Leiguíbúð - ónýtt parket

Pswd | 19. okt. '19, kl: 12:33:21 | 194 | Svara | Er.is | 0

Góðan dag Faðir minn leigir íbúð í mjög gömlu húsi. Parketið í íbúðinni er nánast ónýtt, ekki er hægt að skúra því þá er eins og parketið “lyftist” upp og lýtur illa út. Málið er að leigufélagið vill ekkert gera (laga parketið eða skipta um) á meðan hann býr þarna. Þar að auki er möguleg mygla í húsinu/íbúðinni. Ég hef reynt í marga mánuði að láta félagið skoða þetta en eina sem þau hafa gert er skipt um vask inn á wc og skipt um nokkra glugga. Leigufélagið hefur ekkert reynt að komast til móts við hann, lækkað leigu eða aðstoðað hann tengt þessu öllu saman. Hvað er best fyrir hann að gera? Með góðri kveðju

 

cambel | 19. okt. '19, kl: 12:44:00 | Svara | Er.is | 0

Hvað segir félag leigjenda - gætir fengið ráð frá þeim varðandi parketið.

seniorcash | 19. okt. '19, kl: 13:33:48 | Svara | Er.is | 0

fáðu heilbrigðiseftirlitið í viðeigandi sveitarfélagi til að athuga með mygluna, ef það er vandamál með gólfið

varðandi gólfið að þá þarftu að fá þriðja aðila til að meta þetta og skrifa ástandsskýrslu

það er ekki sérstaklega tekið fram í leigulögum að gólfefni þurfi að þykja nægilega fín

kaldbakur | 19. okt. '19, kl: 16:12:44 | Svara | Er.is | 1

Maður skúar ekkert parkett er það ?
Ef leigjandi vill ekki vera þarna lengur þá ætti hann bara að finna sér annan stað.
En ég held að það væri best fyrir hann að kaupa sér sína íbúð og vera bara sinn eiginn herra.
Kannski er það of seint fyrir föður þinn, hefur ekki efni á að kaupa sér íbúð.
En láttu það þér að kenning verða og reyndu að lenda ekki í sömu sporum.

Júlí 78 | 19. okt. '19, kl: 16:50:11 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Skúra er ekki sama og að skúra. Það er hægt að þurrvinda moppuna og skúra þannig. Fann annars einhverjar leiðbeiningar:

Lakkað parket
Sópið eða rykmoppið eftir þörfum. Þvoið með mildu sápuvatni og þurrvindið moppuna eða klútinn. Varast ber að láta vætu liggja á lökkuðu parketgólfi. Nota má hvort heldur er vatnsuppleysanlegt bón eða vaxbón. En varast skal að bóna slík gólf oft. Ef lakkið er orðið slitið þarf að pússa gólfin upp og lakka að nýju.

 Olíu- eða vaxborið parket

Rykmoppið reglulega. Best er að nota grænsápu, þar til gerða parketsápu eða aðra feita sápu, því fitan mettar gólfborðin. Nauðsynlegt er að olíu- eða vaxbera gólfin nokkuð reglulega annars vilja þau þorna og verða mislit.

 Plastparket

Varast skal að bleyta gólfið mikið, þurfi þess á að nota volgt vatn og þurrka jafnóðum. Best er að strjúka yfir með þurri moppu eða ryksuga.

 Gerðu rétt

Ef parket er ekki þrifið rétt er hætt við að endingin verði ekki góð.

En ef ekkert er hlustað á manninn, hans kvartanir og hann ákveður að fer í aðra leiguíbúð þá er spurning hvort hann fari ekki með málið í blöðin. Mér finnst alveg ástæða til að vara aðra leigjendur við svona leigufélagi sem tekur ekki umkvartanir almennilega til greina.

kaldbakur | 19. okt. '19, kl: 17:24:45 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já akkúrat ef þú gerir þetta ekki rétt og átt húsnæðið þá bregstu við og lærir af mistökunum.
Það segir sig nú reyndar sjálft að vatn notar maður sparlega við að þrýfa parkett.
Kommentin hér að ofan held ég sý

kaldbakur | 19. okt. '19, kl: 17:28:52 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Afhverju er folk að kvarta yfir einhverjum leigufélögum ? Leigufélögin voru talin aðal lausnin eftir hrun því að folk ætti ekki að taka áhættu á falli krónu og falli verðs fasteigna.
Þetta folk er bara Altaf að kvarta held ég.

Júlí 78 | 19. okt. '19, kl: 23:17:15 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Það þýðir ekkert að segja fólki bara að fara og kaupa sér íbúð. Það verða alltaf einhverjir sem munu leigja. Bæði á það að vera val hvers og eins hvort hann kaupir eða leigir og svo geta nú sumir ekkert keypt sér íbúð. Get til dæmis ímyndað mér að fólk sem leigir og er á einhverju láglaunakaupi að það geti ekkert keypt íbúð, nær varla að safna sér fyrir útborgun. En það er auðvitað draumur að enginn þyrfti að kvarta opinberlega yfir einhverju vegna íbúðar sem viðkomandi leigir. Það ætti að vera nóg að kvarta í leigusalanum ef eitthvað er.

kaldbakur | 20. okt. '19, kl: 05:24:29 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það má vera að folk geti ekki eða vilji ekki hafa húsnæðisöryggi og ráða sínum málum sjálft.
Þannig folk getur kannski fengið lánaða eða leigða íbúð en er jú uppá aðra kominn og verður auðvitað að sætta sig við það.
Það er þá mikil lukka fyrir þá leigjendur að til eru mjög góðir leigusalar.
En leigusalar verða líka að taka það með í reikninginn að ekki eru allir leigjendur góðir leigjendur.

Júlí 78 | 20. okt. '19, kl: 07:04:34 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það þarf ekkert að vera samasemmerki á milli þess að leigja og hafa ekki húsnæðisöryggi. A.m.k. þá veit ég að bæði í Svíþjóð og Danmörku eru leigufélög þar sem ef þú hefur fengið íbúð þá getur þú verið þar alla þína tíð án þess að vera rekinn út úr húsnæðinu svo framarlega sem þú borgar leiguna. Ef það er ekki þannig hér þá þarf einfaldlega að setja lög um málið. En jú það virðist vera að leigjendur hérna séu oft í voða ótryggri stöðu en við erum líka voðalega aftarlega á merinni með þessi mál hér (leigjendamál). 

kaldbakur | 20. okt. '19, kl: 09:56:40 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Eru þessi stóru leigufélög sem hér hafa sprottið upp ekki einmitt að auglýsa að leigan sé örugg fólki ekki sagt upp ef það borgar leigu og fylgir reglum. ? Annars sá ég einhversstaðar að húsaleiga væri mjög há t.d. Í Kaupmannahöfn.
Ég fletti upp einhverjum íbúðum til leigu í Danmörku þar v "upphafs" ar alltaf talað um eitthver "move in" gjald það var nokkuð hátt oft 1,5 - 2 milj íslenskar kr. Eru þessi "move in" gjöld þá ekki lík og þessi gjöld hjá Búseta ?
Svo eru auðvitað íbúðir á Norðurlöndum leigðar út til mislangs tíma ef eignin er t.d. í eigu einhvers einstaklings en ekki leigufélags.

Júlí 78 | 20. okt. '19, kl: 10:50:15 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég þekki svo sem ekki þessi leigufélög hér. Það getur svo sem vel verið að þú sért öruggur þar, verði ekki sagt upp leigunni svo framarlega sem þú borgar leiguna. En mér hefur heyrst að það sé dýr leigan hjá þeim nema kannski hjá Bjarg leigufélag, þar er það ódýrara. Hjá Bjarg er líka sagt: " Úthlutun geta þeir einir hlotið sem eru undir ákveðnum tekju- og eignamörkum við upphaf leigu" ....Jú leiguíbúðir eru ekkert ódýrar í Kaupmannahöfn en þú getur fengið miklu ódýrari leiguíbúð í einhverjum bæ til dæmis á Jótlandi og það þarf ekkert að vera eitthvað krummaskuð, heldur alvöru bær með mikla þjónustu. Í Danmörku hefur fólk yfirleitt þurft að borga svokallað indskud áður en það tekur við íbúð á leigu. Hef heyrt að það sé um það bil 2 mánaða leiga. Veit ekki til þess að neinir leigjendur þurfi að borga einhverjar milljónir (ísl) þá. Held þú hljótir að vera að rugla því saman við Andelsboliger, það er svona svipað og hjá Búseta að því leyti til þá borgarðu eihverja tiltekna upphæð, sem er kannski einhverjar milljónir (isl) en borgar samt leigu sem dugar fyrir alls konar kostnaði.

kaldbakur | 20. okt. '19, kl: 12:25:06 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já ég þekki etta svosem ekkert í Danmörku. En sá að það voru til leigu litlar íbúðir í kaupmannahöfn 50-60 fm og leiga kannski ca 200 þús ísl kr og svo þetta auka gjald um 75-80 þús dkr. Mér sýndist þetta vera svipað og hja Búseta kannski auka gjald hærra hjá Búseta þegar um nýjar og flottar íbúðir t.d. ofan við Rauðarárstig, Egilssvæði held ég kallað. Það eru flottar íbúðir en jú nokkuð dýrar ca 6-7 millj innborgun og svo mánaðarleiga ca 200-250 þús.
Á Jótlandi í Danmörku er allt annað fasteinaverð en t.d. á Kaupmannahafnar svæði. Þar geturðu keypt einbýlishús á kannski 20 - 25 millj Iskr.

Júlí 78 | 19. okt. '19, kl: 16:38:45 | Svara | Er.is | 1

Neytendasamtökin reka sérstaka leigjendaaðstoð fyrir leigjendur íbúðarhúsnæðis samkvæmt samningi við velferðarráðuneytið. Þjónustan er leigjendum að kostnaðarlausu.

Símatími er frá 12:30-15:00 á Þriðjudögum og fimmtudögum.

Hjá leigjendaaðstoð NS er hægt að fá upplýsingar og ráðleggingar (einnig eru leigjendur hvattir til að kynna sér þær upplýsingar sem aðgengilegar eru hér á síðunni).

Ef leigusali og leigutaki ná svo ekki samkomulagi um ágreiningsefni sín er hægt að leita til kærunefndar húsamála.

 


Pswd | 22. okt. '19, kl: 13:36:24 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Var ekki viss hvern væri best að tala við svo ég ákvað að spyrjast fyrir hér. Takk fyrir öll svörin!

Fyrirsögn Nafn Dagur Uppfært
Ólétt ein á bótum Alza1 13.12.2019 13.12.2019 | 14:34
Man einhver eftir þáttunum... Sandra R. 22.11.2019 13.12.2019 | 14:13
Endurfjármögnun húsnæðisláns kartman007 29.11.2019 13.12.2019 | 13:32
BRT - Bus Rapit Transit - Borgarlína - Feygðarflan ? kaldbakur 28.11.2019 13.12.2019 | 11:37
Skór og Hallux valgus tacitus 13.12.2019
Munum eftir smáfuglunum elskurnar mínar isbjarnaamma 13.12.2019
Hvar kaupi ég lavalampa fyrir dóttur mína? 060 11.12.2019 13.12.2019 | 11:09
Nintendo Switch eda 12.12.2019 13.12.2019 | 11:07
Hvaða starf er vel launað án þess að þurfa háskóla menntun Glowglow 4.12.2019 13.12.2019 | 10:56
Frunsa kink 13.12.2019 13.12.2019 | 10:52
Aðstoð aukakennsla HR Stebig1 13.12.2019
Næturvaktir og fjölskyldulíf malata 11.12.2019 13.12.2019 | 02:25
Útvarspsstjóri - hver fær stöðuna? Júlí 78 11.12.2019 12.12.2019 | 23:42
SVONA VINNUR BARNAVERND OG ER NÚNA AÐ ÞAGGA NIÐUR GREININA Í DV FÓSTURBÖRN vallieva 11.12.2019 12.12.2019 | 08:42
Sjálfboðastörf á aðfangadagskvöld? BlerWitch 3.12.2019 12.12.2019 | 00:16
Ennislyfting leaarna 12.12.2019
Að gifta sig fyrir 18 ára aldur?? puðrildið 2.2.2011 11.12.2019 | 23:51
Íslensk jóladagatöl eythore 2.12.2019 11.12.2019 | 22:54
Þetta var bara til sölu á Bland.is?!!?! [Ice Cold í Beinni] stefanatli 11.12.2019
Norðanátt spáð og stórstreymi - Reykjavík er í hættu. kaldbakur 9.12.2019 11.12.2019 | 22:36
Kvensjúkdómalæknir RVK - meðmæli !! bluesy 9.12.2019 11.12.2019 | 22:16
Netverslun, vefsíðu þjónusta NedasAndrius 11.12.2019
EKKI NOTA .. Dehli 11.12.2019
Meðmæli óskast loaja 11.12.2019
Hálsbólga... bþtr 10.12.2019 10.12.2019 | 22:07
Fluguveiði Floridagella 7.12.2019 10.12.2019 | 20:49
Má borða hvað sem er ? Dehli 2.12.2019 10.12.2019 | 19:10
Leið á lífinu leidalifinu 13.3.2008 10.12.2019 | 15:46
tónmenntaleikur? Tomasjons88 10.12.2019
Þættir sem þið saknið Twitters 7.12.2019 10.12.2019 | 09:19
E-r með reynslu af SíminnPay Léttkaup? Anonymous999 27.9.2019 9.12.2019 | 16:55
Ódýr barnaklipping /systkinaafslattur drifam 9.12.2019
Gifting fyrir 18 ára tíra 9.12.2019
! ! ! MJÖG MIKILVÆGT ! ! ! ouldsetrhend 9.12.2019
Service Desk Technician techtalk 9.12.2019
Öpp sem fúnkera eins og debet/fyrirframgreitt kreditkorti? Anonymous999 9.12.2019
Hvenær er kona of ung til að eignast barn? Bragðlaukur 3.12.2019 9.12.2019 | 02:30
Ungar Íslenskar konur eru Hetjur ! kaldbakur 7.12.2019 8.12.2019 | 22:40
Athyglisvert hvað þeir eru næstum alltaf svo ljótir, ... Bragðlaukur 1.12.2019 8.12.2019 | 20:30
Merki Dýrsins. Dehli 25.8.2019 8.12.2019 | 19:36
Hvar gæti ég keypt ostahleypi? danek1 8.12.2019 8.12.2019 | 18:54
Nova tv mánaskin 23.11.2019 8.12.2019 | 13:56
Júníbumbur 2020 skvisan93 13.10.2019 8.12.2019 | 12:59
Örorka umraeda 7.12.2019 8.12.2019 | 11:27
Skúr eða aðstaða hvutta 8.12.2019
Þættirnir Djúpa laugin rokkari 7.12.2019
E10 á AEG þvottavél myfairlady 7.12.2019 7.12.2019 | 18:03
Æðahnúta aðgerðir ? hagamus 2.12.2019 6.12.2019 | 21:55
Rammstein - myndbönd spikkblue 6.12.2019 6.12.2019 | 18:53
Barnsmóðir og maki Margret45 17.11.2019 6.12.2019 | 16:54
Síða 1 af 19716 síðum
 

Umræðustjórar: ingig, Coco LaDiva, vkg, TheMadOne, joga80, tinnzy123, krulla27, superman2, aronbj, rockybland, Bland.is, flippkisi, mentonised, Krani8, anon, MagnaAron