Líður okkur vel ? Opin umræða.

_Svartbakur | 20. nóv. '20, kl: 15:17:09 | 137 | Svara | Er.is | 0

Já: Líður okkur Íslndingum vel ? Opin umræða.
Þetta er stór spurning.
En þarna er ég að spyrja um lífsafkomu og það sem snýr að samfélaginu.
Hvernig líður okkur sem Ísleendingar til að lifa af á Íslandi ?
Erum við með gott þjóðfélag ?
Hvað er það sem er best ?
Hvað er það sem er verra ?

 

Júlí 78 | 20. nóv. '20, kl: 17:05:59 | Svara | Er.is | 1

Ég held nú að mjög margir íslendingar hafi það mjög gott en það eru líka margir sem hafa það ansi skítt eins og sagt er. Og búa jafnvel í ömurlegu húsnæði (já eða engu) þar sem húsaleiga er það há að það er ekki til peningur fyrir leigu í þokkalegu húsnæði. Maður heyrir alveg af fólki sem á varla pening fyrir mat, alveg þó nokkuð um það að fólk sé að betla fyrir mat og öðrum nauðsynjum og þarf að leita til hjálparsamtaka. Það er stór svartur blettur á íslensku þjóðfélagi. Verst er þó að það er eins og ráðamenn vilji ekkert gera í málunum, eins og það þyki sjálfsagt að svona er komið fyrir mörgum. Kannski væri ástandið skárra ef að leiguverð eða húsnæðisverð væri skárra og ef ekki allt væri svona dýrt hér á landi. Er ekki eitthvað skrýtið að þegar nýbúið er að semja um launahækkanir þá hækkar allt, síðast heyrði ég í gær um mikla hækkun á matvöruverði. Og eitthvað heyrði ég í fréttum að Guðmundur Kristinsson Flokki fólksins var að tjá sig á Alþingi:


„Við fáum jóla­bónus skattaðan en ó­skertan, en hjá veiku fólki og eldri borgurum er hann skattaður og keðju­verkandi skertur í ekkert, ekki krónu,“ sagði Guð­mundur Ingi Kristins­son, þing­maður Flokks fólksins, á Al­þingi í morgun.

Guð­mundur Ingi gerði þar desem­ber­upp­bótina í ár að um­tal­efni og benti á að sam­kvæmt kjara­samningum VR væri hún 94.000 krónur fyrir árið 2020 miðað við fullt starf.

„At­vinnu­lausir fá um 85.000 kr., en eldri borgarar og ör­yrkjar um 45.000 kr. Þing­menn fá um 185.000 kr. launa­upp­bót fyrir jólin. Af þessum 94.000 kr. greiða VR-fé­lagar að meðal­tali um 40% skatt sem þýðir að þeir fá út­borgað um 56.000 kr. af þessum 95.000 kr. Af þeim 185.000 kr. sem þing­menn fá eru eftir skatt um 110.000 kr. desem­ber­upp­bót örörku­líf­eyris­þega nemur 45.000 kr. eða 30.000 kr. eftir skatt. En hún er síðan skert hjá stórum hóp líf­eyris­þega en ekki hjá okkur þing­mönnum eða þeim sem eru á vinnu­markaði,“ sagði Guð­mundur.

Hann sagði það stór­furðu­legt að veiku fólki og eldri borgurum væri „dýft á kaf í skerðingarpyttinn“ og velti hann fyrir sér hvort Bjarna Bene­dikts­syni fjár­mála­ráð­herra þætti þetta sann­gjarnt.

„Ríkis­stjórnin setur upp mis­mununar­a­gler­augun og taum­lausa skerðingar­sam­visku­leysið með keðju­verkandi skerðingum fyrir jólin til þess eins að skerða desem­ber­upp­bót vegna líf­eyris­sjóðs­launa niður í núll. Ekkert,“ sagði hann og spurði Bjarna hvernig svona skatt­stefna inn í mál­efni Sjálf­stæðis­manna?

„Fyrst er skattað, svo er keðju­verkandi skattur niður í núll eða 100% skattur. Finnst hæstvirtum fjár­mála­ráð­herra þetta sann­gjarnt? Ef svo er, hvers vegna? Ef ekki, er hann þá til­búinn til að berjast fyrir því að þessi 45.000 kr. jóla­bónus sem eldri borgarar og ör­yrkjar fá verði skatt- og skerðingar­laus um næstu mánaða­mót? Skatt- og skerðingar­lausar 45.000 kr.“

Bjarni svaraði hvorki af eða á en sagði að ákveða þyrfti hvað ráðstafa ætti háaum fjárhæðum í sérstöku desemberuppbótina og fara yfir hvernig hún skilar sér. „En mín skoðun er eftir sem áður sú að það er auðvitað best að það skili sér sem mest til þeirra sem hafa minnst.“

Hmmm...en hvað með þingmenn og ráðherrar, fá þeir eitthvað mismunandi upphæðir í jólabónus? og er það eitthvað sanngjarnt að þeir fátækustu fái miklu minna (já eða ekkert) en þeir sem hafa það fínt? Jafnvel þó að einhverjir aldraðir eða öryrkjar teljast hafa það ágætt samkv. skattskýrslu þá er nú alls ekkert víst að svo sé. Sumir kannski reyna að halda í húsið sitt og búa þar en það kemur enginn peningur út úr því nema að selja það! Eða hvað? Nei, bara mannvonskan skín út úr sumum þarna á þingi, ég nenni ekki að nefna nöfn, held að allir vitir hver/hverjir eru verstir þarna á þingi.

Mín niðurstaða er sú að Ísland er alls ekki gott þjóðfélag. Það getur ekki verið gott þegar margir búa við neyð. Það getur ekki heldur verið gott þegar margir þurfa að bíða mjög lengi eftir aðgerð. Það getur heldur ekki verið gott þegar þau þarna á þingi hafa ár eftir ár eins og kom fram í fréttum að peningur sem á að fara í uppbyggingu hjúkrunarheimila fari bara í rekstur þeirra. Þegar það er viðbúið að það verða eintóm vandræði þegar fullt af öldruðum þurfa mikla þjónustu. Það getur ekki verið gott þegar fullt af fólki þarf að hjúkra sínum nánustu heima við þar sem biðin eftir plássi á hjúkrunarheimili er svo löng. Svona get ég haldið áfram, það er svooo margt sem þarf að bæta þannig að fólki getið liðið þokkalega.

En sjálfsagt er Ísland gott þjóðfélag fyrir t.d. þingmenn og ráðherra. Þeir passa upp á sig og sína og eru sjálfsagt betur settir en flestir almúginn. Og alltaf til fínir bílar fyrir þá og hvaðeina og peningur fyrir nýrri húsbyggingu fyrir þá svo vel fari um þá (húsbygging við Stjórnarráðið og búið að byggja við Alþingishúsið), já þeir gleyma aldrei sjálfum sér.

_Svartbakur | 20. nóv. '20, kl: 17:10:26 | Svara | Er.is | 0

https://www.invest.is/why-iceland/quality-of-life

The great qualities of living in Iceland are many, including:
Lively culture
High life expectancy
Excellent Education System
Literature
Welfare System
Nature just around the corner
Business culture
Gender equality
Personal safety
Tolerance and inclusion
Access to information and communications

ísbjarnamma | 20. nóv. '20, kl: 17:39:57 | Svara | Er.is | 0

Mér líður vel að vera Íslendingur,mér hefur alltaf fundist ég njóta forréttinda að eiga heima hér og er óendanlega þakklát, Lífið hefur oft verið mjög erfitt, "það sem drepur mann ekki gerir mann sterkari" það hefur gerst hjá mér, það sem mér finnst best er að fólk fær læknishjálp og lyf, þegar það þarf,hérna eru skólar og velferðarkerfi,,,,,,, það sem mér finnst verst er að á okkar góða landi er fólk sem er heimilislaust og það fá ekki allir mat á hverjum degi, ég elska Ísland af öllu hjarta

Júlí 78 | 20. nóv. '20, kl: 18:46:51 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég gæti líka alveg sagt, mér líður ágætlega eða þokkalega en ef það búa nokkuð margir í þjóðfélaginu við neyð þá er ekkert hægt að segja að þetta þjóðfélag sé ágætt. Jafnvel ein persóna sem býr við neyð er of mikið. Það eru hér stöðugar fréttir af neyð fólks, fólk sem bíður í röðum eftir mat hjá hjálparstofnunum, fólk sem fær ekki þá þjónustu sem það þarf eða er neitað um greiðsluþáttöku í nauðsynlegri aðgerð. Síðast heyrði ég þessa frétt og las um hana líka: " Fjöl­skyld­ur tveggja barna sem fædd­ust með skarð í gómi ætla á næstu dög­um í mál við ís­lenska ríkið. Þær segj­ast nauðbeygðar vegna þess að Sjúkra­trygg­ing­ar Íslands hafi ít­rekað neitað þeim um greiðsluþátt­töku." 


Ég hef meira segja lesið um fleiri en eina fjölskyldu sem var ráðlagt að flytja til Noregs því börnin fengju betri læknisþjónustu þar t.d. góðir lifrarlæknar í Osló.
https://www.mbl.is/frettir/innlent/2020/11/15/stefna_rikinu_eftir_langa_barattu/

https://www.visir.is/g/20202016868d


ísbjarnamma | 20. nóv. '20, kl: 20:46:48 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já ég hef því miður þurft á mikilli læknishjálp að halda, svo ég hef mikla reynslu af læknum og spítölum, enn þakka fyrir að geta fengið það sem ég þurfti annars væri ég löngu dáin, maðurinn minn slasaðist mjög alvarlega 18 ára,hann var ekki metin 75% öryrki fyrr enn hann var 65 ára, svona gæti maður talið upp endalaust, það var 10 ára barátta að fá mína örorku metna,TR er sér fyrirbæri sem þyrfti að laga, það lenda allir í slagsmálum þar,það er ekki bara einn og einn, það hafa ekki allir baráttuþrek til að takast á við stofnun einsof TR þar sem virðist vera innbyggt að hafa bætur af fólki

_Svartbakur | 20. nóv. '20, kl: 22:18:48 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég hef ekki buið í öðru landi en Íslandi.

Ég held að það séu margir kostir því fylgjandi að búa hér.
Vissulega hefur fólk það mjög misjafnlega gott.
Ísland er stórt land og það getur líka verið að fólki líði betur á einhverjum einum stað á landinu heldur en öðrum.
Við höfum þéttbýli og strjálbýli og einangraðar byggðir og sveitir þannig að fólk getur fundið hér nokkra fjölbreytni.

Við h0fum byggt upp lýðræðislegt þjóðfélag og skipulag sem jafnar kjörin nokkuð vel svipað og á Norðurlöndum.
Við erum vel menntuð þjóð með öflugt menntakerfi og háskóla. Okkur hefur tekist að koma upp velferðarkerfi og heilbrigðiskerfi sem jafnast á við það sem best gerist í heiminum.

Okkur hefur lánast að virkja náttúruna, nýtum vel heitt vatn sem streymir upp úr jörðinni.
Jarðhitann höfum við nýtt til upphitunar húsa, fyrir sundlaugar og ræktunar og líka til raforkuframleiðslu.
Það sama á við vatnsorkuna sem við höfum nýtt til raforkuframleiðslu. Raforkuna höfum við selt til gjaldeyrisöflunar og fyrir heimili og innlend fyrirtæki og núna síðustu árin sem eldsneyti á ökutækin okkar.

Fiskurinn í sjónum hefur verið okkur gullnáma og okkur hefur lánast að tæknivæða þá atvinnugrein þannig að til fyrirmyndar er á heimsvísu. Landbúnaðurinn okkar hefur skaffað okkur frábærar vörur til neyslu innanlands og tryggir okkur gott fæðuúrval ásamt fiskinum í sjónum.
Á undanförnum árum hefur okkur lánast að byggja hátæknifyrirtæki á borð við Íslenska Erfðagreeiningu, Alvogen, Mareel, Össur og CCP. Líftækniiðnaður og tölvutækni er í miklum vexti. Í samvinnu við fiskiðnaðinn höfum við nýtt allskonar efni og öreindir úr sjáfarfangi til lækninga og ýmissa hluta annara.

Við byggðum upp á örskömmum tíma öflugan ferðamannaiðnað og höfum reist stór og mikil hótel og högnuðumst vel á þessari atvinnugrein þó að núna sé tímabundið hlá þar á vegna heimsfaruldsins. Náttúra Íslands hefur mikið aðdráttarafl fyrir rlenda ferðamenn þannig að tækifærin eru mikil þar. Þar sem við erum eyja á miðju Atlanshafi og flugsamgöngur ásamt skipaferðum tengir landið við umheiminn þá var nauðsyn að byggja góðan skipaflota og flugflota. Þetta hefur allt tekist mjög vel. Við erum ein msta flugþjóð í heiminum miðað við höfðatölu.

Landið okkar er stórt og erfitt yfirferðar, fjalllndi mikið og miklar vetrarhörkur. Við höfum byggt upp öflugt vegakerfi og brúaað öll stærstu fljót og ár. Ljósleiðari tengir allar byggðir saman og gefur okkur góð tækifæri til tengjast innanlands og erlendis. Þannig að vegalengdir skipta ekki eins miklu máli áður. Fólk getur unnið í fjarvinnslu fyrir innlenda aðila og útlenda. Það skiptir orðið litlu máli hvar þú ert staddur tölvutengingar í gegnum ljósleiðara hefur sigrað einangrunina.

Maður verður bara að vera stoltur af því að hafa fengið að taka þátt í allri þessari uppbyggingu sem hefur að mestu átt sér stað á síðustu 70-80 árum.

ísbjarnamma | 20. nóv. '20, kl: 23:14:09 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Amen

Júlí 78 | 21. nóv. '20, kl: 07:54:35 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þú segir: "Við h0fum byggt upp lýðræðislegt þjóðfélag og skipulag sem jafnar kjörin nokkuð vel svipað og á Norðurlöndum."  Jú það getur vel verið að við höfum hérna nokkuð lýðræðislegt þjóðfélag en hef svo sem ekki spáð í það sérstaklega en ég get ekkert verið sammála því að kjör hér séu "vel svipuð og á Norðurlöndum" Ég veit ekki betur en að t.d. hjúkrunarfræðingar hafa verið að flykkjast til Noregs þar sem þeir fá miklu betri "kjör", betri laun og betri vinnuaðstæður heldur en hér og minna álag jafnvel. Líka betri vinnuaðstæður í Svíþjóð hjá þeim hef ég heyrt. (kannski launin líka). Heldurðu að þeir haldi sig ekki frekar heima ef kjörin væru svona frábær hér eins og þú gefur í skyn? Svo þegar ég hef verið í Danmörku þá sé ég miklu flottari vörur á tilboði í búðum heldur en hér. Oft er bara eittthvað "óspennandi" vörur hér á útsölum hér, jafnvel þannig að maður hættir að nenna að fara á þær. Alveg týpiskt svo að auglýsa hér 15 eða 20-40% afsláttur en svo þegar komið er á staðinn þá er bara ruslið á 40% afslætti en skárri vörurnar á 15-20% afslætti (er samt dýrt á afslætti jafnvel). Svo ef manni líst betur á nýju vörurnar þá er sagt, já þú færð 10% afslátt af þeim! Frábært eða þannig. Það er ekkert skrýtið að fólk pantar vörur mjög mikið erlendis frá. Fólk væri ekki að því ef það væri eitthvað voðalega gott verð á vörum hér.


Svo er nú allt annað að kaupa fasteign í Danmörku heldur en hér, held þú borgir margfalt verð hér þegar upp er staðið miðað við Danmörk. Ég veit um fólk sem ætlar að kaupa sér eign í Danmörku en dettur það ekki hug að gera það hér einmitt vegna þessa. Sjálfsagt hægt að halda áfram...Svo segirðu: " Við höfum byggt upp öflugt vegakerfi og brúað öll stærstu fljót og ár." Það er nú meira hvað þetta er frábært vegakerfi hérna, fólk að lenda í slysum því vegir eru oft svo mjóir. Ég fór um í Danmörku á bíl á nokkuð stóru svæði og það er allt annað en hér. Bara nokkuð breiðir vegir þó það sé ekki hraðbrautir frekar sveitavegir. Það liggur við að maður sé í lífshættu ef maður vogar sér út á land hérna. Og ef einhverjum asnanum hér dettur í hug að taka framúr langri bílalest eins og ég lenti í sumar hér þá er nú betra að sjá það tímanlega til að hægja almennilega á sér, ekkert svo gott að leggja út í kant (varla nokkur kantur) þar sem ég fór um, samt mjög fjölfarinn vegur.  Og ég held ég vilji nú frekar mæta húsbíl eða bíl með breiðan aftanívagn í Danmörku heldur en hér. 

_Svartbakur | 21. nóv. '20, kl: 10:14:22 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Heldurðu að danskir kaupmenn séu heiðarlegri en Íslenskir ?
Danmörk er nú marflöt og nánast bara sandur og mold þannig að vegagerð er auðveldari.
Við gætum "Malbikað" Danmörku á nokkrum mánuðum :)

Júlí 78 | 21. nóv. '20, kl: 16:02:04 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Miklu fjölmennara í Danmörku. En er ekki frjáls álagning hér á vörum? En íslenskir kaupmenn ættu nú að bjóða upp á gott verð a.m.k. á útsölum nú þegar mikið er pantað erlendis frá þ.e. ef þeir sækjast eftir viðskiptum og ættu líka að hafa góðar vörur á útsölum svo að fólk nenni að koma á útsölurnar þeirra. En ég er eiginlega hætt að nenna að eltast við útsölur hér. Held að það verði lítið varið í Black Friday daginn hérna, ég frekar skoða hvað sé í boði í erlendum netverslunum. Nenni ekki að kaupa eitthvað rusl, vil hafa hlutina eða fatnaðinn almennilegan. Svo er nú þetta Covid núna og hver nennir að standa í langri biðröð til að komast í einhverja búðina á Black Friday degi?

Júlí 78 | 21. nóv. '20, kl: 08:18:24 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Svo er ég á þeirri skoðun að það hefði fyrst átt að byggja upp vegina, bæta merkingar og hafa salernisaðstöðu góða áður en farið var í það að hrúga hér inn ferðamönnum í massavís. Við erum einhvern veginn hér að sjá hlutina eftirá hvað má betur fara. Ferðamenn jafnvel látið lífið því merkingar eru ekki nógu góðar, þeir hafa villst og jafnvel orðið "úti". Hefði ekki verið nær að yfirfara hlutina hér almennilega, byrja á því? Hugsa betur um þeirra öryggi og landsmanna allra? 

_Svartbakur | 21. nóv. '20, kl: 10:20:35 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Covid gaf okkur tækifæri til að lagfæra ýmislegt varðandi ferðamannnastaði.
Annars voru þessir erlendu ferðamenn ekki í vandræðum með að bjarga sér.
Við lásum um og sáum á myndum Kínverskar konur sem "gerðu stórt" á bílastæði á einhverjum fjölförnum ferðamannastað.
Vinkona gerandans breiddi út kápu sýna og gerði skýli fyrir hina og málið var leyst.

_Svartbakur | 21. nóv. '20, kl: 10:27:45 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hámnntað fólk allstaðar að úr heiminum kýs Ísland:
https://www.facebook.com/watch/?v=357279951627728

Júlí 78 | 21. nóv. '20, kl: 16:03:43 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Kínverjar eru margir hverjir efnaðir en ég hef líka heyrt að þeir séu sóðar, sel það ekki dýrara en ég keypti það.

Júlí 78 | 20. nóv. '20, kl: 18:24:24 | Svara | Er.is | 0

En ég skal reyna að jákvæð og segja það sem mér finnst mjög jákvætt. Við búum ekki við stríð og skelfilegan ótta sem því fylgir. Við búum heldur ekki við hungursneyð almennt eins og maður sér í fréttum. Ekki er nú byssueign landsmanna eins og gerist í Bandaríkjunum. Hér tíðkast ekki dauðarefsingar og sjálfsagt miklu betri fangelsi hér. Engir skógareldar eins og gerist í Ástralíu. Ég get sjálfsagt fundið meira sem er gott hér. Ísland er svo sem ekki alslæmt land.

Hauksen | 21. nóv. '20, kl: 10:33:13 | Svara | Er.is | 0

Við eigum víst að vera hamingjusamasta þjóð í heimi, en...... á sama tíma eigum við einhverskonar met í inntöku þunglyndis og geðlyfj. Þannig er nú það.

Framsóknarflokkurinn keypti DV í nóvember 2014.

_Svartbakur | 21. nóv. '20, kl: 11:42:28 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já það þarf að hækka verð á þessum "gleðilyfjum".

Kisumamma97 | 21. nóv. '20, kl: 16:33:15 | Svara | Er.is | 0

Mér lídur ekki vel þvi midur. Ég er 23 ára öryrki á leigumarkadi, ég er med fötlun og flogaveiki sem há lífi minu ekki þannig ad eg geti ekki lifad en eg get ekki unnid utaf medfæddum verkjum ég by i herb med engri sturtu, buin ad vera gratbidja um hjalp og hef ekki komist i sturtu ì 2 vikur utaf covid og sundid er lokad. Eg vildi ad eg fengi meiri hjalp en eg er bara ekki nogu gáfud til ad kunna hvad eg a ad gera. Kirkjan hringdi í gær og sögdu mer ad þu vilja ekki hjalpa mer í desember med bonus kortid utaf eg sótti um í vitlausu bæjarfelagi

_Svartbakur | 21. nóv. '20, kl: 17:54:17 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hvernig aðstöðu hefurðu og hver skaffar þér þá aðstöðu ?
Herbergi og ekki með sér sturtu er það sem þú meinar eða hefur ekki neinn aðgang að sturtu ?
Það líður ekki öllum vel og auðvitað líður þér ekki vel vegna fötlunar þinnar.
Það er svo skrítið að þeir sem hafa góð fjárráð og búa við góðar aðstæður þeim líður heldur ekki öllum vel.
Líðan okkar stýrist af mörgum ástæðum. Það þarf engan veginn alltaf einhverja fötlun til að fólki líði illa.

Júlí 78 | 22. nóv. '20, kl: 02:41:33 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það er auðvitað ekki boðlegt að öryrki sé að hírast í herbergi með engan aðgang að baðaðstöðu og kannski engan aðgang að eldhúsaðstöðu. Þú þyrftir að lýsa þínum aðstæðum fyrir félagsráðgjafa í þínu bæjarfélagi (þar sem þú ert með lögheimili). Hringdu og pantaðu tíma þar hjá félagsráðgjafa. Hérna sérðu hinar ýmsu þjónustumiðstöðvar í Reykjavík og símanúmer. 
https://reykjavik.is/thjonustumidstodvarEf þú ert með lögheimili í bæjarfélagi úti á landi hringdu þá þangað og fáðu a.m.k. símaviðtal við félagsráðgjafa.Fyrirsögn Nafn Dagur Uppfært
Má ekki ? Flactuz 29.7.2021 29.7.2021 | 20:30
Covid faraldurinn - staða Íslands og staðan á heimsvísu. _Svartbakur 24.7.2021 29.7.2021 | 12:32
Laseraðgerð á augum Ardiles 29.7.2021 29.7.2021 | 10:45
Skòstærđ catsdogs 27.7.2021 29.7.2021 | 00:02
Símastaurar Hjalti Gudmundsson 29.7.2021
Ferðasr til DK smbmtm 28.7.2021 28.7.2021 | 22:22
Greiðslukort Hypnotizehut0813 28.7.2021
Skòstærđ catsdogs 27.7.2021
Brúðkaupsleikur bkbhg 18.7.2014 27.7.2021 | 19:41
góð ljósmóðir bambi27 26.7.2021 27.7.2021 | 13:20
Eru til einhverjir fundir fyrir klam fikla a hofuborga svœdinu? Throwaway87774 26.7.2021 27.7.2021 | 11:52
Sósíalistar - við viljum gleðigöngur druslugöngur og lokun fyrirtækja _Svartbakur 25.7.2021 27.7.2021 | 00:11
Delta talin meir smitandi VValsd 23.7.2021 26.7.2021 | 14:37
USB-C Herra Lampi 25.7.2021 26.7.2021 | 08:23
Bland-appið? sjommli 21.7.2021 25.7.2021 | 22:51
Vantar smá hjálp á sölusíðunni. adrenalín 23.7.2021 25.7.2021 | 22:48
hvar i grafaholti er féló með húsnæði? *Sverige* 8.10.2013 25.7.2021 | 19:28
No7 snyrtivörurnar - hvar fást þær? Fridlynd 25.7.2021
Hvað ef.. Flactuz 23.7.2021 25.7.2021 | 12:17
Er nauðgunarmenning á Íslandi? AriHex 20.7.2021 25.7.2021 | 01:51
Bólusetningarvottorðið? Hr85 24.7.2021 25.7.2021 | 00:25
Covid Sóttvarnar teymið - Kára vantar í hópinn. _Svartbakur 21.7.2021 24.7.2021 | 18:50
Atvinnuleysisbætur fyrir fyrirtækjaeigendur dreamspy 21.7.2021 24.7.2021 | 12:02
Flugferðirnar nauðsynlegar? VValsd 23.7.2021 24.7.2021 | 10:00
Meðal laun smiða Soluadili 1.7.2021 23.7.2021 | 17:27
Covid Hundar VValsd 22.7.2021 23.7.2021 | 14:54
Framhjáhald Gúnda 14.6.2021 23.7.2021 | 02:02
Húfa með pífu- plís einhver!!! Bdur 24.1.2010 23.7.2021 | 00:43
Ray cup VValsd 22.7.2021
Hjálp , flug til Alicante um helgina Helga31 22.7.2021
Laun hjúkrunarfræðinga lime16 15.7.2021 22.7.2021 | 16:37
Laun fyrir vélamaður Uillas 21.7.2021 22.7.2021 | 06:28
Gott að sjá. Flactuz 21.7.2021
Starcraft fellihýsi reynsla? mercury 17.5.2010 21.7.2021 | 14:03
Reynslan kennir okkur VValsd 19.7.2021 21.7.2021 | 13:59
Hundaganga melmel096 6.10.2020 21.7.2021 | 09:57
Eliza Reid forsetafrú vá góð VValsd 20.7.2021 21.7.2021 | 00:56
Minna fólk á Ferðagjöfin VValsd 21.7.2021
Hvar kaupi ég leður. jondahl 28.4.2010 20.7.2021 | 23:59
Þórarinn sóttvarnarlæknir að hugsa sitt ráð. _Svartbakur 14.7.2021 20.7.2021 | 16:38
Kosningar, fátækt útrýmt strax á næsta ári? Júlí 78 14.7.2021 20.7.2021 | 08:38
Þriðja sprautan við Covid. _Svartbakur 16.7.2021 19.7.2021 | 12:20
Fiskveiðiauðlindin - Laxeldi í sjókvíum í eigu Norðmanna ? _Svartbakur 19.7.2021 19.7.2021 | 11:45
Má setja hvað sem er í auglýsingar? Hvar finn ég lögin? AriHex 16.7.2021 18.7.2021 | 22:37
Mótorhjól og læti Twitters 16.7.2021 17.7.2021 | 20:50
Cleaning of tombstones African Bliss 17.7.2021
Kombucha, Kefír African Bliss 17.7.2021
Konungsdæmið Ísland - Hreppur í norður Noregi ? jaðraka 17.7.2021 17.7.2021 | 18:00
Fólki sem er sama um sitt eigið útlit? Hugs. AriHex 13.7.2021 16.7.2021 | 22:06
Smartbílar K Smith 16.7.2021
Síða 1 af 51607 síðum
 

Umræðustjórar: karenfridriks, rockybland, Bland.is, Krani8, anon, barker19404, aronbj, MagnaAron, vkg, tinnzy123, Atli Bergthor, ingig, Coco LaDiva, joga80, krulla27, superman2, flippkisi, Gabríella S, mentonised