Legslímuflakk - verkjastilling og fleir

hagamus | 29. jún. '16, kl: 20:17:41 | 172 | Svara | Er.is | 0

Ég er með legslímuflakk, greindist frekar seint eða orðin 46 ára.  Þá var ég byrjuð að fá óreglulegar blæðingar og miklar blæðingar með verkjum sem voru meiri en ég þekkti.  Ég hélt að þetta væri bara hluti af því að fara á breytingarskeiðið, en fór til læknis og kom í ljós að ég var með risa blöðru á öðrum eggjastokk sem þurfti að fjarlægja í aðgerð.  Í aðgerðinni þá var líka brennt í burtu mikið af legslímuflakki í kviðarholi.  
 Blæðingar héldu áfram að vera frekar reglulegar og miklar með tilheyrandi verkjum.  En núna sl. ár hafa verkirnir versnað svo svakalega og blæðingarnar aukist, ég er núna með verki á skalanum 3-8 (ef maður hugsar frá 0-10) stanslaust 24/7 í ca. 5-7 daga.  Ég er óvinnufær suma daga og Parkótín Forte virkar ekki einu sinni til að slá á verkina :(    Ég er á biðlista eftir legnámi en við vorum eitthvað að draga að fara í þá aðgerð af því ég vonaði að ég væri að komast í tíðarhvörf og blæðingar að hætta.   Nú bara get ég þetta ekki meir, ég get ekki verið svona kvalin 5-7 daga í mánuði kannski næstu 3-5 árin :(  
Ég er að missa úr vinnu og það sem verra er ég ét sterk verkjalyf út í eitt til að slá á þetta og þau virka varla :(  ég er orðin svo leið og döpur yfir þessu ástandi að ég gæti öskrað.    Mig langar að hverfa í viku inn í helli á meðan þetta gengur yfir og liggja bara í móki.   Ég get ekkert planað eða gert eða farið langt frá heimilinu því ég á alltaf á hættu að fá hrikalegt verkjakast.   Þetta er farið að skerða lífsgæði mín verulega.
Nú spyr ég ykkur kæru konur hvað þið mynduð gera í mínum sporum ?  fara  í aðgerð þó ég sé að nálgast 50 ára og stutt í tíðarhvörf, eða reyna að þrauka svona ?
Er einhver sem hefur góð ráð fyrir mig, hvaða verkjalyf virka best við þessum verkjum, ég get ekki tekið ibufen eða bólgueyðandi því ég fæ svo í magann.  Einhver önnur ráð til að þola þetta ?

 

júbb | 29. jún. '16, kl: 20:37:09 | Svara | Er.is | 0

Legnám er því miður sjaldnast lausn á þessum verkjum. En hinsvegar getur verið að hægt sé að brenna burtu bletti og losa um samgróninga í sömu aðgerð og þannig hjálpað þér að minnka verkina eitthvað. Það er miklu frekar sú aðgerð, svipuð þeirri fyrri sem þú fórst í sem hjálpar. Hefur ekkert verið rætt að stöðva blæðingar hjá þér? Verkirnir koma nefnilega ekki bara frá leginu sjálfu á meðan á blæðingum stendur heldur líka frá þeim legslímuskellum sem eru til staðar utan legsins og þær geta haldið áfram að blæða án legsins þegar hormónarnir í líkamanum segja honum að hann eigi að fara á blæðingar. Síðan eru það samgróningarnir sem komnir eru sem valda verkjum, oft fyrir utan blæðingarnar.


Alltaf ofsalega leiðinlegt að segja konum að legnám sé ekki endilega lausnin. Ég er ekki að segja að það hjálpi ekki neitt, það eru bara alltof margar konur sem hafa orðið fyrir svo miklum vonbrigðum með það hversu lítinn bata þær fengu með legnáminu. Ertu hjá lækni sem þekkir legslímuflakk mjög vel? Það eru til önnur lyf sem gætu hentað betur en parkódín og þú ættir að ræða þetta allt við lækninn þinn.

Júbb
~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~
“It is said that your life flashes before your eyes just before you die. That is true, it's called Life.” Terry Pratchett - The Last Continent
~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~

júbb | 29. jún. '16, kl: 20:41:14 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

og já, gleymdi að bæta við. Veistu ekki örugglega af endo.is ?

Júbb
~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~
“It is said that your life flashes before your eyes just before you die. That is true, it's called Life.” Terry Pratchett - The Last Continent
~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~

hagamus | 29. jún. '16, kl: 20:43:44 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég fékk hormónalykkjuna fyrir nokkrum árum í þeirri von að hjálpa mér, en það blæddi allan tíman með henni og jú vissulega voru blæðinar minni og verkir minni, en það endaði með að ég lét taka hana.   Ég myndi helst vilja sleppa öllum hormónum EN ef það er eitthvað sem getur hjálpað þá er ég til í að skoða það.  
Ég er hjá góðum lækni sem skar mig þegar þetta greindist, ég á tíma hjá honum í september út af blöðru á eggjastokk sem er verið að fylgjast með, en er að reyna að ná í hann fyrr, því ég meika ekki fleiri svona blæðingar :(   Ég er að nálgast það að hætta á blæðingum vegn aldurs en það gætu samt alveg verið eftir 3-5 ár :/  maður veit það aldrei.  
Ég er ekki spennt fyrir legnámi, hefði viljað reyna aðrar leiðir ef þær eru til :/    og enn síður spennt fyrir legnámi ef það kannski stöðvar ekki verkina,  en það hlýtur samt að gera það því ég finn þetta bara þegar ég er á blæðingum.  Engar blæðingar engir verkir. 

kynstur | 29. jún. '16, kl: 20:49:02 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það eina sem mér finnst virka er pillan og þá að taka hana án þess að taka pilluhlé (eða taka þau mjög sjaldan). Hún er ekki staðbundin (eins og t.d hormónalykkjan)  þannig að hún virkar á alla legslímuflakksblettina í líkamanum og á henni líður mér bara vel. 

júbb | 29. jún. '16, kl: 20:49:51 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það sem ég var að benda á er að þó svo það sé ekkert leg þá geta samt verið blæðingar inni í kviðarholinu á þeim tímum sem þú hefðir átt að vera á túr. Það fer þá að blæða úr legslímuskellunum því hormónarnir eru enn að stjórna. Það eru ekki allar konur sem finna enn fyrir einkennum eftir legnám en það er möguleiki og gott að vita af honum svo maður verði ekki fyrir vonbrigðum ef legnámið er ekki nóg. Það virðist vera þannig að ekki allir viti af þessum möguleika. 

Júbb
~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~
“It is said that your life flashes before your eyes just before you die. That is true, it's called Life.” Terry Pratchett - The Last Continent
~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~

Daisyd | 29. jún. '16, kl: 20:57:08 | Svara | Er.is | 0

Eg for janúar síðastliðinn i legnam , er 37 ára , var buin að bíða i 2 ar eftir að komast i aðgerðina . Eg er enn að finna fyrir verkjum , fæ turverki , sem læknirinn vill meina að seu meir drauga verkir og fæ enn alveg hrottalega slæma egglosaverki , eg er alls ekki verkjalaus en þeir eru samt sem aður töluvert minni en aður og se alls ekki eftir að hafa farið i aðgerðina.

hagamus | 29. jún. '16, kl: 21:35:10 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ertu enn með eggjastokkana ?   Ég er bara með einn og líklega myndi hinn vera tekinn líka ef ég færi í legnám því hann er með stóra blöðru.

Daisyd | 29. jún. '16, kl: 22:19:24 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ja en ef þetta heldur svona mikið lengur áfram að þá fer eg aftur og þá taka vinstri .

Castiel | 29. jún. '16, kl: 22:30:29 | Svara | Er.is | 0

Virkar þá ekki fyrir þig að fara á zoladex það er hormónameðferð sem er notuð til að framkalla breytingarskeiðið hjá konum til að minnka verkina.

"Sometimes being a bitch is all a woman has to hold onto"

hagamus | 30. jún. '16, kl: 09:17:51 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

ég veit ekki, það hefur ekki verið nefnt sem möguleiki :/   Ég ætla að reyna að ná í lækninn eftir helgi, ég verð að fá einhverja lausn fyrir næsta tíðahring :( 

Castiel | 30. jún. '16, kl: 15:21:16 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

myndi prufa að athuga þan möguleika magnað hvað verkirnir minnka við breytingarskeiðið get ekki beðið eftir því að fara á það :)

"Sometimes being a bitch is all a woman has to hold onto"

Castiel | 30. jún. '16, kl: 15:24:25 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

myndi líka skrá mig í samtökin og þá færðu aðgang að grúbbu með konum með endó og það er magnaður fróðleikur í boði fyri mann hvað maður getur prufað sig áfram með :)

"Sometimes being a bitch is all a woman has to hold onto"

assange | 29. jún. '16, kl: 23:12:57 | Svara | Er.is | 1

Knús

strákamamma | 30. jún. '16, kl: 00:36:18 | Svara | Er.is | 2

ég var svona...  fór í legnám og núna hálfu ári síðar er ég MUN skárri...og er betri með hverjum mánuðinum sem líður.   það bætist ekki á örvefinn og það sem var fyrir var brennt í burtu í aðgerðinni.  


mæli með legnámi...  það er himneskt. 

strákamamman;)

frúdís | 30. jún. '16, kl: 09:03:06 | Svara | Er.is | 1

Ég fór fyrir rúmu ári í legnám. Mín greining var upphaflega legslímuflakk, en svo fór minn lækni að gruna að ég væri með systursjúkdóm þess,  Adenomyosis. Eini munurinn er þá að sjúkdómurinn er staðbundinn í leginu en ekki um kviðarholið. Fékk samt öll hin einkennin af krafti en glýmdi ekki við órfjósemi. 
Ég var 41 árs þegar ég fór í legnámið og þvílíkur og annar eins munur. Ég hefði aldrei trúað því. 
Fæ reyndar alveg blöðrur ennþá og glými við hormónaerfiðleikana áfram, en verkjalega er það djók miðað við það sem áður var.


Miðað við aldur þinn þá myndi ég ekki hika við að fara. Þó svo við getum aldrei verið viss um 100% bata þá er það nóg fyrir mig að losna við blæðingar og allt það sem þeim fylgdi + verkjum í leginu alla hina dagana. Það eitt og sér gerir mig frjálsa.
Sé það eftir á hvað þetta er búið að hafa gríðarleg áhrif á líf mitt og ég er t.d. farin að stunda íþróttir á algjörlega nýjan hátt og gera hluti sem voru vonlausir áður. (magaæfingar t.d.)
Ég hélt eggjastokkunum og þekki því ekki af eigin reynslu þann pakka.


Mér var sagt að tíðarhvörfum gæti flýtt um 2 ár og ég hef bara engar áhyggjur af því. 
Vil frekar lifa verkjaminni og takast fyrr á við tíðarhvörfin en að lifa með svona miklum verkjum.
Passa bara ef þið eruð á bólgueyðandi lyfjum að hætta á þeim 3-4 vikum fyrir aðgerð. 
Þar voru gerð smávægileg mistök í mínu tilfelli.


Gangi þér vel, átt greinilega margar þjáningarsystur hér á bland og segi eins og hinar, mæli með endó samtökunum.

l i t l a l j ó s | 30. jún. '16, kl: 09:38:11 | Svara | Er.is | 2

Ég er 38 ára með legslímuflakk og fór í legnám fyrir rúmu ári. Verkirnir höfðu verið svona "bærilegir" í mörg ár, ég missti nánast aldrei úr vinnu og harkaði bara af mér. Síðasta árið fyrir legnámið var hins vegar önnur saga, þá var ég orðin eins og þú ert að lýsa. Legið var tekið með skurðaðgerð (var of stórt til að hægt væri að taka það að neðan) og einnig hægri eggjastokkurinn.

Ég átti frekar erfitt með tilhugsunina um að láta taka legið mitt, þótti á einhvern undarlegan hátt vænt um það og vildi fá að halda þessu líffæri sem gaf mér börnin mín. En af illri nauðsyn lét ég tilleiðast og fór í aðgerðina. Ég get ekki lýst því hversu mikið líf mitt hefur breyst! Ég er enn með einn eggjastokk þannig að hormónakerfið virkar enn og ég finn alveg fyrir því. Ég veit mjög vel af því þegar ég fæ egglos og þegar ég er á blæðingum (ég fæ jú enn blæðingar þar sem legslímuflakk er, meðal annars úr leghálsinum). Ég fæ ennþá verki, sérstaklega á meðan á blæðingum stendur, en það er bara ekkert í líkingu við hvernig þetta var áður. Læknirinn hafði orð á því eftir aðgerðina að ég hefði verið með mjög mikið legslímuflakk, það var víst meira og minna alls staðar þarna inni. Kannski er það þess vegna sem ég finn svona mikin mun, ég veit ekki.

Ég persónulega mæli með legnáminu, það er kannski ekki endanleg lausn en nóg til þess að bæta lífsgæðin þín mjög mikið. Ef þú vilt ekki fara í legnámið, þá mæli ég með því að þú takir hormónalyf. Það er engin ástæða til að harka þetta af sér, þó þú sért komin á þennan aldur. Fyrir utan að það er ekkert sjálfgefið að fara í tíðahvörf strax, sumar konur hætta ekkert á blæðingum fyrr en legið er hreinlega fjarlægt.

Ef þú vilt enn stóla á verkjalyfin, þá hef ég því miður engin ráð fyrir þig. Ég var með kokteil af parkódín forte og naproxen (fannst það virka betur en íbúfen). Ég fékk líka bólgueyðandi stíla en ekkert af þessu virkaði í raun og veru. Ég var bara í lyfjamóki af parkódíninu en samt enn með svo sára verki að ég gat ekki labbað. Það eina sem virkaði var þegar ég var lögð inn og fékk morfín en það er víst ekki hægt að stóla á það í 7 daga í mánuði!

Fyrirsögn Nafn Dagur Uppfært
I farangur frá Spáni Helga31 24.4.2024 24.4.2024 | 12:47
Hjàlp! HM000 23.7.2023 24.4.2024 | 08:51
FRÍ EINKAþJÁlFUN! Gróðurinn 9.3.2024 24.4.2024 | 08:50
Skírn međ heilögum anda og eldi Baldvin2 23.4.2024 23.4.2024 | 13:54
0,00002 krónur frá íslandi ! Zjonni71 21.4.2024 22.4.2024 | 20:02
Nýr forseti Íslands ? Hver verður hann eða hún ? jaðraka 14.3.2024 22.4.2024 | 09:36
Dúkkunöfn..hvað hétu dúkkurnar ykkar? Estro 2.6.2004 22.4.2024 | 09:17
Óska eftir aðstöðu til leigu á snyrtistofu/hárgreiðslustofu.Selfoss/Hveragerði/Reykjavík Bjalla17 21.4.2024
Challenge Your Reflexes and Skills slopegame1168 21.4.2024
Af hverju eru flugvélar ekki hraðari í dag? R2 D2 19.4.2024 21.4.2024 | 00:19
HarbuDarbu lagið - Geggjað flott! FuckHamas 18.4.2024 19.4.2024 | 16:11
Stofnun minningarsjóðs mánaskin 19.4.2024
what kind of extra activities for 3 half years boy? 007008 10.10.2014 19.4.2024 | 09:23
New York Ròs 18.4.2024 19.4.2024 | 03:26
Orðhlutafræði austurland1 18.4.2024
Þjóðskrá barst tilkynning listaverk1 17.4.2024 17.4.2024 | 21:20
packers and movers rehousingindia 17.4.2024
perluprjón pisa 9.8.2009 16.4.2024 | 06:09
Game stöðin cheap 23.11.2009 15.4.2024 | 02:15
Aðalfundur húsfélags tapularasa 13.4.2024 13.4.2024 | 23:39
User feedback and improvements regarding chat GPT GerdaGerda 12.4.2024 13.4.2024 | 07:34
Endurhæfingarlyferir Rokkvvi 12.4.2024 12.4.2024 | 23:05
Endurhæfingarlyferir Rokkvvi 12.4.2024 12.4.2024 | 16:05
Endurhæfingarlyferir Rokkvvi 12.4.2024
Grín neyðarkassi á brúðkaupsnótt Finnsk trukkapía 11.4.2024
Vantar svo nudd helst í kvöld Gulla trukkur 20.9.2013 11.4.2024 | 15:15
Aumingja umræðan varðandi húsaleigu. _Svartbakur 30.3.2023 11.4.2024 | 10:00
Sjónskerðing hjá ungabarni Elisabetheida 10.4.2024 11.4.2024 | 09:19
Selfoss eða Þorlákshöfn Mayla 2.7.2004 10.4.2024 | 11:40
Skyldmenni böbblí 20.1.2005 8.4.2024 | 20:14
Loksins fær Reykjavíkurflugvöllur nýja flugstöð ! _Svartbakur 15.6.2023 8.4.2024 | 14:24
Bæklunarlæknar barbafín 27.4.2011 8.4.2024 | 11:04
Desemberbumbur 2024 h1999 6.4.2024 8.4.2024 | 07:56
Aðstoðarmaður fasteignasala icelandicjesus 3.7.2022 8.4.2024 | 07:55
Gifurleg fjölgun erlendra afrotamanna í glæpum hérlendis ! _Svartbakur 18.6.2023 7.4.2024 | 12:02
Harmlrkur á Suðurnesjum selur hús ofan af öryrkja fyri brot af verðmæti. _Svartbakur 28.6.2023 7.4.2024 | 11:21
Rafskútur flytja álíka marga farþega og Strætó en menga sennilega 1 þúsundasta á við Strætót jaðraka 16.6.2023 7.4.2024 | 09:01
fermingarkort dæsí 15.4.2011 7.4.2024 | 02:53
"Kappakstur" mattabg 30.9.2013 6.4.2024 | 14:08
N.Y jarðskjálftinn Zjonni71 6.4.2024
Páska Flensan eythorjonas 29.3.2024 5.4.2024 | 21:33
vitiði hvar hægt er að leigja bingó ?? skrauma85 30.3.2009 5.4.2024 | 21:20
hbomax.com/tvsignin Guide by GetFactified.com getfactifiedme 5.4.2024 5.4.2024 | 19:37
hbomax.com/tvsignin Guide by GetFactified.com getfactifiedme 5.4.2024 5.4.2024 | 19:37
hbomax.com/tvsignin Guide by GetFactified.com getfactifiedme 5.4.2024 5.4.2024 | 19:37
Ferming - endurnýta skraut Svetlana Álfheiður Malyutina 3.4.2024 5.4.2024 | 14:33
Óska eftir veitingastað Aura Pain 5.4.2024
Veit einhver - twentyfiveyears 1.3.2024 4.4.2024 | 22:01
50 cent og Game Bíædz 16.1.2008 4.4.2024 | 15:49
Game boy 26sigbjo 24.3.2007 4.4.2024 | 15:48
Síða 1 af 47929 síðum
 

Umræðustjórar: Bland.is, Kristler, Paul O'Brien, Hr Tölva, tinnzy123, annarut123, paulobrien, Guddie