Leigusalar

Eitursnjöll | 7. júl. '11, kl: 20:19:41 | 651 | Svara | Er.is | 0

Segjum sem svo að eg sé með leigjendur sem skuldi leigu í einhverja daga. Væri í lagi hjá mér að banka uppá rétt fyrir kvöldmat og um helgar til að rukka leiguna?

 

Helgust | 7. júl. '11, kl: 20:21:33 | Svara | Er.is | 0

Ég myndi senda tölvupóst eða sms. Af fenginni reynslu eru skrifleg samskipti alltaf best.

fálkaorðan | 7. júl. '11, kl: 20:22:09 | Svara | Er.is | 0

Nei, en þú mættir alveg hringja eða senda tölvupóst.

http://i.imgur.com/mVrNx4L.jpg

Ideapad | 7. júl. '11, kl: 20:22:19 | Svara | Er.is | 1

ef þú skuldar leiguna.. já er það ekki... Leiga er ekkert sem þú getur leyft þér að draga bara og ætlast til að verða ekki rukkuð/rukkaður.

Eitursnjöll | 7. júl. '11, kl: 20:24:40 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Lestu það sem eg skrifaði. Eg er með leigendur, Má eg banka uppá og rukka? Eða er það yfirgangur og frekja?

Faith Popcorn | 7. júl. '11, kl: 20:25:50 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 4

Það er frekja að borga ekki umsamda leigu.

nefnilega | 7. júl. '11, kl: 20:26:05 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ertu búin að hringja eða senda tölvupóst?

Helgust | 7. júl. '11, kl: 20:27:00 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Sendu þeim mail, best að hafa allt skriflegt.

Helgust | 7. júl. '11, kl: 20:25:21 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Einmitt, þessvegna skil ég ekki afhverju leigjendur leyfa sér að draga greiðslur í 2-3 daga og jafnvel lengur án þess að ræða slíkt við leigusala. Það Á að borga leigu á þeim degi sem tilgreindur er í leigusamningi, verði töf þar á af einhverjum orsökum finnst mér eðlilegt að ræða við leigusala.

fálkaorðan | 7. júl. '11, kl: 20:27:48 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Fólk sem er að standa í því að leigaj út eignir ætti nú að hafa lágmark mánuð upp á að hlaupa.

Það er ekki hægt að fara í hart fyrr en 15 dögum eftir eindaga og það er alveg eðlilegt að eitthvað geti komið uppá hjá öllum.

http://i.imgur.com/mVrNx4L.jpg

Helgust | 7. júl. '11, kl: 20:31:41 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ha? Á ég sem leigusali að sætta mig við að fá ekki leigu greidda fyrr en mánuði of seint?
Pointið hjá mér er að það getur alltaf eitthvað komið uppá, og þá er sjálfsögð kurteisi að láta leigusala vita.

fálkaorðan | 7. júl. '11, kl: 20:40:57 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Já þú sem leigusali verður að vera undir það búin að eitthvað komi uppá hjá leigjanda og hann geti ekki greitt leiguna á umsömdum tíma.

Þú átt að sjálfsögðu að fá dráttarvexti í staðinn.

Þetta eru svokölluð viðskipti.

Að sama skapi á leigjandi líka að eiga fyrir leigunni komi eitthvða uppá, þetta er ekki einstefna.

http://i.imgur.com/mVrNx4L.jpg

bfsig | 5. okt. '20, kl: 21:15:08 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Leigusali ber ekki ábyrgð á leigjanda. Ef hann getur ekki borgað fyrsta þá getur hann ekki borgað seinna í mánuðinu. Fyrst borgar þú mat, svo borgar þú húsaskjól, annað mætir afgangi.... Auðvitað þýðir það ekki að það sé ekki hægt að sýna liðleika og skilning, en nálgun þín, eins og þetta sé bara sjálfsagt og eðlilegt er furðulegt..... Ég myndi losa mig við leigjanda sem væri með slíkt viðmót.

globalpasta | 5. okt. '20, kl: 21:43:12 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þú hefur rétt til að segja upp leigjanda. Mæli með að gera það formlega með uppsagnarbréfi, þá ertu með það nokkuð skýrt á pappír. En ekki vera troða þér inn á bekk hjá fólki með til að finna að þú hafir smá völd í lífinu.

bfsig | 5. okt. '20, kl: 23:32:29 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

?

Eitursnjöll | 7. júl. '11, kl: 20:28:59 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Eg var ekki að spyrja um þetta. Eg er að velta fyrir mér hvað má leigusali ganga langt í svona samskiptum. Segjum sem svo að þú borgir ekki umsamda upphæð inná yfirdráttinn þinn, finndist þér eðlilegt að þjónustufulltrúinn myndi banka uppá hjá þér kl hálf 7 og rukka þig?

kristals sápa | 7. júl. '11, kl: 20:29:56 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ok, þá ert þú sem sagt leigjandinn sem skuldar.

Eitursnjöll | 7. júl. '11, kl: 20:31:52 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Nei eg er sá sem er að leigja út. Fólk er hinsvegar að furða sig á því að eg skuli ekki bara banka uppá hjá fólkinu og rukka það. Það eru liðnir 7 dagar framyfir og eg held að svoleiðis sé ekki eðlilegt.

globalpasta | 5. okt. '20, kl: 19:04:34 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Til hvers að banka? Þetta er lögfræðimál ef leigjandi er ekki að standa við sinn hluta samningsins (og það gildir um óformlega samninga líka sem eru ekki á blaði). Þú einfaldlega krefur hann um leiguna með fjarskiptatækni eins og síma og skilaboðum, og segir honum upp ef ekki næst í hann. Það geriru með því að skrifa formlegt uppsagnarbréf. Þú ferð ekkert að banka inn á fólk, það gerir bara gamlir kotbóndar sem troða sér inn á koju hjá fólki og nauðga.

fálkaorðan | 7. júl. '11, kl: 20:30:31 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Nei. Það er ekki eðlilegt að mæta svona heim til fólks.

En það er eðlilegt að fara fram á greiðslu.

http://i.imgur.com/mVrNx4L.jpg

Eitursnjöll | 7. júl. '11, kl: 20:33:04 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Takk, loksins kom svar við mínum pælingum.

Helgust | 7. júl. '11, kl: 20:33:09 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Mér finnst það gróft já. En ég veit heldur ekki hvað hefur gengið á þar á undan. Er þetta endurtekin hegðun hjá leigjanda eða tilfallandi?

globalpasta | 5. okt. '20, kl: 19:06:48 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég hef tvisvar lent í að leigusali banki, einn opnaði bara inn á mig. Það er ekkert smá óþægilegt! Það getur alltaf eitthvað komið upp á og símtal hefði dugað. Þetta er gert til þess að hífa sig upp í valdatilfinningu, að grípa svona tækifæri að banka eða opna inn til fólks.

alboa | 7. júl. '11, kl: 20:27:38 | Svara | Er.is | 0

Að mínu mati væri nú kurteisara og skemmtilegra upp á framhaldið að hringja fyrst og spyrja út í leiguna. Er það ekki þannig að leigusali verði alltaf að boða komu sína hvort eð er, megi ekki bara birtast óboðaður?

kv. alboa

habe | 7. júl. '11, kl: 21:10:21 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Leigusali má auðvitað, eins og allir aðrir banka upp á. Hins vegar hefur leigusali ekki rétt á að koma inn í leiguhúsnæðið nema með samþykki leigjanda. Leigjandi er ekki skyldugur til að hleipa leigusalanum inn, nema að leigusalinn hafi gert boð á undan sér, með lögformlegum fyrirvara.
Kveðja habe.

þreytta | 7. júl. '11, kl: 20:45:27 | Svara | Er.is | 0

Minn hefur hringt í til að minna mig á, mér fannst það í fínu lagi og þakkaði honum fyrir. Hefði svo sem verið sama þó svo hann mætti á tröppurnar hjá mér.

The island | 7. júl. '11, kl: 21:08:08 | Svara | Er.is | 0

Ég er bæði leigusali og leigjandi. Það er því miður frekar oft þar sem við þurfum að minna á leiguna hjá okkar leigjanda, sendum bara sms og það hefur komið inn. Ertu búin að prófa það? Ef að ekkert gerist, og þú er búin að prófa sms, hringja og tölvupóst þá myndi ég banka upp á.

globalpasta | 5. okt. '20, kl: 19:10:41 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þetta er mjög skynsamleg og rökleg röðun hjá þér. 1) SMS 2) Tölvupóstur og ég myndi segja 3) Formleg krafa á blaði fyrir lögfestingu ef skyldi þurfa brottvísa leigjanda 4) Banka upp á og láta vita að formleg krafa hafi verið send og að brottvísun muni eiga sér stað ef leigjandi mætir ekki lögbundnum kröfum.

tlaicegutti | 20. okt. '20, kl: 21:31:16 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Svara 9 ára gamall þráð humm

D e a | 7. júl. '11, kl: 21:11:33 | Svara | Er.is | 0

Ég veit ekki alveg af hverju þú ættir að mæta á staðinn. Gerirðu ráð fyrir að þau séu með leiguna tilbúna í reiðufé og geti rétt þér þegar þú mætir?

Persónulega myndi ég bara senda þeim bréf, með hótun um riftun ef þau borga ekki.

globalpasta | 5. okt. '20, kl: 19:21:39 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

1) SMS 2) Tölvupóstur og símtal 3) Formleg krafa í bréfi 4) Hafa uppsagnarbréf tilbúð vegna rofs á samningi 5) Banka upp á og afhenda uppsagnarbréfið ef sáttir nást ekki.

Það að banka án þess að hafa neitt samband fyrst er náttúrulega bara ónæði. Leigusali er starf, og lítið mál að hafa formlegar kröfur og uppsagnarbréf tilbúin í tölvuskjali þegar þess þarf í starfsferlinu.

Yxna belja | 7. júl. '11, kl: 21:11:56 | Svara | Er.is | 0

Mér finnst það ekki beint dónalegt en það væri ekki aðferð sem ég myndi nota á þessum tímapunkti (nokkrum dögum eftir eindaga). Frekar hringja eða senda tölvupóst.

_____________________________________
Varúð yxna feminísk belja á ferð

fedmule | 7. júl. '11, kl: 22:18:25 | Svara | Er.is | 0

Ég er leigusali og er með góða leigjendur núna sem borga oftast á réttum tíma en aldrei seinna en 3. hvers mánaðar og þá fæ ég ástæðu fyrir því og er látin vita hvers vegna var seinkun. En eftir 3 daga mundi ég senda sms eða email ekki spurning. Hafa allt skriflegt. Eða hafa manneskju með mér þegar ég bankaði upp á.

-----------------------------------------------------------------
If it can go wrong, it will. - Murphy´s law

Ágúst prins | 7. júl. '11, kl: 22:28:48 | Svara | Er.is | 0

hefur leigan alltaf komið inn 1 hvers mánaðar?
er það sett í samninginn, að hún skuli koma alltaf 1. í hverjum mánuði?
mér finnst þettað frekar harkalegar aðferðir að banka uppá bara og rukka.
þegar ég var að leigja á almennum markaði, þá var engin trygging eða neitt, og var bara ákvæði ef ég væri ekki búin að borga 20. mánaðarins, þá færi ég ut...
en ég hafið 1-5 alltaf til að borga, ekki allltaf bara 1.

bfsig | 5. okt. '20, kl: 21:18:08 | Svara | Er.is | 0

Sendir sms deginum eftir eindaga og minnir á leiguna. Hringir tveimur dögum síðar, myndi ég telja eðlilegt. (Eða bankar upp á)

naira456 | 20. okt. '20, kl: 11:08:08 | Svara | Er.is | 0

nice and informative

naira456 | 20. okt. '20, kl: 11:08:40 | Svara | Er.is | 0

https://www.fieldengineer.com

Fyrirsögn Nafn Dagur Uppfært
Parketleggja 70 fm Norðlenska mærin 18.3.2024
Estrategias para mejorar tu fluidez conversacional con ChatGPT en español ErnestaHelga 18.3.2024
There are benefits to using a biweekly timesheet calculator pixehaw958 18.3.2024
Rauða serían djabbar 10.6.2014 17.3.2024 | 23:45
Vindmyllu framtíð íslands Zjonni71 5.3.2024 17.3.2024 | 23:24
Gifurleg fjölgun erlendra afrotamanna í glæpum hérlendis ! _Svartbakur 18.6.2023 17.3.2024 | 21:12
Klósett tennisolnbogi 30.7.2014 17.3.2024 | 11:21
Harmlrkur á Suðurnesjum selur hús ofan af öryrkja fyri brot af verðmæti. _Svartbakur 28.6.2023 17.3.2024 | 10:54
Veit einhver - twentyfiveyears 1.3.2024 16.3.2024 | 14:36
Rafskútur flytja álíka marga farþega og Strætó en menga sennilega 1 þúsundasta á við Strætót jaðraka 16.6.2023 16.3.2024 | 12:12
Kjop.is inanna 13.6.2023 16.3.2024 | 10:56
Lagið í Nova auglýsingunni... Alison 14.3.2012 15.3.2024 | 22:41
Nýr forseti Íslands ? Hver verður hann eða hún ? jaðraka 14.3.2024 14.3.2024 | 19:56
Hvar finn ég Fljótandi Lesitín eða duft? Brekster 14.3.2024
Barnabækur alltafmamman 13.3.2024 14.3.2024 | 04:15
leit af vinnu :o) Emmapigen 7.11.2005 12.3.2024 | 15:01
Leigubílafyrirtæki Stefan F 27.2.2014 12.3.2024 | 13:06
Nýtt fjórflokka mynstur jaðraka 10.3.2024 11.3.2024 | 19:57
óska eftir stundirnar með gunna og felix á dvd Selströlm200 10.3.2024
Palestínumaður ekki með Íslenskt ríkisfang krefst þess að verða framlag Íslands í Erovision jaðraka 4.3.2024 10.3.2024 | 14:51
FRÍ EINKAþJÁlFUN! Gróðurinn 9.3.2024
Er ríkissjóður að borga flutninga flug og annað fyrir ættingja hælisleitenda til Íslands ? jaðraka 13.2.2024 9.3.2024 | 18:09
vélindakrampi heida4 21.11.2008 9.3.2024 | 14:04
jaðraka & _svartbakur JonThor1234 9.2.2024 8.3.2024 | 23:30
Wolt dvdrom 20.1.2024 8.3.2024 | 23:29
Leiguverð b82 5.2.2024 8.3.2024 | 23:21
LEITA AF SJÓNVARPSSERÍU marf 28.6.2023 7.3.2024 | 10:36
Facebook 12strengja 5.3.2024 7.3.2024 | 03:34
Putin verðu vart á lífi þessi jól. _Svartbakur 19.11.2022 6.3.2024 | 02:33
Hollur skyndibiti úr krónunni eða Bónus xflexx 27.2.2024 5.3.2024 | 21:19
Omeprazole isaac 4.3.2024
Abilify KuTTer 16.7.2010 4.3.2024 | 03:03
Vita konur hvad Femdom er. Bland1975 22.11.2020 3.3.2024 | 18:29
Kavenpenin olzo1951 2.3.2024
Palestinumenn í Gasa og Hamas er það ekki hið sama ? jaðraka 29.2.2024 29.2.2024 | 16:13
Háls- nef og eyrnalæknir Hilda á Hóli 28.2.2024
Snyrtistofa mjòdd Ròs 28.2.2024
Er haegt ad eyda Helloyou 28.2.2024
Prufa Helloyou 28.2.2024
Virkar skráning á hugi.is? Dögun Ermine 27.2.2024
Sjónin komaso 28.10.2008 27.2.2024 | 19:52
Pappakassar fyrir flutninga marulla 27.2.2024
Brunasár Catalyst 27.10.2011 27.2.2024 | 12:05
Skyldmenni böbblí 20.1.2005 27.2.2024 | 04:43
helsta verslun fyrir verkfæri í USA Felgulykill 30.12.2010 26.2.2024 | 09:38
Herinn !? officerdick 20.9.2010 24.2.2024 | 20:45
The main source of entertainment! Annarose1 23.2.2024 24.2.2024 | 18:16
The Desert Flower Tipzy 5.4.2010 23.2.2024 | 10:33
Hvaða skemmtistaða saknið þið? (0-99 ára) Golda Meir 13.8.2006 22.2.2024 | 17:14
Hvar get ég fengið frítt fiskinet? Isabella2690 13.2.2024 21.2.2024 | 03:28
Síða 1 af 45819 síðum
 

Umræðustjórar: tinnzy123, Bland.is, Kristler, annarut123, Paul O'Brien, paulobrien, Guddie, Hr Tölva