lestrarvandi barns

cithara | 8. ágú. '16, kl: 21:20:29 | 333 | Svara | Er.is | 0

Ég á lesblinda stelpu sem er að verða tólf ára en hefur náð gríðarlegri færni með snemmtækri íhlutun sem hófst þegar hún var á fyrsta ári og þrotlausum æfingum eftir að skólaganga hófst. Hún kemur til með að spjara sig, les 250 atkvæði á mínútu og skrifar með nokkuð góðri stafsetningu. Litla stelpan mín hins vegar veldur mér miklum áhyggjum, verandi af sama lesblindukyninu sprottin fékk hún líka samskonar lestraruppeldi og sú eldri og byrjaði ívið betur þegar skólaganga hófst, var orðin tautandi læs um áramót í fyrsta bekk og las 35 atkvæði á mínútu um vorið. Svo byrjaði hún í öðrum bekk og var á rífandi siglingu - í skólanum sem hún var í var lestrarprófað á sex vikna fresti, s.s. 6 sinnum yfir veturinn, í fyrsta prófi las hún 45, næsta 61, þá 84 og í fjórða 91 atkvæði í fimmta prófi las hún 55 og í sjötta 49 og ég heyrði líka bara á lestrinum hjá henni hvað henni virtist fara aftur, engar breytingar urðu, alltaf las hún heim á hverjum degi og ég líka fyrir hana. Ég ræddi við umsjónarkennara n hennar sem vísaði mer á lestrarsérfræðing innan skólans sem sagðist bara einu sinni áður muna eftir svona tilfelli (en það var pabbi skottunnar og í hans tilfelli náðist ekki að vinna á móti þessu og er hann að súpa seyðið af því enn í dag 30 árum síðar)

Kannast einhver við svona eða getur ráðlagt mér?

 

- - -
Það er enginn svo stór að hann þurfi aldrei að teygja sig og enginn svo lítill að hann þurfi aldrei að beygja sig.

ert | 8. ágú. '16, kl: 21:25:23 | Svara | Er.is | 0

Heimskuleg spurning - en hvernig gengur henni að lesa ensku í tölvuleikjum? Það er stundum þannig að börnum gengur betur að lesa í tölvuleikjum en á bækur. Þá er vandinn að lesefnið á íslensku er leiðinlegt.

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

cithara | 8. ágú. '16, kl: 21:26:06 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

hún er ekkert í tölvuleikjum

- - -
Það er enginn svo stór að hann þurfi aldrei að teygja sig og enginn svo lítill að hann þurfi aldrei að beygja sig.

cithara | 8. ágú. '16, kl: 21:27:42 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

en hún talar ensku, spurning að hvíla íslenskan lestur og prófa að læra að lesa upp á nýtt á ensku? hún hefur aldrei verið látin lesa ensku, bara talar í daglegu lífi

- - -
Það er enginn svo stór að hann þurfi aldrei að teygja sig og enginn svo lítill að hann þurfi aldrei að beygja sig.

ert | 8. ágú. '16, kl: 21:29:38 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1


Ég myndi gera það. Enskur lestur er líka oft heildarlestur. Ekkert staut heldur lærir maður orðið í heild. Það getur verið að sú aðferð henti henni betur.

Þið gætuð líka prófað skemmtilegar myndasögur og jafnvel á ensku.

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

cithara | 8. ágú. '16, kl: 21:31:27 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

takk fyrir þetta, ætla að sjá hvað ég finn af skemmtilegum bókum fyrir hana á ensku

- - -
Það er enginn svo stór að hann þurfi aldrei að teygja sig og enginn svo lítill að hann þurfi aldrei að beygja sig.

ert | 8. ágú. '16, kl: 21:32:12 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Láttu mig endilega vita hvernig gengur.

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

cithara | 27. sep. '16, kl: 19:51:45 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

hey, krakkinn hefur tekið ótrúlegum framförum! ekki bara í lestri heldur í skrift líka. Hún les bæði á ensku og þýsku núna með gleði og við heyrum framfarirnar dag frá degi!

- - -
Það er enginn svo stór að hann þurfi aldrei að teygja sig og enginn svo lítill að hann þurfi aldrei að beygja sig.

ert | 27. sep. '16, kl: 20:00:18 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Gott að heyra!

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

Þjóðarblómið | 27. sep. '16, kl: 21:12:50 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

En íslensku??

_____________
Þjóðarblómið
* Rassgatas!!*

cithara | 29. sep. '16, kl: 16:01:19 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Við erum að hvíla íslenskan lestur í bili. Það kemur þegar viðhorfið er komið í lag :)


Sem stendur er hún bara að tala og skrifa á íslensku (hún hefur aldrei viljað skrifa neitt fyrr en núna) en hún er auðvitað líka að fóta sig í nýju landi og nýju málumhverfi.

- - -
Það er enginn svo stór að hann þurfi aldrei að teygja sig og enginn svo lítill að hann þurfi aldrei að beygja sig.

Þjóðarblómið | 29. sep. '16, kl: 22:16:36 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

 búið þið í útlöndum? Ok, þá skil ég þetta pínu betur. 


Lykillinn að góðu lestrarnámi er góður orðaforði og skilningur á móðurmálinu. Ekki gleyma að lesa fyrir barnið á íslensku, leyfa henni að hlusta á sögur áíslensku og svona. 

_____________
Þjóðarblómið
* Rassgatas!!*

ert | 29. sep. '16, kl: 22:38:05 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Eins og ég skil málið eru þau nýtflutt út.

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

cithara | 30. sep. '16, kl: 21:19:48 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

ég les fyrir þær á íslensku á hverjum degi hér eftir sem hingað til. alltaf mikið spjallað um mál, orð og málfræði við leik og störf, það vantar ekki :)

Við vorum að ljúka við Gunnlaugssögu ormstungu og erum að byrja örugglega hundruðustu yfirferð á Elíasi hennar Auðar Haralds :)

- - -
Það er enginn svo stór að hann þurfi aldrei að teygja sig og enginn svo lítill að hann þurfi aldrei að beygja sig.

Þjóðarblómið | 30. sep. '16, kl: 21:31:14 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Vá frábært!! :) 

_____________
Þjóðarblómið
* Rassgatas!!*

Helga31 | 29. sep. '16, kl: 16:17:59 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Sæl
En hvað varstu að gera í þessa 2 mán? ? Ég er með strák og ég hef áhyggju vegna hann (((
Á hvað var áhersla hjá þér ?

cithara | 30. sep. '16, kl: 21:26:05 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

lesa fyrir hana meira en venjulega, leika með orð, ríma og bulla og búa til orð og fyndnar samsetningar og svona. Við erum líka nýfluttar til útlanda þar sem við þurfum allar að lesa á skilti og leita að upplýsingum um hitt og þetta, á tungumáli sem er mér ekki heldur tamt (en er annað tveggja móðurmála konunnar minnar). Dæturnar eru að byrja að læra þriðja tungumál og styrkja annað tungumálið verulega (eru í tvítyngdum skóla með þýsku og ensku) en tala íslensku og ensku heima svo við fjölskyldan erum bara almennt afar mikið i tungumáladeildinni þessa dagana!

- - -
Það er enginn svo stór að hann þurfi aldrei að teygja sig og enginn svo lítill að hann þurfi aldrei að beygja sig.

JD | 8. ágú. '16, kl: 21:33:14 | Svara | Er.is | 0

Mín eru ekki lesblind en um leið og lestrarefnið er ekki nógu áhugavert fer allt að ganga á afturfótunum. Getur það spilað inní?

Felis | 8. ágú. '16, kl: 21:40:29 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Sama á við um gaurinn minn.
Hann er ekki lesblindur en skorar samt sem "áhugaverður" í lesblinduskimun. Ef ég næ að halda að honum efni sem honum finnst áhugavert þá er þetta ekkert mál.

___________________
“Why do people say 'grow some balls'? Balls are weak and sensitive. If you wanna be tough, grow a vagina. Those things can take a pounding.”
― Betty White

cithara | 8. ágú. '16, kl: 21:51:28 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

þessi er ekki greind með lesblindu, enda alltof lítil fyrir svoleiðis, bara nýorðin 8 ára en vegna fjölskyldusögunnar má leiða líkum að að hún falli þar einhversstaðar nálægt að minnst kosti

- - -
Það er enginn svo stór að hann þurfi aldrei að teygja sig og enginn svo lítill að hann þurfi aldrei að beygja sig.

cithara | 8. ágú. '16, kl: 21:49:52 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

mögulega, hún hefur samt verið að velja sér bækur sjálf á bókasafninu og svo á hún sína uppháhaldsbók (emil í kattholti - allar sögurnar) sem hún les oft í, þar 'les' hún samt mun betur því hún kann hana næstum orðrétt!

- - -
Það er enginn svo stór að hann þurfi aldrei að teygja sig og enginn svo lítill að hann þurfi aldrei að beygja sig.

Fyrirsögn Nafn Dagur Uppfært
Flott fyrstu kaup Start 12.8.2023 17.8.2023 | 17:04
Ömurleg comment á bloggum Austurgella 9.10.2005 17.8.2023 | 03:48
Expedia Erna S 14.8.2023
Jæja Guðmundur VG ráðherra vega félagsmála - hann er jú utan gátta. jaðraka 14.8.2023
Að mála götur og flagga fyrir venjulegu fólki ? jaðraka 10.8.2023 14.8.2023 | 03:50
Stórnendu Strætó kom á óvart að fjöldi fólks myndi sækja miðborgina vegna gelðigöngu. jaðraka 13.8.2023
vantar saumakonu ? looo 27.6.2023 12.8.2023 | 09:16
Bílavesen (exhaust pressure control valve) Hákon Konráðsson 12.4.2023 12.8.2023 | 08:04
sterar? drjóli 20.9.2010 11.8.2023 | 20:38
Bumbuhópur fyrir janúar 2022 krullukjúkklingurogsósa 31.5.2021 11.8.2023 | 02:36
Kratom Daviid 23.2.2022 10.8.2023 | 14:52
Haha.. skrýtið að sjá Magna með hár!! ZENSITIVE 3.9.2006 10.8.2023 | 11:22
Letromazol sigva 2.8.2023 8.8.2023 | 14:38
Hvað er coronary vasospasm á Íslensku? (hjartavandamál) Splattenburgers 31.7.2023 7.8.2023 | 23:11
Harðparket og hundar? Ilmati 5.8.2023 7.8.2023 | 21:59
rafmagnsorf 19merkur 7.8.2023
Flýtimeðferð vegabréf zhetta 7.8.2023 7.8.2023 | 12:27
Misnotw réttindi trans fólks neutralist 27.7.2023 4.8.2023 | 19:54
Hvað merkir orðið hégómi? la1la2la3 4.5.2015 4.8.2023 | 12:10
Lútur í Matargerðr? / Food Safe Lye danielrunar 3.8.2023
Kransakaka Synyster 28.3.2007 2.8.2023 | 13:01
Kransakaka Actron 5.12.2009 2.8.2023 | 03:55
Flugvöllur fyrir þyrlur á Hólmsheiði jaðraka 1.8.2023 1.8.2023 | 21:20
rifbeinsbrot oneko 12.12.2015 1.8.2023 | 15:18
Bögg ljomalind 20.5.2004 1.8.2023 | 12:52
Alpinestars jakkar CooperRama 27.7.2023 1.8.2023 | 07:31
Kubbasteik asthildureir 8.1.2012 1.8.2023 | 02:16
hrossabjúgur ljosmyndanemi 27.11.2011 1.8.2023 | 02:16
Hjàlp! HM000 23.7.2023 31.7.2023 | 17:55
Kattarbit en ég 2.5.2009 29.7.2023 | 09:12
kattarbit bbb4 5.7.2008 29.7.2023 | 09:11
Fyrirspurn stress stelpa 8.10.2009 29.7.2023 | 07:16
Hnakkastífleiki v/heilahimnubólgu Lind A 5.2.2014 27.7.2023 | 20:52
Skilja 10 að verða 11 ára gamalt barn heima..ykkar álit Norðlenska mærin 17.7.2023 27.7.2023 | 20:37
Biskupsráðningar ? jaðraka 27.7.2023 27.7.2023 | 16:00
Hvassahraun sem nýr flugvöllur fyrir Reykjavíkurflugvöll jaðraka 12.7.2023 27.7.2023 | 08:37
pókemonspil hvar fást túss 7.5.2023 27.7.2023 | 07:16
Eldsumbrot æa Reykjanesi. _Svartbakur 22.7.2023 27.7.2023 | 06:25
barnaefni á tímab. 1980-1990 hello.kitty 5.12.2011 26.7.2023 | 20:35
Leigubílapróf gaedi 17.1.2011 26.7.2023 | 14:24
Hvar fæst loftdýna (yfirdýna) vegna verkja? leyndó22 25.7.2023
Nýja flokkunarkerfi sorps. jaðraka 22.7.2023 25.7.2023 | 10:39
Sorphirðu ruglið hjá Reykjavíkurborg _Svartbakur 24.7.2023
Hann er Framsóknarmaður. Við hverju býst fólk. Heilindum?? Hauksen 22.7.2023
Matarvagn Aura Pain 22.7.2023 22.7.2023 | 22:32
óþarfa comment í gestabók Tannfríður Tannan 3.10.2003 20.7.2023 | 07:56
Boðskort SoHappy 8.2.2023 20.7.2023 | 07:15
Bæklunarlæknar barbafín 27.4.2011 20.7.2023 | 04:31
Laun leikskólakennara ómenntaðan Bananabrund 13.9.2022 20.7.2023 | 04:30
fermingarkort dæsí 15.4.2011 20.7.2023 | 04:28
Síða 8 af 46387 síðum
 

Umræðustjórar: Guddie, Kristler, Bland.is, annarut123, paulobrien, Paul O'Brien, Hr Tölva, tinnzy123