Legslímuflakk og ferlið hjá ART medica

Satellite101 | 20. jan. '16, kl: 19:42:38 | 77 | Svara | Þungun | 0

Sælar kæru dömur,
nú langaði mig að fá nokkrar upplýsingar hjá ykkur :)

Eftir að hafa reynt í tvö ár, allt í góðu með sæðistékk og blóðprufur hjá mér, búin að prófa tvo hringi af pergó. Þá fór ég í kviðarholsspeglun um daginn og kom þar í ljós að ég er með legslímuflakk (hef grunað það í nokkur ár). Vinstri eggjaleiðarinn er alveg lokaður, gott flæði í gegnum þann hægri

Kvennsjúkdómalæknirinn minn hafði samband við þá hjá ART og vilja þeir fá okkur hjúin í glasafrjóvgunarmeðferð.

Þar sem mig langaði að spyrja ykkur, sem hafði farið í þetta ferli, hvernig þetta fer fram. Ég er búin að lesa mér til á síðunni um glasafrjóvgunarferlið sjálft.
En það sem við erum búsett út á landi er ýmislegt sem brennur á mér.

Það sem brennur aðallega á mér er:
# Tók það ykkur langan tíma að komast að hjá ART?
# Hvað er gert í fyrsta viðtalinu? Förum við aftur í skoðun á öllu, bæði ég og hann.
# Eftir fyrsta viðtalið byrjum við þá ferlið strax eða þurfum við að koma aftur eitthvað seinna?
# Vitið þið hvað þetta gætu verið margar ferðir suður í heildina?

 

Hedwig | 20. jan. '16, kl: 22:06:36 | Svara | Þungun | 0

Við fengum tíma daginn eftir að ég pantaði í fyrsta viðtal þannig að ekki löng bið í það oftast held ég. 


Það er farið yfir reyneríssögu og þau test sem hafa verið gerð og rætt um fleiri test en þar sem þú ert búin í speglun er lítið annað eftir. Ég fór nokkrum árum áður í speglun og þurfti ekki að fara aftur þar sem allt kom vel út þá. 


Þegar búið er að ákveða hvenær meðferð hefst er fundinn tími fyrir fyrsta dag bælingar  (21 dag tiðahrings minnir mig) og þarft að fara í sprautukennslu og svona fyrir það til þeirra eða ég gerði það. Síðan hefst bælingin og þarft að koma á ákveðnum tíma til þeirra til að athuga hvort þú getir byrjað að örva  (tekur oft um 2-3 vikur). Þegar þú byrjar svo að sprauta þig þarftu að koma 2-3 (oftar ef það er eitthvað lengi að örvast eða álíka) til að láta tékka á stöðu eggjanna,  hvort þau eru að þroskast nægilega eða of mikið upp á hvort þarf að auka eða minnka skammtinn og svo til að athuga dagsetningu fyrir eggheimtu. Síðan er það eggheimtudagurinn og uppsetningardagur.  Er sjálf í bænum þannig veit ekki hvernig þetta er fyrir út á landi fólk en þetta eru ansi margar heimsóknir ef þú þarft að mæta þangað í allar.


En já getið ekki byrjað ferlið strax þar sem kannski er ekki laust akkúrat þegar þið farið í fyrsta viðtalið og svona og ég var t.d send í blóðprufu sem þarf að gerast á 2-3 degi tiðahrings (ég hitti akkurat á það og gat farið strax og hefðum getað byrjað meðferð mánuði seinna), síðan er kallinn sendur í sæðistekk (eða var þannig hjá okkur og kannski standard bara)

Fyrirsögn Nafn Dagur Uppfært
SVO spennt ! DreamDay 8.5.2010 8.11.2023 | 07:13
Hvernig á ég að hámarka frjósemi? karny 2.9.2012 8.11.2023 | 03:11
Seiðingur farþeginn 12.12.2006 20.7.2023 | 08:22
???? um þungun binasif 24.1.2022 31.1.2023 | 16:34
Lína eða ekki?? ungi2012 18.12.2020 21.1.2022 | 20:24
Snemmsónar allian 17.11.2021
Að reyna að eignast barn naladina 4.9.2021 8.10.2021 | 22:19
Mörg eggbú en engin egg Undraland1996 22.5.2021
Egglos- og þungunarstrimlar til sölu elisabjorg91 20.8.2020
Hópur fyrir þær sem eru að reyna hmmm89 23.2.2020 17.5.2020 | 22:38
ekki enn byrjuð á blæðingum kaninustelpa 3.9.2018 13.12.2019 | 11:02
Hæhæ, ég var.. Daisy999 11.12.2019
Frjósemisvörur huldablondal 21.11.2019
Egglosstrimlar á íslandi?? hsh00 20.7.2019 12.11.2019 | 23:19
Hvenær sáu þið hjarslátt hjá ykkar fóstri ? gunnzo 13.9.2019 4.10.2019 | 08:59
Einkenni þegar hætt er á pillunni carmo 2.10.2019
Brjóstaspenna Mamma2020 26.9.2019
Egglospróf donnasumm 29.1.2019 9.9.2019 | 14:39
Hjartamagnýl Ingolfsdottir 14.8.2019 14.8.2019 | 15:10
MJÖG MIKILVÆGT normalboy 21.7.2019
Hormónalykkjan fjarlægð - engar blæðingar - aum brjóst amigos 12.1.2019 8.5.2019 | 13:20
Þarftu skoðun þína aallex 3.5.2019
HVERNIG VERÐ ÉG ÓLÉTT? ThelmaAría 13.12.2017 12.3.2019 | 17:11
Biðin MommyToBe 15.1.2019 11.3.2019 | 19:12
Trying to concive Iceland hópur á FB Kristín86 25.9.2018 2.2.2019 | 23:10
smá pæling. froskavör 7.1.2019 22.1.2019 | 20:33
Spjall fyrir konur í frjósemimeðferð? Fruin09 5.2.2018 19.1.2019 | 19:30
What is the PlayStation Network ? KelvinNox 19.1.2019
Spurning VordísMjöll 21.11.2018 5.1.2019 | 00:06
Erum að reyna... KrusaLitla 12.11.2018 5.1.2019 | 00:04
Reynerí MommyToBe 4.1.2019
Hópur á facebook um reynerí? pinkgirl87 16.2.2018 4.1.2019 | 12:58
Gallaðir þungunarstrimlar? Kg24 30.11.2018 30.11.2018 | 09:23
Pre seed eða conceive plus á Íslandi Daydreamer1 18.9.2018 22.11.2018 | 15:41
þungunar strimlar krilamamma 30.10.2018
kvensjúkdómalæknir......? litladulla 1.12.2009 22.10.2018 | 22:48
hversu löngu eftir getnað pandii 13.10.2018 15.10.2018 | 12:06
First Response Early Result Pregnancy Test Kristín86 25.9.2018 26.9.2018 | 13:22
Jákvæð og neikvæð próf Butterfly109 12.9.2018 14.9.2018 | 13:09
Fósturmissir hannarunan 4.3.2018 12.9.2018 | 22:12
woman looking for man Faithfulfairy 11.9.2018
Bumbuhópur fyrir maí 2019 honey85 3.9.2018 4.9.2018 | 10:47
Hjálp einhver sem hefur reynslu af Primolut og letrozol starrdustt 10.4.2018 31.8.2018 | 14:21
PCOS og ekki í yfirþyngd - hvað er til ráða lala146 21.8.2018 30.8.2018 | 23:11
Mjög mikilvægt agentos777 19.8.2018
Þungunarpróf myrkva1 13.8.2018 18.8.2018 | 01:10
útlenskur faðir kokomjolk123 3.7.2018
LESTU ef þú ert að reyna vera ólétt og ert með pcos hobnobkex 3.12.2017 2.7.2018 | 10:10
reyna vera ólétt guggan89 29.6.2018 1.7.2018 | 10:05
Vöðvahnútur í legi Mariamargret 16.6.2018
Síða 1 af 4802 síðum
 

Umræðustjórar: Hr Tölva, tinnzy123, paulobrien, Bland.is, Paul O'Brien, annarut123, Kristler, Guddie