Léleg þjónusta hjá Skechers búðinni í Kringlunni

Arndisbr | 11. jún. '16, kl: 12:07:04 | 1141 | Svara | Er.is | -1

Ég er svo pirruð núna að ég varð bara að pósta þessu. Ég keypti skó í Skechers verslun í Danmörku síðasta sumar, en einhvern tímann í vetur losnaði memory foam innleggið í öðrum skónum en það er mjög óþæginlegt að hafa innleggið laust og það færist til og frá einhvern veginn þegar maður labbar. Ég fór með skóna til Skechers í Kringlunni og vonaði að þeir gætu lagað þetta eða gert eitthvað, en raunin var sú að þeir vildu bara ekkert gera, ekki einu sinni gefa mér smá afslátt af nýjum skóm. Bara vegna þess að skórnir voru keyptir í Skechers búð í Danmörku en ekki hér á landi. Svo segir afgreiðslustelpan að ef skórnir hefðu verið keyptir hér þá hefði ég líklega fengið nýja skó ókeypis ! frábært að heyra það... Ég meina, þetta er sama vörumerkið og þarna kom galli í ljós og það er bara ekkert hægt að gera því skórnir voru ekki keyptir í "réttri" verslun. Ég hefði kannski átt að ljúga og segja bara að skórnir væru keyptir hér og hefði þá kannski fengið almennilega þjónustu... Ætli þetta sé eitthvað sem hægt væri að fara með í neytendasamtökin eða eitthvert annað? Eða er ég kannski að gera of mikið mál úr þessu?

 

Petrís | 11. jún. '16, kl: 12:19:38 | Svara | Er.is | 33

Það eru ekki sömu aðilar að reka þessa verslanir er það? Svo rökrétt er að þú sækir þjónustu við skóna sme þú keyptir úti til verslunarinnar úti enda áttu ekkert tilkall til þessarar þjónustu hér þó merkið sé það sama

flal | 11. jún. '16, kl: 12:24:37 | Svara | Er.is | 26

Þú ert að misskilja hvernig heimurinn virkar. Búðin í Kringlunni getur ekki tekið ábyrgð á vöru sem þú keyptir í Danmörku.

Arndisbr | 11. jún. '16, kl: 12:34:33 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þetta er samt sama vörumerkið og sama framleiðslan. Svo mér hefði fundist allt í lagi að Skechers á Íslandi myndi sýna smá þjónustulund og bjóða þó ekki væri nema 5% afslátt...

ts | 11. jún. '16, kl: 13:18:22 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 14

galið að halda að þetta komi búðinni hér heima eitthvað við...  ekker frekar en þú hefðir keypt Nike skó í íþróttabúð úti, þá hefði íþróttabúðum hér heima ekkert komið það við þó eitthvað væri að skónum, ekki einu sinni heildsölunni !!


Skechers rekur ekkert þessar búðir, heldur eru bara aðilar sem fá leyfi til að selja merkið í hverju landi og þeir eru ekkert tengdir...

T.M.O | 11. jún. '16, kl: 15:06:12 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Talaðir þú við yfirmann?

Petrís | 11. jún. '16, kl: 15:42:31 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 8

Meiri heimtufrekjan

Briella | 12. jún. '16, kl: 20:23:49 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það virkar bara ekki svoleiðis. Þú ert að styðja erlenda verslun. Hafðu frekar samband við búðina sem þú keyptir þetta í, þetta er bara mjög algengt í verslunarbransanum og leiðinlegt að þú vissir ekki betur

Cheddar | 12. jún. '16, kl: 21:49:39 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

en sko búðin í Danmörku og búðin í Reykjavík eiga ekkert sameiginlegt nema möglega versla við sama byrgja. Þegar þú leitar að ábyrgð vegna galla þá á hún alltaf að sækjast í söluaðilann nema í einhverjum örfáum undantekningartilfellum. Þetta er einn af ókostum þess að versla erlendis, það getur verið erfitt að sækja ábyrgð.

krola90 | 11. jún. '16, kl: 12:29:29 | Svara | Er.is | 7

Af hverju ættirðu að fá afslátt af skóm hérna þegar þú keyptir þá í Danmörku? Svolítið eins og að ætlast til þess að fá fría viðgerð á síma sem þú keyptir í útlöndum. Settu bara teppalím undir innleggið og málið er dautt.

neutralist | 12. jún. '16, kl: 18:14:04 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þú færð reyndar viðgerð t.d. á iphone sem er keyptur erlendis, því það er alþjóðleg ábyrgð.

Splæs | 11. jún. '16, kl: 12:40:07 | Svara | Er.is | 2

Hefurðu ekki bara samband við verslunina í Danmörku sem þú keyptir skóna í?

daggz | 11. jún. '16, kl: 13:38:04 | Svara | Er.is | 13

Léleg þjónusta? Nei, engan veginn. Þú getur engan veginn ætlast til að búð sem þú keyptir ekki skóna í og tengist þar að auki ekkert versluninni sem fékk viðskiptin þín ábyrgist vöruna. Það er engin tenging nema þetta er sama merkið og þeir eru svo sannarlega ekki ábyrgir fyrir að þjónsuta og/eða gefa fríar vörur/afslátt af öllum vörum í þessu merki. Ef þú vilt þjónustu hér heima þá verslar þú hér heima. Ekkert flókið.

--------------------------------

JónínaBEN | 11. jún. '16, kl: 14:47:00 | Svara | Er.is | 2

Kauptu bara hjà þeim skó sömu týpu skiladu svo hinum og fàdu endugreitt.
Màlið dautt!

T.M.O | 11. jún. '16, kl: 15:05:29 | Svara | Er.is | 3

Þetta er ekki vond þjónusta og þú hefðir ekki komið með langt mál hingað ef verslunin hefði á sinn eigin kostnað skipt við þig bara til að vera næs. Eitthvað sem afgreiðslustúlkann hefur pottþétt ekkert leyfi til að gera.

wise | 11. jún. '16, kl: 16:52:53 | Svara | Er.is | 0

AAHAHAHAHA

Hasimausi | 11. jún. '16, kl: 20:16:23 | Svara | Er.is | 6

Þetta minnir mig á konuna sem eipsjittaði a mig fyrir mörgum árum þegar ég vann við að svara i síma. Hún var alveg brjáluð yfir því hvað þjónustan væri léleg og eg ömurlegur starfskraftur því eg gat ekki endurgreitt vöru sem hún keypti af einkafyrirtæki i smasölurekstri.

Ég vann by the way hjá opinberri stofnun sem kom ekki að smásölu. Ég m.a.s. fann birgjann fyrir hana sem þjonustaði fyrirtækið sem hun verslaði við sem bar abyrgð á vörunni og gaf henni simanumerið þar. Það tok ágætis vinnu og vesen að grafa það upp.

En hún var samt sem aður brjaluð yfir ÓLIÐLEGHEITUNUM þvi eg endurgreiddi henni ekki asap. Fyrir hlut sem enginn hja minni stofnun hafði nokkurn tíma meðhöndlað, selt eða borið nokkra abyrgð á. Hún endaði svo á þvi að kalla mig dóna.

Þú varst svona í dag.

Arndisbr | 12. jún. '16, kl: 00:04:13 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já ert þú sem sagt búin að gefa þér að ég hafi staðið þarna og gargað og kallað fólk öllum illum nöfnum? Það væri ágætt ef sumir hérna myndi slaka aðeins á dómhörkunni. Btw ég var ekki þarna í búðinni í dag, heldur fyrr í vikunni...

Hasimausi | 12. jún. '16, kl: 10:41:15 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Já en í gær nafngreindir og blammeraðir þú búðina á internetinu.

Hasimausi | 12. jún. '16, kl: 10:42:03 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það er verra. Það veit enginn nema ég og þess

Hasimausi | 12. jún. '16, kl: 10:44:32 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

...þessi kona hvað hún var vandræðalega mikið úti að skíta.

Þú ert að kúka á gólfið í miðri Smáralind og að reyna að skeina þér með búðinni sem "lenti i þér".

Mainstream | 11. jún. '16, kl: 22:42:09 | Svara | Er.is | 11

Hei ef einhver segir að þú sért kolbiluð skaltu ekki trúa því. Ég lenti í að vínbúðiin vildi ekki taka við pilsner sem ég keypti í Bónus en mig langaði í bjór og afslátt af hvítvíni.

SantanaSmythe | 13. jún. '16, kl: 00:54:47 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Í BLÖÐIN MEÐ ÞETTA!!

Guess who I'm dating? Wes Brody. He's super cute. He plays soccer with my sister. He's seven.

probook | 11. jún. '16, kl: 23:50:59 | Svara | Er.is | 3

Það er fullt af framleiðendum sem bjóða upp á alþjóðlega ábyrgð á vörum sínum. Ekki bara Apple. Skechers er risastórt bandarískt fyrirtæki þannig að það er ekki fráleitt að henni hafi dottið það í hug að búð sem heitir Skechers í Kringlunni hefði slíkan samning við Skechers. Jafnfamt er ekki fráleitt að búast við því að íslenska Skecher búðin hefði skósmiði sem gætu gert við skóinn hennar gegn greiðslu.

T.M.O | 12. jún. '16, kl: 00:00:15 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

það er ekkert að því að fara í verslunina og spyrja, það er aftur spurning hvort hún þurfi að koma hingað inn og drulla yfir fyrirtækið fyrir vonda þjónustu þegar hún fær ekki það sem hún vill

probook | 12. jún. '16, kl: 00:06:44 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Við vitum ekki hvað fór fram. Ef þú ætlar að opna búð sem heitir Skechers þá máttu búast við því að sumt fólk haldi að þú getir svarað fyrir Skechers vörumerkið.

saedis88 | 12. jún. '16, kl: 00:31:12 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 4

vissulega, en a fara svo á netið að blammera fyrirtækið og saka þa fyrir slæma þjónustu er bara beyond fáránlegt. Auðvitað í lagi að kanna það en þessi viðbrögð hennar eru ekki í takt við neitt eðlilegt.

T.M.O | 12. jún. '16, kl: 12:46:25 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 7

ég les bara það sem hún skrifar og gef mér ekkert annað. Hún fer í Skechers búðina í Kringlunni og spyr hvort þeir taki ábyrgð á Skechers skóm sem eru keyptir í Danmörku, hún talar um "afgreiðslustelpuna" og ég er tvívegis búin að spyrja hana hvort hún hafi talað við yfirmann í versluninni, hún svarar því ekki. Henni er sagt í búðinni að þeir geri það ekki, hún spyr hvort hún fái afslátt af öðrum skóm og fær svarið að það sé ekki í boði. Hún er búin að fá að vita að verslunin hérna svarar ekki fyrir vörumerkið. Það er alveg sama hvernig þetta fór fram í versluninni, hún velur að koma hérna inn og eipa út af vondri þjónustu í verslun sem er nafngreind og sagt hvar er, það er hún sem er algjörlega úti á túni, ekki verslunin.

tóin | 12. jún. '16, kl: 01:07:54 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Þetta eru ársgamlir skór sem áttu að redda henni afslætti af nýjum skóm vegna þess að innleggið í þeim losnaði í vetur - ég hef slitið skóm svo að þurfti að sóla þá á skemmri tíma en það

probook | 12. jún. '16, kl: 01:32:59 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þá vona ég að þú hafir farið fram á viðgerð eða endurgreiðslu á grundvelli ábyrgðar. En mikið af fólki hérna virðist halda að hugmyndin um alþjóðlega ábyrgð sé fráleit í prinsippinu og mitt innlegg snýr að því fólki.

tóin | 12. jún. '16, kl: 09:46:26 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

það er fráleitt að halda að skóframleiðandi beri ábyrgð á skóm sem búið er að slíta í öllum veðrum í heilt ár - algerlega fráleitt

SantanaSmythe | 12. jún. '16, kl: 00:03:06 | Svara | Er.is | 0

Finnst þetta vera pínu eins og að kaup t.d mc donald borgara í danmörku, keyra svo til Þýskalands og borða þar og fara svo á mc donald stað þar og kvarta

Guess who I'm dating? Wes Brody. He's super cute. He plays soccer with my sister. He's seven.

Tipzy | 12. jún. '16, kl: 13:08:44 | Svara | Er.is | 12

Starfsmenn Scetchers búðarinnar fær prik í hattinn frá mér fyrir að missa ekki kúlið við þig. Afhverju fórstu ekki bara í Hagkaup að kvarta og heimta afslátt, þeir selja líka Scetchers.

...................................................................

musamamma | 12. jún. '16, kl: 13:11:42 | Svara | Er.is | 8

Þvílík hneysa. Þú hefðir vitaskuld átt að fá skó á alla fjölskylduna í skaðabætur.


musamamma

musamamma | 12. jún. '16, kl: 13:13:01 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 10

Ég myndi hiklaust skrifa þetta inn á Góðu systur á Facebook. Þær gætu startað söfnun.


musamamma

UngaDaman | 12. jún. '16, kl: 16:33:28 | Svara | Er.is | 0

Ég ætla bara að gefa mér það að þú sért að djóka með þetta innlegg! Hahahah :) 

Cheddar | 12. jún. '16, kl: 21:54:49 | Svara | Er.is | 6

Mér finnst þetta innlegg dæmi um þann vanda sem því fylgir að vera í þjónusturekstri í dag, fólk væri ekki sínu framgengt í fáránlegum kröfum og fer á netið og úthúðar fyrirtækinu. Hvað er að frétta?

Petrís | 12. jún. '16, kl: 23:17:46 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Það er rosaleg heimtufrekja í þessum bransa greinilega, ég gleymi aldrei hópnum af fólki sem varð öskureitt yfir að Ikea skyldi ekki lengur selja saltkjöt og baunir á túkall, það taldi sig sko eiga rétt á því

Kaffinörd | 13. jún. '16, kl: 01:44:15 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já ég ég hef unnið í verslun þar sem menn koma með eldgamlar vörur og jafnvel nótulaust og heimta að fá að skila og jafnvel þræta út á gólfi fyrir að varan sé keypt í búðinni en svo er vara bara merkt annari verslun. Og þvílíkur munnsöfnuður og rokið út í reiðikasti og því lofað að aldrei nokkurn tíman verði verslað aftur í viðkomandi verslun.

Fyrirsögn Nafn Dagur Uppfært
Þá vitum við það. Það er víst ekki sjens að auglýsa lóðir einhverra hluta vegna. SPILLING.IS Hauksen 24.8.2023 13.9.2023 | 06:13
Barnateppi temmý 14.8.2013 12.9.2023 | 23:02
Reykjavíkurborg í miklum vanda og borgarstjórinn vill setja upp parísarhjól ! _Svartbakur 7.9.2023 12.9.2023 | 21:48
hvenær eru barnabætur greiddar? ellyh 17.1.2011 12.9.2023 | 15:33
Upplýsingar um lóir í Skammadal Mosó ? tégéjoð 26.8.2023 12.9.2023 | 10:22
Berjaspretta maaestro 8.8.2023 12.9.2023 | 02:56
Kírópraktor siggathora 4.9.2023 8.9.2023 | 09:40
Bremsuklossar og diskar. Verð f.skifti se 3.9.2023 7.9.2023 | 14:12
Hvar er til? cz 22.1.2008 7.9.2023 | 10:41
Flutningur á harmóníumi frá Akureyri til Reykjavíkur-tilboð GGBLAND 6.9.2023
Biluð Dúkka stubbur88 2.9.2023 3.9.2023 | 20:19
Lífið eftir hjartaáfall Janef 16.8.2023 3.9.2023 | 15:12
Setja gólfefni yfir annað gólfefni. Mrsbrunette 2.1.2012 3.9.2023 | 02:02
Umboð til að leyfa öðrum að skrifa undir pappíra? faxinn40 29.8.2023 2.9.2023 | 21:58
Kvarnir á eldhúsvaska leysa þetta leiðinlega verkefni að setja matarleyfar í sérstakan poka, _Svartbakur 21.8.2023 2.9.2023 | 21:42
Brúnu matarleyfa tunnurnar fyllast ad flugum og hvitum möðkum. _Svartbakur 2.9.2023 2.9.2023 | 15:16
Er í lagi að nota utanhússmálningu innanhúss? Begónía 30.8.2023 30.8.2023 | 22:57
Gardínur í eldhús glugga astridh 29.8.2023 29.8.2023 | 21:19
Ísaksskóli sigva 17.8.2023 28.8.2023 | 06:07
Límmiðaprentari reikniv123 10.8.2023 28.8.2023 | 06:06
Salan á Íslandsbanka - svipuð vinnubrögð og voru í bankhruninu _Svartbakur 26.6.2023 27.8.2023 | 14:11
Bílastæði til leigu! kimma 26.8.2007 26.8.2023 | 20:00
Árið 2022 - jú næsta ár. Hvernig er staða Íslands ? _Svartbakur 21.11.2021 26.8.2023 | 07:00
Símaland í Ármúla - Frábær þjónusta glerbrot 28.7.2004 25.8.2023 | 04:41
Íbúð til leigu nærri miðborginni. _Svartbakur 22.8.2023 25.8.2023 | 03:51
spamm linkar 2023 tlaicegutti 24.8.2023 25.8.2023 | 01:18
Nýjar tillögur um húsa­leigu­lög­un­um jaðraka 23.8.2023
Thema Nuova honeyfox 8.2.2014 23.8.2023 | 08:53
Óbærilegur hiti víða í Evrópu. _Svartbakur 22.8.2023
þriðjudagstilboð Jósep Jakobsson 22.8.2023
ekki tannlæknir í Miðstræti , dentist on Miðstræti street gonee kris88 17.8.2023 21.8.2023 | 13:48
áGjaldþrota fyrirtæki sem aldrei hefur sýnt neitt framtak af viti með tekjuhán forstjóra. jaðraka 20.8.2023 20.8.2023 | 15:34
Sorphirðan í Reykjavik jaðraka 20.8.2023 20.8.2023 | 15:23
Vandræði alltafmamman 18.8.2023 19.8.2023 | 16:04
Nafnalisti Maxamil 22.3.2011 19.8.2023 | 14:37
Kynblinda sbr Lesblinda jaðraka 13.8.2023 19.8.2023 | 07:23
Myndir úr þæfri ull olla2 18.8.2023
Flott fyrstu kaup Start 12.8.2023 17.8.2023 | 17:04
Ömurleg comment á bloggum Austurgella 9.10.2005 17.8.2023 | 03:48
Expedia Erna S 14.8.2023
Jæja Guðmundur VG ráðherra vega félagsmála - hann er jú utan gátta. jaðraka 14.8.2023
Að mála götur og flagga fyrir venjulegu fólki ? jaðraka 10.8.2023 14.8.2023 | 03:50
Stórnendu Strætó kom á óvart að fjöldi fólks myndi sækja miðborgina vegna gelðigöngu. jaðraka 13.8.2023
vantar saumakonu ? looo 27.6.2023 12.8.2023 | 09:16
Bílavesen (exhaust pressure control valve) Hákon Konráðsson 12.4.2023 12.8.2023 | 08:04
sterar? drjóli 20.9.2010 11.8.2023 | 20:38
Bumbuhópur fyrir janúar 2022 krullukjúkklingurogsósa 31.5.2021 11.8.2023 | 02:36
Kratom Daviid 23.2.2022 10.8.2023 | 14:52
Haha.. skrýtið að sjá Magna með hár!! ZENSITIVE 3.9.2006 10.8.2023 | 11:22
Letromazol sigva 2.8.2023 8.8.2023 | 14:38
Síða 8 af 47582 síðum
 

Umræðustjórar: tinnzy123, Paul O'Brien, Guddie, Hr Tölva, Bland.is, paulobrien, Kristler, annarut123