Laun ljósmæðra

sealaft | 3. apr. '18, kl: 18:08:02 | 597 | Svara | Er.is | 0

Hver eru meðallaun ljósmæðra ? Einhver sem veit?

 

Aquapower | 3. apr. '18, kl: 18:35:16 | Svara | Er.is | 0

mig minnir að ég hafi séð í fréttum að margar eru með um 950,000

---------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------

Venja | 3. apr. '18, kl: 18:40:13 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

fyrir 100% vinnu án yfirvinnu og aukavakta, bakvakta osfrvs? 

magzterinn | 7. apr. '18, kl: 10:57:14 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 6

Það er enginn með þessi laun. Þessar tölur eru fengnar með því að upp reikna laun þeirra sem eru í vaktavinnu. T.d ljósmóðir í 50%stöðu, með vaktaálagi, aukavöktum og bakvöktum fær x mikið í heildarlaun. Það er tekið og margfaldað upp í eins og hún væri að vinna 100%. Sama er gert fyrir allar prósentur. Það vinnur enginn í 100% vaktavinnu með sama vaktaálagi, aukavöktum og bakvöktum (það er bara ekki hægt). Þær sem vinna 100% eru í dagvinnu á stripuðum grunnlaunum. Þessar tölur eru settar fram einungis til þess að villa um fyrir fólki og fá almenning upp á móti ljósmæðrum í baráttunni. Grunnlaun eftir 6 árs háskólanám eru rétt um 450-460 þús kr.

~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~
Mehh

Aquapower | 7. apr. '18, kl: 21:17:51 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

já spunameistararnir eru virkjaðir þegar fólk fer að berjast fyrir kjörum sínum skýrustu dæmin eru útgerðarmenn gegn sjómönnum enda tekur maður ekkert mark á alskyns þvælu sem kemur frá atvinnurekendum 

---------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------

auglysingarnar | 3. apr. '18, kl: 20:03:17 | Svara | Er.is | 0

grunnlaunin eru einhverju undir 500þ.

Júlí 78 | 3. apr. '18, kl: 20:42:48 | Svara | Er.is | 0

Samkvæmt frétt á Stöð 2 áðan þá segir fjármálaráðuneytið að þetta sé svona:
2016

Dagvinnulaun að meðaltali: 553.320
Heildarlaun að meðtöldu yfirvinnu, vaktaálagi og aðrar greiðslur: 814,375


2017 til Júni
Dagvinnulaun að meðaltali: 573.897
Heildarlaun að meðtöldu yfirvinnu, vaktaálagi og aðrar greiðslur: 836.651


Ljósmæður segja hins vegar að greiðslur séu eilítið minna en þetta. (kom fram í fréttinni).  
Mér finnst það skandall að manneskja sem hefur unnið sem hjúkrunarfræðingur og er menntuð til þess skuli lækka í launum eftir að hafa bætt við sig ljósmæðranáminu og hafið störf sem ljósmóðir. Hvað á það að þýða? Mér finnst þetta sýna algjört virðingarleysi fyrir starfi ljósmæðra. 

antonvj | 14. apr. '18, kl: 23:26:30 | Svara | Er.is | 2

Sama grillaða umræðan og átti sér stað þegar læknar fóru í verkfall og hjúkrunarfræðingar og... og... og. Það skiptir engu andskotans máli hver meðallaun eru (meðaltal er þess utan afar gallað fyrirbæri þegar fjallað er um hóp sem getur verið á æði breiðu launabili þar sem þau hæst launuðu hífa meðallaunin upp úr öllu samhengi við þau lægra launuðu, miðgildi hentar þar betur) þegar skortur á starfsfólki sem kallar á aukavaktir sem kallar auðvitað á hærri laun. Vildi ekki líka þessi „sérfræðingur“ í bankahöfuðstöðvunum fá almennilega umbun fyrir vinnu utan dagvinnutíma og starf umfram 100% starfshlutfall? Það eina sem skiptir máli er að dagvinnukaup / grunnlaun séu í samræmi við menntun, reynslu, ábyrgðar og fleiri víðlíkra þátta. Að halda öðru fram er í besta lagi vanþekking og í versta lagi blinda fyrir staðreyndum.

hull | 18. apr. '18, kl: 22:51:15 | Svara | Er.is | 0

meðalaun ljósmæðra árið 2017 voru 878,000-samkvæmt fréttum um daginn!

TheMadOne | 19. apr. '18, kl: 00:23:14 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Með vaktaálagi?

------------------------------------
http://viralswarm.s3.amazonaws.com/wp-content/uploads/2014/10/r8wsFYY-34547-36e7-300x170.jpg

Allegro | 19. apr. '18, kl: 17:50:02 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Var þá verið að tala um dagvinnulaun? 

hull | 21. apr. '18, kl: 17:40:06 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

nei,þetta er með vaktarálagi,þær eru með álíka góð laun og flugumferðarstjórar!

sealaft | 21. apr. '18, kl: 21:52:42 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já sæll, hverjar eru launakröfurnar ? Ég verð nú samt að segja að það er furðulegt að þær skuli lækka í launum við að bæta við sig námi

hull | 23. apr. '18, kl: 12:35:15 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

þær fara bara fram á 45% launahækkun,sem þær fá auðvitað aldrei!

óskin10 | 22. apr. '18, kl: 21:38:43 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Menntaskóla gengnir flugumferðarstjórar

---------------------------------------------------------------------------------------------------------------

KolbeinnUngi | 21. apr. '18, kl: 18:13:58 | Svara | Er.is | 0

ég þarf að fara læra að vera ljósfaðir. greinilega miklu hærri laun í því en að vera iðnaðarmaður í drullu , hávaða og hættulegt ,leiðinlegum kúnum með kjaft

Zagara | 21. apr. '18, kl: 23:22:14 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Allt sem þú lýsir er hægt að yfirfæra yfir á ljósmæður. Nema þar er blóð og aðrir líkamsvessar sem koma við sögu, konur í sársauka með hávaða og að rífa kjaft (eru pottþétt ekki alltaf skemmtilegar í því ástandi) og stundum skapast hættulegar aðstæður sem ekki allir komast lifandi frá. Ef þú finnur þig í þessu öllu saman þá gætirðu alveg söðlað um, en mundu að það er skilyrði um langt háskólanám til að fá vinnuna. 

Sodapop | 21. apr. '18, kl: 23:22:29 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það að bera saman ljósmæður og iðnaðarmenn er eins og að bera saman appelsínur og ljósastaura. Annars er reyndar fátt eðlilegra en að hækka talsvert í launum við að mennta sig, svo bara endilega go for it!

----------------------------------------------------------------------
Don't grow up. It's a trick!!

Allegro | 22. apr. '18, kl: 12:04:46 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Held að iðnaðarmaður gæti hæglega náð þessum launum með vinnu á frídögum og um nætur. Síðan er spurning hversu lengi þú verður að bæta þér upp launamissinn meðan þú bætir á þig nokkra ára námi. 

Fyrirsögn Nafn Dagur Uppfært
Teygjutvist sandálfur 26.4.2018 26.4.2018 | 11:21
Einkennileg ráðning leiðindaskjóða 26.4.2018 26.4.2018 | 10:53
Sveppasýking Asdfghjklæö 26.4.2018 26.4.2018 | 10:07
3 börn á 3 árum kona80 26.4.2018
Frá Rkvk til Akureyri í dag á sumardekkjum Bragðlaukur 26.4.2018
Gyllinæð ,til hvaða sérfræðing og hvert á að koma?? Helga31 25.4.2018 26.4.2018 | 07:38
Skynsamlegt að breyta um höfuðborg - hvaða sveitarfélag kæmi helst til greina ? kaldbakur 23.4.2018 26.4.2018 | 02:41
Krummahólar 6 malata 23.4.2018 25.4.2018 | 22:51
Þvottavél með innbyggðum þurkara? Hvar fæst? hex 25.4.2018 25.4.2018 | 22:46
Refsing yfirvofandi ? Dehli 22.4.2018 25.4.2018 | 20:57
Ruslalúgum lokað majasig 16.4.2018 25.4.2018 | 20:49
Hvar fæ ég mjólkursykur ? Jónína Jónsdóttir 22.4.2018 25.4.2018 | 18:11
Tónlist við sálma g66 22.4.2018 25.4.2018 | 14:55
Ódýrasta internetið moli4 25.4.2018
Framhjáhald eða ekki? Gengar 22.4.2018 25.4.2018 | 14:00
hrægammar sjomadurinn 20.4.2018 25.4.2018 | 13:25
einelti og úrræði mánaskin 21.4.2018 25.4.2018 | 11:14
Dalsmynni? "krútta 7.8.2005 25.4.2018 | 11:10
Meðganga smexy 13.4.2018 25.4.2018 | 10:39
Bíla ráð bros30 25.4.2018 25.4.2018 | 10:27
John Lennon Twitters 23.4.2018 25.4.2018 | 01:10
Laun múrara og smiði Wholesale 22.4.2018 24.4.2018 | 23:16
Hvar er best að fara með robod rykugu i viðgerð Dísan dyraland 24.4.2018
Ætla að leigja hjólhýsið mitt, hvað fylgir yfirleitt með ? Perlukonan 24.4.2018 24.4.2018 | 22:34
Gas eftirlitsmaður Glimmer74 24.4.2018 24.4.2018 | 21:26
klipping á Egilsstöðum og nágreni annarbannar 24.4.2018
B vara? adrenalín 24.4.2018 24.4.2018 | 16:48
Sprauta mænugöng hremmi79 24.4.2018 24.4.2018 | 16:18
vei einh. hægt kaupa útlitsgallað byggingarefni, td glugga looo 24.4.2018
ba i lögfræði bakkynjur 21.4.2018 24.4.2018 | 11:40
Vinna fyrir 15 ára ungling Tritill 18.4.2018 24.4.2018 | 11:01
Verkleg bók í efnagreiningartækni Maria995 23.4.2018
Svifbretti bjork77 23.4.2018 23.4.2018 | 21:09
Bumbuhopur fyrir nov skvisa93 30.3.2018 23.4.2018 | 20:41
Er maður/kona af réttu kyni ? Hvernig kemst maður að því ? kaldbakur 11.4.2018 23.4.2018 | 19:59
Ökuskóli 3 einhver sem þekkir Logi1 23.4.2018
Veit einhvern um manneskju í rvk sem kann að gera dredda? AuRevoir 20.4.2018 23.4.2018 | 18:37
Uppskrift að humri sem inniheldur ekki hvítlauk? aðnorðan 14.4.2018 23.4.2018 | 16:33
Laun ljósmæðra sealaft 3.4.2018 23.4.2018 | 12:35
Búa í fjölbýli Húllahúbb 17.4.2018 23.4.2018 | 11:59
Hitabursti - Cera hotstyler 32 eða önnur tegund fannykristin 23.4.2018
Augnháralenging, hafið þið prófað? buin 19.4.2018 23.4.2018 | 10:20
Gps tæki á dýr Terminator 12.5.2011 23.4.2018 | 01:37
Sveppasýking eða eitthvað annað? Herbamare 22.4.2018 22.4.2018 | 22:50
Rafn Ragnarsson - PIP Unnnnn 9.1.2012 22.4.2018 | 22:45
Laun pípara? Wholesale 17.4.2018 22.4.2018 | 16:27
Laun Gestamóttökustjóra SGylfa67 22.4.2018 22.4.2018 | 16:07
hvaða stærð af páskaeggjum fengu hundarnir ykkar Aquapower 18.4.2018 21.4.2018 | 20:09
Ég biðst afsökunar... burrarinn 28.2.2018 21.4.2018 | 19:09
Hefur nokkurn tíma verið meiri hætta á þriðju heimstyrjöld ? jaðraka 12.4.2018 21.4.2018 | 18:33
Síða 1 af 19648 síðum
 

Umræðustjórar: ingig, katasig@msn.com, 2pjakkar, Coco LaDiva, vkg, joga80, krulla27, superman2, aronbj, rockybland, Bland.is, flippkisi, mentonised, Krani8, MagnaAron