Laugarvatn

kdm | 26. jan. '22, kl: 00:06:57 | 75 | Svara | Er.is | 0

Einhver hér sem þekkir til á Laugarvatni og hvernig er að búa þar, bæði kostir og gallar? Og hvort það væri sniðugt að leigja út auka 25 fm stúdíóíbúð í langtímaleigu, og hvað væri mögulega hægt að rukka fyrir hana mánaðarlega? Kannski ekki margir sem kjósa þessa staðsetningu og mögulega erfitt að fá leigjanda? Væri Airbnb vænlegri kostur? Eða kannski bara alveg glatað að búa á Laugarvatni?
Ein að spá og spekúlera...

 

capablanca | 26. jan. '22, kl: 00:31:21 | Svara | Er.is | 0

Ókostir:
Erfitt vetraveður, dýr matvöruverslun, dýrt bensín, litlar almenningssamgöngur, langt í alla þjónustu, rosalegur hita & rafmagnskostnaður.

Kostir:
Rosalega vingjarnlegt samfélag, frábært sumarveður, stórkostlegt fyrir börn að alast upp þarna, næg atvinna, frábært útivistarsvæði, geggjaður grunnskóli. Rosalega þögullt

Ég leigði 60fm íbúð þarna ásamt 1 barni....Leigan byrjaði í 70k en var 100k þegar ég flutti...Bjó þarna í 10 ár.
Flutti í 840 til að fara í háskólann, útskrifaðist og bjó 6 ár í viðbót til að leyfa barninu að klára námið..
Sá aldrei eftir að hafa búið þarna.

Það er frekar létt að leiga út íbúð þarna á sumrin, fyrirtækin á svæðinu slást um fasteignir á svæðinu fyrir starfsfólkið sitt...Ef þú ert að hugsa um langtímaleigu þá er það erfiðara þar sem háskólinn er farinn og ekki mikið um að vera þarna frá Októbert til Mars...Þá gæti Airbnb verið góður kostur útaf lögum um skammtímaleigu.
Þekki fjölskyldu sem á hús þarna, leigja versluninni aukaíbúð fyrir starfsfólk þannig það er svo sem markaður fyrir þessu.

Overall: Mæli með.

kdm | 26. jan. '22, kl: 02:11:50 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Frábært. Kærar þakkir fyrir þessar upplýsingar: )

capablanca | 26. jan. '22, kl: 16:04:25 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ekki málið,

Ef þú vilt vita eithvað spes þarna geturu sent mér skilaboð.

Bottas | 26. jan. '22, kl: 16:33:34 | Svara | Er.is | 1

Var í ML í 4 ár og bjó og leigði þarna 3ár til viðbótar eftir eg útskrifaðist enda var enga vinnu að fa heima.. Líkaði vel að búa þana og tek undir allt sem cabablanca sagði nema það ma taka fram að mýið/flugunar þarna er pain yfir sumarið. Borgaði 50.000 a manuði fyrir 40fm árin 2010-12, man ekki hvað hiti og rafmagn kostaði...verslaði allt a selfoss, Samkaup er svo dýr búð. Var að vinna í Ferðaþjónustunni, brjálað að gera svona 9 mánuði á ári, hina 3 (nóv til feb) var allt steindautt og maður var á atvinnuleysisbótum yfir þá mánuði en tók eina og eina vakt í búðinni. Toppstaður og ég sá eftir því að hafa flutt frá Laugarvatni. Hefði att að vera svona 2-3 ár lengur

DP | 27. jan. '22, kl: 11:49:04 | Svara | Er.is | 0

Kostir: Geggjaður staður. Næg atvinna. Góður skóli með útiskólaþema. Mikil samheldni og náungakærleikur. Stutt í bónus á Selfossi. Kajak á vatninu á sumrin og skautar á veturna. Ókostir: lusmý í 2 vikur á sumrin. Pottþétt hægt að leigja út íbúð bæði sem ABB eða langtimaleiga

Fyrirsögn Nafn Dagur Uppfært
Kefir - fæst svoleiðis á Íslandi? goge70 24.2.2016 23.5.2022 | 01:01
VG að sjá ljósið ? _Svartbakur 16.5.2022 22.5.2022 | 08:43
Að giftast útlending utan EES hérna heima. Golden Skutla 10.5.2022 21.5.2022 | 20:14
Myndband um nýjustu plötuna mína, "Líf og fjör á Fróni" Pedro Ebeling de Carvalho 19.5.2022
Rukka fyrir notkun á þvottavél í sameign jalapeno 18.5.2012 19.5.2022 | 12:10
Hleðsla rafbíla bakkynjur 19.4.2022 19.5.2022 | 07:09
Hjálp HM000 17.5.2022 17.5.2022 | 22:21
Fólk sem hverfur MGTOW 6.5.2022 17.5.2022 | 18:52
Kratom Daviid 23.2.2022 17.5.2022 | 13:21
Salvage Yard Danivjel 16.5.2022
Langtímaleiga bakkynjur 16.5.2022
Fyrir börn á morgun sol82 16.5.2022
Meirihlutinn fallinn í Reykjavík _Svartbakur 15.5.2022 16.5.2022 | 18:03
Logi og loftslagsmálin Hauksen 15.5.2022 16.5.2022 | 17:04
Sjálfstæðisflokkurinn lang stærsti flokkurinn á landsvísu _Svartbakur 15.5.2022
Eigið þið uppskrift af píkurúllum Kimura 15.5.2022
Svuntuaðgerð Janef 11.5.2022 15.5.2022 | 13:54
Dyrasími með myndavél í fjölbýli th123 26.4.2022 15.5.2022 | 10:34
Sjálfstæðisflokkur skreppur saman í Reykjavík _Svartbakur 10.5.2022 15.5.2022 | 10:03
Pedro Hill - Áfram Ísland!: Skemmtileg lög frá 2021 til 2022 Pedro Ebeling de Carvalho 14.5.2022
Lítil mengun af rafknúnum einkabílum _Svartbakur 14.5.2022
Heimabrugg Inngangur 9.5.2022 13.5.2022 | 19:56
Gamalt bandarískt dægurlag "Little Brown Jug" í flutningi mínum Pedro Ebeling de Carvalho 13.5.2022
Hefur einhver farið til útlanda nýlega búinað fá covid með 2 covid sprautur nikký sæta 3.5.2022 13.5.2022 | 10:30
Gamall slagari bandarískrar rokktónlistar í flutningi mínum Pedro Ebeling de Carvalho 12.5.2022
Skilinn að borð og sæng og barn Chromecast84 10.5.2022 11.5.2022 | 21:17
Viðgerð á sílsum krunarsson 10.5.2022
Yfirgangur í borgarstjórnarmeirihluta Júlí 78 6.5.2022 10.5.2022 | 15:49
Lyfið Sertralin GLX56 10.5.2022
Skemmtun í hverjum stað! Pedro Ebeling de Carvalho 9.5.2022
Rusl dagsins, gærdagsins og morgundagsins er Hauksen 7.5.2022 8.5.2022 | 08:51
Rauðvínsblettur á vegg covid13 7.5.2022
Skòstærđir catsdogs 4.5.2022 7.5.2022 | 15:15
Hylja svalir mauri 1.5.2022 6.5.2022 | 19:29
Lifrarbólga c ingimars 6.5.2022
Flokkur fólksins bakkynjur 2.5.2022 6.5.2022 | 18:38
Sjaldgæf nöfn.... briey 21.6.2009 5.5.2022 | 16:08
Rússar eru að tapa stríðinu í Ukrainiu _Svartbakur 5.5.2022 5.5.2022 | 14:12
app fyrir Android listamaðurinn 2.4.2011 4.5.2022 | 22:29
Hef áhuga á sálfræði Jojodulla00 2.5.2022 3.5.2022 | 16:49
Kjaftasögur - Eitthvað satt þarna? janus34 30.4.2022 2.5.2022 | 09:53
Byrjunarlaun arkiteka og verkfræðinga sigga59 1.5.2022 1.5.2022 | 23:48
Búslóðarfluttningur D.Backman.art 25.4.2022 1.5.2022 | 08:55
Förðun kink 1.5.2022
Fyrsta íslenska platan mín Pedro Ebeling de Carvalho 30.4.2022 30.4.2022 | 17:44
Putin þarf að taka pillurnar sínar í kvöld. _Svartbakur 29.4.2022 30.4.2022 | 16:27
Hugmynd að afskekktri náttúrulaug covid13 29.4.2022
Auglýsing er hægt að taka blessuð Auglýsing tlaicegutti 29.4.2022 29.4.2022 | 00:50
Spurning um atvinnuleysisbætur renata00 27.4.2022 28.4.2022 | 11:15
Sumarhús á spáni Shakira 27.4.2022 28.4.2022 | 11:06
Síða 1 af 69911 síðum
 

Umræðustjórar: tinnzy123, RakelGunnars, Anitarafns1, superman2, Bland.is, Gabríella S, mentonised, barker19404, ingig, aronbj, tj7, karenfridriks, joga80, krulla27, rockybland, Atli Bergthor, Óskar24, MagnaAron