Líkamleg einkenni kvíða

Stella í orlofi | 9. nóv. '14, kl: 17:37:07 | 1016 | Svara | Er.is | 0

Þið sem hafið upplifað líkamleg einkenni kvíða hver hafa þau verið? Þá er eg ekki aða tala um þessi týpísku einkenni eins anda hratt, svitna og slíkt eins og i kvíðakasti heldur líkamleg einkenni langvarandi kvíða, það er sem að gengur yfir à 2-3 mànuðum sennilega svokallað taugaàfall eftir langvarandi àlag. Ég er að upplifa svoleiðis tímabil núna og er að fà leiðindar sjóntruflanir, skrítna tilfinningu í fótum og höndum og eitthvað svona sem eg verð alltaf svo smeyk við þvi mèr finnst þetta svo skrítin einkenni en er sagt að upplifunin hjà fólki sé svo misjöfn. Ég væri til i að heyra hvort að einhverjir fleiri hafi upplifað svona furðulegheit svo ég haldi ekki að ég sé ein i heiminum..... ;)

 

*******************************************************
Hver á þennan bústað , já eða nei!

shithole | 9. nóv. '14, kl: 17:39:25 | Svara | Er.is | 0

Hjartatruflanir.

Stella í orlofi | 9. nóv. '14, kl: 17:40:16 | Svara | Er.is | 0

Ekki hefur það nú verið tægilegt, var það lengi að ganga yfir hjà þér?

*******************************************************
Hver á þennan bústað , já eða nei!

lakkpakk | 9. nóv. '14, kl: 17:43:54 | Svara | Er.is | 0

eg fékk óútskýranlega magaverki og svo var ég stöðugt að kúgast, við minnstu áreynslu og bara upp úr þurru. það hætti mjög fljótlega þegar það sem ég var svo kvíðin fyrir leið hjá.

Stella í orlofi | 9. nóv. '14, kl: 17:46:26 | Svara | Er.is | 0

Ok ja eg er svo slæm þessa dagana að eg byrja daginn à að kúgast af einskærri vanlíðan og er búin að missa 8 kg a 3 3 vikum af því lystin er engin.

*******************************************************
Hver á þennan bústað , já eða nei!

Stella í orlofi | 9. nóv. '14, kl: 17:49:25 | Svara | Er.is | 0

En það er verið að vinna i lyfjunum hja mér og þetta tekur bara tíma en þessi tími er hrikalega erfiður. Hef gengið i gegnum svona svipað áður en à meðan þetta gengur yfir þà er maður algjörlega óstarfhæfur.

*******************************************************
Hver á þennan bústað , já eða nei!

Dalía 1979 | 9. nóv. '14, kl: 17:49:57 | Svara | Er.is | 0

ér er einmitt búinn að vera með i rvær vikur mikinn kviða kominn með likamleg einkenni hjartslátta truflanir ristillinn i fokki og blörr fyrir augunum...

cutzilla | 9. nóv. '14, kl: 17:58:54 | Svara | Er.is | 0

ég veit nú ekki hvort ég hafi fengið taugaáfall en hef stundum pælt í því. Fékk rosalegt áfall fyrir rúmu ári síðan og nokkrum dögum eftir það vaknaði ég með þvílíkar höfuðkvalir sem ég er enn með (enn er komin á flogaveikilyf sem minnka sársaukann). Nokkrum mánuðum seinna fékk ég annað áfall og fékk þá fyrsta ofsakvíðakastið mitt (aukinn kvíði var aukaverkuna af einu flogaveikilyfinu - ég hef verið með kvíða í yfir 20 ár og aldrei áður fengið ofsakvíðakast - hringdi á sjúkrabíl því ég hélt ég væri að deyja). Svo var ég farin að ná mér niður eftir það þá varð ég fyrir öðru áfalli núna í september minnir mig og kvíðinn hefur aukist uppúr öllu valdi, ég er stöðugt við það að fara að fá ofsakvíðakast er komin á róandi töflur. Líkamlegu einkennin hjá mér eru að það er eins og það lokist fyrir neðst í hálsinum, mikill hjartsláttur, verð skrýtin í höfðinu, hálfsvimar og sundlar, á erfitt með að anda almennilega, ef ég drekk vatn þá fer það oft öfugt ofan í mig. Það er eins og ég eigi erfitt með að kyngja. Fæ kvíða við það að drekka coke light/koffín og sykur....sem er líklega það eina góða sem hefur komið út úr þessu því ég er alger sykurfíkill og coke light fíkill. Það hjálpar mér að fara í leikfimi sem ég hef alltaf hatað að gera....sem er líklega líka gott og ég sef rosalega vel ef ég hef þurft að taka róandi rétt áður en ég fer að sofa. Þó það hafi komið út úr þessu hlutir sem eru jákvæðir fyrir heilsu mína þá vildi ég svo mikið vera laus við þennan helv kvíða en því miður virðist hann bara aukast!

Stella í orlofi | 9. nóv. '14, kl: 18:00:34 | Svara | Er.is | 0

Ja þetta er sko það versta sem eg lendi í.

*******************************************************
Hver á þennan bústað , já eða nei!

Tipzy | 9. nóv. '14, kl: 18:08:56 | Svara | Er.is | 0

T.d ofskynjanir þegar ég er mjög slæm, læt eins og brjálæðingur í svefni. Það er svona langvarandi einkenni, semsagt ekki bara í miðju kvíðakasti eins og öndun og hjarstláttur og það.

...................................................................

Stella í orlofi | 9. nóv. '14, kl: 20:59:36 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hvernig ofskynjanir?

*******************************************************
Hver á þennan bústað , já eða nei!

Tipzy | 10. nóv. '14, kl: 07:37:57 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Sé kóngulær sem eru alveg jafn raunverulegar og annað, svo hverfa þær eða leysast upp fyrir framan mig.

...................................................................

Stella í orlofi | 10. nóv. '14, kl: 10:37:45 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

I svefni tha?

*******************************************************
Hver á þennan bústað , já eða nei!

Stella í orlofi | 10. nóv. '14, kl: 10:38:11 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Eda svefnrofunum?

*******************************************************
Hver á þennan bústað , já eða nei!

Stella í orlofi | 10. nóv. '14, kl: 10:42:20 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Er tad nu ekki ovenjulegt tegar um kvida er ad ræda?

*******************************************************
Hver á þennan bústað , já eða nei!

Tipzy | 10. nóv. '14, kl: 16:06:42 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ekki hugmynd sko, veit bara að þetta kemur fram þegar ég er slæm í kvíðanum. En jú þetta tengist svefninum en ekki beint í svefnrofanum, heldur glaðvakna ég alveg og hreyfi mig og tala og allt án þess að þær hverfi. Getur tekið allt að nokkrar mínútur fyrir þær að hverfa eftir að ég glaðvakna og já góla og garga. En hef líka fengið ofskynjanir glaðvakandi á miðjum degi (úti að labba) en það er mun sjaldgæfara og já líka kóngulær þá, gaman fyrir mig sem er með algjöra fóbíu fyrir þeim. Á sama tíma verð ég líka algjör óhemja í svefni, veinandi og byltandi mér um á fullu en verð náttla ekkert vör við það sjálf þarsem ég er söfandi. Þegar þetta var sem verst síðast þá endaði það með ég dofnaði upp í helmingnum af andlitinu og sýndi ekki eðlileg taugaviðbrögð um líkamann og var lögð inn á taugalækningadeild og mynduð í bak og fyrir en ekkert fannst til að útskýra þetta, sérfræðingurinn bókstaflega yppti öxlum og sagði þeir hefðu ekki hugmynd hvað olli þessu...allt varð svo eðlilegt daginn eftir. Ég sjálf tengdi þetta svo saman löngu seinna, þó ég svo sem viti ekkert fyrir víst.

...................................................................

Stella í orlofi | 10. nóv. '14, kl: 16:47:39 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ja herna her
Allt getur nu gerst I tessum likama okkar.

*******************************************************
Hver á þennan bústað , já eða nei!

Lillyann | 9. nóv. '14, kl: 18:09:42 | Svara | Er.is | 1

ég fæ uppkost og niðurgang þegar ég fæ kviðakost og þegar ég var sem veikust þá gat ég ekkert borðað og ég lettist um 20 kg

_________________________________________________
http://i20.tinypic.com/ht9ob8 .

horfðu á björtu hliðarnar
heimurinn gæti verið verri

DarKhaireDwomAn | 9. nóv. '14, kl: 19:32:17 | Svara | Er.is | 0

hjartsláttartruflanir, dofa í höndum og fótum ásamt andliti, ógleði, verkir, hausverkur, sjóntruflanir, "rafstuð" í útlimi og höfuð, jafnvægisleysi....svona smá brot af því sem ég finn fyrir 

frandis | 9. feb. '20, kl: 19:18:36 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

sæl/sæll
Ég var að "gúggla" einkenni kvíða og datt inn á þetta spjall hér. Ert þú ennþá virk/virkur hér inni ?

undralegt | 9. nóv. '14, kl: 20:27:46 | Svara | Er.is | 0

Ég fann kvíðann í byrjun bara í líkamanum og vissi ekki hvað var að gerast fyrir mig.
Ég var með doðatilfinningu um allan líkamann en sérstaklega í höndunum og fótunum. Þurfti alltaf að vera að setjast niður því ég bara
gat ekki orkað að standa.
Ég var sífellt að pína ofan í mig mat því ég hélt að þetta væri bara blóðsykursfall eða eitthvað.
Ég fann ekkert bragð af mat, ef það var bragð þá var það vont bragði, lika af mat sem mér finnst góður.
Ég missti tímaskyn stundum og mundi ekkert hversu lengi ég hefði "blacked out"
Rosalegir magaverkir og var með endalausan niðurgang
Ég fékk svona ónotahroll oft sem þróaðist út í það að ég kipptist við minnsta áreiti því ég var svo utanvið mig og ekki í tengslum við það sem var að gerast í kringum mig.

Maggý. | 9. nóv. '14, kl: 21:07:09 | Svara | Er.is | 0

Hjartsláttartruflanir, verki fyrir brjósti og titringur í höndum.

Stella í orlofi | 9. nóv. '14, kl: 22:16:30 | Svara | Er.is | 0

Fleiri?

*******************************************************
Hver á þennan bústað , já eða nei!

krola90 | 9. nóv. '14, kl: 23:11:16 | Svara | Er.is | 0

Hár púls og rosalegur verkur í kviði og baki. Verkurinn hvarf um leið og ég var lögst upp á Hjartagátt í skoðun en púlsinn var alveg í 120 í nokkra daga eftir á. Ekki gaman að lenda í svona!

Mrsbrunette | 9. nóv. '14, kl: 23:14:25 | Svara | Er.is | 0

verð öll bara svo slæm, flökurt, get ekki borðað, hausverkur, stífna öll upp og fer að fá mikil líkamlega verki, þrátt fyrir að vera með íllvíga vefjagigt að þegar kvíða ástandið er að þá bara funkera ég enganveginn og allt magnast svo upp að ég eiginlega verð rúmliggjandi.

Galieve | 9. nóv. '14, kl: 23:17:40 | Svara | Er.is | 0

Eftir mikið álag hætti ég að virka í svolítið langan tíma. Ég fann fyrir miklu sársauka allstaðar í líkamanum,en var samt svona dofin og máttlaus og það var eins og ég "þyrfti" að öskra. Þetta fannst mér skrítnast,svo var ég með þessi venjulegu einkenni líka.

Madison09 | 9. nóv. '14, kl: 23:54:29 | Svara | Er.is | 0

Fékk dofa í hendur og fætur, máttleysi, brjóstverkir, varð stíf í öllum skrokknum, svimi, mikill hausverkur og ógleði.

Smileforme | 10. nóv. '14, kl: 08:15:27 | Svara | Er.is | 0

Hnútur í maga, ógleði, niðurgangur, hraður hjartsláttur, svimi, sjóntruflanir, lystarleysi, skjálfti, höfuðverkur

Smileforme | 10. nóv. '14, kl: 08:15:50 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Verð lika mjög utan við mig

Stella í orlofi | 10. nóv. '14, kl: 11:10:54 | Svara | Er.is | 0

Tid sem hafid gengid I gegnum svona timabil tar sem tid gatud ekki unnid eda fùnkerad I daglegu lìfi hvad var tad lengi ad ganga yfir hja ykkur?

*******************************************************
Hver á þennan bústað , já eða nei!

Stella í orlofi | 10. nóv. '14, kl: 11:14:57 | Svara | Er.is | 0

Og eitt annad. Hefur einhver ykkar tekid sobril daglega timabundid I tessu àstandi?

*******************************************************
Hver á þennan bústað , já eða nei!

MUX | 10. nóv. '14, kl: 11:28:33 | Svara | Er.is | 0

Veit ekki hvort ég var með kvíða en jú sennilega, þegar ég gekk í gegnum erfitt tímabil á ævi minni fyrir mörgum árum, og þá einmitt fór ég til læknis því ég var með svo miklar sjóntruflanir og svima og fékk meira að segja blettablæðingu í húð, og það var sagt að þetta væri kvíði.  Þetta lagaðist svo, en ég finn ef ég er undir miklu andlegu álagi þá fæ ég smá sjóntruflanir og svima, en ég þekki einkennin og hef engar áhyggjur af þessu þess vegna og svo bara lagast það.

because I'm worth it

kindaleg | 10. nóv. '14, kl: 12:24:03 | Svara | Er.is | 0

missti 20 kg, endalaus niðurgangur, missti hár, dreymdi illa, svaf varla

Stella í orlofi | 10. nóv. '14, kl: 12:55:20 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hvad var tetta langur timi hja ter kindaleg? Eg er eimitt buin ad missa 8 kg a 3 vikum.

*******************************************************
Hver á þennan bústað , já eða nei!

kindaleg | 10. nóv. '14, kl: 13:24:44 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Vá 2 mánuðir max....sem kilóin fóru

Stella í orlofi | 10. nóv. '14, kl: 14:00:59 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ja þetta er rosalega hratt sem kílóin fara þegar maður hefur enga matarlyst.

*******************************************************
Hver á þennan bústað , já eða nei!

Stella í orlofi | 10. nóv. '14, kl: 12:24:59 | Svara | Er.is | 0

Mer finnst eg svo óstarfhæf tvi eg er alltaf ad fa sjontruflanir.

*******************************************************
Hver á þennan bústað , já eða nei!

Stella í orlofi | 10. nóv. '14, kl: 12:54:10 | Svara | Er.is | 0

Veit ad tetta gengur yfir tvi tetta hefur gerst adur en tad er samt svo glatad medan a tvi stendur.

*******************************************************
Hver á þennan bústað , já eða nei!

undralegt | 10. nóv. '14, kl: 15:46:58 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það hjálpaði mér að sætta mig við að þetta eru veikindi og þegar maður er veikur þá er maður óstarfhæfur.
En ég tók Phenergan yfir daginn, Sobril gerði ekkert fyrir mig.
Ég píndi mig í göngutúr þrisvar á dag (bara fram og tilbaka í götunni) og var þetta það erfiðasta sem ég gerði oft en það hjálpaði.
Ég píndi mig líka í að fara að hreyfa mig og sótti hóptíma (ældi oft eftir 5 mínútur af tímanum útaf kvíða) og það hjálpaði þó mér liði eins og ég hefði farið í stríð eftir á.
Núna nota ég hugleiðslu ef ég finn fyrir kvíða. Þá leyfi ég kvíðanum að koma og hætti að reyna að bæla hann niður. Reyni að hugsa að þetta eru bara hugsanir og þær geta ekki gert mér neitt. Reyni að skoða hugsanirnar hlutlaust án þess að setja stimpil á þær. Þetta er að ganga ágætlega en er ógeðslega erfitt.

Stella í orlofi | 10. nóv. '14, kl: 15:49:59 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hvad var tad versta lengi ad ganga yfir hja ter?

*******************************************************
Hver á þennan bústað , já eða nei!

undralegt | 10. nóv. '14, kl: 15:54:49 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það ALversta var tvær vikur að ganga yfir, þá hélt ég að ég myndi ekki ná að þrauka og óskaði mér þess á hverri mínútu að ég gæti farið upp á spítala og þeir svæft mig og haldið mér sofandi á meðan að versti kaflinn var að ganga yfir því ég bara meikaði þetta ekki. Var aldrei með sjálfsmorðshugsanir eða þunglyndi eða neitt þannig heldur bara svo gjörsamlega búin á því að mér fannst þetta eina lausnin fyrir mig. Ég var líka orðin svo rugluð af svefnleysi (náði ekki að sofna útaf kvíðanum, hrökk alltaf upp eftir 10 mínútur).
Það versta var síðan mánuð að ganga yfir og eftir þrjá mánuði þá var ég orðin svona ágæt. Gat allavega hugsað um fjölskylduna og sjálfa mig þokkalega vel.

Amande | 10. nóv. '14, kl: 16:55:50 | Svara | Er.is | 0

Er enginn sem tekur kvíðalyf að staðaldri? 

Stella í orlofi | 10. nóv. '14, kl: 17:18:54 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Eg er ad taka sobril nuna 3svar a dag til tess ad halda mer gangandi en tek annars cymbalta ad stadaldri sem ad er verid ad auka ur 60 mg I 90 mg nuna.

*******************************************************
Hver á þennan bústað , já eða nei!

nr12 | 10. nóv. '14, kl: 17:01:46 | Svara | Er.is | 0

Verki fyrir brjóstinu, ógleði, kúgast endalaust, màttleysi í útlimum. Hef líka fengið ofskynjanir eins og Tipzy talar um, hélt það væru pöddur að skríða inn í símann minn :/ Svo fæ ég dofa, stundum svo mikinn í andlitinu að ég get ekki talað.

nr12 | 10. nóv. '14, kl: 17:02:40 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já og magaverkir og ristilkrampar líka. Ég hata kvíða :(

Angela in the forest | 10. nóv. '14, kl: 17:23:36 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég er að díla við ungling með mikinn kvíða, getur verið að hann heyri raddir vegna þess? Ég veit að hann er ekki með geðklofa eða slíkt. Var að spá í það hvort hann væri ekki bara skyggn, en hann segist alltaf hafa heyrt þessar raddir

Angela in the forest | 10. nóv. '14, kl: 17:24:53 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Bara pælingar af því að sum ykkar tala um ofskynjanir.

anitaosk123 | 10. nóv. '14, kl: 18:26:25 | Svara | Er.is | 0

Hjartatruflanir, útbrot, sjóntruflanir og brjálæðislega illt í magan þar sem botlanginn er...

anitaosk123 | 10. nóv. '14, kl: 18:27:06 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Og já kúgast! Það gerist samt við það minnsta.. Jól, djamm í kvöld.. Gera eitthvað sem er búið að hæpa þvílíkt upp... Weird I know.. hef alltaf veirð með það

Stella í orlofi | 10. nóv. '14, kl: 19:14:32 | Svara | Er.is | 0

Það er allt eWorld við svona einkenni, eg sver það! Maður veit bara ekki hvaðan a sig stendur veðrið.

*******************************************************
Hver á þennan bústað , já eða nei!

Stella í orlofi | 10. nóv. '14, kl: 19:14:49 | Svara | Er.is | 0

Uuu atti að standa weird

*******************************************************
Hver á þennan bústað , já eða nei!

Stella í orlofi | 11. nóv. '14, kl: 14:39:52 | Svara | Er.is | 0

Enginn sem fær sjontruflanir eins og eg?

*******************************************************
Hver á þennan bústað , já eða nei!

singa17 | 12. nóv. '14, kl: 05:31:46 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég fæ svima, sjóntruflanir þannig að það er eins og línur séu bylgjóttar, hef verið með dofa í andliti og fleira skemmtilegt! Þetta hefur staðið yfir af og til í þrjú ár.

teenzla | 12. nóv. '14, kl: 06:41:32 | Svara | Er.is | 0

Ég er með frekar alvarlega kvíðaröskun og fyrir utan þessi basic einkenni þá hef ég fengið svona eins og hálfgerð krampaflog þegar ég var að sofna. Gerðist 2 í sumar þegar ég ákvað að fara aftur á lyf.  Var hætt að geta sofið afþví þetta var svo óþægilegt, stífnaði öll upp og svo var eins og magavöðvarnir hefðu verið í krampa og annað lærið. Frekar spúkí því ég er ekki ennþá viss um hvort þetta hafi í alvöru gerst því ég var svo uppgefin af stressi og þetta var milli svefns og vöku svo ég get ekki verið viss um hvort þetta hafi í alvöru gerst en þetta var mjög raunverulegt.

Blandpía | 12. nóv. '14, kl: 09:50:07 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég fékk eimitt taugaáfall (held ég) sem gekk yfir langan tíma þegar ég var að flytja út. . .ældi og ældi endaði með blæðandi magasár en þar sem ég var "gestur" á staðnum sem ég var á og í öðru landi, tjáði ég mig ekkert. . . hafði sosem engan mátt til þess en þetta gekk yfir en sami kvíði flytur alltaf með mér hvert þar sem ég legg land undir fót ef ég passa mig ekki. . .

teenzla | 12. nóv. '14, kl: 17:52:29 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það er viðbjóður að vera með kvíðaröskun :/

Fyrirsögn Nafn Dagur Uppfært
Fjárnám - ferlið? kannan 17.2.2020 18.2.2020 | 00:00
Ferming - Ráð vel þegin! Mjoggottnotendanafn 17.2.2020 17.2.2020 | 23:30
Klám og karlmenn, strákar Steinar Arason Ólafsson 17.2.2020 17.2.2020 | 23:03
Lífskjarasamningurinn að renna útí sandinn. kaldbakur 6.2.2020 17.2.2020 | 22:18
Hvað er sanngjarnt verð? begzi 16.2.2020 17.2.2020 | 20:24
Online atvinna? KatAsta 17.2.2020
Axlarvesen tuni007 17.2.2020 17.2.2020 | 17:53
Kulnun í starfi - varúð langt :( Ásta76 16.2.2020 17.2.2020 | 00:59
Gott hótel á Tenerife? amina5 7.2.2020 16.2.2020 | 21:55
Eru Ríkisbankarnir óseljanlegir ? kaldbakur 12.2.2020 16.2.2020 | 21:18
Hvaleyrarskóli krissi200 15.2.2020 16.2.2020 | 16:51
Eigendur Land Rover Hjödda171 13.2.2020 16.2.2020 | 16:17
Hvernig skiptir maður um heimilislækni b82 15.2.2020 16.2.2020 | 08:32
Hvað var lögreglan í Borgarnesi að brenna? iceshera 12.2.2020 16.2.2020 | 05:43
grísakjöt í ofni? THE princess 26.4.2011 15.2.2020 | 23:50
Gleðilegan Laugardag Twitters 15.2.2020 15.2.2020 | 23:48
Hvernig skiptir maður um nef ? kaldbakur 15.2.2020 15.2.2020 | 23:42
Hvað kostar að berja einhvern til ábóta með kylfu? BjarnarFen 6.2.2020 15.2.2020 | 23:25
Andvaka..... kirivara 11.2.2020 15.2.2020 | 14:11
Skipt um h-lækni? b82 15.2.2020
Konur með dökka hringi í kringum augun Göslin 20.1.2007 15.2.2020 | 00:34
Reykingafordómar Hr85 6.2.2020 14.2.2020 | 23:42
Ráðleggingar með fasteignakaup boojaa 14.2.2020 14.2.2020 | 20:36
Hvað er Oat Fiber á íslensku? Emper 14.2.2020 14.2.2020 | 20:27
LÍOL dong 14.2.2020 14.2.2020 | 19:45
Engar áhyggjur, þetta reddast spikkblue 8.2.2020 14.2.2020 | 17:51
Feitir puttar 0911 9.2.2020 14.2.2020 | 13:48
Tinder bakkynjur 11.2.2020 14.2.2020 | 11:36
Skera gat á tvöfalt gler atv2000 8.2.2020 14.2.2020 | 11:29
Erfitt að fara úr húsi :/ tégéjoð 10.2.2020 14.2.2020 | 11:27
Alveg lost! Leki eða mygla hjá "féló" hvaðerþað 8.2.2017 13.2.2020 | 22:09
Hvað var lögreglan í Borgarnesi að brenna? iceshera 12.2.2020 13.2.2020 | 11:12
Hvar er best að selja frimerki sín og vita verð? kolmag 6.2.2020 13.2.2020 | 07:57
Trumpaðu þetta. Flactuz 11.2.2020 12.2.2020 | 17:54
Dagur B sýnir sitt sanna eðli (láglaunafólkið hérna eru hinir skítugu í hans augum) spikkblue 10.2.2020 12.2.2020 | 13:18
MS sjúkdómur LaufeyHJ 11.2.2020 12.2.2020 | 12:14
Hjálp! Hver er besti klipparinn í Rvk? mækúldjakkson 12.2.2020
Að laga barnakerru Sossa17 11.2.2020 12.2.2020 | 08:43
Að fá greitt með netgíró svennjamin 11.2.2020 11.2.2020 | 23:40
kvíði frandis 10.2.2020 11.2.2020 | 18:13
Óska eftir kettling Blómaa 11.2.2020 11.2.2020 | 17:35
Læknisfræðilegar tilraunir á börnum Hr85 10.2.2020 11.2.2020 | 13:30
Gleraugu í Costco alv 11.2.2020 11.2.2020 | 11:31
Vandamál vegna Húsfélags amhj123 9.2.2020 10.2.2020 | 22:03
Samanburður á kjörum aldraðra á Spánn og Íslandi. kaldbakur 8.2.2020 10.2.2020 | 18:31
Vegabréf ELLA MIST 10.2.2020 10.2.2020 | 16:56
Fótamyndir fataekogforvitin 10.2.2020
Sjúkraliðanám? tégéjoð 5.2.2020 10.2.2020 | 14:46
peysuföt binnsa 5.2.2020 10.2.2020 | 13:33
Líkamleg einkenni kvíða Stella í orlofi 9.11.2014 9.2.2020 | 19:18
Síða 1 af 19915 síðum
 

Umræðustjórar: ingig, Coco LaDiva, vkg, TheMadOne, joga80, tinnzy123, krulla27, superman2, aronbj, rockybland, Bland.is, flippkisi, Gabríella S, mentonised, Krani8, anon, MagnaAron