Leið á lífinu

leidalifinu | 13. mar. '08, kl: 18:56:22 | 1089 | Svara | Er.is | 0

Ég er ekkert að fara að drepa mig sko, engar áhyggjur af því, en ég er bara orðin svo leið á lífinu... Mér finnst ég alltaf vera að berjast, alveg frá því að ég var barn... Núna er ég búin að vera í hinum ýmsu meðferðum í langan tíma til að komast yfir hluti sem ég hef upplifað og ekkert gerist, mér líður alltaf jafn illa.

Stundum langar mig bara að gefast upp hreinlega, hætta þessu bara, leggjast inn í rúm og bara láta lífið líða hjá. Mig langar bara að einu sinni gangi eitthvað upp hjá mér, að upplifa eina góða stund sem er ekki menguð af skítnum sem einkennir líf mitt. Mig langar að geta hætt að berjast og bara verið, er það til of mikils ætlast?

 

Ali Baba | 13. mar. '08, kl: 18:58:17 | Svara | Er.is | 0

knús *

kuluberin | 13. mar. '08, kl: 18:59:30 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

æiih klapp á bakið þú hristir þetta af þér. og smá knús handa þér.

Snáðinn er sætastur :D

potty | 13. mar. '08, kl: 18:58:45 | Svara | Er.is | 0

Knús dúlla.

Máni | 13. mar. '08, kl: 19:00:38 | Svara | Er.is | 0

Gagnast hugræn atferlismeðferð ekki? Af þessu litla sem þú setur inn væri möguleiki á að þú þyrftir að tileinka þér jákvæðan hugsunarhátt.

leidalifinu | 13. mar. '08, kl: 19:04:00 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég hef reynt EMDR og HAM og jú það hjálpar, en greinilega ekki nóg...

Cat Lady | 13. mar. '08, kl: 19:00:39 | Svara | Er.is | 0

ég veit nátturlega ekkert um þitt líf en það hlítur að vera hægt að minka álagið.

leidalifinu | 13. mar. '08, kl: 19:06:16 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég er að reyna en fæ ekki mikla hjálp frá aðstandendum og maka...

Brugsen | 13. mar. '08, kl: 19:35:08 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það er kannski svolítið erfiðara að breyta lífinu ef þú ert með maka og börn, fer reyndar eftir því hvað þú vilt geta. Alla vega getur það verið erfiðara að skella sér í nám erlendis eða í heimsreisu, en...

Kannski er komið að þeim tímapunkti að reyna að skilja fortíðina eftir og einbeita þér að framtíðinni. Þú hefur greinilega lent í ýmsu , eða það les ég út úr skrifum þínum, en þá er spurningin hvað þú vilt gera við það sem framundan er.

Hvað viltu fá út úr lífinu? Hver og hvað getur hjálpað þér til þess? Ef maki og fjölskylda hjálpa ekki, hvað þá með hjálpsama og jákvæða vini?

leidalifinu | 13. mar. '08, kl: 19:46:05 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég á enga vini sem ég treysti fyrir þessu öllu saman.

Það eru reyndar engin börn í spilinu og í raun væri alveg jafn gott að losa sig við kallinn. Hann leggur alltaf miklar byrðar á mig. Hinsvegar elska ég hann og vil ekkert fara frá honum. Ég er margoft búin að biðja hann um að hjálpa mér, létta undir með mér, bera meiri ábyrgð en hann hjálpar ekki.

Ég get bara ekki bara borið mína ömurlegu fortíð, hans vandamál og mína nútíð alla og verið glöð og ánægð, það held ég að sé engum mögulegt...

Brugsen | 13. mar. '08, kl: 21:45:35 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Er það þitt að bera HANS vandamál og hans fortíð? Er það ekki hans að bera sínar byrðar og þitt að bera þínar?

Nú þekki ég ykkur ekki og ég ætla síst að öllu að fara að ráðleggja einhverri ókunnugri manneskju að skilja á opnum vef. En í þínum sporum myndi ég virkilega velta því fyrir mér hvað sambandið er að gefa þér og hvort að það geri þér gott.

Er það ást ef fólk styður ekki hvort annað og styrkir? Það gæti verið þess virði að ræða þessi mál við sálfræðing, ef þú hefur ekki þegar gert það.

boogiemama | 13. mar. '08, kl: 19:00:54 | Svara | Er.is | 0

Farðu til útlanda að vinna eða stúdera, lærðu fallhlífastökk, farðu á matreiðslunámskeið, skelltu þér í reisu, fáðu þér mótorhjól, lærðu keramik - flug - hárgreiðslu - tjáningu - olíumálun - vatnslitamálun - skapandi skrif - skrautskrift - annað tungumál.... o.s.fr. o.s.fr.

Ugluskott | 13. mar. '08, kl: 19:01:39 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Mig langar að gera allt þetta!

------------------------------------------------
Heyrðu!
------------------------------------------------

boogiemama | 13. mar. '08, kl: 19:02:16 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Mig líka :)

Mínus fallhlífastökkið reyndar, hef aldrei haft áhuga á því.

Ugluskott | 13. mar. '08, kl: 19:07:55 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

:)

------------------------------------------------
Heyrðu!
------------------------------------------------

Brugsen | 13. mar. '08, kl: 19:01:34 | Svara | Er.is | 0

Nú veit ég ekkert hvað þú ert að eiga við, en hefur þú prófað hugræna atferlismeðferð?

Hef reyndar ekki prófað hana sjálf, en þekki konur sem hafa farið í hana vegna ýmissa hluta og þeim fannst það virkilega hjálpa.

DarkAngel | 13. mar. '08, kl: 19:04:34 | Svara | Er.is | 0

Vá hvað ég skil þig, var í akkurat sömu sporum fyrir nokkrum mánuðum. Hef alltaf þurft að hafa mikið fyrir mínu og lífið hefur bara verið áfall eftir áfall :(
Mig langaði svo oft að loka mig bara af í nokkra daga, bara hverfa af yfirborðinu, ekki deyja samt, bara ekki vera til í nokkra daga.

En loksins fyrir nokkrum mánuðum þá breyttist allt til batnaðar, og lífið gæti bara ekki verið æðislegra núna. Haltu áfram í trúna að það sé ljós við endann, veit að þú sérð það þarna einhvers staðar því annars væriru að tala um eitthvað verra en að vera leið á lífinu.

Vertu sterk :D

Ef þig langar að spjalla þá er þér velkomið að senda mér skiló.

-----------------------------------------------------------
Lífið er jafn langt hvort sem hlegið er eða grátið

Litla_Mús | 13. mar. '08, kl: 19:06:52 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

risa stórt net knús

Kv Litla_mús

Blush89 | 13. mar. '08, kl: 19:09:11 | Svara | Er.is | 0

stórt knús á þig :) vona að þú finnir góða leið í gegnum þetta.

snsl | 13. mar. '08, kl: 19:47:55 | Svara | Er.is | 0

En hjálparstarf? Þar sem þú ert að hafa áhrif á líf annarra.

mist97 | 13. mar. '08, kl: 21:19:43 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

hæ keyptu þér eða ef hún er til á bóksafni Baujan sjálfshjálparbók.
Aðferð til að stjórna líðan sinni og hegðun eftir Guðbjörgu Thóroddsen baujan.is ég var að kaupa mér þessa bók svo er líka gott að fara á alanon fundi,ég er líka í AA .Eymd er vaslkostur þessi setning sló mig á sínum tíma,
annars máttu líka spjalla við mig í skilaboðum ef þú vilt,mundu eitt þú ert ekki ein

Fríða framhleypna™ | 13. mar. '08, kl: 21:37:51 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Skilur þú ekki 12. erfðavenjuna?

Kveðja
Hin ómótstæðilega Fríða framhleypna™

*Skoðun ársins: Skoðun Fríðu FramhleypnuTM á handleggjum Regínu Óskar*

@========================@
Deyr fé,
deyja frændur,
deyr sjálfur hið sama.
En orðstír
deyr aldregi,
hveim er sér góðan getur.

Brugsen | 13. mar. '08, kl: 21:42:42 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Er fólk ekki hér undir nafnleysi?

Fríða framhleypna™ | 13. mar. '08, kl: 21:45:14 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

12. erfðavenjan snýst ekki um að fólk megi ekki vita hvað þú heitir.

Kveðja
Hin ómótstæðilega Fríða framhleypna™

*Skoðun ársins: Skoðun Fríðu FramhleypnuTM á handleggjum Regínu Óskar*

@========================@
Deyr fé,
deyja frændur,
deyr sjálfur hið sama.
En orðstír
deyr aldregi,
hveim er sér góðan getur.

Brugsen | 13. mar. '08, kl: 21:47:24 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég hélt að hún snerist um nafnleynd.

Annars þekki ég þetta ekki svo vel, hef aldrei verið í AA eða Al-Anon, enda sem betur fer ekki haft neina ástæðu til.

Ein vinkona mín er hins vegar í Al-Anon og ég veit að hún er þar. Má ég þá ekki vita það, eða hvað?

Fríða framhleypna™ | 13. mar. '08, kl: 21:51:21 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Jú en þetta snýst meira um að vera ekki að auglýsa það að þú sért í AA t.d. á stað eins og þessum þar sem fólk gæti dæmt samtökin útfrá þér.
Það gæti rýrt möguleika einhvers að komast inn í AA- þetta snýst allt um heildina.

Kveðja
Hin ómótstæðilega Fríða framhleypna™

*Skoðun ársins: Skoðun Fríðu FramhleypnuTM á handleggjum Regínu Óskar*

@========================@
Deyr fé,
deyja frændur,
deyr sjálfur hið sama.
En orðstír
deyr aldregi,
hveim er sér góðan getur.

Fribz | 13. mar. '08, kl: 21:48:29 | Svara | Er.is | 0

Það er þá satt sem ég hef verið að lesa að þunglynt og vansælt fólk notar netið oft til að tjá um sína vanlíðan.

Er hættur hér.

Ozzy | 13. mar. '08, kl: 21:50:47 | Svara | Er.is | 0

æji elsku vina

en þú ert búin að segja okkur hvað er að stoppa þig í þinn leið að betra lífi
og kannski er þessi hindrun ekki eins erfið og þú heldur:)

2prinsessur | 13. mar. '08, kl: 22:18:35 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

æj en leiðinlegt..!:( maðurinn minn var svona fyrir um sona 2 árum síðan og síðan fór hann á NLP námskeið ef þið vitið hvað það er.. og það bjargaði lífi hans.. mæli með því:) ég hef lært að lifa lífinu betur í gegnum hann bara útaf því ahnn fór á þetta námskeið:)

mist97 | 13. mar. '08, kl: 22:36:07 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það gæti rýrt möguleika einhvers að komast inn í AA- þetta snýst allt um heildina.Fríða framhleypna ef þetta er það sem þú veist um AA þá veistu ekki neitt,allir sem hafa fíknar vandamál geta verið í AA
12 erfðavenjan
Nafnleyndin er andlegur grundvöllur allra erfðavenja okkar og minnir okkur á að setja málefni og markmið ofar eigin hag.
Get ekki séð hvað fólk ætti eitthavð að dæma samtökin út frá mínu svari til þessara konu

Edda Desai | 10. des. '19, kl: 01:00:10 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Og hvernig líður þèr í dag?

Eddan

jak 3 | 10. des. '19, kl: 15:18:22 | Svara | Er.is | 0

Mundu bara að það ert þú sem ert skipstjóri í þínu lífi, ákvarðanir sem þú tekur og hvernig við ákveðum að vinna úr því erfiða í lífinu. Ég var orðin pínu fórnarlamb á tímabili í mínu lífi vegna atburða sem ég hef lent í. Sálfræðingur sem ég fór til eiginlega bjargaði lífi mínu með því að benda mér á það að lífið  gefur manni ekkert ef maður teygir sig ekki eftir því sjálfur, vandamálin leysast ekki ef að maður tekur ekki þátt í að leysa þau. Gangi þér vel og mundu að lífið er þitt og hindranir eru til að finna lausn til að komast yfir þærþ

TheMadOne | 10. des. '19, kl: 15:46:11 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þráður frá 2008...

------------------------------------
http://viralswarm.s3.amazonaws.com/wp-content/uploads/2014/10/r8wsFYY-34547-36e7-300x170.jpg

Fyrirsögn Nafn Dagur Uppfært
Aðeins um þetta betlarahyski (þjófahyski) sem er á landinu. spikkblue 21.1.2020 21.1.2020 | 19:22
Er einhver hérna sem kaus VG í síðustu kosningum? spikkblue 21.1.2020 21.1.2020 | 15:39
fá leyfi fyrir garðhúsi eða gám begzi 21.1.2020 21.1.2020 | 14:42
Varðandi leigutekjur af íbúð hjóna V J 21.1.2020 21.1.2020 | 08:41
Uppgefinn á sálinni get ekki meira Vestarinn 4.1.2020 20.1.2020 | 22:10
Að vinna í gegnum netið/síma JD 19.1.2020 20.1.2020 | 21:04
Handbolti markmaðurinn? Blómabeð 19.1.2020 20.1.2020 | 19:48
Smurning Kimura 16.1.2020 20.1.2020 | 19:17
skattskil notandi50 20.1.2020 20.1.2020 | 16:41
síberískur kettir á Íslandi olga1986 5.10.2014 20.1.2020 | 16:14
Hvernig þvæ ég þórsmörk úlpu Notandi1122 20.1.2020 20.1.2020 | 15:27
Hvar finn ég dýrasíðu til að kaupa hund Natalía Ósk 15.1.2006 20.1.2020 | 12:48
TAXI sankalpa 18.1.2020 20.1.2020 | 06:58
Fögnum fóstrinu. Flactuz 8.1.2020 19.1.2020 | 22:09
Vantar mann í lið? treiszi95 19.1.2020
Utlendinga stofnun. yo542 17.1.2020 19.1.2020 | 18:00
Aðstaða fyrir smáviðgerðir Buka 19.1.2020 19.1.2020 | 16:15
Öryrkjar og íþróttastyrkir alv 14.1.2020 19.1.2020 | 15:30
"vina"skuld patrekuris 12.1.2020 19.1.2020 | 14:50
Bachelor Peter Weber. Stella9 18.1.2020 19.1.2020 | 08:55
Sölumyndir á FB hdfatboy 18.1.2020
Myndband sent Alltaf40 18.1.2020 18.1.2020 | 22:28
Hraunvallarskóli vs. Skarðshlíðarskóli ardandk 16.1.2020 18.1.2020 | 22:07
Laugardagur Twitters 18.1.2020
bílaskipti kalli1999 15.1.2020 18.1.2020 | 21:08
Ég þarf einkalán upp á 650.000 vobis3 18.1.2020
Stutt skoðunarkönnun varðandi djúpslökun og hugleiðslu, aðeins 2 spurningar !!! Ljónsi 18.1.2020
Baráttukona á bak við tjöldin Júlí 78 18.1.2020 18.1.2020 | 13:55
Lán ibam looking posaibility to take lan vobis3 15.1.2020 18.1.2020 | 13:30
Plata og skrúfur eftir beinbrot fanneyrut 17.1.2020 18.1.2020 | 01:33
Led ljós undir bíl... mikaelvidar 17.1.2020 18.1.2020 | 00:14
Septemberbumbur 2020 tisulingur 15.1.2020 17.1.2020 | 17:34
Panta kynlífsleikföng í pósti. Spyrpost 17.1.2020 17.1.2020 | 16:23
Retro Gamers clanki 13.1.2020 17.1.2020 | 07:37
Er einhver banki á Íslandi skárri en aðrir? Burnirót 16.1.2020 17.1.2020 | 03:44
Kírópraktor egillgests 11.1.2020 16.1.2020 | 22:18
Mannasiðir Kingsgard 15.1.2020 16.1.2020 | 18:10
Kulnun, kvíði - sálfræðingur blendinaragg 4.1.2020 16.1.2020 | 15:40
hvað fæ eg goða uppskrift af brauði fyrir sykursjuka kolmar 16.1.2020 16.1.2020 | 12:07
Hjálpumst að á Flateyri RaggiHS 15.1.2020
Varað við nýjum veirufaraldri - engar áhyggjur Svandís er með lausnina spikkblue 14.1.2020 15.1.2020 | 12:44
Stærðfræðikennsla í boði lara1123 15.1.2020
Samband - Hvað á að gera? agustkrili2016 14.1.2020 15.1.2020 | 10:31
Munum eftir smáfuglunum, isbjarnaamma 14.1.2020 15.1.2020 | 00:08
Samskipti - Rannsókn - Endilega takið þátt! palmarr 14.1.2020
víkingahúfa með íslands fánanum hvellur 14.1.2020 14.1.2020 | 12:10
Andlegur miski minstrels 13.1.2020 14.1.2020 | 11:00
Gleðilegan föstudag Twitters 10.1.2020 13.1.2020 | 23:10
Salur fyrir athöfn og gott partý :) redvine 12.1.2020 12.1.2020 | 18:34
Ég er ofbeldismaður realtalk 31.12.2019 12.1.2020 | 12:58
Síða 1 af 19718 síðum
 

Umræðustjórar: ingig, Coco LaDiva, vkg, TheMadOne, joga80, tinnzy123, krulla27, superman2, aronbj, rockybland, Bland.is, flippkisi, mentonised, Krani8, anon, MagnaAron