Leigusali með lykla og skipting á sílender

Notaðar Gæðavörur | 25. apr. '19, kl: 13:46:38 | 563 | Svara | Er.is | 0

Ég veit að það eru aðrir þræðir hér inni um þessi mál, en þó þeir séu oft langir og með stórar umræður er ég engu nær og vill komast til botns í þessu. Greinilegt er að sumu fólki finnst eðlilegt að leigusali haldi aukalyklum af leiguhúsnæði í sinni vörslu, á meðan aðrir eru ósammála. Ég finn ekkert um þetta í húsnæðislögum, nema um aðgöngurétt leigusala. Ekkert virðist talað um lyklavöld, þó hljóma lögin eins og leigutaki megi skipta um sílender með vitneskju leigusala. Af öllum mínum árum á leigumarkaði hef ég persónulega aldrei lent í því að leigusali geymi aukaeintök af lyklum hjá sér, og hreint út sagt finnst mér það virkilega óþæginlegt. Lendi ég í veseni ef ég skipti um sílender? Hefur eitthver reynslu af því eða eitthver með lagalegt vit sem getur svarað þessu? Hvað segja lögin eiginlega um lyklavöld leiguhúsnæðis? Takk og gleðilegt sumar! :)

 

ert | 25. apr. '19, kl: 14:54:18 | Svara | Er.is | 0

Það að eigandi húsnæðis megi ekki hafa í eigu sinni lykla að húsnæðinu hljómar verulegu lega furðulega. Ég myndi telja að það gæti verið brot á eignarréttarákvæði stjórnarskrárinnar. Eigandi verður að geta varið eign sína. Ef leigjandi er á ferðalagi og það fer að leka þá hlýtur eigandinn að hafa rétt til að fara inn í íbúðina og það væri fáránlegt að eigandi þyrfti að kalla til lásasmið í slíku tilfelli. Hitt er svo annað mál að eigandi getur ekki vaðið inn á leigjanda af því bara.

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

Kingsgard | 25. apr. '19, kl: 15:19:52 | Svara | Er.is | 0

Eigandi leiguíbúðar hefur enga heimild að fara inní íbúð sem er í leigu, held að dómsúrkurð þurfi til. Hvað hefur þá leigusali með lykla að gera og því skildi leigutaka ekki vera heimilt að skipta um sílender ?
Ég myndi bara skipta um sílender og hafa ekki nein orð um það við einn eða neinn. Heimili er friðhelgt gegn óviðkomandi aðgengi, hvort sem um eignar eða leiguíbúð er að ræða.
Ef leigusali nefnir þetta að fyrrabragði, ss að hann hafi uppgvötað sílendersskiptin, þá er ljóst að hann hafi reynt að opna dyr að heimili þínu sem er brot á friðhelgi heimili þíns.

Það má nefna að eitt sinn týndi ég lykli að íbúð sem ég leigði af leigufélagi og komst ekki inn. Hringdi í leigufélagið í von að lykla væri þar að finna en nei, engir lyklar geymdir hjá félaginu. Þar var mér bent á að fá lásasmið til að opna íbúðina og kaupa mér svo nýjan sílender með nýjum lyklum og passa þá betur !

ert | 25. apr. '19, kl: 15:58:15 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég held samt að neyðarréttur eigi við og að eiganda sé heimilt að vernd eign sína. Ef það kemur upp leki þegar leigjandi er erlendis þá er það ekki þannig að enginn megi gera neitt fyrr en leigjandinn kemur til baka eða gefur leyfi sitt. Það er munur á því að hafa lykla og fara inn í íbúð. Það er ekkert í lögum sem bannar leigusala að eiga lykla hins vegar er allt annað að fara inn í íbúð. Ég myndi ekki þora að skipta um sílender og meina þannig eiganda að fara inn í íbúð sína ef hann hefur lögmæta ástæðu til.

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

ert | 25. apr. '19, kl: 16:01:34 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Auk þess myndu sílenderskipti falla undir breytingar/endurbætur á húsnæði sem eru ekki heimilar án leyfis leigusala

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

Kingsgard | 25. apr. '19, kl: 16:30:17 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Neyðarréttur eiganda eins og þú nefnir kann að vera undanþeginn almennri umgengni og virkar frekar rökrétt.
Í lögum um leiguhúsnæði stendur :

VIII. kafli. Aðgangur leigusala að leigðu húsnæði.
41. gr.
Leigusali á rétt á aðgangi að hinu leigða húsnæði með hæfilegum fyrirvara og í samráði við leigjanda þannig að hvorki fari í bága við hagsmuni hans né leigjanda til að láta framkvæma úrbætur á hinu leigða og til eftirlits með ástandi þess og meðferð. Leigusala er þó aldrei heimill aðgangur að hinu leigða húsnæði þegar leigjandi eða umboðsmaður hans er ekki viðstaddur, nema að fengnu samþykki leigjanda.

Þetta er nokkuð sterkt og ákveðið.

enn fremur segir :

67. gr.
Hafi leigjandi skipt um læsingar í húsnæðinu ber honum að skila leigusala öllum lyklum að þeim án sérstaks endurgjalds.

Samkvæmt þessu virðist leigjanda heimilt að skipta um læsingar. Ósagt er hvort beri að tilkynna um þetta eða hvort það flokkist um breytingar eða endurbætur.

Að öllu jöfnu virðist leigutaka frjálst að skipta um skrá enda óeðlilegt að leigusali hafi aðgang að heimili leigutaka nema í samráði við leigutaka.
Neyðarástand er neyðarástand.

ert | 25. apr. '19, kl: 17:27:33 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já að sama skapi geri ég ráð fyrir að maður leigi bíl þá fái maður alla lykla að bílnum. Bíl er nefnilega einkarými fyrir því er frægur dómur hér á landi. Psst hvernig á leigusali að hafa aðgang að húsnæðinu ef leigutaki er ekki á staðnum en hefur gefið leyfi sitt ef hann er ekki með lykla og þarf t.d. Að sinna viðhaldi.Felur slíkt leyfi þá í sér leyfi til að brjóta upp hurðina? Hver ber þá þann klst

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

ert | 25. apr. '19, kl: 17:27:34 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já að sama skapi geri ég ráð fyrir að maður leigi bíl þá fái maður alla lykla að bílnum. Bíl er nefnilega einkarými fyrir því er frægur dómur hér á landi. Psst hvernig á leigusali að hafa aðgang að húsnæðinu ef leigutaki er ekki á staðnum en hefur gefið leyfi sitt ef hann er ekki með lykla og þarf t.d. Að sinna viðhaldi.Felur slíkt leyfi þá í sér leyfi til að brjóta upp hurðina? Hver ber þá þann klst

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

ert | 25. apr. '19, kl: 17:27:45 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Kostnað

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

ert | 25. apr. '19, kl: 17:36:18 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Á stúdentagörðum er bannað að skipta um læsingar. Væri leigjendum það heimilt samkvæmt lögum þá má leigusamningur ekki svipta fólk þann rétt sem það hefur að lögum. Þetta ákvæði er í samningi þar.

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

Kingsgard | 25. apr. '19, kl: 18:35:19 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Flókið, ekki satt ! Nærri óyfirstíganlegt !

spikkblue | 27. apr. '19, kl: 10:23:48 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Alveg hjartanlega sammála þessu. Svo má ekki gleyma því að þegar eitthvað ógæfufólk hefur hreiðrað um sig á fölskum forsendum og hættir að borga leigu, þá þarf leigusali að geta komist inn til að fjarlægja bæði fólkið ásamt því sem það hefur flutt inn með sér.

kaldbakur | 25. apr. '19, kl: 17:39:31 | Svara | Er.is | 0


Leiga á húsnæði er ekkert svo ólík leigu t.d. hotels til leigjanda eða gests. Auðvitað heldur hótelið eftir lyklum til að komast inní húsnæðið ef þörf er á eða leigusamningur geri ráð fyrir t.d. vegan þjónustu. Réttur eiganda er alveg klár en auðvitað þarf eigandi húsnæðis sem vill komast inní íbúð leigjanda að gæta varúðar banka eða láta vita af sér með öðrum hætti.
Þessi umræða virðist bara styrkja þessa neikvæðu umræðu til að gera eigendum húsnæðis óspennandi að leigja eign sína til þeirra sem þurfa húsnæði. Það er  mikill skortur á leiguhúsnæði og ef svona mál kvikna þá er þetta bara til að hækka leiguverð. 

Kingsgard | 25. apr. '19, kl: 18:46:56 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Leiga íbúðarhúsnæðis er gjörólíkt því að henda sér á í hótelherbergi á ferðum um heiminn. Réttur leigusala á aðgengi heimilis leigutaka skorðast við samkomulag beggja um hentugan tíma. Ekki nóg að banka á gluggann og vilja komast inn.

Þetta er hafið yfir hugleiðingar Kaldbaks á sumardaginn fyrsta. Þetta eru lög, samþykkt af alþingi.

ert | 25. apr. '19, kl: 19:25:17 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hvar í þessum lögum kemur fram að leigusala sé óheimilt að hafa aukalykla að húsnæði?

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

Kingsgard | 25. apr. '19, kl: 19:26:31 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hvergi, held ég.

ert | 25. apr. '19, kl: 19:30:39 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Aha og þá er það löglegt

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

Kingsgard | 25. apr. '19, kl: 19:33:05 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Örugglega. Hinsvegar gefur það engan rétt á aðgengi umfram það sem kemur fram í lögum.

ert | 25. apr. '19, kl: 20:13:19 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Enda hefur enginn haldið því fram.

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

Yxna belja | 25. apr. '19, kl: 17:50:09 | Svara | Er.is | 1

Nú er ég leigusali, leigi út 2 íbúðir. En jafnframt er ég sjálf leigutaki. Aldrei hefur nokkur leigjandi hjá mér spurt mig útí hvort ég haldi setti af lyklum (sem ég að sjálfsögðu geri, af öllum lyklum íbúðarinnar, t.d. sameign, geymslum, póstkassa, ruslakompu og svo frv.). Ég hef heldur aldrei spurt mína leigusala þessarar spurningar og alltaf gert ráð fyrir að þeir eigi sett. Sem hefur alveg komið sér vel. Lenti einu sinni í því að vera rænd og tapaði þar með lyklunum og leigusalinn kom og hleypti mér inn og lét gera auka lykla fyrir mig.

_____________________________________
Varúð yxna feminísk belja á ferð

Yxna belja | 25. apr. '19, kl: 17:50:21 | Svara | Er.is | 0

Nú er ég leigusali, leigi út 2 íbúðir. En jafnframt er ég sjálf leigutaki. Aldrei hefur nokkur leigjandi hjá mér spurt mig útí hvort ég haldi setti af lyklum (sem ég að sjálfsögðu geri, af öllum lyklum íbúðarinnar, t.d. sameign, geymslum, póstkassa, ruslakompu og svo frv.). Ég hef heldur aldrei spurt mína leigusala þessarar spurningar og alltaf gert ráð fyrir að þeir eigi sett. Sem hefur alveg komið sér vel. Lenti einu sinni í því að vera rænd og tapaði þar með lyklunum og leigusalinn kom og hleypti mér inn og lét gera auka lykla fyrir mig.

_____________________________________
Varúð yxna feminísk belja á ferð

kaldbakur | 25. apr. '19, kl: 17:52:40 | Svara | Er.is | 0

Ef leigjanda er auðvitað algjörlega óheimilt að skipta um sylender í útidyrahurð. Já leigjendum er yfirleitt óheimilt að breyta húsnæði án samþykkis leignada. Þetta segir sig auðvitað sjálft. 

Kingsgard | 25. apr. '19, kl: 19:48:31 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Í lögum um húsaleigu kemur fram að ef leigutaki skipti um skrá verði hann að skila öllum lyklum að skránni í lok leigutíma.
Samkvæmt þessu er leigutaka frjálst að skipta um sílender og ákveða hver hefur frjálsan aðgang að heimili sínu.

Þetta er óháð tilfinningum áhugafólks um réttindi leiguaðila sem og barnslegri réttlætiskennd þerra sem tjá sig um menn og málefni á bland.is

ert | 25. apr. '19, kl: 20:15:10 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ók ég leigi stúdentaíbúð og ég hef rétt samkvæmt lögum til að skipta um skrá. Af hverju getur leigusamningur svipt mig lagalegum rétti hver einasta leigjanda?

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

Kingsgard | 25. apr. '19, kl: 21:10:35 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Í lögum um húsaleigu gilda sérákvæði um húsnæði sem ekki eru leigð í hagnaðarskyni af félagasamtökum af ýmsum toga ss. íþrótta,,,,,,ég reikna með að félagsbústaðir stúdenta falla undir þetta. Hægast fyrir þig að skoða þetta sjálf og hreinsa allan vafa.

ert | 25. apr. '19, kl: 21:16:06 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Málið er að ég finn ekki undanþágu frá þeirri meintu skyldu leigusala að afhenda alla lykla til leigutaka

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

Kingsgard | 25. apr. '19, kl: 21:17:43 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Með fullri virðingu ; af hverju ertu að segja mér það ?

ert | 25. apr. '19, kl: 21:42:36 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Af því að þú sagðir mér að leita þarna að þessu. Hvar stendur í lögum að leigusali megi ekki halda eftir lyklum?

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

Kingsgard | 25. apr. '19, kl: 21:48:21 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Þetta hef ég reyndar ekki sagt þér en mundu að þolinmæði er dyggð og ég er viss um að þér er betur borgið á eigin vegum í stað þess að styðjast við mig á vegferð þinni um ævintýralönd.

ert | 25. apr. '19, kl: 21:50:58 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Aha

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

Kingsgard | 25. apr. '19, kl: 21:28:39 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það hryggir mig mjög að " leigusamningur geti svift þig lagalegum rétti hvers einasta leigjanda ".
Þú átt mína innilegustu hluttekningu.

ert | 25. apr. '19, kl: 21:45:25 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já þetta er skelfilegt að búa í stúdentaíbuð án mannréttinda.

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

Kingsgard | 25. apr. '19, kl: 21:53:50 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Jæja, fyrir unga og reynslulitla er þetta stökkpallur út í lífið. Ertu að nema söguskilning ?

ert | 25. apr. '19, kl: 22:03:56 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég er nú bara 19 ára í bókmenntafræði á öðru ári. Mér tókst að klára stúdentinn fyrr. Ég er utan af landi þannig að ég komst inn. Auðvitað vona ég að verða fullorðin og fà sama skilning og þú.

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

Kingsgard | 25. apr. '19, kl: 22:18:15 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já, vonum að það hafist. Þið unga fólkið hafa enga hugmynd um þá þrotlausu vinnu og ósérplægni sem liggur að baki því botnlausa dýpi skilnings sem ristir okkur heldri borgaranna rúnum, í bak og fyrir. Nei unga stúlka þú átt langa og björgum grýtta leið framundan.

ert | 25. apr. '19, kl: 22:05:03 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Finnst þér að ég ætti að skipta um sílender úr því að lögin segja að ég megi það?

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

Kingsgard | 25. apr. '19, kl: 22:10:56 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það er enginn maður með mönnum nema hann skipti sem óðast um sílender og frekar um tvo en einn. En þú ert kannski ekki maður með mönnum, er það nokkuð ?

ert | 25. apr. '19, kl: 22:14:57 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Nei ég er bara stelpa og þess vegna ekki maður með mönnum. Á ég þá bæði að skipta um sílender á hurðinni á íbúðinni hjá mér og aðal hurðinni sem allir labba um? Á ég að gera það sjálf eða er þetta verk fyrir karlmann?

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

Kingsgard | 25. apr. '19, kl: 22:22:22 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þú verður að fá mann í þetta, eins og þið konurnar orða það. Konur ráða ekki við svona, þetta er tveggja manna verk í marga klukkutíma. Framsóknarmaður gæti þó skilað þessu á 9 tímum.

ert | 25. apr. '19, kl: 22:25:19 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Gætir þú tekið þetta að þér?

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

Kingsgard | 25. apr. '19, kl: 22:34:52 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þótt allur vilji sé til staðr þá er ekki sömu sögu að segja um getuna. Bakið er bogið og löppin lætr ekki að fullri stjórn. Ef ég væri td. orðn þó ekki væri nema fimmtugr ja, þá væri ég þinn maðr. En sligaðr af þvagsýrugikt og nýrnahettusótt svo fátt eitt sé nefnt,,þykr það leitt. Fáðu framsóknarmann í þetta, þeir geta allt og nokk betr

ert | 25. apr. '19, kl: 22:37:17 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

En ertu þà minni maður en ég fyrst þú getur þetta ekki?

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

Kingsgard | 25. apr. '19, kl: 22:38:56 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já en möhöhö,,þú ert ekki maðr.

ert | 25. apr. '19, kl: 22:42:20 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Nú er ég er api eða hundur?

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

Kingsgard | 25. apr. '19, kl: 22:46:21 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það verðuru að ákveða sjálf vænan. Jæja nú er hjúkrunarkonan komin að gefa mér svefnlyfin og setja í mig nýjan legg.
Það þarf að ákveða snemma á ævinni hvað maður er og verður. Einum við að hittast hér aftur á morgun ?

ert | 25. apr. '19, kl: 22:49:31 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það að ef þú svæfir hjá mér má værirðu dýraníðingur. Ég vina þín vegna þú sért frekar hommi en dýraníðingur.

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

Kingsgard | 25. apr. '19, kl: 22:53:35 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það er gott að heyra að þú hafir þegar ákveðið þig, svona ung og greind á meðan ég stend enþá á annari löppinni á krossgötum. Ertu í íslensku í háskólanum ?

ert | 25. apr. '19, kl: 22:57:40 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Bókmenntafræði? Ertu búin að vera í hins segin heiminum lengi?

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

Kingsgard | 25. apr. '19, kl: 23:07:30 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þekki ekkert annað. Þú þekkir þá vin minn Björnebo ?

 
ert | 25. apr. '19, kl: 23:12:09 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Nei en ég er að skrifa ritgerð um stráka sem voru ástandinu? Varstu einhvern tímann búinn að segja Þorvaldi frá æsku þinni?

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

Kingsgard | 25. apr. '19, kl: 23:16:03 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Lest bókmenntafræði og þekkir ekki fermingarbróðir minn Jens Björneboe. Þú ættir að þekkja mig sem fánabera stráka í allskonar ástandi.
Hann Valdi !!!

ert | 25. apr. '19, kl: 23:20:33 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Má ég koma og taka viðtal við þig um hvernig það er um fermingaraldur og selja sig?

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

Kingsgard | 25. apr. '19, kl: 23:25:48 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Nei, segðu mér það bara hérna. Varstu ekki fermd ?

ert | 25. apr. '19, kl: 23:32:38 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Nei en hvernig var það með þig og dátana. Gerðirðu allt eða bara sumt?

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

Kingsgard | 25. apr. '19, kl: 23:40:02 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þú lýkur upp innri manni nærri miðnætti full af fróðleiksfýsn = einhleyp og einmanna. Ef við hefðum bara kynnst fyrr, á meðan ég var á lífi. Jú, kannski ég þyggi þoð þitt að þú komir. Átt skilaboð !!!

ert | 25. apr. '19, kl: 23:43:32 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Jæja góða nótt kaldbakur

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

Kingsgard | 25. apr. '19, kl: 23:44:51 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Góða nótt, mín kæra.

bfsig | 26. apr. '19, kl: 10:40:59 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Takk bæði tvö, þetta skemmti. Ert, þú verður svo að fara að ákveða þig hvort að konur séu menn eða ekki. Getur ekki bæði slegið karlmenn fyrir að nota "menn" og gert þeim upp meiningu að nota það yfir "karlmenn", en skamma þá í sömu umræðu fyrir að kalla þig ekki mann, hvort þú sért þá dýr. Þetta er feminarzizmi sem borgar sig að hrista af sér.

ert | 26. apr. '19, kl: 11:56:57 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þú veist vonandi að orð geta haft tvær merkingar sbr orðið á sem hefur mjög margar merkingar í íslensku. Annar var þessi umræða mín við kaldbak í gríni af því að hann fyrirlítur bæði konur og homma.

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

Kingsgard | 26. apr. '19, kl: 20:16:57 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Er eitthvað hæft í að þú sért vísvitandi að reyna splæsa mig við vin þinn Kaldbak ?
Sé svo má ég þá biðja þig að velja annað nikk af handahófi til að splæsa mig við, bara eitthvað annað.

bfsig | 26. apr. '19, kl: 21:34:01 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Held reyndar ekki að þetta sé Kaldbakur. Þessi er skemmtilegri í kjaftinum.

peppykornelius | 25. apr. '19, kl: 20:23:25 | Svara | Er.is | 0

Leigusali hefur rétt á að hafa aukasett af lyklum, og í mörgum tilfellum getur það komið sér afar vel, ef eitthvað kemur upp á. En að því sögðu, hefur hann ekki rétt á því að æða inn í leyfisleysi. Hann þarf að fá leyfi hjá þér, og það með einhverjum fyrirvara - ekki bara birtast hvenær sem er með þá kröfu að fá að komast inn í íbúðina sem þú ert að greiða leigu fyrir. Af hverju finnst þér óþægilegt að leigusalinn sé með lykla ? Er hann/hún einhver sem þér finnst þú ekki geta treyst ?

T.M.O | 25. apr. '19, kl: 20:42:25 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Geturðu bent á hvar í reglum kemur fram að leigusali hafi rétt á að hafa lykla? Það er ekkert við samband leigjanda og leigusala sem gengur út á að þú þurfir að treysta leigusalanum fyrir öllum þínum eigum

ert | 25. apr. '19, kl: 21:17:19 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Spurningin er allt bannað nema það sem er leyft að lögum eða er allt leyft nema það sem er bannað lögum.

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

T.M.O | 25. apr. '19, kl: 21:23:46 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Ef einhver hefur skilyrðislausann rétt á að hafa lykil þá hlýtur það að koma einhvers staðar fram. Ég hef verið leigusali með lykil en leigutakinn gæti hafa skipt um cylinder og aftur sett þann gamla þegar hann skilaði, ég reyndi aldrei að stinga honum í skránna, ég bara hringdi dyrabjöllunni og kom aftur ef enginn var heima.

ert | 25. apr. '19, kl: 21:44:18 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Nei. Ef ég hef skilyrðislausan rétt til að kúka í mitt klósett þá þarf ekki að taka það fram í lögum.

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

Kingsgard | 25. apr. '19, kl: 21:16:11 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ekki viss hvort þú ert að svara / spyrja mig.
En öllum finnst hitt og þetta, hafa sterkar skoðanir og treysta eða tortryggja utan sjóndeildarhrings síns en það hefur ekkert með lög um húsaleigu að gera.

seniorcash | 25. apr. '19, kl: 23:05:17 | Svara | Er.is | 2

Ég er leigusali, sé enga ástæðu til að halda eftir lyklum að húsnæðinu.

Ef að allir lyklar tapast að þá bora ég bara út lásinn og skipti um hann á kostnað leigjenda.

Ef ég þarf að komast inn geri ég það í samráði við leigjendur

Ef að það kemur upp neyðartilfelli fer ég inn í samráði við leigjendur

Leigusali á engan rétt á að geta komist inní húsnæðið

Skiptu um sílender og geymdu gamla.

Notaðar Gæðavörur | 25. apr. '19, kl: 23:11:15 | Svara | Er.is | 0

Vá hvílík svör! Þær upplýsingar sem ég skildi úr þessum þræði eru að leigusali má ekki ganga inn á heimili í útleigu án samþykkis leigusala. Þetta vissi ég reyndar og er líka nokkuð viss um að honum sé skylt til þess að gefa eitthverja daga í fyrirvara, eins og ég las hér. Einnig tók ég úr þessu að engin lög segja til um hvort leigusala sé heimilt að hafa aukalykil til geymslu svo ég veit enn ekki hvað er til ráða. Svo að ég svari þér peppykornelius, ég er nýlega fluttur og finnst eins og núverandi leigusali fylgist með mér og vinafólki sem ég býð yfir. Strax eru ásakannir um fíkniefnanotkun þó ég sé edrú til margra ára, og byggist grunur hans á lélegum rökum. Ég vinn langa vinnudaga og óttast að hann hleypi sér inn til þess að “athuga” þessa kenningu sína. Hef ekkert að fela, en finnst nú eðlilegt að vilja ekki óumbeðinn manngang heima hjá mér.

Notaðar Gæðavörur | 25. apr. '19, kl: 23:20:36 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Samt er ég hræddur um að ef ég skipti um sílender fari hann fram á það að ég flytji út. Gæti fundist það grunsamlegt á þessum forsendum. Veit að það er ekki endilega líklegt að hann komist að sílender-skiptunum, þó veit maður aldrei hvað getur gerst. ...að skipta eða ekki skipta. Það er enn spurning. Langar að þakka svarendum fyrir sín ummæli. Ekki sjálfsagt að fólk taki tíma af sínum degi til þess að svara spurningum á internetinu.

Kingsgard | 25. apr. '19, kl: 23:27:37 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Getur sett upp myndavél. Þú mátt mynda að vild heima hjá þér.

Kingsgard | 25. apr. '19, kl: 23:20:38 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hunsaðu þvæluna hér og kannaðu málið. Ég myndi ekki hika við að skipta um sílender.
Kannaðu stöðuna hér : https://1819.is/samtok-leigjenda-a-islandi--leigjendasamtokin

Notaðar Gæðavörur | 25. apr. '19, kl: 23:27:26 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Fyrsta hugsun mín var að hringja í leigandasamtökin, en hvorki þau né neytendasamtökin virðast starfa á sumardaginn fyrsta. Allavega svaraði enginn í allan dag. Hringi strax í fyrramálið, þegar opnar. Takk fyrir ábendinguna

ert | 25. apr. '19, kl: 23:53:07 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Settu upp heimaöryggiskerfi með myndavél sem sendir þér skilaboð ef það verður vart við við einhvern.

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

Kingsgard | 26. apr. '19, kl: 00:00:16 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þvílík snilldarhugmynd !!

minny999 | 25. apr. '19, kl: 23:39:46 | Svara | Er.is | 0

Ertu viss um að leigusali hafi aldrei geymt aukaeintök af lyklum hjá sér í íbúð sem þú tekur á leigu? Það kæmi mér verulega á óvart. En leigutaki má að sjálfsögðu ekki skipta um læsingu (eða á annan hátt breyta húsnæðinu) nema með samþykki leigusala, sbr. 28. gr. húsaleigulaga:

28. gr.
Leigjanda er óheimilt að framkvæma breytingar eða endurbætur á hinu leigða húsnæði eða búnaði þess, nema að fengnu samþykki leigusala og gerðu [skriflegu] 1) samkomulagi um skiptingu kostnaðar og hvernig með skuli fara að leigutíma loknum. … 1)
[Skriflegt samþykki leigusala skal jafnframt liggja fyrir áður en leigjandi setur upp fastar innréttingar eða annað þess háttar fylgifé. Hið sama á við hyggist leigjandi skipta um læsingar í húsnæðinu.] 1)

BjarnarFen | 26. apr. '19, kl: 06:14:02 | Svara | Er.is | 0

Skiptu bara um sílender. Þitt heimili varið með lögum um heimilið sem trompa eignarréttinn. Þú veist ekkert hvaða fyrrum leigjandi er með lykil að íbúðinni. Þú berð þínar skyldur til að verja heimilið þitt. Prófaðu bara að tala við tryggingarfélag og spurja hvort þau tryggi þig ef þú veist ekki hver er með lykil að íbúðinni.
Ef leigusali fer að biðja um lykil, segðu þá bara að tryggingarfélagið þitt vilji ekki að hann hafi lykil. Það er ekkert hægt að þræta gegn því.

Ég hef í 100% tilfella skipt um Sílender þar sem ég hef leigt og í það skipti sem leigusali vildi fá auka lykil sagði ég bara nei. Var sá einstakalingur sá alversti leigusali sem ég hef haft, vildi sífellt reyna að hækka leigu eða rukka mig um eitthvað sem ég átti ekki að borga fyrir.

Losaðu þig við heimtufrekt fólk út úr lífinu þínu. Það fólk mun bara vilja taka frá þér og gefur aldrei neitt til baka.

bfsig | 26. apr. '19, kl: 10:45:15 | Svara | Er.is | 3

Er nú ekki best að reyna að vera pínu líbó á því, hvort sem fólk er leigusali eða leigjandi. Ef annar hvor aðilinn væri jafn erfiður og ég skynja flesta hér þá myndi ég leita mér að öðru leiguhúsnæði sem leigjandi eða losa mig við leigjandan sem leigusali. Óþarfi að búa til vesen út af engu.

kaldbakur | 26. apr. '19, kl: 21:14:41 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já tek undir þetta. 
Auðvitað losar leigusalinn sig sem fyrst við svona leigjanda og leigjandinn vill eflaust ekki vera hjá þessum leigusala. 
Best að rifta sem fyrst samningi. 

askjaingva | 30. apr. '19, kl: 01:49:21 | Svara | Er.is | 0

Þetta er inn á leigjendaaðstoðinni "Leigjanda er óheimilt að framkvæma breytingar eða endurbætur á hinu leigða húsnæði eða búnaði þess, nema að fengnu samþykki leigusala og gerðu skriflegu samkomulagi um skiptingu kostnaðar og hvernig með skuli fara að leigutíma loknum. Skriflegt samþykki leigusala skal jafnframt liggja fyrir áður en leigjandi setur upp fastar innréttingar eða annað þess háttar fylgifé. Hið sama á við hyggist leigjandi skipta um læsingar á húsnæðinu."

Fyrirsögn Nafn Dagur Uppfært
Hjálp vanjtar pípara núna prompto! Butcer 14.10.2023
Hvað heita vinsæl vikublöð um land allt... EstHer 7.2.2008 13.10.2023 | 21:23
Svart gegnsætt plast Inngangur 13.10.2023
barnateppi hvað stórt? fragola 14.11.2011 13.10.2023 | 07:15
Föstudaginn 13 boðar hamas alþjóðlegan jihad dag Eagleson 12.10.2023
Turnitin jak 3 12.9.2023 11.10.2023 | 22:14
Loan. Lukaski 13.9.2023 11.10.2023 | 15:32
Ungbarnasængurver 80x100 ellefan11 10.10.2023 10.10.2023 | 10:24
Nursing Papers LidiyaMartin 23.3.2023 10.10.2023 | 08:16
Hvernig gerir maður danskt Ö á íslenskt lyklaborð heimasalan 7.4.2009 9.10.2023 | 18:12
Lím eftir flísar disskvis 8.10.2023 9.10.2023 | 12:55
Ávaxtaflugur icyspicy 20.8.2010 9.10.2023 | 08:17
Moka út rafbílum - "aprilgabb" - engin gjaldskrárbreyting um áramót :) jaðraka 6.10.2023 6.10.2023 | 06:47
Opna comment í umræðum? GuardianAngel 4.4.2011 5.10.2023 | 02:09
Fjárhagsaðstoð Félagsþjónustan bergma70 4.10.2023
Húðlæknir? Dísar 22.9.2023 4.10.2023 | 18:24
Ódýrt Dekkjaverkstæði mæli með (Autostart) Kriause73 4.10.2023
versla í gegnum shop usa galdranornin 23.10.2005 2.10.2023 | 13:40
Langar að koma kærustunni á óvart Nonnabiti1 27.9.2023 1.10.2023 | 13:52
Maí bumbuhópur fyrir 2024 kaninustelpa 21.9.2023 29.9.2023 | 14:52
automatic reply? *vonin* 23.4.2014 29.9.2023 | 10:53
Rifbeinsbrot gróið og myndartaka? Hjartahrein 27.1.2012 29.9.2023 | 08:00
Rifbeinsbrot? pink martini 22.1.2010 29.9.2023 | 07:59
Aukatímar fyrir framhaldsskólanema túss 27.9.2023 28.9.2023 | 21:52
MEÐLAG AFTUR:) dov 3.5.2005 28.9.2023 | 21:32
Leit að þátttakendum í rannsókn um Hjallastefnuna dagbjortosp 26.9.2023
Tófúpressa Unnsa6 21.8.2023 26.9.2023 | 04:06
Kamína til sölu? Gefins? Erla Jóhannsdóttir 21.9.2023 26.9.2023 | 04:05
Kava Te spear 27.8.2023 26.9.2023 | 03:30
Að læra nudd koddinn 23.9.2023
Skipta gjaldeyri batomi 22.9.2023 22.9.2023 | 17:30
Vantar hjálp, Facebook+þýðing. Dsfaló 23.11.2012 22.9.2023 | 07:16
Einhverjir sem eru að panta reborn dúkku börn og mála? Vantar ráð 🙂 mánaskin 21.9.2023
Hundabit Virkar 9.4.2008 21.9.2023 | 09:44
Turnitin minnipokinn 1.6.2016 21.9.2023 | 09:41
Ættarmót. Hvar? Kazza 25.7.2020 20.9.2023 | 21:45
Sky áskrift hdfatboy 8.4.2023 20.9.2023 | 07:18
Thierry Mugler demantar 19.9.2023
Stílar Ormar 28.9.2004 19.9.2023 | 09:40
Rifbeinsbrot FMH91 3.2.2011 19.9.2023 | 06:43
Rifbeinsbrot LíNa LaNgSoKk 17.1.2006 19.9.2023 | 04:03
Gamalt ósungið dægurlag spilað á píanó Pedro Ebeling de Carvalho 29.10.2022 18.9.2023 | 23:31
Blóðflokkur mikkan 22.8.2015 18.9.2023 | 04:39
Borgarlínan vanhugsuð og óraunhæf. _Svartbakur 17.9.2023 17.9.2023 | 18:10
að flytja til Spánar seppalina 26.6.2023 17.9.2023 | 12:08
Beinverkir Gunsmoke 17.9.2023 17.9.2023 | 08:15
Lindarholsskýrslan birt og enginn hefur áhuga. jaðraka 16.9.2023 16.9.2023 | 17:43
Hengja upp þvott eða þurkara? amhj123 28.8.2023 16.9.2023 | 15:59
laga þak mariac 16.9.2023 16.9.2023 | 15:49
er með iphone sima kolmar 15.9.2023
Síða 7 af 47598 síðum
 

Umræðustjórar: Kristler, paulobrien, Guddie, Bland.is, annarut123, Hr Tölva, tinnzy123, Paul O'Brien