tölva, Guddie