Lífið og launin !

óvissan | 27. feb. '15, kl: 12:20:31 | 1205 | Svara | Er.is | 1

Er með grunnskólapróf, NTV útskrift og slatta af námskeiðum.
Búin að vera í sama djobbinu í yfir 10 ár.... með þónokkra ábyrgð

400.000 kr fast
Eru þetta góð laun fyrir ca 40 ára konu sem er hokin af starfsreynslu ?

Veit ekki alveg hvað er boðlegt í dag því ef maður miðar við útgjöld og innkomu þá er svo lítið eftir alltaf um hver mánaðarmót... Hvernig gæti maður mögulega látið tikka inn 100-150 þús til viðbótar ? Er reyndar í aukavinnu og vann ca 40 tíma þar síðasta mánuði en það fór alveg 50% strax af því í skattinn ég er svo pirruð yfir þessu að það hálfa væri nóg. Fólk sem þarf að fara frá fjölskyldunni í aukavinnu til að eiga í sig og á því er refsað með alltof háum sköttum því skattkortið er í föstu vinnunni minni og ekki get ég nýtt makakortið ! Ég er aðeins sjokkeruð yfir þessu öllu.Hvernig fara einstæðar mæður að í dag og á hverju lifið þið þegar búið er að borga húsakost, mat,hita og raf osfv... allt sem fylgir ?
Lifið þið í alvöru bara á loftinu og er það hægt ??? Sé bara enganveginn frammá að þetta sé neitt að lagast og þetta er farið að hafa alltof miklar afleiðingar fyrir fjölskylduna og þá sérstaklega hjónabandið. Endalaus spenna og leiði yfir peningum ! Fólk hefur nú skilið af minna tilefni en þetta .... í alvöru HVAR ENDAR ÞETTA ? Ef þið lumið á góðum ráðum til að hafa það betra þá væru þau vel þegin ! Ég er að springa á limminu !

 

Yxna belja | 27. feb. '15, kl: 12:27:50 | Svara | Er.is | 1

Ég er á sama aldri og þú, með tvær háskólagráður og þá þriðju í vinnslu, og ég næ ekki 400.000 í heildarlaun. En af hverju getur þú ekki notað skattkort maka?

_____________________________________
Varúð yxna feminísk belja á ferð

Yxna belja | 27. feb. '15, kl: 12:39:31 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

En hvar liggur annars vandinn? Er maðurinn þinn ekki með tekjur? Ef ekki þá getur þú notað hans skattkort. 
Þú gerir þér grein fyrir því að ef þú hækkar í launum fer sama hlutfall af þeirri hækkun í skatt og er að fara af tekjunum í aukavinnunni þinni?
Ég veit ekki hvað þú vinnur við en þú ert amk með ágæt laun miðað við menntun en kannski ekki miðað við starfið sem þú sinnir en þú ættir að geta séð í launakönnunum hvað er verið að borga fólki í sambærilegum störfum.

_____________________________________
Varúð yxna feminísk belja á ferð

Bakasana | 27. feb. '15, kl: 12:32:54 | Svara | Er.is | 2

Af hverju heldurðu að þú sért að borga 50% tekjuskatt og af hverju heldurðu að þú sleppir við hann ef launatékkinn kemur frá sama aðila og borgar þér föst laun?


Að hinu: þetta eru ekki góð laun, en sennilega ekkert óalgeng þó fyrir fólk með þessa menntun. 

óvissan | 27. feb. '15, kl: 12:39:54 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 4

Nei ég veit að ég er ekki á alslæmum launum og er alls ekki þannig séð að kvarta en ég er bara að velta því fyrir mér hvernig í ósköpunum fólk fer af með lægri tekjur !
Ég get ekki notað skattkort makans því hann er sjálfur að nota það
ég held Bakasana ekki að ég sé neitt að sleppa ...... ég er bara að tala um að það er ósanngjarnt fyrir alla sem vinna meira en 100 % að þurfa að horfa uppá launin fjúka beint í skattkerfið okkar. Eg er samt ekki að "væla" um að borga skatt heldur er ég bara aðallega að spá í að stokka upp lífi mínu og er því að kanna hvort það séu aðrar leiðir betri en þessi sem ég er að fara...

Betur sjá augu en auga ;-)
Er almennt bara að pæla líka í hvernig fólk fer að.... að geta kannski aldrei leyft sér nokkurn skapaða hluti !

Bakasana | 27. feb. '15, kl: 12:50:41 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég er bara að benda þér á að þú borgar sama skatt hvort sem þú færð launahækkun upp á 100.000 eða vinnur þér hann með aukavinnu úti í bæ. Hærri tekjur=hærri skattar, ég er ekki viss um að mér finnist það neitt ósanngjarnt, þótt ég skilji vel að þú viljir hafa betri laun. 

Maki þinn er svo vonandi með tekjur sem eru miklu hærri en sem nemur þessum rúma 50.000 kalli sem persónuafsláttur er á mánuði. 

Steina67 | 27. feb. '15, kl: 12:52:46 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Helvítis ríkið að stela alltaf laununum manns.  Er ekki hægt að gera eitthvað í þessu?

*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-
Í dag er dagurinn í dag og á morgun kemur annar dagur

fálkaorðan | 27. feb. '15, kl: 13:00:15 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Helvíatis ríkið stelur alltaf 20þ kalli af laununum sem ríkið gefur mér fyrir að vera aumingi.

http://i.imgur.com/mVrNx4L.jpg

Steina67 | 27. feb. '15, kl: 13:04:05 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já segðu. Alltaf sömu steluþjófarnir og svo er sagt að við borgum ekki skatt af því að vera aumingjar

*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-
Í dag er dagurinn í dag og á morgun kemur annar dagur

eradleita | 1. mar. '15, kl: 22:49:53 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Bara eins og ef ég gæfi þér konfektkassa og myndi éta nokkra mola úr honum áður en ég rétti þér hann.

______________________________________________________________________________________________

josepha | 27. feb. '15, kl: 19:52:31 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það væri hægt að hækka persónuafsláttinn. 

Steina67 | 27. feb. '15, kl: 21:36:04 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

láttu ekki svona hann hækkaði um 400 kr minnir mig um áramótin

*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-
Í dag er dagurinn í dag og á morgun kemur annar dagur

púðinn | 1. mar. '15, kl: 04:12:22 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Ég er einstæð móðir, með 257 þúsund með öllu útborgað á mánuði. Barnið mitt er í einkareknum skóla og já ég næ endum saman, það er oft tæpt en reddast yfirleitt. Skil eiginlega ekki að þú sért að væla yfir að geta ekki notað skattkort maka þar sem hann er að nota það sjálfur, hvað meinaru?

stöðunni | 1. mar. '15, kl: 12:38:33 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hvernig ferðu eiginlega að þessu, með leigu/afborgunum, hússjóði, rafmagni, síma, interneti, hita, leikskólagjöldum osfrv?

Orgínal | 1. mar. '15, kl: 15:59:49 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þegar þú segir ,,með öllu" átt þú þá við með meðlagi?

Gunna stöng | 1. mar. '15, kl: 07:44:10 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Er það ekki nákvæmlega út af þessu sem þú ert að tala um sem að fólk flytur héðan úr landi? Það vill ekki bjóða sér og sínum þetta endalausa basl sem aldrei virðist lagast. 

---Komdu fram við aðra eins og þú vilt að aðrir komi fram við þig---

þarbaraþú | 27. feb. '15, kl: 12:39:48 | Svara | Er.is | 1

Væri alveg til í að vita. Ég er með stúdentspróf + 2 ára nám (ekki á háskólastigi) og rétt slefa yfir 300.000kr í heildarlaun svo ég væri alveg til í þitt djobb hehe. 

*♥*♥*♥*♥*♥*♥*♥*♥*♥*♥*♥*♥*♥*♥*♥*♥*♥*♥*♥*♥*♥*♥*♥*♥*♥*

óvissan | 27. feb. '15, kl: 12:41:04 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Já sæll..... ég er þá sennilega bara vanþakklát fyrir það sem ég hef !
En í alvöru finnst ykkur þetta ekki vera erfið barátta að meika mánuðinn og þurfa alltaf að horfa í hverja krónu og leyfa sér aldrei neitt ?

Yxna belja | 27. feb. '15, kl: 12:45:44 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Jú það er það. Er ekki spurning að þið reynið að endurskoða fjármálin í heild sinni? Kannski hægt að sameina lítil lán í stærra (ef þið eruð með mikið af lánum) og/eða lengja í lánum/skuldbreyta?

_____________________________________
Varúð yxna feminísk belja á ferð

óvissan | 27. feb. '15, kl: 12:50:15 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ekki langt síðan ég gerði það .... nýbúið að endurstilla allt og lækka greiðslubygði en samt !
Skilar það ekki svo miklu !

Steina67 | 27. feb. '15, kl: 12:53:01 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þá þarf að kafa dýpra.

*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-
Í dag er dagurinn í dag og á morgun kemur annar dagur

sigurlas | 27. feb. '15, kl: 15:45:03 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

segðu okkur hvað þú ert að eyða í og þá getum við e.t.v. aðstoðað.

Þurfum að vita: Fjöldi á heimili

Húsnæðiskostnað
Matarkostnað
Tryggingakostnað
Námslánakostnað
Barnagæslukostnað - frístund, matur í frístund, matur í skóla... tómstundastarf börn
Bílakostnað
Fjarskiptakostnað


T.d. hjá okkur er þetta svona, 4 í heimili, 2 börn, 120 m2 íbúð, ekki leigð heldur "eigð"

Lán: 147.800
Annar húsnæðiskostnaður 41.500
LÍN: 27.500
Gjald í framkvæmdasjóð aldraðra 1.530 kr.
Útvarpsgjald 3.133 kr.
Slysatrygging vegna heimilisstarfa 75 kr.
Matur: 112.700
Leikskóli 28.900
Frístund 12.500
Bílakostnaður 28.000
Fjarskipti (net, sjónvarp, farsími, heimasími) : 12.700
Aðrar tryggingar: 1.500
Lyf: 2.000

Alls: 420.000

Eftir er að greiða:
fatnað ca. 25.000
skemmtanir 5.000
tannlækna 4.000
ferðalög 15.000
ný húsgögn og hluti 25.000

Alls: 493.000

Ef eitthvað er yfir þessari tölu, fer það í sparnað. Fer því eftir launum. Vaxtabætur og barnabætur ekki hérna inni, þær fara mjög mikið eftir launum.

Tek fram að húsnæðiskostnaður mun líklega standa í stað næstu árin, því við erum með óverðtryggð lán, 22 ár eftir.

þarbaraþú | 27. feb. '15, kl: 12:53:58 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ójú þetta er sko erfið barátta, erfiðari en svo að ég vilji fara nánar út í það hér en það þýðir víst lítið annað en að troða bara marvaðann :(

*♥*♥*♥*♥*♥*♥*♥*♥*♥*♥*♥*♥*♥*♥*♥*♥*♥*♥*♥*♥*♥*♥*♥*♥*♥*

GoGoYubari | 27. feb. '15, kl: 12:55:14 | Svara | Er.is | 1

En að ath með launahækkun í vinnunni?

óvissan | 27. feb. '15, kl: 12:59:15 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 4

Var að lenda hækkun .... kreisti hana í geng með herkjum og endaði í þessari tölu
reiknaði reyndar með meiri hækkun en vegna "ástandsins" var það ekki hægt (fékk hækkun uppá ca 25.000 )
samt starfa ég hjá fyrirtæki sem skilar fleiri hundruð millum í arð hvert ár !
þannig að "ástandið" þýðir líklega að litla fólkið fær ekki að njóta heldur fara þessir bónusar alltaf í toppana sem stjórna og hirða allt credit fyrir störf litla mannsins....
Ég gæti gubbað !

Er kannski 25 þús kr hækkun "góð" hækkun ?
Er ég bara vanþakkláta ég ?

fálkaorðan | 27. feb. '15, kl: 13:09:47 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Þetta er lítil hækkun að mínu mati.

http://i.imgur.com/mVrNx4L.jpg

dorey | 27. feb. '15, kl: 13:14:03 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

6-7% hækkun er ágætis hækkun, verkafólk fékk 2,8% í síðustu samnigum.
Háskólamenntað fólk var að lenda 7-10% hækkun í síðasta samning.

sigurlas | 27. feb. '15, kl: 15:46:32 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

6.6% er fínasta hækkun

Felis | 27. feb. '15, kl: 13:10:22 | Svara | Er.is | 11

já þetta eru góð laun (eða amk alveg þokkaleg) fyrir þessa konu
og 10 ár er ekki "hokin af starfsreynslu"

___________________
“Why do people say 'grow some balls'? Balls are weak and sensitive. If you wanna be tough, grow a vagina. Those things can take a pounding.”
― Betty White

Ice1986 | 27. feb. '15, kl: 13:40:04 | Svara | Er.is | 1

Ertu að vinna á skrifstofutíma? Er einhver yfirvinna inní þessu?


Mér finnst þetta allt í lagi laun ef þetta er 8-4 vinna með engri yfirvinnu. Þær sem hafa unnið í móttökunni í mínu fyrirtæki með enga menntun hafa verið með sambærileg laun. Hafa vanalega verið á fimmtugsaldri. 
Á sama tíma er háskólamenntað fólk sem hefur unnið með námi ( og þá vanalega með kannski samtals 2-3 ára reynslu þegar þau byrja) að vinna fyrir 450-500 þ. á fyrstu 5-6 árum eftir útskrift. Og þau þurfa skila af sér stærri og ábyrgðarmeiri verkefnum sem krefjast yfirvinnu sem er ekki greidd. 



Færðu ekki einhverja auka hækkun núna þegar margir kjarasamningar hækka eitthvað smá? Ef þú skoðar þig á launatöflu VR, hvernig kemur þú út? 


Getur auðvitað farið að sækja um önnur störf og séð hvað er í boði. Það hætti ein í júlí í fyrra þar sem ég vinn og ætlaði að fá annað starf - hún er ennþá atvinnulaus. Svo ég myndi ekki segja upp fyrr en þú ert komin með annað



óvissan | 27. feb. '15, kl: 13:46:55 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Takk fyrir þetta og nei nei ég ætla ekkert að sleppa starfinu mínu,,, ég er alveg að elska það !
Ég er bara alltaf að hugsa það hvernig fólk fer að.
Reyndar er það þannig hjá mér að ég eyði aldrei neinu umfram það sem ég get. Hætti að nota visakortið fyrir 2 árum síðan. Var komin í vítahring því ég leyfið mér mun meira en ég geri í dag.
Kannski er ég bara á einhverjum "down"túr og fer því að spá í öllum öðrum líka í kringum mig sem eru að reyna að ná endum saman, Endarnir mínir ná alveg saman en það má ekki miklu muna og ekkert óvænt má koma uppá hjá mér að ráði til að allt fari í strand.
Fjárhagslegt óöryggi er bara eitthvað sem ég get ekki og já kannski til að leyfa ykkur að átta ykkur betur á aðstæðum mínum þá var ég að klára fæðingarorlof þar sem ég fékk bara 67% af 80% launum því það er svo stutt á milli barna hjá mér og ég tók 9 mánuði því ég fékk hvergi dagmömmu fyrr.... þannig að ég er aðeins að elta halann núna en úúúffff....
stundum er maður bara að springa á þessu

LadyGaGa | 27. feb. '15, kl: 16:10:17 | Svara | Er.is | 1

Hefurðu prófað að stilla upp í excel alla mánuðina, setja fyrir hvern mánuð hvað þú ert að borga og hvað þú færð í útborgaðar tekjur.   Ekki sleppa neinu nema kannski mat því hann er rokkandi og kannski bensínið líka.  Sjáðu hver heildar talan er á ári bæði á launum og útgjöldum.  Ég prófaði þetta í fyrsta skipti um daginn og þá í sá ég í raun hversu mikið er í afgang.  Ef maður hefur þetta svona fyrir framan sig þá veit maður hvort maður hafi efni á sumum hlutum eða ekki  :)


Var líka að prófa í fyrsta skipti fyrir nokkrum vikum að versla inn fyrir eina viku í einu.  Ég er nokkuð viss um að við séum að spara nokkur tug þúsund á mánuði með því.  Svo ef þú ert ekki að því þá mæli ég með að prófa.  Í hverri viku geri ég einhvern rétt sem er hægt að borða daginn eftir og frysta einn skammt líka sem er geymdur fram í þarnæstu vikur.  T.d. hakkréttur eða grænmetissúpa.


Ég er með lægri laun en þú, með grunnskólapróf og ntv eitt ár plús mikla reynslu, er að fá rétt rúmlega 300 þús útborgað og kallinn eitthvað meira.  Það er ekkert rosa streð en auðvitað vill maður alltaf meira.  En oft er staðan þannig að því meira sem þú þénar því meira eyðirðu.  Ég myndi skoða vel alla eyðslu og sjá hvort ekki sé hægt að skera niður.  Ég er að vinna með fullt af útlendingum sem eru á lægstu mögulegu launum og það verður mun meira úr peningunum hjá þeim en mér.



sigurlas | 27. feb. '15, kl: 18:16:59 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

300 útborgað? Það er 500 þús. fyrir skatt sko ?????

LadyGaGa | 27. feb. '15, kl: 19:59:17 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Eh nei, það er 415.000

krullasol | 27. feb. '15, kl: 16:28:08 | Svara | Er.is | 0

Ég er búin með 5ár í háskóla (ekki kennari), búin að vinna á sama stað í 8ár og er með 420.000kr, fékk fyrir 1/2 ári 10.000 kr launahækkun eftir mikið raus, fæ ekki greidda veikindadaga, yfirvinnu eða sumarfrí. Svo ég væri alveg ánægð með þetta.

12 123 | 27. feb. '15, kl: 19:21:56 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

verslunarstjóri er með í kring um 700 þús á mánuði, svo er hægt að hafa 3000 kr á tímann í sölustörfum, þrifum og fleiru. Á sambýli er 100% vinna/ á vöktum um 600 þús svo kannski þurfa einhverjit bara að skipta um atvinnu :) fúlt að mennta sig þessi ósköp eins og margir gera, og þurfa svo að lifa á skítalaunum.

vinyl | 27. feb. '15, kl: 21:14:14 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Er verslunarstjóri með í kringum 700 þúsund á mánuði? vá hvað það er mikið.

1122334455 | 27. feb. '15, kl: 21:43:59 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það er nú eins misjafnt og fyrirtækin eru mörg.

JungleDrum | 27. feb. '15, kl: 21:46:59 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það er misjafnt eftir stærð og tegund verslnana, ábyrgð, fjölda starfsmanna ofk. Getur verið frá 350.000 og upp úr.

vinyl | 27. feb. '15, kl: 22:19:54 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hefði einmitt haldið það. ótrúlega oft sem eitthvað er fullyrt hér á þessum vef..

púðinn | 1. mar. '15, kl: 04:20:34 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 8

Þú ert nú bara í ruglinu ef þú heldur að 100% vaktavinna á sambýli sé í laun 600.000 þúsund haha forstöðumenn rétt slefa yfir 400

12 123 | 1. mar. '15, kl: 12:17:24 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

þekki nú bara eina sem var að byrja í 50% með tæp 300 þús á mánuði en hún sér reyndar alveg um eina manneskju. Hef ekki ástæðu til að halda að manneskjan ljúgi, en veit ekki meir

Salvelinus | 1. mar. '15, kl: 22:18:53 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Á vegum hvers er það sambýli eiginlega, I want to apply!!

jaakkurat | 1. mar. '15, kl: 11:56:44 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

á hvaða sambýlum eru þessi laun? kærastinn minn hefur unnið a allskonar sambýlum i vaktavinnu en aldrei i lífinu náð svona launum

Humdinger | 1. mar. '15, kl: 12:56:44 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Launakannanir VR 2014 segja um 480þús að meðaltali á mánuði í heildarlaun sem er nú aðeins minna en 700þús....held að 700þús sé alls ekki normið fyrir verslunarstjóra.

Helgust | 1. mar. '15, kl: 13:37:15 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

ekki á þeim sambýlum sem ég starfaði á fyrir nokkrum árum 

mars | 1. mar. '15, kl: 15:31:18 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Á hvaða sambýkum hefur þú verið að vinna spyr ég nú bara?

1122334455 | 27. feb. '15, kl: 21:45:07 | Svara | Er.is | 2

Þetta eru ágæt laun. En þú átt mann og hann hlýtur að koma með eitthvað á móti.
Það að vera einstæður krefst útsjónarsemi og aga, það er ekkert flókið.

12 123 | 1. mar. '15, kl: 01:03:36 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

veit fyrir víst að sölumaður í sérverslunum er víða með 450-500 þús í grunnlaun á mánuði, einungis fyrir dagvinnu. Hvers vegna ætti verslunarstjori sem vinnur mjög mikið, stendur alltaf vaktina ef eitthvað klikkar, fullt af helgarvinnu og fleira ekki að hafa hátt í 700 þ´ðus í heildarlaun? þetta er bara raunin, en ekki vildi ég vera í slíkri vinnu, mjög mikil ábyrgð :/

1122334455 | 1. mar. '15, kl: 13:04:45 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég veit líka um sölumenn í sérverslunum sem fá nálægt lágmarkslaunum og verslunarstjórinn aðeins yfir þeim og fær enga yfirvinnu greidda. 

vinyl | 1. mar. '15, kl: 13:11:04 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Og hvað er líka sérverslun? ice in a bucket eða joe boxer er sérverslun og það er enginn að segja mér að verslunarstjóri þar sé með 700þús.

1122334455 | 1. mar. '15, kl: 13:12:48 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Nákvæmlega.

Gunna stöng | 1. mar. '15, kl: 07:50:56 | Svara | Er.is | 6

Ég er alveg gáttuð á viðbrögðunum sem þú færð hérna. Fólk virðist bara sætta sig við fáránlega lág laun og fólk á bara ekkert að vera röfla yfir því. Döhh...það er ekki von að margir mæti á Austurvöll.

---Komdu fram við aðra eins og þú vilt að aðrir komi fram við þig---

12 123 | 1. mar. '15, kl: 12:22:02 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

fólk virðist sætta sig við ótrúlega lág laun, það er nefnilega málið að ekkert gerist hér í launamálum ef fólk lætur svona :)
En svo er annað, að þó hægt sé að hafa fín laun í þrifumþá eru bara allt of margir of fínir með sig fyrir það.
ég get ekki unnið nema á daginn og er í 50% vinnu og það er bara það sem hentar mér akkúrat núna. Fyrir mér er vinna bara vinna og launi skipta mestu þegar maður fer að leita sér að meiru að gera :)

shithole | 1. mar. '15, kl: 13:00:43 | Svara | Er.is | 0

Gerast dagmömmur!

Humdinger | 1. mar. '15, kl: 13:05:34 | Svara | Er.is | 0

Fyrir forvitnissakir, hvað vega svona námskeið og NTV hátt þegar kemur að því að reikna launatölur? Er þetta eitthvað sambærilegt háskólanámi, er fólk að hoppa upp um einhverja launaflokka með slíkri útskrift?


Mér finnst 400þús hljóma eðlilegt/í hærri kantinum fyrir manneskju með grunnskólapróf og reynslu. En ég veit ekki alveg hvað svona diplomanám á að skila manni mikilli hækkun.

Helgust | 1. mar. '15, kl: 13:39:09 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

hugsa að það fari eftir námskeiðum, ég reyndar hef tekið námskeið hjá tölvu og verkfræðiþjónustunni en það hefur ekkert með launin mín að gera, frekar allt hitt námið sem ég hef lokið.

taekjaodur | 1. mar. '15, kl: 13:07:10 | Svara | Er.is | 0

Það skiptir engu máli hvað þú ert gömul eða með mikla starfsreynslu.
Laun eru einungis það peningagildi sem þú sýnir fram á, ekki einhver "áunninn réttur" - alveg sama hversu mikið fólki finnst það vera "áunninn réttur".

Þegar þú nefndir að þú fékkst 25 þúsund króna launahækkun og samþykktir það, þá ertu bara að staðfesta lélegt gildi vinnuveitendans á þér. Slæm mistök.

Ef þú vilt fá að vita virðið þitt í fyrirtækinu, þá geturu hugsað um eftirfarandi:

1. Á síðasta ári, hvað hefði fyrirtækið tapað miklu ef ÞÚ hefðir ekki verið til staðar?
2. Eru tilfelli þar sem að þú sparaðir fyrirtækinu milljónir vegna skynsamlegra ákvarðanna þinna fram yfir aðra?
3. Er auðvelt eða erfitt að skipta þér út fyrir aðra manneskju á 2 mánuðum?

Þegar þú ert í samningaviðræðum um launin þín, þá er mjög mikilvægt að þú sýnir fram á hvað þú býrð til mikið virði fyrir fyrirtækið. Það er ÞITT HLUTVERK að sýna vinnuveitendanum að 200 þúsund aukalega á mánuði er klink hliðina á því sem þú kemur með í fyrirtækið.

Lestu þig aðeins til um þetta hérna:
http://www.iwillteachyoutoberich.com/how-to-negotiate/

------------
http://oi62.tinypic.com/351s9ah.jpg

LÆKKAÐ VERÐ
Ikea sjónvarpsskenkur - http://bit.ly/1HVkSx4

1122334455 | 1. mar. '15, kl: 13:14:20 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ef hún hefði hafnað 25 þúsundunum og ekkert annað hefði verið í boði, átti hún þá bara að hætta? Er að reyna að skilja hvernig svona hlutir virka.

taekjaodur | 1. mar. '15, kl: 13:21:22 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það virkar stundum ..

Ég sagði upp í vinnunni minni á seinasta ári. Eftir það fékk ég óbeint tilboð um tvöföld laun (ég hafnaði því samt líka).

Maður þarf samt ekki að fara í svo hrikalegar aðgerðir, heldur að vinna MEÐ yfirmanninum .. að hjálpa viðkomandi að sjá hvað báðir aðilar eru að græða mikið.

Ég er alfarið á móti öllum samningum þar sem einn græðir á tá og fingri og hinn blæðir. Ég miða alltaf á "Win-Win".
Aðal málið er að báðir aðilar geri sér grein fyrir raunvirði. Annars fær maður tilfinninguna að það hafi verið svindlað á manni.

------------
http://oi62.tinypic.com/351s9ah.jpg

LÆKKAÐ VERÐ
Ikea sjónvarpsskenkur - http://bit.ly/1HVkSx4

1122334455 | 1. mar. '15, kl: 13:14:59 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Mikið rosalega lýst mér annars vel á bílinn þinn, ef ég væri að leita þá myndi ég skoða þinn.

mars | 1. mar. '15, kl: 15:29:10 | Svara | Er.is | 0

Ég er háskólamenntuð í fullri vinnu, að verða 42 og næ ekki 400.000 kr á mánuði.Ber alveg slatta ábyrgð. Hef ekki hugmynd um hvað annað fólk flokkar sem góð eða léleg laun.

Snobbhænan | 1. mar. '15, kl: 19:24:33 | Svara | Er.is | 0

Ég er að verða 42 og er m 5 ára háskólanám. Er í 100% vinnu og hef mun hærri laun - er samt óánægð og finnst launin mín þurfa að hækka.

snsl | 1. mar. '15, kl: 22:54:08 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég get tekið við þínu djobbi!

HonkyTonk Woman | 1. mar. '15, kl: 19:37:59 | Svara | Er.is | 1

Ég vildi óska að ég hefði þennan 400þúsund kall sem þú hefur..ég fæ helmingi lægri laun og á nokkur börn og stórt heimili og bíl..ég þarf að borga dagmömmu, leikskóla, matarkort og nokkur gleraugu á ári ásamt matarog fatakostnaði. Ég lifi af þ.e.. get keypt að borða þó að það séu ekki stórsteikur og kaviar alla daga..en ég get ekki leyft mér utanlandsferðir á hverju ári eins og margir sem virðast ekkert hærra settir en ég og ég næ ekki að leggja mikið fyrir. Ég er samt hokin af reynslu og með menntun. :/

Snobbhænan | 1. mar. '15, kl: 21:42:19 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Vó - hvernig ferðu eiginlega að?

andrimarkusson | 2. mar. '15, kl: 13:07:36 | Svara | Er.is | 0

ég um tvöfaldan ríkisborgararétt og fiður málið bara það kemur að þetta

Fyrirsögn Nafn Dagur Uppfært
Hvar er best að versla glugga og hurðir? AGests 26.3.2024 29.3.2024 | 16:52
Tinder olla2 23.3.2024 28.3.2024 | 10:49
Endurfjármögnun biðtími? Norðlenska mærin 27.3.2024 28.3.2024 | 10:44
Palestínumaður ekki með Íslenskt ríkisfang krefst þess að verða framlag Íslands í Erovision jaðraka 4.3.2024 28.3.2024 | 10:20
Sjónin komaso 28.10.2008 28.3.2024 | 10:20
Að láta loka fyrir tímabundið mánaskin 27.3.2024 28.3.2024 | 09:52
Krít - hótel á góðum stað hildur789 27.3.2024
Einhver með reynslu af stefnumótasíðum? olla2 25.3.2024 27.3.2024 | 18:01
Er um þungun að ræða verorun 27.3.2024
Vöðvakippir og óþægindi Pookie 19.2.2007 25.3.2024 | 22:04
Er ríkissjóður að borga flutninga flug og annað fyrir ættingja hælisleitenda til Íslands ? jaðraka 13.2.2024 25.3.2024 | 10:36
Berlín Ròs 25.3.2024
Barnabækur alltafmamman 13.3.2024 24.3.2024 | 20:53
Endurfjármögnun Norðlenska mærin 22.3.2024
Parketleggja 70 fm Norðlenska mærin 18.3.2024 22.3.2024 | 03:41
Rauða serían djabbar 10.6.2014 17.3.2024 | 23:45
Vindmyllu framtíð íslands Zjonni71 5.3.2024 17.3.2024 | 23:24
Kjop.is inanna 13.6.2023 16.3.2024 | 10:56
Lagið í Nova auglýsingunni... Alison 14.3.2012 15.3.2024 | 22:41
Hvar finn ég Fljótandi Lesitín eða duft? Brekster 14.3.2024
leit af vinnu :o) Emmapigen 7.11.2005 12.3.2024 | 15:01
Leigubílafyrirtæki Stefan F 27.2.2014 12.3.2024 | 13:06
Nýtt fjórflokka mynstur jaðraka 10.3.2024 11.3.2024 | 19:57
óska eftir stundirnar með gunna og felix á dvd Selströlm200 10.3.2024
FRÍ EINKAþJÁlFUN! Gróðurinn 9.3.2024
vélindakrampi heida4 21.11.2008 9.3.2024 | 14:04
Wolt dvdrom 20.1.2024 8.3.2024 | 23:29
Leiguverð b82 5.2.2024 8.3.2024 | 23:21
LEITA AF SJÓNVARPSSERÍU marf 28.6.2023 7.3.2024 | 10:36
Facebook 12strengja 5.3.2024 7.3.2024 | 03:34
Putin verðu vart á lífi þessi jól. _Svartbakur 19.11.2022 6.3.2024 | 02:33
Hollur skyndibiti úr krónunni eða Bónus xflexx 27.2.2024 5.3.2024 | 21:19
Omeprazole isaac 4.3.2024
Abilify KuTTer 16.7.2010 4.3.2024 | 03:03
Vita konur hvad Femdom er. Bland1975 22.11.2020 3.3.2024 | 18:29
Kavenpenin olzo1951 2.3.2024
Palestinumenn í Gasa og Hamas er það ekki hið sama ? jaðraka 29.2.2024 29.2.2024 | 16:13
Háls- nef og eyrnalæknir Hilda á Hóli 28.2.2024
Snyrtistofa mjòdd Ròs 28.2.2024
Er haegt ad eyda Helloyou 28.2.2024
Prufa Helloyou 28.2.2024
Virkar skráning á hugi.is? Dögun Ermine 27.2.2024
Pappakassar fyrir flutninga marulla 27.2.2024
Brunasár Catalyst 27.10.2011 27.2.2024 | 12:05
helsta verslun fyrir verkfæri í USA Felgulykill 30.12.2010 26.2.2024 | 09:38
Herinn !? officerdick 20.9.2010 24.2.2024 | 20:45
The main source of entertainment! Annarose1 23.2.2024 24.2.2024 | 18:16
The Desert Flower Tipzy 5.4.2010 23.2.2024 | 10:33
Hvaða skemmtistaða saknið þið? (0-99 ára) Golda Meir 13.8.2006 22.2.2024 | 17:14
Hvar get ég fengið frítt fiskinet? Isabella2690 13.2.2024 21.2.2024 | 03:28
Síða 2 af 47546 síðum
 

Umræðustjórar: Hr Tölva, tinnzy123, Kristler, Paul O'Brien, annarut123, Bland.is, paulobrien, Guddie