Launamismunum í unglingavinnunni

ingei | 18. jún. '12, kl: 14:45:52 | 3517 | Svara | Er.is | 10

15 ára sonur minn er í unglingavinnunni í Reykjavík í sumar og vildi hann endilega vita hvað hann fengi í laun.

Þegar ég fór að kynna mér málið að þá komst ég að því að launamismununin í unglingavinnunni er svakalegur.

Eftir smá googl þá sér maður að þetta hefur viðgengist lengi, að það er verið að er að borga þessum krökkum langt fyrir neðan eðlilega launataxta og að munurinn milli sveitafélaga og jafnvel samliggjandi bæjarfélaga er fáránlega mikill.
Ég fann t.d. könnun frá 2010 þar sem sést greinilega ótrúlega mikill mismunur á launum:
http://asa.is/index.php?option=com_content&task=view&id=359&Itemid=1

Satt best að segja finnst mér þetta ekki í lagi!

Sonur minn sem er með einhverfurófsröskun og hans sérviska snýr mikið að peningum, hann gerði sér strax grein fyrir að launin hans eru fáránlega lág og hann sem er búinn að vera að bíða í mörg ár eftir að komast í unglingavinnuna... hann missti allan áhuga á að fara að vinna sér inn pening og þar af leiðandi allan áhuga á að standa sig vel í vinnunni. Vinnugleðin dó á 5 sek, sléttum!

Þarna er verið að eyðileggja strax vinnugleðina hjá krökkum því það er ekki nóg með að launin séu lág heldur þá er svo mikill launamunur á milli 15 og 16 ára krakka að óréttlætið gargar á þau. Tökum dæmi:

Sonur minn 15 ára fær 384 kr á tímann, vinur hans sem er ári eldri fær 510 kr á tímann. Annar vinur hans, 15 ára í Kópavogi, fær 501 kr á tímann og 16 ára vinur þess stráks fær 626 kr.
Tekjumöguleikar sonar míns fyrir sumarið eru rétt um 20 þús kr (þetta dugar ekki einu sinni fyrir almennilegum vinnufötum handa honum) en jafnaldri hans í Kópavogi getur unnið sér inn um 40 þús kr.

Samræður milli vinanna um laun eru því ansi óskemmtilegar og gerir mér ansi erfitt fyrir að rökræða við minn son afhverju hann ætti að vera duglegur í sinni vinnu, þar sem hann, í sakleysi sínu, trúir hann því að dugnaður borgi sig.

Reykjavíkurborg afsannar það aftur á móti fyrir honum og mér reyndar líka!
Það sem verra er að í raun finnst mér að ég eigi að kenna syni mínum að hann eigi ekki að láta bjóða sér svona þrælalaun og misrétti, svona upp á framtíðina að gera!

Ég hélt að hlutverk vinnuskólans væri að efla og rækta vinnusemi hjá ungum samfélagsþegnum sem eru að stíga sín fyrstu skref á vinnumarkaðinum en ekki að vera tæki fyrir sveitafélögin, sem sjái hag sinn í því að draga til sín hræódýrt vinnuafl, sem þeir geta gefið skít í launalega séð.

Að mínu mati þá er þetta hræðilega rangt!
Því varð ég að pústa smá :)

 

~~o{=}o~~o{=}o~~o{=}o~~o{=}o~~

Best að blanda sér í málið!

Spotie | 18. jún. '12, kl: 14:52:49 | Svara | Er.is | 4

Ég á ekki til orð hvað það er farið ílla með þessa karakka :/
Man eftir því að þegar ég var að vinna uppá Esju og það var rosalega erfitt þegar ég var ungur og fékk svo léleg laun!

http://www.youtube.com/user/Arijosepsson
http://www.facebook.com/AraliuZ FAN

pdiddy | 18. jún. '12, kl: 15:19:34 | Svara | Er.is | 28

Þetta er ekki launamismunur. Unglingavinnan á ekki að vera til þess að unglingar nái að byrja að sjá fyrir sér eða að safna sér upp í nýjan iPhone eða iPod Touch. Foreldrar eiga að sjá fyrir börnunum sínum. Í Kópavogi eru laun almennt hærri en úti á landi. Það þýðir ekki að það sé launamismunur í gangi. Einnig er ekki víst að starfið sem fer fram í unglingavinnunni í Kópavogi sé það sama og úti á landi, hugsanlega meiri vegalengdir og meira rusl, o.s.frv.. 45 ára einstaklingur sem hefur unnið fyrir fyrirtæki í einhvern tíma fær hærri einkun en 25 ára nýútskrifaður nemandi með sömu menntun. Krakkarnir sem orðnir eru 16 ára þekkja oft betur til í unglingavinnunni, vinna betur, eru sterkari og eru mun þroskaðri. Þetta er svona hjá öðrum fyrirtækjum sem ráða 14-17 ára, þau fá lægri laun en einstaklingur sem náð hefur 18 ára aldri en þau hækka með árunum.

Þetta er ekki eitthvað samsæri. Í unglingavinnunni er oft einn 18-24 ára einstaklingur að sjá um hóp af 20 14-16 ára einstaklingum. Hann nær ekki að meta vinnubrögð hvers og eins, þau eru þarna í nokkra tíma og eru oft bara að leika sér. Þetta á ekki að vera til þess að þessir einstaklingar nái að sjá fyrir sér, heldur til þess að þau læri góð vinnubrögð og þau eru meðal annars að vinna sig upp, maður fær oft skítalaun fyrst en þá heldur maður bara áfram að vinna vel og fær þá góða umsókn fyrir næsta vinnustað.

trjástofn22 | 18. jún. '12, kl: 15:25:53 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 6

Auðvitað eiga foreldrar að sjá fyrir börnunum. En börnunum langar líka í aukapening til að geta keypt það sem þau langar í. Sumir foreldrar geta bara keypt það nauðsynlegasta fyrir barnið en ekki auka skó, eða auka jakka af því bara. Þá langar barninu í auka pening svo það geti keypt sér það sjálft.

pdiddy | 18. jún. '12, kl: 15:31:21 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þá eiga foreldrarnir að reyna að hækka sín eigin laun í stað þess að kvarta yfir bæjarvinnu 14 ára krakkana þeirra. Ég vann í unglingavinnunni í ár og það var varla gert neitt. Bara smá göngutúr og reytt arfa.

trjástofn22 | 18. jún. '12, kl: 15:55:55 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 7

haha já..... eiga að hækka laun sín. Það er ekkert auðveldast í heimi sko.

pdiddy | 18. jún. '12, kl: 15:59:31 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 8

Hvers vegna er þá verið að biðja um að hækka laun unglinganna?

trjástofn22 | 19. jún. '12, kl: 08:29:42 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Af því þau eru auðvitað fáránlega lág. En það er ekkert hlaupið að því að foreldrar geti fengið sín laun hækkuð eða fengið betri launaða vinnu. Svo kannski skulda þau mikið o.þ.h.

raudmagi | 18. jún. '12, kl: 20:03:24 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

En ef það er ekki verið að gera neitt er þá ekki allt í lagi að leggja vinnuskólann bara niður í staðin fyrir að kenna unglingunum að hangsa í vinnunni?

pdiddy | 18. jún. '12, kl: 20:08:42 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Það er ekki verið að kenna þeim það, það er reynt að koma upp aga í þeim í vinnunni. En eins og ég sagði er oft ungur einstaklingur með hóp af 15-20 unglingum sem vinna mismikið. Þau eru líka að gefa tilbaka til samfélagsins sem er bara gott mál þar sem þau njóta ókeypis heilsugæslu og fullt af forréttindum sem börn í öðrum löndum fá ekki - geta alveg eins litið á það sem að þau séu að gefa tilbaka eftir einn og hálfan áratug á að fá hlutina beint í hendurnar.

veg | 19. jún. '12, kl: 08:33:24 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

foreldrar þessara barna eru búin að borga fyrir heilsugæsluna og öll þessi forréttindi.  það er út í hött að líta svo á að börn þurfi að borga til baka fyrir það atlæti sem þau njóta í uppvexti sínum.

pdiddy | 20. jún. '12, kl: 02:54:38 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Foreldrar borga reyndar ekki fyrir næstum því alla heilsugæslu barnana sinna, enda fá börn ókeypis inn á neyðarmóttökur og í flesta læknistíma. Mér finnst það sjálfsagt og það á alls ekki að breyta því. En þegar þau hafa náð 14-16 ára aldri eru þau engin ungabörn lengur og geta vel byrjað að gefa tilbaka til samfélagsins. Þetta er til þess að unglingar læri að vinna en í leiðinni gera þeir bæinn sinn fallegri, fá félagsskap jafnaldra, og ekki eru vinnutímar langir. Það er ekki eins og þetta sé einhver norður-kóreskur bootcamp.

Carrie Bradshaw | 18. jún. '12, kl: 15:37:27 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 11

Þá finnst mér nú gefið að krakkar eigi að fara að vinna í alvöru vinnu. Vinnuskólinn er eins og nafnið gefur til kynna vinnu-SkÓLi. Launin eru ekki aðalatriðið þarna, en það er sú vinna sem þau ynna af hendi ekki heldur. Þau eiga að læra að fara eftir fyrirmælum, vinna í hóp, fá fræðslu um hina og þessa hlutina og í rauninni bara hafa eitthvað að gera yfir sumarið.

Abba hin | 18. jún. '12, kl: 15:42:32 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Það er ekkert hlaupið að því fyrir unglinga á grunnskólaaldri að fá "alvöru vinnu".

-------------
„Varið ykkur, flestir hér eru konur með leggjastokka sem skilja ekki hugmynd hvað þú ert að tala um...“ - Meistari Niklez90

„Er næst mesta drusla sem ég þekki meðal minna vina og er komin eitthvað yfir 100 bólfélagana, kvenhyllina vantar mig ekki.“ -bfsig

pdiddy | 18. jún. '12, kl: 15:55:04 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Það er ekkert hlaupið að því fyrir unglinga á grunnskólaaldri að fá "alvöru laun".

trjástofn22 | 18. jún. '12, kl: 15:57:34 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Já og það er svo glatað fyrir unglingana.

Börn voru að vinna í fiski áður fyrr, af hverju má það ekki enn þá? Ungir krakkar geta alveg gert ýmislegt annað en að afgreiða í búð, t.d. verið inni í búð eða inn á lager.

pdiddy | 18. jún. '12, kl: 16:01:54 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Þar sem ég vinn eru krakkarnir oftast inni í búð en ekki á kassa. En það gæti verið of mikið stress fyrir marga unga krakka að vinna í fisk, ég þekki annars ekkert til þess. En unglingavinnan er ekki alvöru vinna heldur námskeið, og þess vegna er ekki hægt að ætlast til þess að þau séu að fá einhver veruleg laun. Foreldrarnir eiga að sjá fyrir þeim.

eira | 18. jún. '12, kl: 22:47:27 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Fyrir rúmum tveimur áratugum þegaré g var að sækja um vinnu á Granda þá var mér sagt að tryggingarfélög tryggðu ekki starfsmenn undir 16 ára aldri. Ég veit reyndar að börn unnu í fiski úti á landi á sama tíma en hugsanlega hafa þau verið ótryggð

Carrie Bradshaw | 18. jún. '12, kl: 15:56:47 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 10

Nei einmitt! Enda eru þetta börn í grunnskóla og að mínu mati finnst mér 14-16 ára krakkar ekkert þurfa að drífa sig að vera einhverjir skaffarar, eða þá vera í einhverju kapphlaupi um veraldleg gæði... Unglingavinnan er þá allavega námsskeið sem borgar með krökkunum yfir sumarið. Þau hafa eitthvað að gera og eru með jafnöldrum sínum og fá smá pening fyrir það :) Hef aldrei geta litið á vinnuskólann sem einhverja alvöru vinnu sem ætti að borga vel og finnst skrýtið að hugsa til þess....


Annars held ég að krakkar á grunnskólaaldri geti ef þeir leggja sig fram fengið skítavinnu í Bónus og á öðrum svipuðum stöðum...

Abba hin | 18. jún. '12, kl: 16:46:46 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég var bara að benda á það af því þú segir að þeir eigi þá bara að fá sér alvöru vinnu, eins og ekkert sé sjálfsagðara.

-------------
„Varið ykkur, flestir hér eru konur með leggjastokka sem skilja ekki hugmynd hvað þú ert að tala um...“ - Meistari Niklez90

„Er næst mesta drusla sem ég þekki meðal minna vina og er komin eitthvað yfir 100 bólfélagana, kvenhyllina vantar mig ekki.“ -bfsig

Carrie Bradshaw | 18. jún. '12, kl: 16:52:43 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég hef ekki enn hitt það barn undir 18 ára sem hefur ekki geta fundið sér vinnu ef það hefur virkilega ætlað sér það, annað en unglingavinnuna. Hitt er svo annað mál að ég veit um fullt af krökkum sem tala býsna mikið um hvað það sé ekkert annað að gera en að fara í vinnuskólann, og þegar maður gengur á að spyrja hvort krakkinn hafi verið duglegur að sækja um hinar og þessar vinnur þá eru svörin yfirleitt endasleppt... "neeeeee, æj Siggi sagði að það væri ekkert að gera þarna....ég prufaði að sækja um á einum stað en ég tékkaði ekkert á því aftur". Það myndi ég ekki telja með sem einstakling sem ÆTLAÐI sér virkilega að finna sér eitthvað annað að gera.

amazona | 18. jún. '12, kl: 21:48:19 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég þekki alveg haug af krökkum sem að fá ekki vinnu.
Dóttir mín vinnur í Bónus og það er alveg straumur þangað að leita að vinnu.
Vinkona dóttur minnar var búin að fá vinnu í fiski í gegn um ömmu sína,
en svo var ákveðið að einungis börn starfsmanna, ekki barnabörn, fengju vinnu.

Myken | 19. jún. '12, kl: 07:46:10 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hvað eru krakkar t.d 16-17 ára að fá á tíman í bónus

----------------------------------------------------------------------
- Til að forðast gagnrýni - gerðu ekkert, segðu ekkert, vertu ekkert -

höfundur ókunnur

https://www.facebook.com/StudningsidaFyrirFornalombMyglusvepps/

teenzla | 19. jún. '12, kl: 12:35:41 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég var að vinna í bónus 2004 þegar ég var 14 og var að fá 450 krónur á tímann.

traff | 19. jún. '12, kl: 01:54:47 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég og flestir skólafélagar mínir sem sóttust í alvöru vinnur fengum hana og ég er nú ekkert orðin neinn svaka gömul það eru fullt af djobbum fyrir unglinga en fæstir meika eða nenna alvöru ábyrð, eins og að vaska upp á veitingastöðum, skúra, keyra kerrur, fylla í hillur og setja ís í form. 

Carrie Bradshaw | 19. jún. '12, kl: 09:02:16 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Enda eru þetta alls ekkert "spennandi vinnur"... en þær gefa laun af sér :)

trjástofn22 | 19. jún. '12, kl: 08:30:56 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Er Bónus skítavinna?

Carrie Bradshaw | 19. jún. '12, kl: 09:07:52 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Að vera bakvið í lágverðsverslun að sjá um að raða kössum, taka upp úr þeim, ganga frá, raða í hillur finnst mér vera eitthvað sem er ekkert sérstaklega gefandi á neinn hátt, og alls ekki fyrir krakka. Að því leitinu til er það skítavinna...

trjástofn22 | 19. jún. '12, kl: 12:12:19 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

En einhver þarf að gera þetta.

Carrie Bradshaw | 19. jún. '12, kl: 12:23:00 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

gerir það starfið eitthvað "betra"? ;)

trjástofn22 | 19. jún. '12, kl: 13:19:20 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Nei, en mér finnst þetta samt ekkert vera skítavinna. Það er bara misjafnt hvað fólki finnst vera skítavinna.

Maddaman | 18. jún. '12, kl: 23:56:50 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

En börnin langar
.....þá langar barnið.
Sögnin að langa tekur með sér þolfall, ekki þágufall :o)

nutini | 19. jún. '12, kl: 00:22:32 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

frábært rosalega ert þú góð í málfræði

trjástofn22 | 19. jún. '12, kl: 08:31:19 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

æ já, tók eftir þessu eftir á

Felis | 18. jún. '12, kl: 15:31:57 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Rreykjavík er varla úti á landi - ekki einu sinni í samanburði við Kópavog

___________________
“Why do people say 'grow some balls'? Balls are weak and sensitive. If you wanna be tough, grow a vagina. Those things can take a pounding.”
― Betty White

pdiddy | 18. jún. '12, kl: 15:37:43 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Misskildi spurninguna en það gildir hinsvegar það sama að laun eru ekki jöfn eftir borgum og bæjum. Þetta er raunveruleikinn.

pdiddy | 18. jún. '12, kl: 15:40:19 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Einnig gæti verið að það sé meira aðsókn í Reykjavík heldur en í Kópavogi.

ingei | 18. jún. '12, kl: 15:45:18 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 7

Þú ert eiginlega að miskilja allt mitt innlegg.

Varðandi launamismun: Ég er ekki að bera saman laun unglinga við fullorðinna, heldur laun krakka sem eru að vinna sömu vinnu, á sama aldri, en einungis vegna þess að þau búa í sitthvoru bæjarfélaginu, að þá er mikill launamunur... bara fyrir það eitt að búa sitt hvoru megin við bæjarmörkin.

Hér er heldur ekki verið að tala um að tekjurnar eigi að vera þannig að þau geti keypt sér bíl og íbúð eftir 5 ára vinnu heldur að launin séu eitthvað sem er vert að vinna fyrir, launin séu smá hvatning og ýti þar með undir metnað og dugnað hjá krökkunum. Hér er ekki verið að tala um að staðið sé yfir þeim og mældur persónuleg afköst hvers og eins.

Það ætti að vera sjálfsagt að sveitafélögin borgi laun sem eru í samræmi við launataxta verkalýðsfélaga fyrir svipaða vinnu og sama aldurshóp.

~~o{=}o~~o{=}o~~o{=}o~~o{=}o~~

Best að blanda sér í málið!

Carrie Bradshaw | 18. jún. '12, kl: 16:00:37 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 7

Mér finnst 20 þúsund krónur fyrir krakka sem hafa aldrei verið að vinna neitt eða fengið sínar eigin tekjur bara vera allt í lagi fyrir þá "vinnu" sem þau eru að vinna... Ég man þegar ég var í vinnuskólanum, ég fékk 14 þúsund og hugsaði "vááá fjórtán ÞÚSUND krónur sem ÉG sjálf vann mér inn og ég á núna!!!" og mér fannst það frábært!!

En það eru ekki launin sem á að vera hvatinn heldur að hafa eitthvað að gera, hitta félagana, læra að fara eftir leiðbeiningum og þess háttar. Launin eru bara plús...


Hver er annars launataxti verkalýðsfélaganna fyrir börn á grunnskólaaldri?


Sveitafélögin eru mismunandi og þetta er ekkert við þau að sakast. Leikskólagjöldin í Garðabæ eru hærri en sama vist í leikskóla kostar í Reykjavík... svona hlutir eru bara mismunandi eftir sveitarfélögum. Sé ekki að það sé eitthvað ójafnræði þar á milli...

Felis | 18. jún. '12, kl: 16:08:09 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

þegar ég var í vinnuskólanum þá fékk ég örugglega yfir 20 þús fyrir sumarið - það eru 15-16 ár síðan

___________________
“Why do people say 'grow some balls'? Balls are weak and sensitive. If you wanna be tough, grow a vagina. Those things can take a pounding.”
― Betty White

Carrie Bradshaw | 18. jún. '12, kl: 16:20:49 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

ég var í vinnuskólanum fyrir einmitt svipuðum árafjölda síðan líka... ég man ekkert nákvæmlega hvað ég fékk í laun en það getur vel passað að krónutalan hafi verið um 22 þús eða svoleiðis. En ég man að fyrsta útborgunin var 14 þús og það var frábært! Hinsvegar er búið að skera niður vikufjöldann sem hver unglingur fær að vinna, en launin hafa nú hækkað eitthvað aðeins síðan þá. Þá var maður að vinna miklu fleiri vikur en er í boði fyrir hvern og einn núna..

Gunnýkr | 18. jún. '12, kl: 18:41:47 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

já örugglega. Sonur minn var í unglingavinnunni í sex vikur í fyrra og fékk um 90 þúsund.

traff | 19. jún. '12, kl: 01:58:34 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Mig rámar í 14-16 þúsund en það var bara boðið uppá hálfan daginn minnir mig, ég hækkaði talsvert þegar ég fór í sveit og bar náttúrulega mun meiri ábyrð. En launin hafa örugglega lækkað afþví það voru fleyri sem sóttu í unglingavinnuna og börnum fjölgaði... bara kenning.  Kannski var þetta meiri vinna en skóli á ykkar tímum.

Nornaveisla | 20. jún. '12, kl: 15:17:52 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þú máttir líka örugglega vinna meira en þessar 2-4 vikur sem eru í boði núna í bæjarvinnunni.

Hedwig | 18. jún. '12, kl: 22:16:41 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Man einmitt svo eftir þessu, hef ekki fengið hærra en um 20 þús þarna eftir 8.bekk í vinnuskólanum en mér fannst þetta svo mikill peningur og var ánægð yfir því að ég hafði sjálf unnið fyrir honum :D.  Síðan hækkuðu launin milli ára og þá fannst mér það enn skemmtilegra en meiri vinnutími líka.  

Haffí | 18. jún. '12, kl: 16:06:17 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 5

En er þetta ekki bara beisik sem maður verður að læra á einhverjum tímapunkti? Það er ekki til neinn staðlaður ríkistaxti fyrir vinnu eftir aldri. Laun stjórnast að miklu leyti af því hvaða fyrirtæki (sveitarfélagi) þú vinnur hjá. Ef þú ert iðinn og duglegur hefur þú meira val og fleiri fyrirtæki vilja ráða þig og þú getur þannig haft áhrif á kaup og kjör. Vinnuskólinn er svo kannski ekkert frábært líkan til að vinna út frá því þar vinnur maður sig ekki upp og ekki til hliðar og getur ekki rölt yfir í næsta bæjarfélag og sótt um vinnu þar (eða hvað?)

Haffí

Lljóska | 18. jún. '12, kl: 16:37:20 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

nkl. ég var að vinna á leikskóla úti á landi og þar eru launin lægri en í t.d á leikskólum í rvk . ég verð nú samt að viðurkenna að mér finnst það óréttlátt. en svona er þetta þegar fólk er í mismunandi verkal.félögum og ekki sami samningur allstaðar.

XXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXX
„Þetta er mögnuð tilfinning og gerist ekki betra,þetta er svo sætt"

raudmagi | 18. jún. '12, kl: 20:01:44 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Mér finnst það ekki að vera að læra góð vinnubrögð að vera mikið að leika sér í vinnunni.  Auðvitað sjá foreldrar um börnin sín en þau hafa nú samt sem áður gott af því að læra að vinna og sjá hvernig peningarnir koma inn. Þau verða mun ábyrgari í peningamálum ef þau fá að vita hvaðan peningarnir koma.

ilmbjörk | 18. jún. '12, kl: 15:22:41 | Svara | Er.is | 0

Skoðaðu þá launin sem eru úti á landi! Mikið hærri en í Reykjavík.. þegar ég var að sjá um vinnuskólann í mínubæjarfélagið (sumar 2010) voru krakkar úr 8. bekk að fá rúmlega 500 kall, krakkar úr 9. bekk að fá rúmlega 600 kall og krakkar úr 10. bekk voru með í kringum 700 krónur!

sólarströnd | 18. jún. '12, kl: 15:34:10 | Svara | Er.is | 0

úff þetta er svo ömurlegt! 
ég er að sjá um unglingavinnuna hér á Akureyri.
14 eru t.d. með 392 kr á tímann. (með orlofi)
15 ára með 448 kr.
og 16 ára með 591 kr.

...man nú að ég var með 514 kr á tímann sem þjónanemi, grét þegar ég fékk fyrsta launaseðilinn minn.

14v

zooom | 18. jún. '12, kl: 15:37:55 | Svara | Er.is | 0

Hugsaðu aðeins út í það hvað Reykjavíkurborg fær til baka fyrir launin, að frádregnum kostnaði við kennsluna (þetta er skóli, ekki fyrirtæki). Þá eru þau ekkert svo ósanngjörn, er það nokkuð? Það er alltaf hægt að væla yfir því að laun séu of lág, en laun geta aldrei verið hærri en það sem vinuveitandinn græðir á vinnuaflinu, það skapar bara atvinnuleysi og samdrátt í hagkerfinu.

prinsessen | 18. jún. '12, kl: 15:42:22 | Svara | Er.is | 2

Sendu hann þá út í sveit að vinna. Hann ætti að fá ca. 100-200 þús fyrir sumarið á hans aldri en hann þarf sko aldeilis að vinna fyrir peningunum.  15 ára frændi minn sem býr í RVK fór að vinna í fiski frekar en í unglingavinnuna og hann fær mjög góð mánaðarlaun.

hala | 18. jún. '12, kl: 15:46:40 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 8

Í hvaða draumaheimi lifir þú ?

prinsessen | 18. jún. '12, kl: 17:11:17 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Draumaheimurinn heitir nú bara Ísland í dag og þetta er það sem ég var með í laun þegar að ég var 15-16 ára og fór að vinna í sveitinni í staðinn fyrir að fara í unglingavinnuna á sínum tíma af því að mér fundust launin of lág. En þessi 100-200 þús er náttúrulega þegar að það er búið að draga af manni fyrir fæði og húsnæði. Líka þegar að ég var að passa börn í sveitinni þegar að ég var 14 ára fékk ég tæpar 100 þús fyrir sumarið og þetta var fyrir 10 árum síðan! Svo launin gætu verið hærri í dag....
Og 15 ára frændi minn sem er að vinna í fiski er að því núna í suma og mig minnir að hann sagði að hann fengi tæpar 300 þús á mánuði fyrir fulla vinnu.

Miss Bogart | 18. jún. '12, kl: 18:22:11 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Og 15 ára frændi minn sem er að vinna í fiski er að því núna í suma og mig minnir að hann sagði að hann fengi tæpar 300 þús á mánuði fyrir fulla vinnu

Í alvörunni??????Samt fást íslendingar ekki til að vinna við þetta.
Ekki vera að föndra svona.

Kveðja Miss Bogart.

prinsessen | 18. jún. '12, kl: 18:32:50 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 4

Íslendingar eru vinnusnobb...
Frændi minn sagði að það væru eiginlega engir Íslendingar að vinna með honum. Aðallega A-Evrópubúar og nokkrir Asíubúar. Hann var ekki með nein sambönd til að fá þessa vinnu. Hann sótti bara um, fór í viðtal og fékk vinnuna. 

Carrie Bradshaw | 18. jún. '12, kl: 18:40:39 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 4

Fólk vill frekar hanga á bótum í bænum heldur en að fara út á land og vera í fiski. Auk þess vill fólk líka hanga á bótum heldur en að vinna á KFC... Íslendingar eru ótrúleg vinnusnobb... það er engum ofsögum sagt um það!

Nornaveisla | 20. jún. '12, kl: 15:21:41 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þetta eru bara víst launin í fiski - sérstaklega ef það er mikið um eftirvinnu, yfirvinnu og helgarvinn.


Ekki heldur gleyma því að 15 ára borgar ekki skatta svo sá peningur rennur beint í vasa barnsins. (Reyndar eru tekin 6% sem koma í stað skatta). Þessi laun skerðast jú umtalsvert ef þú ferð að taka einhvern 48% skatt af þessu. Og verða því engin lúxuslaun.

 

Svona fyrir utan það hvað Íslendingar eru mikið vinnusnobb.

presto | 18. jún. '12, kl: 20:26:06 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hver heldur þú að vilji ráða hann og í hvaða störf í sveit? Það lítur ekki út fyrir að krakkinn kunni neitt til verka þar.  Ég var búin að vinna í fiski á þessum aldri með helling í laun og réði mig sem vinnukonu í sveit tæplega 15 ára, m.a. Til að komast óhindrað á sveitaböllin;) Var vel nothæf í heyskapinn, en hef enga trú á því með þetta barn, efast líka um að það sé löglegt í dag.

prinsessen | 18. jún. '12, kl: 21:02:01 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég kunni nú heldur ekki neitt til verka þegar að ég réði mig í fyrsta skipti í sveit, enda fædd og uppalin í RVK. En það er hægt að nota svona krakka til þess að hjálpa til við sauðburðinn. Það þarf að fylgjast með rollunum, stýja af, ná lömbunum til þess að marka þau og svona. Það þarf líka að keyra allar rollurnar upp á fjall og reka þær upp í bíl. Krakkar á þessum aldri geta líka rekið beljur og hjálpað til við mjaltirnar. Það þarf líka að gera við girðingar, þau geta nelgt á og náð í girðingastaurana. Svona krakkar geta líka hjálpað til við heyskapinn. Er aldurstakmarkið fyrir traktorpróf ekki 15 ára? Ég man það samt ekki alveg. En ég efast um að lögin hafi breyst mikið á 10 árum og ég svaraði auglýsingu í gegnum Bændablaðið á sínum tíma, enda þekkti ég engan í sveitinni. Svo ef krakkar vilja betri vinnu en unglingavinnuna þá þurfa þau að sýna metnað í að leyta sér að vinnu. Það þýðir ekkert að gefast upp áður en maður byrjar að reyna og svo væla yfir atvinnuleysi og lélegum launum.... Ég fékk fyrstu sveitavinnuna mína af því að ég hringdi sjálf í bóndann og talaði við hann.

presto | 18. jún. '12, kl: 21:08:36 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Sauðburði er klárlega lokið núna. Tek undir að hann gæti nýst í girðingarvinnu.

Hvaða vinnuvélar og heyvinnutæki fékkst þú að takast á við fyrir 10 árum? Hvaða heyvinnutæki eru t.d. í notkun án drifskafts í dag?

Það hefur alveg rosalega mikið breyst í heyskap í seinni tíð, hann er ekki eins mannfrekur og áður, heyið er mjög sjaldan þurrkað alveg, mest fer í rúllubagga. Krakkar gátu áður tekið þátt í að bera bagga, raða oþh, slíkt fyrirfinnst varla nokkursstaðar í dag.

Hvaða störf í heyskap eru í dag við barna hæfi?

Það þarf ekki 15 ára krakka til að reka kýr.

 

prinsessen | 18. jún. '12, kl: 21:28:02 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Sauðburðinum er nú ekki lokið þegar að krakkarnir eru búnir í skólanum :) Og þó svo að hann sé langt kominn þarf oft að moka út undan rollunum ef þær eru margar og sumum þeirra komið fyrir inni í hluta af hlöðunni. Fyrir 10 árum síðan keyrði ég traktor og var látin garða. Það var mjög fínt, var á eldgömlum massa F. Það eru samt margir sem heyja ennþá að hluta til í bagga.
En þó svo að yngri krakkar en 15 ára geti rekið kýr þá getur 15 ára krakki líka alveg rekið kýr :) Og þau geta líka hjálpað til við mjaltirar. Það fer samt allt eftir því hversu tæknileg fjósin eru hversu mikið þau geta hjálpað. En það eru ekkert öll fjós í dag sjúklega tæknileg.
Þau geta líka hjálpað til við að steinhreynsa flög ef það er verið að því. Það er fullt af litlum steinum sem þarf að fjarlægja.
Það er nóg að gera í sveitinni og þar eru störf þar við allra hæfi.

presto | 18. jún. '12, kl: 23:07:02 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Fínt að garða á gamla mátann því þar kemur ekki til drifskaft. Ég var farin að slóðadraga ca. 8 ára og ók Landrover um túnin með vagni aftan í f. Heybaggana á svipuðum tíma. Maður fékk líka að valta frekar ungur. M. Ferguson voru alveg æði en tækin hafa stækkað í seinni tíð.  Það er alls ekki í lagi að láta börn á stóru tækin eða nálægt drifsköftum. Ég vona að það sé víða sem börn á þessum aldri geti verið meira en matvinnungar;)

bogi | 18. jún. '12, kl: 21:50:53 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Börn hafa ekkert að gera við það að vinna við heyskap!

Það var dauðsfall í minni fjölskyldu fyrir tugi ára síðan og í þeirri sveit komu börn ekki nálægt heyskapnum, eðlilega!

presto | 18. jún. '12, kl: 23:10:02 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Börn fengu aldrei að koma nærri hættulegu tækjunum ss. Þeim sem gengu fyrir drifskafti. Flest dauðsföll tengjast drisköftunum og svo því þegar vagnar eða dráttarvélar ultu. Einnig vítavert gáleysi að vera inni í hlöðu að jafna heyið meðan aðrir mokuðu í heyblásarann.

bogi | 19. jún. '12, kl: 07:10:49 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Við máttum ekki einu sinni hugsa um heyblásarann - en því miður eru ekki allir sem eru að hugsa jafn mikið um þessi mál:(

presto | 19. jún. '12, kl: 21:50:13 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Nei ekki nærri heyblásaranum heldur. Það er rétt að við áttum met í slysum barna, t.d. Drukknunum, en erum á miklu betri stað núna .

Mainstream | 18. jún. '12, kl: 18:24:04 | Svara | Er.is | 2

Það þýðir ekkert að bera saman laun unglinga í Kópavogi miðað við Reykjavík. Kópavogur er óráðsíusveitarfélag sem skuldar ca 2 falt meira á hvern íbúa en Reykjavík. Þannig að þótt sukkað sé með skattfé í Kópavogi er ekki sjálfsagt að það eigi að gera annars staðar.

tiamia | 18. jún. '12, kl: 18:30:59 | Svara | Er.is | 0

Já mér finnst skrýtið að það sé launamunur á milli Kópavogs og Reykjavíkur.  Við eru í Kópavogi og ég er mjög sátt við unglingavinnuna.  Þau fá vinnu eftir 8, bekk sem er ekki í Reykjavík og launin eru skömminni skárri.
Sonur minn er á 14 ára (1998 árgerð) og hann hefur tekjumöguleika uppá 26þ krónur í sumar.  Ekki mikið, en vinnan á bak við það er heldur ekki mikil. 
Han ber líka út fréttablaðið og launin þar eru mun betri og hann er sáttur við sína vinnu og tekjumögleika í sumar. 

gæigæa | 18. jún. '12, kl: 19:09:38 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

minn vinur a sveitabyli og hefur 300 þús pr man

EstHer | 18. jún. '12, kl: 19:09:15 | Svara | Er.is | 0

Þetta er samt í raun ekki vinna í þeirri merkingu, þetta er vinnuskóli.. hugsað til að brúa bilið milli skóla og vinnu, finna eitthvað fyrir krakkana að gera yfir sumarið og kenna þeim að vinna.   Líkir ekkert saman sem dæmi vinnu "álagi" hjá krökkum sem fara í fisk og hafa alvöru laun eða krakka sem hanga með kúst í vinnuskólanum í nokkrar vikur.

Kv. Esther®™ [فريدور] [إسثر]
- - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - -
"Never argue with an idiot. They will only bring you down to their level and beat you with experience"

Einsteinium | 18. jún. '12, kl: 19:12:59 | Svara | Er.is | 0

Ég fór aldrei í unglingavinnuna, m.a. vegna þess hve launin voru lág. Ég fann mér þess vegna "alvöru vinnu" og vann mér inn sumarlaun jafnaldra minna á 2-4 vikum

--------

Let me try to clear something up. "Freedom of speech" does not mean you get to say whatever you want without consequences. It simply means the government can't stop you from saying it. It also means OTHERS get to say what THEY think about your words.

So if someone makes an ass of himself, don't cry "freedom of speech" when others condemn him. It only highlights your general ignorance. (George Takei, 2012)

bogi | 18. jún. '12, kl: 19:20:15 | Svara | Er.is | 4

Vá þvílíkt væl - 
Þegar ég var í 14 ára hafði ég einungis tækifæri til að vinna í 3,5 tíma á dag í fjórar vikur í unglingavinnunni. Ég ákvað því að nota tímann minn til að passa, svo ég auglýsti í búðinni og fékk vinnu við að passa lítinn strák í tvo tíma á dag til að létta undir með mömmunni. Gæti sonur þinn ekki reynt að finna sér eitthvað með? Endilega kenndu honum að bjarga sér sjálfur í stað þess að verða vælari sem ætlast til þess að aðrir reddi öllu fyrir hann.

Edalmedal | 18. jún. '12, kl: 20:07:59 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Já það er nefnilega svo auðvelt fyrir börn með einhverfurófsröskun að finna bara vinnu og sinna henni vel. Líka fullt af fólki sem taka þannig börn í vinnu!

Og hvernig er hann að ætlast til að aðrir redda honum, þegar hann er fúll yfir því að fá mun lægri laun en vinirnir í öðrum bæjarfélögum fyrir nákvæmlega sömu vinnu?

bogi | 18. jún. '12, kl: 20:16:06 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Jæja þá ætti hann bara að vera glaður með að fá eitthvað.... leitaðu betur, þú getur eflaust fundið eitthvað sveitarfélag sem borgar minna!

Edalmedal | 18. jún. '12, kl: 20:19:57 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Ekki miðað við þessa rannsókn frá 2010, þar borgar Rvk lægst! En af hverju er það væll ef hann er að fá töluvert minna útborgað en vinirnir fyrir sömu vinnu, bara af því að þeir búa ekki í sama sveitarfélagi?

bogi | 18. jún. '12, kl: 20:24:45 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Er þá ekki meiri vinna í boði í hinum sveitarfélögunum? Það er þá varla sama vinna...

Edalmedal | 18. jún. '12, kl: 20:34:23 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Nei tímakaupið er mun hærra. Lastu ekki umræðuna?

bogi | 18. jún. '12, kl: 20:36:06 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Jú en tímataxtinn er hins vegar ekki helmingi hærri og því hlýtur unglingurinn í Kópavogi að vinna meira en unglingurinn í Reykjavík til að fá helmingi meira útborgað.

Edalmedal | 18. jún. '12, kl: 20:40:41 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Það hefur hvergi komið fram að munurinn sé helmingur. Mér finnst bara hellings munur á 384 kr. (sem er skammarlega lágt fyrir 15 ára ungling) og 501 kr.

bogi | 18. jún. '12, kl: 21:51:23 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Tekjumöguleikar sonar míns fyrir sumarið eru rétt um 20 þús kr (þetta dugar ekki einu sinni fyrir almennilegum vinnufötum handa honum) en jafnaldri hans í Kópavogi getur unnið sér inn um 40 þús kr.

Carrie Bradshaw | 18. jún. '12, kl: 22:27:26 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það er munur á milli sveitarfélaga, bæði í sambandi við laun sem og gjöld. Það er ekkert ósanngjarnt enda þjónustan líka mismunandi milli sveitarfélaga. Hefurðu íhugað að flytja í annað sveitarfélag sem gæti þá mögulega hentað betur?

pdiddy | 18. jún. '12, kl: 20:21:29 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 4

Hún getur ekki ætlast til þess að samfélagið aðlagi sig að þörfum sonar hennar. Mér finnst þetta sem hún setti inn um unglingavinnuna ekki einusinni þurfa að ræða og jú bara væl. En ég er algjörlega sammála því að það þurfi að bæta úrræði fyrir einstaklinga með einhverfu og aðstoð fyrir fjölskyldur þeirra. Það myndi ekki að hjálpa krakkanum að breyta kerfinu fyrir hann, það þarf að kenna honum að hlutirnir verði ekki alltaf eins og honum langi að þeir séu og að hann þurfi að vinna og hafa fyrir mörgu. Lífið er bara svona, hann fær örugglega ekki draumastarfið í fyrsta sinn sem hann sækir um, hann mun fá of lág laun miðað við álag í einhverju, það gerist við alla en það verður að kenna honum að takast á við það. Það er auðvitað auðvelt fyrir mig að segja þar sem ég er ekki í hennar sporum en ég er alls ekki að gera lítið úr hversu erfitt þetta getur verið og finn til með þeim einstaklingum sem hafa átt í erfiðleikum með kerfið. Um að gera að reyna að bæta það.

staðalfrávik | 18. jún. '12, kl: 19:47:29 | Svara | Er.is | 2

Þetta er álíka tímakaup og ég var að fá fyrir 20 árum.  Krapp.

.

raudmagi | 18. jún. '12, kl: 19:58:04 | Svara | Er.is | 0

Já, þetta er ein af ástæðunum fyrir því að mitt barn fer ekki aftur í unglingavinnuna heldur aðstoðaði ég hann við að sækja um vinnu í verslun. Aldrey verið talin góð laun að vinna í verslun en það er betra en þetta og þar verða þau líka að vinna. Ekki pizzudagur, listadagur, íþróttir og margt fleira sem er gott og gillt ef þetta væri afþreyjing en ekki vinna.

Carrie Bradshaw | 18. jún. '12, kl: 22:29:36 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 4

Þetta er ekki vinna... þetta er vinnuskóli og í honum eru börn líka að fræðast um mjög mikilvæg málefni að mér finnst. T.d. í sambandi við umhverfið, verið að virkja þau í íþróttum og heilsusamlegum félagsskap, endurvinnslu og svo framvegis. Peningarnir eru ekki það sem skiptir máli.. ég myndi heilshugar styðja barnið mitt til þess að fara í vinnuskólann frekar en að fara að vinna í verslun þar sem mér finnst það bara ekkert sérstaklega gefandi umhverfi fyrir barn miðað við hitt. Og já, mér finnst þetta vera börn og ekki endilega mikilvægt að þau séu í einhverri mega vinnu!

presto | 18. jún. '12, kl: 20:11:28 | Svara | Er.is | 4

Fann hann þessa launataxta sjálfur eða grófst þú þá upp til að "gleðja" hann svona? Hvaða viðhorf er hann að fá hjá þér?

ingei | 18. jún. '12, kl: 21:13:07 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 6

Áhugaverð svör sem koma, sérstaklega þegar fólk gefur sér forsendurnar sjálft. En kannski er vandinn sá að það er í raun ekki alveg hægt að ræða svona mál á réttum grundvelli hér á bland þegar það vantar svo mikinn bakgrunn. 
Ég ákvað að svara hér þar sem t.d. þessi pæling hjá þér er byggð á ansi mikilli ályktun, sem er svo í engu samræmi við raunveruleikan. 
Að sjálfsögðu gerði ég mér ekki far um að grafa þessar upplýsingar upp til að nudda honum upp úr þessu. Að sjálfsögðu hefur hann ekki hugmynd um þær upplýsingar sem ég gróf upp nema eingöngu hvað hann er með á tímann. Afhverju þurfti að segja honum það tengist hans röskun. Þess þurfti!   Allar aðrar pælingar eru frá mér komnar og hafa akúrat ekkert með hann að gera. Hann mætir samviskusamlega í sína vinnu og leggur sig fram við að standa sig vel, enda er það það viðhorf sem hann hefur lært á heimilinu, að það sé hluti af því að fullorðnast að fara að vinna fyrir sér og leggja metnað og dugnað í það sem verið er að vinna við.
Mikið af svörunum hérna snúast um að um sé að ræða vinnuSKÓLA en ekki unglingaVINNU og þarna liggur kannski smá hugsunarmunur.  Ég ólst upp við það að á sumrin færu krakkar í unglingaVINNU og mínir krakkar litu öll líka á það sem svo að þau væru að fara til vinnu.  Á hvaða tímapumkti þetta breyttist svo í SKÓLA og geymslustað fyrir unglina veit ég ekki. En þessi hugsun að þetta sé bara skóli er kannski önnur ástæða fyrir að krakkar í unglingavinnunni leggja sig ekkert fram að vinna, heldur hanga í hópum og kjafta sig í gegnum daginn, án þess að nokkur maður setji út á það. Þessir krakkar eru svo ekkert að fá meiri fræðslu en í hvaða vinnu sem er þar sem útlistað er fyrir fólki í hverju vinnan þeirra felst.  En mér sýnist á öllu að þau hafi vit að því að vinna í samræmi við launin sem þau fá ;þ 

Finnst einhverjum þetta vera góður lærdómur?
Þetta verður einmitt ein af ástæðunum fyrir því að sonur minn fer ekki aftur í unglingavinnuna næsta sumar, en því miður í sumar að þá er þetta eini valkosturinn í boði og áður en fólk fer að rökræða það frekar að þá er ég að tala um að þá er þetta bókstaflega eini valmöguleikinn vegna ýmiskonar ástæðna sem ég er ekki að fara að útlista hérna. Einhverfurófsröskunin er minnsti þátturinn í þessu.
Þessi umræða var svo reyndar ekki hugsuð sem eitthvað væl heldur ábending um eina af mörgum mismunun og óréttlæti í launum landsmanna sem hefst greinilega strax og fyrstu skrefin eru tekin á vinnumarkaðinum og fyrir mér er það furðulegt hvað mörgum finnst þetta bara sjálfsagt mál. 
Þó hlutirnir séu svona þýðir það ekki sjálfkrafa að þetta sé ok!

~~o{=}o~~o{=}o~~o{=}o~~o{=}o~~

Best að blanda sér í málið!

Carrie Bradshaw | 18. jún. '12, kl: 22:32:40 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Ég er alveg fullkomlega ósammála þér! :) Mér fannst ég læra mikið í vinnuskólanum á mínum árum og er þakklát fyrir það að hafa notað þessi barnæskuár mín í að vinna þar á sumrin en ekki í verslun sem hefði ekki gefið mér neitt nema hærri krónutölu inn á bankareikninginn.

presto | 18. jún. '12, kl: 23:26:12 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Ég nefnilega ólst ekki upp við svona "unglingavinnu" heldur að ganga í störf með fullorðnum eftir því sem geta og þroski leyfðu. Ég ólst líka upp við það sem viðurkennt viðhorf að unglingavinnan/vinnuskólinn væri letingjaskóli og gengi mikið út á að liggja mikið til í sama reitnum allan daginn og reita eina og eina plöntu. Hef séð í seinni tíð að mörg börn sinna þessu af gleði. Sjálf sótti ég fyrst um sumarstarf 12 ára og afþakkaði illa launað barnapíustarf sem ég var beðin um að taka.
Mér virtist óheppilega neikvætt viðhorf skína í gegn hjá þér, vinna snýst ekki bara um krónur og aura heldur líka stolt af vel unnu verki, þú gætir t.d. Greittbarninu bónus fyrir vinnusemi, stundvísi, dugnað eða vandvirkni. Eins er löngu ljóst að vinnuskólinn er aðeins nokkrar vinnustundir á dag í part af sumrinu, því er æskilegt að hvetja barn sem er svo upptekið af peningum til að finna fleiri störf og tekjumöguleika og efla þannig ánægju barnsins ef hún byggir fremur á krónutölu en þátttöku. Varðandi samanburð milli sveitarfélaga þá hefur Rvk. Lengi niðurgreitt þjónustu meira en hinir og því skiljanlegt að það komi t.d. Fram þarna. Sveitarfélagið er að skaffaviðverustað fyrir börn sem ekki hafa fundið sér neitt annað að gera, það er alls ekki þörf fyrir þau öll allt sumarið. Ég hef etv. Oftúlkað orð þín sem áberandi neikvætt viðhorf, en hvet þig samt sem áður að hvetja barnið frekar til sjálfsbjargarviðleitni og dugnaðar en þess að kvarta og kveina og leggjast í leti af óánægju/sjálfsvorkunn. Það er á okkar eigin ábyrgð að bæta stöðu okkar.

Myken | 19. jún. '12, kl: 07:51:41 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Veit ekki betur en fyrir rúmum 20 árum er ég var í Unglingavinnuni að þá var þetta skóli og það hefur ekkert breyst

----------------------------------------------------------------------
- Til að forðast gagnrýni - gerðu ekkert, segðu ekkert, vertu ekkert -

höfundur ókunnur

https://www.facebook.com/StudningsidaFyrirFornalombMyglusvepps/

Flugsvinn | 19. jún. '12, kl: 14:30:51 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég get ekki verið sammála þér með hangsandi unglinga í vinnuskólanum, held að það séu bara mjög algengir fordómar sem eiga alls ekkert alltaf við rök að styðjast. Það er fullt af krökkum að vinna í kringum heimili mitt og við leikskóla barnsins míns og ég sé ekki betur en að þau séu mjög dugleg. Unglingurinn minn er í vinnuskólanum en er lánaður til íþróttafélagsins þar sem hann stundar íþróttir og kemur dauðþreyttur heim alla daga. 


Mér finnst miklu heilbrigðara að unglingurinn minn þurfi að vakna á morgnana og koma sér í eitthvað skipulagt starf utandyra eins og t.d. vinnuskólann heldur en að hann vinni í sjoppu um helgar og sofi fram yfir hádegi alla virka daga. Launin eru jú ekki há en hækka með aldri og reynslu eins og á almennum vinnumarkaði.

Varðandi launamun milli sveitarfélaga þá er bara mjög erfitt að eiga við hann því sveitarfélög hafa þann ákvörðunarrétt hjá sér.

Niklez90 | 18. jún. '12, kl: 20:26:26 | Svara | Er.is | 1

Þessi launa munur er útaf því eftir sem krakkanir eru eldri því erfiðari og meiri ábyrgð á þeim sjálfum
dugnaður skilar sér alltaf þó launinn séu ekki góð

--------------------------------------------------------------------
hættur að nota þetta og er ekki lengur hér

Jólasveinninn minn | 18. jún. '12, kl: 20:26:27 | Svara | Er.is | 1

Það er ekki mismunun þó að eitt sveitarfélag borgi minna en annað. 

Sonur þinn ætti bara að vera ánægður með að fá eitthvað. Það er ekki eins og þessir krakkar séu að skila sömu vinnuafköstum og fullorðið fólk á fullum launuam.  

Humdinger | 18. jún. '12, kl: 20:26:31 | Svara | Er.is | 1

Tæpur 400 kall er skammarlega lágt, meira að segja fyrir 15 ára krakka.

Andý | 18. jún. '12, kl: 22:39:46 | Svara | Er.is | 7

Ég lít nú bara á þessa unglingavinnu sem "geymslustað" fyrir krakka sem ekki er hægt að setja á leikjanámskeið svo þau séu ekki ein á vergangi allt sumarið. Launin eru nú bara smá grín, eða já... þið vitið, svo þau fatti ekki að þau eru í pössun og ekki nógu stór til að vera alvöru vinnufólk

__________________

✨🌟 Virk í athugasemdum 🌟✨

"So now I’m starting to feel a bit strange about these questions because it’s like you are accusing me of something..."


#hæsæta

laufin | 19. jún. '12, kl: 09:28:36 | Svara | Er.is | 0

Ég er nú að mörgu leiti samála ingei. Það er fáránlega mikið misræmi á milli sveitafélaga hvað unglingarnir fá í laun í vinnuskólanum og auðvitað á það ekki að líðast. Við vorum að flytja út á landi á lítið bæjarfélag og þetta bæjarfélag er með hæstu textana í unglinga vinnunni yfir landið og ég held það muni næstum helming á taxtanaum hér og í sveitafélaginu sem við bjuggum í áður sem er frekar stórt sveitafélag og það er líka mikið meiri vinna hér, þau eru að vinna í 4 vikur 3 tíma á dag og 4 vikur 6 tíma á dag, samtals 8 vikur. Sem er talsvert meira en hún hefði unnið á gamla staðnum. Hún var svo heppin í fyrra sumar að hún fór út sem aupair í tvo mánuði sem skilaði henni margfalt meiri pening í vasan en ef hún hefði verið í þessarri blessuðu bæjarvinnu.
En hún er líka ákaflega þroskuð og gæti unnið ýmsa vinnu ef það væri í boði, en því miður er bara lítið sem ekkert í boði fyrir þessa unglina annað en bæjarvinnan.

Mae West | 19. jún. '12, kl: 19:55:49 | Svara | Er.is | 0

Æh minn 15 ára fékk ekki vinnuna sem hann átti að fá og var of seinn í unglingavinnuna. Hann fékk strax og hann sótti um útburð í staðinn, bara fyrir nokkrum dögum. Kannski þinn geti prófað eitthvað slíkt, það er stuttur vinnutími og borgar betur. 

Aleera | 20. jún. '12, kl: 14:24:21 | Svara | Er.is | 0

Ég bara verð að tjá mig hérna því mér blöskrar svo mörg svör hérna, verður örugglega langt raus.

Svakalega finnst mér fólk vera út úr kú í svörum hérna og fæstir hafa nú skoðað linkinn sem þú settir inn og langflestir horfa í allt aðra hluti en það sem er í rauninni aðal málið. Það eru ekki nema nokkrir aðilar sem virkilega leggja hugsun í svör sín.
2 krakkar hlið við hlið að vinna nákvæmlega sömu vinnuna - annar fær 384 kr en hinn fær 510 kr á tímann, fyrir það eitt að hafa fæðst einu ári fyrr, en ekki að hafa unnið einu ári lengur. Það er ekkert sem segir að þessi eldri vinni betur eða skili meiri afköstum eða að hann kunni betur til verka. Þetta eitt og sér er launamismunun! Jafnslæm og að borga kk hærri laun en kvk sem vinna hlið við hlið í sömu vinnu. Launamismunum milli sveitafélaga er svo næsti pakki! Ef það er verið að "kenna" krökkum hvernig atvinnulífið virkar að þá fær Vinnuskólinn þarna strax falleinkunn, því almennt hækkar þú í launum eftir starfsaldri en ekki afmælum.

Það er orðið alveg hræðilegt í dag að þegar einhver bendir á eitt af því hróplega óréttlæti sem viðgengst í þjóðfélaginu að þá hrópar stór hópur að þetta sé væl, leti og aumingjaskapur, já og jafnvel samsæriskenningar... WTF!!!
Nokkrir hérna berja á brjósti sér og monta sig af eigin dugnaði við að redda sér pössunarstörfum og einhverju álíka hallærislegu sem er því miður ekkert merkileg afrek og segir ekkert til um dugnað og í raun kemur bara málinu hreint ekkert við. Hér er enginn að tala um krakka sem nennir ekki að vinna og vill fá himinhá laun fyrir.

Málið er að í þessu tilfelli þekki ég til viðkomandi og veit því vel að yfirlætissvörin hérna í mörgum eru í raun ekki svaraverð. Að það þurfi að vera að ásaka strákinn um að vera aumingja og letingja út frá nákvæmlega engum forsendum er fyrir neðan allar hellur og viðkomandi aðilum til skammar. Hættið að ákveða eitthvað sem þið hafið ekki hugmynd um og leggið alvöru hugsun í umræðurnar sem þið eruð að taka þátt í. Umræðan snýst ekki um strákinn!!

Er fólk svo almennt ekkert að gera sér grein fyrir að hér á landi ríkir kreppa, atvinnuleysi og í raun stjórnleysi? Þó örfáir unglingar geti reddað sér vinnu í gegnum klíkuskap og fengið himinhá laun sem fullorðnir öfunda þá af, að þá er það ekkert gegnumgangandi ástand í þjóðfélaginu. Bónusbúðirnar eru heldur ekki það margar að allir geti valsað þar inn og fengið vinnu sí svona. Er "ríka" fólkið ekkert meðvitað hvað stór hluti þjóðarinnar er að kljást við eða er þeim bara nákvæmlega sama?

Miðað við fjöldan allan af umræðum hérna um laun fyrir barnapíur allt niður í 12 ára gamlar að þá ætti það að vera hverjum manni ljóst að 384 kr eru ekki ásættanleg laun fyrir 15 ára krakka, þó það sé verið að berja niður launin með því að kalla þetta skóla. Það gerir drengurinn, sem flestir einblýna hér á, réttilega og það er nú bara ekkert athugavert við það að unglingar spái í laun og peninga, þetta eru engin ungabörn!
Fjöldinn allar af unglinum mæta í unglingavinnuna með réttu hugafari, það er að mæta þarna til vinnu en ekki að hanga þarna meðan mamma og pabbi eru í vinnunni eins og stórum hluta svarenda hérna finnst að sé hlutverk vinnuskólans og þetta viðhorf í samfélaginu að þetta sé bara geymslustaður og krakkarnir geri ekki neitt er engum til góða.
Samkvæmt niðurstöðu margra hérna að þá eiga krakkar bara að sætta sig við það sem að þeim er rétt og þegja og brosa. Frá mínum bæjardyrum séð kallast það metnaðarleysi og í raun aumingjaskapur.

Annað sem má svo benda fólki á, að aðstæður fólks eru ákaflega mismunandi og starfsmöguleikar ólíkir og meðan engar upplýsingar varðandi það liggur fyrir í upphafsinnlegginu, að þá er ekki hægt að búa sér til "sjálfsagðar" lausnir. Spáið t.d. í það að Reykjavíkursvæðið er stærra svæði en miðbærinn og því mismiklir atvinnumöguleikar í boði eftir búsetu, já jafnvel innan Reykjarvíkur. En ekki að það skipti máli í þessari umræðu, það er ekki verið að tala um atvinnutækifæri unglinga heldur mismunun í launum og að sveitafélögin séu að borga krökkum skammarlega lág laun til krakka sem mörg hver leggja sig alveg heilmikið fram við sína vinnu. Það er ekki þeim að kenna að þetta er "skóli" en ekki "vinna"

Eins og ingei þá bara varð ég að pústa, mér blöskrar svo hve mörgum finnst svona bilun í þjóðfélaginu alveg sjálfsögð... bara af því að þetta hefur alltaf verið svona... bla bla bla!
Kjaftæði!

~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~
Þetta er mín skoðun, þér er velkomið að vera ósammála!
~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~

snjokaggl | 20. jún. '12, kl: 15:10:03 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Það er ekkert barn/unglingur neytt til að vinna hjá Vinnuskólanum, nema þá mögulega af foreldrum þess.
Ef þau eru ekki sátt við launin þá þurfa þau ekkert að vinna, skil vel pirringinn ef þetta væri skylda en það er það ekki og þessvegna ekki hægt að setja einhverjar kröfur um að laun séu eins í 2 mismunandi sveitarfélögum.
Launamismunur er svo heldur ekki marktækur nema um sama launagreiðanda er að ræða.

Lljóska | 20. jún. '12, kl: 21:00:50 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

bíddu sko samningar eru misjafnir eftir sveitafélögum og verkalyðsfélögum, þetta á ekkert bara við unglingavinnu.
t.d í mínum kjarasamningum hækka launin við vissan aldur.

XXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXX
„Þetta er mögnuð tilfinning og gerist ekki betra,þetta er svo sætt"

Paddi123 | 20. jún. '21, kl: 16:55:52 | Svara | Er.is | 0

Ég er ekki viss um hvað þið eruð að tala um en í Reykjavík, Hafnarfirði og Kópavogi fá krakkar í 9.bekk 890 kr á tímann og fá að vinna frá 105 tímum til 110 tíma.
það er ekki erfitt að fina.

Reykjavík : https://vinnuskoli.is/starfidh/laun

Kópavogur : https://www.kopavogur.is/is/gjaldskra/vinnuskoli-laun

Hafnarfjorður : https://www.hafnarfjordur.is/ibuar/atvinna/vinnuskolinn/

amazona | 21. jún. '21, kl: 00:04:29 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þetta er 9 ára gamall þráður

Fyrirsögn Nafn Dagur Uppfært
Bólusetningarvottorðið? Hr85 24.7.2021 25.7.2021 | 00:25
Covid Sóttvarnar teymið - Kára vantar í hópinn. _Svartbakur 21.7.2021 24.7.2021 | 18:50
Atvinnuleysisbætur fyrir fyrirtækjaeigendur dreamspy 21.7.2021 24.7.2021 | 12:02
Flugferðirnar nauðsynlegar? VValsd 23.7.2021 24.7.2021 | 10:00
Meðal laun smiða Soluadili 1.7.2021 23.7.2021 | 17:27
Covid Hundar VValsd 22.7.2021 23.7.2021 | 14:54
Framhjáhald Gúnda 14.6.2021 23.7.2021 | 02:02
Húfa með pífu- plís einhver!!! Bdur 24.1.2010 23.7.2021 | 00:43
Ray cup VValsd 22.7.2021
Hjálp , flug til Alicante um helgina Helga31 22.7.2021
Laun hjúkrunarfræðinga lime16 15.7.2021 22.7.2021 | 16:37
Laun fyrir vélamaður Uillas 21.7.2021 22.7.2021 | 06:28
Starcraft fellihýsi reynsla? mercury 17.5.2010 21.7.2021 | 14:03
Reynslan kennir okkur VValsd 19.7.2021 21.7.2021 | 13:59
Hundaganga melmel096 6.10.2020 21.7.2021 | 09:57
Eliza Reid forsetafrú vá góð VValsd 20.7.2021 21.7.2021 | 00:56
Minna fólk á Ferðagjöfin VValsd 21.7.2021
Hvar kaupi ég leður. jondahl 28.4.2010 20.7.2021 | 23:59
Þórarinn sóttvarnarlæknir að hugsa sitt ráð. _Svartbakur 14.7.2021 20.7.2021 | 16:38
Kosningar, fátækt útrýmt strax á næsta ári? Júlí 78 14.7.2021 20.7.2021 | 08:38
Þriðja sprautan við Covid. _Svartbakur 16.7.2021 19.7.2021 | 12:20
Fiskveiðiauðlindin - Laxeldi í sjókvíum í eigu Norðmanna ? _Svartbakur 19.7.2021 19.7.2021 | 11:45
Má setja hvað sem er í auglýsingar? Hvar finn ég lögin? AriHex 16.7.2021 18.7.2021 | 22:37
Mótorhjól og læti Twitters 16.7.2021 17.7.2021 | 20:50
Cleaning of tombstones African Bliss 17.7.2021
Kombucha, Kefír African Bliss 17.7.2021
Konungsdæmið Ísland - Hreppur í norður Noregi ? jaðraka 17.7.2021 17.7.2021 | 18:00
Fólki sem er sama um sitt eigið útlit? Hugs. AriHex 13.7.2021 16.7.2021 | 22:06
Smartbílar K Smith 16.7.2021
Bárujárnsrúlla atv2000 2.7.2021 15.7.2021 | 00:03
Mótmæli á Austurvelli í dag og Útlendingastofnun. _Svartbakur 11.7.2021 14.7.2021 | 17:08
Selja giftingahring qetuo55 14.7.2021
Er eðlilegt Twitters 13.7.2021
METOO Júlí 78 4.7.2021 13.7.2021 | 18:08
Leiga á bíl Prakkarapjakkur 13.7.2021 13.7.2021 | 12:15
Alþingiskosningar í september - Samfylking í frjálsu falli. _Svartbakur 7.7.2021 12.7.2021 | 08:48
Hjolafesting á skott með fellihýsið í afturdragi?? Dundri 11.7.2021
Rafbílar og gjöld Júlí 78 10.7.2021 10.7.2021 | 18:09
Mannauðsstjórnun á mannamáli hjá NTV febrero 10.7.2021
Kyssa börn á munninn allian 4.7.2021 10.7.2021 | 08:53
Aztra - bólusetning 2 bland20 7.6.2021 10.7.2021 | 08:00
Ertu vakandi... Fannar úlfur 10.7.2021
Rafhlaupahjól Júlí 78 7.7.2021 8.7.2021 | 20:30
Hybrid bílar chokolade02 4.7.2021 8.7.2021 | 18:52
Hvaða háls, nef- og eyrnalækni var sviptur starfsleyfi? wiiii 8.7.2021 8.7.2021 | 18:36
æðarungar gudnydogg 8.7.2021 8.7.2021 | 18:21
stærð á brjóstahaldara. Fíasól 28.7.2005 8.7.2021 | 15:59
fresta blæðingar í frí Helga31 8.7.2021 8.7.2021 | 10:48
augun eftir augnlokaaðgerð..? kLeSsAn 11.5.2009 7.7.2021 | 17:53
Heimaþjònusta aldraðra Janef 7.7.2021
Síða 6 af 56307 síðum
 

Umræðustjórar: joga80, tinnzy123, aronbj, Bland.is, Gabríella S, Coco LaDiva, flippkisi, Krani8, anon, barker19404, ingig, vkg, krulla27, karenfridriks, mentonised, Atli Bergthor, MagnaAron, superman2, rockybland