Leifsstöð eftir breytingar

bogi | 23. júl. '15, kl: 09:37:58 | 1165 | Svara | Er.is | 3

Persónulega fékk ég sjokk yfir því hversu ömurlega illa heppnað þetta er - hvernig er hægt að klúðra málum svona illilega?

 

Hvað finnst ykkur sem hafið farið eftir breytingar?

 

http://fararheill.is/endalausir-halfvitar-i-leifsstod/

 

Mainstream | 23. júl. '15, kl: 10:05:06 | Svara | Er.is | 6

Isavia rekur flugvöllinn. Það fyrirtæki kemst ekki í fréttirnar nema þegar það er að skandalísera (sem er ótrúlega oft). Þannig að ég veit ekki hvernig fólk getur búist við einhverju góðu frá þessu fyrirtæki (sem er jú auðvitað í eigu ríkisins).

bogi | 23. júl. '15, kl: 10:11:37 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Þetta er allt saman rosalega undarlegt - þetta er jú opinbert hlutafélag. Það þýðir í raun bara ríkisstofnun sem getur leyft sér allan andskotann, líklega versta rekstrarfyrirkomulag ever.

 

Ég var þarna um daginn - fyrir utan að hafa bókstaflega þurft að klofa yfir ferðamenn á leið minni í öryggishliðið sem var fáránlega löng röð í (og ég var á rólegasta tíma dagsins, veit ekki hvernig þetta er á annasamasta tímanum) þá voru bókstaflega engin sæti til að setjast í, enginn leikvöllur lengur fyrir börnin. Frekar glatað - enda var fenginn einhver "concept" hönnuður í þetta. Veit ekki hvað er að því að nota fagfólk - líklega er það ekki nógu "gratt".

TurdFerguson | 23. júl. '15, kl: 10:13:40 | Svara | Er.is | 4

Þetta er afleit forgangsröðun hjá Isavia. Farþegar hafa kvartað undan þrengslum og fáum sætum í mörg ár. Eftir að umferð fór að aukast um völlinn um 20% á ári mörg ár í röð þá hefur nákvæmlega ekki neitt verið gert til þess að bæta úr þessu heldur hefur sætum fyrir þá sem eru að bíða þvert á móti verið fækkað til að stækka athafnarými verslana. Svo finnst mér það alltaf ógeðsleg vanvirðing á flugvöllum þegar allir farþegar eru þvingaðir til að fara krókaleið í gegnum fríhafnarverslun til að komast leiðar sinnar.

Flugstöðin er algjörlega sprungin og það er búið að vera fyrirsjáanlegt í mörg ár en Isavia kaus að einbeita sér frekar að verslanamiðstöðinni en einhverju sem raunverulega bætir upplifun farþega af því að fara þarna í gegn. Núna er reyndar búið að leggja í einhverja vinnu um masterplan til næstu áratuga en það hefði átt að gerast fyrir löngu þannig að framkvæmdir væru þá allavega hafnar núna.

bogi | 23. júl. '15, kl: 10:30:23 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Svo héngu uppi auglýsingar um allt hversu vel heppnuð þessi breyting væri og allir hvattir til að pósta af sér sælumyndum með hashtagginu #wheninKEF. Ég var svo leiðinleg og póstaði leiðindum ... :P

Ég get ekki séð að það sé almenn ánægja með þessar breytingar ...

hjarta17 | 23. júl. '15, kl: 10:33:55 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Þetta er ömurlegar breytingar , bara til hins verra. É sakna nú sérstaklega Kaffitárs og Epal

sigurlas | 23. júl. '15, kl: 11:41:28 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

hvers saknarðu úr Epal ?

Grjona | 23. júl. '15, kl: 10:35:43 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Já, hvað er eiginlega málið með að fara þessa leið? 

♥♥♥♥♥♥♥♥Joðvillingur♥♥♥♥♥♥♥♥
Við erum ríkið, ríkið er við.
http://er.is/messageboard/messageboard.aspx?advid=13498192&advtype=52

„I hate football. It‘s primitive, dull, pathetic and cruel.“ Mikey H

TurdFerguson | 23. júl. '15, kl: 11:35:42 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Þetta er bara galið. Farþegar sem fara um flugstöðina greiða fyrir það með flugvallargjöldum sem leggjast á flugmiðana þeirra. Þeir eru að borga fyrir samgöngumannvirki sem á að vera skilvirkt og þægilegt í notkun. Að það sé boðið upp á verslanir á þessum stað er ágæt þjónusta við farþegana en á alls ekki að vera aðalatriðið. Isavia virðist hins vegar líta á Leifsstöð sem verslanamiðstöð fyrst og fremst þar sem það vill bara þannig til að kúnnarnir koma eða fara með flugvélum.

sigurlas | 23. júl. '15, kl: 11:41:59 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

já ok ekki lítil flugvallargjöld, flugvallarskattar eru mun hærri hér en annars staðar

þreytta | 26. júl. '15, kl: 16:47:28 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég hef reyndar ekki farið í Leifstöð síðan henni var breytt. En þegar ég er á ferðalagi þá finnst  mér mikilvægast að það sé fjölbreytni í veitingastöðum og góð sæti til að sitja og bíða. Jú jú það er allt í lagi að skoða í búðir, en ég nenni því ekki í tvo tíma á meðan ég er að bíða eftir flugi.

micro | 23. júl. '15, kl: 11:19:44 | Svara | Er.is | 1

Mér finnst þetta ömurlegt, og fáránlega lítið af aðstöðu fyrir fólk sem er að bíða eftir flugi nema inni á veitingarstöðum.

Mér fannst útlitið og aðstaðan betri fyrir breytingar og áberandi að græðgi réð þessum breytingum.

Tipzy | 23. júl. '15, kl: 11:40:47 | Svara | Er.is | 0

Get verið algjörlega sammála, ekkert smá lítið af sætum sem eru ekki inn á veitingastöðum...sem notabene voru hvort eð er meir og minnir smekkfullir. Og ekki hjálpaði til að stór hluti af þeim sem voru að bíða voru að taka sæti fyrir fleiri en einn til að leggja sig á þessum steinapúðum ofl. Algjörlega glatað eitthvað.

...................................................................

muu123 | 23. júl. '15, kl: 12:16:27 | Svara | Er.is | 4

Mer fisnt þetta hrikalega illa uppsett allt .. Og ekkert nema veitingastaðir en samt ekkert gott að borða

grannvaxin kona | 23. júl. '15, kl: 13:37:22 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Mér finnst þessar breytingar æðislegar og löngu tímabærar , Epal og Kaffitár hefðu mátt vera áfram

bogi | 23. júl. '15, kl: 14:18:27 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hvað finnst þér gott við þessar breytingar?

sigurlas | 23. júl. '15, kl: 16:22:17 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

hún er örugglega að vinna hjá ISAVIA þessi

Kaffinörd | 23. júl. '15, kl: 18:18:43 | Svara | Er.is | 0

hræðilegar vantar allar íslenskar áherslur. Fór á matsölustaðinn þennan beint á móti Zagafredo og þetta dýrt og lélegt.

Kisukall | 23. júl. '15, kl: 18:53:33 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Ertu að skrifa nafnið á staðnum vitlaust í mótmælendaskyni? Mjööög forvitinn.

Kaffinörd | 23. júl. '15, kl: 20:30:19 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Er það ekki Zagafredo ? Æi ég man ekkert hvernig þetta er skrifað.

Kaffinörd | 23. júl. '15, kl: 20:31:22 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Mér finnst reyndar ítalskur espresso með robusta ekki góður en er ekki sérstaklega að mótmæla þessum stað í þessum þræði 

Ziha | 23. júl. '15, kl: 18:33:11 | Svara | Er.is | 0

Mér fannst reyndar vanta mikið strax um leið og 10-11 fór... var allavega skásta verðið þar, núna er allt á okurverði... og þótt við höfum reyndar alveg fundið sæti þegar við fórum út seinni partinn í júní, (fengum okkur reyndar smá að borða......)þá sá maður alveg hvernig var búið að þjappa öllu saman og bara troða einhvernveginn þessum verslunum allstaðar og taka sætin sem voru "opin" fyrir flugfarþega,   Það var reyndar ekki alveg búið að breyta öllu þá.... reikna með að það sé búið núna.  

-----------------------------------------------------------------------------------------------------------------------

Guðsgjöf | 23. júl. '15, kl: 22:31:00 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hvernig er það....erum að fara út fjölskyldan í næstu viku og ég veit að það má ekki drykki í gengum öryggistékkið en má maður taka með sér samlokur, kex og eitthvað svoleiðis að heiman og í geng svo við þurfum ekki að vera að eyða fúlgum fjár þegar við erum komin í gegnum tékkið ?

Ziha | 24. júl. '15, kl: 10:32:10 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já, já... jafnvel heilu máltíðirnar.... bara ekki vökva. 

Nema að það má taka með sér vökva fyrir ungabörn.... en það er það eina. 

-----------------------------------------------------------------------------------------------------------------------

Santa Maria | 24. júl. '15, kl: 10:42:56 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Finnst þetta ömurlegasta flugstöð sem eg komið á,það er kvatt fólk ad mæta 2 til 3 tímum fyrr i innritun..ju fólk gerir það samviskusamlega,fórum um daginn 2 og hálfum tima fyrr þa´voru útlendingarnir greinil bunir ad fa uppl ad mæta mikið fyrr lika,ok við biðum róleg þangadtil var 2 timar i brottför og gott betur en það,en nei þær létu ekki sja sig i innritun fyrr en 5 til 10 min yfir þa áttu þær eftir ad fara yfir eitthv dót á bordinu alveg fáránlegt voru sallarólegar med langabiðröð sem beið og átti etir ad fara i gegnum vopnaleit lika..þær höfdu meiri áhyggjur hvort þær hefdu gleymt ad varalita sig áður..röltu bara á milli borda vissu varla hvert þeirra hlutskifti var hvar þættu ad vera..Til hvers er ad biðja fólk ad mæta fyrr og fá svona slóðastarfsfólk sem var alveg sama um kúnnana??ekki tok betur við þegar við komum upp þa var allt lokad veitingastadir og ein og ein buð opin!sá ad útlendingarnir voru ekki sáttir..Ömurleg flugstöð i alla stadi ekkert gert til ad fólki líði vel þarna..

Kisukall | 24. júl. '15, kl: 12:56:22 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hvaða flugfélag var opnaði ekki innritunarborðin nógu snemma?

Santa Maria | 24. júl. '15, kl: 13:33:16 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

WOW nei þurftum ad biða heillengi samt var kominn timi 2 timar fyrr en þær drógu þetta eins og þær gátu voru ekki tilbúnar med neitt.Hefdi haldid þegar þú ert ad mæta svona vinnu þá áttu ad mæta adeins fyrr og undirbua hlutina voru ad vesenast med rúllur og farsedla var ekkert á sínum stad.Tími farþega er allav ekki mikilvægur..

evitadogg | 24. júl. '15, kl: 15:44:24 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Hvar er fólk hvatt til a mæta 3 timum fyrir brottför? Veitingastaðirnir virðast opna um 5:30-6 en i raun finnst mér það vera alltof seint, fyrstu flug fara um kl 6 og varla hægt að sitja þegar veitingastaðirnir eru ekki opnir (sem er svo annað klúður)

Guðsgjöf | 24. júl. '15, kl: 16:37:18 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Það er búið að vera að fjalla mikið um þetta á vísi og mbl og þar er tekið fram að fólk sem er að fara að ferðast á álagstímum er beðið um að mæta allt að 3 tímum f. flug eins er á vefsíðu kef airport.

evitadogg | 24. júl. '15, kl: 16:39:12 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ja ok, það hefur bara farið framhjá mér.

Guðsgjöf | 24. júl. '15, kl: 16:40:54 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

já ég hefði ekkert spáð í þessu ef við hefðum ekki sjálf verið að fara erlendis í næstu viku...en völlurinn er búin að vera svolítið mikið til tals síðustu 2 vikur ca. Mikil óánægja með margt þarna virðist vera :(

Santa Maria | 24. júl. '15, kl: 18:47:45 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Til hvers ad biðja fólk ad mæta 3 tímum fyrr hver er tilgangurinn?fólk stendur jafnlengi i þessari ömurlegu röð og þær i innritun koma ekkert fyrr heldur mjög seint og eru EKKERT ad flyta sér svo glötuð vinnubrögd þarna..engin adstada til ad setjast neinstadar og veitingastadir lokadar þegar fólk er ad fara i flug eldsnemma um morgunin!

Þjóðarblómið | 24. júl. '15, kl: 19:57:22 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já, einhver frá Isavia var í fréttum um daginn og bað fólk um að mæta allt að 3 tímum fyrir brottför. 

_____________
Þjóðarblómið
* Rassgatas!!*

Santa Maria | 24. júl. '15, kl: 21:28:03 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

þá á fólk lika ad vinna vinnuna sína..

Kaffinörd | 24. júl. '15, kl: 16:44:57 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Skyr var tekið af mér í síðasta mánuði

Guðsgjöf | 24. júl. '15, kl: 16:45:59 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

já ætli það teljist ekki sem fljótandi matur sem er ekki leyfilegt

Kaffinörd | 24. júl. '15, kl: 16:48:55 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Og þegar ég kom svo í verslunina í fríhöfninni sem selur þetta voru bara eftir 2 dollur af skyri frá MS á 350 kall og ekki góð dagsetning á þeim

T.M.O | 24. júl. '15, kl: 21:00:12 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

þú hefðir nú átt að geta fattað það.

Kisukall | 24. júl. '15, kl: 21:28:50 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

Hann fær allavega prik fyrir að skilja kaffibrúsann tóman.

T.M.O | 24. júl. '15, kl: 21:36:40 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

maður hefur nú séð nógu margar bíómyndir til að taka ekki með kaffibrúsa í flug...

Kaffinörd | 25. júl. '15, kl: 02:10:46 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

ég var að fara í næturflug þannig að ég þurfti ekkert kaffi

Kaffinörd | 25. júl. '15, kl: 02:10:06 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

ég leitaði á heimasíðu flugstöðvarinnar og googlaði fullt og fann engar upplýsingar um að skyr væri bannað

T.M.O | 25. júl. '15, kl: 02:49:40 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

ég er alveg viss um að gömul súrnuð mjólk var það ekki heldur þó hún væri orðin kekkjuð

SantanaSmythe | 25. júl. '15, kl: 07:52:11 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þegar maður er komin upp labbað maður á gangi sem þar sem eru ruslafötur og skylti með myndum sem sýnir örfáa hluti sem má taka og ekki taka með og þar á meðal skyr

Guess who I'm dating? Wes Brody. He's super cute. He plays soccer with my sister. He's seven.

Kaffinörd | 25. júl. '15, kl: 11:44:33 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já af hverju ætli þessar upplýsingar séu ekki á heimasíðu flugstöðvarinnar. Ég fór yfir listan yfir það sem væri bannað og skyr var ekki á listanum á heimasíðunni

SantanaSmythe | 25. júl. '15, kl: 12:59:21 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það er uppi áður en þú ferð í gegnum tollinn!

Guess who I'm dating? Wes Brody. He's super cute. He plays soccer with my sister. He's seven.

Þjóðarblómið | 25. júl. '15, kl: 14:12:41 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

Ekki tollinn heldur öryggisleit. Tollurinn er niðri þegar þú kemur heim.

_____________
Þjóðarblómið
* Rassgatas!!*

SantanaSmythe | 25. júl. '15, kl: 14:15:30 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Æji meina það:P tala alltaf um tollinn, veit ekki afhverju

Guess who I'm dating? Wes Brody. He's super cute. He plays soccer with my sister. He's seven.

nerdofnature | 25. júl. '15, kl: 19:10:17 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

En þá er maður væntanlega búin að taka til nestið, kominn upp á flugvöll og orðið of seint að breyta og taka annað með.

Kaffinörd | 25. júl. '15, kl: 21:50:00 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Halló það er soldið seint að fá þær upplýsingar þá. Maður búinn að kaupa skyrið og með það á sér. Betra að fá að vita þetta áður en maður mætir í Leifsstöð ekki satt ?

T.M.O | 25. júl. '15, kl: 19:26:35 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

þú hlýtur að fatta að ef drykkjarjógúrt sem er augljóslega í fljótandi formi er ekki leyfð þá væri skyr í nánast nákvæmlega eins pakkningu líka ekki leyft. Það er enginn munur á því hvort krem er í flösku eða krukku, það er jafn bannað. Þeir skrifa greinilega ekki leiðbeiningarnar fyrir fólk sem skilur ekki orsök og afleiðingu. Þeir ættu kannski að telja upp allar mögulegar vörutegundir sem væru bannaðar. 

Tipzy | 26. júl. '15, kl: 11:51:13 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Nkl ef smyrsli í meir en 100ml er bannað þá er það soldið augljóst að skyr sem er þynnra en það er líka bannað.

...................................................................

sulfi | 25. júl. '15, kl: 22:09:32 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

Það er allstaðar bannað að fara með vökva, gel eða úða í meira en 100 ml. þannig að það þarf varla að telja upp allar mögulegar tegundir af jógúrtum og skyrum og hárgelum og hvað það nú er á einhverjum lista. 

mugg | 25. júl. '15, kl: 22:22:26 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það eru meira en 100ml í skyrdós svo það er bannað

Hvaða vökva og hversu mikinn vökva má ferðast með í handfarangri?
Vökva má ferðast með í handfarangri að eftirfarandi skilyrðum uppfylltum:

Hver eining umbúða má að hámarki rúma 100 millilítra (1dl) af vökva.

  • Allar umbúðirnar verða að rúmast í gegnsæjum eins (1) lítra plastpoka sem hægt er að lokameð plastrennilás.
  • Hverjum farþega er heimilt að hafa með sér einn poka.
  • Með umbúðum er átt við flöskur, túpur, hylki og annað sem getur innihaldið vökva.
  • Gosflöskur og dósir eru flestar stærri en 100 ml (1dl) og eru því ekki leyfðar inn fyrir öryggishlið flugverndar.

Wild Horse | 23. júl. '15, kl: 22:26:45 | Svara | Er.is | 2

Mér finnst stöðin hræðilega hallærisleg í útliti. Fannst hún mun flottari áður.

passoa | 24. júl. '15, kl: 17:14:13 | Svara | Er.is | 2

Mér finnst hún vægast sagt ömurleg! 


Það sem mér fannst ömurlegast af öllu var að barnasvæðið var tekið einna fyrst í burtu og greinilega ekki nógu mikilvægt til að vera í neinum forgangi að koma upp aftur. Veit ekki hvort það sé komið þarna upp aftur, en það er glatað að ferðast með tvö börn og ENGIN aðstaða fyrir þau!

nerdofnature | 25. júl. '15, kl: 19:11:01 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Svo auglýsa þeir sig núna sem "besti flugvöllur evrópu er orðinn enn betri"

passoa | 26. júl. '15, kl: 10:42:02 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég get ekki ímyndað mér að hann hljóti þann titil aftur....

Santa Maria | 26. júl. '15, kl: 13:20:17 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þetta er eitthv sem þeir hafa kosið sjálfir eda borgad fólki fyrir ad taka þátt i könnun..ömurlegur flugvöllur i alla stadi er alltaf feginn þegar eg kemst burt frá honum.Svo eru þeir farnir ad hirda pening af leigubilstjórum lika þurfa ad borga 500 kall fyrir hvern túr..

Helgust | 25. júl. '15, kl: 20:02:34 | Svara | Er.is | 0

Hvar sé eg myndir?

Fyrirsögn Nafn Dagur Uppfært
Beinverkir Gunsmoke 17.9.2023 17.9.2023 | 08:15
Lindarholsskýrslan birt og enginn hefur áhuga. jaðraka 16.9.2023 16.9.2023 | 17:43
Hengja upp þvott eða þurkara? amhj123 28.8.2023 16.9.2023 | 15:59
laga þak mariac 16.9.2023 16.9.2023 | 15:49
er með iphone sima kolmar 15.9.2023
Spilið Kani??? sólarlag 8.12.2009 14.9.2023 | 09:41
ER ELVANSE TIL Í EINHVERJU APÓTEKI? TAKK Eagleson 11.9.2023 13.9.2023 | 11:38
Merki Dýrsins. Dehli 25.8.2019 13.9.2023 | 08:00
Ljós í mælaborði á WV Bora 2003 Unnsa6 4.9.2023 13.9.2023 | 06:15
Þá vitum við það. Það er víst ekki sjens að auglýsa lóðir einhverra hluta vegna. SPILLING.IS Hauksen 24.8.2023 13.9.2023 | 06:13
Barnateppi temmý 14.8.2013 12.9.2023 | 23:02
Reykjavíkurborg í miklum vanda og borgarstjórinn vill setja upp parísarhjól ! _Svartbakur 7.9.2023 12.9.2023 | 21:48
hvenær eru barnabætur greiddar? ellyh 17.1.2011 12.9.2023 | 15:33
Upplýsingar um lóir í Skammadal Mosó ? tégéjoð 26.8.2023 12.9.2023 | 10:22
Berjaspretta maaestro 8.8.2023 12.9.2023 | 02:56
Kírópraktor siggathora 4.9.2023 8.9.2023 | 09:40
Bremsuklossar og diskar. Verð f.skifti se 3.9.2023 7.9.2023 | 14:12
Hvar er til? cz 22.1.2008 7.9.2023 | 10:41
Flutningur á harmóníumi frá Akureyri til Reykjavíkur-tilboð GGBLAND 6.9.2023
Biluð Dúkka stubbur88 2.9.2023 3.9.2023 | 20:19
Lífið eftir hjartaáfall Janef 16.8.2023 3.9.2023 | 15:12
Setja gólfefni yfir annað gólfefni. Mrsbrunette 2.1.2012 3.9.2023 | 02:02
Umboð til að leyfa öðrum að skrifa undir pappíra? faxinn40 29.8.2023 2.9.2023 | 21:58
Kvarnir á eldhúsvaska leysa þetta leiðinlega verkefni að setja matarleyfar í sérstakan poka, _Svartbakur 21.8.2023 2.9.2023 | 21:42
Brúnu matarleyfa tunnurnar fyllast ad flugum og hvitum möðkum. _Svartbakur 2.9.2023 2.9.2023 | 15:16
Er í lagi að nota utanhússmálningu innanhúss? Begónía 30.8.2023 30.8.2023 | 22:57
Gardínur í eldhús glugga astridh 29.8.2023 29.8.2023 | 21:19
Ísaksskóli sigva 17.8.2023 28.8.2023 | 06:07
Límmiðaprentari reikniv123 10.8.2023 28.8.2023 | 06:06
Salan á Íslandsbanka - svipuð vinnubrögð og voru í bankhruninu _Svartbakur 26.6.2023 27.8.2023 | 14:11
Bílastæði til leigu! kimma 26.8.2007 26.8.2023 | 20:00
Árið 2022 - jú næsta ár. Hvernig er staða Íslands ? _Svartbakur 21.11.2021 26.8.2023 | 07:00
Símaland í Ármúla - Frábær þjónusta glerbrot 28.7.2004 25.8.2023 | 04:41
Íbúð til leigu nærri miðborginni. _Svartbakur 22.8.2023 25.8.2023 | 03:51
spamm linkar 2023 tlaicegutti 24.8.2023 25.8.2023 | 01:18
Nýjar tillögur um húsa­leigu­lög­un­um jaðraka 23.8.2023
Thema Nuova honeyfox 8.2.2014 23.8.2023 | 08:53
Óbærilegur hiti víða í Evrópu. _Svartbakur 22.8.2023
þriðjudagstilboð Jósep Jakobsson 22.8.2023
ekki tannlæknir í Miðstræti , dentist on Miðstræti street gonee kris88 17.8.2023 21.8.2023 | 13:48
áGjaldþrota fyrirtæki sem aldrei hefur sýnt neitt framtak af viti með tekjuhán forstjóra. jaðraka 20.8.2023 20.8.2023 | 15:34
Sorphirðan í Reykjavik jaðraka 20.8.2023 20.8.2023 | 15:23
Vandræði alltafmamman 18.8.2023 19.8.2023 | 16:04
Nafnalisti Maxamil 22.3.2011 19.8.2023 | 14:37
Kynblinda sbr Lesblinda jaðraka 13.8.2023 19.8.2023 | 07:23
Myndir úr þæfri ull olla2 18.8.2023
Flott fyrstu kaup Start 12.8.2023 17.8.2023 | 17:04
Ömurleg comment á bloggum Austurgella 9.10.2005 17.8.2023 | 03:48
Expedia Erna S 14.8.2023
Jæja Guðmundur VG ráðherra vega félagsmála - hann er jú utan gátta. jaðraka 14.8.2023
Síða 8 af 47939 síðum
 

Umræðustjórar: Hr Tölva, annarut123, paulobrien, Paul O'Brien, Guddie, tinnzy123, Bland.is, Kristler