Laser aðgerð

Catalyst | 3. ágú. '15, kl: 01:33:44 | 501 | Svara | Er.is | 0
Hvaða stofu ætti ég að fara á?
Niðurstöður
 Sjónlag 14
 Augljós 12
 Lasersjón 11
 Annað? 2
Samtals atkvæði 39
 

Mig hefur langað lengi til að fara í laser aðgerð og laga sjónina. Er að skoða hvað er í boði og svona en skil ekkert muninn á því sem þeir telja upp á síðunum sínum og í hverju munur á verðinu gæti mögulega falist.

Hvaða stofa er best? vitiði það?

Er þetta hverrar krónu virði eða?

Nú er ég ekkert með hrikalega sjón en þarf samt að ganga með gleraugu, en er ekki alveg staurblind án þeirra. Get alveg gert allt hér heima en er farin að píra augun eftir smá og verð þreytt og fæ jafnvel hausverk af því. Er bara orðin þreytt á þessum gleraugum og að þurfa að hafa linsur ef ég ætla að nota sólgleraugu (Veit að hægt er að fá með styrk, bara hef ekki tímt því) og margt annað.

 

Ziha | 3. ágú. '15, kl: 06:59:08 | Svara | Er.is | 0

Getur keypt ódýr gleraugu með styrk á zenni.

-----------------------------------------------------------------------------------------------------------------------

Catalyst | 3. ágú. '15, kl: 13:47:55 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Er ekki með nýlegt recept (flutti og týndist) og svo þarf ég að hafa mælingu sem þau í búðinni gera en skilst þeir vilji ekki lengur gera þannig og láta fólk hafa upplýsingarnar. Eitthvað varðandi fjarlægð augnsteina eða eitthvað dótarí.

Bella C | 3. ágú. '15, kl: 13:55:20 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Getur mælt það sjálf með reglustiku og spegli

desjun | 3. ágú. '15, kl: 17:49:35 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég hafði samband við neytendasamtökin einmitt útaf því að ég fór í sjónmælingu og var svo neitað um upplýsingarnar þegar þau áttuðu sig á því að ég ætlaði mér ekki að kaupa gleraugu í versluninni. Ég nota alltaf linsur en er líka með gleraugu þess á milli þegar ég er að hvíla mig á linsunum. Svarið frá neytendastofu var á þá leið að þegar þú borgar eðlilegt verð fyrir sjónmælingu þá geta þau ekki neitað þér um niðurstöðurnar. 


Og varðandi farlægð augasteina þá getur þú beðið um að það sé mælt í sjónmælingunni eða haldið reglustiku fyrir framan augun og beðið einhvern um að ath fjarlægðina :) Mjög auðvelt :)

assange | 3. ágú. '15, kl: 10:24:16 | Svara | Er.is | 0

Eg for i Glæsibæ.. Uppi i turninum, mjog anaegd

ragnarth | 3. ágú. '15, kl: 11:07:23 | Svara | Er.is | 0

Ég fór til Sjónlags fyrir 11 árum og hef ekki notað gleraugu síðan. Var með -5.
En ég get samt ekki sagt þér hver er munurinn á þessum stofum enda (eðli málsins samkvæmt) fór ég bara í eina aðgerð. Þetta virkar örugglega allt. Veldu bara það sem þér lýst sjálfri best á.

Catalyst | 3. ágú. '15, kl: 13:49:18 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

jahh manni lýst best á besta verðið, hitt segir mér nákvæmlega ekkert þarna á síðunni... skil ekki í hverju munurinn felst.

En síðan er ég ekki einmitt með þetta lélega sjón (líkt og þú) og því er ég að spá hvort þetta sé þess virði, þarf samt að ganga með gleraugu. En eins og núna þá sit ég gleraugnalaus við tölvuna og get alveg skrifað og lesið en finn ég fer að píra þau eftir smá stund (sem veldur síðan síðar hausverk)

timneh | 3. ágú. '15, kl: 20:51:24 | Svara | Er.is | 1

Ég mæli ekki með Lasersjón. Ég fór þangað á sínum tíma. 2008.

Ég var að fara á Decutan meðferð (bólumeðferð) á sama tíma en það mátti ekki, þurfa að líða nokkrir mánuðir á milli. Mis margir eftir hvort maður fari í laser fyrst eða á Decutan.

Svo ég ákvað að fara fyrst í laser og svo á Decuta,n og augnlæknirinn vissi það. Það kom í ljós eftir aðgerðina að ég var enn smá nærsýn og augnlæknirinn sagði að þetta væri svona á mörkum þess hvort ég ætti að fara í aðgerð aftur. Mér fannst hann ekki hvetja til annarrar aðgerðar og mig langaði virkilega mikið til að byrja á Decutan svo ég ákvað að fara ekki aftur í aðgerð heldur byrja á Decutan. Alltaf áhætta líka að fara í svona aðgerð og ég var smá stressuð með að fara aftur. Var mjög stressuð í fyrra skiptið. Og var ekki viss hvort ég myndi fá fullkomna sjón eftir aðra aðgerð fyrst það tókst ekki í fyrsta skipti. Veit ekki hvað veldur því að þetta takist ekki alltaf alveg.

En þetta truflaði mig alltaf, og gerir enn, sérstaklega þar sem það er munur á augunum. Truflar mig sérstaklega þegar ég er þreytt og í ákveðinni birtu. Prófaði svo einhvern tímann gleraugu vinar míns í bíó og ég bara vá hvað ég sé illa og vá hvað allt er dásamlegra með gleraugunum.

Svo ég hafði samband við stofuna og sagði mína sögu og þeir sögðu að ég yrði að panta tíma hjá augnlækninum og borga fyrir hann, sem ég og gerði. Þar sem það var komið meira en ár frá fyrri aðgerð þá fæ ég ekki aðra aðgerð ókeypis. Sem mér fannst mjög ólíbó af þeim. Þeir vissu af decutan meðferðinni, ég fór í 3, og sjón mín hefur staðið í stað síðan ég fór í aðgerðina. Þeir hefðu líka alveg getað sagt mér þetta bara án þess að láta mig koma inn og punga út einhverjum 6 þúsund króna skoðunargjaldi.

Allir sem ég þekki, hver einn og einasti, sem hafa farið í svona aðgerð, fóru annarstaðar og eru með fullkomna sjón.

djeidjei | 4. ágú. '15, kl: 02:32:27 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Ég fór í Lasersjón haustið 2000 með mikla nærsýni og sjónskekkju og er enn með fullkomna sjón 15 árum síðar. Maðurinn minn fór í Lasersjón 2006 með mikla fjarsýni og er mjög sáttur með sína sjón í dag.

timneh | 4. ágú. '15, kl: 22:16:18 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hjá hvaða augnlækni?

djeidjei | 5. ágú. '15, kl: 00:02:36 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Vorum bæði hjá Þórði

timneh | 5. ágú. '15, kl: 14:43:10 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég var hjá Eiríki. Sennilega er Þórður bara betri í þessu. ;)

bogi | 4. ágú. '15, kl: 00:11:58 | Svara | Er.is | 0

Ég fór hjá Sjónlag - hverrar krónu virði. Þvílík lífsgæðaaukning að losna við gleraugun.

Ruðrugis | 4. ágú. '15, kl: 02:41:06 | Svara | Er.is | 0

Fara í Augljós, ég er nýbúin að fara þangað og það er frábær þjónusta þar og flott aðstaða. Hverrar krónu virði. 
Hins vegar mæli ég ekki með Augljós, þar eru algjörir hrokagikkir við störf og ömurlegt starfsfólk inná milli.

Ruðrugis | 4. ágú. '15, kl: 02:41:41 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Jesús! ég meinti að þú ættir að fara í Lasersjón - ég fór þangað 
ALLS EKKI AUGLJÓS.

Ziha | 5. ágú. '15, kl: 14:58:53 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Af hverju ekki Augljós?  Hefðurðu reynslu þaðan af Laseraðgerð?  


Hér er bara reynsla af Jóhannesi Kára sem er sá sem er með Augljós...... sonur minn er búinn að vera þar fra þvi að Jóhannes Kári var hjá Sjonlagi.  

-----------------------------------------------------------------------------------------------------------------------

Ruðrugis | 5. ágú. '15, kl: 20:27:10 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég hef ekkert á móti Jóhannesi Kára, ég er hins vegar á móti yfirmönnum og öðru starfsfólki þar. Gríðarlega hrokafullt og dónalegt fólk.
Ég myndi seint fara að afhenda þeim 300 þús kall úr mínu veski þegar ég get fengið betri þjónustu og attitjútt annars staðar.

Guttina | 8. ágú. '15, kl: 10:19:38 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég fór í augljós og fékk frábæra þjónustu. Þau voru alltaf yndisleg og þetta er frábært starfsfólk sem vinnur í Augljós. 

Ruðrugis | 10. ágú. '15, kl: 22:38:05 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það er greinilega ekki sama hver er!

Ranímosk | 4. ágú. '15, kl: 03:46:26 | Svara | Er.is | 0

Ég var nærsýn. Fór í laseraðgerð hjá Sjónlagi árið 2012.
Í dag er ég með haukfráa sjón, sé allt sem er í fjarlægð en eins og ég var vöruð við af Sjónlagi, ég þarf lesgleraugu til að lesa smátt letur eftir aðgerðina. Þarf að nota gleraugu til að lesa krossgátur, dagblöð eða bækur, sem ég þurfti ekki áður.

Ranímosk | 4. ágú. '15, kl: 04:00:17 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Mér var sagt að augun gætu orðið þurr fyrst á eftir, jafnvel í heilt ár, fékk dropa til að bjarga því. Augun eru alltaf jafn þurr.

Ziha | 5. ágú. '15, kl: 15:01:46 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Er búið að profa að setja silikontappa í táragöngin?  Það var gert hjá mínum strák.... og það lagaði heilmikið í sambandi við þurrkinn.  


Annars er þetta víst algengt já með fjarsýnina.... 

-----------------------------------------------------------------------------------------------------------------------

Ranímosk | 7. ágú. '15, kl: 03:25:56 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég var nærsýn. Mér skilst að þurrkur í augum sé algengur eftir laseraðgerð á nærsýnum augum en ég hef aldrei heyrt þetta!

Silikontappi í táragöngin!

Og þarf maður að borga extra fyrir það eftir að hafa farið í þessa rándýru aðgerð?

Mér var sagt að þurrkurinn yrði viðvarandi í ca. eitt ár!

Ziha | 7. ágú. '15, kl: 11:47:05 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Ég meinti sko að þu hafir líklegast orðið fjarsýn eftir aðgerðina, skilst að það sé algengur fylgifiskur laser aðgerðar.  s.s. þess vegna sem þú þurfir gleraugu við að lesa.  


Og hef ekki hugmynd, en þetta var bara gert i venjulegum skoðunartima (þessi sílikon tappi) og það getur alveg verið að hann hafi svo losnað af sjálfu sér.  Minnir allavega að það hafi svo verið sett aftur seinna eftir að hann hafði fengið tímabil með auknum augnþurrki.  


En þessi sílikon tappi hafði allavega þá virkni að augun þornuðu síður.   


Minn var með svona augnþurrk öðru hvoru í nokkur ár.... 

-----------------------------------------------------------------------------------------------------------------------

Ranímosk | 8. ágú. '15, kl: 02:37:20 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hvert fór hann í aðgerð? Voru það þeir aðilar sem settu þennan silicontappa í?
Spurning hvort ég ætti að tala við Sjónlag og fá svona tappa hjá þeim :)

Ziha | 11. ágú. '15, kl: 10:12:57 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Í sjónlag, til jóhannesar kára sem er í augljós nuna.

-----------------------------------------------------------------------------------------------------------------------

snulla06 | 4. ágú. '15, kl: 23:44:59 | Svara | Er.is | 1

Ég fór í lasersjón 2011 hjá Þórði - vá hvað ég myndi gera þetta aftur ef ég þyrfti. Minnsta mál, auðveldara en tannsi og tók enga stund. Morguninn eftir fór maður í eftirskoðun. Hrein og klár bæting á lífsgæðum.

labbalingur | 7. ágú. '15, kl: 12:52:11 | Svara | Er.is | 0

Ég fór í Sjónlag í vor og þetta er allt annað líf. Mæli með þeim þar. Ég er reyndar enn að nota dropa af og til vegna þurrks þar sem það er enn svo stutt síðan ég fór.

_________________________
"It takes two to lie, one to lie and one to listen"
- Homer Simpson

JungleDrum | 8. ágú. '15, kl: 10:39:16 | Svara | Er.is | 0

Mjög ánægð með sjónlag.

Dreifbýlistúttan | 10. ágú. '15, kl: 23:42:30 | Svara | Er.is | 0

Fór í Lasersjón til Þórðar og labbaði út með 100% sjón og enga sjónskekkju.

Núna 3 árum síðar hefur ekkert breyst :)

Fyrirsögn Nafn Dagur Uppfært
HarbuDarbu lagið - Geggjað flott! FuckHamas 18.4.2024 19.4.2024 | 16:11
Stofnun minningarsjóðs mánaskin 19.4.2024
what kind of extra activities for 3 half years boy? 007008 10.10.2014 19.4.2024 | 09:23
**casbcbpqeifyvbabcm MarcDeven 19.4.2024
dhvbisoqnwbnsvas** MarcDeven 19.4.2024
**cpJjndakBkkdvbsvlef MarcDeven 19.4.2024
New York Ròs 18.4.2024 19.4.2024 | 03:26
Af hverju eru flugvélar ekki hraðari í dag? R2 D2 19.4.2024
Orðhlutafræði austurland1 18.4.2024
Þjóðskrá barst tilkynning listaverk1 17.4.2024 17.4.2024 | 21:20
packers and movers rehousingindia 17.4.2024
perluprjón pisa 9.8.2009 16.4.2024 | 06:09
**vhbvhjweiookdshbvwei* MarcDeven 16.4.2024
Game stöðin cheap 23.11.2009 15.4.2024 | 02:15
Aðalfundur húsfélags tapularasa 13.4.2024 13.4.2024 | 23:39
User feedback and improvements regarding chat GPT GerdaGerda 12.4.2024 13.4.2024 | 07:34
Endurhæfingarlyferir Rokkvvi 12.4.2024 12.4.2024 | 23:05
Endurhæfingarlyferir Rokkvvi 12.4.2024 12.4.2024 | 16:05
Endurhæfingarlyferir Rokkvvi 12.4.2024
Grín neyðarkassi á brúðkaupsnótt Finnsk trukkapía 11.4.2024
Vantar svo nudd helst í kvöld Gulla trukkur 20.9.2013 11.4.2024 | 15:15
Aumingja umræðan varðandi húsaleigu. _Svartbakur 30.3.2023 11.4.2024 | 10:00
Sjónskerðing hjá ungabarni Elisabetheida 10.4.2024 11.4.2024 | 09:19
Selfoss eða Þorlákshöfn Mayla 2.7.2004 10.4.2024 | 11:40
Skyldmenni böbblí 20.1.2005 8.4.2024 | 20:14
Loksins fær Reykjavíkurflugvöllur nýja flugstöð ! _Svartbakur 15.6.2023 8.4.2024 | 14:24
Bæklunarlæknar barbafín 27.4.2011 8.4.2024 | 11:04
Nýr forseti Íslands ? Hver verður hann eða hún ? jaðraka 14.3.2024 8.4.2024 | 10:47
Desemberbumbur 2024 h1999 6.4.2024 8.4.2024 | 07:56
Aðstoðarmaður fasteignasala icelandicjesus 3.7.2022 8.4.2024 | 07:55
Gifurleg fjölgun erlendra afrotamanna í glæpum hérlendis ! _Svartbakur 18.6.2023 7.4.2024 | 12:02
Harmlrkur á Suðurnesjum selur hús ofan af öryrkja fyri brot af verðmæti. _Svartbakur 28.6.2023 7.4.2024 | 11:21
Rafskútur flytja álíka marga farþega og Strætó en menga sennilega 1 þúsundasta á við Strætót jaðraka 16.6.2023 7.4.2024 | 09:01
fermingarkort dæsí 15.4.2011 7.4.2024 | 02:53
"Kappakstur" mattabg 30.9.2013 6.4.2024 | 14:08
N.Y jarðskjálftinn Zjonni71 6.4.2024
Páska Flensan eythorjonas 29.3.2024 5.4.2024 | 21:33
vitiði hvar hægt er að leigja bingó ?? skrauma85 30.3.2009 5.4.2024 | 21:20
hbomax.com/tvsignin Guide by GetFactified.com getfactifiedme 5.4.2024 5.4.2024 | 19:37
hbomax.com/tvsignin Guide by GetFactified.com getfactifiedme 5.4.2024 5.4.2024 | 19:37
hbomax.com/tvsignin Guide by GetFactified.com getfactifiedme 5.4.2024 5.4.2024 | 19:37
Ferming - endurnýta skraut Svetlana Álfheiður Malyutina 3.4.2024 5.4.2024 | 14:33
Óska eftir veitingastað Aura Pain 5.4.2024
Veit einhver - twentyfiveyears 1.3.2024 4.4.2024 | 22:01
50 cent og Game Bíædz 16.1.2008 4.4.2024 | 15:49
Game boy 26sigbjo 24.3.2007 4.4.2024 | 15:48
Dúkku spítali Ròs 3.4.2024 4.4.2024 | 14:48
Game Boy leikir jigsaw 18.4.2005 4.4.2024 | 09:58
Game boy suama 7.4.2009 4.4.2024 | 09:34
Strætó til Kef Herra Lampi 28.6.2023 3.4.2024 | 16:02
Síða 1 af 47641 síðum
 

Umræðustjórar: Hr Tölva, Kristler, Guddie, tinnzy123, Bland.is, paulobrien, annarut123, Paul O'Brien